Lögberg - 03.06.1920, Side 8
BIs. 8
LÖGBEKG FIMTUADGINN 3. JÚNÍ 1920.
Ur borginni
Kommóða (Bureau) ena-
melled, mefi 3.skúffum og spegli
fæst til kaups með sanngjörnu
veröi, upplýsingar aö 1121 Inger-
sol'l Str. Winnipeg.
Mr. Josef Hannson frá Mc
Creary Man., kom til bæjarins í
vikunni ásamt konu sinní og
tveimur börnum, pau voru á leið
til Gimli til þess að heilsa upp á
vini og kunningja þar. Mr.
Hannson stundaði aktýgjasmíði
áður en hann flutti til Mc Creary.
Stefán O. Eiríksson frá Blain
Wash., kom til bæjarins í byrjun
vikunnar og bjóst við að fara
undir skurð við innvortis sjúkleik.
Kom hann alla leið vestan frá
Blain til þess að láta Dr. B. J.
Brandsson framkvæma það vanda
verk.
Mr. Friðrik Reynholt frá Fair-
dale N. Dakota, kom til bæjarins
um aíðustu helgi. Mr. Reynholt
hefir búið þar syðra yfir 20 ár, en
hefir nú leigt land sitt sonum
sínum til starfrækslu, og býst við
að taka sér ferð á hendur vestur
að Kyrrahafi, og svo suður með
K.vrrahfsströndinni til þess að
sjá sig um.
Safnaðarfundur var haldinn í
Fyrstu lútersku kirkjunni, til
þess að kjósa erindreka á kirkju-
þing og fleira , og voru þessir
kosnir:
Jón J. Bíldfell
Finnur Johnson
S. J. Sigmar
Jónas Jóhannesson
Til vara voru kosnir:
Magnús Paulson
Bjarni Magnússon
Halldór Sigurðsson
Guðjón Hjaltalín
Samþykt var að veita presti
safnaðarins, fjögra mánaða hvíld
frá prestþjónustu sökum heilsu-
brests sem hann hefir átt og á
við að stríða.
Mr. Jón G. Gunnlaugsson frá
Grafton N. Dakota er nýkominn
tíl borgarinnar og ætlar að setj
ast hér að. Mr. Gunnlaugsson
hefir keypt húsbúnaðar verzlun
ásamt S. Eymundssyni, sem aug-
lýsing þeirra félaga sýnir, sem
annarstaðar birtist í þessu blaði.
Heimili hans verður framvegis að
635 Alverstone Str.
Mr. Gunnlaugsson hefir stund-
að húsasmíðar í Grafton, og læt-
ur hið bezta yfir veru sinni þar.
Landar ættu að heimsækja
Jón Thorsteinsson, áður en þeir
festa sig annarstaðar,. þeir sem
þekkja Jón vita að það muni borga
sig vel.
Fyrir bifreiðum hafa nokkrar
manneskjur oþðið fýrirfarandi
daga, og beðið af líftjón. Út af
því er brýnt fyrir þeim sem á
gangi eru, að gæta sín er þeir
ganga milli stétta yfir götur,
einkum þar sem umferð er mjög
mikil.
Söfnuðir þeir sem ætla að
senda erindreka til kirkjuþings-
ins, sem hefst í Kandahar, 17.
júní, þ. á., eru vinsamlega beðnir
að senda undirrituðum nöfn þeirra
erindreka og k.þings gesta, sem
væntanlegir eru, við fyrsta tæki-
færi, en þar sem því verður ekki
við komið, að senda nöfn þeirra,
að tilkynna hvað margir |erind-
rekar verði sendir frá söfnuði.
J. B. Jónsson, Kandahar, Sask.
Filipus bóndi Jónsson frá Sony
HiM P. O. Man., var á ferð í bæn-
um í vikunni.
Frú Lára Bjarnason hefir selt
hús sitt að 118 Emily Str., og er
ílutt til fóstursonar síns Friðriks
Bjarnasonar að 810 Alverstone
Str.
Látin er að Upham N. Dakota
Mrs. Job Sigurðsson, mesta merk-
is og dugnaðar kona.
Safnaðarfundur. verður hald-
in íSkjaldborg þriðjudaginn þann
7. júní kl. 8 e. h. Áríðandi mál
liggja til umræðu á þessum
fundi. Allir meðlimir Skjaldborgar
safnaðar eru vinsamlega beðnir
að sækja ofannefndan fund og
koma á réttum tíma.
