Lögberg - 27.01.1921, Side 2

Lögberg - 27.01.1921, Side 2
Blss. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JANÚAR 1921 Jólablaðið. Allir sjá Iþað, að miklu er til kostað frá ihlutaðeigendum blaða, að gefa út í tvöfaldri stærð blaðið og vanda allan ytri frágang sem hægt er, og að inniihaldi máske ííka kostað töluverðu til að vera sér úti um skemtandi og fræðandi ^ ritgerðir og kvæði frá færustu mðnnum, sem hægt er að ná til. Er það þá ekki þess virði, að ■ þessara jólagjafa, er eg ímynda mér að sé verðmætari og fagrari/ en flestar aðrar, sem gefnar eru á þessari helgu hátíð, jólunum, sé að einhverju leyti hlýlega minst?| Og í öðru lagi, þar sem þessi gjöú aðallega inniheldur andlegt ljós og líf kærleika og fagrar hugsjón-| ir, þá er það í mínum augum ófyr- irgefanlegur amlóðaskapur og hugsunardeyfð í andlegri mynd, að enginn lætur til sín 'heyra op- intbert þakkarorð. Eg er ekki manna íærastur til að ganga í gegn um allan fróðleik og hugnæmar sögur og kvæðin,’ sem jólablað Lögbergs nú flutti og gaf kaupendum sínum, enda er það ekki tilgangur minn með þess- um línum. En svo mikill amlóði og vesalingur er eg tþó ekki, að eg fyrir minn part ekki viiji færa út- gefendum blaðsin8 kæra þökk fyrir þetta síðasta jólablað eins og öll önnur jólablöð, sem ætíð ihafa verið myndarlega af höndum leyst. pað væri máske bezt, að eg léti! hér staðar nema, en mér þykir það ©f snubbótt, úr því eg á annað borð tók mér penna í hönd, þari eru sumir menn og verk þeirra,; sem eg get ekki gengið fram hjá þegjandi pá er fyrsta síðan. Jólin eru1 allatið gleðiihátíð, en þau geta líka1 oft og einatt verið sár sorgarhátíð' í þeirri merkingu, þar sem alls-j leysið og .hrygðin hafa bólfestu,i og því sárari verða tilfinningar fá- j tæklinganna, sem lí kuldanum og hálfrökkrinu hýrast, að vita aðra baöa sig í sólarljósi jólagleðinnar! og alls sællífisins, en eiga ekki annað en eymdina við að búa sjálf.1 í annari merkingu er það, aðí fyrsta síða þessá 'blaðs færði öll- j um kaupendum sínum gleði og sorg með Iiáti og minningarorðum um séra Matthías. Ekkert skáld efir verið elskað jafn einlæglega sem hann. En hann var á svo há-j um aldri, að engum kom á óvart að f'rétta lát þes mikla skáldmær- ings. Og því varð mér að orðij þegar eg leit á fyrstu síðu blaðs-j ins: parna or bæði sorg og gleði.1 Sorg að missa það skáldið, sem eg1 aila mí»a daga hefi unnað mest. j Og gleði, úr því hann er látinn, að^ hann skipar öndvegissætið á vönduðustu útgáfu blað'sins, með mynd af honum hálf níræðum. pað var sú sérstaka list, sem hélt séra Matthíasi í huga mínum hærra uppi en öllum öðrum skáld-1 um, að hann var skálld fyrir alla,1 Og til sannindamerkis í þá átt skal eg benda á — svo enginn geti í- myndað sér, að eg sé nú að honum látnum að leggja þetta ofan á alt’ annað, sem um hann er sagt — að' eg fyrir mörgum árum ritaði grein, i þar sem eg tók höfuðskáldið á ís- j landi, séra Matthías, og höfuð-1 skáldið okkar Vestur-fslendinga, St. G. -Stephansson, og Kkti báðum við gæðinga. pað var sinn háttur: a hvorum, en báðir voru afburða- gæðingar, og báða þekti eg vel. Feti var afskaplega skapstór, og fjörið svo að að eins sárfáir menn gátu með hann höndlað. Aldrei hægt að teyma á honum hest eða! að hsi'a nokkura