Lögberg - 24.03.1921, Qupperneq 3
* LÖGrBERG, FIMTUDAGINN,
24. MARZ 1921
Bls.3
Nelly
frá SKorne MilIsT^
Efiir Charles Garvice.
“Eg eá og hej'rði alt. Eg sá hana og lafði
Chesney, þegar þær komu út; og hevrÖi hana
segja vinkonu sinni, að þið hefðuð verið trúlof-
uð, að trúlofunin hefði verið rofin, en að hún
elskaði yður enn þá, og að þér munduð efalaust
endurnýja trúlofanina. Eg sá hana og —
yður—”
*1 Bást þú lafði Luce koma til mín — heyrð-
ir þú hana tala við mig — sást þú hana kyssa
mig?”
Ilún gaf honum bendingu um að segja ekki
meira, og um að yfirgefa hanla, en hann greip
iiendi hennar og hélt henni so fast, að hún gat
ekki losað hana.
x * “Guð minn góður — þetta var þá ástæðan?
Ö, Nell, Nell — hvers vegna sagðir þú mér ekki
að þú hefðir séð — hvers vegna skrifaðir þú
ekki eitt orð um það í bréfinu þínu? ó, að þú
hefðir gert. það — að þii liefÖir gert það!”
“ Var þaÖ þá ekki satt, að þið hefðuð verið
trúlqfuð?” spurði hún lágt.
“.Tú,” svaraði hann og stundi. “Eg sagði
þér ekki frá því, en það er satt. Þú manst, að
þú Tast um trúlofanina í blaðinu. Eg hefði átt
að segja þér það, en eg var hræddur um, að þú
rnundir rjúfa trúlofun þína, bæði af því og af
því að eg duldi nafn mitt og stöðu; en, Nell, hún
rauf t.rúlofunina, þegar kvonfang frænda míns
leit út fyrir að gera mig arflausan. Eg vav
frjáls, þegar eg bað þig að verða konan mín.
Trúir þú því ekki? Guð minn góður — álítur
þú mig svo lélegan—”
“Nei, nei,” sagði hún og stundi — “en þér
sneruð aftur til hennar. Eg ásaka yður ekki —
bún er fögur — og viðeigandi kona—”
Ilann greip aftur hendi hennar. >
“Nei, nei,” «agði hann ákafur— “þér
skjátlar—”
Hún stundi aftur.
“Eg m yður og hana,” sagði hún róleg,
eins og það væri full sönnun.
“Ég veit það,” sagÖi hann. “Þú sást
hana koma og kyissa mig, en sá koss kom frá
henni, en ekki mér. Eg vildi heldur vera
dauður, en að sýna henni ástaratlot það kvöld.
Ó, Nell, elsku Nell, 'þú iúátt trúa mér —”
Iljarta. Nelly sló hratt, og dálítil von —
grunur um ánægju vaknaði í huga hennar.
“Guð er mitt vitni, að eg«hugsaði ekki um
hana það kvöld. Ást mín öl'l snérist um þig.
Mér var sönn kvöl að sjá hana. Nell, vertu
miskunarsöm við mig. Eg er rnaÖur, og mátti
ekki hrinda henni frá mér, þó mig langaði til
þess. Bg ætlaði að segja henni að eg væri
hættur að elska hana, en fékk ekki tíma til þess,
hún fór áður en eg gat talað, og svo fór eg að
leita þín, alt annað þektir þú. Hugsaðu þig
um, Nell. Fór eg til hennar, þegr þú sendir
mig burt? Nei, eg fór burt úr landinu með
\ onbrigði mín og sorg. ó, Nell, ef þú hefðir
talað við mig hreiniskilnislega. Hverriig
hefði eg getað yfirgefið þig, til þes's að snúa
aftur til hennar?”
Ilann hló örvilnaður. Kraftar hans
Voru að þverra.
“Hugsaðu þig um, elskan mín!” sagði
úann hás. “Þii segir að hún sé fögur. Lít-
ur þú aldrei í spegil? Þú ert fyrir augum
allra þúsund sinnum fegri. Hreinn demant-
ur á móti blágrýti. Og þú hélzt að eg liefði
yfirgefið þig til að fara til hennar, og þú
sendir mig burt í einveru og ógæfu.”
Rödd hans varð næstum hörkuleg.
“Ndll, það ert þú, sem ættir að biðja um
fyrirgefningu. Já — þú hefir syndgað gagn-
vart mér. ”
Hrín hrökk við og leit á hann stórum
augum.
