Lögberg - 11.11.1920, Side 5

Lögberg - 11.11.1920, Side 5
LÓUBSKG. FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1920. t ytra ætti því samkvæmt iskoðun minni að hverfa os verða að engu. — 1 annan stað hefir mér þrásinnis verið borið það á brýn af andstæðingum, að eg héldi fram þeirri öfga-lútersku, þröngsýnni og ófrjálslyndri, er naumast ætti sinn líka nein- staðar í heimi. Það, sem nú var drepið á, í skoðunum mínum eða tilhneiging minni, að því er snertir klerka og sérstöðu þeirra í kirkjunni, er víst heldr lítil lúterska. Og sama er að isegja um margt annað. Minnt gæti eg líka á það í sambandi við hin margendrteknu brigzl mér til lianda um klerkava'lds-tilhneiging og ofsafengna lútersku, að Christoper Bruun í Norvegi er einn þeirra samtíðar-rithöfunda, sem einna mest áhrif hafa á mig haft, á þeim árum æfi hans eimkum, er hann í tímariti sínu, sem nefnist For frisindet Christ- endom, barðist svo látlaust og fræknlega gegn þröngsýni og andleysi hinnar lútersku ríkiskirkju — klerka, og í annan stað geg-n guðleysi og kristindómshatri vantrúar-oflátunganna nosku utan kirkju. Bíðan á árunum í Nýja tsl. hefir The Sundai/ Srhool Times frá Philadelphia verið það tímarit, sem eg hefi meir lesið en nokkurt annað, og svo mikiis virði er það mér fyrir langa-löngu orðið, að mér finnst að eg með engu móti geti án þess verið. En allir, sem nokkuð þekkja, vita, að lúterskt er tímarit það engan veginn. Philip Sckaff er sá af vísindalegum guðfræða-ritköfund- um, sem eg met öllum meir og hefi einna helzt haft fyrir leið- arljós í kirkjulegri trúa.rjátn ingafræði. En ekki er liann heldr lúterskr. Saga mín, eins og hún beinlínis eða óbeinlínis birtist í Sameimngunni öll þau ár, sem eg hefi haft ritstjórn þess blaðs á hendi, ber þess vott, hvað eg í kennimannlegri fram- komu minni um fram allt hefi lagt áherzlu á. Og prédikanir mínar, þær allar, er prentaðar liggja frammi fyrir almenningi, jafnvel enn þá skýrar. Enn eru tímamót í sögu íslenzks trúarlífs eða vantrúarlífs. tJm næstu tímamót á undan þessu var að verða aðskilnaðr hinna andlegu afla hjá þjóð vorri. Trúin og vantrúin voru þá hraðfara hvor nm sig að koma út úr þokunni. En við tímamót þau, sem nú eru yfir oss að líða, er þetta tvent aftr að renna saman í eitt, falla í faðmlög, vefja sig saman, kyssast, gleypa hvort annað — með öðrum orðum: hverfa að nýju inn í þokuna. Að þessu eru stórhöfðimgjarnir í kirkjunni'á fs- landi nú sem óðast að vinna, með tilstyrk annarra eins andlegra fóstbræðra og þeirra Einars Hjörleifssonar og Guðmundar Friðjónssonar, föður “Ólafar í Ási.” Vinr vor Einar Hjör- leifsson, “Ofureflis” skáldið, sá það forðum, er hann var hér vestra ineð oss, að þá var að verða aðskiJnaðr á trúarsvæði ís- lenzks þjóðlífs — að trúmennirnir og van'trúarmennirnir ís- lenzku voru teknir að búa félagslega um sig hvorir í\sínu lagi með skýrri og afmarkaðri stefnuskrá. TTonram fannst það vottr þesvS, að íslenzk heimska væri að dvína, vitið hjá almenningi að glæðast. Með þeim skilningi og þar af leiðandi fögnuði hvarf 'hann heim til hinna fornu átthaga á Islandi. En nú er ,svo komið, að lionum sýnist það vera svart, sem houum áðr sýndist hvítt, og hvítt það, er hann áðr taldi svart.