skemtun í -sam-, ferð, því ef hann fór hraðara en1 hægan gang — fet fyrir fet — þá var hann rokinn. En aldrei hefirj trausteri gæðingur stigið fæti ái íslenzka mold en -hann, og aldreij misti hann fót, hvort heldur hel-' urðin var fyrir eða ófær fen, og aldrei þraut hann, í hvaða raun sem hann var lagður, þó þing-j mannaleiðum skifti; vöðvar han-s' voru sem stál og allur vöxtur' Ijómandi fagur. petta var stór- skáldið St. G., og mig minnir eg fengi skammavísu fyrir þá rétt- \ ustu lýsing ef til vill, sem nokkur! maður hefir honum gefið. — Grani var allra gæðinga mestur og fríð- astur, sem eg hefi séð, og var nærri því eins og hann vissi af því sjálfur, því hvar sem hann stóð í ihóp annara, þá bar hann sitt ftíða höfuð ýfir alla og eg held hann hafi hugsað sem svo: Hér er enginn, sem gatur í listum jafn- ast á við mig. Ef barn eða ung- lingur sat á honum, þá fór 'hann ekki feti framar en þar sem hann átti að vera, hversu stór sem sam- reiðin vaú Og aldrei hefi eg séð fagrari sjón, en þegar fríð og fönguleg kona sat á Grana, þá reglulega dansaði hann á hreinu skeiði svo yndislega, að enginn gæðingur getur gert betur. En ef karlmaður lagði hann í soll og kappreið, þá var því líkast, að eld- ur brynni úr augum hans, og þá gat hann eki unt neinum rúm hon- um framar. Hann var þessi óvið- jafnanlegi gæðingur fyrir alla, sjúkan mann, barnið, konuna og berserkinn í jötunmóði. petta var séra Matíhías hjá mér þá, — þessi óviðjafnanlegi skáldagæðingur fyrir alla. Nú er sá elskulegi mað- ur liðinn og þökk sé drptni fyrir æfi hans meðal vor og alt þaðj mikla, sem eftir hann liggur; en; trauðla skapast slíkir menn nokk-j urri þjóð nema á margra alda' fresti. í sambandi við þetta vil eg einn- ig færa ritstjóra Heimskr. kæra ■ þökk • fyrir minningarorð hans í: því blaði, þau voru ljómandi góð, og þar skipar séra Matthías sama^öndvegið. pá verða fyrst fyrir mér sög- umar. pær eru allar góðar, hver á sinn hátt, og eiga göfgandi, kær- leiksyl. En einna mest þykir mér varið í söguna Guðs gjöf eftir O. T. Johnson; hún er svo átakan- lega sönn mannlífsmynd á -þessari friðarins og gleðinnar hátíð. par er stórlætið og hégómaskapur og tilhlakkan fyrir eigin hagsæld og fylling allra vona hjá ríku frúnni, sm að eins talar um annara breisk- Jeika til að -sýnast dánukvendi sjálf, en gerir enga tilraun til að bæta úr mannlífsneyðinni. Og því er ver og miður, alt of mikið er af þeim falska málmi til einnig í okkar eigin íslenzka þjóðfélagi, að sýnast, en vera einskis virði, ef á reynir. Sýnast einungis fyrir augu mannanna. KaldJbrynjaði lögregluþjónninn, nefbrotni, með úfna hárið og skeggið, hann átti hreint og ógall- að 'hjarta og hann vi-ssi hvað frið- ar og fagnaðar boðskapur jólanna meinti; hann gaf ekki grænan eyrir fyrir heimsálit eða augu mannanna; hann gerði sitt fagra jólanæturstarf fyrir gleði guðs, s-em allsstaðar átti þá að skína, og fyrir sitt eigið hjartalag og kær- leikshvöt. pað eru ekki allar ástir í andliti fólgnar, mátti segja hér um; svo vill það oft reynast. pað‘ er hjartalagið en ekki glysið á yfirborðinu, sem vigtar mest. — petta minnir mig á það, sem kona heima á íslandi sagði við mig fyr- ir æfa-löngu. Hún var ófríð sjálf en bráðskynsöm sem bræður henn- ar, Dr. Guðbr. Vigfússon