Lögberg - 11.11.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
♦
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
33. ARGANGUR
WENNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN II. NÓVEMBER 1920
NUMER 45
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Dómsmála deild Manitoba fylkis
hefir heitið $i,cxdo verSlaunum fyr-
ir aö handsama ræningjana, sem
brutust inn í Union bankann i
Winkler hér i fylkinu í síðasta
mánuði og höföu á burt með sér
$19,000.
Ottawa stjórnin hefir gengiö inn
á að fella úr gildi söluskatt á verk-
smiðju varningi, sem nam tveimur
af hundraði.
Þjóðskuld Canada hefir minkað
um $3,000,000 síðastliðinn mánuS.
Fyrsta okt. var hún $2,276,516,162,
en eins og stendur, er hún $2,273,-
516,163. — Inntektir stjórnarinn-
ar fyrstu sjö mánuðina af árinu
1920 voru $255,567,967. En fyrir
sama tímabil síðastliðiö ár námu
inntektimar $186,408,895.
Vilhjálmur Stefánsson, land-
könnunarmaður, var staddur hér í
bænum í síðustu viku ásamt einum
af mönnum þeim, sem fóru með
honum norður í höf til landkönn-
unar, S. A. Storkersen. Vilhjálm-
ur kom hér í sambandi við félag
það, sem myndað hefir verið til
þess að stunda hreindýra og mosk-
usdýra ræktun i Norður Canada.
Spursmál hefir risið í Alberta-
fylkinu um það, hvort síðasta -at-
kvæðagreiðsla um aðflutning á víni
meini vínbann eða ekki. Dómsmála-
stjóri fylkisins lýsir skýlaust yfir
þvi, að atkvæðagreiðslan, sem fram
fór um heimildir fylkisins að ráða
innflutningi á víni sjálft og sem
samþykt var með 15,000 atkvæðum,
sé ekki og geti ekki orðið tekin
sem atkvæði fylkisbúa um vín-
bann.
Um þessar mundir er mikil hreyf-
ing í stjórnmálunum hér í Canada.
Stjórnmála leiðtogarnir þrír ferð-
asti um þvert og endilangt landið,
til þess að segja fólki hvað þeir ætli
að gjöra og hvað þeir hafi gjört.
MacKenzie-King, leiðtogi frjáls-
lynda flokksins, er að flytja ræður
um þessar mundir hér í fylkinu og
fær hvarvetna hinar beztu viðtök-
ur. Hon. T. A. Crerar, leiðtogi
bænda, er staddur í Saskatchewan
fylkinu; hann hélt ræðu í Prince
Albert á fimtudaginn var og bar
það á stjórnarfojrmann Canada, að
hann hefði fríviljuglega og af á-
settu ráði borið á heila hopa af
borgurum landsins meiðandi ósann-
indi—fólk, sem væri eins saklaust
af áburði þeim, eins og nokkur
maður gæti verið ,væri eins trútt
landi sínu og þjóð, eins og nokkr-
um manni væri unt að vera. Hann
hélt því fram, að stjórnin í Ottawa,
Meighen stjórnin, væri auðvaldinu
ofurseld, og það sem Canadaþjóð-
in þyrfti inest með væri hrein og
heiðvirð stjórn, jafnræði í mentun
og umburðarlyndi á meðal allra
flokka og allra íbúa í landinu. —
“Mr. Meighen talar um fullnægj-
andi vernd iðnaðarins’’, sagði Mr.
Crerar. “Þá kemur spursmálið um
það, hvað sé fullnægjandi vernd i
þessu sambandi. Skilvindur hafa
alt af verið tollfríar í Canada, og
þó hefir sá iðnaður blómgast og
þeir, sem búa þær til, geta kept við
aðra hvar sem er. Plóga og vatns-
pumpur er mikið auðveldara að
framleiða, en samt verður að
vernda þær iðnaðargrcinar.”
Stjórnarfonnaðurinn, Hon. Arth-
ur Meighen, er vestur í British
Columbia og prédikar vernd—
vernd fyrir iðnaðarstofnanirnar
stóru, sem græða miljón á miljón
ofan á hverju ári. Einkúm hefir
honum verið ant um að koma því
inn í kjósendurnar i Yale, aðjfef
þeir kjósi ekki sinn fylgismann, þá
séu þeir að greiða atkvæði á móti
vemdun á aldina framleiðslu.
