Lögberg - 05.02.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.02.1920, Blaðsíða 2
Bla. 2 LÖGBERG FIMTUADGINN 5. FEBRÚAR 1920. Dómsástœður í máli Tjaldbúðar- safnaðar. Mathers, C.J.K.B.:— Mál þetta stafar af deilu á milli tveggja flokka mnan íslenzka lútersika safnaðarins, er gengur undir nafninu Tjaldbúðarsöfnuður. Söfnuðurinn var myndaður árið 1894 sem ólöggiltur fríkirkjusöfnuður undir skrifuðum grundvallarlögum á íslenzku. Grundvallarlög þessi í enskri iþýðing eru birt bjeði í kæruskjalinu og varnarskjalinu, og ber þýðingunum saman, að mestu, en greinir þó á í nokkrum atriðum. Aðal ágreiningurinn kom fram í sambandi við 2. grein, og gerðu kærendur sér að góðu þýðing verjanda á grein þeirri. Önnur þýðingarmikil grein í sambandi við deilu þessa er 11. grein, og hvað hana snertir ber þýðingunum saman í öllu verulegu. í þýðing kærenda á 11. grein stendur: “if a division occurs in the congregation” og í þýðing verjenda: “if the congregation breaks up,” en á samihenginu sést, að það, sem við er átt, er trúarsundrung innan safnaðarins, þar sem annar hluti hans heldur fast við safnaðarlögin, en hinn hlutinn víkur frá þeim. Með því að úrslit máls þessa snúast að miklu leýti um það, hvernig greinar þessar ber að skiilja þá set eg þær hér orðrétt: II. Trúarjátning. “1. Guðs orð, eins og það er opinberað í hinum heilögu kanónisku bókum ritningarinnar, er hin sanna uppspretta og hið fullkomna lögmál fyrir kenning, trú og hegðan safn- aðarins.” “2. Söfnuðurinn játast undir lærdóma heilagrar ritning- ar á sama hátt og hin lúterska kirkja á íslandi í trúarjátn- ingarritum sínum.” “XI. Eignir. “Eign þessa safnaðar getur eigi gengið í annara hend- ur, nema söfnuðurinn ákveði það með % allra atkvæða á fundi. Skal þó málið hafa verið borið upp og rætt á næsta fundi þar áður. Sundrist söfnuðurinn, heidur sá hiuti hans eigninni, sem heldur fast við þessi safnaðkrlög.” Löngu áður enTjaldbúðarsöfnuðurinn myndaðist hafði lúterskum söfnuði verið komið á fastan fót í norðurhluta bæjarins, er gekk undir nafninu, Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg. Fjöldi ís'Iendinga hafði tekið sér bólfestu í suð- vesturhluta bæjarins, og það var fólki þessu til hægðarauka, að Tjaldbúðarsöfnuður var myndaður, en alls ékki vegna neins trúar ágreinings víð Fyrsta lúterska söfnuð. Hið- evangeliska lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesurheimi, er Fyrsti lúterski söfnuður heyrði til, hiafði gefið út frum- varp til safnaðarlaga, er nýmyndaðir söfnuðir gætu haft til fyrirmyndar, og viðtók Tjaldbúðarsöfnuður frumvarpið sem grundvallarlög sín. i Kirkjufélagið, sem á er minst hér að framan, var myndað árið 1885 með skrifuðum grundvaMarlögum, og hljóðar 4. grein grundvallarlaga iþeirra á þessa leið: “IV. Grein. “Kirkjufélagið kallar sig lúterskt, af því að það skilur grundvallarlærdóma guðsorðs samkvæmt því, sem kent er í hinum minni fræðum Lúters, og skoðar þau því sem sína trúarjátning........Játningarrit lútersku kirkjunnar hefir félagið í heiðri sem mikilsverða vitnisburði um það hvernig lærifeður þeirrar kirkjudeildar, sem hin íslenzka þjóð hefir staðið í um 300 ár, hafa skilið og kent lærdóma heilagrar ritningar og varist villukenningum. En það setur þó ekkert af þessum ritum jafnhliða heilagri ritning, sem öll kristin- dóimskenming verður eftir að dæmast.” Tveimur árum síðar, 1887, var grein þessi numin úr gildi og ný grein sett í hennar stað. Sú nýja grein var tek- inn upp orðrétt í lög Tjaldbúðarsafnaðar sem annar liður 2. greinar. Tíu árum s'íðar, 1897, breytti kirkjufélagið á ný grund- vallarlögum sínum og setti svohljóðandi grein í stað 4. greinar: “Kirkjufélagið viðurkennir hinar almemnu trúarjátn- ingar kirkjunnar ásamt hinni óbreyttu Ágsborgarjátning, og fræðum Lúters sem rétta framsetning og útskýring guðs heilaga orðs.” Árið 1899 eða um það leyti gerði hin svonefnda ný guð- fræðis hreyfing fyrst vart við sig innan lútersku kirkjunn- ar. þeir, sem aðhyltust hreyfing þessa, neituðu plenary inn- blæstri biflíunnar og ennfremur því, að trúarjátningarit kirkjunnar sé bindandi. Séra Friðrik J. Bergmann, er nokkrum árum síðar gerð- ist prestur Tjaldbúðarsafnaðar, fylgdi upphaflega