Lögberg - 04.03.1920, Page 8

Lögberg - 04.03.1920, Page 8
Bls. 8 LÖGBEItG FIMTUADGINN 4. MARZ 1920 0r borgi nni Mr. pórður Zoega frá Silver Bay P. 0. hefir dvalið í bænum undanfarna daga. rr. Sveinn Oddsson prent- smiðjueigandi í Wynyard Sask., kom til bæjarins í vikunni sem ieið. Séra Kjartan Helgason lagði af stað í fyririestraferð sína um Lnndar og Narrows bygð- ir á 'þriðjudaghm var, 3. þ.m. Pann 24 febr. síðastl. lést á almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg, Guðfinna Fellsted öldruð kona, tengdamóðir hr. Magnúsar Markússonar. Jarðarför hennar fór fram þann 1. þ. m. hún var jarðsett í Brookside grafreitnum. Jarðsungin af séra Runólfi Mar- teinssyni. Hennar verður nán- ar getið síðar. Mrs. Guðrún Pálsson er nýkomin til bæjarins frá Reykjavrk á ís- landi, þar sem hún hefir dvalið hjá ættingjnm og vinum, síðan í fyrra vor. Lét hún hið bezta yfir förinni. Mr. Árni Goodmundsen frá Detroit Harbour kom vestur á Gullfossi úr kynnisför frá íslandi Mr. Gísli Jónsson frá Narrows, Man., kom til bæjarins ásamt syni sínum í fyrri viiku og sátu þeir feðgar hina miklu skemtisam- kormu ipjóðræknisdeildarinnar Frón, sem haldin var i sambandi við ársþing þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, Herra Snjólfur J. Austmann, sem haldið hefir nákvæma skrá yfir íslendinga, er voru í her Canadamanna og féllu eða særð- ust í stríðinu mikla, hefir sýnt oss þessa skrá, og ber hún með sér að 154 Islendingar féílu, 34 frá Win- nipeg, 12 frá Selkirk, 6 frá Glen- boro, 3 frá Baldur, 1 frá Oak Point, 3 frá Mary Hill, 1 frá North Star P.O., 3 frá ReykjaVík P.O., 1 frá St. Vital, 1 frá Bowsman P.O., 2 frá Lögberg P.O., 2 frá West- bourne, 5 frá Leslie, 1 frá Breden- buryð, 1 frá Kandahar, 3 frá Moz- art, 2 frá Foam Lake, 1 frá Holar P.O.,4 frá Langruth, 2 frá Regina, S frá Calgary, 4 frá Wynyrad, 3 frá Vi&toria, 1 frá South Bend B. C., 1 frá Vancouver, 1 frá Wind- hurst, 1 frá Mathers, 1 frá East- land, Sask., 1 frá Theodor, Sask., 1 frá Kantonifle, Saslk., 2 frá Stony Hill, 1 frá Mountain, N.D., 1 frá Cavalier, N.D., 2 frá Hekkla P.O., Ont., 1 frá Toronto, 1 frá Keewatin, 8 frá íslandi, 1 frá Sin- clair P.O., 4 frá Lundar, 2 frá Vogar P.O., 8 frá Gimli, 2 frá Víð- ir P.O., 1 frá Hausa, 2 frá Ár- borg, 1 frá Riverton, 1 frá High River, Wellburrough, Siglunes, Winnipegosis, Woodlands, Otto og Silver Bay. Heimilisfang þessara föllnu hermanna er bundið við heimili nánustu ættingja þeirra. —199 af .þeim íslendingum, sem í Canada hernum voru, særðust. RCCtSTCRED UÓS ÁBYGGILEG —og-------AFLGJAFI W ONDERLAN THEATRE Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJÓNUSTU Vér æslcjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að máliog gefa yður kostnaðaráællun. WinnipegEIectricRailway Go. Krítik. Bændadýrkun. Mér geðjast eddki þetta skrum og skjaJl, Sem “Skeinisblöðin” flytja nú á dögum. Að syngja lof um sérhvern fjósakall, Er synd á mólti guðe og mianna lögu/m. Hver gaur, sem hefir eignast eina kú, Er óðalsbóndi, og kona hans er frú. Síðan að fjárglæframenn kom- ust upp á að láta fáfróða bænd- ur, standa allann kostnað við blaða útgáfur sínar, er bænda- dýrkunin á pappírnum orðin viðbjóðsleg, eða avo er það hérn- ana syðra. Eg býst við að fá skömm í hattinn fyrir þetta. En skítt og lago, pinn, K. N. Mountain 25. febr. 1920. GENERAL MANAGER Miðvikudag og Fimtudag NORMA TALMAGE i leiknum “The New Moon” Föstudag og Laugardag ANITA STEWART í leiknum “Mind the Paint Girl” Also Animal Comedy “A Lion in the House” Mánudag og priójudag MADAMEPETROVA “The Panther Woman.” Wonderland. Miðviku og fimtudag vrður þar sýnd stórfræg mynd, sem heitir: “The New Moon”, meða Norma Talmage í aðal hlutvericinu. En föstu og laugardag “Mind the Paint Girl Featuring”, þar sem Anita Stewart sýnir list sina í næstu viku er Creighton Hale í “The 13th Chair” og Annette Kel- ierman í “Queen of the Sea.” Nýkomið frá íslandi í bókaverzl- un Finns Johnson, 698 Sargent Ave.: Almanaik pjóðvinafélagsins fyrir 1920, 60c., og CEskan, 21. ár, $1.00. Á fjölmennum safnaðaríundi Tjaldbúðarkirkju 27. febr. voru þessir koSnir fulltrúar fyrir yfir- standandi ár: Forseti: Sigfús Andereon.