Saskatchewan þingið kom sam-
an á föstudaginn i síðustu viku. Á
meðal annnars, sem bent var á í há-
sætisræðunni að yrði tekið til yfir-
vegunar á þinginu, var áukinn
styrkur til mentamála i fylkinu, að
því er barna og miðskóla fylkisins
snertir. Fylkisstjórinn, Sir Rich-
ard Lake, lýsir í hásætisræðunni
hrygð sinni yfir því, hve fáir af
fylkisbúum tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni, sem fram fór um að-
flutningsbann á vínföngum innan
fylkisis. Bent var og á, að nefnd-
in, sem haft hefir með höndum
yfirskoðun laga fylkisins, muni
leggja álit sitt fram á þessu þingi.
Enn fremur er þar minst á að mál-
ið um nánari samvinnu á milli fylk-
is- og landsstjórnar að því er vega-
gjörðir í fylkisinu snertir, muni
koma til umtals á þessu þingi.
Sagt er að bóluveikin sé að fara
í vöxt i Ontario fylki.
Bóndi einn, sem hingaö kom til
bæjarins með $700 í peningum, seg-
ist hafa mætt laglegri og vel bú-
inni stúlku hér í bænum og hún
hafi tekið sig ínn í gestgjafahús,
þar sem hún hafi gefið sér vin að
drekka, er hafði þau áhrif á hann,
að hann sofnaði, og vissi ekki sitt
rjúkandi ráð. Þegar hann kom til
sjálfs sín aftur, var stúlkan horfin
með peningana.
Sykurværðið er komið ofan í 14
cent pundið í Montreal — Hér í bæ
hefir það í einni stórverzluninni
verið boðið fyrir 15 cent, ef tekin
væru tiu pund í einu.
Trades Council í Torontö hefir
rekið úr félagi sínu þá, sem lengst
ganga í æsingaáttina.
Fyrir borgarstjóra í Winnipeg
hafa verið útnefndir Edward Par-
nell, af fjölmennum hópi kjós-
enda úr ýmsum stéttum, og
S. J. Farmer af hálfu verkamanna.
Til meðráðenda hafa verið nefndir
í fyrstu kjördeild : öldurmennirnir
J. K. Sparling, A. H. Pulford og
Herbert Grey; og af hálfu verka-
manna þeir J. T. Murray, F. G.
Tipping og R. S. Ward. I annari
kjördeild af hálfu verkamam.a:
öldurmaður Earnest Robinson, T.
H. Fly, W. H. Hoop og Mrs. Jessie
Kirk; aðrir flokkar hafa ekki út-
nefnt neina menn i þeirri deild enn
sem komið er; þar er sagt að bjóði
sig fram Jón J. Vopni óháður, og
Charles Vanderlip. í þriðju kjör-
deild hafa verkamenn útnefnt þá
öldurmann Heap, W. B. Simpson.
W. H. Kershaw , og úr þeirra hopi
en óháður býður sig þar fram öld-
urmaður J. L. Wigginton.
Bandaríkin
Uppgrip mikil hafa verið fyrir
fólk, sem vant er við að tina baðm-
ull í Texas. Algengt er að það
vinni sér inn $10—$15 á dag. eða
frá $60 til $75 á viku, og er það
hærra kaup heldur en sumum
barnakennurum er borgað fyrir
mánaðarvinnu.
William E. Johnson (pussyfoot),
sem undanfarandi hefir verið að
boða Englendingum vínbindindi,
hefir átt við raman reip að draga;
eins og menn muna var ráðist á
hann síðast liðið sumar og í þeim
skærum misti hann sjón á öðru
auganu. Nú nýlega hélt hann fund
fyrir luktum dyrum í Reading á
Englandi; var þá ráðist á framdyr
hússins, hurðin brotin upp, en John-
son komst út um bakdyr með leyni-
lögregluþjóni og á burtu í bifreið.
Houston, íjármálaritari Banda-
rikjanna, hL-It nýlega ræðu i Wash-
ington á bankamanna fundi, þar
sem hann lýsti yfir því, að á næsta
fjárhagsári mundi kostnaðurinn
við nmboðsstjórnina nema fjórum
biljcnum dala eða vel það .
Yfirréttardómarar í New York
hafa ákveðið þunga hegningu öllum
þeim, er fundnir hafa verið sekir
um brot á vínbannslögunum síðan
8. júní síðastliðinn. Er þctta í
samræmi við lögreglusamþykt, er
ákvað strangari refsingar við slík
lagabrot, en við hafði gengið und-
anfarandi.