rétt- trúnaðarstefnunni en hallaðist smátt og smátt að hinni nýju hreyfing. Hann mun hafa gerst prestur Tjaldbúðarsafn- aðar árið 1904 og litlu þar eftir (1905) gekk söfnuðurinn í kirkjufélagið. Voru þá í gi.ldi grundvallarlög kirkjufé- lagsins með breytimg þeirri er við þau var gerð árið 1897. Engin opiníber flpkkaskifting kom upp á milli með- haldsmanna nýju hreyfingarinnar og rétttrúnaðarstefn- unnar fyr en á kirkjuþingi árið 1909, en um nokkurn undan- farinn tíma ihafði trúmála deila staðið yfir á milli séra Friðriks, í tímaritinu Breiðablik, og málgagns kirkjufélags- ins, Sameiningumni. Á kirkjuþingi þessu var gerð yfirlýs- ing, er síðan hefir verið kend við Friðjón Friðriksson. Yfir- lýsing sú viðurkendi s.tefnu þá, er málgagn kirkju- félagsins hafði fyilgt og mótmælti árásum þeim, er stefna sú hafði mætt hjá séra Friðrik. Yfirlýsingin hélt því einn- ið fram, að trúarjátningarnar væri bindandi, en ekki að eins ráðleggjandi, og neitaði því að prestar kirkjufélagsins hefðu rétt til þess að kenna neitt það er kæmi í bága við kenningar þess, og lýsti yfir því, að öll ritningin væri guðs- orð, áreiðanlegt og innblásið. Eftir að yfirlýsing þessi hafði verið samþykt, gekk séra Friðrik og þeir, sem honum fylgdu að roálum, af þingi. Nokkru síðar sagði Tjaldbúðarsöfnuður sig úr kirkjufélag- inu og hefir ekki gengið í það síðan. Árið 1918 var Tjaldbúðarsöfnuður í fjárþröng. Skuldir hvíldu á og meðlimum hafði fækkað. í apríl-mánuði sama ár dó séra Friðrik, og í júnímánuði kom fram tillaga um að sameinast Fyrsta lúterska söfnuði. Sex manna nefnd hafði með höndum samningstilraunir í þessa átt, og var helmingur nefndar þeirrar kosinn af Tjaldbúðarsöfnuði, en hinn helm- ingurinn af kirkjufélaginu. Á safnaðarfundi 30- ágúst var lögð fyrir söfnuðinn skýrsla nefndarinnar dagsett 21. ágúst. Er þar minst á ágreining þann er olli því, að Tjaldbúðar- sðfnuður sagði skilið við kirkjufélagið árið 1909, og skýrt frá því, að samkomulag hafi tekist viðvíkjandi hinum trúarlegu ágreiningsatriðum á þann hátt, sem tekið er fram í svohljóð- andi tveimur greinum, er komi í stað kirkjuþingssamþykta þeirra, er gerðar hafá verið þar að lútandi: “1. Játningarrit kirkjunnar ber að -skoða sem mikilvæga vitnisburði um trú hennar á liðmum öldum, og ber þeim við- urkenning samkvæmt sögulegum uppruna þeirra, anda og tilgangi. “2. í heilagri ritningu hefir guð opinberað vilja sinn og ráðstafanir mönnunum til sáluhjálpar í Jesú Kristi, og ber að viðurkenna hana sem óyggjandi leiðarvísi í trúarefnum.” Söfnuðurinn samþykti skýrslu þessa og fól nefndinni að leita samninga við Fyrsta lúterska söfnuð með þeim skilyrð- um, er hún áliti nauðsynleg. pegar til samningstilrauna kom, gerði Fyrsti lúterski söfnuður það að skilyrði, að grundvallarlög sín, sem væri samhljóða frumvarpi því til safnaðarlaga, er kirkjufélagið gaf út, skyldi vera grundvallarlög hins sameinaða safnaðar. Að þessu var að lokum gengið, en þó tekið fram, að það skyldi vera “með þeim skilningi á hinum trúariegu ágreiningsatrið- um, sem tekinn er fram í samningi þeim, er gerður var 21. ágúst 1918 á milli kirkjufélagsins og Tjaldbúðarsafnaðar.” pá var eftir að koma sér saman um nafnið á kirkju hins sam- einaða safnaðar. Tjaldbúðarsöfnuður krafðist þess, að Tjaldbúðardcirkja fengi að halda nafni sínu, en inn á það vildi Fyrsti lúterski söfnuður ekki ganga. -Á safnaðarfundi 30. janúar 1919 var málið leitt til lykta á þann hátt, að tillaga um að gengið væri að tilboði Fyrsta lúterska safnaðar, ein3 og það þá lá fyrir, var feld með 43 atkvæðum gegn 24. pað virðist svo, sem einhverjar samningatilraunir hafi verið á ferðinni, áður en hér var komið, á milli Kristjáns Krisjánssonar, eins verjenda, og Fyrsta íslenzka fTnítara- safnaðarins. Á safnaðarfundi 14. janúar 1919, las Kristján Kristjánsson upp tilboð, sem hann sagðist ihafa fengið frá tnítörum, og var því máli vísað til 12 manna nefndar, sem kosin var á fundinum til þess að íhuga tilboðið frekar og hafa fuindi með nefnd frá tJnítarasöfnuðinum. Aðal-atriðin í tilboði Únítarasafnaðarins, sem Kristján Kristjánsson las upp, voru á þessa leið: “1.