Lögberg - 23.12.1920, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER 1920
■rq
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Prets, Ltd.,:Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Xalsiinars K-632T og N-6328
Jón J. Bíldfell, Editor
Utanáakrift til blaðsina:
mt COIUMBIH PfjESS, Itd., Box 317*. Winnipog, ^at|.
Utanáskrift ritstjórana:
EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, Hlan.
The "Lögbergr” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, in the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
Jóla-ljósið.
SÓLIN fara í hönd. Dagarnir hafa
verið að styttast hér á norðurliveli
jarðarinnar alt að þessu eins og ávalt
þennan seinna helming af ársliringn-
um. Skammdegið er bráðum orðið
eins og það verður mest. Myrkrarík-
ið í náttúrunni lijá oss nar sínu hœsta stigi,
þegar komið er mjög nærri almanaksáramótun-
um. Það heldur ekki áfram að vaxa og magri-
ast alt að seinasta kvöldi ársihs. Það fer að
birla og dagarnir að lengjast áður en átrið er á
cnda. Spámaðurinn Sakarías segir: “Undir
kvöld mun verða Ijós.”. — Um sama leyti og
kristnir menn halda sín jól, héldu menn viða
um hið forna Rómaveldi, áður en öld kristm-
dómsins upprann, gleðihátíð út af því að vetr-
arsölstöðurnar væri kofnnar og dagsljósið tekið
að vaxa, en nóttin tekin að dvína. Menn fundu
hvöt hjá sér til að fagna yfir því, að vita sig
vera farna að fcerast út úr myrkrunum. En
vér höfum yfir enn meira Ijósi að fagna en birt-
unni í náttúrunni, þegar vér kveikjum ror jóla-
tjós rétt undir árslokin. Það er himnesk en
ekki jarðnesk birta, sem vér erum þá að hugsa
um, eða eigum þá að hugsa um. Það er liin
heilaga, friðandi birta, sem leiftrar út yfir all-
an þennan myrkraheim syndar og sorgar og
dauða frái barninu, sem faddist í Betleliems-
jötunni. Jesús, heimsins frelsari, liggur í jötu.
Það er hið inndæla evangelíum jólahátíðarinn-
ar. Það slœr blíðum bjarma frá þessu evan-
gelíi yfir allar þœr stöðvar í mannlífinu jarð-
ncska, er samlíkst getur jötunni, sem drottinn
vor fœddist i. Það dimmar einatt fyrir augum
vorum, er vér lítum yfir neyð og sorgir mann-
anna barna alt í kring um oss; og það dimmar
fyrir alvöru, þegar vér sjálfir verðum að ganga
undir krossinn, út i hörmungarnar. En jóla-
Ijósið lifir, þegar ölí önnur Ijós slokkna, og það
er huggunin. Ef þú bregður upp því Ijósi,
rnaður, i þínum mestu mótlætismyrkrum, þá er
þér óhætt, þá ertu sæll. Það er jólaljósinu
Jesú Krists að þakka, að vér á hörmungatima-
bilum æfi vorrar aldrei þurfum að formæla
vorum fæðingardegi, heldur getum lofað og
oegsamað guð fyrir alt. Og þér, syndmæddu
sálir, sem eruð komnar langt, langt í burtu frá
hinum himnesku föðurhúsum, sem liggið svo
lágt, að engin jarðnesk birta nær framar til
yðar, og eruð farnar að örrænta yður allrar
uppreisnar, munið eftir því, að jólaljósið víær
einnig til yðar. Þ a ð getur lýst yður út úr
myrkrunum. Það sýnir hverju mannsbarni
færan veg til himnaríkis. — 0, kveiki nú allir
jólaljósið í hjörtum sínum, á heimilum sinum,
a. Öllum sínum vegum! Ungir með gömlum,
konur með körlum, heilbrigðir með sjúkum,
meðlætisbörnin með mótlætisbörnunum hefji
nú sína kristindómskyndla, til þess það sannist,
að andleg og eilíf birta er komin til vor með
þverranda nóttu og vaxanda degi. Láti enginn
árið enda svo, að jólaljósin sé ekki áður kveikt.
