Lögberg - 20.05.1920, Side 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGANN 20. MAÍ 1920
Bræðurnir tveir.
Saga frá Slovkíu
Hér hefur söguna af Yasko og Yanko, 4>ræðr-
iinum sem voru eins ólíkir, og dagurinn og nóttin.
Báðir voi'u 'þeir háir grannir, og beinvaxn-
ir, vel limaðir og fríðir sýnran, með jarpt hár sem
liðaðist í lokkum niður á herðar.
En þeir voru ólíkir í lund, Yaska var nízkur
og sérgóður, en Yanko eðatlyndur og góðhjartað-
ur, og gat hvorki séð menn né skepnur se mbátt
átti án þess að revna að hjálpa. ,
Faðir Iþessara bræðra var fátækur, ár eftir
ár hafði liann unnið baki brotnu í þeirri von að
eitthvað mundi rætast fram úr fyrir honum. En
von hans varð altaf að táli — altaf varð hann að
vinna og vinna, en nú var liann farinn að þreyt-
ast og lýjast og treysti sér naumast til að sjá fjöl-
skvldunni farborða lengur.
Hann sá því ekki annað úrræði, en að leita
styrktar til sona sinna, og eins og búast mátti við
var það Yaska sem honum fanst að hann gæti
fremur verið án, svo hann gerði Yaska út eins vel
og hann gat — lagði blessun sína yfir hann, og
sendi hann frá sér út í heiminn, til þess að leita
gæfu sinnar. Yaska þótti vænt um að meiga
fara að heiman sökum Jæss að liann var latur, og
lundillur, og hataði alla vinnu, enda var lítt mögu-
legt að fá hann til að gjöra viðvik heima hjá sér.
Og þegar hann lagði nú af stað með nesti og
nýja skó, sem mamm hans hafði gefið honum að
skilnaði, hugsaoi hann með sér. “Nú að minsta
kosti get eg gjört eins og mér líkar sjálfum bezt.
Eg get sofið eins lengi á morgnana eins og mér
gott þykir, því það verður enginn til að reka mig
á fætur, þegar kalt er á veturnar til þess að líta
eftir kúm, og gefa hænsnum. Nú skal eg þó gera
eins og mér gott þykir”.
H'ftir að Yasloo var búin að ganga lengi yfir
hæðir og fjöll, kom liann að sléttu einni mikilli,
um hana lágu skógarbelti hér og þar, slétta þ/ssi
vár fögur á að líta, því bæði var skógurinn og
grasið í iblóma. Yaska settist undir eitt af þess-
um skógbeltum í forsæluna, og tók til nestis síns,
l>ví Iiann var orðinn svangur. Hann tók brauð-
sneiðarnar, og sætabrauðið sem móðir hans hafði
gefið honum og át með ákafa.
“Viltu ekki gjöra svo vel og gefa okkur svo-
lítinn bita herra?” Spurðu tveir maurar sem
höfðu skriðið upp á handarvakið á honum.
Hann hristi maurana af handarbakinu hrotta
lega, og mælti með þjósti:
“Ekki vitund.”
“Þú ert ekki auðugur af kurteisi Yasko”,
svöruðu litlu maurarnir, um leið og þeir flýttu
sér í burtu, svo Yasko næði ekki til þeirra, og þeg-
ar þeir héldu að þeim v*ri óhætt, bættu þeir við,
“Þú skalt heklur ekki þurfa að leita hjálpar til
okkar, þegar þú þarft hennar með.”
“Ykkur er betra að bíða, þar til eg bið ykkur
um hjáip”, hreitti Yaska úr sér, og hélt áfram að
borða.
Þegar hann hafði matast hélt hann áfram
ferðinni, þar til að harin kom að á einni, þar á ár-
bakkanum sá hann lítinn fisk liggja, sem með öllu
móti var að revna til að komast ofan í vatnið, en
virtist vera svo aðframkominn, að hann ekki gæti
það.
