Lögberg - 22.04.1920, Síða 4
Bla. 4
LÖGBERG, FLMTUDAGINN 22. APRÍL 1920.
J
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Prets, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GARKY 4J6 oK 417
I
Jón J. Bíldfell, Editor
Otanáskrift til blaðsins:
TlfE eOlUMBIA PRESS, Ltd., 80x 3172, Winnipog, M»n-
Utanáakrift ritatjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
Ekki nema það þó.
Ilvort hyggstu mað’ur að hamla mér
í heiminum anda^vn að draga?
E. H. K.
Margar eru hugsanirnar, sem fram hafa
komið í sambandi við þetta stríð, afkáralegar
og ofstaakisfullar.
En vér minnumst ekki að hafa séð neina,
er oss virðist ganga lengra í ofstækisáttina, að
Bolshevismanum einum undanteknum, heldur
en þá, sem felst í uppástungu, er Senator King
gerði fyrir skömmu í öldungadeild Bandaríkj-
anna. Uppástunga sú fór fram á, að útiloka
öll blöð frá pósthlunnindum, nema þau, sem
gefin ram út á ensku máli. .
Oss þykir sennilegt, að Senatorinn hafi
getað talið einhverjuin, — kannske okki svo all-
fáum — trú um, að þetta væri eitt af þjóðarinn-
ar lífsspursmálum að koma blaðaútgáfum allra
annara en þeirra enskumælandi fyrir kattamef.
Pví lítt er hugsanlegt, að slík blöð gætu með
nokkru móti þrifist, eftir að þau væm svift
pósthlunnindunum.
Þegar vér lesum um önnur eins framhlaup
eins og þetta, þá verður oss að spyrja: Hvem-
ig stendur á islíkri afstöðu á meðal frjálsra
manna í frjálsu landi f í landi, þar sem stjóm-
arskrá þ.jóðarinnar tekur það fram, að hver
maður megi njóta sín sjálfur og þroska ein-
staklings eðli sitt, og þar sem hver maður skuli
hafa rétt til liugsanafrelsis og málfrelsis?
Vér getum várla hugsað oss, að þetta sé
gert í því skyni að styrkja veldi hinna ensku
blaða og tímarita, því það er nú þegar mikið.
Það er að líkindum gjört með þeirri sann-
færingu í huga, að frá rótum hjartna þeirra, er
biöðum þessum og tímaritum ráða, sé sprottin
hin ægilega óróa alda, isem veltir sér yfir
þóðina.
En slíkt er með öllu vanhugsað, eða rétt-
ara sagt, að mestu vanhugsað. f>ví vér emm
sannfærðir um, að enskumælandi fólkið sjólft,
er ekki þjóðhollara heldur en allur fjöldinn af
þessu aðkomufólki.
Og að þessi Senator eða aðrir, sem sömu
skoðun hafa ó útlendingunum og hann, vildu
athuga sakimar eins og þær í raun og vera era,
þá mun raunin verða sú, að í flestum tilfellum
þá eru Ieiðtogar þessara æsingamanna ekki í
hópi þeirra, sem þeir herrar eiga vanalegast
við með orðinu ijtlendingur.
1 Bandaríkjunum eru um 1,500 blöð og
tímarit, sem gefin eru út á öðrum málum en
ensku, og eru þau lesin af um 8,000,000 manna.
Af þeiin eru færri en 300 gefin út á þýzku,
og að eins 60 af Sósíalistum. Segjum að þessi
síðast töldu blöð hefðu í einu eða öðra brugðist
\ronum þjóðarinnar, þá virðist ekki mikil sann-
girni í því, að láta öll hin gjalda þeirra.
Sjálfsagt veit ekki þessi King, hvað marg-
ir þeir eru af þessum 8,000,000, sem ekki lesa
ensku og yrðu því algjörlega blaðalausir, ef
þeir fengju ekki að njóta blaða, sem prentuð
eru á þeirra eigin máli. En King þessi er ekki
að hugsa um slíka smámuni. Hvað gerir það
honuin til, þótt þúsund á þúsund ofan af þess-
rnn útlendingum séu sviftir máli sínu og mögu-
leika á að fylgjast með því, sem menn eins og
hann og önnur enskumælandi mikilmenni eru
að gjöra?
Manu hryllir við ofbeldisverkum, sem
framin hiafa verið á hinu hjálparlausa Ármen-
íufólki, og það réttilega.
