Lögberg - 17.03.1921, Side 6

Lögberg - 17.03.1921, Side 6
BIs. 6 LÖGBEEG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ 1921 Sagan af bleikrauðu perlunni. Hin fagra Cariathsamé, borgin með þúsund mannarahallimar, átti sér ekki neinn líka í Or- píiir héraðinu auðuga, en af öllum hinum skraut- legu Ihöllum, var engin eins fögur og höll Melchior Sadi, sem var æðstur á meðal prinsanna í öllu landinu. Hann var og lærðastur og virastur þeirra allra og enginn naut eins mikils trausts og virð- ingar á meðal fólksins og hann. En ekkert vrar það, sem þessi Auisturlanda- maður unni eins heitt eins og dóttur sinni Azuba. Azuba liafði mist móður sína þegar liún fædd- ist, en umönnun og kærleikur föður hennar um- vafði hana og hún óx upp fögur og hrein eins og rósin, sem breiðir daggvota krónuna á móti geisl- um morgunsólarinnar. Þolinmóður og kærleiksríkur vakti Magian yfir vöggunni dag og nótt, og lét bamið broshýra leika sér að gimsteinaöskju sinni og steypa stein- unum fögru úr henni ofan á marmaragólfið. Það stóð á sama hvers Azuba hefði óskað sér, faðir hennar hefði verið reiðubúinn að offra öllum eig- um sínum til þess að fullnægja þeim. Það var tvent, sem Melchior unni umfram alt annað. Það var Azuba dóttir hans, og nóttin iheið og hrei'n með vsínum blikandi stjörnum—him- ininn þar sem prinzinn frá Cariathsamé leitaði athvarfs, eins og feður hans höfðu gert. 1 einu horninu á hallargarðinum, sem var stór, lrafði prinzinn látið reisa turn mikinn á með- al páknaviðartrjánna og blómaJbeða, er var hærri en nokkur önnur bygging í borginni. 1 þeim turni sat íhann á kvetdin og þreyttist aldrei á að virða fyrir sér hinn djúpa hoiðblaa himinn, þar sem næturfegurð Austurlanda, hinar blikandi stjörn- ur sýnast nátgast jörðina, en er haldið í sinni vissu rás með ósýnilegum og levndardómsfullum þráð- um. Melöhior var vanur að krjúpa niður að dæmi forfeðra sinna og segja: “Herra, nær þóknast þér að opiiíbera sjálfan þig? Hvenær á stjarna þín að rísa upp yfir þjóðina, eins og forfaðir vor Balaam spáði?” Prinzinn frá Cariathsamé hafði ekki látið berast með straum fólksins inn á brautir glysgirn- innar og gullhallanna. Hann var einn þeirra leyndardóms- og eftirvæntingarfúllu trúmanna, sem fetaði hinn erfiða og óglögga etig forfeðr- anna, sem tengt hafði saman að eins fáeinar sálir, þær hreinustu og dýpstu, sem enga nautn eða fullnægju fundu í hinum Ihverfandi heims hégóma, en settu von sína og traust a hina leyndardoms- fullu eilífð. Azuba var nú orðin 12 ára gömul og hinn sól- ríki kærleiki föðursins hafði borið ríkulegan á- vöxt í sál ihennar. Innnileg og djúp samúð og kærleiki til allra, sem baigt áttu, gagnók huga hennar og Iíf. Undir flestum kringumstæðum ger- ir ótakmarkað efirlæti folk sergofbt. En til eru sálir, þar sem ótakmörkuð velgengni krefst útrás- ar, eins og lindin sem brýst í gegnum múrgirðing- ar sem hlaðnar eru í kringum hana og vökvar svörðinn sem liggur fyrir utan vatnsþróna, þann- ig var það hin mesta unum Azuba að strá unun og gleði hvar sem hún gat. Fátæklingarnir sem tóku á móti hinum