“Yiltu ekki hjálpa mér góði maður, til þess
að komast ofan í áha? Því eg dey ef eg ligg hér
lengur.” *
Yaska virti ekki fiskinn svars, en rak fótinn
í hann, og hélt áfram leiðar sinnar. En fiskur-
inn komst ofan í ána með miklum erviðleikum.
“Grimmi unglingur”, mælti fiskurinn, “Þú
verður aldrei lánsmaður. 0g enginn fiskur verð
ur til þéss að hjálpa þér, þegar þú þarft á hjálp að
halda ’ ’.
Yaska skifti sér ekki meira af fiskinum, en
iiann hafði gjört af maurunum, heldur hélt áfram
leiðar sinnar.
Eftir að hann liafði gengið lengi kom hann á
veg þar scm fjórir vegir mættust. Þar á kross-
götunum sá hann dverga nokkra, þeir vóru að ríf-
ast og berjast út af einhverju.
Yaska lét sig ósamlyndi þeirra engu skifta,
iieldur ýtti þeini úr vegi frá sér, og hélt áfram, án
þess að gjöra nokkra tilraun til þess að sætta þá.
Á þessu urðu dvergarnir svo hissa, að þeir hættu
að rífast, og létu reiði sína koma niður á Yaska.
“Þú ert eigingjam maður”, sögðu þeir og
steyttu litlu hnefana í áttina til hans. “0g aldr-
ei skal þér hepnast neitt, sem þú tekur þér fyrir
hendur að gjöra.”
Og þetta varð að áhrinsorðum, því þó Yasko
færi land úr landi, og hitti fjölda af fólki, þá
kom hann sér út úr húsi hjá því öllu, enginn vildi
hafa hann né hjálpa honum, svo að síðustu varð
hann að hverfa heim, jafn fátækur og hann fór að
heiman. *
Þegar hann kom hei/i alslaus tók móðir hans
á móti honum með þögft og þolinmæði. En faðir
hans varð fyrir sárum vonbrigðum, og ávítaði
hann fyrir amlóðaskapinn. Og hann varð hrygg-
ur í huga við að liugsa til þess, að nú yrði hann
að sjá af Yankó, því hann vissi að sér var um
megn að fæða og klæða þá báða.
“Vertu ekki hrvggur, pabbi,” sagði Ynnko
iblíðlega, um leið og hann þakkaði fyrir litla
flösku með töfradrykk í sem foreldrar hans höfðu
gefið honum að skilnaði. “Ef að eg get ekki
orðið ríkur sjálfur, þá samt skal eg græða nóg fé
til þess að þú og hún móðir mín, getið átt góða
daga, það sem eftir er æfi ykkar”.
Svo lagði liann af stað léttur í lund, og hann
blístraði ,og söng af ánægju og kæti, þar sem hann
gekk áfram eftir veginum.
Hann stansaði samt við og við, til þess að
virða fyrir sér himinbjáimann hreinan, djúpan,
og töfrandi, eða þá hreiður fuglanna, þar sem þeir
höfðu svo haganlega komið því fyrir í limi
trjánna, sem stóðu meðfram veginum.
Þegar liann fór að ilýjast, settist hann niður
á mosaþúfu, sem stóð við veginn, og tók tii nestis
síns, sem var að eins eitt 'hveitibrauð, því íþað var
alt sem mamma hans gat miðlað honum.
Hann hafði varla tekið brauðið upp úr nest-
ispoka sínum, þegar heil fylking af maurum kom
alt í kring um hann.
“Við erum svangir”, sögðu þeir “viltu ekki
gefa okkur að borða með þér ? ’ ’
“Með ánægju” svaraði Yanko , um leið og
hann muldi brauðskorpu í hendi sér, og tvístraði
svo molunum í kring um sig, sem maurarnir tíndu
upp, og lögðu af stað með heim í maurabú sín.