En oss liggur við að spyrja: Eru ofbeld-
isverka tilraunir þær, sem verið er að gjöra við
útlendinga í þessu frelsisins landi, Ameríku,
eins og t. d. þessi, sem hér er minst á, mikið
betri?
--------o---------
Hafðu drottinn í verki með þér.
Ekki alls fyrir löngu urðu um 550 verka-
menn, sem vinna fyrir Swift kjötsölufélagið í
Cleveland, Ohio, missáttir vrið vinnuveitendur
sína, svo við verkfalli lá. En svro að segja á
síðustu ^stundu var sent eftir manni þeim, sem
fttjórn landsins hefir falið það sérstaklega, að
semja á milli málsaðilja í slíkum tilfellum,
John J. Walsh.
Hann kom, og það eina, sem hann hafði að
bjóða, vrar: “Takið ágreiningsinál ykkar til
Guðs.” Mörgum mönnum mundi hafa fund-
ist, að það væri þýðingarlítið fyrir þennan
mann, að ferðast langar leiðir til þess að bera
fram slíkan boðskap.
En þeir, sem sundurmála voru orðnir í
Cleveland, litu nú samt ekki svo á málið. Þá
langaði ékkert út í ófrið, sem hlaut að verða til
þess, að báðir máisaðiljar biðu skaða og ótal-
niargir aðrir, svo þeim fanst ekki úr vegi að
reyma þetta, og afleiðingin varð sú, að sátt og
samlyndi komst á milli verkamanníi og vinnu-
vreitenda.
En þetta atriði er engan vreginn einstakt
nú á tímum, né heldur í Bandaríkjunum, því hið
sama gjörðu verkamenn þeir, sem unnu í verk-
smiðjum í Wheeling í Vestur Virgina. Annars
hafa verkamenn í þeim bæ komið sér saman
um, að framvegis skuli kenningar fjallræðunn-
ar lagðar til grundvallar til samkomulags á
milli verkamanna og v'innuveitenda.
Á þingi, sem erindsrekar frá öllum iðnað-
ar- og verkamanna félögum í Ohio dalnum héldu
r.ýlega, var samþykt:
“Fyrst—Að vér, erindrekar frá öllum iðn-
aðar og verkamanna félögum í Wheeling hér-
aðinu, lýsum yfir því í einu hljóði og mótmæla-
laust, að það er sannfæring vor, að kenningar
Jesú Krists séu sá sameiginlegi grundvöllur,
sem allir geti mæzt á, og komið sér saman um.
Annað—Að það er sannfæring vor, að þær
kenningar séu varandi lyf við ókyrleika þeim
og óánægju, sem nú á sér stað í iðnaðarheim-
inum.
Þriðja—Að vér bjóðum samvinnu vora öll-
um þeim, sem í alvöru vilja leggja kenningar
hans til grandvallar fyrir framkomu sinni inn-
an Wheeling héraðs.
Fjórða—Og til þess að sýna enn frekar, að
oss sé full alvara í þessu máli, þá höfum vér
skipað þriggja manna nefnd til að koma sér
niður ó sem heppilegast fyrirkomulag til þess
að hrinda þessum ásetningi vorum í fram-
kvæmd.”
---------o--------
Stjórn fólksins.
VI. Landbúnaðarlöggjöfö Norrisstjórnarinnar.
IX. Sauðfjárrœkt.
Ein af þeim atvinnugreinum, sem um langt
skeið hafa verið ekki einasta í niðurlæging,
heldur í algjörðri órækt hér í Manitoba, er sauð-
fjárræktin, og þó er hún og hefir verið frá
fvrstu ein af arðmestu atvinnugreinum í fylk-
inu. En hún hefir þó legið, eins og sagt hefir
verið, í dái og ræktarleysi. Bændumir sjálfir
hafa látið hana afskiftalausa, mest fyrir það,
að þeir þektu ekki inn á hana, og stjórnimar
hver eftir aðra hér í fylkinu, hafa setið dott-
andi í sætum sínum, að því er þessa atvinnu-
grein snertir, þar til að Norris6tjórnin kom til
valda árið 1915, að þessi atvinnugrein í fylkinu
vaknar til nýs lífs.
