Lögberg - 17.02.1921, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAÖINN,
17. FEBRÚAR 1921
UKMUUU
ft
1£öqberq
&
Gefið út Kvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Talsimars >'-6327 og N-6328
Jón J. Bíldfell, Editor
Utanáskrift til blaðsina:
THE COLUI^BUV PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg. ^aa.
Utanáskrift ritstjórana:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, in the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
M«(k,<ui*a«»iR'.iWlWICBIBIwmktlilimiiii!;iiii(HI:I!!?’iii^i.i ...
Elxpress-félögin hœkka burðar-
gjald.
Þegar jámbrautamála nefnd Canada veitti
járnbrautaféllögum uppbót á far og farm-
gjöldum á öllum járnbrautum í landinu síðast-
KÖið haust, þá fóru Expresisfélögin á stúfana
líka og beiddu um leyfi að mega hækka burðar-
gjald undir vörur þær er þau flytja.
Asta'Öa þeirra var hin sama og járnbrautar-
félaganna. Kauphækkun og dýrtíð.
Bentu á að óhugsandi væri fyrir þau að geta
borgað vexti af innstæðufé manna í félögunum
og tvísýnt um að geta Ihaldið áfraan a‘ð- starf-
rækja þau nema þeim væri leyft að hækka burð-
argjöldin.
Eftir nú að járnbrautarmálanefnd ríkisins
er búin að athuga bænarskrá þessara félaga og
kjmna sér alla málavöxtu, kveður hún upp
dóm í málinu og eins og í dómsákvæði þeirrar
sömu nefndar á milli aiþýðunnar og járnbraut-
arfélaganna, þá tapar alþýðari en félögin vinna.
Og sigur Expressfélaganna er enginn mála-
mynda sigur. Iíeldur er þeim teyft að færa
flutningsgjald á Express flutning'i upp sem hér
segir:
ExPress gjald á vörum þeim eða sendin^
som til heyra 1. flokki hækkar um 35 af hur
aði svo menn verða nú að borga $1.35 fvrir
sem þeir áður fengu fyrir $1,00.
, bxpiessgjaldið undir vörur þær, sem
beyra oðrurn flokki, er fært upP um 25 af hur
eða svo það sem áður kostaði $1,00 kostar
•$l,2o. En undir þriðja flokks vörur eða se
mgarnam hækkunin 20 af hundraði eða 20 ct
um a hvern dollar,
.La,^ rnál fyíífdi þessum dómi til skvri
av,f !naj'nu- sem forseti nefndarinnar, Mr. C
völl hafði saman sett og var ein aðal ástæi
^f,r \ai, 1 ram s,b að þeir menn seu
_tt ættn í þessum Jelögum ættu heimting á
fa að minsta kosti 7 Prct. vexi af því.
Oss dettu rekki í hug að neita því að m,
sem leggja fe i nytsamleg fyrirtæki ættu aí
sæmilega vexti af því. En nm réttmæti þ«
arar mðurstoðu Mr. Carvells eins og nú stai
sakir í landi voru efumst vér.
á n,meir-rm atvinnave^ ^andsims stunda
a miUi ofta og vonar. óttans fvrir því
kostnaðunnn við framleiðsluna verði svo mi
Ur jlennr verðl ekki hægt að hafa ne
agoða og þvi að innstæða þeirra hrökkvi e
til þess að standast hallann. '
f4r-y^anÍnar, Um Það aS einstaklingar
felog i landinu hafi það fyrst og fremst fv
E^ll Kmíta í>eSSUm áföHnu sameinai
bera allir byrðina Gn reyna ekki að velta hei
eða þeim parti hennar sem hverjum út af fv
S!g ber að bera, á aðra, og því «íst að revna
rnata krokinn a erfiðleikum annara eins og já
brautarfelogm og nú Expressfélögin eru
s£Lrþykki °g a5st°ð -íárnsrantam
e‘?a .Þfsi féíö% heimtingu á að gra
7% a ollu mmstæðu fé sínu á meðan bín,
landsms eru að tapa 29 prct. á árinu f
nefndi?/' °*kl n‘tttlatara af járnlírautamí
"ð kvlríl? Se?a Vlð anSJélö^> ^ar þau ,
<.o kvarta og kveina undan peninga-Ievsi
V!ð hana Taki ðykkar Mutí af orvmSk
og berið hahn sjalfir ems og aðrir, unz jöfn
U!_Íemst aftur a iðÍu iðnað í landinu eí
stnðið og afleiðingar þess?
