Lögberg - 23.12.1920, Qupperneq 1

Lögberg - 23.12.1920, Qupperneq 1
 L.iW ^^srr/.ríííi s:lfmu IISU.VMtU, iumuiBs^t£ mnwmiui .WKtlUVHr .•XtltiM- 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER. 1920 NÚMER 51 “Nú breiðir sig dagur um hlíðar og hól.— Ó, herra, sem gefur og tekur, haf vegsemd og lof fyrir sérhverja sól, er sumar á jörðunm vekur!” 'v ^ Þannig orti hinn nýlátni skáldjöfur liinnar íslenzku þjóðar við útför Jóns Sigurðssonar forseta. Og nú við fráfall hans, snillingsins snjalla, sem um sjötíu ár hefir sungið lífs- gleði, þor og kærleik Krists inn í sál hinn-ar íslenzku þjóðar, finst oss að þessar sumar- hugsanir eigi sérstaklega vel við. Vegirnir skilja, og hann sjálfur hefir ýtt úr vör út á hafið, sem hann var búinn í 1 jóð- um sínum að fylgja svo mörgum á leið út á, með dýrðlegri fullvissu um það, að við stýrið stæði sá, er stjórnar öllu vel, og flytti þá út vtfir brimgarðinn og hafrótið til eilífðar- landsins, í eilífan friðarfaðm guðs, — þá er oss ekki sorg í huga, heldur þökk; þökk þeim, “sein gefur og tekur”, fyrir það, að hann gaf þjóð vorri Mattliías Jochumssou, að við fengum að hafa hann hjá okkur í áttatíu og fimm ár, og fyrir sumarið, sem Ijann hefir vakið með ljóðum sínum í lífi hinnar fá- mennu og afskektu íslenzku þjóðar. Þegar vér hugsum um Matthías Jochums- son, þá er það skáldið sem hrífur liuga vorn og vér dáurn, andagiftin, hugmynda-flugið og mælskan. Alt þetta var honum lánað í rík- ara mæli en samtíðarskáldum hans. Vér vilduni segja ríkára mæli en nokkru öðru ísl. skáldi, nema ef vera skyldi Hallgrímur Pét- ursson. En það er ekki ætlan vor að gera neinn samanburð á honum og öðrum, né held- ur að ræða um skáldskap lians í heild sinni, heldur langar oss til að draga fram aðal ein- kenni lians sem s/kálds—aðal drættina eða lífþræðina í skáldskap hans, og þá helzt með hans eigin orðum. II. Trúarskáldið. Matthías var um fram alt trúarinuar skáld. Hann stendur við grafir ástvina og vina og liorfir á jarðnesku leifarnar lagðar í skaut jarðarinnar; en það hryggir hann ekki, því ihann fylgir andanum út yfir gröf og dauða, ‘inn á land friðar og sælu, og hann er aldrei hikandi í vissunni um endurfundi sína og þeirra í eilífðinni. — Guðs rödd heyrir hann í storminum, í blænum, í briminu, í allri nátt-' úrunni, í árstíðum og tímamótum, og hann þýðir hana með eldlegum krafti á mál Snorra °S Egils, lianda bömum þjóðar sinnar að lesa, eins og í nýárssálminum fallega, oss liggnr við að segja óviðjafnanlega: llvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún Ijómar hett af drottins náð. Sem yuðs-son forðum gekk um kring, Hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og lœknar mein og þerrar tár. Ö, sjá pú drottins björtu braut, þú barn, sem kinðir vetrar þraut; í sannleik hvar sem sólin skin, er sjálfur guð að leita þín, I Pvi hrœðst þú ei, þótt hér sé kalt og heimsins yndi stutt og valt og alt þitt ráð sem hverfult hjól, i hendi guðs er jörð og sól. Hann heyrir stormsins Jiörpuslátt, hann heyrir bamsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. t hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er alt vort stríð, hið minsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. 1 almáttugri liendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf, þótt búvm víð hin yztu höf, Vor sól og dagvr, herra hár, sé heilög ásján þin í ár. ., ó, drottinn, heyr vort hjartans mál, i hendi þér er Uf og sál. Hvílík andagift! Hvílíkur trúarstvrkur! Enginn maður yrkir svona, nema hann haft bjargfásta trú á kaHeik guðs og umhyggju hans og vernd til handa öllu, sem lífsanda dregur. III. Bjartsýni. Mattías var skáld bjartsýninnar. Hann boðaði aldrei bölsýnis-barlóm eða volæðis- víl. Hann stóð sjálfur fyrir ofan Jiessi oln- bogaskot, sem menn eru að gefa hver öðrum, fyrir ofan undirferli, svik og lygi, uppi á sjónarhóli skáldsins ímyndunarríka og flug- liraða, þar sem hann sá hauður og höf liggja við fætur sér og livergi bar á skugga. Hjá mannfólkinu, sem er upp og ofan eins og gengur, hjá þeim, sem ekki hafa þrótt til þess að lvfta sér upp yfir það smáa, lága og hvers- dagslega, sigrar það góða æfinlega. Ekkert stríð svo erfitt, að sigurs sé ekki að vænta; ekkert mótlæti svo þungt, að mislkunn guðs sé ekki meiri. Enginn blettur svo svartur, að ekki sé hægt að afmá hann. Jörðin er dá- semdarverk skaparans. Holtin, hraunin, dal- irnir, fossarnir, fjöllin og litlu broshýru blómin tala máli guðs. Alt, sem lifir, gleðst út af hinni óumræðilegu fegurð lífsins. Skáldið sjálft stendur á háum sjónarhóli, og eins og hann segir í kvæðinu “Ueiðsla”: “ .... og