Lögberg - 22.04.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.04.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1920. Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIR Óþektan höfund. “(ræfan er svo þýðingannikið orð,” sagði Helen, og leit alvarlega á vinkonu sína, þegar hún bætti við: “Eg held að mér 'þyki vænt um þetta líf núna, þar eð eg eftir tvegg.ja ára kappsamt og þolinmótt nám hefi verið svo heppin. Mér þykir vænt um að fólkið skuli hrósa mér, þar eð eg er mikillát og metnaðar gjörn. En það er ekki auðvelt líf, söngmeyj- ar og leikmeyjar verða að vinna með áhuga miklum og eftirtekt, til þess að fylgjast með kröfum tímanna. Mér líkar æsingin sem mað- ur lifir í, af því henni fylgir eins konar fjör, sem kæfir hugsunina” — og hún þrýsti hend- ur frú Douglas með óafvitandi innileik — “eg held kæra lafði, að sú mesta gæfa sem kvenn- maður getur hlotið, það sé að dlska og vera elskuð.” “Já, góða Helen mín, það segir þú satt,” hrópaði vinkona hennar, og bætti svo við al- varleg. “Og það er gott að það er þannig, svo að fin síðasta ánægja og gleði getur hlotn- ast þeim fáta'ku eins og hinum ríku, liinum lágt standandi eins og hinum hlátt standandi. En eg tef þig of lengi, Helen, ’ ’ og hún snéri sér við til að fara, en Helen gaf henni bendingu um að vera kyr. / • “Að eins eitt augnablik — mig langar til að frétta eitthvað um — yðar vin — og minn; um Fred Oakland.” “Þér hafið ekki gleymt honum?” spurði frú Douglas. “Hvernig ætti eg að geta það? Til þess skulda eg honum alt of mikla góðvild,” svar- aði hún. “Þá mun þér þykja leitt, að honum hefir ekki liðið vel. Hann hefir ekki verið heilbrigð- ur í meir en heilt ár. Fyrir ári síðan lá hann veikur erlendis af nýrnaköldu, og hefir síðan ekki verið nógu hraustur til að syngja opiú- berlega. Hann er enn þá erlendis og var til staðar við frumraun þína í London.” “Hann var þar — og heimsótti mig ekki — skeytti ekkert um það!” Rödd hennar skalf af særðum til finning- um, og tár komu út í augum hennar. Með sjálfri sér hugsaði frú Douglas: “Svo hún hefir þá hjarta, þegar alt kem- ur til alls.” , “kæra Helen”, svaraði hún, “segðu ekki að hann hafi ekki skeytt um það. Enginn í öllum heiminum getur verið glaður yfir hepni þinni, en Fred Oakland. Manstu ekki eftir því, þegar yfir þér vofði ógeðsleg hætta, þá var hann á verði til að frdlsa þig frá henni. En nú þarft þú ekki vináttu hans, og liann hafði enga ástæðu til að veita þér nokkura vernd. Hann verður altaf vinur þinn, en hann getur ekki gleymt því, að þú neitaðir bónorði hans.” Þessi orð særðu hana dýpri sárum, en hún veitti eftirtekt. Helen brá hendinni fyrir andlitið og stundi sáran. “Þú ásakar hann ekki fyrir þetta Helen?” spurði frú Douglas. “Nei, nei, hann er sá eðallyndasti maður í heiminum. Hvernig get eg ásakað hann fyr- ir nokkum hlut. En mér þætti svo vænt um að fá að sjá andlitið hans aftur,” og hún fór. að laga sjalið sitt til þess, að dylja roðaun, sem kom fram í kinnar hennar. Fyrir utan dymar heyrðist rödd Nathaliu. “Kemur þú bráðum, Helen?” “Góða nótt kæaa Helen, eg skal fylgja framför þinni með ánægju og gleði,” sagði frú Douglas hnuggin. Hún kysti enni ungu stúlkunnar, áður en hún fór. Nathalia og Harriet Hall ásamt Monteith h.jónunum, biðu við leiksviðsdymar, Þegar Helen með