Lögberg - 17.03.1921, Page 3

Lögberg - 17.03.1921, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ 1921 BI«.3 ♦ Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. “ Uss! ” sagði hún lágt. ‘ ‘ Mér þykir vænt itm að þér vi'ssuð það ekki, og eg hefði ekki sagt yður það núna, ef það heyrði ekki liðna tíman- um til, og va*ri úti um það!” “Nelly” sagði hann. “Já, það er alt eyðilagt,” endurtók hún. “Og eg óska að gleyma því. Eg óska að þér hjálpið mér til þess. Ó, þarf eg þá að tala gremilegar? Getið þér ekki skilið mig? Ef þér eruð ánægður að taka mig — þegar eg hefi sagt yður þetta — ef þér gerið yður ánægðan með að bíða, þangað til eg hefi glevmt — og það verður bráðum —” Hann rétti henni hendi sína og æpti af gleði. “Anægður?” sagði hann. “Þér spyrjið inig hvort eg vilji vera ánægður! ’ ’ En á sama augnabliki sá hann, að andlit hennar var mjallhvítt, og í augum liennar var örvilnunarsvipur. ‘ ‘ Kr óti um það ? ’ ’ spurði hann efandi. Hún opnaði varimar til að segja: “Já”. En um ieið heyrði hún rödd Drakes gegnum epna glnggann, sem var að tala við Dick. Hún blóðroðnaði, hnyklaði brýmar eins og af sárum tilfinningum, og hrökk við, eins og einhver hefði barið hana. Falooner, sem alt af horfði á hana, heyrði röddina og sá breyting- una á andliti hennar. — Gljáinn í augum hennar sloknaði, og hendina dró hún að sér með hægð. Nelly stóð og horfði framundan sér með saman kreistar \Tarir. Þetta var hræðilegt augnaíblik — hún varð alveg örvilnuð. Og meðan hann athugaði hana, var eins og lífið hyrfi af andliti hans og úr augum. Dyrnar voru opnaðar og Dick kom inn. “Drake er kominn til að spyrja um sjúkl- inginn,” sagði hann. “Hvernig líður yður hr. Faleoner?” “Betur” svaraði Falconer brosandi, “mik- ið betur. Getur þú ekki fengið ungfrú Lor- ton til að færa lávarði Angleford þessa fregn. Dick. Dick kin’kaði skipandi til Nelly. “Já, far þú, Nell.” Hún hugsaði sig um eina sekúndu, leit svo ásakandi augum á Falconer. “ Já, eg skal fara,” sagði hún hálf þrjózku- lega. Drake stóð og hallaði sér að girðingunni í sólskininu, og veifaði svipunni með hægð að fótum sínum. Hesturinn var bundinn við dyrastólpann, meðan hann beið eftir Dick og hugsa:ði um þá tíma, þegar hann var bundinn Við annan stólpa. Hann heyrði alt í einu létt fótatak í stig- anum bak við isig — léttara en Dicks — og leit við. iSólargeislarnir .streymdu inn' um opnu dyrnar, svo að þessi yndislega persóna og fall- ega andlitið var umkringt eins og af dýrðar- Ijóma. Það fór titringur um hann um leið og hann blóðroðnaði, og hann stóð þegjandi og hreyfingarlaus fáeinar sekúndur, svo tók hann ofan hattinu. “Hvernig líður Falconer” spurði hann. Hann hafði ekki séð hana síðan um kvöldið, að innþrotið fór fram, þegar hann hélt henni í fangi sínu, og þessi rólega, einfalda spurning, ómaði eins og háð gegn hinni sáru löngun í huga hans. “ Hann er betri núna, ” svaraði hún. Hún leit rólega á hann og talaði með skýrri rödd, svo að hann gæti ekki grunað, að hjarta hennar barðist ákaft, og að hún varð að kreppa hnefana til að halda ró sinni. “Mér þykir vænt um það” svaraði hann rólegur. “Þetta hafa verið harðir tímar, einkum fjrrir yður.” Hún laut niður. Augu hans litu á og af andliti hennar — það var eins og hann gagnstætt vilja sínum yrði að líta á hana. ‘ ‘ Og mér þykir vænt um að sjá yður. Mig langar til að þakka yður fyrir hjálpina, hérna um kvöldið.” Hún hristi höfuðið og reyndi að brosa. “Eru þetta ekki öfgar lávarður Angle- ford?” Hann beit á vörina þegar hann