^ Ritari: O. S. Thorgeirsson. Féhirðir: L. J. Hallgrímsso. Fjárm.rit.: Guðm. Axford. og Carl Anderson. Gjöf til Betel: Mrs. John Celander, Joliet, Mont. 810.00. Með þakklæti fyrir gjöfina. Jónas Jóhannessson, féh. 675 McDermot Ave., Wpeg. Pakklæti. Ágúst G. Oddleifsson sem nú er á háskóla í Boston í Bandaríkjun- um, þakkar Jóns Sigurðssonar fé- laginu fyrii; gjöf þá $ 25,00, sem föður hans var afhent á samkomu sem félagið hélt öllum íslenzkum heim/komnum hermönnum þann 11. febr. 1920. Sömu upphæð sem þessa, gaf líknarfélag Jóns Sigurðssonar hverjum þeim (Can- ada) íslenzkum hermanni sem urðu fangar á pýskalandi i al- heimsstrlðinu mikla. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf þakkar Augúst G. Oddleifsson öllum félagssystrum Jóns Sig- urðissonar fólagsins innilega, og óskar félaginu heilla og blessun- ar í komandi framtíð. Febr. 16. 1920. Suite 6 Acadia. Mr. og Mrs. S .Oddleifsson. Varaskeifan gamanleikur í þremur þáttum, eftir Eirik Bögh var endurtekinn á Goodtemplara- húsinu á mánudaginn var, og var állvel sóttur. í leik þessum eru sjö persónur: Thorel stóreigna- maður, búrakarl, sem hefir komist yfir auð mikinn. Hann er gift- ur ungri konu og gJæsilegri, sem hann er sífelt að vara við, tálsnör- um lífsins. Hún vill fara á dans- leik, iþar sera íheldri menn verða samankomnir. pá vaknar af- brýðiissemi Thorels, og fer 'hann í dularklæðumi til dansleiksins, en fær mann sem nýkominn var í vist ti.1 hans, ti'l þess að fara í föt sín og gegna öllum störfum í fjarveru sinni, svo fer hann. En frú hans varð síðbúnari en hann hélt, og kxxm inn tid að kveðja bónda sinn áður en hún fari. Nýij maðurinn vi'ldi ekki kyssa frúna lést hafa tannpínu, og frú- in hættir við ferðina, og sækir læknir. En Franik Edward svo hét þessi nýi maður, sem húsbónd- ann lék, kom honutm af sér með því að hella ihann fullann. Svo kemur þjónustúlkan á staðnum inn í stofuna, það viill þá svo til að hún er ástmey Frank Edwards þau fara að tala saman og læsa herbergis hurðinni. pá kemur frúin til að vitja um bónda sinn, heyrir á tal þeirra inni, og heimt- ar að sér sé hleypt inn. Frank læ3ir þjóustustúlkuna inn í fata- skáp. Svo lýkur hann upp, og hef- ir nú afarslæma tannpínu, en kemst út án >ess hún sjái, og ínn kemur í sama bili hinn rétti hús- ráðandi, eftir nokkurt samtal fær hann konu sinni lykilinn að skápnum, og istúlkan ‘kemur út. Leikur þessi getur verið skemti- legur ef vel er með farið. Aðalhlutverkin í þessum leik, léku: Pétur Féldsted, Thorel stóreignamann, frú G. T. Athel- stan Soffíu konu hans, og Frank Edward, óskar Sigurðsson, og lcya þau verkefnin vel af hendi, ekki áíst þegar maður tekur það með í reikninginn, að lítill tími mun hafa verið til æfinga. Eink- anlega er frú Athelstan mjög til- komumikil á leikaviði og syngur príðisvel. Auk þessara þriggja sem aðal hlutverkin hafa, Ieika þjónustu— stúlkuna ungfrú Friðfinnsson og gerði það vel. Kláus Petersen þjón lék J. Richer, og hefir margt til iþess að fullnægja því hlut- verki. Hage héraðsfógeta lék Sigurður Björnsson og kom vél fram. En læknirinn var leikinn af skólakennara Jóhannesi Eiríks- syni og sýndi