í þessu máli var Norrisstjóminni auðsjá-
anlega ljóst, aðj skilyrði til verulegra framfara
í landbúnaði, eins og í öllu öðra, væri jafnvægið
og því væri lífsspursmál að byggja upp þennan
mjög svo mikils verða atvinnuveg, og um fram
alt að gjöra bændum og fylkisbúum ljóst, hve
afar þýðingarmikið það væri fyrir velferð land-
búnaðarins, að rækt væri lögð við suðfjárrækt-
ina. .
f fyrsta lagi væri sauðakjötið, eins og allir
vissu, vara, sem sókst væri eftir, og því líkleg
tekjugrein.
1 öðru lagi væri ullar framleiðslan ekki að
ins arðvænleg fyrir framleiðanda, hfeldur lífs-
spursmál fyrir fylkisbúa og landsmenn.
í þriðja lagi væri sauðkindin sú eina af
húsdýrum, sem auk frálags og afurða bæri
bóndanum margfaldan ávöxt, því það væri ekk-
ert þekt, sem jafn fljótlega og vel eyðilegði ill-
gresi í ökrmn manna eins og einmitt sauðfé.
Eins og vér höfum áður tekið fram í hug-
leiðingum voram í sambandi við landbúnaðar-
löggjöf Norrisstjórnarinnar, þá er engin teg-
und illgresis til, sem eins algerlega spillir kom-
vexti á ökram manna, eins og hinn nálega ó-
drepandi og illræmdi S>ow Thistle, og þarf ekki
að lýsa því fyrir bændum, hve illur hann er
viðureignar og live ógurlega það er kostnaðar-
samt, að halda honum í skefjum eftir að hann
on einu sinni kominn í akra.
En það er eins og þessi mekivœttur bænd-
anna sé uppálialdsjurt sauðfjárins, þíið þarf
ekki annað en hleypa því í akurblett, þar sem
þessi þistill vex, áður en leggur hans nær að
harðna, og féð lítur ekki við öðru. Frá einni
þistil-plöntunni til annarar fer féð og stýfir
ekki einasta plöntuna niður að rót, heldur krafs-
ar til rótarinnar eins langt og það getur, og
étur hana, og á því þessi þistil-tegund sér ekkert
griðland í þeim akri, sem hæfilega rnargt sauð-
fé gengur á.
Þessi þrjú atriði, sem nú era talin, vöktu
aðallega fyrir Norrisstjóminni, þegar hún fór
að beita sér fyrir þetta mál.
Og hún gerði það á líkan hátt og hún hefir
beitt sér fyrir öll önnur framfara- og atvinnu-
mál fylkisins — með því að opna augu fylkis-
búa fyrir þörfinni.
Þar næst með því að standa fyrir innkaup-
um á fé fvrir bændur. Þannig gekst hún fyrir
kaupum á tíu þúsund ám frá bændum í Ontario
árið 1917, sem allar voru keyptar af bændum í
Manitoba, og síðan hefir Norrisstjórain verið
milliliður á milli þeirra, sem fallegt fé hafa
haft til sölu, og þeirra bænda í Manitoba, sem
fé vildu kaupa, og þurftu þeir því ekki annað
en snúa sér til stjórnarinnar til þes^ að komast
í samband við þá, sem vildu selja, og vora það
ósegjanleg hlunnindi.
En Norriststjómin lét ekki staðar numið
við þetta, heldur áleit hún skyhlu sína að láta
rnönnum verða sem allra mest úr afurðum sauð-
fjárinS, og með það fyrir augum stofnaði Norr-
•isstjómin til hins svokallaða sameiginlega ull-
arsölu félags, þar sem allir fjármenn í Manito-
ba gátu sent ull sína til stjórnarinnar og hún
borgaði j>art af verðinu undir eins og hún tók
;i móti ullinni, lét síðan flokka hana og seldi svo
ara framkvæmda stjórnarinnar sýna þau geypi-
lega miklu framför, sem þessi iðnaðargrein hef-
ir tekið síðan hún kom til valda. Árið 1915
í heild þeim, sem bezt bauð. Og vinsældir þess-
voru henni send til að selja 69,000 pd. af ull, ár-
ið 1916 154,000 pund; árið 1917, 170,000 pund;
árið 1918, 361,581, og árið 1919, 289,783 pd.; og
verðið, sem stjómin þannig fékk fyrir vöra
þessa, var miklu hærra, heldur en bændur gátu
fengið á nokkurn annan hátt, og eru bændum
borgaðar eftirstöðvamar af ullarverðinu þeg-
ar ullin er seld, að frádregnum nauðsynlegasta
kostnaði.