Samkvæmt skýrslu út gefinni af
fjármála ráðaneytinu, hefir stjórn-
in greitt á líðandi ári til hinna
ýmsu járnbrauta í landinu $289,-
910,299 að fyrirmælum samgöngu-
laganna — Transportation Act.
Herbert Hoover, fyrrum vista-
stjóri sambandsþjóðanna í stríðinu
mikla, telur sig fylgjandi því, að
gerður verði skipaskurður frá
vötnunum miklu um Lawrence-
fljótið i þeim tilgangi fyrst og
fremst, að greiða fyrir vöruflutn-
ingi úr Bandaríkjunum, og þá eink-
um og sér í lagi hveitis.
Fjórir stríðs-flugbátai*, sem fóru
frá Mineola. Long Island, 15. júlí
siðastliðinn til Nome, Alaska, hafa
nú lent við Mitchell Field, nálægt
Mineola. Helmingurinn af hverri
9,000 mílna vegalengd tók fimtíu
og sex klukkustunda flug.
Samkvæmt skýrslu verkamála-
skrifstofunnar í Washington lækk-
aði smásöluverð í septembermán-
uði á flestum nauðsynjavörum um
vo af hundraði.
Fjögur hundruð vinnuveitendur
í New York, er stunda vöruflutn-
inga með bifreiðum, hafa svarað
umsókn verkamanna sinna um
kauphækkun með því, að svo fremi
að þeir vilji vinna 10 kl.stundir á
dag í stað 9, skuli þeim veitt
hækkunin.
Hermála ráðuneytið skýrir frá
því, að fyrir hergögn, sem eftir
voru ónotuð á Frakklandi þá er
striðinu lauk, hafi stjórnin nú
fengi, $737,372,000. Skýrslan sýnir
að óhróður sá, er borinn var út um
stjórnina, að hún hefði selt slíkar
vörur, er kostað hefðu $1,390,989,-
302, til Frakka fyrir að eins $400,-
000,000, er að öllu ósannur.
Krafist ihefir þess nýlega verið,
að stjórnin ræki úr þjónustu sinni
aðstoðar verkamálaráðgjafa Louis
F, Post, fyrir þá sök, að hann
hefði þveiskallast við að fram-
fylgja lögunum um þvingunar-
burtflutning útlendinga. Cleve-
land-búar komu fram með tillög-
una, en lítil likindi eru til að stjórn-
in sinni henni að nokkru.
Afstaða stjórnmálaflokkanna eft-
ir hinar nýafstöðnu kosning&r i
Bandaríkjunum, virðist vera þessi,
að því er næst verður komist: 305
republicanar, 129 democratar og
einn jafnaðarmaður. í Senatinu
hafa republicanar einnig vfirgnæf-
andi meiri hluta.
Bænda - verkamanna flokkurinn,
undir forystu Christensens frá Salt
Lake City hlaut lítið fylgi í kosn-
ingunum, — kom víst engum
manni að, en vínbannsmenn töpuðu
eina þingmannsefninu, er undir
merkjum þeirra sótti.
í North Dakota hlaut gerbreyt-
inga flokkur Townleys hina verstu
útreið, tapaði gersamlega tangar-
haldi á báðum deildum ríkisþings-
ins, en fékk þó endurkosinn ríkis-
stjórann Mr. Fraser. Nákvæmar
fregnir af Norður-Dakota kosning-
unum eru enn eigi við hendi, en það
þþ vist, aö tveir íslendingar náðu
kosningu í Pembina County til rík-
isþings: Col. Paul Johnson (entlur-
kosinnj af demokr. flokknum með
I, 000 atkv. meiri hl. að sögn, og
Jón K. Ólafsson, a£ hálfu repub-
licana, einnig með miklu atkvæða-
magni. — Sigur þessara tveggja
góðkunnu íslendinga hlýtur að
verða þjóðflokki vorum alment hið
mesta fganaðarefni.
í Minnesota ríki voru tveir
landar kosnir á Minnesota þingið,
eða réttara sagt endurkosnir, þeir
J. B. Gíslason fyrir Lyon kjör-
héraðið, en C. M. Gíslason fyrir
Lincoln. Bjáðir þessir landajr
vorir sátu á síðasta Minnesota
þingi og gátu sér góðan orðstýr,
og báðir unnu þeir kosningarnar
með miklum atkvæðamun, einkum
þó X. B. Gíslason sem var kosinn
með fleirum atkvæðum en nokkr-
um þingmanni ihefir áður verið
greidd í kjörhéraði. Til Congress
var kosinn í Minneota Andrew J.