aðdáanlega yndislegum hreyfing- um gekk út að vagninum sínum, var lienni litið í augu Rudolps Armstrong, sem beið eftir frænku sinni. Hún liá'lflokaði augum sínum, án þess að láta í ljós að hún þekti hann; hugur hennar fyltist af fyrirlitningu fyrir honum og hinni svívirðilegu framkomu hans. Hún fann til meðaumkunar með frú Douglas, af því hún var svo náskyld svo auðvirðilegum bófa. Hún hélt sig aldrei geta fyrirgefið honum. Harriet hélt á eins mörgum blómum og hún gat borið, sem gefin höfðu verið Helenu, og hún flutti þau fegurstu til búningskllefans, svo að söngmeyjan gæti dáðst að þeim þar. Homið á nafnspjaldi stóð út á milli nokk- urra fagurra rósa; Helen tók það og las: “Rudolph Amistrong.” Þá sá Harriet að söngmeyjan varð afar- a'st. Hún tók rósimar, fleygði þeim á gólfið o g traðkaði á þeim. Með blóðrjóðar kinnar sneri hún sér að Harriet og sagði hörkulega með eldingar í aug- unum sínum. “Þú verður að muna eftir nafninu Rud- olph Araistrong, og nær sem þvi sérð nafn hans á blómum til mín, verður þii að kasta þeim burt, eins og þú mundir gera með viðbjóðs- legan höggorm. ” Harriet sagði já með auðmýkt við þessu, en um leið og hún laut niður til að tína upp eyðilögðu blómin, var dimma andlitið henna^’ blýgrátt af reiði, um leið og hún gekk út úr herberginu, hugasði hún með sjálfri sér: “Nei, slíkur svipur, slíkur svipur! Ætli hann geti aldrei yfirunnið dramb hennar?” Hún fór út til að fleygja frá sér blómunum svo fór hún aftur inn ti'l að hjálpa Helenu að hátta. Svo hraðaði hún sér til herbergis síns, lét á sig sjal og hatt og læddist út á götuna. Við næsta homið hitti hún háan mann, sem beið hennar. Þau urðu samferða og töluðu saman. M'* „ __I;___ÍC* timbur, fjalviður af öllum j WjTJflr vorilbirgðir tegundum, geirettur og ala- J konar aðrir strikaðtr tiglar, hurðir og gluggar. j Komið og ajáið vörur vorar. Vér erumætið glaðir { að sýna þó ekkert aé keypt. t The Empire Sash & Door Co. Limltad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd Tals. Garry 238 oj* 239 Automobiie og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært ’bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —-Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, -Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARRUTHERS Co. Ltd. SENDIÐ Húðir yðar,UIl,Gœrur, Tólgog Seneca rætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greiðum hæsta markaðsverð. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; Edmonton, Alta.; Vancouver, B. C. Konan sagði: “Eg gerði einmitt það, sem þér sögðuð að eg ætti að gera — koin af stað þrætu við ung- frú G'raydon og yfirgaf hana. Eg fékk mér pláss hjá ungfrú Helen, og eg lield hún sé vel ánægð með mig. ’ ’ “Það er gott Harriet, og nú hefir þú nokk- uð nýtt að gera fvrir mig.” “ Já, en af verstu tegund. Hún varð al- veg óð af reiði og reif blómin yðar í tætlur. Hún skipaði mér líka að fleygja öllum blómum, sem þér senduð.” “Litla eldflugan,” sagði hann. “Gg það er alls ekki sannsýnilegt, að þér getið unnið sigur yfir henni. Enski milliradd- ar söngvarinn er alveg ástfanginn af henni.” “Og hún?” spurði hann “Hún skeytir ekki hið minsta um hann; en vinnukona frú Monteith segir, að hann sé erf- ingi að aðalbornu nafni, og eins og þér vitið, þá er ungfrú Helen metorðagjöm. Nei, en hvað