heyrði hana segja “lávarður Angleford,” en hvernig átti hún annars að ávarpa hann? “Nei,” sagði hann, “það er hreinn sann- leikur; annars hefði maðurinn skotið mig ’ ’ "Mér þykir vænt um að eg hindraði það,” svaraði hún róleg, eins og ekki væri meira að segja. Hann beit aftur á vörina. "Þér eruð föl og mögur. Þér annist um hann, en ofreynið þér yður ekki?” “Ó, nei,” svaraði hún. Eg er alheilbrigð. ” Hvers vegna fór hann ekki? Henni varð erfiöara og erfiðara að halda ró sinni. Eg vildi að hann færi! En hann stóð kyr, stundum horfandi á hana, stundum á jörðina og alt af með hnyklaðar brýr, eins og honum sárnaði a<5 bíða, en gæti ekki farið. “Viljið þér segja hr. Falconer, að eg skuli ^enda vagn hingað, undir eins og hann er nógu iriskur til að koma út,” sagði hann loksins. ^elly laut niður. “Við förum héðan undir eins og hann er nógu trfskur til að þola ferðalagið, ” svaraði hún. “Hver.s vegna” spurði hann hörkulega. “Hvers vegna viljið þið fara?” Ilún roðnaði og hann beit heiftarlega í yf- irskeggið sitt um leið og hann snéri við; en þá kom Dick hlaupandi ofan stigann. “Halló, Drake!” hrópaði liann. ‘‘Farðu ekki Falconer langar til að tala við þig.” Drake hugsaði sig ofurlítið um ogsagði svo: "Mér skal vera það ánægja.” Nelly vék til hliðar, svo hann gæti gengið fram hjá og gekk svo inn í dagstofuna. Drake gekk á eftir Dick upp stigann. Hún gekk að glugganum og stó ðþar fáeinar mínútur, svo tók hún hattinn sinn og fór út, því hún fann, að sér var ómögulegt að mæta honum aftur. Drake gekk hægt upp stigann. Hann varð að óska Falconer til hamingju með, að hann hafði náð ást þeirrar stúlku, sem hann elskaði sjálfur. Þetta var erfitt starf, en það varð hann að framkvæma. * “Hér er lávarður Angleford, vinur minn,” sagði Dick, þegar hann kom inn í herbergið. Drake gekk að rúminu og rétti Falconer hendi 'sína. Falconer tók hana með mögru höndunum sínum, og leit á fallega andlitið með þeim svip, sem Drake furðaði á. ‘ 'Mér þykir vænt um að heyra, að yður er að batna,” sagði hann. ‘‘Eg ætti máske ekki að minnast á hið umliðna, en eg get ekki forð- ast að segja yður, hr. Falconer, hve þakklátur eg, lafð'i Anglefrd og allir aðrir eru yður — án yðar hefði þjófurinn sloppið með demantana.’ Falconer gat ekki annað en dáðst að þess- um manni, og þegar hann gerði samanburð á honum og sér, stundi hann ósjálfrátt. “En samt sem áður,” sgði Drake, “vildi greifinnan heldur hafa mist demantana, en að þér hefðuð særst.” “Hennar hátign er mjög vingjamleg,” sagði Falconer, rödd var lág en föst. Mér þykir vænt um að hafa verið að ofurlitlu gagni. Maðurinn hefir eflaust verið yfirheyrður?” Drake kinkaði kæruleysislega og sagði: ‘‘Eg vildi að hann hefði látið gimsteina- skrínið detta og hlaupið svo burt; það hefði sparað mikla fyrirhöfn. En verið þér ekki hræddur um að þér verðið kallaður sem vitni. Það er nóg að eg og nokkrir aðrir, sem voru til staðar þegar hann náðist, mæti fyrir rétti. Þér þurfið ekki að kvíð fyrir yður eða — ungfrú Lorton. Falconer kinkaði. ‘ ‘ Eg vona að þér verðið bráðum svo hress, að þér getið komið út í ferska loftið,” sagði sagði Drake. ‘ ‘Eg sagði ungfrú Lorton að eg skyldi senda vagn hingað. Máske þér viljið leyfa mér að aka fyrir yður?” Falconer stundi aftur og Drake fór að leið- ast þögn hans og rannsakandi augnatillitið. Svo herti hann upp hugann og sneri sér að efninu. “En ungfrú Lorton getur ekið fyrir yður eis vel og eg. Hún stýrir hestum ágætlega. Og látið mig ekki gleyma, meðan eg er hér, að óska yður til