Volstead, sem nú er orðin frægur
um alt land fyrir sín bindindis
lög.
— ------o———1-
inu í Lundúnum og er komið í
gegn um aðra umræðu, sem gefur
bæja- og sveitastjórnum heimild
til þess að taka öll tóm hús í land-
ínu á leigu, hvort sem eigendurn-
ir vilja eða ekki. ,
í stað Terence McSwiney, sem
svelti sig í hel, hefir aðstoðarmað-
ur hans, O’Callaghan, verið kos-
inn borgarstjóri í Cork á Irlandi.
I ræðu, sem Mr. Asquith, fyr-
verandi stjórnarformaður á Eng-
Iandi hélt á föstudaginn var í
Cardiff í Wales, sagði hann að
sannanir væru ómótmælanlegar
fyrir þvi, að stjórnarþjónum á
írlandi væri leyft að beita sví-
virðilegum yfirgangi og þrællyndi
við íra og að þýðingarlaust væri
að leita til þingsins til þess að fá
bót á slíku. í sambandi við þá
staðhæfingu, sem hann sagði að
fólk hefðh eftir sér um að írum
skyldi vera leyft að setja á stofn
sinn eigin herafla, tók hann fram,
að það hefði aldrei verið sín mein-
ing. að írum yrði veitt nein þau
hiunnindi, sem nýlendur Breta
ekki nytu, og hann tók fram, að
hann krefðist þess undantekning-
arlaust, að Bretar hefðu frían að-
gang að öllum höfnum á írlandi.
“Ef,” bætti Mr. Asquith við, “að
Irland verður nokkurn tíma svo
misviturt að byggja sín eigin her-
skip, þá verður það að vera eftir
að Bretar og nýlendurnar brezku
hafa á sameiginlegum fundi á-
kveðið undir hvaða fyrirkomulagi
slikt ætti að vera.’
Friðarfélag íra, sem i er fjöldi
fólks úr öllum flokkum, og sem
liefir fyrir markmið að greiða úr
heimastjórnarflækju , ljtinds síns,
hefir ritað bréf til Lloyd George,
og segir í því, að kringumstæðum-
ar hafi breyzt allmikið út af
stefnu þeirri, er hann hafi nú síð-
ast lýst yfir að stjórnin ætlaði að
fylgja í heimastjórnar málum íra,
en um lesð lætur ncínd þessi þá
meiningu sína i ljós, að þingið
enska, eins og það er nú skipað,
sé ekki nógu kunnugt högum íra
til þess að semja lög er þeim verði
geðfeld. Nefnd þessi fer og fram
á það i bréfinu, að þingið á Eng
Iandi veiti Irum löggjafarþing, er
til sé kosið með hlutfallskosning-
um, og yfirráð i öllum þeirra
fjármálum.
A stjórnarráðsfundi í Lundún-
ufn í lok síðustu viku, var tekið
til umræðu afstaða Bandaríkj-
anna við Alþjóða sambandið, og
þar talað imi tilslökuna eða breyt-
ingar á atriðum þeim, sem staðið
hafa i vegi fyrir því að Banda-
ríkjaþjóðin hafi gerst meðlimur
sambandsins. Hvaða breytingu
Lloyd George fór fram á að yrði
gjörð, vita menn ekki enp, en tal-
ið er líklegt, að Bretar muni að-
hyllast fyrirkomulag það, er Elihu
Root hélt fram, sem er alþjóða-
réttur. Eitt er talið víst, ag það
er, að Bretar muni krefjast þess
að meiningamunur sá, sem upp
kann að koma á meðal þjóðanna,
verði í öllum tilfellum lagður i
gerðardóm til úrskurðar. Breyt-
ing þessi, hver sem hún annars er,
verður lögð fyrir fund alþjóða-
sambandsins, sem bráðlega verður
haldinn í Geneva. — Hon. N. W.
RFowell, umboðsmaður Canada,
sem er á leið á fund alþjóðasam-
bandsins, var á þessum funÖi
stjórnarráðsins brezka.