Eins og Kerúb með blikanda sverði stendur
jólahátíðin þar í árshringnum, sern hún er, til
þess að varna þvi, að nokkur láti gamla árið
renna svo til enda og nýja árið byrja svo, að
hið endurleysanda Jcærleiksljós Jesú Krists sé
ekki áður tekið til að skína inn í sálu hans.
Gamla árið er mannsæfin hér í tímanum; nýja
árið er mannsæfin í eilífðinni. Látum ekki
kvöldið koma, árið renna út, dauðans nótt. detta
á, svo að ekki sr áður kveikt jólaljósið á lömp-
um vorum.
að jólum 1887.
\
---------O---------
«*«*«*CC*«*€€*«*«*«*g
g Gleðileg Jól! |
Bræðurnir.
Eftir Björnstjerne Björnsson.
Bárður hét kennarinn og átti hróður, sem
Andrés hét. Gott var á milli þeirra bræðra
og voru þeir jafnan saman. Báðir gengu í
herþjónustu þegar ófriðurinn hófst, voru í
sömu herdeild báðir, og báðum veittist nafnbót
undirforingja. Þegar lieim kom úr stríðinu
var í frásögur fært, hversu mannvænlegir þeir
voru.
Svo andaðist faðir þeirra. Hafði hann
átt marga gripi góða, sem erfitt var að skifta
á milli sín. Mæltu þeir bræður það hvor við
annan, að ekki skvldi það fremur en annað,
verða þeim til sundurlyndis, og skyldi lialda
nppboð á erfðagóssinu og hvor þeirra kaupa það.
er hafa vikli, en hinu skifta að jöfnu. Var að
þessu undinn bráður bugur.
Faðirinn hafði átt gullúr stórt og mikið, og
var það víðfrægur gripur fyrir þá sök, að það
var oina gullúrið, sem fólk í þeim héruðum
hafði nokkru sinni séð. Þegar að því kom að
bjóða upp úrið hugðu margir ríkir bændur gott
til kaupa; en þegar það var ljóst að báðir bræð-
ui-nir vildu eignast það, þá gáfu sig allir aðrir
frá. Nií vænti Bárður þess af Andrési, að
hanrr léti sig fá úrið; Arnlrés vænti hins saina
af Bárði. JIvoi^ um sig gerði boð í úrið til að
reyna hinn og litu þá livor til annars. Úrið
var komið upp í 20 dali, og fanst þá Bárði bróð-
ir sinn vera orðinn ósanngjarn í sinn garð og
bauð nú 30 dali. Þegar Andrés ekki lét undan
samt, kom Bárði í hug að nú launaði Andrés
sér það síður en skyldi, hversu góður hann
lvefði oft verið honum og það líka^ að ihann væri
eldri, og úrið þegar komið upp í meir en 30 dali;
því Andrés lét ekki bugast. Bauð nú Bárð-
ur 40 dali í úrið, og leit nú ekki lengur til bróð-
ur síns. Dauðaþögn varð í salnum þá sýslu-
maður nefndi rólegur fjárupphæð þessa. And-
íés hugsaði með sér, að hefði Bárður ráð til að
bjóða 40 dali, þá hefði haun það einnig, og vildi
Bárður ekki unna sér úrsins, þá skyldi hann ná
því samt, og bauð hærra. Þetta virtist Bárði
eú mesta svívirðing, sem hann hefði orðið fyr-
ir á æfi sinni. Hann }>auð fimtíu dali og hróp-
aði hátt. Fjöldi fólks var viðsaddur, og
fanst Andrési, að ekki gæti hann iátið bróður
>inn auðmýkja sig svo á aJmannafæri, og bauð
hærra. Þá hló Bárður. “100 dali og bróð-
ernið í kaupbætir, kallaði hann, og gekk að
því búnu út úr salnum. Að stundu liðinni kom
maður til hans ]>ar sem hann var að leggja á
hest, er hann hafði nýkeypt. “Úrið er þitt,”
sagði maðurinn, “Andrés varð að láta undan,”
Þegar Bárður heyrði þessi nrð, varð hann gagn-
tekinn af angist. Hann hugsaði um bróðúr
sinn, en ekki úrið. Hnakkurinn var kominn á
hestinn, en liann stóð kyr í sömu sporum, óviss
hvort liann a‘tt,i að stíga á bak. f sama bili
kom út margt fólk og Aiulrés nieð því. Hann
-á hvar bróðir hans stóð hjá söðluðum hestin-
i:m og vissi gjörla hvað honum var í liuga, en
samt hrópaði hann til hans: “Haf þökk fvrir
úrið, Bárður! En ekki skal það ganga þann
'lag, sem bróðir þinn treður þig um tær.” ‘Ekki
heldur þann dag, sem eg kem aftur lieim,” svar-
aði Bárður, fölur í andliti, og steig á bak. Ilvor-
tgur bræðranna kom framar á heimilið, þar sem
|teir höfðu alist upp hjá föður sínum.