þér voruð óforsjáll, að giftast henui ekki, þegar þér áttuð kost á því. ” “Nú gagnar ekki að kvarta yfir því; en enginn annar en eg skal giftast henni, það hefi eg lofað sjálfum mér. Hún skal verða konan mín, annaðhvort á heiðarlegan hátt, eða þá með brögðum.” “Eg get ekki skilið hvenig þér getið þetta,’ sagði stúlkan. “Eg skal brugga eitt eða annað áform. Eg sé nú, að hún muni aldrei fyrirgefa mér, þessi mikilláti villiköttur. Hún var yfirburða fögur á Jeiksviðinu. Eg lét Bessi frænku biðja hennar fyrir mig í kvöld,- með allskonar auð mjúkum viðurkenningum og bænum. En nei, hún vildi ekki vita af neinu slíku, og riksaði fram hjá mér eins og drotning. Enski milli- raddar söngvarinn fylgdi henni út að vagnin- um hennar, eins og sannur lávarðuúr, það gerði hann. Eg held eg hati hann.” “En hvað ætlið þér að gera? Hver verð- ur næsti leikui’inn yðar?” spurði hún óþolin- móð. “Eg veit það ekki. Hveraig gat mér dott- ið í hug að fullvissan um hylli mína og iðrun, yrði svo Jétt á metunum? Það var þó eitt sinn að liún var fús til að verða frú Aimstrong. ” ‘VMetorðagimi hennar er nú fullnægt með lxinni miklu hepni, sem hún hlýtur á leiksviðinu og hún hefir möguleika til að fyrirlíta yður nú.” sagði Harriet. “Þannig lítur það út, en eg vona að það breytist. Það er alt of mikið, sem hún á kost á að fá, til þess að hún vilji missa það. Nú getur þú farið, Harviet, og eg ætla að liugsa um eitthvað nýtt; undir eins og eg er búin að ákvéða hvernig eg ætla að haga mér, skal eg láta þig vita það.” “Þar er gott, en þá verðið þér að hraða yður, ef þér viljið að eg hjálpi yður. Eg á að eins að vera hjá henni einn mánuð, þangað til franska þernan hennar kemur frá London.” “ Já, þá er tíminn sannarlega stuttur, en við vei'ðum að nota hann. Taktu við þessu fyrir greiða þinn, og svo segi eg góða nótt.” Hann þrýsti tveimur gullpeningum í liendi liennar, og þau skildu, hún til að fara aftur til herbergis síns, og hann til heimilis síns, þar sem hann vakti í margar stundir, hugsandi um hvaða aðferð mundi hentugust og lieppilegust fyrir sig, til að ná Helenu á sitt vald. 44. Kapítuli. “Gladys, mín, góða leyfðu mér að skrifa lienni. Hún er nú rík og voldug, og þér vorað svo góðar við hana, þegar hún var fátæk og ein- mana í lieiminum. Hún var sama sem systir yðar. Eg er allveg viss um, að ef hún vissi nú hvar þér værað, og að þér væruð veikar, þá mundi þrtð hryggja hana mikið, og hún mundi gefa yðnr alt sem þér þurfið.” Það var hin þolinmóða, hnuggna rödd frú Angus, sem talaði þetta, hún sat í sama litla herberginu, þar sem Gladys Drew tók Helenu til sín, og skifti öllu, sem hún átti, jafnt á milli sín og hennar. Frú Angus var hin sama, sem lnín hafði verið um mörg ár; hún var að sönnu dálítið lotnari, og hár hennar hvítara, en það var líka alt; hin snotra Gladys var þar á móti mikið breytt. 