Safnaðarnefndin.
TRAOC MARK, RCCISTCRCO
Á ferð og flugi.
Townley ferðast nú á flugvél
eða fer eins og fuglinn fljúgandi
á skiðum um landið þvert og
endilangt.
Bjarni Björnsson
heldur
Kveldskemtun að
ÁRBORG
/
Föstudaginn 11. Júní
klukkan 8.30
Dans á eftir Aðgangnr 75cts
Lag: Aldrei kemur Hjaltalín
með hripið.
Fram og aftur flug er þreytt,
Flogið í beinum línum.
Alt er horfið, alt er breytt,
Ekki finnur Townley neitt,
Hann er að leita að loftkastölum
sínum.
Og annars er ekkert að frétta,
hér, annað en pólitiskt skurk.
Eg á engin orð yfir þetta,
því orðin á vörunum spretta
svo illa í afdæmings þurk.
Mig vantar að vinna í “klíku”,
en veit ekki glögt hvar eg stend,
er lítið lærður í slíku,
en langar að hjálpa þeim ríku,
því ‘Tmsiness is business, mine
friend.”
K. N.
pann 23. (hvítasunnudag) voru
fermd í lúthersku kirkjunni á
Gimli af séra R. Runólfssyni
eftirfylgjandi ungmenni:
Stúlkur.
I. Olga Edith Olson
2. Júdith Ingibjörg Arason
3. Mekkin Péturson
4. Pálína Esther Olson
5. Jónína Lárusson
6. Olivia Marion Chiswell
7. Vilborg Guðrún Anderson
8. Oddný Soffía Johnson
9. Sigurbjörg Lilja Sólmundsson
Piltar
10. Snorri Kári Krist. Á. Olson
II. Stefán Sigurlaugur Anderson
Við guðsþjónustuna er byrjaði
kl. 2 e. h. voru einnig skírð 2 börn,
og fólk tekið til altaris.
Messað var að kvöldinu á Betel
var fjöldi einnig við þá guðsþjón
ustu.
par eð ferð hr. Gísla Jónssonar
frá Narrows, heim til íslands bar
svo brátt að, að þann gat ekki
séð og kvatt skyldfólk og góðkunn
ingja sína, sem hann um lengri og
skemri tíma hefir orðið samferða
hér í þessu landi, þá biður hann
“Lögberg” um að skila kærri
kveðju sinni til þeirra allra, og
þakka þeim fyrir góða samferð, og
framkomu gagnvart honum og
hans nánustu. Hann biður guð
að blessa þá í bráð og lengd. —
pað er von hans að koma hingað
aftur, með farfuglunum næsta
vor, ef ekki fyr. Hann biður
einnig um að geta þess, ef einhver
vildi skrifa honum, að utanáskrift
hans verði til Eskifjarðar S.Múla-
sýslu.
Mrs Björg Johnson (Zoega) frá
Silver Bay P. O. Man., var skorin
upp á almenna sjúkrahúsinu hér
f.vrir viku síðan, af Dr. B. J.
Brandson. Uppskurðurinn hepn-
aðist vel og er Mrs. Johnson nú á
góðum batavegi.
Miss Lára Sigurjónsson,• kenn-
ari við Lillesve, Man., dvaldi
vikutíma hjá vandafólki sínu hér
í bænum og hvarf til skólans aft-
ur á mánudaginn. All-slæm misl-
ingaveiki gengur í skólahéraðinu
en er nú aftrur í rénun.
Framherbergi rúmgott, vel upp-
búið og bjart, fæst til leigu í húsi
nr. 668 Alverstone stræti. Leigj-
andann má finna eftir kl. 5 e. m. á
hverjum virkum degi.
íslertdingadagsnefndin er að
undirbúa hátíðarhaldið með mikl-
um áhuga. Hátíðin verður hald-
ín í sýningargarðinum, þar sem
ekki er hægt að fá anna nstað í ár,
af því það ber upp á helgidag.
Sports nefndin vinnur af krafti
og kemur auglýsing frá henni í
næsta blaði.
Prógramsnefndin hefir gert ráð-
stafanir til að fá helztu ræðu-
skörunga vestan hafs til að á-
varpa fólkið á hinum mikla há-
tíöisdegi. Já, og svo má ekki
gleyma skáldunum, ekki hefir ver-
ið gengið fram hjá þeim. Margt
fleira mætti nefna, er að hátíðinni
lýtur, en þess skal síðar getið.