Bretland
erson, James Ramsey, McDonald,
fyrrum þingmaður verkamanna-
flokksins á Bretlandi, Camille
Hugmans frá Belgíu. Fundur
þessi hefir og gefið út yfirlýsingu
til verkalýðs í öllum löndum, sem
fordæmir Bolsheviki hreyfinguna
og verkamanna félag það sem
stofnað hefir verið i sambandi við
þá hreyfingu (The Third Inter-
nationale) og leiðtogar hennar
eru sakaðir um að eyðileggpa sam-
tök á meðal vinnulýðsins og tæki-
færi hans til að betra kjör sin. —
I þessari yfirlýsing stendur: “Það
sem auðvaldinu hefir aldrei tekist
að gjöra, hafa kenningar æsinga-
mannanna komið' til leiðar vor á
meðal. Þeir hafa sundrað verka-
manna félagsskapnum og verka-
lýðnum. Og aðferðin, sem leið-
togar þeirra nota, tilheyrir hinni
gömlu keisaravalds aðferð, en á
ekki heima í hinum nýja heimi
sósialistanna.”
Hvaðanœfa.
Alþjóðafundur kvenna stendur
yfir um þessar mundir í Noregi; á
honum eru mættar 600 konur frá
ýmsum löndum.
Forseti hinnar norsku deildar fé-
lagsins, frú Hombro,“?agði í ræðu tír
hún flutti og bauð fundarkonur
velkomnar: “Hver hugsandi mað-
ur hlýtur að segja í hjarta sínu:
aldrei framar má stríð likt þessu
siðasta, koma fyrir. Slíku villiæði
má aldrei framar gefa lausan
taum."
Önnur norsk kona, ungfrú Kjels-
herg, komst svo að orði í ræðu, er
hún flutti: “Konan á að standa í
broddi fylkingar, þegar um liknar-
starf er að ræða.”
Lafði Aberdeen frá Englandi,
forseti félagsins, sagði i ræðu er
hún flutti: “Um fram alt þarf
heimurinn á mæðrum að halda.
Það er köllun vor að vera mæður
mannfólksins í heiminum. Við er-
um fvrirrennarar alþjóðasambands-
ins. Friður og friðsamleg úrslit
allra rnála er steínuskrá vor.”
Frú Hallstein, er sæti á á þjóð-
þingi Finna, sagði, að alþjóðafélag
kvenna vildi vinna að því af alefli
að Þjóðverjar yrðu teknir inn í al-
þjóðasambandið.
Fj ármálane fnd alþjóðasambands-
ins hefir ákveðið að lána Austurríki
50,000,000 sterlingspunda til þess
aö firra hungursneyð þar á landi á
komanda vetri og hjálpa þeim til
að kaupa vélar og iðnaðarefni.
V'erkfall i öllum kola, stein og
neðanjaröar námum í Frakklandi
vofir yfir. Það sem námamenn
krefjast, er tvent: Fyrst, að allar
námur séu gerðar að þjóðeign, og
í öðru lagi, að kaupgjald sé hækk-
að fimmfalt við það sem það var á
undan stríðinu, sökum þess að
nauðsynjar manna séu sex sinnum
hærri nvi en þær voru áður en
stríðið skall á.
aði á vanalegum tima; flutti hann
að vanda mjög fagra, uppbyggilega
og lærdómsr,ka ræðu, sem allir
voru einróma um, er hennar mint-
ust. En er messu var lokið, var
slegið upp samsætinu og veizlu-
gleðin hafin undir forystu Stefáns
S. Einarssonar, sem samkomunni
stýrði með sinni alkunnu röggsemi.
Samkoman byrjaði með ræðu,
sem séra Friðrik flutti til silfur-
brúðhjónanna. Að henni lokinni
voru silfurbrúðhjónunum afhentar
gjafir frá veizlugestunum. Síðan
var til sætis skipað og ríkulegar
veitingar fram reiddar. Um beina
gengu hinar gjafvöxnu yngismeyj-
ar bygðarinnar, sem óefað hafa
gert réttina gómsætari. Full 300
manna munu hafa setið að snæð-
ingi, ungir og gamlir, og er fólkið
var mett orðið.an dlega og líkam-
lega, byrjaði skemtiskráin. Rak
hver ræðan aðra, sem hver upp á
sinn máta jók á gleði veizlugest-
anna. Sungið var á milli af söng-
flokk safnaðarins, íslenzkir þjóð-
söngvar. Þótti alt vel fram fara
og skemtun hin bezta.