“Þú ert góður drengur Yanko, ef þú þarft á
hjálp að halda, þá veiztu hvert þú átt að suúa þér,
því upp frá þessum tíma erum við vinir þínir.”
Yanko gat varla varist brosi af hugsun-
inni um það að þessi litlu dýr mundu koma sér til
hjálpar, en hann varaðist að láta maurana sjá
það, hólt það inundi kanske meiða ' tilfinningar
þeirra og það vildi hann sízt gjöra, svo hann þakk-
aði þeim kurteislega fyrir loforðið.
Að hallanda degi þann sama dag kom Yanko
að vatni sem lá spegilfagurt og slétt með- fram
veginum; aólin var að setjast í sléttuna hinumeg-
in við vatnið, og sýndust geislarnir mjrnda loga-
gylta brú yfir vatnið.
Á bakka vatnsins sem nær Yanko var, glamp-
aði á fisk sem lá þar, hann virtist vera orðinn
mjög dasaður, því hann gat varla .spriklað, heldur
kipptist \dð af og til.
Undir eins og Yanko kom auga á fiskinn í
þessum erviðu kringumstæðum, hljóp hann til og
hjálpaði honum út í vatnið óbeðinn. Fiskurinn
stakk sér, kom undir eins upji aftur og sagði:
“ Veglyndi ungi maður! Ef þú ert nokkurntíma
í nauðura staddur, þá kalla þú á fiskana, og ein-
hver af okkur skal tafarlaust koma þér til
hjálpar”.
* Framh.
--------o---------
Friðrik og Katrín.
Einu sinni voru ung hjón, sem hétu Friðrik
og Katrín. Þau voru nýgift, þegar þessi saga
gerðist. Einn dag segir Friðrik við konu sína:
“Kata, nú ætla eg út á akur að vinna, og verð
því næsta svmngur þegar eg kem heim; eg vona að
þú hafir þá til handa mér vel matreiddan miðdags
verð iog væna könnu af öli.”
“Gott og vel,” svaraði Katrín, “það skal
vera til”. 1 tæka tíð fór Katrín að steikja kjöt-
ið, þegar það var vel á veg komið, hugðist hún að
sækja ölið í kjallarann. Hún tók stóra könnu,
fór ofan og skrúfaði frá öltunnunni. Svo stóð
Katrín hjá og horfði á, hvernig bjórinn rann í
könnuna. Alt í einu kom henni til hugar að
hundur þeirra hjóna léki lausum hala, og skeð
gæti nú, að liann stæli kjötinu; væri þá ver farið,
því Katrín átti ekki meira kjöt handbært. Hún
hljóp upp úr kjallaranum, en rétt í því hún kom
upp, skaust hundurinn út með steikina. Katrín
hljóp á eftir alt hvað aftók, en seppi hafði betur
og hélt fast um kjötið. Þegar K.atrín var kom-
inn langt út á akurinn, sá hún, að eltast við seppa
hafði enga þýðingu. “Það er ibúið með þetta
og það qfr eigi læknast verður að líðast”, tautaði
húsfreyjan og sneri heimleiðis í hægðum sínum;
því hún var lúinn eftir hlaupin. Allan þenna
tíma hafði ölið runnið, því Katrín hafði gleymt
að skrúfa fyrir kranann. Svo þegar kannan Yar
orðin full, þá rann út á gólfið, þar til tunnan var
tóm. Þegar húsfreyja kom að kjallarastiganum
og sá hvað skeð hafði, varð hún næsta skelkuð.
“Hamingjan góða! Hvað á eg nú að gjöra, svo
Friðrik sjái ekki allan þenna frágang? Tautaði
hún. Eftir stundar umhugsun, mundi mún eftir
mjölsebk, sem þau hjón höfðu keypt, þegar þau
fóru á markaðinn síðast. Ef hún stráði mjölinu
um gólfið, mundi það þurka upp ölið ljómandi
vel. . “En sú heppni eg átti þenna mjölsekk”
sagði hún. “Nú kemur hann í góðar þarfir”.