Nefndin.
ÁBYGGILEG
IJÓS---------og-------AFLGJAFI
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna j |
ÞJCNUSTU
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9380. CONTRACT
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að
máliog gefa yður kostnaðaráællun.
WinnipegElectricRailway Go.
GENERAL MANAGER
Hljómleika samkomu heldur
söngflokkur Fyrsta lút. safnaðar í
kirkju sinni miðvikudagskveldið
þann 16. þ.m. Sungin verður þar
meðal annars hin*ágæta “Kantata”
próf. Sveinbjörnssonar. Einsöngv-
an syngja Mrs. S. K. Hall, Gísli
Jónsson, Mrs. Alec Johnson, Mr.
Paul Bardal. Auk þess aðstoða
Mr. C. F. Dalman og próf. Svein-
björnsson. Söngstjóri Prof. S. K.
HaJl. Aðgangur 75c. Prógram
auglýst í næsta blaði.
Mr. H. S. Bardal hefir tjáð oss,
að eftirfarandi fólk fari heim til
íslands á föstudaginn kemur.
Pað fer alt í “special tourist car”
alla leið til Montreal:
A- S. Bardal.
Páll S. Bardal.
Sigurgeir Pétursson.
Bj. Thordarson, Foam Lake.
Jón Janusson, Foam Lake.
Mrs. Finnur Jóhnson.
Mrs. G. J. Goodmundson.
Nurse J. Fredricks.
Mrs. Kristrún Gíslason og son-
ur hennar, Sigurður Óskar.
Mr. og Mrs. Einar Eymudsson,
Miss Guðr. Anderson,
Matús. Olafsson
Jakob Benediktsson,
Marteinn Thorgrímsson.
Svb. Sveinsson og dóttir hans,
Margrét Sveinsson.
Guðm. Guðmundsson,
sex hinir síðasttöldu frá N. D.
Jónas Helgason, Baldur.
Björn Jónsson, Churchbridge.
Einar Stefánsson frá Möðrudal.
Gísli Johnson, Narrows.
Miss Anna H. Einarson,
Miss Guðr. Magnússon.
Miss Guðr. Jónasson.
Miss Jónína Jónsson.
Capt. J. W. Wilton er útnefndur
sem þingmannsefni í Assiniboia
í næstu fylkiskosningum; aftur-
komnir hermenn störfuðu mest að
útnefningu hans.
Bændur, sem vátryggja akra
sína fyrir hagli, ættu að sjá um
að félag það, er þeir vátryggja í,
sé það áreiðanlegasta, sem fáan-
legt er. J. J. Swanson and Co.,
808 Paris Building, eru umboðs-
menn fyrir The Eagle, Star and
British Dominions Hail Insurance
Co. pað félag hefir yfir 80 milj.
dollara höfuðstól, og ættu bændur
að hugleiða það.
CANADA.
Marmara Iíkneski af herfor-
mgjanum G. H. Baker, er í stríð-
inu féll, er í ráði að gera á al-
mennings kostnað og setja upp í
þinghúsinu nýja í Ottawa.
í Ontario finst læknir, sem tjá-
ist hafa gefið 22 lyfseðla síðasta
misseri, alla fyrir brennivín. Sagt
er að yfirvöldin séu komin á stúf-
ana að rannsaka þetta, en ekki er
til tekið hvað þau ætli sér að gera
með þá rannsókn. pessi læknir
hefir haft sæmilega nóg að gera.
Til samanburðar má geta þess, að
allir lyfseðlar út gefnir fyrir vín
í British Columbia voru 92 þús.
að tölu síðasta ársfjórðung.
Kauphækkunar stríðið geysar
bæði á sjó og landi, má segja. Sjó-
farendur á Kyrrahafs strönd af-
sögðu nýlega sín verk, stungu
höndunum í vasana og kröfðust
meira endurgjalds fyrir sína er-
viðu og hættulegu vinnu. Háset-
ar, kolamokar og frammistöðu-
menn fengu tíu dala viðbót um
mánuðinn, og tóku þá til sinnar
iðju á ný.
Þjóðarbúið.