Þessi hjón, Guðbjartur Jónsson
og kona hans, hafa búið hér í sveit
um tuttugu ára skeið. Allan þenn-
an tima hafa au tilheyrt hinum
efnaminni flokk sveitarinnar; en
með framkomu sinni í sveitarfélag-
inu hafa þau bæði sýnt, að hvorki
þarf auð né völd til að ná hylli sam-
ferðamannanna. Era þau lvjón
ramíslenzk í orði og verki, þjóð-
rækin og sannir íslendingar. Er
Guðbjartur gleðimaður mikill og
vel skapi farinn. Héfir hann gefið
gott eftirdæmi að láta ekkert á sér
festa og vera á öllum svæðum á-
nægður með hlutskifti sitt. Kona
hans hefir allan þennan tíma til-
heyrt kvenfélagi bygðarinnar, stað-
ið þar framarlega í fylkingu með
áhuga og dugnaði, enda er hún vel
skynsöm kona og betur að sér, en
flestar konur á hennar reki, í ís-
lenzkum fræðum.
Var þeim hjónum samsætið
maklegt. Munu þau lengi minnast
hinnar skemtilegu stundar með á-
nægju og þakklæti.
5*. Jónsson.
Atkvæðagreiðsla um vínbann
er rétt nýlega um garð gengið í
Skotlandi, og hefir vínbanninu
verið hafnað með geysimiklum at-
kvæðamun. Landinu var ■ skift
niður 153 kjördeildir og voru að-,
eins 37 af þeim, sem vildu tak-
marka yínsöluna, en 116 vildu
hafa alt opið upp á gátt, eins og
ni'i er; af þessuin 37 deildum, sem
takmarka vildu vínsöluna, vildu
18 banna vínsölu með öllu, en 19
vildu að eins setja henni takmörk.
Eitt er eftir tektavert við þessa
atkvæðagreiðslu á Skotlandi, sem
boðar Bakkus vá þar í landi, og
það er, að hændur og búalýður
hefir snúist á móti honum að all-
miklu leyti. Þeir sem halda vilja
áfram eins og verið hefir og gáfu
Bakkusi mest fylgi, eru búsettir í
bæjum, þar sem veitingahúsin eru
öflugust.
Frumvarp til laga er fyrir þing-
Missætt sú, sem átt hefir sér
stað á milli ítala annars vegar og
Jugo-Slava hins vegar út úr Dal-
matiu málunum, er nú á enda
kljáð, eftir því sem frétt frá Lon-
don segir. Málsaðiljar hafa kom-
ist að niöurstöðu, sem báðir sættu
sig við og er í því fólgin, að ítalir
afsala sér tilkalli til landspildu
þeirrar í Dalmatiu. sem Jugo-
Slavar krefjast.
Silf urbrúðkaup að Mouse River.
Undanfarandi hafa þeir
ur Henderson, verkamanna leið-
toginn á Englandi, og sósíalista-
leiðtogarnir, Vandervelt frá Belg-
iu, Otto Wells frá Þýzkalandi og
Pieter Troelstra frá Hollandi, set-
ið í fundi í Lundúnum, ásamt
fleirun til þess að tala um mögu-
leika á að endurreisa sósíalista-
flokkinn, og sem líklegt til þrifa
í þá átt hafa þeir talið að sameina
sig sósíálistum á Tyrklandi; og
líka hefir þessi fundur álitið nauð-
synlegt að athuga vel ástandið á
Þýzkalandi, í Austtirríki og í
Czecho-Slovakíu, og til þess hafa
verið kvaddir þeir Arthur Hend-
Þegar við rennum huganum yfir
fomsögur vorar, verðtir okkur fátt
hugnæmara að lesa úr lifnaðarhátt-
um fornfeðranna, en um veizlur
þeirra og vinaboð. Eru eir kafl-
ar úr sögunum þeir allra hugljúf-
ustu flestum hinum eldri íslend-
ingum. Enda er víða sagt frá
veizlum með hinni mestu snild. og
gegn um alla söguna, öld eftir öld,
alt fram til þessa dags, hafa veizl-
urnar verið eitt af sérkennum ís-
lenzku þjóðarinnar. Margar voru
þær stórar og veglegar og veitt af
hinni mestu rausn. Svo ríkt er ís-
lendings eðlið enn, og það með
Vestur-íslendingum, að þeir halda
uppi þessum gamla og fagra þjóð-
arsið, og það jafnvel í þeim sveit
Arth-^um, sem ekki hafa ánetjast í hinu
nýja Þ jóðræknisfélagi og sem ver-
ið hafa olnbogabörn þess.