“Já — þú hefir svndgað gagnvart mér,
Nell. Þú hefðir átt að segja mér alt; bera
kæru þína. upp fyrir mér, Þá hefði eg getað
skýrt. alt við hefðum þá getað orið lánsöm
og ánægð. Og eg hefði ekki þurft að líða
al'lar þessar kválir og sorgir!”
Loksims hafði hann talað þau réttu orð.
Ef maður getur sannfært stúlku um, að hún
lia.fi verið osanngjörn við hann, þá mun hún,
ef hún elskar hann, verða hrifin af meðaumk-
un og hluftekningu, og hún, sem áður var eins
hörð og steinn, mun falla fyrir fætur hans.
Nelly starði á hann og stóð á öndinni —
fvrst spyrjandi, skilningsllaust, en svo biðjandi.
næstum auðmjúk, iðrandi.
“Drake!” hrislaði hún.
Hann hljóp til hennar, tók hana í faðm
sinn og þrýsti blíðum kossum á varir hennar
og hár.
“Nell, elskan mín! ó, hefi eg þá loks-
ins fengið þig aftur? Hefi eg? Segðu mér
að þú> trúir mér, Nell — segðu mér að eg megi
vona að þú elskir mig aftur!”
Nell revndi að losa sig, en gat það ekki.
“Nell, eg elska þíg!” sagði hann hás. “Eg
þrái þjg af öllu hjarta — gleymdu því liðna.
nyndu ekki að fjarlægja þig. Eg elska þig,
° nftur verða mín, er það ekki?”
Hún barðist enn á móti þessari lánshylgju,
sem valt y,fir hana.
En hún?” sagði hún hugsandi um Luce.
T ' Iseg.ia að þú — ó, Drake!”
l111 Ogþrýsti henni að sér.
I þá segja hvað þeir vilja!” sagði
, ÍV^Tp^ e? skal segja þér isannleikann.
A þu hefðir verið tnilofuð Falconer, þá hefði
cg gilzt Lue'e.”
Ó, hvíslaði hiín með hryllingi, sem hún
“Allir
kysti svo
\T/* .. 1 • ,timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tcgu„ium, e„rMur „g „u.
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Umit.d
HENKY AVE. EAST
WINNIPEG
Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og
gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður
að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif-
reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig
fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern-
ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne
Welding, og Battery vinnu. Margir íslendingar sóttu Hemp-
hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í
sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða.
Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undireins að
loknu námi. parna er tækifærið fyrir Islendinga að læra alls-
konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir
eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim-
sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg.
útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver,
Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af
Practical Trade Schools.
Allar Allar
tegundir af tegundir af
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. IV. 6357-6358 Elcctric Railway Bldg.
EF YÐUR VANTAR
f DAG—
KOL
^ PANTIÐ HJÁ
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308
Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington
Vér höfum að eins beztu tegundir
SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol
....Egg, Stove, Nut og Pea.
SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu
Canadisk Kol.
DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu
tegundir úr því plássi.
STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef
þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist.
gat ekki varist. "
‘ ‘ En það ert þú ekki — og eg er ennþá
i'rjáls. • Og þú ert frjáls! Nelly, lyftu upp
fhöfðinu og kysti mig, ao eins einn — þá verð
eg ánægður.”
Hún lyfti upp höfSinu og kysti hann blítt
og innilega.
Smnarvindurinn hvísiaði í grelnunúm, lít-
ill fugl tísti yfir höfðum þeirra, milda loftið
v eitti þeim ástþrunginn ilm tii að anda að sér,
svo þau voru ósegjanlega ánægc5. Þarna sátu
þau, héldu liöndum .saman, um hinn umliðna og
ókomna tíma, og hvorugt 'þeirra hugsaði um
Luce.
Og þó liafði hún verið beðin um að koma )
aftur til Anglemei-e, og mundi eflaust gera
það.
36. Kapítuli. \
Þau sátu og töluðu saman við og við.
Lánið og ánægjan var svo rík í huga þeirra,
að þau gátu ekki um annað hugsað.
Þau sögðu hvmrt öðru frá öllum viðburð-
um, sem fyvir þau hafði komiÖ frá því þau
iskildu hjá Malbys. En Nelly sagði honum
ekki frá viöburðinum milli lafði Wolfers og
Siv Archie, en það befði þ^ verið betra.
“ Hefir enginn annar maður getað fengið
þig til að gleyma mér, Nelly?” spurði bann
'kvíðandi.
Nelly roÖnaÖi og hristi höfuðið.