kon- unglegu gjöfum frá hennar hendi, fóru af hennar fundi ósegjianlega glaðir, ekki að eins yfir gjöfun- um heldur líka yfir umhugsuninni um það, með hve mikilli gleði þær voru gefnar. ' Hið farsæla Orphir land þekti hvorki, frost né kalda norðanvinda, og einu sinni þegar síðari hlut desemhermánaðar dró dálítið úr hinum steikjandi sólarhita austurlanda^ var prinsessan unga á gangi með þjoni sinum, a hökkum lækjar er rann í gegnum skógarbelti og flögraði eins og fiðrildi frá einu tré til annars, og frá einni blóma- breiðunni til annarar; þegar kona er setið hafði undir runna einum er beigði hið blómþrungna lkn sitt nálega til jarðar, stóð frammi fyrir henni. Konan var fátæklega til fara, klædd í tötra og hélt á barni í fangi sér, sem ekkert skýldi annað en ein, gömul og slitin spjör. # “ó, hve fallegt þetta baTn er!” hropaði unga prinsessan, um leið og hun gekk til barns- ins og dró blæjuna frá andliti þess, sem huldi það að nokkru leyti. “Hann er fátækur, og hann Iiður mikið, svaraði móðir hans.” Það fór hrollur um Azuba, “Zaredda” kall- aði hún, “fáðu mér eithvað undir eins, til þess að gefa þessu elskulega barni. Máske að mpðir þess hafi ekki einu sinni þak tll þess að skýla því undir!” “Við höfum gefið alt sem við höfðum með okkur til fátæklinga sem við mættum á leiðinni hingað út,” svaraði Zaredda. “Buddan var full þogar við lögðum af stað, nú er hún alveg tóm.” “Ó, þetta er leiðinlegt,” sagði unga pnn- sessan, með tárin í augunum. Svo litla stund stóð hún eins og^ agndofa, svo rétti Azuha hendina upp að hálsi sér og sleit hálsfesti úr perlum, sem hún hafði á sér, og í miðri festinni var stór perla rauðblá að lit, sem var svo fögur og með svo aðdáanlegu litarsam- ræmi, að hún hefði getað verið blað af einhverju fögru iblómi, er skúgargyðjumar höfðu glatað. “Eg hefi ekkert nema þetta,” sagði Azuba, um leið og hún vatt festinni um hönd barnsins sem horfði brosandi á hana. ‘‘Og eg gef þér festina til þess þú grátir ekki,” sagði hún um leið og hún kysti barnið á kinnina. Móðirin, sem var mjög þakklát, þakkaði Azuba fyrir þessa höfðinglegu gjöif og sagði: “Guð endurgeldur þér þetta einhverntíma.” “Hvað hefir þú gert Azuba?” hrópaði Zar- edda, “að gefa slíkan gimstein til allsleysingja! Ertu búin að gleyma hve mikið föður þínum þótti til þesisara gimsteina koma, og að hann keypti stóru perluna frá gömlum Persa sem hafði tekið hana í arf eftir forfeður sína, og að enginn veit neitt víst um uppruna hennar. Láttu mig kalla á konuna og fá hana til að bíða unz við getum náð í fáeina gullpeninga. ” “Nei,” svaraði Azuba hugsandi. “Eg er ánægð með að hafa gefið fátæku konunni falleg- asta -gimsteininn sem eg ábti. Til hvers held- urðu að alt gullstássið sé sem hann faðir minn gefur mér, ef eg get ekki gert neitt til þess að bæta kjör þeirra sem bágt eiga?” Zaredda svaraði engu, því enginn af þjónum föður hennar höfðu nokkumtíma dirfst að hafa á móti vilja A^ubu. A meðan á iþessu samtali á milli Zeredda og Azubu stóð, hafði konan og barnið horfið og fann Azuba þau ekki þó hún leitaði. “Þetta var