Iíér við Mouse River eru íslend-
ingar sjaldan eftirbátar annara
landa sinna að rækja íslenzka þjóð
siði. Var hér nýlega haldin eirt
stórveizlan, megtug og myndarleg
í samkomuhúsi bygðarinnar sunnu
daginn 31. okt., í tilefni af því, að
ein hjón bygðarinnar, Guðbjartur
Jónsson og kona hans Guðrún Jóns
.dóttir höfðu verið í hjónabandi
25 ár.
Samkvæmið var þeim haldið aí’
sveitungum þeirra eftir messu
Séra Friðrik Hallgrimsson prédik
unnar héldu að Árborg Man, dag-
ana 28. og 29. og 30 okt. s. 1. hepn-
aðist ágætlega, og hafa aðstand-
endur þeirrar sbofnunar beðið
Lötfberg að flytja bygðarbúum sitt
irirljlegasta Iþakklæti fyrir fram-
úrijkarandi drengilegar undirtekt-
ir í því máli. Bazarinn gaf af
sér "$421,72.
----------o----------
Mr. Andrés Árnason á Simcoe
Str. hér í bæ, varð fyrir bifreið í
fyrri viku og fótbrotnaði.
Ur bœnum.
Eins og getið var um í síðasta
blaði, þá hefir kvenfélag Fyrstu
lút kirkju undiidiúið hina árlegu
haustsölu á allslags varningi í
munum og hefst salan í samkomu-
sal kirkjunnar á þriðjudagskveld-
ið í næstu viku, 16. þ.m., og verður
henni haldið áfram á miðvikudag-
inn þann 17. eftir miðjan dag og
að kveldinu. Til útsölu þessarar
hefir kvenfélagið vandað prýði
lega, eins og til allra þeirra sam-
koma, eða móta er félagið stofnar
til og má því vænta að aðsóknin
að sölu þessari verði mjög mikil.
Eins og að undanförn verða veit-
ingar seldar—kaffi og súkkulaði,
með margskonar brauði. Munið
eftir deginum og staðnum og kom-
ið á útsölu kvenfélagsins í Fyrstu
lút. kirkju þann 16. og 17. jþ.m.
þann 20. okt síðastl. andaðist í
Brandon: Einar Ámason fædd-
ur í Kalmannstungu í júní mán.
1834, fluttist hingað vestur fyrir
33 árum, og bjó allan þann tíma í
Brandon, mörg síðastliðin ár eft-
ir að kona hans dó hjá dóttur
sinni Halldóru, og manni hennar
Mr. George Smith, sem hjálpuðu
til alt er hann þurfti með mestu
alúð, þegar ellin, og henni fylgj-
andi sjóndepra og heyrnarsljó-
leiki lögðust þungt á hinn látna.
Reykjavíkurhlöðin eru vinsam-
legast beðin að flytja þessa dán-
arfregn.
B. M.
Jón bóndi Freysteinsson frá
Churchtbridge hefir verið staddur
í borginni undanfarandi, hann
kom með svila sínum Oddi Melsted
frá Ghurchbridge til bæjarins er
kom til bæjarins að leita sér lækn-
inga.
---------0---------
pakkarorð og leiðrétting.
Eg er Lögbergi þakklátur fyrir,
vinsamleg ummæli um samkomu
nemendanna frá Jóns Bjarnasonar
skóla, fyrra föstudag. Samt neyð-
ist eg til að leiörétta missögn þar.
Það er ekki rétt, sem í þeirri fregn
stendur, að samsætið hafi verið
haldið af mér og konunni minni.
Lengi hafði mig að vísu langað til,
að safna saman öllum fyrverandi
nemendum skólans; en í þetta sinn
held eg að einhver af núverandi
nemendum hafi fyrst hreyft því
við einn kennaranna. Meðkennar-
ar mínir tóku fram úr skarandi vel
í málið frá byrjun og unnu að því
af mikilli elju til enda. Mrs. Mar-
teinsson og Mrs. Hansína Ólson
unnu svo með okkur kennurunum
að því að koma þessu í framkvæmd.