Svo er annað sem vér vildum benda
þessu samibandi auk rangindanna, sem oss fi
þessnm domum járnbrautamáJanefndarim
^míerSa, . ÞaS ,er Kættan fyrir afkomu
ðnað landsms ef a að fara að löghelga vasa
að frrrfhVerJU ],VÍ féla*; er ekki »?etur bo
þeirra S1DUm sænii,e«a vexli af hlut
Því oss finst að öll sanngirni mæla með
að ontíur M0g sem starfa í þágu almenni,
• aS,nj<?ta somu hlunnmda og ríkið ,hefir
veitt jambrautar og Expressfélögunum og b
ar svo er komið geta menn og félög óspart^vr
að upp a naðma.
En slfkt mundi ekki spá góðu fvrir
tiðar þros>ka og þrifnað iðnaðarins í'lai
sp(a vor er sú, að ekki liðu mörg ár, áður
stjorn, eða þeir menn, sem að slíkum ai
væru valdir f iðnaðarmálum vorum, í
þungar átölur og óþökk, fyrir frammistöði
Leikfregn.
Tvö kvöld í vi-kunni ,sem leið, sýndi leikfé-
lagið íslenzka hér í borginni “Imyndunarveik-
ina”, sjónleik í þrem þáttum, eftir franska
skáldið nafnkunna, J. P. Molier. Var höfund-
arins getið að nokkru í síðasta blaði og tel eg
óþarft að fara úm hann fleiri orðum í þessu
sambandi. Skal því að eins viðbafa fáeinar al-
mennar ,hugleiðingar um það, Ihvernig sýning
leiksins tókst, án þess að vera margorður um
leikritið sjálft, enda réttast að minni hyggju að
láta þá, sem horfa og lilýða á, dæma sjálfa um
innihaldsgildið.
Frá hendi höfundarins eru persónurnar svo
skýrar, að á erindi hverrar nm sig verður tæp-
lega vilst. — Molier beinir ekki boga sínum út í
bláinn; hann hefir ákveðið, mark og í því marki
staðnæmist örin.
Aldir eru liðnar, frá því leikur þessi var
saminn, og vitanlega margt breytt frá því sem
þá tíðkaðist. En tímans tönn vinnur ekki á
sannleikanum, — hann er eilíf-ungur. Þótt
jijóðfélagskýlin, sem Molier stingur á í leikrit,-
um sínum, hafi í ýmsum tilfellum læknast, eða
tekið einhverri myndbreytingu, þá emi þau víða
enn við lýði og það því miður engu síður í voru
fámenna samfélagi, en annars staðar.
Það eru enn til ístöðuleysingjar líkt og
Argan, sem láta andlega og veraldlega smá-
skamtalækna flá sig inn að skyrtunni. Engar
pillur duga til hlítar við ístöðulaust eða ímynd-
unarveikt fólk. Sé að eins hægt að knýja það
til að horfa framan í sjálft sig á réttum stað —
leiksviðinu, þá er von um bata. — Pá mun skap-
ferli Belinu, seinni konu Argans, eigi vera al-
dauða. Enn giftist fólk til fjár, ungar konur
gömlum mönnum, sem loðnir eru um lófana, í
því trausti, að þeir muni hrökkva upp af þá og
þegar. En fari sVo að lífstóran endist ögn leng-
ur, en til var ætlast í fvrstu, er gripið til tam-
qsta vopnsins — hræsninnar, líkt og Beline
gerir, til þess að fleyta sér í gegn, eins og komist
er að orði. — Lyndiseinkunnir Toinette, munu
heldur ekki bera á sór neinn gestablæ, þótt
dregnar sé fram á leiksviðið í samtíðinni.