Skömmu eftir þetta kvæntist Andrés, en
ckki hauð liann Bárði í brúðkaupið. Ekki var
« Bárður heldur Við hjónavígsluna í kirkjunni.
Fyrsta búskaparár Andrésar kom það fyrir, að
(ina kýrin sem liann átti, fanst dauð norðaii-
undir bæjarvegg, þar sem hún hafði gengið f
tjóðurbandi, og vissi enginn, livað henni varð
að bana. Fleiri óhöpp komu fyrir, og var sem
ólánið elti Andrés. Út yfir tók þó þegar lilað-
an brann um veturiun og alt, sein í lienni var.
Enginn vissi, hvernig eldurinn hafði kviknað.
“Þetta hefir einhver gjört, sem vill mér ilt,”
mælti Andrés, og liann grét um nóttina. Hann
var orðin öreigi og liafði mist allan móð.
Næsta kvöld gekk Bárður í bæinn, Andrés
lá uppi í rúmi en spratt upp er hann sá bróður
sinn. “Hvað vilt ]>ú hór?” spurði hann og
starði ]>ö«u]l g þungflbúinn á Bárð. Bárður hik-
riði stundarkorn, en sagði síðan: “Eg vil bjóða
l'ér thjálp, Andrés, þér líður ekki vel. Mér líður
eins og þú hefir unt mér. Bárður! Á burt!
Annars veit eg ekki, hvort eg get haft stjórn á
sjálfuin mér.” “Þér skjátlast, Andrés, mig
angrar------— ” “Burt, Bárður, annars náði
Guð okkur báða!” Bárður bjóst að ganga út,
nam þó staðar og mælti með titrandi rödd: “Ef
]>ú vilt taka við úrinu, ]>á máttu fá það.” “Burt,
Bárður! ’ Iirópaði hinn, ogvildi því Bárður ekki
bíða lengur.
Nú er frá því að segja, hvernig Bárði hafði
yegnað. Óðara en hann hafði frétt um bág-
indi bróður síns, hrökk hjartað við í brjósti
hans, en stórmenskan hélt því kyru. Hann fór
að sækja kirkju og þar gerði hann góð áform,
en fékk ekki framfylgt þeim. Oft kom hann svo
nærri, að hann sá heim til bróður síns. En ávalt
kom eitthvað í veginn. Stundum kom ein-
hver út, stundum var kominn gestur, stundum
var Andrés úti og hjó brenni. Einn sunnu-
dag um veturinn kom hann sem oftar í kirkju;
l'ar var þá Andrés líka, Bárður sá, að hann var
orðinn fölleitur og magur, var í sömu klæðum,
sem hann hafði borið þá þeir voru saman, en nú
voru þau snjáð og ibætt. Undir prédikun ’leit
Bárður upp til prestsins og og honum fanst
T>resturinn vera góður og blíður svo hann fór
j ;;ð liugsa um æskuárin og hvað hann ]>á hefði
- jálfnr verið saklaus. Þann dag gekk Bárður
lil altaris, og þar lofaði hann Guði því hátíð-
hga, að hann skyldi sættást við bróður sinn,
iivað sem fyrir ka»mi. Þessa heitstrenging
gerði hann í hjarta sínu um leið og hann drakk
ff hikarnum, og þegar hann stóð á fætqr ætlaði
hann að ganga beint til bróður síns og setjast
hjá honum, en þar var ]>á annar fyrir og bróðir
hans lei^ ekki upp. Eftir guðsþjónustuna varð
alt í vegi fyrir honuni. Fólkið var of margt,
konan gekk við lilið hans og henni var hann ó-
kúnnugur. Hann hugsaði með sjálfum sér, að
bezt væri að fara heim til lians og þar gætu þeir
talað sainan í næði. Þegar kvöldið kom efndi
hann ]>að. Við bæjardyrnar nam hann staðar
og hlustaði. Hann heyrði nafn sitt nefnt. Það
var konan, sem tídaði. “Hann gekk til altaris
í dag,” sagði hún, “hann hefir áreiðanlega ver-
ið að hugsa um þig.” “Nei, liann hefir ekki
hugsað um mig,” svaraði Andrés. ‘‘Eg þekki
Iiann; liann hugsar um engaun nema sjálfan
sig.”