eg horfði sem örn yfir fold og min sál var Uk ís-tœrri, svalandi lind, og cg sá ekki duft eða mold. Og síðast í kvæðinu. Eins og heilög gnðs ritning lú thduður og sœr, alt var himnesku gull-letri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dáse-mdar-skœr eins og déyjandi guðs-sonar náð. Þegar skipið Egill flytur Otto AVathne lát- inn til hafnar, og Harmur fer um breiðar bygðir, bol og sorg um fjörð og dali, Pjóðarsorp og hrygð um hérað horna milli fósturjarðar. Þó léttir hrygðinni og sorgarskýih greið- ast í sundur eins og íslenzka þokan fyrir blæ og brosi sólar, og bjartsýnin verður eftir í huga manns áður en kvæðinu lýkur: Mýki samt og sefi tár saga þín, sem kcmur nárt Yfir grát og grafar ból gnæfir þú á móti sól! Blessist lif og manndóms ment. mitt i liafi vel er lent: Andinn fiýtur yfir Hel: Otto Wathne, farðu vel! Þegar hafísinn er að loika höfnum á Norð- urlandi, segir Matthías: Hírtu kominn, landsins forni fjandif Fyrstur varstu enn að sandi, fyr en sigling, sól og bjargarráð. Silfur floti sendur oss að kvelja! Situr ei í stafniskerling Helja, hungurdiskum hendandV yfir gráð? En þegar hann er búinn að draga hrika- og hrygðarmynd af þessum vogesti Islands, endar hann kvæðið svona: Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eigi, þoldu, stríddu. pú ert strá, en stórt er drottins vald, Hel og fár þér finst á þinum vegi; fávis maður, vittu, svo er eigi, Kgltu fast i herrans klœðafald! Lát sv>o geysa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú: — upp úr djúpí dauða drottins rennur fagrahvel. í kvæði sínu “ Aldar hvöt” sér hann margt, sem þarf að laga og ótal erfiðleika, sem þjóðin hans á við að stríða. En hann er ékki að víla út af slíku. Það gera þeir lítilsigldu og þeir, sem veika liafa trúna. á sigur þess góða. Hjá honum er alt að batna, og með postullegum myndugleik talar hann til þjóð- ar sinnar: Flýjum ekki, flýjum ekki, flýjum ekki þetta landl pað er að batna, böl að sjatna, báran enn þó knýi sand ! Bölvan öll er blessun hulin; biðum rmeðan þverrar grand. Flýjum ekki, flýjum ekki, flýjum ekki þetta land! Skyldi það ekki vera fyrir bjartsýnina framar öllu öðru, sem íslenzka þjóðin ann Matthíasi svto heitt? IV. Norrcem andinn. Þegar vér lesum kvæði Matthíasar, þá get- ur enginn farið þess dulinn hvaða mót þau beri á sér. Maður finnur, að liann hefir haft “Hávamál nær höfði, Heimskringlu nær brjósti”, eins og liann sjálfur komst að orði um Dr. Guðbrand Vigfússon. Yrkisefnin piörg, bragarhættirnir og máttur málsins, sem lijá Matthíasi er voldugri en hjá nokkru öðru íslenzku skáldi, er vér þékkjum til, minn- ir oss ávalt á norrænan hetjuanda, norræna sál, sem stundum er blíð og róleg eins og haf- ið, þegar það liggur spegilfagurt og slétt við fætur Norðurlanda fjallanna, eða þá hún brýzt fram með þunga-nið liafsins, eða í krafti stormsins, “sem geysar um grund.” Hver mundi efast um hreiminn í kvæði Mattliíasar um Jón Arason á aftökustaðnum: Atlir orð mín heyri, ég vil kveða’ og syngja, grípa lands míns gigju, gamla skapið ynýja. Hátt í hinsta sinni htjómi mátið goða; yfir svik og sorgir slæ eg morgunroða. Langt og ríkt er Ufið, lof sé föður hœða; gefið hann mér hefir hendur fullar gæða: frœgð og gull og fljóð með fagur-hvíta arma, dœtur tvœr með trygð og tignarblíða hvarma. Gefið hann mér hefir hrausta sonu’ og friða, vildi ei hinn atdna einan táta stríöa, tand var fult af féndum, frœkn’ra þurfti seggja, hart mót heljar sinnum höggva varð og teggja. Fyrir trú og frelsi fósturjörðin dýra, hóf eg teik í landi, lögum vildi stýra; greip hinn gamta mœki, gall þá styrjar hani, "út á flœðar ftaustur" ftæmdi’ eg alta Dani. — Hverjir hrósa sigrif hvi eru vcllir rauðir? ■V1Í eru brœður báðir Björn og Ari dauðir '— Nú mun gjalla grátur góða landsins hvita; hvast þeir dönsku hundar hærur minar slíta! Gefið gaum og þegið, grátið ei né hljóðið. Lítilsigtdu týðir, lif mér eigi bjóðið. Feginn skal nú falta, fytgja minum sonum ; þeir mér fytgdu fyrri, fer það nærri vonum.— llorfi eg á höggstok: Herra lifs og dauða, dæm nú þér til dýrðar dropana mina rauða. Fytgi mér til moldar min hin fornu vígi: fylgist þá til foldar falstrú öll og lygi! FAnna hrópa’ eg hefnda: Herra, láttu spretta upp af okkar btóði att hið sanna’ og rétta: trú og frelslð forna, frægð og þrek og trygðir. Drekkið svo minn dreyra, dýru fósturbygðirl Helga, Helga! pórunn! hjartans kveðju dýrat— Nú skal breyzkan biskup blóðið endursklra. Sankti Tómas sælan sé eg hjá mér standa.— Fram! 1 föður-hendur fet eg tíf og anda. |jtN0li I^^WW.ttllllliaiW,

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.