hann glöggan skiln- ing á hlutverki sínu. H. B. Einarsson 'kaupmaður frá Elfros, kom tW hæjarins í síðustu viku. Með honum kom aldraður maður Benidikt Gísla- til þess að leita sér lækninga. Jón Bjarnason frá Cold Spring P. O., kom til bæjarins í vikunni sem leið, til þess að leita sér lækninga. Messuboð. Messað verður í kirkju Imm- anúels safnaðar sunnudaginn þ. 7. þ. m. kl. 2 eftir hádegi. Að lok- inni guðsþjónustu fara fram barnaspurningar. Laugardaginn 6. þ.m. fara fram barnaspurningar í Kandahr kl. 2 e. h. * Haraldur Sigmar. Að sjá um arðberandi eignir er j sérstök iðnaðargrein sem er bæði vandasöm og áríðandi. J. J. Swanson & 808 Paris Bldg. leggja sig sérstakelga eftir þess konar, og geta það betur en nokkur ann- ir sem er ekki við það verk riðinn. Láttu þá sjá um eignir yðar fremur en að vera eiga við það sjálfur. Mrs. V. L. Jósephson frá Wyn- yard fór þann 25 febr. eftir fjögra mánaða dvöl niður í Mikley, hjá móðir sinni, hún fór þangað heilsulaus, en er nú heldur á batavegi. Innilegt þakklæti. Vottum við undirskrifuð hér- með öllum þeim vinum og vanda- mönnum, er heiðruðu útför Guð- finnu sál. Fellsted með nærveru sinni... Einnig þökkum við og af hjarta þeim sem lögðu hlóm á líkkistu hennar. Winnipeg 2 marz 1920. M. Markússon. G. Fellsted. STATEMENT of RECEIPTS and DISBURSEMENTS For the period of one year, ending jan. 31st, 1920. Jón Sigurdason Chapter, I.OD.E. Winnipeg, Man. Receipts— Balance with Bankers, Jan. 3lst,19l9: Returned and Wounded Soldiers fund $ 329.04 General Fund............................. 296.35 -------- $ 625.39 Membership Fees 1918 and 1919 ......... 126.00 Membership Fees for 1920 .................. 22.00 ----------- 148.00 Badges sold ........................................ 3.50 General Funds raised: — Receipts from various entertainments, Sales, etc...........................$1,584.55 Lesis cost oí Materials, Mds. and necesary Expense....................... 662.56 $ 921.99 Donations to General Fund................. 192.90 Sales of Socks, etc., net ................. 89.85 --------- 1,204.74 Specific Funds:— Returned and Wounded Soldiers: Dontaions ...........................$ 479.00 Interest from Banlœrs .................. 13.99 $492.99 Memorial Publication...................... 78.70 Ieelandic Soldiers’ Memorial Fund, Donated by this Chapter ............... 500.00 --------- 1,071.69 $3,053.32 Disbunsements:— Chapter Expenses— Prov., Mun. and per capita tax, 1919 ....$ 51.50 Per capita tax, 1920, paid in advance.... 44.00 Rents.................................... 47.00 Stationery and Other Expenses............. 39.95 Honor Badges and Life Memb. Pins .... 39.50 -------- $ 221.95 Direct Benevolent Disbursements: Aasistance to Ret. and Wounded Soldiers $ 185.85 Relief and Assistance ................... 120.91 Conrvaliecent Hoime, I.O.D.E............. 140.00 Christmas Entertainments, Wpg............. 31.76 Presents to Soldiers....................... 4.95 Deposit for Hall, Feb. llth, 1920......... 25.00 Library Fund and Sundr. for Conv. Home 26.60 Icelandic Soldiers’ Mem. Fund............ 500.00 Memorial Publication...................... 30.40 —-------- 1,065.47 Grants to other Benevolent Organizations: Christmas Cheer, Bethel Old Folks Home $ 48.52 Queen Mary Guild, Sock donation .......... 25.00 Winnipeg General Hosital.................. 25.00 Children’s Aid Society.................... 25.00 Zenena Bible and Med. Mission ............ 25.00 Tuxedo Hospital, Phone Records............. 