Lögberg - 27.01.1921, Page 3

Lögberg - 27.01.1921, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JANÚAR 1921 BIs.3 Nelly frá Shorne Mills. Efiir Charles Garvice. “Nei, ungfrú Lorton. Anglefords lá- \arðarnir hafa alt af verið vingjarnlegir við gamlia vinnufólkið sitt, af því þeir vita að við viljum aldrei nota stöðu okkar til eigin hags- muna í neinu tilliti. Nei, mér varð bilt við af því, að hann var svo breyttur. Hann var van- ur að vera kátur, næstum þarnalega gáskafull- ur, en nú er hann svo yfirburða alvarlegur, næstum óþýður, og það eru grá hár hjá gagn- augunum hans, og í augum hans er næstum sorgþrunginn svipur. Hans hátign hefir orð- ið fyrir einhverju mótlæti, sem legst þungt á hann. Eg sagð-i íþetta við herbergiisþjón hans. en hann vildi ekkert um það tala. Hann hef- ir heldur ekki verið hjá lávarðinum afarlengi, svo Ihann veit máske ekkert um þetta. Nú byrjar hljóðfærasöngurinn, og heyrið nú, gang^- ið þér inn á danssals hápallinn og þá vona- eg að þér skemtið yður, ungfrú Lorton. Nelly fór með gömlu konunni upp á litla hápallinn, þar sem nokkrir stólar höfðu verið látnir lianda vinnufól'kinu, bak við hljóðfæra- leikendami. Hún sá Falconer á ræðupallinum rneð fiðluna sína; en hann leit til hennar eitt augnablik brosandi, þegar hún kom inn. ‘ ‘ Getið þér séð?” sagði frú Hawksley. ■“Gangið þér dálítið lenga. Gerið svo vel að rýnikva til fyrir ungfrú Lorton.” “Eg sé vel ihérna,” sagði 'hún, því ihún vildi ekki að aðrir sæi sig. Hún laut áfram og leit niður á þenna glæsilega mannfjölda. Ljósið, sem Dick var svo hreykinn yfir, blindaði hana fyrstu augna- blikin, en svo vandist hún því smátt og smátt, og nú þekti hún aftur lafði Angleford, Wolfers og fleiri. Lafði Angloford var í svörtum þykksilkisbúningi með kniplingum, og hún hafði látið á sig fjölskyldu demantana, samkvæmt innilegri kröfu Drakes. “pér segið satt, frú Haws'ley,” sagði Nelly. “pað eru ágætir demantar. Og alt er svo skraut- legt.” “Mér þykir vænt um það, að þér eruð ánægðar, ungfrú Lorton, sagði gamla konan með þeim svip, eins og hún hefði búið alt þetta út til ánægju fyrir Nelly. “Eg er að líta eftir lávarðinum til þess, a.ð geta sýnt yður hann, en þetta augnablik hlýtur hann að standa undir hápal'linum. ó, þarna kem- ur hann; flýtið yður nú og lútið áfram. Sko þarna — hávaxni maðurinn með fallegu stúlkuna við hlið sína. Lútið lengra áfram, svo þqr sjáið betur. Stúlkan er klædd ljósgráu svlki. Nel'ly hallaði sér áfram forvitin, eins og ung- um stúlkum er títt — en alt í einu hljóðaði hún lágt og dró sig í hlé. Persónurnar, sem frú Hawhsley hafði bent á, voru Drake og lafði Luce. Drake! “Hvað er að? Meidduð þér yður? Sáuð þér lávarðinn?” spurði frú Hawksley. “Nei,” sagði Nelly og reyndi að tala rólega. “Eg sá — manninn með stúlkuna í gráa kjólnum — en —" v Hawksley starði á hana. “pað er lávarðurinn Angleford með lafði Luce Furfleigh við hlið sína.” 28. "kapítuli. • f Nelly sat allveg hreyfingarlaus. Hið tóma svæði virtist henni lyftast upp og svífa fram og aftur eins og skip í öldugangi; ljósin dönsuðu með afarhraða, og hljóðfærasöngurinn