1 heilt ár hafði hún ekki tekið þátt í leik- störfum. Sex af þessum mánuðum hafði hún dvalið í Milford, sem hjúkranarkona föður síns og systur, sem bæði dóu af tæringu. Þeg- ar búið var að jarðsetja þessa s(ðustu ættingja hennar, varð hún þess meir og meir vör, að sama veikin hafði gripið hana, hún varð æ veik- ari og magnþrota, því aflið yfirgaf hana. “Eg vérð bráðnm betri, þegar eg er búin að hvíla mig dálítið,” sagði hún við frú Angus, og þegar eg er orðin nógu frísk, þá fer eg aftur til Boston.” Það yrði liarður skilnaður fyrir frú Angus sem liina síðustu daga liafði verið í sama her- berginu og Gladys, og annast um hana eins og linn væri móðir hennar. Hún tók eftir því rnjög sorgbitin,' að Gladys hnignaði æ meir og rneir, og þar við bættist, að með hverjum degi varð erviðara að útvega það sem þurfti; það varð líka að fá allmikið af lyfjum. Það var af þessum ástæðum að frú Angus hðlt, að það gæti verið komin tími til að skrifa Helenu, og segja henni frá neyðinni, en Gladys var því mótfallin. “Nei, nei, mamma,” sagði hún með beiskju mikillæti, “eg get soltið, en ekki betlað. Hún er ekkert fyrir okkur, þessi nafnkunna söng- meyja. Hún hefir gleymt okkur og liugsar ekki um okkur nú orðið, þó olíkur þætti svo vænt um hana. Við skulum láta hana eiga sig; við verðum að þræla og þjást.” Gamla konan vann sér dálítið inn með saum, og Gladys lijálpaði henni ögn. Einmitt þenna dag kom bréf til fx*ú Angus — bréf með póstábyi’gð, sem var alveg nýtt fyrir gömlu konuna, máske í fyrsta sinn á æfi hennar. Þegar hún opnaði það, duttu þrír • tuttugu dollara seðlar út úr því. “Ó, 'þetta hefir hinn góði guð sent okkur!” hrópaði hún. “Nei, eg lield það sé frá Helenu. Lát þú mig sjá bréfið,” sagði Gladys forvitin, tók bréf- með mögru fingrunum sínum og las það hátt. Það var viðkvæmt og þakklátt bréf, og Gladys spáði rétt, það var frá Helenu. Hún skrifaði að liún væri komin aftur frá Európu, og lilyti mikið hrós, hvar sem hún kæmi fram á leiksviði; bað um fyrirgefningu fyrir þögn sína, og gat þess, að sig langaði til að heyra eittJivað um sína kæru Gladys. Hún bað frú Angus að sýna sér þá velvild, að þiggja •þessa peninga, sem væru lagðir innan í bréfið, og sendi sína innilegustu kveðju. Lesandann furðar líklega á því, að frú Angus skyldi stinga upp á því, að skrifa Hel- enu, sem þær að líkum vissu ekki, hvar í lieimi hún væri, en nágranni þeirra hafði einn dag verið svo velviljaður að fæi’a þeim blað, þar sem sagt var frá því, að Helen Marlow, hin nafnkunna söngmeyja, beggja megin hafsins, væri komin aftur frá Európu og syngi nú í tón- leikhúsi í New York, þar sem hún hlyti hið mesta lof. 45. Kapítuli. “Eg sagði þér þetta, að hún mundi vilja hjálpa okkur,” hrópaði frú Angus sigri hrós- andi. Ó, en sá gleði geisli sem leið yfir litla andlitið hennar Gladys, með djúpu dökku augun. Sama daginn íor hún að skrifa Helenu; en hún var svo magnlaus, að hiín gat ekki lokið við að skrifa eina blaðsíðu. Frú Angus gekk fjörlega út í bæinn, til að kaupa góðan mat og ílyf; á meðan lagðist Gladys á rúmið sitt og þakkaði guði fyrir, að hann hefði annast um Helenu, og hún var ósegjanlega glöð yfir því, að hún hafði loksins heyrt um hana og líðan hennar. “Ó, hvað mér þætti vænt um að sjá hana á leiksviðinu og heyra hana syngja, en þeirrar ánægju fæ eg aldrei að njóta,” liugsaði lnin með sjálfri sér. Daginn eftir var hún þó miklu hressari, sem hún átti að þakka góða matnum og lyfinu, sem frú Angus liafði keypt; hún gat því lokið við bréfið til Helenar og sent það af stað. Söngmeyjan hafði þá sungið tvær vikur í New York, og hlotið mikið hrós. Ungfrú Graydon varð alveg óð af reiði, þegar hún las um gæfuna, sem kcppinautur hennar hafði hlotið; en það beiskasta fyrir hana var þó það, að hinar