Hún 8Ótti svo sekinn og hlemdi honum niður beint
ofan á ölkönnuna svo að úr henni'lieltist síðasti
dropinn, saman við kviksyndið á gólfinu. “ Jæja
f þetta mátti þá fara eins og hitt,” svo stráði Kat-
rín öllu mjölinu um kjallaragólfið og þóttist vel
hafa gjört, er hún sá hve hvítt það var.
Um nónbilið kom Friðrik heim. “Jæja
kona” kallaði hann, “Jivað er nú til að eta?”
“Eg ska segja þér Friðrik, að eg var að
steikja kjöt handa þér, og fór að sækja öl á meðan,
en þá kom hundurinn, stal kjötinu Og hljóp í burt
með það; og meðan*g elti hann rann alt ölið úr
tunnunni. Síðan þegar eg var að þurka upp öl-
ið með mjölinu sem við keyptum á torginu síðast,
þá he'lti eg um könunni, með því sem eftir var í
henni. En nú er kjallarinn alveg þur ,og svo
dæmalaust hreinn,”
“Kata! Kata!” sagði bóndi, “hvernig gastu
gert alt þetta? Því skildir þú við kjötið meðan
það var að stikna, ölið meðan það var að renna og
eyðileggja svo, svona alt mjölið?”
“Nú Friðrik, ekki vissi eg að þetta væri
rangt að farið. Þú áttir að egja mér það áður.”
Bóndi hugsaði nú með sér, að ef bona hans
búsýslaði svona oft, þá væri betra að liann liti eft-
ir sbildingunum sínum. Hann átti talsvert í
gulli, heima í húsi sínu, og sýndi Katrínu það og
sagði henni það vera gular tölur. Sagðist hann
ætla að l^a þær í kistil og grafa í garðshornið sitt.
Áminti hann Katrínu um að koma þar aldrei
nærri. Henni þótti tölurnar fallegar, en lofaði
hátíðlega að boma þar aldrei nærri sem þær væru
grafnar.
Sbömmu eftir að bóndi var genginn burt,
koma vöruprangarar og hafa leirvöru á boðstóln-
um. Spyrja þeir nú Katrínu hvor hún vi'lji ekki
kaupa eitthvað.
Jú, kvaðst fús að eiga kaup við þá, en “eg
liefi enga peninga” sagði Katrín auminginn,
“nema ef þið skylduð geta notað gular tölur”
bætti hún við..
“Gular tölur!” endurtóku þeir, “láttu okkur
sjá þær.”
“Farið út í garðshornið hérna og grafið þar
sem eg vísa ykkur til, eigi þori eg að koma nærri
þar.”
Svo þorpararnir fóru og grófu í garðinum og
þegar þeir sáu“ gulu tölurnar”, tóku þeir þær
allar en skildu Katrínu eftir mikið af leirvöru,
sem hún raðaði um alt liúsið.
“Katrín hvað hefirðu nú verið að gjöra”,
spurði bóndi, þegar hann kom heim.
“Líttu bara á!” sagði húsfreyja. “Eg
keypti þetta fyrir allar guiu tölurnar þínar, en eg
kom ekki nærri þeim sjálf, heldur fóru faranda-
salamir og grófu þær upp.”
“Kona! kona,” stundi Friðrik, “Hvað liefir
þú gert? þetta voru allir peningarnir mínir, því
fórstu svona að ráði þínu?”
“Bkki vissi eg að svona var, þú áttir að segja
mér það,” sagði Katrín.
Katrín hugsar nú sitt mál, um stundarsakir
og segir svo við Iwnda sinn. “Heyrðu Friðrik,
“við fáum gullið okkar aftur. Við skulum elta
þjófana”. t
“Við getum reynt það^” svaraði bóndi, “en
kondu með ost og smjör með þér, svo við höfum
eitthvað að eta á leiðinni.”