orgaði margraddaður með ýmiskonar tónum í eyrum hennar, og afar mikið magnleysi ásótti hana. “'Pað Híður ekki yfir mig — eg vil það ekki,” ómaði í huga hennar, og hún beit á jaxlinn og kreisti höndunum fast saman um kjólinn sinn. “Petta er mnssýning — það hlýtur að vera missýning. petta er ekki Drake. Eg hélt mig sjá hann hérná um kvöldið — það er af því eg hugsa ált af um hann, að eg held mig sjá hann. Já, já — þetta hlýtur að vera missýning.” Hún lokaði augunum litla stund, og þegar hún opnaði þau aftur, voru ljósin og alt annað rólegt í kringum hana, svo herti hún upp hugann og laut áfram aftur til að líta ofan. pað var verið að dansa vals, og skrautlegu bún- ingarnir og demantarnir glitruðu fyrir augum henn- ar, fyrst gat hún ekki aðgreint hinar ýmsu persónur, en svo kom hún auga á háa manninn aftur. Hann dansaði við lafði Luce, svo snildarlega vel, og nú nálguðusit þau hápallinn, og þá sá Nélly, að sér hafði ekki misisýnst — þetta var sannarlega Drake. Hún andvarpaði og hné aftur á bak. Frú HaWksley laut niður að henni. “Er yður ilt, ungfrú Lorton? pað er voða- lega heitt hérna. Viljið þér iheldur fara ofan?” “Nei, nei,” sagði Nell yfljótlega, næstum kvíð- andi. Hún vildi ekki fara. pað var slæmt að sjá ihann dansa við iþessa fögru stúlku — fegurri en nokkrar af hinum viðstöddu stúlkum; en eitthvert töframagn hafði gripið Nelly. hún gat ekki farið — það var eins og að hún yrði að tæma þenna kvala- bikar til botns. “Nei, nei, mér er ekki ilt, það er vitaskuld nokkuð heitt, en það gengur ekkert að mér.” Með lokuðum vörum og skelkuðum augum horfði hún á þessar dansandi persónur, sem nú svifu aftur yfir gólfið. pað var Drake, en svo umbreyttur. Hann leit út fyrir að vera mörgum árum eldri, og andlit ihans var svo alvarlegt og ihörkulegt — hörku- b&ra, alvarlegra og sorgþrungnara en fyrsta daginn, sem bún sá ihann, þann dag, sem hestuirnn fleygði honum að fótum hennar. pað var orðið miklu ánægjulegra meðan hann dvaldi í Shorne Mills — það var satt að isegja orðið alveg hreytt þessar fáu vikur, sem þau voru heitbundin; en þessi glaði, ró- legi, ánægjulegi svipur var aftur horfinn, eins og hún mundi hann. Hafði hann verið veikur? hugs- aði hún. Hvar 'hafði hann verið Hvað hafði hann hafst að? En það kom henni ekki við, skifti hana engu. i Hann var kominn aftur til Englands og dansaði við stúlkuna, sem hann e'lskaði, við hina fögru lafði Luce, sem hann kysti á hjallanum. “Nú, hvernig lízt yður svo á hans hátign?” spurði frú Hawksley, eins og lávarðurinn væri sér- eign hennar. Eg sagði ekki ósatt, þegar eg sagði að hann væri sá fegursti og göfugasti maður í dans- leiknum, sagði eg það ekki, ungfrú Lorton. “Nei,” svaraði Nelly, sem vissi ekki hvað hún sagði. “pað er —” hún brá hendinni að vörum sínum, hún var en ekki búin að átta sig á því, að hennar Drake og lávarður Angleford, var sami mað- urinn, “Já, bann er snotur og —” hún þagnaði, og gamla frúin leit þóttálega til hennar. “En — en mér hefir .skjátalst — eg — eg á við — hvað hét lá- varður Angleford áður en hann erfði nafnbótin-a?” Frú Hawksley leit undrandi á