hamingju með trúlofun yðar, hr. Falconer. Varir Falconers skulfu, en hann leit ekki af andliti lávarðarins, sem nú var alvarlegt og þungbúið. “Hafið þér þekt ungfrú Lorton áður en hún kom hingað, lávarður Angleford?” spurði Falc- oner. Drake roðnaði og beit á vörina. “Já,” sagði hann. *‘Við mættumst eitt sinn —” Hann þagnaði því þúsund endurminningar réðust á hann. Hann leit niður, en Falconer horfði á hann. ( “Það er þá sem gamall vinur hennar að þér óskið mér hamingju, lávarður?” spurði hann. “Já, sem gamall vinur,” svaraði Drake hörkulega. ”Eg óska yður allrar mögulegrar gæfu, kæri Falconer, og eg held —” Falconer settist upp við olnboga. “Skoðun yðar er alveg röng, lávarður,” sagði hann rólegur. “Haldið þér að ungfrú Lorton sé trúlofuð mér?” Drake kinkaði. Hann var orðinn íölur, spyrjandi svipur í augum hans. Falconer stundi og hné aftur niður á kodd- ann. “Yðiir skjátlar,” s'hgði hann. “Hver hefir sagt yður þetta ? ’ ’ Drake þagði augnablik. Blóðið sauð í æðum hans. * ‘Hver hefir sagt mér það ? Eg hefi heyrt það; allir segja það.” Iíann hné niður á stól og laut áfram; andlit hans var hörkulegt og alvarlegt. Falconer brosti þreytulegu og alvarlegu brosi. “Það sem allir segja, er sjaldnast satt, lá- varður. Við erum ekki trúlofuð.” “Þér elskið hana þá ekki,” sagði Drake. Falconer snér sér að honum eins og hann hefði fengið rothögg. AgKllit hans var blóð- rautt og augun gljáðu. “Jxi, lávarður, eg elska hana,” sagði hann. “Eg elska hana afarheitt, en eg næ aldrei ást hennar, því það stendur einhver á milli okkar. Eg veit ekki hver hann er, því hún hefir aldrei sagt eitt orð um hann við mig, en eg sé það á henni. Hver sem það er þá verðskuldar hann hana ekki; en hún elskar hann, og það er nóg fyrir mig og ætti að vera nóg fyrir hann líka. Ef eg væri þessi maður —” Hann stóð á öndinni og þagnaði. Drake laut niður að honum, eins og hann ætlaði að toga orðin út úr honum. “Ef eg væri þessi maður, þá mundi eg revna alt til að sigra hana, eins og maður vsækist eftir sjálfum himninum. Eg tæki ekki tillit til neins annars, og hrinti öllum hindrunum burt, eg vildi —” Drake greip í handlegg hans. Verið þér nú miskunsamur!” sagði hann. ‘‘Þér gefið mér von — á eg að gera það sem þér segið?” Falooner leit fast á hann. “Farð þér til hennar og reynið. Eg elska hana svo heitt, máske heitara en þér. Eitt orð frá mér — og hún yrði mín.” Drake stóð kyr og náfölur. “En það orð kemur aldrei yfir mínar varir. Þannig sýni eg ást mína. Sýnið nú yðar, og farið til hennar.” Drake revndi að tala, en gat ekki. Hann þrýsti hendi Falconers, svo þaut hann út og ofan stigann. Dick var að rölta úti, og varð hissa á geðs- hræringu Drakes, þegar hann sá hann. ‘Hvar er Nell? Hvar er systir þín?” spurði Drake. ‘ ‘ Eg býst við að hún hafi gengið inn í skóg inn. ’ ’ Drake gekk inn í skóginn. Hún var frjáls og liann var frjáls. Þetta var himnesk sæla. Nelly sat hjá stóru tré og heyrði hröð skrefin hans. Hún leit upp, ætlaði að standa upp og flýja, en 'hann var hjá henni áður en hún gat hreyft sig, og á einhver hátt hafði hann náð hendi hennar. ‘‘Nell—Nell”! var alt sem hann gat sagt, v.m leið og hann knéféll fyrir framan hana og leit á hana. ! IT/J •• I • timbur, fjmlviður af öllum Nyjar vorubirgðir teguBdum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir ag gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------- Limitmd — --- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG KOL! KOL! Vér seljum beztu tegund af Drumheller kolum, sem