og Sig- fornfræðingur. Hún sagði: — “Miklir fjandans aular eruð þið, karlmennirnir; þið spyrjið aldrei um neitt viðkomandi stúlkunum, annað en 'hún hafi fallegt andlit. En aldrei um sálina eða 'hjartalag- ið. En það megið þið þó reiða ykk- ur á, að andlitinu getið þið vanist, ef sál og hjarta er gott inni fyrir. Og andlitsfegurðin varir skamt, ef sál og hjarta- vantar.” petta eru spakmæli, sem hver ógiftur maður ætti að athuga. Eg fer fljótt yfir sögu, þar sem kvæðin koma; þau eru að eg hygg svo jafngóð og laglega kveðin, að þar er mjórra muna vant. par er skáldið Jón Runólfsson með lista- verkið sitt, sem hann ætlar áreið- anlega að Ijúka við, áður en drott- inn tekur hann til sín heim. En- ok Arden eftir Tennyson er stór- virki og Jón verður frægur af að kveða það í íslenka þýðing pví ekki er að efa djúpan skilning| hans á skáldskap, og allra manna vandvirkastur er hann. — Með allra beztu kvæðum K. N. er þetta í blaðinu: \’“Með Sankti Kláusi”. par er hlý tilfinning og laglega frá gengið. pað -hefði verið prýði í bók hans. Hin kvæðin eru öll góð, en langmestur tilþrifa skáld- skapur er hjá Guttormi J. Gutt- ormssyni og þarf ekki nema benda á síðasta erindið: Ritar á nftallir og svellin sól Sólgeisla fjaðurpenna: Komin sé niður af stjörnustól, -Stigin ofan frá Guði jól, Húmkolum heims að brenna pá kemur það, sem eg kalla fróð- leik, eða máske bæði skemtun og fróðleik: “Nokkrir alþýðu fræði- menn og mentavinir í Borgarfirði” crftir Halldór Daníelsson Eg hefi engar athugsemdir þar við að gera. Halldór er svo skýr mað- ur og fróður, að hann á fáa sína líka hér meðal vor vestra. Mér þykir vænt um‘þann mann og alt sem hann ritar. pessir gömlu, skýru fróðleiksmenn sem hann og hans líkar eru oss bæði til gagns og sæmdar og enginn getur um það sagt í framtíðinni, hversu mikils virði -gæti orðið að byggja á orðum þeirra og frásögn. Vér erum bráðum fallnir úr sögunni, gömlu íslendingarnir, og allir peir sem enn uppi standa og eiga fögur sagnagull í fórum sínum, ættu að leggja þau fram sem fyrst. Enginn veit hvenær kallið kemur, og því bezt að geyma það ekki morgundeginum, sem hægt er að gera í dag. Svo þakka eg Hall- dóri mínum fyrir allan fróðleik hans. pá kemur skáldið J. Magnús Bjarason. Maðurinn, sem ávalt er fremstur og fyrstur í huga mín- um. Maðurinn, sem eg ann meira en nokkrum öðrum Vestur-íslend- ingi, og líklega allur fjöldi af oss hér vestra segði þaíj sama, ef ekki skorti djörfung og hrein- skilni þar til. “peim var eg verst, er eg unni mest”, sagði Guðrún ó- svífursdóttir. Sama er með Vest- ur-fslendi-nga í garð J.M.B. En eg bið 'hann að taka ekki orð mín í of þröngum skilningi. Eg á ekkert við greiðasemi og peninga'hjálp, sem er gott og blessað og þakkar- vert fyrir fátækt skáld og ágætis- mann að þiggja, þegar göfugt og gott hjarta stendur á bak við. Mínar kröfur kröfur ti'l Vestur- íslendinga gagnvart skáldinu eru þar langt fyrir ofan. Eg hefi ald- rei mælt J.M.B. á spannarkvarða. Hæð hans og dýpt er þar öll ofar í andlegum skilningi. pað er -heið- ur ©g virðing, sem vér skuldum honum, hann á ítök í huga og hjarta allra góðra Vestur-íslend- inga, og hefir aldrei k-omið fram á sinni löngu skáldskapar og mentabraut öðru vísi en sjálfum sér og öðrum til sæmdar