Ihama. “Ó, hann hét lávarður Selbie,” sagði hún. “par eð hann var Angleford, hefði hann átt að heita lá- varður Vernon, Drake Vernon, en faðir hans var nafnfrægur stjórnvitringur — landstjóri í New Souiíh Wales — og svo gerðu þeir hann að undir- greifa, skiljið þér þetta?” spurði hún hreykin yfir þekkingu sinni á þessum smáatriðum viðVíkjandi nafnbótinni og nafni lávarðarins. Vesálings Nelly var hálfringluð. En þetta hafði enga þýðingu fyrir hana; hún hafði heyrt nóg. Drake Vernon, sem hafði komið henni til að elska sig, og hafði beðið hana að verða konu sína, hafði verið lávarður Selbie. Hvers vegna hafði hann dulið tign sína og stöðu fyrir henni ? Hann ,hafði fyr- ir Ihennar sjón verið svo heiðarlegur og hreinskilinn, að hún hafði með ánægju gefið honum trygð sína og ást — og svo — ó, hvers vegna hafði hún gert það? Hvers vegna hafði hann sagst vera almennur maður, án tignar og auðs? Hafði hann ekki ætlað sér að giftast henni? Hafði hann að eins gert þetta sér til gamans? Kinmar hemmar urðu blóðrauðar af sneypu, en fölnuðu aftur eftir fáein agunablik. Drake var greifi af Angleford, og hún, stúlkan sem hann hafði eyðilagt, var hér í 'hans húsi, sat og horfði á hann ganga á milli gesta sinna. pessi hugs- un var næstum óþolandi fyrir hana; hún stóð upp með hægð af stólnum sínum, en hún varð að setjast aftur, af því hún skálf frá hvirfli til itlj'a, og var ekkii fær um að ganga. Hún vissi ekki hve lengi Ihún sat í þessu ásig- komulagi. Dansinn hélt áfram. hún sá Drake, nei, 'lávarðlinn, skyldi hún nokkru sinni skilja þetta, dansa oft. Stundum gekk hann til hóps af eldri stúlkum, sem sátu langs með veggjunum, ellegar hann hallaði sér að veggnum og talaði við menn, sem dönsuðu ekki, og hvort sem hann gekk, var tekið á móti honum með iotningu, sem persónur frá “torgi hégómans” sýna ált af ihárri stöðu og auð. “pér getið séð hve mikils hans hátign er virtur alstaðar,” sagði frú Hawksley mikillát. Honum er næstum sýnd sama virðing, eins og hann væri prins af konunglegum ættum, og hann er líka efstur í tigninni hér, þó ihér séu margir hátt settir og vold- ugir menn og konur í kvöld, ungfrú Lorton. pað get eg fullvissað yður um. Hér er hertoginnan frá Oleavemere — hún situr þarna á pallinum í háa stólnum — og elzta dóttir hennar situr hjá henni, þarna er markgreifinn af Downfield — hái maðurinn með hvíta ihárið. Hann er mikilmenni, en hann getu rekki jafnast við lávarð Angleford, og 'hann er tiltölulega fátækur í samanburði við láva.rð Angie- ford. Og þarna er lávarður Turfleigh, gamli mað- urinn með svarta hárið og efrivarar s'keggið, auðvitað litað, góða mín. peir kalla hann hinn “léttúðga lá- varð Turfleigh”, og það á vel við, hugsa eg. Nú— nú ætlar hans hátign að dansa við lafði Luce aftur. Sjáið þér ihve glaður faðir hennar, lávarður T.urf- Ieigh er? Hann kinkar og brosir til ’hennar. Eg veit hvað hann Ihugsar um! Mig furðar heldur ekki þó það yrði alvara úr því. Lávarður Selbie og hún voru eitt sinn heitbundin, en trúlofanin var rofin, þegar frændi hans hátignar gifti sig. Turfleigh er of fátækur ti'l þess, að Ihún geti