faest á markmðinum. KAUPIÐ EITT TONN OG SANNFÆRIST. Thos. Jackson & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 35. KAPITULI. Þegar Nelly heyrði þessi ástríðuorð: “Nell, Nell!” og fasta handtakið hans, blóðroðnaði hún og dró andann hratt og þungt. Hún varð svo hrædd og kvíðandi. Hvers vegna knéféll hann við fætur hennar, og nefndi hana með svo mikilli blíðu og biðjandi. Hann var nú ekki lengur Drake Vemon — hann var greifi Angle- ford og heitbundinn lafði Luce. Roðinn hvarf af andliti hennar, hún dró hendina til sín og fjarlægðist hann svo mikið, að hún gat hallað sér að trénu. Iiann stóð upp að hálfu leyti og leit iðr- andi til hennar. Hann vissi nú að ákafi sinn og framkoma hafði skelkað hana. “Fyrirgefðu mér,” sagði hann. ‘‘Eg varð svo ákafur og gleymdi öllu.” Nelly reyndi að ná rósemi sinni og sjálf- stjórn, en hún gat ekki talað. Hgnn stóð upp og horfði á hana með ást og aðdáun. Hún var enn fallegri en áður, líkari fullorðinni stúlku og gráu augun hennar dekkri. Hann hafð fest ást á saklausri og óremdri stúlku — en hann elskði hana enn þá meir, eins og hún var nú. Hann horfði á andlit hennar með lotningarfullri aðdáun og hugsaði: Er það mögulegt, að hann hafi kyst þessar fögru varir, að hann hafi heyrt hana segja: ‘‘Eg elska þig”? Hann þráði að heyra þessi orð aftur núna. Ef hann misti hana, liafði hann einskis annars að vænta af framtíðinni, en örvilnan og óþölandi kvalir. Hann mátti ekki hræða hana. Rödd hans var því róleg þegar hann sagði: “Nell, eg hefi nokkuð að segja þér, og eg bið þig að hlusta á mig. Viltu ekki setjast aft- ur?” Hann gekk þ&ngað sem hún hafði setið. En Nelly stóð kyr, hristi höfuðið, leit nið- ur og kreisti hendumar saman. “Hvað er það, lávarður Angleford?” hvísl- aði hún. “Leyfðu mér að fara.” “Hinkraðu við fáar mlínútur,” að hann. “Eg kem frá húsr ykkar. Falconer líður vel; öll framtíðargæfa mín er í þínum höndum.” “Ó, lofaðu mér að fara!” hvíslaði hún, því hvert orð sem hann sagði, dró hana að honum. Hún mátti ekki gleyma því, að hann var heit- bundinn lafði Luce. “Nei, það er eg, sem verð að fara, þegar eg hefi talað, ef þú biður mig um það. Þegar þú sendir mig frá þér síðast, hlýddi eg þér og fór. Eg lofa að gera það sama nú, ef þú sendir mig burt. Nell, þetta nafn er grafið í hjarta mit. Nelly, eg vil spyrja þig, hvort eg má gera mér nokkra von um, að ná aftur minni glötuðu gæfu. Manstu eftir því í Shome Mills, þegar eg sagðist elska þig, að þá sagðist eg ekki vera þér samboðinn. Jafnvel þá tældi eg þig.” Hún færði sig nær trénu og studdist við það. “Eg sagðist heita Drake Vernon og duldi mitt rétta nafn, en eg gerði það ekki í neinum illum tilgangi. Eg var svo þreyttur og leiður af heiminum og mér sjálfum, að eg þráði að losna við alt þetta einskisvirði, sem umkringdi mig, og þar eð eg vissi að þii elskaðir mig, Nell!” Varir hennar skulfu, en hún varðist tárum. “Mér fanst það svo aðdáanlegt, að þú elsk- aðir mig mín vegna, en ekki sökum nafnbótar- innar og stöðu minnar, sem margar aðrar stúlk- ur mundu hafa gert, og þess vegna hélt eg á- fram að dylja mitt rétta nafn, en það var heimska af mér og heimskunni er hegnt harð- ara en glæpum. Kvöldið, sem þú varst þess vís, að eg hafði skrökvað að þér, ásetti eg mér að segja þér sannleikann og biðja þig fyrirgefn- ingar, en það var of seint; þii sendir mig frá þér.” Ilún leit á hann. Hélt hann að þetta væri eina ástæðan til þess, að hún rauf trúlofanina? “Þú hafðir rétt fyrir þér, Nelly. Eg held líka, að þú brevtir rétt, ef