En hvernig tekst svo leikendunum að túlka
erindi Molier’s? Eg horfði á leikinn síðara
kveldið og fór heim ánægðari, en af nokkrum
öðrum leik, er eg hefi enn séð sýndan á íslenzku
vestan ,hafs. Eg hefi iséð einstakar persónur
leika jafn vel áður, svo sem frú Stefaníu í Kinn-
arhvolssystrum, eú þegar tekið er tillit til
heildarinnar, tókst þessi leikur drjúgum betur.
- Meðferð frú Stefaníu á Toinette, var meist-/
araleg. Það stendur eiginlega alveg á sama,
bvaða blutverk frúin hefir með böndum; henni
iætur alt álíka vel; hún sýnir öllum viðfangsefn-
um sínum sömu nærgætnina—sömu isamvizku-
semina og þess vegna, í viðbót við meðskapað
listnæmi, er hún nú orðin leikkona, -sem hverri
þjóð væri sæmd í að eiga.
Argan hinn ímyndunarveika, leikur Ólafur
Fggertsson og fer svo vel með hutverk sitt, þótt
vandasamt sé, að lítt þykir mér sennilegt að
mörgum mundi betur takast. Það er ekki heigl-
um hent að leika Argan, og nær Ólafur víða á
lionum reglulegum meistaratökum, einkum þó í
síðasta þættinum.
Mrs. Athalstan leikur Belinu víða af snild,
þótt hámarkinu nái hún, er Toinette tilkynnir
Ilenni lát mannsins, sem þó reyndar var alls
ekki dauður; sýnir Mrs. Athalstan í þeim þætti
hreint enga smóræðis leikhæfileika.
Ev-elyn Athalstan, kornnng telpa, leikur
Louison, yngri Jóttur Argans og fer aðdáan-
iega vel með efnið.
Tómas Kamferius, leikur Bjarni Björns-
son. Hlutverkið er ekki langt, en þó er það
býsna örðugt. Hann á að sýna lœrðan sauð, og
verður líka svo frámunalega sauðarlegur í bón-
• orði sínu við Angeliku Argansdóttur, að vart
mun á betra kosið. Bjarni minti mig ósjálfrátt
á Egil í skáldsögu Jóns Thoroddsen; báðir
höfðu lært bónorðsmálin utan að, þótt hvorug-
um færist sem fimlegast, þegar til þess kom að
flytja þau opinberlega, en þar verður Bjarna
ekki um kent, holdur skáldinu.
Oskar éorg hefir með höndum stutt hlut-
verk; hann leikur Laxan lækni, en gerir það
með sb'kum skörungsiskap, að hlutverkið verður
eftirminnilegt.
Fyrst framan af fanst mér að Mrs. Thor-
steinsson mundi helzt ekkert ætla að leika, —
hún he.fir með höndum hlutverk Angeliku—, en
svo fór smátt og smátt að rætast úr henni, þar
til hún að lokum sem syrgjandi dóttir, eftir að
Toinette hafði talið henni trú um að faðir henn-
ar væri dáinn, Var farin að leika beinlínis vel.
Mrs. Thorsteinsson hefir fallega rödd, og bætti
söngurinn fyllilega upp það, sem meðferð henn-
ar á ástarhlutverkinu var ábótavant.
Halldór Methusalems leikur Cleante, ung-
an elskhuga og tekst engan veginn ákjósanlega,
þó nýtur hann sín vel í tvísöngnum á móti Ange-
liku (Mrs. Thoreteinsson).