og gleði. Og sannfærður er eg um það, að enginn Vestur-íslendingur yrði oss jafn harmdauða og hann, ef hann félli frá á nálægri framtíð. pví þá ekki -að auka veg hans og virðing á meðan da-gur er á lofti? Ekkert verður gert, sem gagn er að, þegar nótt og myrkur er á dottið — myrkur dauðans; hví eki að auka gleði hans og heiður með#því að gefa út öll hans miklu og góðu skáldskapar verk? Eftir hverju eru Vestur-fslendigar að Magnús Bjarnason langt á undan | hæfileikum, -standi skáldið J.j bíða, sem eru þó svo stórlátir, að j varla má í mitt hóf við þá mæla. - Eru þeir að bíða eftir því, að elsku' iegasta skáldið og gæðamaðurinn, sem þeir nokurn .t'íma hefðu getað eignast, og allrei verður í flokki vorum hér vestra hans jafningi á íslenzka tungu. Eru þeir að bíða eftir því, segi eg, að skáldið velti út af áður en þeir eru búnir að| nugga stýrurnar úr augunum, áð-l | ur en -þeir sýna honum verðskuld- aðan sóma? Ætli sá verði ekki! endirinn? Skáldið skrifar mér í j síðasta bréfi meðal annars þessar línur:- “Misjafna dóma hafa greinar þær fengið, sem eg sendi í ! j-ólablað Lögbergs. Nokkrir hafa ! þó talað vel um þær.” Mér er sem ; sagt ómögulegt að skilja í því, að nokkur skuli geta sett út á þær- greinar. peir eru valdir en ek-kij taldir meðal vor vestra, sem hafa! svo víðtæka þekking og djúpan I skilning á skáldum yfirstandandi ! og liðíns tíma, að þeir með fullum rökum geti út á þær greinar sett. I Eg skal ekkert um það deila, það j er langt fyrir ofan iriína þekkingu. j En gaman hefði eg af að sjá frá j þeim sömu mönnu-m listfengari og j betri frásögn. Eg hugsaði og i hugsa enn, að á þessu svæði, sem j um er að ræða, og öllum sviðu-m ; skáldsagna íþróttar og ritsnildar Taugarnar allar í ólagi. Taugarnar allar í ólagi. “FRUIT-A-TIVáS” UNNU SIGUR Á TAUGAVEIKLUNINNI. R. R. No. 4, Gilbert Plains, Man. Árið 1910 þjáðist eg af tauga- veiklun verstu tegundar og léttist úr 1 0 pundum ofan 1115 pund. Læknar hö.fðu mist alla von um bata mér til hand-a, eg reyndi árangurlaust fjölda meðala, þar til eg fékk “Fruit-ai-tives”. Mér fór þá undár eins að batna og er nú hrautari en nokkru sinni áður. Eg hefi “Fruit-a-tives ávailt á heimilinu. J. S. Delgaty. 50e. hylkið, 6 fyrir $2,50, reynsluskerfur 25c. Fæst í öllum búðum eða beinf -frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum öllum hér í vorum íslenzka þjóð- flokki. í þakklætisskyni fyrir jólablað- ið sendi eg Lögbergi línur þessar, sem eg vona að ekki þurfi að valda stórri ádeilu og vanvirðulaust sé fyrir hvert blað að flytja. Lárus Guðmundsson. Islenzku hermennirnir og þeir sem níddu þá. Eg -þekki marga’ er mæla hátt og mikla eigin kosti, en annars er það furðu fátt, sem fegrar þeirra rosti. Og aðra menn þeir ofur skjaldan skilja og sköpin iþeirra sáru yfir hylja. Og oft þeir þessum ódrengsorðum inna: Á eg að gæta systra, bræðra minna ? Eg þek-ki marga’ er mæla djarft og miklast feðra hreysti af. Þeir lofa þá, sem hjuggu hart svo helsár lag hvert gaf. Því sá, er hefndi sárra svívirðinga —4 sögum vorum meðal íslendinga, er settur hátt og sæti veglegt á, á sögubekknum, andans köppum hjá. Og það er vel. Þeir voru menn og víst má kappa tigna, en víkinga á Island' enn, sem ei í raunum digna. Þeir hefndu marga sárra