—Að hinn ‘Fyrsti íslenzki Únítarasöfnuður’ og ‘Tjald- búðarsöfnuður’ í Winnipeg sameini sig í einn söfnuð, með því að skoðanir beggja þessara safnaða eru að flestu leyti og í öllum verulegum efnum alveg hinar sömu, er báðir hafa haldið fram frjálsri rannsókn og fullkomnu skoðana og kenn- ingar frelsi í trúarefnum. Að hinn sameinaði söfnuður á- kveði trúmálastefnu sína og safnaðarlög samkvæmt fyrir- mælum ‘frumvarps þess til sambandslaga, er séra Friðrik J. Bergmann samdi sumarið 1916, er til gerina kom að trúar- bragðahreyfingar ‘únítara’ og ‘Ný-guðfræðinga’ meðal ís- lendinga hér í álfu mynduðu sameiginlegt kirkjufélag. “2.—Að kirkja hins sameinaða safnaðar 1 framtíðinni verði hin núverandi kirkja ‘Tjaldbúðarsafnaðar’, en ‘Únítara- söfnuðurinn’ ákveði að selja kirkjueign sína svo fljótt sem hentugleikar gefast og viðunanlegt verð fæst, og, að út úr því söluverði gangi til hins sameinaða safnaðar sú upphæð, er svari skuld þeirri er nú hvílir á Tjaldbúðarsöfnuði’, svo fram- arlega að sú upphæð fari eigi fram úr $ 5,000,00; en afgangur söluverðsins leggist í sjóð til styrktar væntanlegu kirkju- félagi til eflingar og útbreiðslu sameiginlegum málum hins frjálsa kristindóms meðal íslendinga í Vesturheimi; með þessu sé þó meðlimir hins únítariska safnaðar eigi undan- þegnir þeim gjöldum og útsvörum, er fjárhagur hins samein- aða safnaðar kann að krefja í bráð eða lengd, heldur skoði það skyldu sína að greiða fé til safnaðar þarfa að jöfnum hlutföllum við aðra meðlimi safnaðarins og bera sömu hlut- fallslegu ábyrgð ganvart öllum skuldum safnaðarins sem meðílimir'Tjaldbúðarsafnaðar’. “3.—Að hinn sameinaði söfnuður leggi fram alla sína krafta til þess að fá til sín prest heiman frá íslandi, er full- nægt geti kröfum safnaðarins, en fram til þess tíma að því verði framgengt, sjái ‘Únítarasöfnuðurinn’ um prestsþjón- ustu hins sameinaða safnaðar, verði þess óskað af hlutað- eigandi söfnuði.” 1 frumvarpi því til sambandslaga, er séra Friðrik J. Bergmann samdi og hér er vitnað til, stendur: “3.—Kirkjufélagið játar, að kærleiksvilja guðs mönnun- um til hjálpræðis sé að finna í biblíunni og, að Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans sé hin sanna uppspretta og regla trúar, kennigar og lífernis. “4.—Trúarjátningar íslenzku þjóðkirkjunnar og kristn- innar í heild sinni skoðar kirkjufélagið mikilvæg söguleg skilríki er sýna sögulegt samhengi kristilegra trúarhugmynda írá því í fyrstu kristni og fram á daga siðbótarinnar, álítur, að stöðugt framhald siðbótarinnar verði að eiga sér stað í kirkjunni, og játningarnar alls ekki lagabönd, heldur að eins leiðbeiningar.” Frumvarp þetta til kirkjufélagslaga samdi séra Friðrik .1. Bergmann árið 1916, að tilhiutun nokkurra íslenzkra Únítara, sem grundvöll til myndunar nýs kirkjufélags, en ekkert var gert með frumvarp þetta. Meðan á samninga-tilraunum stóð lagði Tjaldbúðar- nefndin fram svohljóðandi spurningar: “1.—Eru Únítarar ásáttir með að ganga inn í Tjaldbúð- arsöfnuð og samþykkja núgildandi grundvallarlög hans, svo sörnuðurinn haldi áfram að vera lúterskur söfnuður, eða, er hugmynd þeirra sú, að þeir sjálfir leggi niður sitt Únítara nafn og, að meðlimir Tjaldbúðarsafnaðar leggi niður sitt Iúterska nafn og, að hinn fyrirhugaði samsteypusöfnuður bindi sig ekki við stefnu eða kenningar nokkurs núverandi trúbragðaflokks ? “2.—Er ekki svo til ætlast af þeim, að hinn fyrirhugaði samsteypusöfnuður sé með öllu játningalaus söfnuður, er bindi sig ekki við neinn annan trúargrundvöll en þann, sem tekinn er fram í fyrirhuguðum grundvallarlögum safaðarins og, að sá trúargrundvöllur verði hafður svo breiður, að þeir geti sjálfir undirskrifað hann án þess að nokkru leyti að breyta sínum núverandi trúarskoðunum ? “3.—Hvað framtíðar prestsþjónustu safnaðarins viðvík- ur er óskað eftir að fá að vita, hvort iþeir sé ásáttir með að prestur sé fenginn frá Islandi er telur sig lúterskan, pré- dikar samkvæmt kenningum móðurkirkjunnar lútersku á ís- landi og hefir um hönd allar kirkjulegar athafnir, svo sem skírn, ferming og altarisgöngur, sam'kvæmt því er tíðkast í þjóðkirkjunni íslenzzku, eða felst það i orðunum: ‘er full- nægt geti kröfum safnaðarins’, að hann verði í þessum efn- um að haga sér samkvæmt viðteknum reglum Únítara kirkju- unnar? “4.