gifzt öðrum en ríkum manní. En nú er lávarður Selbie greifi af Angle- ford, og nú—” Nellie skildi nú alt. Af því stúlkan, sem hann hafði elskað, sveik hann, hafði Drake falið sig fyrir viðhafnarfólkinu í Shorne Mills. pess vegnq hafði 'hann verið svo alvartegur og hugsandi fyrsta dag- inn, sem hún ihafði séð hann. “pað er leiðinllegt, að bróðir yðar iskuli ekki geta komið hingað upp,” sagði frú Hawksley, sem stóð við hliðina á Nelly, svo hún gat ekiki séð föl og sorg- þrungna svipinn á andliti ungu stúlkunnar. “Eg er viss um að honum hefði þótt gaman að horfa á dans- inn. Mig hálf langar að gera honum boð að koma hingað—” Nelly greip í handlegg hennar. Dick mátti ekki koma þangað pp og þekkja Drake—.hann mátti ekki sjá föla andllitið hennar og skjálfandi varirnar. Ef mögulegt væri, yrðu þau að fara næsta morgun, hún yrði að reyna að koma Dick til að fara, áður en harfli fengi að vita að Drake o.g lávarður Anglefór dvar ein og sama persónan. “Bróðir minn kemur ékki hingað,” sagði hún. “pér ættuð ekki að gera boð eftir honum. Hann vill ekki yfirgefa vélaskálann, ef eitthvað kynni að bila”. Frú Hawksley kinkaði. “pér skuluð ráða, góða mín,” sagði hún. “En það er samt leiðinlegt. Nú er þögn. Mig furðar hvað nú á fram að fara á ræðup'allinum?” Nelly leit upp á hljóðfærasviðið, sem nú var þögult, en Falconar var að stilla fiðluna sína. Hér um bil hélmingurinn af dansfólkinu hafði farið út úr salnum og það, sem eftir var, gekk fram og aftur og hló, eða safnaðist í hópa 5 útskot gflugganna. Fálconer hætti að stilla fiðluna og leit á Nelly —á hápallinum var of dimt til þess, að hann gæti séð hve föl ihún var — óg fór svo að leika einsöng. Eftir þenna fjöruga hljóðfærasöng dansanna, valdi hann sónata, eins og blæ af fersku heiðalofti í þcssum rykuga sal, og við fyrsta tón þessa inndæla söngs hætti alt samtal og allir litu upp á ræðupall- inn til þssarar háu grönnu persónu í flðjelsjakk- anum. 1 Meðan Neflly hlustaði á spilið, fanst henni eins I og köld hluttakandi og viðkvæm hönd hefði lagst á j hjarta hennar, eins og viðkvæm blíð rödd hvíslaði að henni alúðlegum, huggandi orðum. Aldrei hávær j né glymjandi, en með ómótstæðilegu afli, sem hélt áheyrendunum kyrrum og hlustandi, stundum svo lágum tónum, að það ómaði eins og taut, grip þessi unaðslegi hljóðfærasöngur hugsanir og tilfinningar, vakti blíðar endurminningar, endurnýjaði brostnar vonir, mýkti á fáum sekúndum óþjálar og hörkulegar hugsanir og áform. Tárin komu fram í augun á Nelly og það gerði - henni hughægra, en gegn um tárin sá hún, að stóri salurinn fyltist smátt og smátt af gestunum, sem komu inn aftur, og þegar Falconer hætti, ómuðu sam- sinnishróp, sem llávarður Angleford byrjaði á. “Hve fagurt, hve unaðslegt!” sagði hertogainn- an, ;sem gekk við hliðina á Drake. “pessi maður hlýtur að vera yfirburða gáfaður. Hvar hafið þér fundið hann, lávarður Angleford?” Drak svaraði ekki strax — það var eins og hann ihefði ekki heyrt til hennar. Hljóðfærasöngurinn hafði haft undraverð áhrif á hann — máske meiri en á nokkurn annan. Hann var mjög alvartegur, auga- brýrnar