leiðinlegt,” sagði Azuba. “Eg vildi að eg hefði fengið að vita hvað þau hétu, og hvaðan þau voru. — En það gjörir reyndar ekkert til. Guð sendi þau og faðir minn hefir sagt mér að bera lotning fyrir leyndardómum þeirra sem fátækir eru.” Framh. --------o-------- Brennan í garðinum. Það hafði venjulegast verið hlutverk þeirra Teodórs og Helenar, að hreinsa til á haustin í garðinum að húsabaki, sópa saman öllum skræln- uðu laufunum í byng og kveikja svo í öllu saman. Stundum var auðvitað einnig talsvert af pappírs- sneplum og hinu og þessu dóti þar líka, er gerði brennuna drjúgum tilkomumeiri. Bömin hlökk- uðu ávalt mikið til þessa verks, því þeim þótti svo gaman að horfa á logana leika sér að hinum sölnuðu lauifum. 1 haust sem leið, eins og að undanförnu, höfðu þau sópað öllu ruslinu á einn stað í garð- inum og ætluðu svo að kveikja í því morguninn eftir. En um nóttina hafði Frosti konungur riðið í garð og breitt hvítan ísingarfeld yfir fold- ina og þá að sjálfsögðu laufdyngjuna í garðinum líka. Þegar bömin komu á fætur um morguninn og litu út úr dyrunum, sáu þau sér til mikillra vonbrigða hve komið var, brennudagurinn hafði snúist upp í húðarbyl. Tíminn leið, og smátt og smátt gleymdu litlu krakkarnir mslbyngnum, enda höfðu þau um annað að hugsa, þar sem skóla- gangan krafðist af þeim óskiftrar athygli. Morgunn einn, er áliðið var vetrar, leit Helen Iitla snemma út um gluggann sinn. Him- ininn var heiður, golan stóð af suðri og glóandi sólargeislarnir brotnuðu á fagurspegluðum rúð- unum. Það hafið verið asahláka alla liðlanga nóttinavog snjórinn var að syngja sitt seinasta vers. “Vorið er komið,” hrópaði Helen, með hvell-mjúku röddinni sinni og flýtti sér í fötin. “Vorið,” tautaði Teodór við sjálfan sig; “lít- urðu annars aldrei í almanakið,” sagði hann dræmt, og leit til systur sinnar um leið. “Mér stendur á sama hvað þú segir” svaraði Helen, hvort vorið er komið samkvæmt almanakinu eða ridri, þá er samt vorveður úti og mesta dásemdar blíða. Við skulum fara út í garðinn að húsa- baki og reyna að vinna eitthvað til nytsemdar.” Svo þaut hún út í mesta flýti, en Teodór labbaði í hægðum sínum á eftir. “Teddi,” hrópaði Helen upp yfir sig, “ekki nema það þó, við höfum gle>Tnt að kveikja í rusldyngjunni í garðinum, þetta má ekki lengur svo til ganga.” “Hvern- ig stendur á því, að það hefir gleymst,” sagði Teodór alvarlega. “ Jú, eg man það alt saman eins vel og það hofði skeð í gær,” svaraði Helen. “Manstu ekki eftir því, að nóttina áður en við ætluðum að hefja brennuna, kom Frosti konung- ur og breiddi ísingarfeld yfir garðinn.” “Nú held eg mig rámi í það,” sagð Teodór, “Snjór- inn er horfinn núna, svo eg held það væri réttast að við kveiktum í byngnum þegar við komum heim úr skólanum í dag.” Þau urðu sammála um uppástunguna og mamma þeirra félzt á hana einnig. Klukkan á mínútunni fjögur, voru börnin komin úr skólanum og istóðu við ruslbynginn í garðinum, reiðubúin til athafnar. “Verður það þó ekki gaman að horfa á logana, soga í sig fúnu laufin,” sagði Helen og dansaði um garð- inn, án þess helzt að koma