—Ber tiiboðið ekki svo að ski'lja, að $15,000.00 upp- hæð sú, er þeir bjóðast til að leggja fram, skuli ekki borgast fyr en þeir geta selt sína kirkju fyrir verð, sem þeim finst viðunanlegt og, að þangað til beri þeir, sem söfnuður, enga lagalega ábyrgð á núverandi skuldum Tjaldbúðarsafnaðar? Ef svo er, er óskað eftir að fá að vita: (a) Hvort þeir sé reiðubúnir að taka að sér að borga þessa upphæð fyrir einhvern ákveðinn tírna, og þá, hvenær? “(b) Hvort einstakir menn innan þeirra safnaðar vilja ganga í ábyrgð fyrir, að upphæð þessi verði borguð fyrir þann tíma, sem ákveðið verður?” Spurningum þessum svöruðu Únítarar þannig: “1.—þegar um það ræðir, að tveir sérstæðir söfnuðir renni samanleða sameinist í einn sameiginlegan söfnuð, er eigi gert ráð fyrir, að annar söfnuðurinn gangi inn í hinn, heldur sameini sig á þeim grundvelli, er báðum kemur sam- an um. Mun það flestum vera kunnugt, að í engum söfnuði, sem til hefir spurst, hafa nokkrir tveir meðlimir nákvæmléga sömu skoðun á öllum atriðum trúrinnar. Sameiningarbandið er hin sameiginlega skoðun á höfuðatriðunum. Nú er það skoðun vor, að í öillum megin-atriðum sé stefna beggja þess- ara safnaða hin sama, og geta þeir því, á henni, því lagafrum- varpi (frumv. frá 1916), sem til grundvallar verður lagt, og safnaðarlögum sínum, ákveðið trúarsáttmála sinn, tilgang og nafn, fyrir framtiðina. Að stefnu og kenningu ætti sá söfn- uður samleið með hinum frjálslyndu lútersku söfnuðum og únítarisku söfnuðum hér í álfu. “2.—Svo er til ætlast, að engin hinna fornu trúarjátn- inga skuli tekin upp í lög safnaðarins, né að skilyrðum gerð fyrir inntöku í söfnuðinn. Inntöku skylirðið verður að miða við trúarsannfæring umsækjanda, að svo miklu leyti sem eftir henni verður komist, og að hann sé fús að hlíta tilgangi og lögum safnaðarins. Með því verður trúargrundvöllurinn sw breiður, að báðir hlutaðeigandi söfnuðir geta undir hann skrifað. Með þessu kemur þá víst engum til hugar, að neita nokkrum um þann einkarétt að'gera sér grein fyrir trú sinni á þann hátt, sem skynsemi hans og samvizka býður honum. Hvorki söfnuðir né einstaklingar geta 'breytt trú sinni sam- kvæmt fyrirmælum laga. Trúin er sannfæring mannsins og því sama lögmáli háð og vitsmunalífið í heiid sinni. pað er því eigi ætlast til, að með undirskrift laganna sé nokkrum skipað að breyta trúarskoðun sinni nema svo framt sem sannfæring hans leyfir. pess vegna mega játningarnar eigi vera settar sem inntökuskilyrði, að trúin er hverjum manni frjáls. "3.—Óskað er eftir presti frá Islandi, er fullnægt geti kröfum þessa safnaðar, að því leyti að hann hafi fengið hald- góða mentun og sé sjálfur í fullu samræmi við stefnu og trú- arskoðun safnaðarins. öllum er það ljóst, að gagnólíkar trúarstefnur ejga sér stað innan þjóðkirkjunnar, og leggja þessar stefnur mjög ólíkan skilning í hinar kirkjulegu at- hafnir, svo sem ferming, skírn, altarisgöngu og fleira. Sam-1 band þessa safnaðar myndi verða eindregið við ný-guðfræð-; is stefnu ríkiskirkjunnar íslenzku. peim kirkjusiðum bæri j að fylgja, er presti og söfnuði semdi um, er að miklu leyti mundi verða þeir siðir, er hlutaðeigandi söfnuðum, þ. e. Únítarasöfnuðinum og Tjaldbúðarsöfnuði kæmi saman um áður en samelningin yrði fullgerð. Með því er ekki þess krafist, að kirkjusiðum Únítara, sem eru hinir sömu og Con- gregationalista, sé nákvæmlega fylgt. Um það efni verður að vera samkomulag, eins og með safnaðarlögin. “4.—Viðvíkjandi fjármálum hins sameinaða safnaðar ber að skilja tilboð Únítarasafnaðarins á þá leið, að $15,000.00 upphæð sú, er þeir bjóðast til að leggia fram, skuli að fullu borgast strax og þeir geta selt kirkjueign sína fyrir viðunan- urinn fús að haga tiiboði sínu svo, að innan 60 daga frá því að söfnuðirnir sameinast, skuli hann greiða $2,000.00 af þessum $15,000.00, en afganginn innan 4 ára tíma frá því sameiningin gerist, með áföllnum vöxtum er nema 8% af 'hundraði á ári hverju. Fyrir þessu tilboði er hann fús að leggja fram fullnægjandi veð eða leggja till ábyrgðarmenn, að upphæðir þessar skuli greiddar fyrir eða á þessum til- greinda tíma.” Hinn 5. marz (1919) voru viss skilyrði við tilboð Únítara lögð fram fyrir