Nú leið nokkur stund og ekki var fleira
talað, Bárður stóð í sömu sporum, og helti út
um hann svita, þótt veður væri kalt um kvöldið.
Inni brakaði og ibrast í kvarnarsteinum og kon-
an háfði sett pott á hlóðir. Ungharn grét í
vöggu og reyndi Andrés að liugga það. Loks
tók konan aftur til máls og sagði: ‘‘Eg er
sannfærð um að þið liugsið hvor um annan, án
þess þið viljið kannast við það.” “Við skul-
um tala um annað,” svaraði Andrés. Eftir
litla stund stóð hann á fætur og gekk fram til
dyra. Bárður leyndist í viðarskúrnum. Þang-
að kom nú Andrés að sækja við. Sá Bárður
hann gjörla þaðan sem hann hafðist við út í
horni. Andrés hafði farið iir gömlu spari-
fötunum og var nú í einkennisbúingnum, sem
hann hafði komið heim með úr stríðinu. Höfðu
]>eir bræður lofað hvor öðrum þvú, að snerta
aldrei einkennisbúning sinn, en láta hann ganga
í arf til niðja sinna. Kú var biiningur Andrés-
ar bættur og slitinn, og líkami hans , sem verið
hafði þrekvaxinn og hraustlegur, var nú mjór
og boginn. Bárður hélt á gullúrinu í hendinni
og heyrðist nú ganghljóð þess glögglega. And-
rés gekk ]>ar að sem viðurinn lá. í stað þess
ftð beygja sig niður eftir viðnum, stóð liann við
um stund og lét hallast á bak aftur upp að við-
arhlaða g liorfði upp í loftið þar sem blikuðu
ótal stjöi’nur. Svo andvarpaði hann þúngan
og sagði: Ó, ó, 6; Guð minn góður, GuÖ minn
góður.”
Þessi orð ómuðu fyrir eyrum Bárðar eftir
þetta meðan hann lifði. Hann ætlaði sér að
færa sig nær bróður sínum. Þá heyrði hann
aftur stunu frá brjósti hans, og gekk hún hon-
um svo nærri, að í svipinn gat hann ekki hrært
sig. Andrés þreif upp viðarfang og gekk fram
hjá Bárði og svo nærri að sprekin slóust í and-
lit honum svo sveið undan.
Kyr stóð Báður enn í sömu sporum góðar
tíu mínútur, og óvíst er, hversu lengi haun
hefði staðið þar, hefði hann ekki fundið hroll
svo mikinn fara um sig allan,' að liapn skalf
t ins og hrísla. Þá gekk hann út. Hann við-
urkendi það með sjálfum sér, að haun væri ajt
of óstyrkur til að fara inn í bæinn. Nií kom
iionuiii og annað ráð í hug. I horninu þar sem
hann hafði hafst við, stóð öskupottur og þar
fann hann glóandi kol. Hann tók og þurra
liríslu með sér og gekk upp í hlöðu. Þar gat
hann keykt á sprekinu og litast um eftir snaga
þeim, sein Andrés myndi hengja skriðbyttuna
á, þá hann kæmi í hlöðuna snemma næsta moi’g-
nn til að þreskja korn. Bárður tók gullúrijð
og hengdi það á snagann, slökti svo eklinn á
sprekinu og fór; var hann þá svo léttur á sér,
að hann hljóp eins og ungur sveinn vfir snjóinn.