“Nei, enginn,” svaraði hún íóleg.
Ekki Fallooner?”'spurði bann lágt.
“Jú,” svaraði hún. “HefÖiv þii ekki
'koníið, þá hefði eg gifzt honum, ef liann hefði
'viljað mig. En þú kómst á réttum tíma —
við* að'heyra vödd þína, Drake — tókst honum
að lesa sannleikann í andliti mínu.”
“ vesaling Falconer”, sagði hann alvar-
leguv. “Hann er betri maður en eg er, og
verð nokkurntíma, þrátt fyrir ást þína og góð
áhrif. Eg skulda honum. svo mikið, Nell —
cg þó eg geti aldrei borgaÖ honum það, þá verð
eg að gera eins mikiÖ fyrir hann og eg get ”
“Hann er mjög drambsamur,” sagði hún.
“Eg veit það, en hann verÖur að leyfa
mér að hjálpa sér til að komast áfram. Eg
vildi að það hefði verið eg, sem iék á fiðluna
íBeaumont Building í stað hans. En allan
þann tíma sigldi eg skipinu mínu eða ráfaði
um Asíu friðalus.”
“Hugsaðir þú alt af um mig, og enga
aÖra?”
“Enga aðra,” sagði hann ákveðinn.
Hún leit ástúðlega til hans, og kringum
munninn heúnar voru drættir, sem komu hon-
um til að standa upp og kyssa hana.
“Ogsamt hefðir þri getað gifzt lafði Luce?’
sagði hún, ekki ásakandi en alvarlog. “Hugs-
aðir þú alls ekki um hana, Drake?”
“Nei,” sagði Drake alvarlegur. “Eg
hugsaði aldrei um hana, fyr en eg kom heim
og sá hana. Eg hefði ekki gifzt henni af ást,
Nell, en af eintómri örvilnan. Þegar eg* gat /
ekki íengið þig, stóð mér á sama hverja eg
fékk. ’ ’
“Ó, hvað ástin er tilfinningalaus. Henni
þykir vænt um þig, Drake. Eg sá hana á
hjallanum — og eg sá hana við dansinn
hérna —”
Hann hló beiskjulega.
“Kæra Nell, láttu ekki þá hugsun kvelja
þig. Luce er aðlaðandi stúlka, hin fullkomn-
asta framleiðsla af —”
“Hún er mjög fögur,” sagði Nelly.
“Eg viðurkenni það — en í samanburði
við unga stúlku, sem eg þekki —”
Nellv lagði hendi isína á varir hans, liann
kysti liana og hætti við:
“Nei, Luce getur ekki eliskað aðra en sig
sjálfa. Hún og hennar líkar, elska að eins x
gullkálfinn. Metorð, auð og háa stöðu —
þetta er það sem hún els'kar og giftir sig fyrir.
Af tilviljun liefi eg þetta, og þess vegna —”
Hann yfti öxlum og hló.
“Og nú hefir tilviljunin hjálpað.mér aft-
ur, því faðir hennar [hefir euft elzta hróðir
sinn, markgreifann af Buekleigh, og er orðinn
ríkur. Það er mjög sennilegt að hún hefði
svikið mig aftur.” x
“En þú hefir ekki verið trúlofdður henni?’
spurði Nelly.
“Nei,” svaraði hann, “en eg hífði orðið
það, og það veit hún. Þetta er allur sann-
leikurinn, og nú er eg, guði sé lof, frjáls.”
Nelly varð glöð á svip.v
“Hún liuggar sig m^S hægu móti ýfir að
miissa mig. Það eru að minsta kosti tveir
hertogar á giftinga torginu og Luce —”
“Ó, Drake, mér líkar ekki að lieyra þig
tala svo hörkulega — okkí einu sinni um liana.”
“Fyrirgefðu Nell! Þú segir satt. En
eg get ekki gleymt að leikur hennar á hjallan-
um þetta kvöld, hafði næstum rænt mig þér
fyrir fult og alt, og bakað okkur sivo mikla sorg
og kvalir.”
“En þú verður að gera það,” sagði Nell
alúÖlega. “Það hefir máske ekki veriÖ gam-
anleikur. ’ ’ v-
Hann hló aftur og dró haoa til sín.
“Ó, Nell, eftir allar þær reynlslur, sem
þii hðfir orðið fyrir í Wolfer House, slrilur þú
ekki þessa tízkustúiku; það hefir altaf verið
gamanleikur frá hennar hlið — þú mátt trúa
mér. En við skulum ekki tala meira um hana.