hönd Únítara nefndarinnar. Skilyrði þessi voru fimm að tölu og hljóðuðu þannig: “1. Prestur hins sameiginlega safnaðar skal fenginn heiiman af íslandi, hafa lokið guðfræðiprófi við Háskóla ís- iands og vera vígður innan íslenzku þjóðkirkjunnar. “2. í safnaðarlögum hins sameinaða safnaðar skal fram tekið, að söfnuðurinn fylgi stefnu þjóðkirkjunnar íslenzku. “3. í nefndum safnaðarlögum skal trúarjátning safnað- arins og afstaða hans til játningarrita kristninnar eins orðað og 3. og 4. grein í grundvallarlögum frá 1916 eftir séra Frið- rik J. Bergmann, að öðru leyti en því, að í stað orðsins ‘kirkju- félagið’ komi ‘söfnuðurinn’. “4 Presti safnaðarins skal algerlega I sjálfsvald sett, hvernig helgisiðum safnaðarins skal haga. “5. Fáist ekki slíkur prestur, sem að framan er greint, heiman af íslandi, innan 6 mánaða frá því að sameining er um'garð gengin, skal sambandi safnaðanna slitið og sam- eining þeirra ógild.” Sameiningarmálið í heild sinni, eins og það er fram sett í skjölum þeim, sem til er vitnað hér að framan, var tekið til umræðu á fundi Tjaldbúðars'afnaðar 6. marz 1919. Fyrst kom fram tillga um það, að láta allar samningatilraunir við Únít- ara detta niður. Fjörugar og sumpart beiskorðar umræður hófust með og móti tillögu þessari og að lokum sagði forseti fundi slitið og vék úr sæti sínu án þess að bera upp tillöguna. Nokkrir gengu þá af fundi, en um fjörutíu manns sátu eftir og kusu þeir sér nýjan fundarstjóra og skrifara. Tillagan um að hætt sé við allar samningatilraunir við Únítara var siðan borin upp og samþykt í einu hljóði. pað, sem gerðist á fundinum'eftir að forseti vék úr sæti sínu, var ekki innfært í gerðabók safnaðarins, heldur á laus blöð, er geymd voru hjá Sigfúsi Anderson, settum skrifara fundarins. Á fundi 24. marz var fram á það farið, að fund- argerð þessi yrði lesin og henni bætt við aðal-fundargerning- inn, en málaleitun þeirri var synjað með 41 atkvæði gegn 40 og gerðabókin, til þess tíma er forseti vék úr sæti, samþykt. pað virðist hafa verið litið þannig á, að með þessu væri sam- þykt síðasta fundar um að hætta við allar frekari samninga- tilraunir við Únítara ónýtt. pví næst kom fram tillaga um að Tjaldbúðarsöfnuður gangi að tilboði Únítarasafnaðarin3 með því skilyrði, að lög Tjaldbúðarsafnaðar verði fyrstu lög hins sameinaða safnaðar. pegar til atkvæða var gengið um tillögu þessa, greiddi 41 atkvæði með og 34 á móti. öllum virðist hafa komið sarnan um, að nauðsynlegt væri, að 2-3. greiddi atkvæði með tillögunni og, að með atkvæðagreiðslu þessari væri hún því feld. Tillaga var því næst samþykt í einu hljóði um að kosin sé fimm manna nefnd til þess að leita tilboða í kirkjueignina, sjái nefndin engin ráð til þess að söfnuðurinn geti haldið áfram starfi sínu. Nefnd þessi lagði fram skýrslu sína á safnaðarfundi 15. maí á þá leið, að eftir að hafa leitað fyrir sér hefði hún ekki fengið nægi- lega góðar undirtektir til þess að söfnuðinum sé fært að halda áfram starfi sínu. Á fundi þessum las ritari upp nöfn tólf manna, er hann sagði að æsktu upptöku í söfnuðinn. Forseti, Svein björn Gíslason, einn verjenda, báuð fólk þetta, sem viðstatt var, velkomið inn í söfnuðinn og kvað það nú hafa öll sömu réttindi og hlunnindi eins og aðrir safnaðarlimir. Tillaga um, að fimm manna nefndinni sé falið að leita tilboða i kirkjueignina, og að hún sé aeld„ var feld með miklum meiri hluta. pá kom fram tillaga um að gengið sé að öllum samein- ingartilboðum Fyrsta íslenzka Únítarasafnaðarins. Eftir lang- ar umræður var tillaga þessi samþykt með 38 atkvæðum gegn 16 og nefnd 'kosin til þess að birta Únítarasöfnuðinum sam- þykt þessa. Um þetta leyti var kirkjueignin virt á $65,000.00. Á eigninni hvíldi $ 10,000,00 veðskuld, og áfallnir vextir og aðrar sku'ldir námu yfir $ 5,000,00 Verjendur voru kosnir safnaðarfulltrúar á fundi 30. janúar 1919, og 6, febrúar lögðu þeir fram skriflega beiðni til landeignabréfa-skráihaldara Winnipeg umdæmis (District Begistrar for the Land Titles District of Winnipeg) um að kirkjueigndin sé færð undir þeirra nafn, sem fulltrúa safn- aðarins, í stað þeirra, sem fyrir henni hafa verið skrifaðir síðan árið 1914, og samkvæmt beiðni þeirri var nýtt