við jörðina. “Auð- vitað verður það tilkomumikil sýn,” svaraði Teo- dór, “laufin eru líka svo dæmalaust vel þur núna. Eg ætla að sækja dálítið af dagblaðarusli í við- bót, svo og eldspítur.” “Við megum til að hafa hrffu við hendina,” sagði Helen með ákafa. “Manstu ekki eftir því að ungfrú Morris varaði okkur einu isinni við, að kveikja aldrei svo í rusl- byng, að við hefðum ekki áhald við hendina, er fæira mætti með ruslið úr stað.” An frekari umsvifa skaust Helen inn í kjall- ara og sótti hrífuna. Þegar hún kom aftur var kveikt í byngnum og logarnir drukku í sig hin skrælnuðu lauf og urðu stöðugt ákafari. Börn- unum fanst sem þau hefðu aldrei áður litið feg- urri sýn og dönsuðu syngjandi um garðinn. Alt í einu staðnæmdust þau og litu óttaslegin hvort á annað. Teodór isá að eldtungurnar voru komn- ar alla leið út að girðingunni og farnar að leika um neðstu rimlana. “Helen!” kallaði hann eins og ósjálfrátt. “Hvað eigum við nú að taka til bragðs, girðingin er þegar tekin að brenna.” “Við notum sömu aðferðina, og skólakennarinn sagði okkur frá um daginn, í slíkum tilfellum sem þessum,” svaraði Helen rólega. “Við dreifum úr ruslbyngnum, þá þynnisit hann óðara og brenn- ur út á fáeinum sekúndum.” Svo greip hún til hrífunnar, rakaði burt öllu hinu óibrunna rusli frá girðingunni og dreifði því um allan garðinn, branin það þá upp til kaldra kola á svipstundu, en logarnir dóu út af sjálfu sér. Girðingin var ekki skemd til muna, en börnin strengdu þess heit að fara aldrei framar óvarlega með eld. “Þeir eiga aldrei að kveikja eld,” sagði Helen litla brosandi við bróður sinn, “er ekki vita hvernig að því skal farið, að slökkva hann aftur. ’ ’ --------o------- Súkkulaði fyrst drukkið í Mexico. Spánverjimn Cortez, sem lagði undir sig Mexieo árið 1520, komst fyrstur Norðurálfu- manna að því, að Mexicobúar neytti alment drykkj- ar þess, sem vér nú köllum súkkulaði. Þeir til- reiddu drykkinn á líkan hátt og gerist með oss, leystu súkkulaðið upp í mjólk og settu saman við dálítið af kanelberki til smekkbætis. Á dög- um Napoleons mikla var mjög mikið drukkið af súkkulaði á Frakklandi, einkum var það þó kven- fólkið, er þótti sopinn góður. Er sagt að París- askonur hafi um þær mundér látið gefa sér snarp- heitt súkkulaði í kirkjunni, til þess að geta haldið sér 'betur vakandi undir hinum löngu stólræðum er tíðkuðust í þá daiga. ------o------ DÝR KJÓLL. Einu sinni bar svo við í borginni Moscow, að hermaður nokkur, sem var á leið til varðstöðv- ar, varð fyrir því óhappi, að flækja annan spor- ann sinn í kjólfaldi hefðarfrúar, sem var á skemti- göngu með manni sínum, og rifnaði kjóllinn all- mikið. En það má segja hermanninum til af- sökunar, og kjóllinn var óvenju síður, og drógst langar leiðir efitir strætinu. Hermaðurinn bað auðmjúklega fyrirgefningar á ógætni sinni, og ætlaði að halda leiðar sinnar. En frúin var etkki á sömu meiningu um það, heldur heimtaði 200 rúblur fyrir kjól sinn. Hermaðurinn sýndi hjónunum fram á, að þetta væri sér ómögulegt, þar eð hann hefði ekki önnur efni en launin sín, og þau væru