Hlutverk Óskars SigurÖssonar er það, að
sýna Beraehe, bróður Argans; viðfangsefnið
> er ekki langt, en hefir hreint ekki svo litla þýð-
ingu í leiknum. Óskar er í hálfgerðum vand-
ræðum með hlutverk sitt, því verður ekki neit-
að og kunni það jafnvel ekki ieins og átt hefði
að vera. — Illutverk þeirra G. Gíslasonar
(Kamferius læknir) og Páls Hallssonar (Fleu-
rant lyfsali), og Fred SwansKnar (De Bonnefai
lögmaður), eru í rauninni ekki mikilvæg, «n
mega heita öll fremur laglega af hendi leyst,
einkum þó hJutverk Mr. Swansons.
Búningar leikendanna eru fallegir og hafa
kostað ærna peninga, svo þ«gar tekið er tillit til
aðsóknarinnar, sem hvergi nærri var eius góð
og leikurinn átti heimting á, mnn hér ekki hafa
verið um arðvænlegt fyrirtæki að ræða. En
það dregur þó vitanlega ekkert úr menningar-
gildi leiksins, ber að eins sorglegan vott um tóm-
laúi það hið mikla, er helzti margir úr hópi vor-
um isýna íslenzkri þjóðemisviðleitni um þessar
mundir. >
Frú Stefanía Guðmundsdóttir hefir unnið
fagurt og þarft verk tíma þann, sem hún hefir
dvalið með oss hér vestra ásamt börnum sínum,
er lagt hafa einnig fram drjúgan skerf í sam-
bandi við leikina. Áður en liún hverfur heim,
eins og farfuglarnir, þegar fram á vorið liður,
mun hún enn bregða upp lifandi mgndum, enn
túlka sí-ung á leiksviðinu, veðrabrigði mann-
legra ástríðna og lyndiseinkunna, með skilnings-
dýpt þeirri og samúð, er dís hinnar tielgu listar
liefir blásið henni í brjóst.
E. P. J.
--------o---------
Nýjar kosningar á Bretlandi.
Eftir fregnum frá Lundúnum að dæma, eru
miklar líknr til að Lloyd George stjórnin muni
vera að syngja sitt síðasta vers. I umræðum um
hásætisræðuna hefir Mr. Asquith, fyrrum for-
sætisráðgjafi, farið afar hörðum orðum um
stjórnina í isamhandi við írsku málin og telur
hana auk þess ófæra með öllu til að hafa lengur
á hendi meðferð fjiármálanna. Stjómin hefir
enn að,vísu nokkurn ineiri hluta í þinginu, en þó
eru alt af öðru hvoru ýmsir af leiðandi fylgjj
cndum hennar að slitna aftan úr. Má þar til-
nefna bræðurna, þá lávarðana Hugh og Robert
Cecil, sem nú hafa tekið höndum saman við Mr.
A;squith. — Eins og nú horfir við, má líklegt
teljast, að hinir svo nefndu Asquith liberalhr og
þingmenn verkamanna flokksins, muni ganga í
bráðabirgða bandalag, í þeim tilgangi að fella
stjórnina, ef þess verður nokkur kostur. Að
minsta kosti var nákvæmlega sami tónninn í
ræðum þeirra Asquiths og Jolhn Roberts Clynes,
verkaflokks þingmanns fyrir Manchester. —
Lloyd George virðist óðum vera að tapa fvlgi á
Bretlandi og það jafnvel í Wales, þar sem hann
er borinn og barnfæddur.
—-------o---------
i
Vissa.
Hér tímarnir breytast og mannvitið með;
Af marglæti fortíðar gjörr fáum séð,
að fátt virðist bundið með festu.
En óbrjálanlegt er Guðs alvísa ráð,
sem allieimi stjórnar í lengd og í bráð,
og eitt veit hvað er fyrir beztu.
Þó gjörst hafi myrkrið oft geigvænt og svart,
°g grátlega bogið í heiminum margt,
þeim alvitra óhætt má trúa;
til bjartari staða hann Lagt hefir leið,
þar lífið ei bagað fær sorg eða neyð,
um eilífð hvar eig-uin að búa.