eignar- bréf gefið út 11. febrúar í þeirra nafni. peir meðlimir safnaðarins, sem mótfallnir voru sam- eining við Unitara, ihéldu fund skömmu síðar, og voru þar samþyktar yfirlýsingar um að Tjaldbúðarsöfnuður hafi sundrast samkvæmt 11. grein safnaðarlaganna, og allir meðlimir safnaðarins, sem áttu þátt 'í að koma til leiðar sameining við Unitara, hafi fallið frá trúnni og sé því ekki framar meðlimir safnaðarins. pví var ennfremur lýst yfir, að söfnuðurinn væri fulltrúalaus, og voru kærendur kosnir safnaðarfulltrúar og þeim fálið að höfða mál þetta. Samkvæmt því var málsókn þessi ihafin og þess kraf- ist, meðal annars, að rétturinn lýsi því yfir, að safnaðar- fundur sá, er haldinn var 15. maí, hafi verið ólöglega boð- aöur og, að samþykt sú, er þar var gerð, um að sameinast Únítörum, hafi verið ólögleg og ógild; að þeir, sem greiddu atkvæði með sameiningunni , hafi vikið frá trú safnaðarins og sé því ekki framar meðlimir hans; að kærendur sé lög- lega kosnir fulltrúar safnaðarins og, að þeim beri að fá eignarhald og umráð yfir kirkjueigninni og bókum og skjöl- um safnaðarins; og, að rétturinn skipi svo fyrir, að verj- endur framkvæmi ekki hina fyrirhuguðu sameining eða hafi nein afskifti af gjörðum kærenda í sambandi við ó- hindruð afnot þeirra af, og eignarhald og umráð yfir, kirkjueign safnaðarins. Hvað Högmæti fundarins 15. maí við víkur, þar sem tillagan um að sameinast Únitörum var samiþykt, halda kærendur því fram, að það hafi ekki verið leyfilegt að taka mál það fyrir á þeim fundi vegna þess, að ihann 'hafi verið kal'laður í alt öðru augnamiði: Lögmæti fundarins er einnig móitmælt vegna þess, að nýir meðlimir voru þar teknir inn í söfnuðinn og þeim leyft að greiða atkvæði án þess að hafa fullnægt ákvæðum safn- aðarlagannna. Fjórða grein safúaðarlaganna ákveður með hverjum skilyrðum og á hvern hátt unt sé að gerast með- limur safnaðarins. Grein þessi ákveður, að þeir, sem ger- ast vilja meðlimir s'afnaðarins, skuli gefa sig fram við prestinn eða djákna safnaðarins eða einhvern fulltrúanna, og skuli þeim heimilt að taka í söfnuð hvern þann, er full- nægir eftir fýlgjandi skilyrðum: “(a) Að hann sé skírður og fermdur; “(b) Hegði sér kristilega; “(c) Samþykki og undirskrifi lög safnaðarins; “(d) Skuldbindi sig til að greiða fé til þarfa safnaðarins eftir þvi, sem efni og ástæður leyfa. “Ef einhver skírður en ófermdur æskir inngöngu í ■söfnuðinn, þá fær hann inngöngu, ef hann er eldri en 18 ára og prestur safnaðarins gefur honum skrifleg meðmæli sín.” Á 15. maí fundinum las ritari upp nöfn fólks þess er beiddist upptöku í söfnuðinn. pað var viðstatt, og forset- inn, sem var einn fulltrúanna, bauð það velkomið í söfnuðinn. Gerðabókin ber það ekki með sér, að aðferð þessari hafi verið mótmælt og verður því að gera ráð fyrir, að áður en forseti veitti því inngöngu hafi hann fengið vissu fyrir því, að það hafi fulinægt ákvæðum 4. greinar. pað er því svo að sjá, að upptaka þeirra í söfnuðinn hafi verið 'lögleg. Hvað fundarboðið áhrærir, þá segir svo fyrir í 2. lið 12. greinar: “skal hver fundur boðaður við obinbera guðs-1 þjónustu safnaðarins á sunnudag eða með auglýsingu i| íslenzku blaði í Winnipeg.” Engin mótmæli koma fram gegn því á hvern hátt fundarboðið var auglýst. Fundar-1 bnðið sjálft er tekið upp í 15. grein kæruskjalsins. Er þar tekið fram, að verkefni fundarins verði “að gera að fullu út um þau mál, er fyrir söfnuðinum hafa legið á næstliðn-; um vetri, og ráða til lykta hvað söfnuðurinn gerir í framtíð- legt verð, en bæði fyrir og eftir þann tíma beri Únítarasöfn uðurinn hlutfallslepra iafna lagalega ábyrgð á öllum núver- inni.” og að “taka á móti skýrslu nefndar þeirrar, er kosin andi skuldum Tjaldbúðarsafnaðar, sem Tjaldbúðarsöfnuður var nú fyrir nokkru ti'l að safna fé í þarfir safnaðarins og sjálfur. Ennfremur, ef þess er fremur óskað, er únítarasöfn- afla honum nýrra meðlima með því augnamiði að söfnuður- inn fengi haldið áfram starfi sínu,“ og tekið fram að “verði árangurinn af starfi þeirrar nefndar eigi sá að tiltækilegt þyki að söfnuðurinn fái haldið áfram, verði ákvæði tekið að selja kirkjueign safnaðarins með tilheyrandi innanhúss- munum.” í fundarboðinu var ekki