svívirðigna og saga strjðsins man þá íslendinga. En þegar Stefán pappír bleki bleytti þeir iblóð sitt gáfu; frið þeim drottinn veitti. En einmitt þá eg ávalt man, sem áttu þrek í stríði og þeirra minnir sál á svan, er syngur heims mót níði. Þeir litu í annars barm og skildu skjótt hve skelfileg var mörgum stríðsins nótt, þeTrn, sem að voru sviftir friði og frelsi, frjálsbornir menn, sem þrælsmund óf á helsi. Þeir áttu einnig íslenzkt blóð, þótt annað land þá fengi, en betri æsku á engin þjóð en einmitt þessa drengi. Þeir litu Belgi og Frakka heillum horfna. Þeir hétu að sjá þá frjálsa, endurboma. Sú hugsjón fögur þeirra sál var sól, þótt sæu þeir ei framar heimaland-s jól. Og þeirra nafn í heiðri haft -skal hér um alla daga og tengja við það kyngikraft in kanadiska saga; hver Aióður hugsun minning þeirra geymir; hver móðir ávalt skilur, aldrei gleymir. Þær líf þeim gáfu; gáfu þá i dauðann, en Guð var hjá þeim, fylti bekkinn auðan. Þótt Stefán yrki og stuðning fái og stundarhrósið íslendinga og þótt þeir lasti, þótt þeir lái, eg lofa þessa drengi slinga. Eg tel þá meðal íslands mætu manna, mætustu og beztu, ’er lutu því sanna. Fjallkonan gamla! “Minning þeirra málar morgunsins roða himin þinnar sálar. A. Th. Bæn. Lífsins faðir: Lát mig finna ljóss þíns magn í sál og hjarta, finna hita handa þinna, hingað — gegnum skugga svarta. Lát mig finna lífsins gleði Ijúfa og sanna í trú og verki; auktu von í veiku geði, vertu hjá mér, þú, hinn sterki. 1 Lifsins herra; lát mig deyða lágar hvatir sálar minnar, láttu trú í sál mér seiða sólskin, b’íðu ástar þinnar. Gef mér kraft að kremja ið lága kross þíns sonar helgan við; gef mér styrk að steypa og fága -stoðir 1-ífs míns. Véit mér lið. Veit mér lið og ljóss þíns bjarma láttu signa hverja þrá, svo eg fái huggað harma livers og eins, er sorgir þjá; svo eg bræðrum mínum megi ntildi þinni segja frá. Faðir: Þeim að vera á vegi varða lítil er mín þrá. 1921. A. Th. Til hvers. Til hvers er alt vort strit og stríð og starf í þessum heimi, ef þjá’r oss Erill alla tíð með Óánægju á sveimi? Ef seðja munn og maga er mark þitt — hundsnafn ber. Hve mun þá sögð þín saga, ef sál þín Mammons er? Til hvers er alt vort strit og stríð: Að stefna að háu marki, að líkjast Illuga’ alla tíð, en aldrei þrælnum Karki. Að seðja hugans hungur og hjartans hlýða raust, að vera alt af “ungur”, þó ára komi haust. Til hvers er alt vort strit og strið? er strengur -bogans hrekkur og einhver Langbrók, lymsk en fríð er lokkánísk? Þinn bekkur er inst í sögu-salnum og sál þína ísland man. -— Lif ei sem valska í valnum, ó, vinur, líkstu svan. Til hvers er alt vort strit og stríð? Að “stækka" unz hjartað brestur. — Að vera íslands alla tíð og íslands sonur beztur sé okkar fegurst mark og mið og mátt vorn stæli og ylji, því íslenzkt blóð á íslenzkt lið, þó Atlanzhafið skilji. Lciðrctting í kvæðinu “Til stúlku” mýkri; eldfold, les: eldflóð. A. Th.. myrkri, les: Frá Islandi. Séra Eiríikur Gíslason lézt að heimili sínu, Stað í Hrútafirði þ. j 19. des. snemma morguns eftir j stutta legu í inflúenzu. - Séra Ei- J ríkur heitinn var fæddur 14. marz! 1857 að Reynivöllum í Kjós. Varðj hann stúdent árið 1878 og candí-! dat frá prestaskólanum árið 1880.! Hann vígðist að Lundum í