5.10 ----------- 153.62 Balance with Bankers: General Fund ......................... $476.10 Ret. and Wound. Sold. Trúsit Fund....... 636.18 Icelandic Soldiers’ Memorial Fund...... 500.00 --------1,612.28 $3,053.32 STATEMENT of ASSETS and LIABILITIES January 31st 1920 Jón Sigurdsson Chapter, I.O.D.E. Winnipeg, Man. Assets— Balance with Bankers:— General Funds .........................$ 476.10 Ret. and Wound. Sold. Fund............... 636.18 Icelandic Soldiers’ Memorial Fund ....... 500.00 -------- 1,612.28 Prov., Municipal and per Cap. Tax, paid in advance 44.00 Badges on Hand: Membership.............................. $ .70 Honor Life Membership ..................... 7.50 -------- 8.20 Constitutions on hand ................................ .60 Real Estate, Lot and Hall, Wpg Beach............ 500 00 $2,165 08 Liabilities:— Returned and Wounded Soldiers’ilelief Fund ....... $' 636.18 Icelandic Soldiers’ Memorial Fund.................... 500.00 Memorial Book....... ................................. 48.30 Membership Fees paid in advance...................... 22.00 Surplus.......................................... 959.60 $2,165.08 We have audited the books and vouchers of the Jón Sig- urdsson Chapter, I.O.D.E. for the year ending January Slst, 1920, and, in our opinion, the above roentioned statements set forth the financial position as at January 31st, 1920, and are drawn up in accordance with the books, vouchers and other information provided during the course of the audit. Armstrong,, Ashley, Palmason and Co., Chartered Accountants and Auditors. Frón, þriðju- FRÓN. pj óðrækn i sfélags d ei 1 di n hefir fund næstkomandi dagskvöld (10. þ. m.). Hr. Einar P. Jónsson flytur þar! erindi um íslenzk kýmniskáW.! Enn fremur verður skemt með! upplestri og söng. Hvað um VORHATTINN SEM PÚ HEFIR LOFÐ SJÁLFUM pÉR? Vorbirgðirnar hjá oss sýna tízku, efnisgæði og Sönn Kjörkaup. White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg Ung stúlka. óskast nú þegar til aðstoðar við létta heimilsvinnu á skemti- legum stað: Gott kaup, góð að- búð. Phone 4409. The Wellington Grocery Company Comer Wellington & Victor Phone Garry 2681 License No. 5-9103 Hefir beztu matvörur á boðstól- um með sanngjömu verðL MRS. SWAINSON, að 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yöar. Talsími Sher. 1407. Pakkarávarp. Við undirrituð viljum að þesari fáu línur, færi okkar innilegasta þakklæti, öllum þeim sem sýndu1 okkur umhyggjusemi og hlut--| tekning í sorg okkar, þegar hinum almáttuga drottni, þóknafiist að kalila til sín 'heimilisföður okkar. —Sérstaklega þökkum ■ við Mr. og Mrs. Gesti Einarssyni fyrir hjálp þá er þau hjón létu í té við Iþetta tækifæri. Jóhanna ólafsdóttir. Ðkkjan. Kristján K. Jónsson. Sonur hins látna. Westbourne, Manitoba. Dánarfregn. þann 13 febr. 1920, andaðist á Deaconess sjúkrahúsinu i Grand Forks, N. Dakota, Lilja Sigur- dríf Swansson, j 22. ára gömul, dóttir Bjöms 1 (G u ðm u ndsson a r ) Swanson í Akrabygð. Hafði hin látna verið veik nokkrar vikur, fyrst af botnlangabólgu, og síðar af Inflúensu, sem snerist upp í lungnabólgu og leiddi hana til dauða. Lilja sál var góð og mynd- arleg stúlka, og er fráfall hennar því sárara að fyrir rúmu ári lézt móðir hennar, Guðfinna Finns- dóttir, eftir langvarandi veikindi. Samhygð allra , sem þekkja, er með ástvinunum í hinni lítrekuðu sorg. K. K. ó. Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga v;erður meiri iþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví'ekki að þúa siig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the bead 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, ,sem býr til Bafcteries, er fuillnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasita í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oiss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Htd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyfear og Ðomlnion Tirea œiífi 4 reiSum höndum: Oetum Ot- vegafí hvaSa tegund sem þér þarfntst. Aðgerðum og “Vulcanizlng’' sér- Htakur gaumur gefínu. Battery aögerCir og blfrelöar ttl- búnar tll reynslu, geymðar og þvegnar. ACTO TIHE VIH.CANIZING CO. 30» Cnmberland Ave. Tals. Garry 27B7. i'ptö dag og nötL Grimudans og Box Social RIVERTON HALL, Rlverton, Man. pann 12. Marz 1920 — Byrjar kl. 9 að kvöldinu Orchestra spilar. Inngangur 75c. parið. — Fullorðnir einstaklingar 40c. Veitingar á staðnum. RIVERTON HALL COMMITTEE !cANADIAN PACIFIC, 0CEAN SERVICEs »1 ALLAN LiVAN og Bretlands & eldri og nýrrl I | Stöðugar siglingar milli Canada skip.: ‘Empress of FYance' að | eins 4 daga I hafi, 6 milli hafna. "Melita" og Minnedosa” og fL ágæt skip. Montreal til Llver- pool: Empr. of Fr. 26. nóv. og Soandinavian 26. nóv. St. John I til Liv.: Metagama 4. des., Min- I nedosa 13, Empr. of Fr. 19. og ] Skandinavian 31. H. S. BARDAL, 892 Sherbrook Street VVinnlpeg, Man. Jarðyrkju- áhöld íslendingar! Borgið etoþi tvö- falt verð fyrir jarðyrkjuáhöld. Eg sel með sanngjömu verði, alt sem þar að lýtur. Til dæmis U. S. Tracor 12—24, og auk þess hina nafnkunnu Cockshutt plóga, með 3 14-þuml. skerum, alt nýtt frá verksmiðjunm fyrir að eina $1,110.00 T. G. PETERSON 961 Sherbrooke St. Winnipeg Einkaumboðssali fyrir Canada. peir sem kynnu að koma til borgarinna nú um þessar mundir aettu að lieimsæikja okkur viðvík- andi legsteinum. — Við fenguxn 3 vagnhlöss frá Bandarikj unum núna í vikunni seon leið og Terð- urr því mikið að velja úr fyrst um sinn. A. S. Bardal, 843 Sherbrooke St.- Winnineg. 1 atv 4^4 4^4 jL aL jL aL aL a^i I yy T^vv^v T^vv^v V^V ♦♦♦ t ♦> I f t t i i i i i i i i t i Y !♦> ♦!♦ ♦:♦♦: ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦^♦^♦^♦^♦^♦^♦^. LŒKNIRINN YÐAR MUN SEGJA YÐUR AÐ -LJELEGAR TENNUR- —DREGNAR TENNUR- -SKEMDAR TENNUR- TENNUR, sém eru skemdar á einhvern háfct, koma í veg fyrir, að meltmgar- færin geti sómasamlega framkvæmt skyldustörf sín. Skemdar tennur eru auk þess hættulegar sökum þess, að þær senda frá sér eitur, sem berta alla leið til magans, og hefir einnig veikjandi áhrif á allan lík- amann, jafnframt því að gjöra menn móttækilegri fyrir alla aðra sjúkdóma. Menn geta aldrei nógsamlega blessað heilbrigðar tennur, því undir því er önnur heilbrigði að meira og minna leyti komin. pess vegna ættu allir að láta gera við tennur sínar jafnskjótt og einhverjar veilur gera vart við sig í þeim. Löggiltur til að stunda Tannlækningar í Manitoba. Meðlimur í College of Dental Surgeons of Manitoba. ‘VARANLEGAR CROWNS” BRIDGES og Par sem plata er óþörf, set eg “Var- anlegar Crowns” og Bridges. Slíkar tennur endast í það óendanlega, gefa andlitinu sinn sanna 0g eðlilega svip og eru svo líkar “lifandi tönnum”, að þær þekkjást eigi frá þeim. —par er því einmitt færð í framvæmd sú tannlækn- inginga aðferð, sem öllum líkar bezt. “EXPRESSION PLATES” Pegar setja þarf í heil tannsett eða plate, þá koma rnínar “Expression Plates” sér vel, sem samanstanda af svonefndum Medal of Honor Tönnum. pær eru einnig svo gerlíkar eðlilegum tönnum, að við hina nánustu skoðun er ómögulegt að sjá mismuninn. * Eg hefi notað þessa aðferð á lækn- ingastofu minni um langan aldur og alt af verið að fullkomna hana. t i i ♦> l I i ♦:♦ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦Jþ Hættið öllu Tilrauna-glingri við Tennur Yðar — Og Komið Hingað. Dr. ROBINSON AND ASSOCIATES BIRKS BUILDING, Winnipeg Lækningatími: 8.30 til 6 e.h. I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.