Daginn eftir frétti hann, að }>á nótt liefði
iilaðan brunnið. Sennilega höfðu neistar fallið
úr sprekinu, seni Iiann liafði til að lýsa sér þeg-
ar hann hengdi upp úrið.
Þetta hafði þau áhrif á hann, að hann sat
á rúmi sínu allan daginn eins og væri hann sjúk-
ur, tók sálmabók og söng svo mikið, að fólkið á
bænum óttaðist að ekki væri alt með feldu. Um
kvöklið gekk hann út. Bjart var af tunglskini
<>g hann hélt sem leið lá heim til bróður síns.
Hann tók að grafa í rústunum, og eftir nokkra
stund fann hann lítið samanrunnið gullstykfci,
það var úrið.
Með ]>að í lófanum hafði hann geng’ið inn
til bróður síns um kvöldið, til að friðmælast
við hann. Frá því hefir áður verið skýrt,
h.vernig honum reiddi þá af.
Lítil stúl'ka hafði séð hann grafa í bruna-
rústunum; nokkrir piltar, sem voru á leið til
danzleikja, höfðu séð hann sunnudagskvöldið,
nem hann kom að heimili Audrésar; heimilis-
tólkið skýrði frá, hversu undarlega hann hefði
hegðnð sér á mánudaginn; og þar sem öllum
\ ar kunnugt um þá fáleika, sem voru með bræðr-
unum, ]>á varð úr þessu umtal mikið og grun-
senii. Enginn vildi segja Bárði nokkuð og
\ ar honum þungt í skapi. Síður nú en nokkru
£iniií áður, gat hann leitað fundar við bróður
sinn.
Andrési hafði komið Bárður í hug þá hlað-
Jin brann, en engum hafði hann sagt frá því.
jÞegar hann ,svo næsta kvöld sá hann koma inn til
sín, fölan og viðutan, flaug honum oðar í hug,
jið hann væri kominn ]>á knúður af sanivizku-
kvöl; en ekki gat það komið til nokkurra mála
að fyrirgefa annað eins níðingsverk. Seinna
tretti liann það, að Bárður hefði sézt í námunda
við húsin kvöldið, sem hlaðan brann, og þar
sem ekkert varð uppvíst við réttarhaldið, trúði
haun þvj staðfastlega, að Bárður vgeri valdur
að ódáðaverkinu. Þeir bræður fundust við
réttarhaldið, Bárður sparibúinn og- Andrés í
görmum sínum, Bárður leit framan í hann, þá
hann kom inn, með biðjandi augnaráði, sem
Andrési gekk til hjarta “Hann er að biðja mig
að segja ekki frá því,” hugsaði A,ndrés, og er
hann var að því spurðtir, hvort hann trvði því,
að bróðirinn væji sekur um glæpinn, svaraði
Iiann hátt og ákveðið: “nei”.
Frá þeim degi gerðist Andrés mikið drykk-
íeldur og fóru kjör haus dagversnandi. Þó
leið Bárði miklu ver, enda þótt hann ekki
‘Comfy’ Inn
637 Sargent Ave. Gamla skrifst. “Voraldar”
Verzla með Chocolate kassa, Candies,
vindla, cigarettur, og tóbak. Heima-
tilbúnar Jólakökur og Jólabrauð. Mat-
ur og kaffi á öllum tímum.
Máltíðir seldar: 21 máltíð fyrir
$7.00. Komið og fáið ykkur
máltíð og skoðið það sem við
höfum á boðstólum.
STEVENS & HEATH, Eigendur
Sjónleikurinn
KINNARHVDLSBYSTUR
verður leikinn í síðasta sinn
(22. skiftið)
Miðvikudaginn 29. des.
(milli jóla og nýárs)
á Goodtemplarahúsinu
Aðgangur $1.10, 85c og 55c
ASgöngumiðar til sölu Þriðjudag og Miðvikudag 28. og 29.
í bóka og pappírsverzlun 0. S. Thorgeirssonar.
❖
dryikki; hann þekktist ekki fyrir sama mann og
áður.