Katrín játti því og var svo lagt af stað.
• Friðrik varð skrefadrýgri svo kona hans
varð fljótt alllangt á eftir. Það gerir ekkert liugs-
aði hún, eg á því styttra heim. Á leiðinni kom
hún á háan hól, en niður brekkuna var vegurinn
svo Jtröngur, að vagnhjólin höfðu flumibrað trén
sem spruttu meðfram veginum. “Vesalings
tréiíþau arna',” hugsaði Katrín, “það er ljótt að
sjá hvernig farið hefir verið með þau”, svo tók
. hún að smyrja trén með smjörinu, sem hún ætl-
aði þeim hjónum til matar. Meðan hón var að
þessu líknarstarfi, valt annar osturinn út úr körf-
unni hennar, og niður alla brekkuna. Kátrín
horfði á eftir honum. “ Jæja, hinn osturinn fer
sjálfsagt sömu leið, hann er yngri til að elta fé-
laga sinn en eg er. ”
Svo hún sboppaði hinum ostinum á eftir, nið-
ur allar brebkur, svo það hefir síðast séðst til
hans. En Katrín sagði að osturinn mundi rata
á eftir sér þá, og ekki gæti hún setið allan dag-
inn og beðið eftir þeim. Svo náði hún bónda sín-
um sem beið þess að fá að eta. Katrín fékk hon-
um þurt brauð.
“Hvar er smjörið og ostarnir?” spurði
Friðrik.
“Eg skal segja þér,” svaraði Katrín, í/(að
smjörið brúkaði eg til þess að smyrja vesalings
fleiðruðu trén, meðfram veginum, sem vagnhjól
vegfarenda höfðu meitt, annar osturinn skoppaði
frá mér á meðan, en hinií sendi eg á eftir, lionum;
þeir eru báðir einhverstaðar á leiðinni bvst eg
við .”
“Mikil’gæs ertu Katrín, að aðhafast svo
heimskulega hluti.”
“Því segirðu þetta” sagði Katrín “þú sagð-
ir mér ekki að eg m*tti ekki fara svona að”.
Þau neyttu nú þurra brauðsins og spyr
lændi konu sína, hvort hún hefði lokað hurðum
heima. *
“Nen þú sagðir mér það ekki Friðri'k”.
“ Jæja farðu þ á heim og gerðu það áður en
við förum lengra og komdu með eitt hvað að eta”.
Katrín gerði sem lienni var sagt. Á leið-
inni hugsaði hún um hvað hún sbyldi færa Frið-
rik að eta. “Eg held að hann vilji smjör og ost”,
hugsaði hún, “en hnetuá og edik smakkast hon-
um veþ^það hefi eg séð, svo bezt er að færa honum
það.
Þegar hún kom heim, lokaði hiín vandlega
dyrunum að húsa'baki, en “Friðrik sagði nú að
vísu að loka hurðunum, en hvergi getur nii þessi
hurð verið betur geymd, en ef eg tek hana með
mér”. Svo lagði hún af stað með hurðina af
framdyrum lxússins, og þegar hún náði bónda sín-
um, sagði hún honuni að hér væri bæjarhurðin
og gæti hann nú horft á hana alt sem hann lysti.
“Vei! vei!” emjaði bóndi hvílíkan heimsk-
ingja á eg fyrir konu, þegar eg sendi hana til að
loka bæjarhúsunum mínum tekur hún hurðina af
og allir geta svo gengið inn, sem þá lystir. En
fyrst iþú hefir komið með hurðina, skaltu fá að
bera hana sjálf.”
“ Jæja,” sagði Katrín “eg skal bera hurðina,
en ekki vil eg bera hneturnar og edikið, það verð-
ur of þungt alt saman, fyrir mig, svo ef þú vilt nú
hjálpa mér, þá ætla eg að festa það við hurðina.”