----------- Hann hefir þurkað út landamerkin milli kristindóms og heiðin- dóms og látið hvortveggja renna saman, verða að kássu eða hrærigraut. Og það er nú sem óðast verið að freista stjarnanna 'hér — vestr-íslenzkra stjarna, kirkjulegra og ókirlijulegra, kristinna. manna og ekki kristinna, manna með lútersku nafni og manna í hópi Únítara — til að vera þarna með. Þessi breyting varð á vini vorum, sem nú má nærri því kalla erkibisk- up íslands, við það, er liann sökkti sér á kaf niðr í forað anda- trúarinnar — samfara afskiftum hans af biblíu-‘‘kritíkinni ” og “nýju” guðfræðinni. Með því ömrlega uppátæki lenda allir inn í þokuna eins og Iforðum reyndist með Barjesús eða Elýmas, andatrúannanninn ógíloymanlega, sem Páll postuli komst í kast við í Kíprey.----------- Inn í það myrkr fer eg aldrei livort sem þoikulýðurinn lastar mig eða lofar. Og kirkjufélag vort verðr að hafa liug til að láta aldrei af neinum þoka sér í þá átt, hvort sem því er klapp að á öxlina með fleðulátum og fagrgala, eða því er liótað öllu illu og á það sigað Cerberus sjálfum og öllum sporhundum myrkraríkisins. Æska mín og ellin. Eftir séra Bjarna Sveinsson. —‘‘Kveðið haustið 1873 eftir að séra Jón sonur minn hafði skilið við mig og flutt til Vesturheims” — Lag: Björt mey og hrein. Mín æskan fríð og ungdóms tíð Æfinnar vorið bjarta pú varst svo iblíð iþá var ei stríð Né þrautir um að kvarta. pá lýsti sól um heimsins hjól Og hlúði báðum vöngum Við hirðisról um breiðaból par baðaði eg mig löngum. Um morgunstund þá brá eg blund Sú braut er en í minnum Með léttri lund eg gekk um grund Og gleðibragð á kinnum. Mín skemtigöng var leið ein löng Und langri hamra fbungu Um fjallaþröng, við fuglasöng Er fjöllin endursungu. ?á vonin góð lífs lýsti slóð Ljómandi skini sínU Brann ástarglóð allri heims þjóð Eldheit í brjósti mínu. ?á var lífsslóð, guð, Eden góð Með grænu skrauti valla Angaði lóð.upp hresti 'blóð Andvarinn svali fjalla. Eg þekti ei fár né sorgarsár Síglaður var eg löngum ?ótt vættust brár þau harma tár ?ornuðu strax af vön@im. Mín æskan ný og heilsan hlý Mér heilla veitti yndi ?ótt syrti að ský suðrinu í Samt var mér glatt í lyndi. Mín fjáði sál alt fals og tál >6tt finnist oft hjá lýðum öll dular mál og orðin hál Al^eng á vorum tíðum. Senn breyttist tíð, kom hret og hríð Hvarf þessi sælu glaumur Alt líf er stríð, mín æskan blíð Er nú sem horfinn draumur. —Gróf þetta upp úr gömlum blöðum ásamt fleiru eftir sr. Bjarna, sem öldungur éinn afhenti mér rétt fyrir andlát sitt. Erindin bera vott um föðurharm sr. B. út af vesturför foringj- ans, er nú er hér mjnst. J. A. S. Fyrir ofan bæinn að Þingmúla, þar ,sem eg átti heima níu árin áðr en eg fór í skóla, er einkennilegt fjall all-hátt, sem bærinn er kenndr við. Fjalli því að framánverðu, þeim megin er út í dalinn vei't, má vel líkja við líkneski það híð risavaxna frá fjarlægri fornöld, sem rís upp úr sandsléttu í Egyptalandi norðanverðu og nefnist Sfinx. I líkneski því birtist ógurlega stórt höfuð af 1 jóni, sem liggr fram á hramminn; en það d<ys- höfuð minnir einnig á ferlegt manns-andlit. Svona er sú s'tandmynd af Sfinx, sem forn-egypzku konungarnir létu blaða upp í nánd við Níl ,sér til ævarandi frægðar. Og eins, eða nauðalí’kr því forn-egypzka Hkneski, er Þingmúlinn að framan — í mínum augum að minnsta kosti bæði fyrr og síðar. Að eins einu sinni var eg sá maðr meðan eg var unglingr að komast upp á Múlann, og mundi eg ávalt síðan eftir útsýni því hinu mikla og fagra, sem eg hafði þaðan yfir mest alt Fljótsdalshérað