Þá mannsandinn þroskast að þekking og trú,
svo þröngsýnið hverfur, en lifandi brú '
oss bygð verður héðan til liæða;
þar skynsemin glöggvar og glöggvar fær séð
þann guðlega máttinn, sem stvrk osis fær léð,
og gnótt veitir eilífra gæða.
Þótt mannlegia vizkan sé vanburðá ihér,
hún vísdómsins eilífa geislabrot er,
þeim sannleik vér sízt skyldum gleyma;
en reynum að þroskast að þekking og dáð,
unz því verður framfara takmarki náð,
sem anda vorn um er að dreyma.
S. J. Jóhannesson.
Vatn og Vín.
Nútíma skáldsaga úr Dakota.
Læknir var til sjúklings sóttur
Sem að þjáði lungnabólga.
í blóðinu var áköf ólga
Allur horfinn líkams þróttur —
Hvaö þá ætti helzt að gera
Hulið sýndist öllum vera
"Doktor” sat og hryggur horfði
Hvast í pilludós á borði.
Síðan komst \hann svo að orði:
■‘Ekkert hefi eg hér að gera
Hér á “Goodtemplari” að vera
ábyrgð sem þarf enga að bera”
Gekk sem vofa frúin friða,
Eöl og þreytt að vaka og stríða
Iljartað leyndi harmi og kviða
Grét í hljóði fagra frúin
Friðað gat ei anda trúin,
Baccus var í felur flúinn
Fanst nú hvergi “Nothing doinn” !!
Ekkert var af engu að taka
Aftur læknir fór til baka.
Góðkunningjar gamlir vaka I
Og gefa honum nóg af vatni
Svo honum batni.
K. N.
Auglýsing.
Eldiviðinn ódýrt sel
Enginn fæst hér slikur,
Ef að bókin brennur vel
Bráðum verð eg rikur.
Líka frétta fólkið má
Fjalla inst i dölum
Eftir þetta er hún hjá
Eldiviðarsölum.
K. N. Eigandi og ábyrgðarmaður.
SPARIÐ ÁÐUR E ÞÉR EYÐIÐ
Látið innleggið í Bankann vera
yðar fyrsta áhugamál.
pað mun færa yður margfalda á-
nægju á síðari árum
Sparisjóðs deild er í
hverju útibúi
THE ROYAL
OF GAHADA
Innborgaður höfuðstóll og varasjóður.... $40,000,000
Allar eignir.............................. $572.000,000
Tjaldbúðarmálið.
Eftir Hjálmar A. Bergman.
II.
Einhver mun ef til vill segja,
að þó Únítarar haifi lagt þennan
skilnimg í sameiningar-tilboð sitt
sé ekki þar með sannað, að verj-
endur hafi samþykt það með sama
skilningi. Satt að segja lá mér
sjálfum við að trúa iþví um tíma,
að verjendur stæði virkilega í
þeirri meining, að Únítarar væri
eittlhvað að slá af sínum trúar-
skoðunum svo söfnuðurinn héldi
áfram eins eftir sem áður að vera
lúterskur söfnuður. En framhurð-
ur þeirra fyrir réfcti sannar, að um
cngan slíkan misskilning af þeirra
hálfu var að ræða. peir gengu
út í þetta með augun opin og með
nákvæmlega sama skilningi og
Únítarar.
pegar eg var að yfirheyra
Guðimund skáld(?) Magnússon,
gaf hann mér svar sem mér fanst
tvírætt og eg lagði þess vegna
fyrir hann þessa spurning:
“Sp.: Á eg að skilja iþig þannig,
Mr. MagnússoOT, að þú álítir, að
það sem séra Friðrik kendi við-
víkjandi persónu Jeisú Krísits hafi
verið það sama sem Únítarar
kenna?”
jpeirri spurning var svarað af
lögmanni verjenda á iþessa leið:
“Mr. Trueman (lögmaður verj-
enda): petta er ekki rétt fram-
setning á því sem verjendur halda
fram. peir haltía þvi fram, að
samkvæmt þessum sameiningar-
grundvelli sé trú meðlimanna eng-
um skilyrðum bundin hvorki að
því er þessa eða nokkra aðra kenn-
ing snertir vegna þess, að slíkt
heyri undir einstaklings sjálf-
dæmi.” (bls. 103).
petta svar var í rauninni full-
nægjandi, en eg kunni samt betur
við að fá ibeint svar upp á iþetta af
vörum vitnisins sjálfs. Eg lagði
þess vegna svo látandi spurningar
fyrir Mr. Magnússon:
"Sp.: Fóruð þið fram á, að Únít-
arar sleptu nokkru af trúaiiskoð-
unum sinum?”