Svo er það eitt kvöld, að fátæk kona kemur
inn í smáhýsi það, er Bárður leigði, og biður
hann að koma með sér. Hann kannaðist við
hana; það var kona hróður bans. Bárði skild-
ist þegar, í hverju erindi að hún væri komin, og
hann fölnaði sem núr. Hann bjóst skjótt til
ferðar og fylgdi konunni án þess að mæla orð
frá vörum. Jjjós glampaði frá glugga And-
résar og varpaði daufri birtu á leiðina, og létu
þau glampann vísa leið, því enginn stíarir var ú
niilli bústaða bræðranna. Þá Bárður stóð nú
aftur við dyrnar fann hann einkennilegan þef
leggja að vitum sér og honum varð ilt af. Þau
gengu inn. Barnunginn sat ATið hlóðarstein-
ana, kolsvartur í framan og hafði kol upp í sér;
en leit nú upp og hló, svo skein í mjallhvítar
tennurnar. J'etta var barn bróðursins. t rúm-
iuu lá Andrés og var breitt ofan á hann margs-
konar fatagörmum. Hann var kinnfiskasQginn
í framan, en ennið var hátt og hyelft. Hann
leit fast á bróður sinn. Bárður skalf á bein-
um, settist við fótagafl rúmsins og brast í á-
kafan grát. Sjúklingurinn starði á hann þög-
ull og þungbúinn. Loks bað hann konu sína
að ganga út, en Bárður gaf henni vísbendingu
um að vera kyr. Og nú hófst samtal milli
bræðranna. Þeir sögðu hvor öðrum alt, sem á
dagana hafði drifið. frá því þeir buðu í úrið
hvor á móti öðrum og fram að þeirri stund, að
þeir hittust nú. Bárður lauk máli sínu með því
að taka upp úr vasa sínum gullmolann, sem
hann ávalt bar á sér, og augljóst var það bræðr-
unura báðum, að hvorugur hafði litið glaðan
dag öll þessi ár.
Andrés talaði fátt, því hann var máttvana,
Bárður vék aldrei frá rúminu meðan Andrés
var yeikur. “Nú er eg albataý’ sagði Andrés
einn morgun er hann vaknaði. “Og nú skul-
um við, bróðir minn, vera lengi saman og ald/
( i skilja, eins og var í fvrri daga.” En sama
daginn andaðist hann.
JConuna og harnið tók Bárður til sín, og
upp frá því leið þeim ávalt vel. Það sem
bræðurnir höfðu talast við inni við sjúkrabeð-
inn, komst út um veggina og nóttina og barst
lil eyrna allra í sveitinni. Upp frá þessu varð
Bárður mest metinn allra manna í þeim héruð-
um. ITonum var hvarvetna fagnað sem manni
þeim, er borið hafði mikla sorg en aftur fengið
gleði, eða sem manni þeim, er lengi hefir að
heiman verið. Bárður hrestist við góðvild þá,
er hann varð aðnjótandi. Hann helgaði guði
líf sitt og kvaðst vilja vinna verk nokkurt, er
<il blessunar mætti verða.
Þannig atvikaðist það, að undir foringinn
gamli varð barnakennari. Og það sem hann
innrætti börnunum fyrst og síðast var kærleik-
u og sjálfur auðsyndi hann 'kærleika svo
inikinn, að börnin elsknðu hann og töldu hann
hvortveggja í senn, leikbróður og föður sinn.
B.B.J. Þýddi.
Hreinar lindir.
Saga ein, sem þrungin er af fögr-
um myndum, þessari kynslóö og öll-
um öörum fyr og síSar til lærdóms,
er til vor komin úr fornöld GyS-
inga. Hún segir frá því, að upp-
sprettulindir nokkrar, er stór hóp-
ur þeirra sótti til og reiddi sig á
til daglegrar neyzlu, urSu fyrir
stórskemdum af völdum nábúanna,
Filista, er i augum fsraelsmanna
táknuSu alt þaS sem ljótt var og ó-
hreint. Filistar höfSu boriS alls-
konar rusl í lindirnar, svo aS vatn-
iS í þeim, sem áSur hafSi 'veriS
tárhreint og bragíjgott, varö grugg-
ugt og beiskt. HÍökki’^u hinir sér-
góSu og þröngsýnu óvinir l*raels-
manna yfir þessu hermdarverki
sínu. — Um all-langt skeiS bar
fólkiS þetta ranglæti nábúanna meS