Þegar við erum gift, þá skulum við fara til
Beaumont Building — mig langar til að sjá
herhergin sem þú liefir búið í”.
Nejly roðnaði, þegar hún heyrði orðin:
“Þegar við erum giift.”
“Og nú verður þú mér samferða til hall-
arinnar, góða stúlkan mín,” sagÖi hann. “Greif-
innan verður glöð yfir sáttum okkar og trúlof-
an. Hún veit ekkert um ást okkar og að-
skilnað, en nú ætla eg að segja henni það, og
hún mun verÖa glöð. Nú vilt þú setjast að á
Anglemere, og mæta sömu meðferð og prin-
sessa.” \
“Nei, Drake,” svaraði hún, “það get eg
ckki. . Eg verð. að vera lijá honurn, hann
þarfnast mín með enn þá.”
Hann þagði eitt augnahlik og
hendi heimar.
“Það skal vera eins og þú vilt, drotning
mín,” sagði hann rólegur. “ó, Nell, eg verð
lélegur eiginmaður, því eg isé að eg muni veita
þér ofmikið eftirlæti með því, að láta þig fá
viilja þinn. Mig langar svo mikiÖ til að hafa
þig hjá mér. En eg veit að þú segir satt —
og Nell, gifting okkar má ekki fresta, þegar
Flaeoner batnar.”
Hún dró hendina að sér, en hann tók hana
aftur og har hana að andliti sínu.
“Eg get ekki beðið lengur, eg verð að vera
viss um þig,” sagði hann næstum hátíðlega.
“Eg vil ekki eiga á hættu að missa þig aftur.
Og auk þess — þú gleymir því, að við höfum
verið trúlofuð í tvö ár! Tvö ár! Heil
eilífð.”
A þessu augnabliki ómaði bálf gremjulegt
“halló” í skóginum.
. Þetta var Dick, og liann nálgaðist þau
meðan hann lirópaSi: *
“Nell — Nell! — Hvar ertu, Nell?”
Þau höfðu ekki tíma til að hreyfa sig áður
cn lrnnn kom til þeirra.
“Hvar hefir þú verið, Nell? Eg er að
deyja úr hungri —” hann þagnaði og starði
fyrst á blóðrauða andlitið hennar Nelly, og
næst frá þvtí á glaða, brosandi andlitið hans
Drake. Hvað — ”
Drake tók hendi Nellys.
“Við höfum bæði gleymt þér, Dick, og öll-
um og öllu í kringum okkur. En þú munt fyr-
irgefa okkur, þegar þú heyrir að Nelly o«- eg
erum —” ,
“Eruð sátt aitur,” sagði Dick brosandi.
“Er það tilfellið? En það hefir ekki- tekið
langan tíma. Eru það ekki hér um bil átján
mánuðir?”
Eitt augmalblik voru þau hnuggin.
Svo brosti Drake.'
“Réttum átján mánuðum of lengi, Dick,”
sag’ði hann. “En nú verður þú að óska okkur
hamingju'. ’ ’
“Já, já, það geri eg, eða réttara sagt, eg
vildi gera það, ef eg væri ekki að deyja af
hungri!” svaraði Dick. “Meðan þið íiafið
setið liér og skrafað undir kastaniutrénu, hefi
eg verið að basla við rafmagnsvélarnar, og að
eins að sjá braiið og ost hefði þýtt tárin mín.
En eg er glaÖur, Drake,” sagði hann alvarlegTÍ,
“glaður ykkar vegna, því það var auðvelt að
sjá, að þið voruð bæði óánægð yfir skilnaðinnm.
Ó, eg vildi að eg yrði ekki fyrir brjálsemi ást-
arinnar.”
“Það var mjög lagleg stúlka, sem hét Angt^
við dansinn hjá Malbys,” sagði Drake hugs-
andi, “mjög fögur stúlka, sem sat, en dansaði
ekki, hjá einum ungu vina minna.”
Diok roðnaði og leit hálf feiminn til þeirra.
“Nú, jæja, Drake!” sagði hann. “Þetta
cr isatt, og eg hefi líka séð hana nokkrum sinn-
um í London —”
“Ó, Dick, þú hefir okki sagt mér þetta,”.
sagði Nelly ása'kandi.
“Nei, stúlka mín, eg segi þér ekki alt,”
sagði hann með sæmd. “Og nú segi eg þér
ekkert, fyr en þú kemur og gefur mér eitt-
hvað að eta. Eg skal ganga á undan og líta
ekki við.”