Síðar komu konur skólaráðsmann-
anna ásamt Mrs. B. B. Jónsson
saman og lögðu málinu mikinn og
góðan stuðning. Alt þetta fólk, á-
samt ýmsum fleirum, studdi fyrir-
tækið með gjöfum. Nemendurnir
í skólanum hjálpuðu til bæði méð
peningagjöfum og vinnu.
Svo ber að geta fólksins, sem
skemti, með ræðum eða söng, en
það voyn: séra B.B. Jónsson, Berg-
þór E. Johnson, séra N. Steingrím-
ur Thorláksson, Prof. S. K. Hall,
Mrs. Hall, Miss Friða Jóhannsson
og Miss Nina Paulson.
Öllu þessu fólki ,og þó ekki sízt
konunum, sem veittu sérstaka hjálp
í sambandi við veitingarnar, votta
eg þakklæti af einlægni hjartans.
•Fyrsta lúterska söfnuði þakka
eg kærlega fyrir lán á sunnudags-
skólasalnum fyrir samkomuna, og
umsjónarmanni þar fyrir góða
hjálp veitta.
Öllum, sem komu á þessa sam-
komu, gafst kostur á að íhuga,
hvað nemendahópurinn er orðinn
stór, sem notið hefir Jóns Bjama-
sonar skóla. Með vel sameinuðum
kröftu gætu þeir afkastað ekki
svo litlu.
Einn nemendanna, sem ekki gat
komið, hr. Skýli Hjörleisfson, að
Riverton, Man., skrifaði mjög hlý-
legt bréf, sem lesið var upp á sam-
komunni.
Þakkir séu öllum þeim, sem á
einn eða annan hátt studdu að því
að gjöra samkomuna ánægjulega.
Enn fremur þakka eg öllum
þeim, sem gáfu til samkomunnar
(Silver Tea), sem haldin var í
skólanum viku áður.
VTanaIega héfi ég ekki verið að
kvarta undan of miklum heiðri, en
þó var ástæða til þess x sambandi
við ofannefnda fregn, og af sömu
ástæðu kvarta eg undan frásögn
Lögbergs um verðlaunin, sem veitt
voru fyrra sunnudag. Þar stóð, að
eg hefði gefið $30, en þegar satt
er sagt, voru það ekki nema $10.
i En um leið og eg var heiðraður um
of, var barninu minu, Theódísi,
priðjudaginn 26. okt. s. 1. and- jgjört rangt til, þar sem shgt var, að
aðist á almenna sjúkrahúsinu í j ekki hefði verið hægt að ákveða
Brandon, hr. Helgi Steánsson eft- henni önnur verðlaun í sínum bekk.
ir langvarandi sjúkdómslegu.
Helgi sál. var fæddur 13. des.
1870 að Glitstöðum í Norðurár-
dal í Mýrasýslu, foreldrar hans
voru hjónin Stefán Valdason og
póra Timóteusdóttir sem um langa
tíð bjuggu á Glitstöðum.
Helgi sál var giftur eftirlif-
andi konu sinni Sigrúnu Sigurð-
ardóttur frá ölvaldsstöðum í
Borgarhreppi, þeim varð tveggja
barna auðið er bæði dóu á unga
aldri. Dugnaðar maður var hann
mikill og umlhyggjusamur heimil-
isfaðir O'g fljótur til hjálpar ef á
þurfti að halda.
Jarðarförin fór fram frá ís-
lenzku kirkjunni fimtudaginn 28.
s. m. að fjölda iqanns'við stödd-
um. Enskur prestur jarðsöng
Bazar sá, fjrrir
börn er systur St.
munaðarlaus
Benedict orð-
Hún bæði qtti þaxi án nokkurs vafa,
og fékk þau. Þannig var það líka
skýrt tekið fram, þegar verðlaunin
voru veitt. Sá fyrsti í bekknum
fékk 90 stig, hún 88, en svo kom
sá þriðji með 85, og fanst mér hann
svo nálægt hinum báðum, aö eg gaf
$10 sem þriðju eða sérstök verð-
laun.
Almenningi vil eg segja það, að
verðlaun þessi voru ekki veitt að
neinu leyti eftir dómi kennaranna í
skólanum, heldur eingöngu eftir
dómi manna, sem valdir voru af
mentamáladeild fylkiíins.
Að undanteknum þessum mis-
skilningi, er eg Lögbergi þakklátur
fyrir ágæta umsögn í sambandi við
veiting þessara verðlauna.
Rúnólfur Marteinsson.