svo lítil, að hrykkju ekki til fyrir þessari upphæð . Frúin lét'sér þó ekki segjasit, en varð æ æfari, og krafðist að lokum, að hermað- urinn fylgdi þeim hjónum fyrir réttinn, til þess að þola þar sinn dóm, ef hann ekki þegar inti af hendi peningana, og varð svo að vera sem frúin vildi. Þegar fyrir réttinn kom, bar frúin upp kæru sína, og bað dómarann að láta sig ná rétti sínum. “Hvað getið þér fært yður til varnar gegn kæru þessari,” spurði dómarinn hermanninn. ‘ ‘ Svo sem ökkert, ’ ’ svaraði herm. ‘ ‘ Eg steig í ógætni á kjólfaldinn, og eg er svo fátækur, að mér er ekki hægt að greiða hér 200 rúblur, annars væri eg buinn að því. Eg hefi 'beðið frúna auð- mjúklega fyrirgefningar, og gjöri það enn í á- lieyrn allra þessara vitna. Það er það eina sem eg get gert. “Þér sjáið frú mín,” sagði dómarinn, “að manninum er ekki hægt að borga kjólinn. Það eina, sem þér vinnið við að halda kæru yðar á- fram, er að fá þenna mann setan í skuldafang- elsi. Við það missir hann stöðu sína, og verð- ur máske aumingji alla sína æfi. Viljið þér nú ekki fyrirgefa manninum, eða viljið þér halda kæru yðar áfram?” “Eg krefst að rétturinn gjöri skyldu sína,” svaraði frúin reið. í því biili gekk maður nokkur tígulegur upp að dómgrindunum, og sagði hátt: “Eg skal borga fyrir hermanninn.” Hann snéri sér síðan að hermanninum, fékk honum tvo tvö hundrað rúblu seðla, og hvíslaði einhverju að honum um leið, sem kom honum til að 'brosa. Hermaður- inn gekk til frúarinnar, fékk henni seðlana, og spurði hana hvort hún væri nú ánægð. Frúin kvað já við því, og ætlaði að fara út, glöð í bragði yfir sigri sínum. En hermaðurinn bað hana að bíða ofurlítið, því hann sagðist nú eiga kjólinn sem hún væri í, og kvaðst vilja fá hann undir eins. “Verið þér ekki að þessu sþaugi,” sagði frú- in; “ haldið þér að eg gangi eftir sitrætunum í nær- klæðunum einum. Eg skal senda yður kjólinn strax þegar eg er komin heim.” “Nei, þakka yður fyrir,” svaraði hermað- urinn. “Kjólinn vil eg fá undir eins, og eg vil spyrja dómrann, hvort eg hafi ekki rétt til að taka hér eign mína, sem eg hefi ke>rpt og borga.” Dómarinn kvað já við, og gjörði tveimur lög- regluþjónum bendingu, að þeir skyldu vera frúnni hjálplegir með að komasit úr kjólnum, ef á þyrfti að halda. Nú fór frúnni ekki að verða um sel. Hún bauð hermanninum peningana hans aftur, en hann þverneitaði að taka við þeim aftuT, en heimtaði kjólinn. “Hvað viljið þér þá hafa fyrir kjólinn?” spurði frúin grátandi, og var nú allur annar bragur á henni, en þegar hún kom inn. “Kjólinn er nú orðin dýrgripur fyrir mig,” svaraði hermaðurinn, og eg læt hann elkki fyrir minna en 2000 rúblur.” ✓ “Það verður að vera svo,” sagði maður frú- arinnar, sem alla stund hafði staðið þegjandi á meðan á þessu stóð. Hann tók síðan upp pyngju sína, og borgaði hermanninum 500 rúblur í pen- ingum, og gaf honum skriflega ávísun til gjaídkera síns upp á það sem eftir var. Flýttu hjónin sér síðan út úr salnum undan hrópi og háðglósum áheyrendanna. --------o-------- Góð við hunangsfluguna. Salka gamla hefir ávalt talsverða