Allar vörur, útfluttar og inn-
fluttar til Canada síðasta fjár-
hagsár, námu samtals $2,351,174,-
886. pað er rúmum 165 miljónum
rneira, en nokkru sinni fyr. Ekki
kemur sá viðauki af því, að meira
hafi útflutt verið af varningi eða
ínnflutt, heldur áf því að verðið
var hærra að dalatali. útfluttu
vörurnar voru virtar litlu meir en
helmingi meira en þær innfluttu,
eða $1,239,492,098; meðal þeirra
kom fram viðauki í útflutningi á
trjávið, lifandi penngi og búsaf-
urðuml Andvirði hins innflutta
varnings nam $1,064,516,177, hvar
af vörur til 370 miljón dala, eða
um þriðji partur, var álögulaus;
af hinu, um 694 miljónum, voru
tollarnir, sm í landsjóð runnu, um
187 miljónir. pað var tæpur helm-
ingur af öllum tekjum landsins
þetta fyrirfarandi ár, er brúkast
þurftu til venjulegra útgjalda og
auk þess til að greiða vexti af
stríðslánum og skuld fyrirfarandi
ára, eftirlaun og greiðslur til
hinna ýmsu fylkja; hinn síðast-
taldi útgjaldaliður nam þetta fjár-
hagsár meir en 11 miljónum dala.
Takið eftir!
«dk^|*VER og einn,
sem nú sendir
LÖGBERG til
vandamanna eða vina
á íslandi, er vinsam-
lega beðinn að borga
fyrir þau blöð fyrir I.
Júlí þessa árs. 4J Ef
þetta er v a n r æ k t,
verður hætt að senda
óborguð blöð lil fs-
lands 1. dag Júlímán-
aðar næstkomandi.
Vinsamlegaát,
STJÖRNARNEFNDIN.
Að Lögbergi,
20. Maí 1920
í!,i:!!'iíiii!1I1Iií,!íiiiiii]|ií;'!!:ií!IIIiiiiiiiíi]||»iíiii!Ií;::ií!ííiiiíí';:ií«í:ííii'í!'I!í!1.-i ’
Winnipegosls
Wonderland.
prennar góðar sýningar verða í
Wonderland þessa viku og þrenn-
ar sérstakar næstu viku. Fyrst
kemur Mary McLaren í “The Poin-
ted Finger” á miðviku og fimtud.
pá Clara Kimball Young í “The
Better Wife”, á föstu og laugar-
dag, og af hinum sérstöku sýn-
ingum kemur “The Luck of the!
Irish” fyrst á mánu og þriðjudag, j
hin bezta sýning. par næst Con- I
stance Talmage í “Experimental j
Marriage'”, sem allir verða að
hlæja að, hversu alvörugefnir sem
eru. Vikuna endar Mancelia Bill-
ington í leiknum “The Day She
Paid”. |
pað er ekki eingöngu í þakklæt-
isskyni við Winnipegosis íslend-
inga fyrir ástúð þeirra og gestrisni
við mig þegar eg hélt söngsamkom-
ur hjá þeim á fimtudaginn og föstu
daginn sem var, að eg skrifa þessa
grein; en eg gjöri það jafnframt
til þessað vekja athygli landa
minna á íslenzkri nýlendu sem en
er lítið þekt, auðsjáanlega af þeirri
ástæðu, að hún er nokkuð afskekt,
en ,mér hefir verið sagt að bráð-
lega muni ferðir verðá hagkvæmari
fyrir aðkomandi og dreg eg engan
efa á það, að þegar framlíða tímar
verður Winnipegosis einn af mestu
uppáhaldstöðunum um hásumar-
tímann. pað er eins og nafnið
sjálft bendi á að bærin verði ein-
hverntíma Winnipeg-osis í eyði-
mörk samkepninnar; því eg get
ekki hugsað mér meira ákjósanlegt
aðsetur, um hásumarið, karlar og
konur, gamlir og ungir, geta notið
hinnar friðsamlegu og hlíðu nátt-
úru þar og í næstu grend þar sem
loftið er svo hreint og ofhitar eru
óþektir.
íverhús landa vorra í Winnipeg-
osis eru einstaklega snotur og vel
smíðuð og er auðsjáanlegt að bæjar
búar eru velmegandi. Eg vll tit
dæmis geta þess að Winnipegosis
íslendingar eiga í sameiningu
töluvert stóran gufubát, og get eg
hugsað mér hvíHkur unaður það
hlýtur að vera að sigla á honum
norður eftir vatninu, og fara fram
hjá eða lenda við fjölda af einkenni
legum og fögrum eyjum.