og allt út á Héraðsflóa. Seihast er eg fyrir tíu árum heimsókti Island og ferðaðifet um Skriðdal, tók eg mig til ásamt Friðrik fóstrsyni mínum og klifraði upp á Múlann, en konan mín beið á meðan með hinum, sem í föruneyti okkar vorn, í túninu hjá bænum hið neðra. ■v i Lítt var eg þá frár á fæti í samanburði við hinn unga mann, er með mér var á þessari uppstigning. Næsta mjög mæddist þegar undir eins, meðan stóð á göngunni upp eftir hinum bratta melhrygg, sem myndar nofið á andlitinu fraiman í fjall- inu. En er komið var upp í kleyfina eða vikið á milli augna- brúnanna, varð gangan miklu torsóttari; og áðr en við höfðum k,lifrað eins hátt upp og í ennið mitt—því þar er snarbratti, ná- lega þverhnýpi—lá mér við að gefast upp og hníga niðr. Þó unnust mér kraftar til að yfirstíga alla örðugleika fjallfarar þessarrar, og komast alla leið upp á Múla-koll. Þá íétti mér um hjarta. Og fagnandi og sigri hrósandi nam eg um hríð staðar við vörðuná á f jallsbrúninni — þar er nón frá bænum fyr- ir neðan — og naut hins víðtæka útsýnis yfir héraðið og ti fjallanna misháu og margbreytilegu allt í kring. — Viðlíka fjallför hefir öll æfi mín verið, frá því fyrst er eg í æsku lagði á stað út í heiminn frá bænum þarna undir Múlanum. Oft hef- ir mér legið við að gefast upp, því torgeng hefir leiðin verið jafnaðarlega — mátturinn lítill, margt, sem þreytu hefir vald- ið, einna helzt nú í seinni tíð, er sumir brugðust á svo hörmuleg- an hátt, sem lengi höfðu svo vel og rösklega verið með. En Jivað um það — samfára þeirri reynslu kom vaxandi hvöt ti að treysta guði meir en áðr. Upp á Múlann tel eg mig nú kominn, og hér stend eg kyr fyrir náð drottins. A þessari fjallstöð vona eg að mér auðnist að berast fyrir það sem eftir ,er æfinnar, þakklátr ifyrir útsýnið þaðan og stuðninginn meir en mannlega á hinni erviðu för þangað upp. Og eg vil segja eins og Njáll, er hann allra seinast hafði búið um sig í hvílu sinni að Bergþórshvoli undir uxahúðinni: “Ek ætla héðan hvergi at hrærast, hvort sem mér angrar reykr eða bruni.” — Eg fór að sjá lífs ferli á Og fékk að reyna þetta: Að farsæld há óblönduð má Engin á jörðu spretta. Og heimsins prjál það sökkur sál í sorga öfugstreymi. Flest von er hál og full með tál Sem fæst í þessum heimi. pví lukkan þver ei léði mér Lán eða nægtir gæða. Og lífið hér það eintómt er Erfiði, kif og mæða. Mörg hitastund og mæðu mund Á miðjum æfidögum Hugrauna sund og opin und Amaði mínum högum. Við erfitt staut fram æfin flaut Mér elli haustið sýnir peir eru á ibraut frá allri þraut Æskuvinir mínir. En hinir fá sem enn eg á Á burt þeir hverfa í skindi pá lífsins stjá mér flytur frá Sem fugla eftir vindi. Nú hnignar móð myrkvast lífs slóð Missirinn þreyi eg lengi pví dvínar blóð, en daprast hljóð Dottið er lífsins gengi. Æfin er löng og leiðin ströng Á Íífsins kólgu bárum Við heilsu þröng og sorgar söng Eg sit — á, gamals árum. — Ef lífsins bið enn bætist við Og bugar fleiri mæða. Sendu mér grið, línkind og lið Líknsami faðir hæða. Nær æfin á sinn enda að fá Eg ei ihér lengur þreyja Láttu mig þá hér fara frá Og friðsamlega deyja. Ávísanir á Evrópu. Vér getum verið yður hálp- legir með að senda pen. inga með pósti eða síma til eftirfylgandi staða: Bretlandseyja Frakklands Italíu Belgíu Serbíu Grikklands Danmerkur Svíaríkis Noregs Roumania eða Svisslands. TKE RDYAL BANK Of CANADA Borgaður