Friðrik geðjaðist vel að þeirri ráðagerð.
Svo lióldu þau áfram að elta þjófana. Þegar
dimdi af nótt, klifruðu þau upp í tré til að livíla
sig- uin nóttina. Tæplega liöfðu þau komist uþp í
tréð, þegar þjófarnir koonu, sem þau voru að elta.
Þeir voru í sannleika misindismenn, og sú tegund
sem finna hlutina áður en þeir týnast. Þeir
settust að undir trénu sem þau hjónin voru upp í,
og kveiktu eld.
Friðrik sendi sér, liinsvegar niður úr trénu
og sótti sér steina, klifraði svo upp aftur og tók
að grýta óvini sína. En þeir hugðu það epli að
hrynja.
Katrín sem altaf halfði hurðina á öxlinni,
gerðist nú all Jireytt. En hún hugsaði að hnet-
urnar væru svona þungar. Hún segir því í aum-
kunar róm við bónda sinn, “Friðrik, eg má til að
benda hnetunum.” *
“Ekki máttu það,” segir bóndi, “þá vita ó-
vinir okkar livar við erum”.
“Eg get ekki hjálpað þvá, eg má til,” sagði
Jvatrín.
“ Jæja flýttu þér þá”, sagði bóndi liennar.
Svo lét Katrín hurðina hrynja niður eftir
trjágreinunum, en ræningjarnir hugðu það vera
hagl.
Að stundarkorni liðnu fanst Katrínu byrði
sín vera orðin þung sem fyr. Hún hvíslaði þá
að bónda sínum, að hún mætti til að hella edikinu.
“Ekki máttu það” segir hann, þá vita þeir
hvar við erum”.
“Eg get ekki gert við því”, kvað Katrín,
svo helti liún edikinu; en mennirnir undir trénu
héldu það vera döggfall.
Að síðustu kom það í huga Katrínar, að hurð-
in mundi vera henni þyngstur byrðarauki, “Frið-
rik” hvíslaði húu “eg má tií að láta hurðina
detta”.
“1 öllum bænum gerðu ekki það,” sagði Frið-
rik, þá eru þeir vissir með aT5 finna okkur.
Ka’trín kvaðst ekki geta hjálpað því, svo liún
lét hurðina hlun'ka. Hlupu þá mennirnir æyandi
og hljóðandi af hræðslu og gleymdu gullinu, svo
Katrín hafði rétt fyrir sér að síðustu. Þai/Érið-
rik og bona lians fundu f jármuni sína óskerta, er
þau bomu ofan úr trénu.
* B. K. G. þýrddi.
Gömul vísa.
Nú er eg klæddur og kominn á ról.
Kristur Jesús, vertu mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér 1 w
ganga í dag, svo líkist þér.
—i-----o--------- m
t ,
Úr Passusálmunum.
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú naJni,
hönd þín leiði mig út og inn
' svo állri svnd eg liafni.
--------o--------
Af munni barnanna. •
Fimm ára stúlka situr og horfir jiögul á brot-
inn leir. Svo stendur hún upp, leggur hendur um
háls mömmu sinnar og hvíslar að henni: “Eg
veit, að guð setur alt. saman, sem við brjótum. ”
Líkt á komið.
Ungur og dugandi kaupmaður hafði gefið
konu sinni borðlampa allskrautlegan. Henni
þótti vænt um og sagðist ætla að láta grafa nafnið
hans á lampann. Það þótti kaupmanni kynlegt og
vildi fá að vita, hví hún gerði það. “Hann er fall-
egur að líta á hann, skreyttur miklu af óegta
málrni; logar vel á honum, alla leið upp úr honum
stundum. Það þarf mikið að sinna honum, hann
reykir talsvert, og er aldrei til staðar um hátta-
tíma.”