þú sendir mig burt aftur núna, en eg vona, að þú gerir það ekki, af því það þýðir svo mikið fyrir mig.” Nú varð augnabliks þögn, svo sagði hann: “Eg yfirgaf Shorne Mills sama daginn og sigldi burt með “Sjóúlfinum”, ákveðinn í því að hlýða þér og láta þig ekki sjá mig aftur. En Nell, þó eg yfirgæfi þig, ibar eg mynd þína í hjarta mínu. Eg reyndi að gleyma þér, en gat ekki. Eg hefi aldrei (hætt að elska þig, ekki einn einasta dag hefir þú horfið úr huga mínum, eða ást mín á þér minkað.” Hún leit aftur á hann undrandi og reið. Rödd hans og augu lýstu því, að hann hélt sig tala satt. Ilafði hann þá gleymt lafði Luce? ............. * ÍSLENDINGAR—piltar og stúlkur óskast til að læra rakaraiðn á HEMPHILL BARBER COLLEGE. Eftirspum mikil bæði í Canada og Bandaríkjunum. Hátt kaup, frá $25 til $50 um vikuna. Námið tekur aðeins átta vikna tíma. Vér ábyrgjumst hverjum fullnuma stöðuga atvinnu. Rakara vantar nú í mörgum bæjum og borgum. Skrifið eftir ókeypis Catalogue, er sýnir yður hve auðvelt er að læra rakaraiðnina og stofna iðn fyrir eigin reikning með mánaðarborgunum. HEMPHILL BARBER COLLEGE 220 Pacific Avenue Winnipeg, Man. Útibú í Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. petta er af- bragðs tækifæri fyrir íslenzka pilta og stúlkur. > 'ii ii. iii ............ i Allar Allar Megundir af tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. N. 6357-6358 Electric Railway Bldg. EF YÐUR VANTAR "WjT T ( DAG— U JU PANTIÐ HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á homi Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. “Ógæfusamari maður var ekki til á jörð- inni þá en eg. Eg gat ekki losnað við ást mína á þér, ómögulega gleymt þér.” Hann studdi hendinni á ennið, eins og hon- um væri erfitt að halda hugsunum kyrrum. “Svo kom fregnin um dauða frænda míns. Og þegar sorgin yfir missi hans dvínaði — hann hafði verið mér góður og mér 'þótti vænt um hann — var mér ómögulegt að gleðjast yfir arf- inum, sem eg fékk. Hvaða gagn var mér að nafnbótinni og öllu öni, þegar eg hafði mist 'stúlkuna, sem eg elsbaði? Eg kom heim til að ger skyldu mína, isannfærður um, að eg gæti ekki unað í Englandi án þín, og eg vonaði að finna þig, svo eg fengi frið og ró í hjarta mínu — eg segi þér hreinan sannleika — svo fann eg þig og heyrði, að þú ætlaðir að giftast öðrum manni—” Nelly hrökk við. Roðinn kom fram í kinn- ar hennar, því hún hafði gleymt Falconer. “Þá varð eg nærri frávita. Mér hafði ald- rei komið til hugar, að þú mundir giftast öðr- um. Mér fanst alt af, að þú tilheyrðir mér á einn eða annan hátt, þó eg vissi, að eg hefði mist þig.” Þessi orÖ liöfðu mikil áhrif á Nelly. Hún * sneri sér frá honum, svo hann sæi ekki titring- inn er kom á varir hennar. “Eg varð alveg utan við mig af örvilnan, en eg varð að jafna mig. Og Nell, eg kem frá Falconer, og hann sagði mér, að þið væruð ekki trúlofuð — ó, Nell, þaÖ er meðvitundin um að þú ert frjáls, sem kom mér til að segja þau orð, er runnu yfir varir mínar. Eg elska þig, Nell; vilt þú leyfa mér að reyna a ná aftur ást þinni? Þú elskaðir mig þangað til á danssamkomunni hjá Malby’s, þegar þú fékst að vita hver eg var ?’ ’ Hún mundi nú alt og sneri sér við sorg- bitin og ásakandi. “Það var ekki af því, að þér dulduð nafn vðar og stöðu,” sagði hún lágt. “Eg var úti á hjallanum, sá og heyrði yður og lafði Lucille.” Hann hrökk við og gat ekki talað strax. “Yarst þú þar úti? Sást þú, — heyrðir þú—” sagði hann ósjálfrátt.í

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.