“Sv.: Nei.
“Sp.: A þessum sameiningar-
grundvelli er loks var samþyktur,
Mr. Magnússon, höfðu meðlimir
beggja safnaðanna fulla heimild
til þess að ihalda skoðunum sínum
óbreyttum ?
“Sv.: Eg svara, já, upp á mína
eigin ábyrgð.
“Sp.: petta svarar ekki spurn-
ing minni. Var það ekki bein-
lírds skilningur allra hlutaðeig-
enda, þegar þessi sameiningar-
grundvö]lur var samlþyktur, að
báðir málsaðiljar áskildi sér rétt
til þess að halda sínum slkoðunum
óbreyttum ?
“Sv.: Jú, það var skilningurmn"
(Ibls. 105—106.)
Hið sama segir Eiríkur Sumar-
liðason, annar verjenda, eins og
sjá má af spurningum þeim og
svörum, sem hér fara á eftir.
“Sp.: Var það ekki skilningur
þinn að samkvæmt þessum sam-
einingar-grundvelli á milli Tjald-
búðarsafnaðar og Únítarasafnað-
arins sé allar trúarjátningar safn-
aðarins skoðaðar einungis leið-
beinandi en ekki bindandi og að
hverjum einstökum meðlim safn-
aðarins só það í sjálfsvald sett
hvað miklu af þvl, sem i játning-
unum er tekið fram, hann aðhyll-
ist og hvað miklu hann hafnar?
“Sv.: Jú, eg skildi það þannig."
(bls. 392).
Mr. Sumarliðason gat ekki bent
á neitt í neinni trúarjátningunni
sem hann áliti bindandi fyrir með-
limi hins nýja safnaðar nema ef
það skyldi vera fyrsta grein post-
ulleg trúarjátningarinnar. (“Eg
trúi á guð föður, almáttugan, skap-
ara himins og jarðar.”) En þegar
á átti að herða játaði hann, að jafn-
vel hún væri ekki ibindandi, eins
og sést á spurningum þeim og svör-
um viðvíkjandi fýrstu grein postul-
legu trúarjátningarinnar, sem hér
fara á eftir.
“Sp.: í ihvaða merking er orðið
guð viðhaft í (þessari ' grein — á
það við guð samkvæmt skilningi
þrenningarmanna eða samkvæmt
skilningi únítara?
“Sv.: Eg hefi æfinlega skilið
það svo að hér sé átt við þrleinan
guð.
"Sp.: Hverja skoðanina (þrenn-
ingarmanna eða Únítara) verður
maður að aðhyllast í þessum sam-
steypu söfnuði?
“Mr. Trueman (lögmaður verj-
enda): Hann þarf hvoruga þeirra
ið aðhyllast.
“Mr. Sumarliðason: Eg felst
á það í vanalegri merking.
“Sp.: pað er, þú sjálfur, skilur
það iþannig að hér sé átt við þrí-
einan guð?
“Sv.: Já, það geri eg.
“Sp.: Og hinir aðrir meðlimir
safnaðarins hafa heimild til þess
að skilja það á annan veg — að-
hyllast skoðun Únítara?
“Sv.: Pað álít eg” (bls. 395).
Ilann kannaðist við, að mismun-
ur sé á skoðunuift Tjaldbúðarsafn-
aðar og Únítara. par næst seg-
ir ihann:
“Sp.: Hvað varð af þessum mis-
munandi skoðunum? Héldu báð-
ir málsaðiljar sínum fyrri skoðun-
um?