Mönnum er nú orðið full-ljóst, af því sem
hér að framan er sagt, hve hugarhaldið Norris-
stjómin hefir látið sér um þennan atvinnuveg
fylkisbúa, og þó er ótalið enn í sambandi við
hann, að stjómin hefir á hverju ári sent menn
út á meðal fjárbænda hér í fylkinu með bað-
áhöld og vél til þess að klippa fé með, og til
að kenna þeim að klippa og baða, og á allan
annan hátt létt undir með bændum á braut
framsóknarinnar við sauðfjárræktina hér í
fylkinu, sem hún framast hefir getað í té látið í
oiði og verki.
-------o--------
Molar.
i.
AUGU LINCOLNS.
Eftir Franklin K. Lane.
Eg get aldrei gengið svo um Chicagoborg,
að eg eigi nemi staðar 'berhöfðaður eitt augna-
blik við líkneski Abrahams Lincoln. Mér finst
það fela í sér alla Ameríku, bæði í andlegum og
veraldlegum skilningi. Mér verður litið á löngu
handleggina, stóra hendumar og fætuma, er
mér finst tákna skýrt og ákveðið ytri mátt
þjóðarinnar nýju, ásamt æskustyrk hinnar
innri hugblíðu.
Svo verður mér litið á höfuðið, þar sem edn-
kenni þau speglast og endurspeglast, er skapað
hafa sjálfstæðan Ameríkumann—hakan sterk-
lega, yfirlitið göfuga, augnaráðið hreina og
festulega. Þetta voru augun, er vörpuðu frá
sér mannúðar-bjarmanum og sáu öll mál í ljósi
skynseminnar. Það voru augu hins einlæg-
asta hugsæis, sem ávalt skildu sínar eigin tak-
markanir og það, sem var þjóðarheildinni fyrir
beztu.
Það voru augu hins sanna mannúðaranda,
er aldrei leitaði valda sökum metnaðar, heldur
í þeim tilgagi einum, að vinna sem allra víðtæk-
ast gagn. Það voru augu hluttekingar, mann-
ástar og hyldjúps skilnings. Þau sáu miklu
fleira en þau horfðu á. Þau trúðu á margfalt
meira en þau sáu. Þau elskuðu ekki mennina
fyrir það, sem þeir voru, heldur fyrir það, sem
þeir gætu orðið og ættu að vera. Það voru þol-
inmóð augu, er gátu beðið og lifað í voninni um
það, að réttlætið mundi sigra á öllum sviðum
þjóðlífsins. Það voru augu, er kúúðu fram hið
göfgasta í manneðlinu og leiddu í ljós hulinn
mikilleik. Það voru rannsakandi augu, er ávalt
fundu hið rétta hlutfalls-samræmi manna og
málefna. Það voru augu, er sáu fljótt og
^greinilega í gegn um uppgerðarblæju einstak-
linganna — sáu jafnt hégómleika blettina, stóra
og smáa, í hugarfari mikilla manna, sem smá-
menna. Það voru augu, er vitnuðu um ótak-
markað hugrekki og traust á meistara tilver-
unnar. Að trúa á Lincoln, er sama og að líta á
málin með hans eigin augirnn.
í
II.
RithÖfundurinn nafnfrægi, II. G. Wells, er
einn af ákveðnustu stuðningsmöimum hug-
myndarinnar um Alþjóðasambandið. 1 ritsafni
einu allmiklu, sem út er að koma eftir hann í
Lundúnum, og nefnist: “The Outline of Hist-
ory”, er þeirri skoðun haldið fram, að alheims-
friðarhugsjónin verði aldrei annað en laus yf-
irborðskenning, fyr en sérhver þjóð um sig sé
orðin svo mentuð, að hún skilji til hlítar
bræðrafélagsafstöðu sína til allra annara þjóða.
Slíkri mentun segir Wells, að verði að eins náð
með nýrri og sannri þekking á sögu mannkyns-
ins. Saga umliðinna alda hafi ekki verið sam-
in í þeim anda að afla bræðralags hugmyndinni
fylgis, heldur miklu fremur þvert á móti; lýs-
ingarnar víða litaðar hlutdræghi og jafnvel
hnitmiðaðar til þess að vekja kala.
Mannkynssögu kenslan, segir Wells, að
hafi verið alla jafna þannig, að með henni hafi
sál heimsins beinlínis verið stofnað í háska.