hunangs- flugna rækt á býli sínu. Ilún segist eiga það hunangsiflugu að þakka, að hafa orðið hamingju- söm kona upp í sveit. Fyrir fimtíu árum, átti Salka heima á munað- arlausrahæli. í alt voru þar um sextíu telpur, fátæklega til fara, og eins og gefur að skilja þráðu frjálsara og tilbreytingasamara líf. Viku eftir viku heimsóttu einhver bamlaus hjón munaðar- leysingjahælið og námu á brott með sér hina eða þessa telpuna; lenti valið oftast á þeim, sem lag- logar voru og snyrtilegast til fara. Salka litla grét oft í einrúmi, er telpurnar voru að tlnast í burtu, eða að fljúga út úr búrinu; eins og alment var sagt á hælinu. “Það er ekki von að nokkur vilji taka mig til fósturs,” sagði liún við isjálfa sig, “ófríð og illa mentuð, eins og eg er.” Fagran vormorgun kom efnaður bóndi til munaðarlausra hælisins, hann var að svipast unj eftir stálpaðri stúlku, er létt gæti undir á heimil- inu með konu sinni, því þau hjón voru barnlaus. Hann var glaðlegur maður með blá blikandi augu og rjóðar kinnur. Á höfði bar hann stóra og mikla (bifurhúfu og hafði upp á vasann silfurúr svo mikið, að nálgast mun hafa væna gulrófu að stærð. Stúlkurnar munaðarlausu, sátu á trébekkj- um meðfram veggjunum, en Salka hnipraði sig út við glugga og starði. þaðan löngnnarfullum augum á grænkandi umhverfið. Skamt frá henni sat Anna, mesta fríðleiks telpa og betur til fara en hin börnin. 1 sömu svifum bar þar að stóra hunangs- flugu, er hentist þreytulega niður í gluggakist- una. Anna litla greip til blýantsins og tók að stjaka við flugunni all óþyrmilega, veslings kvik- indið gat enga mótstöðu veitt, en engdist sundur og saman bæði af ótta og sársauka. “Láttu fluguna vera,” hrópaði Salka með skipandi rödd og 'Svo hjálpaði hún aumingjanum til að komast á brott út í frelsið og ljósið. Bóndinn auðugi horfði á Sölku með ánægjusvip. “Stúlka, sem svona er góð við hunangsflugu, verður líka góð við kálfa og lömb,” sagði hann við sjálfan sig. “Þessa stúlku ætla eg að taka heim með mér og arfleiða hana áð eigum mínum.” Svo kvaddi Salka munaðarlausra hælið og ólst upp á heimili auðugu hjónanna við allsnægtir og hlaut beztu mentun. Hún varð ljós heimilisins og varð góð við alt og alla. Eftir að Salka var gift og veitti sínu eigin heimili forstöðu, tók hún iniklu ástfóstri við hunangsflugnarækt. “Það er hunangsflugu aj5 þakka, að eg losaðist af mun- aðarlausrahælinu og komst i fóstur hjá elskuleg- um lijónum,” bætti hún við. “Síðan hefir hamingjan alla jafna verið förunautur minn.” Fjöldi munaðarlausra barna heimsækir Sölku gömlu á ári hverju. Hún gefur þeim fæði og klæði og brýnir fyrir þeim um leið, að vera nær- gætin við blessaða litlu málleysingjana, sem ekki geta varist vélráðum mannanna. — --------o-------- Greifinn: “Fjandans ólán var þefta, enn þá skaut eg utanhjá, þarna hleypur bansettur hér- inn óaærður.” Þjónninn: “Það er ekki hægt að gefa herra greifanum sök á því, heldur árans héranum, því hefði hann setið þremur fetum framar, þá hefði skotið farið beint í gegnum hauisinn á honum.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.