höfuðstóll og Viðlagasjóður 535,000,000 Allar eignir eru yfir Haturs glóð í huga brann, heiftar slóð þá ganga vann, þegar ljóðin þessi spann, þrœla blóð í æðum rann. Ekki sakar hermenn hót, haturs kvak ’ans, brigslin ljót, en sýnir nakinn svika þrjót, sorg er bakar hal og snót. J. Björnson. Fyrír nokkru síðan lét Banda- | rikjastjórn byggja 17,593 feta lang- an flóðgarð með fram strönd einni á Galveston eynni; nú er verið að bæta 10,300 fetum við garð þann og talað um að gjöra hann lengri síðar; þegar hann er fullgjör verð- ur hann um 5 mílur á lengd, 17 fet á hæð, 17 feta þykkur að neðan, en 5 fet að ofan og kostar um þrjár miljónir dollara. Úr bréfi frá Alberta. Innisfail, 30. okt. 1920. Herra J. J. Bildfell, Ritstjóri Lögbergs. Ritdómur þinn um kvæðakver Stephans G. Stephanssonar. “Vig- slóði”, er birtist í Lögbergi 21. okt. s.l., er að mínu áliti hárréttur, og “vinpr er sá, er til vamms segir”; og þótt hann sé persónulegur vin- ur minn, vildi eg láta hann opin- berlega vita, að eg hefi alt aðra skoðun á þessu máli en hann. Með eftirfarandi stefjgm, sem vinarkveðju frá vin: “Stephan óðinn “syngur sinn, særir þjóðar heiðurinn, færir blóð í föla kinn flaggið: “bróður marðinginn.” The Canadtan Red Cross skorar á fyrir hönd THE BRITISH EMPIRE WAR RELIEF FUND að yfirbuga veikindi og þrautir í Evrópu-löndum November 1920 IN •THE-GREAT ■TLRRITORY-ENCLOSID BtTWttN Tht LINtS • A-B, C-D. THtKt 15 LACK Of,- FOOD. MEDICALSUPPLIE5. CLOThlNG. DOCTORS. FUEL. NURSES. HOSPITAL • ACCOMMODATION. TYPMUS. CONSUMPTION,- SMALL-POX. AND • OTMEPI DISEASES RACINC IN • UNCMECKfD • VIOLENCE . TME CMILDRtN ARE-TMt CREATEST SUFFf RIRS ■ ELEVEN • MILLIONS Of TMEM ARE WAR • ORPHANS. KOL HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. EF YÐUR VANTARj f DAG— PANTIÐ HJÁ Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. Chamberlain ’s Sanngirni œtti að Njóta fylgis Síðan 1914'hafa sum efnin í Chamberlain’s Tablets hækkað fjórum og fimm sinnum í verði frá því sem var fyrir stríð- ið. J?ó hefir engu verið breytt að því er efnablöndunina snertir, — sömu efnin eru notuð og í sömu hlutföllum. Vér höfnum eftirlíkingum sjálfir qg biðjum yður einnig að hafna eftirlíkingum í staðinn fyrir Chamberlain’s. Tablets : 25c Uppáhald Mæðranna Hóstameðal handa börnum verður að vera skaðlaust. J>að þarf einnig að vera ljúft aðgöngu. Verður að vinna verk sitt tafarlaust. Chamberlain’s hóstameðal hefir alla þessa eiginleika og er uppáhald mæðra,. 35c. og 65c. Chamberlain’s Læknar höfuðverk að fullu Höfuðverkur stafar ’því nær vávalt frá maganum en bezta meðalið er Chamberlain’s Tablets sem styrkja lifrina, og mýkja magann og hreinsa yfirleitt innýflin. Engin hætta á að höfuðverkur ásæki fólk aftur. Home Remedies Sales Dept. H. 850 MAIN STREET WINNIPEG, - MANITOBA I ATHUGIÐ VEL pETTA LANDABRJEF Hinar margföldu þjáningar Evrópu Á svæði því í Evrópu, sem að ofan er sýnt, eru miljónir bama dæmd til hungurs eða veikl unar í uppvextinum sökum vistaskorts, nema því að eins að þeim sé hjálpað. í ræðu, sem Herbert Hoover hélt á fundi Canadiska Red Cross félagsnns, sagði hann: “Verkefni vort á þessum komanda vetri er að sjá frá 3,500,000— 4,000,000 bömum farborða. “Og það er skylda hvers manns og hverrar konu á vesturhveli jarðar, að rétta þeim hjálparhönd, sökum þess að það, sem vér höfum orðið að líða, er svo óendanlega miklu minna, en