Landar mínir í Winnipegosis
hafa gjört okkur hjónunum þann
heiður að bjóða okkur snoturt í-
veruhús í mánaðartíma þetta
sumar, og hlökkum við bæði til að
verða aðnjótandi ástúðar og gest-
risni.þeirra í ágústmánuði.
1 næsta blaði vona eg að gefa
lýsingu á landslagi, búnaðarhátt-
um og fleiru. Með því dvöl mln
í Winnipegosis var mjög svo af
skornum skamti, varð eg að öllu
leyti að styðjast við lýsingu góðs
landa vors, sem búsettur er í
bænum, og hefir átt þar heima í
nokkur ár. Sagði hann mér að á
ýngri árum hefði hann átt heima
í Dakota, en að Mfskjör hans og
efnalhagur hafi fyrst breyst til
batnaðar eftir að hann flutti bú-
ferlum til Winnipegosis
Sv. Sveinbjömsson
WONDERL AN
THEATRE
j Miðvikudag og Fimtudag
MARY MacLAREN
í leiknum
I “The Pointing Finger"
j Föstudag og Laugardag
Clara Kimball Young
“The Better Wife”
Mánudag og priJjudag
‘‘THE LUCK OF THE IRISH“
“The Luck of the Irish”
Gjafir til Betel.
Kvenfél. Hlín, Markland.... $30.00
Arður af samkomu, haldinni
af ungu fólki við Vestfold 58.00
Frá kvenfél. Fjallkonan í Weg-
osis, J. G. Skjaldemose .... 10.00
Með þakklæti fyrir gjafirnar,
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot Ave. Wpeg.
Undirritaður selur fæði og hús-
næði á Lisgar House í West Sel-
kirk, með sanngjörnu verði.
West Selkirk, 28. maí 1920.
Jón Thorsteinsson.
Eina íslenzka hús-
muna verzlun í Wpeg
Við kaupum og seljum brúk-
aða innanhúss muni af öllum
tegundum, gerum við húsmuni,
smíðum hljómvélar og mynda-
ramma. Sjáið okkur.
IOWNA FURNITURE CO„
320 Hargrave St.
Eigendur
S. Eymundson.
J. G. Gunnlögson.
Jarðyrkju-
áhöld
íslendingar! Borgið ekþi tvö-
falt verð fyrir jarðyrkjuáhöld.
Eg sel með sanngjörnu verði, alt
sem þar að lýfcur. Til dæmis U. S.
Tracor 12—24, og auk þess hina
nafnkunnu Cockshutt plóga, með
3 14-þuml. skerum, alt nýtt frá
verksmiðjunni fyrir að eina
$1,110.00
T. G. PETERSON
961 Sherbrooke St. Winnipeg
Einkaumboðssali fyrir Canada.
Sumarnærfatnaðir
GOMBINATION NÆRFÖT
Ýmist með stuttum ermum og
skálmúm eftir því sem hver
óskar
$2.00 og $2.25
B. V. D.
Nærfatnaðir
Svalir í sumarhitanum
$1.50 og $1.75
White & Manahan,
Limited
500 Main St., Winnipeg
=il
pakklætisvottorð.
Hús það sem eg átti hér á
Mikley brann til ösku 6. marz s. 1.,
en af því það var í eldsábyrgð
hjá Portage la Prairie Farmers
Mutual Fire Ins. Co„ sem hr. G. S.
Guðmundsson í Árborg, Manito-
ba er milligöngumaður fyrir, hefi
eg fengið eldsálbyrgðina að fullu
útborgaða frá nefndu félagi, og
er eg þakklátur bæði félaginu og
hr. G. S. Guðmundssyni fyrir á-
reiðanleg viðskíifti og skilvisa
greiðslu. »
Hecla P. O. Maí 4. 1920
Th. Félsted.
pakkarávarp.
pað hefir dregist helzt til of
lepgi, fyrir mér að geta hinna
mörgu velgerðamanna er auð-
sýndu mér kærleiksríka hjálp og
manndygð, er eg varð fyrir þeirrí
miklu sorg; að minn elskulegur
son Edward Elert Johnson dó
rúmlega 21 árs að aldri en það
var einnig huggun í söknuðinum,
hvað margir tóku þátt í mínum
erviðu ástæðum, bæði hér á Gimli
og í nærbygðinni, einnig frá
Hnausa, Árnes, Sypress River og
Blain Wash. pað yrði oflangt að
geta allra gefenda, vi'l að eins
geta hinna helztu gjafa sem eru
Mr. og Mrs. Th ísfjörð $ 40,00
Gimli Lúth. Kvennfélag $ 25,00
Womens Institute $ 20,00 Mrs.