einasta skorað á “alt safnaðarfólk að sækja fundinn heldur einnig “það utan- safnaðarfólk, er látið hefði sig skifta hin frjálslyndu trúar- mál hér vor á meðai eða kynni að vilja rétta söfnuðinum hjálparhönd, annaðhvort með fjárframlögum eða með því að gerast, meðlimir safnaðarins, boðnir velkomnir á fund- inn, en eigi ætlast til, að það greiði atkvæði um þau mál, er fyrir fundinn kunna að koma, nema með sérstöku fundar- leyfi, en þó verði því veitt málfrelsi ef þess verði óskað.” Hér er um það að ræða: gaf fundarboðið meðlimum safnaðarins t'l kynna, að málið um sameining við Únítara yrði tekið til meðferðar á fundinum? Mín skoðun er, að svo hafi ekki verið. Jafnvel þó ekki hefði verið skýrt fram, tekið, að kirkjan yrði seld ef skýrsla nefndar þeirrar, er leita átti fjárframlaga og nýrra meðlima, sýndi, að ekki yrði hægt að hálda áfram, þá var fundarboðið samt ekki nægilega greinilegt til þess að gefa meðlimum til vitundar, að málið um sameining við Únítara yrði tekið til meðferðar. Mál það hafði verið felt á fundinum 24. marz, ef ekki á fundinum 6. marz. Að minsta kosti litu allir þannig á, að með atkvæðagreiðslunni hefði málinu verið vísað frá. Fjöldi mála hafði verið á dagskrá í söfnuðinum á síðast- liðnum vetri, þar á meðal málið um sameining við Fyrsta lúterska söfnuð, fjársöfnun, fjölgun meðlima og sala kirkjueignarinnar, auk sameiningarinnar við Únítara. Fundur þessi var aukafundur og átti því sérhver meðlimur heimting á að fá nákvæmlega að vita hvað þar átti að gerast. Fundarboð í jafn óákveðnum og almennum orðatiltækjum eins og þetta fundarboð var gaf ekki slíkar upplýsingar, einkum þegar jafn mikilvægt mál átti að afgreiða eins og sameining við annan trúarbragðaflokk, sem fylgir gagn- ólíkum trúarskoðunum. Hvað glögglega verði að taka fram í fundarboði mál þau er fyrir fundinn verða lögð til afgreiðslu hefir verið bent á I allmörgum enskum dómum. (Dómarinn tilfærir hér sjö dómsúrskurði). En lögmæti samþyktarinnar, er gerð var á fundi þessum, hefir verið mótmælt af annari ástæðu. pví er haldið fram, að samþyktin leiði til þess, að kirkjueignin gangi í annara hendur — í hendur hins sameinaða safnaðar. Verjendur í máli þessu voru kosnir safnaðarfulltrúar á ársfundi 30. janúar 1919. pví er haldið fram í kæruskjalinu, að kosning þeirra hafi verið ólögleg, en ekkert kom fram því til sönn- unar og verður því kosning þeirra að skoðast lögleg. Mjög skömmu eftir fund þennan létu þeir færa kirkjueignina undir sitt nafn. peir játa hreinskilningslega, að tilgangur þeirra með þessu hafi verið sá að ná yfirhöndinni vegna ágreinimgs þess sem upp var að koma í söfnuðinum. í sjálfu sér var ekkert ólöglegt við það að færa kirkjueignina undir þeirra ilafn, en afnot eignarinnar voru sömu skil- yrðum bundin eftir sem áður. pví er haldið fram, að sam- þykt sú, er gerð var 15. maí, hafi breytt’ skilyrðum þessum og, að upp frá því hafi verjendur ekki haldið kirkjueigninni sem fjárhaldsmenn Tjaldbúðarsafnaðar, samkvæmt grund- valiarlögum hans, heldur nýs isafnaðar undir sama nafni, en trúarskoðanir meðlima hans, að minsta kosti nokkurra þeirra, gagnólíkar trúarskoðunum hins upprunalega Tjald- búðarsafnaðar. Eg fæ ekki betur séð en að samþykt þessi hafi verið tilraun til að láta eign safnaðarins ganga í ann- ara hendur og heyri undir 11. grein safnaðarlaganna, og að slík samþykt geti ekki verið löglega gerð án þess að hafa verið “borin upp og rædd á næsta fundi þar áður,” og sam- þykt með tveimur-þriðju “al'lra atkvæða á fundi”. Næsti fundur “ þar áður” var haldinn 1. maí, og ekkert slíkt mál var þar “borið upp og rætt.” Atkvæði féllu þannig, að 38 voru með og 16 á móti, en eftir því sem Sveinbjörn Gíslason, einn af verjendum, segir, voru 3 eða 4 á fundi sem ekki greiddu atkvæði. Til þess að ná samþykt þurfti tvo-iþriðju atkvæða állra viðstaddra: Labouchera v. Waharn- cliffe, 13. C. D. á blaðsíðu 354. Hafi þrír aðrir verið staddir á fundi þá voru 38 nákvæmlega tveir-þriðju, en hafi þeir a fundi þá voru 38 nákvæmlega tveir-þriðju. Gagnvart verj- cndum, sem viðurkenna, að það geti hafa verið 4 aðrir við- staddir, þá fimst mér að eg verði að telja það víst, að þeir hafi ekki verið færri en fjórir, og hafi