hnyklaðar og höfuðið hnigið ofan á bringu eins og á því hvíldu sorglegar endurminningar. Hann hafði átt svo annrtkt að gegna skylldum sín- um, sem gestgjafi, að hann hafði gleymt því umliðna í nokkrar stundir; en við fyrstu tóna fiðlunnar stóð mynd Nellyar fyrir hugskotssjónum hans. pað var bylgjuskvampið með “Annie Laurie” — það var rödd Nel'lyar sem hann heyrði gegn um þesa inndælu tóna. Hann hlustaði með sárri löngun eftir ihinum unaðs- legu, gæfurí'ku vikum, sem hann naut í Shorne Mills fyrir löngu síðan, og þessi tóma, einmanalega nútíð fylti hann með enn þá meiri leiðindum og viðbjóði en áður, — “Nelly, Nélly!” ómaði í eyrum ,hans. “Eg bið yður afsökunar,” sagði hann; eg hefi ekki fengið hann til að koma ihingað. Hann er hér af tilviljun.” “Hann hlýtur að vera afburða listamaður,” sagði hertoginnan hrifin. “Hvað heitir hann?” “Falconer,” sagði Drake. Hann .dvelur í einu af dyravarðarhúsunum.” “Hann lék yfirburða fallega. Háldið þér ekki að eg geti fengið hann til að koma til The Court þann 9.? Eg bið yður að apyrja hann um það. En hann leikur eflaust meira núna?” sagði hún áköf. “Eg skal biðja hann að gera það,” sagði Drake. “Já, gerðu það, Drake,” hvíslaði lafði Luce, sem var aftur kominn inn 'í salinn og hafði nálgast hann. pessi fagri hljóðfærasöngur Ihafði engin áhrif haft á hana, hún hafði gagnstætt því álitið, að fiðlutónar væru ékki viðeigandi , danssal — þeir voru svo öm- urlegir og sorglegir, en þegar hún sameinaði nú bæn .sína með hertoginnunnar, leit út fyrir að bláu aug- \ un ihennar væru rök af tárum og varirnar skjálf- andi. “Pað var svo fagurt; það var svo hrífandi. Mér lá við að £ráta.” Drake kinkaði, leiddi hertoginnuna að stól, og gekk hægum skrefum yfir gólfið til hápalls tröpp- unnar. Nelly, sem ált af hafði aðgætt 'hann, að hálfu leyti ringluð'og utan við isig, misti sjónar af hon- um fáeinar miínútur, en svo heyrði hún alt í einu karlmannlegu röddina ihans í nánd við sig, og sá hann standa í opnum dyrum ihápallsins. Hún baéldi niður í sér kveljandi 'hljóð og fól sig bak við ihina gildu frú Hawksley, isvo hún huldi hana að öllu leyti. “Hr. Falconer?” heyrði hún dimmu röddina segja. Falconer hneigði sig með fiðluna undir hand- leggnuim. Föla andlitið hans var alveg rólegt; fiðlutónarnir hans ómuðu enn þá 'í eyrum hans og ti.truðu í huga hans svo ákaft, að hann lét ekki koma fát á sig, þegar samsinnisíhrópin byrjuðu aftur. “Eg er kominn til að þakka yður fyrir fiðlusöng- in, hr. Falconer, og til að biðja yður að veita okkur þann greiða, að leika dálítið meira,” sagði Drake vingjarnlega og blátt áfram. “Mér skal vera það ánægja, lávarður,” svaraði Falconer og stilti fiðluna sína aftur. Drake ileit í kringum sig á hápallinum, sem var fremur dimmur, og vinnufólkið hafði hopað á hæl með lotningu, svo Nelly var alveg Ihulin; en hún skalf af 'kvíða yfir því, að þeir sem stóðu fyrir fram- an hana, kynnu að ganga til hliðar svo Ihann gæti séð hana —því hún vissi hve glögga sjón hann hafði. Drakefanst að þétta tempraða ljós á hápallinum væri hvfllld frá miklu birtunni niðri í salnum, svo ✓ ihann stóð kyr