lielztu fjölskyldur liöfðu boðið Monteith hjónunum og stiílkunum þeirra, ungfrú Helen Marlow og Nathaliu Gra- ves, til að taka þátt í dansi og kvöldsamkomu hjá sér. Það var einnig lélegur plástur á sár hennar, að Helen hafði með vinsemd afþakkað öll höimboð, og afsakað sig með því, að sam- kvæmis skemtanir væri ekki hægt að sameina við þær skyldur, sem á henni livíldu gagnvart hinum mannmai’ga almenningi. En í rauninni þótti Helenu eins’vænt um gleði og skemtanir, eins og»hverri annari stúlku á hennar aldri, og það lá mikillæti bak við þessar alúðlegu afþakkanir hennar. Hinn særandi sannleikur, sem Rudolpli Armstrong hafði sagt henni, var henni sífeld kvöl, sem hún gat ekki gleymt. “Það íhundi ekki gera mér lieimboð, þetta mikilhæfa fólk, ef það vissi það, sem eg veit, og eg vil ekki þiggja heim'boð þess, sem eg í raun og vera á enga kröfu til,” sagði hún við sjálfa sig angurvær, en ákveðin. Einn daginn fékk hún bréfið frá Gladys, ineðan hún grét þungum tárum yfir sinni ógæfu- sömu vinstúlku, kom þema hennar inn og sagði að hr. Lorimer Lovel beiddi um að fá að finna hana. Helen þurkaði af sér tárin, og fór ofan til að taka á móti milliraddar söhgvaranum. Hann stóð strax upp, ákafur, fallegur, en nokkuð órólegur, svo að hún skyldi strax, að það lilaut að vera eitthvað óvanalegt sem í honum bjó. “Hvað er að? Hefir nokhuð sérstakt viljað til?” spurði hún forvitin. Hann leit tij ungu stúlkunnar á þann hátt, sem kom henni til að skjálfa, og hún dró sig í hlé, hrædd við það, sem hxm hélt að mundi koma. “Eg — já — það hefir nokkuð komið fyrir, og eg verð að leggja af stað til Englands í dag. Eg er einmitt kominn liingað í þeim erindum. að segja hr. Montéith, að hann verði að ixtvega sér annan milliraddar söngvara.” “Þykir yður það leitt, eg þakka yður fyrir það, ungfrú Marlow,” sagði hann glaðui*. En eg liefi en ekki sagt yður alla nýungina. Eg fékk símrit frá Englandi í morgun. Elzti bróðir minn, barúninn, er nýlega dáinn, var mér sagt í símx-itinu.” “Ó, það þykir mér afar leitt,” sagði Helen xneð vingjaralegri samhvgð; en liann svai’aði kærule\"sislega: “Hann var að eins hálfbróðir minn, og olvkur kom ekki vel saman. Robex’t var miklu •eldri en eg, og var ekki samþykkur því starfi, <sem eg valdi mér, svo eg get að eins verið við- eigandi hryggur yfir burtför lxans, sérstaklega af því, að eV tek nxx við nafnbót hans, og verð eigaridi hans mörgu bxxjarða.” Hann þagnaði; Helen beið, og hann hætti við: “Eg verð nú Sir Lorimer Lovél í Lovel Jxöllinni, og er hi'eykinn ýfir því, þar eð það er BLUE RIBBON TEA. Eyðið ekki tímanum til þess að leita að einhverju “alveg eins góðu” eins og BLUE RIBBON TE eitt liinna fegurstu plássa í Englandi, og tekjur mínar verða tuttugu þúsund pund árlega. Það ex’u allgóðar tekjur og þægileg umbi’eyting fyr- ir mig, finst yður það ekki?” • “ Jii, stórkostleg breyting, og eg óska yður til alli’ar hamingju,” sagði Helen hlýlega. Hann nálgaðist liana, og íævndi að taka hendi hennar, um leið og hann sagði við- kvæmur: - “Helen, drotning mín, eg get ekki farið lxéðan áix þess, að opna hjarta nxitt fyrir yður, eg elska yður svo innilega. Yiljið þér verða kona mín? Viljið þér liætta við leikhúsið, og verða lafði Lovel?” KAUPID BEZTA BLADID, LOGBGRG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.