þrautir » þeirra. Auk þess er það siðfreðisleg skylda allra manna, að sjá um að þau svelti ekki eða verði hungurmorða.” » Ásamt áskorun frá hinu sameiginlega félagi Rauða Kross félaganna, sem hefir verið send um alt hið Brezka veldi, leyfir Canada Rauða Kross félagið sér að skora á Canada þjóðina að hjálpa til þess að vernda líf þessara barna og með bví framtíðarvelferð mannkynsins. Vér DEILD RAUÐA KROSSINS í MANITOBA. S ASKATCHEWAN og ALBERTA skora á alt fólk í þeim fylkjum og alla meðlimi innan Rauða Kross félaganna í þeim fylkjum, að bregð- ast fljótt og drengilega við þessari áskorun. 1 $10.00 bjarga lífi eins bams; $1.00 heldur lííinu í því í mánuð. Hvað sem okkar eigin erfiðleikum og okkar fórnfærslu Iður, þá era þær hverfandi í samanburði við eymdar ástandið í Evrópu. Uppskeran í Canada var mikil, látum oss því leggja eitthvað af mörkum af gnægt þeirra gæða til þessara líðandi meðbræðra. prtta cr í fyrsta, siðasta on eina. skifti, sem þessi áskorun verður gefin út. pað kemur nú til þinna kasta, að bregðast fljótt og drengilega við og láta þörfina og hluttekningarscmi hreinvar sanwtsku ráða velgerðum þínum í þcssu efni. THE CANADIAN RED CROSS SOCIETY vonumst eftir, að Canada svari þessari áskor- un, þessu neyðar kalli méð því að leggja fram háífa miljón dollara, og ef Vesturfylkin vilja taka sanngjarnan þátt í þessu velferðar- og nauðsynja verki, þurfa þau að leggja fram $120,000. SKRIFSTOFA MANITOBA DEILDAR - SKRIFSTOFA SASKATCHEWAN DEILD. SKRIFSTOFA ALBERTA DEILDAR - 317 Portage Ave. Red Cross LODGE O’Sullivan Block WINNIPEG - REGINA CALGARY .... DYGÐIR N0RRŒNU KAPPANNA Gott félagslíf, samhugur, samvinna, einkenna grundyallarhugsjónir j Hinna sameinuðu bænda í Manitoba þeir eru sameinaðir í þeim tilgangi að bæta kjör almennings, venja fólk á að hugsa fyrir sig sjálft, útiloka það að samvizkulausir stjómmála- menn og okurfélög geti haldið áfram að raka saman fé með verndartollum. peir trúa því, að innbyrðis samvinna hljóti að verða þjóðlífinu til blessunar og sæmdar I Sveitarfélaginu hyggjast hinir Sameinuðu bændur að ná tilgangi stefnuskrár sinnar með fundahöldum, ræðum og ritum. Takmarkið það, að sérhver borgari lesi, hugsi og starfi áóháðum grundvelli. A viðskiftasviðinu hyggjast hinir Sameinuðu bændur að ná tilgangi sínum með samvinnu-félagsskap í kaupum og sölum. peir starfa í sameiningu við The United Grain Growers, Ltd., og The Manitoba Co-opera- tive Dairies, Ltd. 1 stjórnmáhim er skoðun Sameinuðu bændanna, að vemdartoll- arnir í Canada í því fonni, sem nú eru þeir, séu þjóðinni til vandræða og ættu að vera lækkaðir til muna eins fljótt og því verður við komið, og aðrir tekjustofnar fundnir í staðinn. Eintök af stefnuskrá, hinna Sameinuðu bænda, fást hjá Aðalskrifslofunni. Sérstök útbreiðslustarfscmi alIanNóvember til að fá nýja félaga og nýja l^aupendur að “Grain Growers’ Guide”, málgagni hinnar nýju fram- farastefnu, svo og til að safna í sambands-kosn- ingasjóð í hverju kjördæmi. ( Þér eruð beðnir að rita yður inn í félag^skap vorn og vinna með oss að þvi mikla og göfuga starfi, að hrinda þeim háu hugsjónum í framkvæmd, að Canada megi með ári hverju verða hagsælla land börnum sín- um öllum. — 4 / Frekari upplýsingar viðvíkjandi starfsemi þessari fást hjá ritara að 306 Bank of Hamilton Bldg.. Winnipeg, Man. |L

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.