um stund og hállaði sér að veggnum með krosslagða handleggi og lotið höfuð. Hann var svo nállægt Nelly, að hún hefði getað snert við Ihonum — svo nálægt, að hún var hrædd um að hann heyrði hjartslátt sinn. Einu sinni þegar fiðlan kvartaði í ástríðumiklum, örvilnandi tónum — en með svo mikilli bliíðu og viðkvæmni samt sem áður, heyrði hún Drake andvarpa. pað sem Falconer lék, var hátíðasöngur eftir Raffi, síðustu undraverðu tónarnir þögnuðu, hægt en titrandi, næstum eins og mannleg rödd, já, fall- egri en nokkur mannleg rödd. Falconer lét fiðl- una síga niður. .Samsinnisihrópin og ópin byrjuðu aftur með afarmiklum hávaða, og Drake nálgaðist listamanninn. Á leiðinni til hans rasaði hann um fiðlukassann, þjónunum til mikillar skelfingar — því það var mjög alvarlegt átvik, þegar greifi af Angleford rasaði — og Drake rétti hendina frá sér til að leita að stuðning, og varð þáT gripið í handlegg frú Hawksley. “Fyrirgefið”, sagði ihann. “ó, eruð það þér, frú Hawksley! — pað er þægilega dimt hérna.” • Hann leit af frúnni á ungu stúlkuna, sem faldi isig bak við hana, og hann stóð kyr eina eða tvær sékúndur eins og einihver endurminning Ihefði grip- ið hann. En Nelly stóð strax upp og faldi sig bak við hina, og Drake gekk til Falconer. “Má eg þakka yður?” sagði hann. “Eg hefi aldrei heyrt þenna hátíðasöng betur leikinn. Eg á að biðja yður, fyrir hertoginnuna frá Cleavemere, •• L* ÍS* timbur, fjalviður af ölium ar Vörílbirgöir tegundum, geirettur og al*- ’j konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ,, -----------LimiteU ----------' HENRY AVE. EAST - WINNIPEG hr. Falconer, ef þér eruð ekki ráðinn annarstaðar, að kofria og leika á fiðluna yðár i Cleavemere Court 9. næsta mánaðar. Eg spyr yður svo skyndilega og gagnstætt kurteisisreglum, af því ihennar hátign þráir svo mikið að fá svar yðar, og það mundi gleðja hana ósegjan'lega mikið, ef hún mætti gera sér von um komu yðar þann 9.” Falconer hneigði sig. “Get eg fengið tíma til að hugsa mig um svar- ið?” spurði Falconer. “Aúðvitað,” sagði Drake vingjarnlega. “Vilj- ið þér senda mér fáein orð? pökk fyrir. pað er ágæt fiðla sem þér Ihafið.” “Faðir minn átti hana,” sagði Falconer blátt áfram og þrýsti henni ósjálfrátt fastara að sér, eins og það væri lifandi vera. Hann hafði oft selt eða veðsett muni sína, til þess að geta keypt sér mat — en jafn oft hafði hann gleymt kulda og svengd af ánægju yfir sinni verð- miklu fiðflu, sem hann veðsetti aldrei. Drake kinkaði til merkis um að hann skildi þetta; og snéri svo að ráðskonunni. “Fáum við bráðum að neyta kvöldmatar, frú Hawksley?” spurði hann vingjarnlega. Gamla konan hneigði sig tígulega. “Já, lávarður.” “pá er kominn tími til þess, að hr. Falconer — og allir aðrir fari að vitja hans, sagði hann, og með vingjarnlegu brosi og hneigingu, yfirgaf hann há- pallinn. Hann langaði til að taka Falconer með sér ofan í borðstofuna til að neyta kvöldverðar, en hann grunaði, að þó að enginn af gestunum hefði skeytt um gamla flöjelsjákkann, þá mundi Falconer sjálfur fyrirverða sig fyrir að láta sjá sig í honum, og þess •vegna hætti