því samþyktin ekki fengið fylgi tveggja-þriðju allra atkvæða á fundi eins og útheimtist samkvæmt 11. grein safnaðarlaganna. pá iliggur næst fyrir að afhuga, hvort verjendur hafi vikið frá trú safnaðarins með því að sameinast Únítörum. pað, sem kærendur halda fram, er, í stuttu máli, að Tjaldbúðarsöfnuður hafi verið myndaður sem lúterskur söfnuður og, að trúmálastefna hans sé ákveðin í skrifuðum grundvallarlögum hans; að söfnuðurinn eigi landeign þá, er lýst er í kirkjuskjalinu, og 'hafi á landeign þeirri bygt kirkju sína; að vissir menn, er hingað til hafa verið með- limir safnaðarins, hafi gert samning um að sameinast öðrum söfnuði, sem gengur undir nafninu, Fyrsti íslenzki únítara söfnuðurinn, og, að sem undirstöðu til sameiningar þeirrar hafi þeir gengið inn á að varpa fyrir borð þeim grundvallar- kenningum lútersku kirkjunnar, sem fram eru teknar í 2. grein safnaðarlaganna og með því svikið þá trú Tjaldbúðar- safnaðar og sé ekki lengur meðlimir hans: Verjendur viðurkenna það, að þeir ætli sér að koma sameining þeirri í framkvæmd, er samþykt var á fundinum 15. maí. peir halda því fram, að sameining sú geti tekist, með skilmálum þeim sem samþyktin ber með sér, án þess að söfnuðurinn á nokkurn hátt víki frá eða dragi úr trúar- játningum, játningiarritum, kenningum, átrúnaði, helgi- siðum eða guðsþjónustuformi lútersku kirkjunnar. Pað heyrir ekki undir veraldlega dómstóla að skera úr neinum trúmáladeilum nema að svo miklu leyti sem þær snerta tilkall til eigna. pað er ekki þeirra að segja, hvort ein eða önnur kennimg sé heilbrigð eða ekki. petta er skýrt fram tekið í dómnum í málinu Itter v. Hove, 23 A. R. 256, og í dómi ensku lávarðadeildarirtnar í málinu, Free Church of Scotland v. Overtoun (1904) A. C. 515. Alt sem eg þarf að gera, er að segja, 'hvort verjendur, og sá hluti safnaðarins er þeim fylgir að málum, hafi að svo miklu leyti vikið frá kenningum Tjaldbúðarsafnaðar, eins og þær eru teknar fram í safnaðarlögunum, að afleiðing þtess sé sú, að þeir sé ekki lengur meðlimir safnaðarins. Eins og tekið er fram í dómnum í málinu, Attorney-General v. Gould. 28, Bev. 485: “Eg á að skera úr því, hvort byggingin sé notuð til þess, sem kemur svo í bága við tilgang þann og traust það sem hún var bygð í, það er að segja, hvort tráusti þvi sé svo misboðið, að dómstólarnir skerist í leikinn og leggi bann við.” f 12. grein safnaðarlaganna er ákvæði um hvernig lög- unum megi breyta, en engin tilraun till iagabreytingar var gerð. Um deiluefnið er því ekki hér að villast. Kærendur halda því fram, að í grundvallaratriðum hafi verið vikið frá lögum safnaðarins, en því neita verjendur. í 11. grein safnaðarlaganna er tekið fram hvað slík frávikning hafi í för með sér. par stendur, að sundrist söfnuðurinn haldi sá hluti 'hans eigninni sem heldur fast við safnaðarlögin. pað, sem fyrir réttinum liggur, er að ákveða, hvort söfn- uðurinn hafi sundrast samkvæmt 11. grein safnaðarlaganna. Báðum málspörtum kemur saman um, að ætlast sé til að grein þessi eigi við ef annar hluti safnaðarins heldur fast við safnaðarlögin en hinn hlutinn víkur frá þeim. Fyrsta sporið í slíkri rannsókn er þá auðvitað það að komast að ihvað safnaðarlögin ákveða. Annar liður 2. greinar tekur fram, að söfnuðurinn játist undir lærdóma heilagrar ritningar á sama hátt og hin lúterska kihkja á íslandi í trúarjátningarritum sínum. Trúarjátningar þær sem hér er átt við, eru hinar þrjár al- mennu játningar, það er að segja, postullega játningin, Nikeu-játningin og Atanasíus-játningin, ásamt hinum tveimur lútersku játningum, þ. e., hin óbreytta Ágsborgar játning og Fræði Lúters hin minni. Undir játningar þessar játast söfnuðurinn með 2. grein safnaðarlaganna á sama hatt og hin lúterska kirkja á fslandi, það er að segja, á sama hátt og lúterska kirkjan á íslandi játaðist undir þær, þegar safnaðarlögin voru smþykt árið 1894. pað er áríð- andi að veita ártali þessu eftirtekt vegna þess, að hreyf- ingin gegn því að játningarritin væri skoðuð algerlega bindandi hófst ekki á íslandi fyr en um 1899, svo það getur verið, að játast sé undir trúarjátningar þesisar á íslandi (Framh. á 7. bla.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.