“Sv.: Eg fyrir mitt leyti hélt
minum skoðunum.
“Sp.: Er þess krafist af Únít-
örum að þeir breyti sínum fyrri
skoðunum eða er þeim í sjálfsvald
sett hvort þeir breyta þeim eða
ekki?
“Sv.: peim er það í sjálfsvald
sefct” (Ibls. 396).
Er þetta ekki nákvæmlega stefna
íslenzkra Únítara? pað stóð held-
ur ekki á þeim að samþykkja sam-
einingar-grundvöllinn og það í
einu hljóði. En eg trúi þvi naum-
ast, að verjendur fái nokkurn til
þess að fallast á það með þeim,
að söfnuður myndaður á þessum
grundveili eigi nokkurt minsta
tilkall til þeiss að bera lúterskt
nafn.
pegar flutningur máls þessa
stóð yfir í yfirréttinum lagði Denn-
istoun yfirréttardómari spurning
fyrir málfærslumann verjenda,
sem sýndi, að Ihann hafði íhugað
það sem hér er um að ræða með
meiri alvöru og glöggvari skiln-
ing en verjendur og fylgismenn
þeirra. Spumingin var eitthvað
á þessa leið: pað er ein spurning
isem hefir verið að vefjast fyrir
mér í sambandi við þetta mál, Ef
til vill getur iþú svarað ihenni fyr-
ir mig. Setjum svo, að þessi fyr-
irhugaða sameining safnaðanna
gangi í gegn. Eg geri ráð fyrir
að söfnuðurinn muni hafa sunnu-
daigsskól’a. (pví var svarað j'át-
andi). Spumingin er þessi: peg-
ar meðlimur þessa nýja safnaðar
sendir bamið sitt á þennan sunnu-
dagsskóla, hvað á hann heimting
á að því sé kent?” Er hægt að
svara þeasari mjóg svo eðlilegu
spurning nema á einn veg og
segja: Bókstaflega ekai neitt.
Við getum hugsað okkur 1 þessum
sunnudagsskóla þrjá flokka (class-
es) hlið við hlið. 1 einum heldur
kennarinn sér við þrenningar-
kenninguna og heldur fram guð-
dómi Krists. I næsta flokk er
það aftur á móti kent, að Kristur
hafi alls ekki verið guð heldur að
eins réttur og aléttur maður. Og
í þriðja flokknum er það kent, að
persóna sú, sem biblían segir frá
og nefnd er Kristur, hafi aldr-
ei verið til — sé hvorki guð né
maður heldur að eins skáldleg hug-
mynd. Allar þessar skoðanir
hafa ekki að eins rótt á sér innan
safnaðarins heldur eru jafn rétt-
háar. Og hið sama er að segja
um allar aðrar kenningar. Skyldi
nú annars nokkurs staðar á guðs
gTænni jörð finnast menn, aðrir
en íslenzkir Únítarar og verjend-
ur í Tjaldbúðarmálinu og stuðn-
ing8menn þeirra, sem eru á því
andlega þroskastigi, að þeir geti
gert sér þctta að góðu og fullnægt
trúarþörf sinni á öðrum eins trú-
arlegum hrærigraut eins og hér
er um að ræða?
Og þó héldu verjendur því fram
— ekki að þetta væri í samræmí
við stefnu séra Friðriks heldur að
það væri há-lúterskt og gengu svo
langt í því, að þeir staðhæföu, að
þetta kæmi ekki að neinu leyti í
bága við sjálfar trúarjátningar lút.
kirkjunnar. petta er greinilega
tekið fram í dómsástæðum Matherá
yfirdómara þar sem hann segir:
“Verjendur viðurkenna það, að
þeir ætli sér að koma sameining
þeirri í framkvæmd, er samþykt
var á fundinum 15. maí. peir
halda því fram, að sameining sú
geti tekist, með skilmálum þeim
sem samþyktin ber með séj, án