Borgar-, firði og var þar prestur í nokur ár, | en fluttist þaðan að Staðarstað, en j síðar varð hann prestur á Stað í ; Hrútafirði og þar dvaldi hann til j æfiloka. Prófastur var hann í all- j mörg ár og póstafgreiðslum'aður. Séra Eiríkur var hinn mesti fyrir- myndarmaður og vel virtur af söfnuðum sínum. Kvæntur var hann Vilborgu Jónsdóttur frá Auðkúlu og lifir hún mann sinn ásamt þremur -börnum þeirra hjóna. Að norðan er þetta skrifað — “Haustið ihefir verið óvenjugott, samanhangandi blíðviðri út allan októbermánuð, þar til í byrjun nóvember. Síðan hefir hálfgerð, kuldatíð verið og snjóað öðru j hverju lítilsháttar, en ekkert aðj mun. í Skagafirði befir tíðin ver-j ið betri, að eins snjóað lítið eitt í fjöllin. Töluvert brim hefir verið fyrir utan upp á síðkstið. Komið hefir til mála að Goðafoss yrði j virkjaður, og Akureyringar fengju j rafmagn þaðan, en líklega munu þeir heldur taka Glerá. Bárdæl-1 ingar hafa mikinn á’huga á því að Goðafoss verði virkjaður. Hafa þeir ihaft málið til umræðu á sveitafundi og gert sam-þyktir þar að lútandi.” Bæjarfógeti kvað upp dóm í gær yfir þeim mönnum, sem ákærðir voru fyrir að Ihafa ætlað að sökkva mótotbátnum Leó, eða hafa ábata af því verki. Voru þeir allir dæmd- ir sekir, svo sem hér segir: Hall- grímur Finnsson skipstjóri báts- ins var dæmdur í 'þriggja ára betr- unarhússvinnu. Geir Pálsson trésmiður var dæmdur í betrunar- hússvinnu í tvö ár og ser mánuði, og Elías F. Hólm cfæmdur í betr- unafhús vinnu til tveggja ára. — Eigi höfum vér frétt -hvort málinu verður áfríjað. KOL! • • KOL! Vér seljum beztu tegund af Drumheller kolum, sem fæst á markaðinum. KAUPIÐ EITT TONN OG SANNFÆRIST. Thos. Jackson & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 KILLS CTANPARD ESRMaldeHYPI Veitið útsœðinu samvinnu. með Útsæðið viíl vinna yður gagn — vinna yður penigna framleiðslu mikilllar uppskeru. Vei-tið því samvinnu yðar. Stuðlið að því að verja það gegn öllum þeim agnúum, -sem hindrað geta vöxt iþes-s o-g viðgang. The Standard Formaldeihyde aðferðin, áður en plantað er, snardrepur myglu í útsæðinu, svo það fæil ólhindrað tækifæri til þess að vaxa og verða hreint og hraust. Pantið 2 punda, 5 punda eða 10 punda krukkur frá kaup- nrtanni yðar strax í dag. * Standard Chemical Co., Limited WINNIPEG MONTREAL TORONTO bUivGl-AK-PKOOF Mr. GOPHER þykir hveiti vætt í “Gophercide” ljúffengt; hann gleypir það í sig og því nær bráðdrepst. ophercide Drepur Gophers Altaf Leysa skal upp pakka af “GOPH-ERCIDE” í hálfri -gallónu heits vatns (enginn þarf edik eða sýru), vætið gallónu af hveiti í blöndunni og fylgið fyrirsögninrii utan á pakkanum. Fáið “GOPHERCIDE” hið ekta—1hjá lyfsalanum eða kaupmanninum yðar. —Fundið upp af NATIONAL DRUG AND CHEMICAL COMPANY OF CANADA, LIMITED Montreal, Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary, Ed-monton, Nólson, Vancouver, Victoria og í Austurfylkjunum. BLUE ribbon te Góðar húsmæður gæta þess vandiega, að tiltaka BLUE RIBBON þegar þær panta sér TE. Pað gjöra þær vegna þess þær vita, að þá fá þær bezta Teið, sem til er á markaðinum á lægsta verði sem hægt er aö selja gott Te fyrir. Ekkert Te er til í Canada jafri gott og drjúgt eins og BLUE RIBBON TE.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.