C. O. Ohiswell $ 10,00, og frá 5
niður í 50 cent, alls var upphæðin
$ 370,00 mest frá Gimlibæ og í
grendinni. Alla þessa gefendur
bið eg guð að blessa, og launa
þeim af ríkdómi sinnar náðar
fvrir mig og börn mín.
Gimli 25. maí 1920.
Jónína S. Jhonson.
Phone: Garry 2616
JenkinsShoeCo.
639 Notre Dame
Avenue
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyearfog Ðomlnion Tires »{if
& reiBum tiöndum: Getum tit-
vegaö hvaBa tegund sem
þér þarfnist.
AðKerfium og “Vulcanidng'’ sér-
stakur gaumur gefiim.
Battery aCgerCir og bifreifiar til-
búnar tll reynsiu, geymdar
og þvegnar.
AUTO 'IIRG VUI.CAiyiZING CO.
S09 Cumberland Ave.
Tals. Garry 2767. Opiö dag og nött
MRS. SWAINSON, að 696 Sar-
gent ave. hefir ávalt fvrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtízku
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.
konan sem slíka verzlun rekur í
Canada. íslendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
Ungmenni staðfest á Big Point
á trínitatis sunnudag:
Guðjón Stefán Tómasson
Sveinn Hermann Egilsson
Stefán Jónsson
Wilfred Eastman
Addie Viola Björnsson
Fthel Jóhanna ísfeld
Halldóra Margrét Björnsson
Lilja Erlendsson
Sigrún Árna Árnason.
S. S. C.
ALLAN LIVAN
Heldur uppi stöSugum Bigllngrum I
milli Canada og Bretlandí. Hefir I
mörg og atór skip í fðrum: “Em-
press of FVance”, 18,500 smálestir,
er að eins 4 daga f opnu hafi, 6 |
[ daga á milli hafna. Og mörg önn- I
ur, 10,500—14,000 smlestir, lítiB |
eitt seinni í feröum. — Sendir far-
gjöld til íslandtf og atinara landa |
og svo framvegis.
Upplýsingar fást hjá
II. S. BARDALi,
894 Sherbrooke Street
Winnipeg, Man.
Viður óskast keyptur
The Caledonia Box and
Mannfacturing Co. Ltd.
kaupir nú þegar, gegn háu verði,
Spruce og Poplar í heilum vagn-
hlössum. Finnið oss strax eða
skrifið.
1350 Spruce Str. Winnipeg
Phone M. 2715
Til bænda er selja rjóma!
Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma
og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj-
um oss í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða;
eigum líka í visjjum skilningi hægra með það, þar sem vér fá-
umst einungis vio smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri
grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn
beint til
THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED
846 Sherbrooke Street
WINNIPEG - - - MANITOBA
A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto
Columbia
Grafonolas
Grafonolas beztu gjafirnar
vorri ibúð geturðu alt af fengið Coluxnbia Grafonola
svo góða að lögun og útliti sem 'bezt samsvarar bún-
aði í nýgerðu hreiðri sælla gamfara.
Gefið slíku fólki Columbia Grafonola og gerið orð
öðrum vinum þeirra og ættingjum. Þeir munu fegnir
gefa Columbia Records að gjöf.
pe*m er Líka í Mun að Eignast Columbia Söngþynnur (Records)—
Hér eru Nokkrar Taldar
ISLENZKAR HLJÖMPLÖTUR:
“Ólafur reið með björgum fram,” "Vorgyðjan," "Björt mey og hrein." og “Rósin."
Sungið af Einari Hjaltsted
“Sólskríkjan.'' og “Eg vil fá mér kaerustu,"— Fíólín spil
“Humereske," (Sveinbjörnsson)—Fíólín.
SUNGIÐ Á DÖNSKU: “Hvað er svo glatt," “Den gang jeg drog af »ted.“
SUNGIÐ Á NORSKU: “ Ja, vi elsker dette landed" og “Sönner af Norge.
Swan Manufacturing Co., 676 Sargent Ave„ Winnipeg—Ph. Sh. 805
H. Mathusalems, eigandi
Nýjar hljómþynnur koma út 10. og 20. hvers mánaðar.