Sögukennarinn hafi því miður oftast lagt meiri
áherzlu á utanbókárlærdóm, en hinn innri skiln-
ing — hjarta sögunnar. Blóðugustu köflun-
urn, herfræðarköflunum, hafi fyrst og síðast
verið haldið að nemendunum, — í þeirri grein
hafi menn orðið að standast próf “með láði”,
hvað sem þekkingu á mannúðarsögunni leið.
“En það er einnritt á þeim kafla sögunnar,
mannúðarkaflanum, er kennarinn lét venjuleg-
ast hlaupa yfir, sem Alþjóðasambandið hlýtur
að hvíla,” segir Wells, “ef það á nokkurn
tíma áð verða annað en draumóra-hylling.”
E. P. J.
Kennið barninu að bjálpa sér sjálfu.
pað er ekki gott fyrir barnið að gera sér grein fyrir ver8*æti
peninganna.—gefið því sparibó'k. Sparisjóðsreikningur lieíir
meira gildi, en það sem lagt er inn. pað er byrjun til sparna*ar.
Byrjið reikning fyrir hvert barn um sig.
The Royal Bank of Canada
WINNIPEG (West End) BRANCHES
r.or. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manaocr
Cor. Sargent & Beverley F. Thoróarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
5%
VEXTIR OG JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
EeggíB sparipeninga ySar I 6% Fyrsta VetSréttar Skuldabréf meS arC-
mi5a — Coupon Bonds — 1 Manitoba Farm Loans Association. — Höf-
uCstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin ðt
fyrir eins til tíu ára tímabil, 1 upphœSum sniCnum eftir kröfum kanpenda.
Vextir greiddir viO lok hverra sex mdnaða.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Penlngar lánaðir bændum til búnaöarframfara gegn mjög lftgri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - - MANITOBA
Óvænt heimsókn.
pað var laugardagskvöild, 17. apríl 1920, í Winuipeg. F6lk
streymdi að úr öllum áttum og stefndi að Jóns Bjamasonar
skóla, unz þar voru saman komnir um 70 manns. Síðan lagði
allur Ihópurinn af stað, beint í suðurátt, hver með sinn sel-
skinnspöka úttroðinn með ýmiskonar sælgæti. Er komið var
á móts við húsið að 664 Beverley stræti, því þangað var fer«-
inni heitið, ruddist allur hópurinn þar inn með skarkalö mikl-
um og tók húsfreyju og húsbónda til “fanga.” En 1 húsi þessu
búa hin öldruðu heiðurshjón, Benedikt og porbjörg Sæmuwds-
son, sem nú voru búin að vera 25 ár í hjónabandi, og alltan þana
tíma átt heima hér í Winnipeg. Hafði séra Rúnólfur Ifiar-
•teinsson orð fyrir gestunum og ávarpaði silfurbrúðhjónin.
Voru þau svo sett á brúðarbekk og gefin saman í annað sinn,
og s'íðan afhenti presturinn heiðurshjónunum ofurlitla vina-
gjöf frá gestunum, silfur-horðbúnað og $60.00 í silfurpen-
ingum . Frumsamin kvæði voru lesin upp við þetta tækifæri
og fólk skemti sér við íslenzkan söng og hljóðfæraslátt fra«
yfir miðnætti. Og hinum 'ágætu veitingum, sem kvenfólki*
ihafði með sér, má ekki gleyma; þær voru hinar rausnarlegustu;
varlia hefi eg smakkað betri mat við svona tækifæri. — Já, þa*
«r gert sem kvenþjóðin gerir. — petta silfurbrúðkaup var hi6
ánægjulegasta í alla staði, allir fóru heim glaðir og ánægðir,
með heillaóskum efst í huga sér til silfurbrúðhjónanna, lir. «g
Mrs. Benedikt Sæmundsson, 664 Beverley St. S.Ai.
Fáorð hamingjuósk til hjónanna
BENEDIKTS B. SÆMUNDSSONAR og
pORBJARGAR pORLAKSDÓTTUR
á 25 ára giftingarafmæli þeirra.
Gýarna Vil eg gjöra brag, um góða vini mína,
og ef hefði á því lag, eg það skyldi sýna.
Nú í efni nofckuð er, sem nýrra ljóða krefur,
en ekki er létt um orðsnild mér, óðardísin sefur.
Hér eru sómahjón nálæg, með heiðurs siði fínia:
Benedikt og porbjög þæg; þau tel eg vini mína.
Hafa þau dvalið i hjóna stétt, með heiðurs breyt»i blira,
tuttugu og fimrn, ef talið er rétt, tímabilin ára.