hann við það. Meðan Drake var fjarverandi, hafði lafði Luce staðið og látist taka eftir hljóðfærasöngnum með að- dáun; en hreyfingar blævængsins hennar komu upp um hugar ásigkomulag hennar, því þær urðu sífelt ákafari og hraðari, og þegar lávarður Turfleigh kom til hennar og leit á hana með fálkaaugunum sínum, sendi hún honum reiðiþrungið augnatillit. “Hvar er Drake?” spurði hann og lækkaði digra róminn sinn. “Einhverstaðar uppi á hápallinum; hann fór þangað til að hrósa og þakka þessum fiðluleikara, sem stednur þar uppi og íleikur.” “Hver ræfillinn!” sagði lávarðurinn og leit fyr- irlitlega til hápallsins. “Hvað á þessi hljóðfæra- söngur að þýða hér við svo skemtilegan dans. Hann hagar sér alt af eins og hann sé ekki með öllu viti. Hefir hann sagt — hefir hann talað við þig um —” Hann Ipkkaði röddina eii meira og athugaði hana með ákafa. Hún hristi höfuðið, og feita andlitið lávarðarins blóðroðnaði. v “Nú er eg alveg hissa, eg skil hvorugt ykkar!” sagði hann og sneri litaða yfifvararskeggið fjör- lega. “pú hefir fyrir löngu síðan sagt mér, að þú hafir náð Ihonum aftur — og svo hverfur hann skyndi- lega —” “Vilt þú að allar þessar manneskjur skuli heyra til þín?” spurði hún og huldi andlit sitt og augu með blævængnum. Faðir hennar hafði setið við vínveitingaborðið og drukkið megnið af því, sem í var kampavínsflösku, svo hann var ekki eins varkár og vanalega. “pær geta ekki heyrt til okkar. Eg tala ekki hátt. Og þú forðast mig alt af. pú ihagar þér ekki skynsamlega, Luce. Eg hefi ástæðu til að vera kvíCandi. pessi ráðahagur er mér árjiðandi, eins og kringumstæður mínar eru nú.” “Uss,” hvíslaði hún aðvarandi. “Eg get ekki skýrt þetta fyrir þér nú. Eg skil það ekki sjálf, en eg hefi séð nóg til að vita, að eg missi hann al- gertega, ef eg geri tilraun til að hvetja ihann. pú þekkir hann — eða ættir að gera það! Hefir þú nokkru sinni fengið nokkuð hjá honum með því að beita þvingun? Hann hefir ekki haft tækifæri til að tala, eða greina frá áformum sínum —■’ “Jæja, eg skil ekki eitt orð af öllu þessu rugli,” sagði gamli maðurinn. “Annaðhvort ert þú heit- bundin honum eða ekki. pú hefir komið mér til að álíta, að alt væri í góðu lagi aftur.” Blævængnum var lokað með skelli, og bláu aug- un litu æst og háðslega á hann. “Heldur þú að ekki sé bezt, að láta mig ráða spilinu?” spurði hún. “Eða heldur þú að þú getir spilað það betur en eg? Ef svo er — en nú hættir hljóðfærasöngurinn. ^ Drake kemur bráðum ofan, og eg vil ekki að ’hann sjái okkur samtalandi — farðu og fáðu þér meira kampavín.” * Lávarður Turfleigh tautaði fáein reiðiorð í skeggið sitt, og gekk svo burt með vaggandi göngu- laginu sínu, eins og honum var eðlilegt, ep lafði I.uce brá viðkvæmnis og aðdáunarsvip á andlit sitt, til að gera það fegurra. “Ó, hve fallegt þetta var, Drake,” sagði hún. “Eg var rétt komin að þvi að gráta; og samt sem áð- ur gerði það svo gott, var svo huggandi. Hver er hann? Og hvað eigum við nú að gera?” spurði •hún, án þess að bíða svars við fyrri spurningunni, sem hún skeytti ekkert um.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.