EfnLleg þau eiga börn, arfia og tvær dætur,
vél að sér og vinnugjörn, vinna á mörgu bætur.
Farsældar )á 'beinni braut, bjarta daga og langa,
fyrir utan ialla þraut, óska eg þeim að ganga.
Himna faðirinn hvert eitt spor, til hamingju þau leiði,
svo ellin verði eins og vor, með æskusól í heiði.
17. apríl 1920. Óskar í eínlægni,
Sigmundur M. Long.
Islendingafélag í New
York.
Síðan íslendingum fór að fjölga
hér í New York, hefir oft komið
til tals, að æskilegt væri að koma
á féliagsskap meðal þeirra. í vet-
ur var gerð alvara úr þessu.
Brugðust landar vel við og fjöl-
mentu á fund, sem boðaður var í
samkomuhúsi einu, nr. 346 W.
57th str. Eru þar húsakynni hin
beztu, eldhús og áhöld til mat-
reiðslu, og gæddu fun-darmenn
sér á kaffi að íslenzkum sið, og
skemtu sér svo með ræðuhöldum,
söng og diansi. Hafa nú alls ver-
ið haldnir fjórir fundir og 'hafa
allir verið vel sóttir, ef tekið er
tillit til þess, ihve ísilendingar eru
fámennir hér í borginni. Má til
dæmis geta þess, að sumir fund-
armanna hafa verið á fimm ára
aldri og laðrir um áttrætt, og hin-
ir þar á milli. Hafa margir landa
komið að(um langa vegu. Er þetta
eitt dæmi þess, hve röm er sú
taug, sem dregur hugi okkar til ís-
lands og þess, sem íslenzkt er.
Meðial merkra gesta, sem heim-
sótt hafa félagið, má nefna Vi'l-
hjálm Stefánsson norðurfara; var
hann gerður að heiðursforseta fé-
Iagsins. pá má nefna Jóhannes
glímukapptö Jósefsson, og á einum
fundi var viðstödd skipshöfnin af
Lagarfossi. Á það að vera eitt af
störfum félagsins, að taka á móti
og greiða fyrir íslenzkum gestum,
sem hingtað koma.
Aðal tilgangur félagsins er að
koma á góðri kynningu á maðal
fslendinga í New York og grend-
inni, að styrkja eftir mætti alt
gott og sann-íslenzkt, eftir því
sem til verður náð og styðja að
samúð og samvinnu með Austur-
og Vestur-Mendingum,
Formaður félagsins et G. Goð-
mundsson, forstöðumaðw veral-
unardeildarinnar i BaÉ*i» High
School, í Elizabeth, New Jersey.
Ilefir hann ekki látið sig vanta á
fundi, þrátt fyrir annir og fjar-
lægð frá fundarstaðnum Er fé-
laginu happ að eiga svo greindan,
gætinn og góðan dreng að leiðtogto.
Ritari fðlagsins er ungfrú por-
stína Jackson, sem kom lii»gað á
síðasta hausti og nemur »ú þjóð-
félagsfræði við Columbia háítkól-
>ann. Er það einkum dugnaði
hennar að þakka, að félagið var
stofnað, iþótt hugmyndin vaeri að
sönnu til áður en hú* kom til
borgarinnar; höfðu nokkrar kon-
ur komið saman og rætt um stofn-
un félagsins undir forystu ung-
frú Hólmfríðar Árnadóttur, fe-
lenzku-kennarans við Oolumbia
háskólann, og frú Ásmuads, sem
búsett hefir verið hér yfir tutt-
ugu ár.
Vonum vér, að ísíiendiagafélag-
ið i New York eigi langtriif og
heillaríkt stiarf fyrir 'hö»dum.
New York, 3. Apríl 1920.
Einn af félagsmihinua.
Kvæði flutt á fundi Istaadinga-
félagsins í New Yark.
Loki svefninn landana augum,
liður hann heim á væ»gjum
drauma,
hallar sér að hjarta landsia*.
Heiman enginn bera má
helgidóm, sem hjartað á.
par hefir móður höndi» hlýja
hlúð að þér í vöggu þi»ni;
fanstu nokkra hönd í beimi
hlýrri, mýkri og betri e» |>á?
par hefir vorið brosað bjartast,
bláma reifast faðmur dala,
guðvef saumar grænum hlíðum
glaðasól um miðja nótt,
brosir sær i svefni rótt.