Nelly roðnaði og leit biðjandi á Drake, og
hann tók handlegg Dicks og gekk með honum
í áttina til dyravarðarhúsisins, en Nelly gekk
með hægð á eftir þeim.
Þegar þau komu inn í húsið, kom hjúkrun-
arstulkan út frá Falooner, og Nelly spurði um
'líðan ihnns.
“Hann er rnilriu hressari, ungfrú,” sagði
hjúkrunanstúlkan, og hann bað mig að segja
vkkur, að sér þætti vænt um ef þér og lávarð-
urinn vilduð koma upp til hans.”
Dra'ke kinkaði og gekk með Nellv upp
stigann.
Falconer sat í rýminu og studdist við
margar scssur.
Hann hei’lsaði þeim með brosi, brosi setn
huldi viÖkvæmuina í eðallyndu eðlisfari.
Nelly gekk kyrlát, næstum hra>dd inn til
l’.ans, vitandi að hún hafði lilotið gæfu sína á
kostnað þess manns; en Drake gekk til hans
og rétti honum hendina.
“Við erum komin til að þakka yður, Fale- i
oner,” sagði hann innilega. “Það er að segja,
að íþakka yður eins og iþér verðiskuldið, getum
við ekki. Við getum aldrei endurgoldið það,
sem þér hafið gert fyrir okkur. Þér hafiÖ
skapað ánægju, 'þar sem ekki var annað en ör-
'vilnan og sorg. ”
Hann þagnaði, því í augum Faleoners sá
hann hve stór fórn hans var. Þajð sem Falc-
ener hafði gert fyrir liann, var ofaiyöllu þalik-
Falconer leit til þeirra á víxl, með angur-
væru brosi.
“Eg skil alt,” sagði hann. “Þið þlírfið m
ekkert að segja mér. Eruð þér nú ánægðar
Nelly?”
Hún knéféll við rúm hans með tár í augum,
“Ó, hvað á eg að segja,” sagði hún.
Hann brosti til hennar með ólýsanlegri
blíðu.
“Þið hafið sagt nóg, og eg hefi fengið
ríkuglegt endurgjald. Haldið þér að ánægja
vðar sé þýðingarlaus fyrir mig? Hún er mér
dýrmætari en sjálft lífið.”
Svo snéri hann sér að Drake.
“Þér þurfið ekki að aumkast yfir mér, lá-
varður Angleford. Það er engin ástæða til
þess.”
Dræke tók hendi hans og þrýsti hana.
“Þér verðið brátt að verða hraustur, Falc-
cner, annars er okkar gæfa eyðilögð.”
Falconer kinkaði.
“Eg verð bráðitm heilbrigður, ” sagði
hann “Li'stamenn eru aldrei án huggunar.
Listin er afbrýðissöm húsmóðir, og þolir eng-
an keppinaut.”
, “Og eg tilbiÖ þá húsmóðir, sem gerir yður
nafnfrægan,” sagði Drake.
Falconer brosti.
“Listin borgar fyrir sig”, sagði hann.
Nelly stóð upp og læddist út úr herberg-
inu. Þegar hún var farin leit Falconer al-
varlegur á Drake.
“Verið þér góður við hana, lávarður. Þér
liafið grætt ósegjanlega verðmikinn dýrgrip,
gætið hans vel.”
Drake kinkaði.
“Eg veit þáð,” sagði hann stillilega.
Nelly kom aftur inn með fiÖlu Falconers,
sem hún lagði í liinar framréttu hendur, og
ihann lagði liana við kinn sína, stilti hana og
fór að leika, með þalririátu augnatilliti til
hennar.
Nelly og Drake gengu að glugganum og
stóðu þar.
Fyrst lék hann mjög hægt, sorglegt og við-
kvæmt lag; svo urðu tónarnir smátt og smátt
hærri, og fvltu litla herbergið með þeim söng,
,sem framleiddi þá gleði, er að eins hljóðfærin
geta látiðj té.
Drake tók hendi Nellvs og þrýsti hana;
en augrn hennar fyltust tárum.
“Drake!” umlaði hún. — “Drake!”
“Mín eigin Nell!” Imslaði hann.
Svo hætti söngurinn. Falconer lagði
fiðiuna á dýnuna, liallaði sér aftur á bak og
lokaði augunum með jafn rólegt andlit og sof-
andi barn.
“Farðu nú,” hvíslaði Nelly, og Drake
læddiist út frá Nelly knéfaUaudi við hlið Falc-
oners, sem sjáanlega svaf.
Drake gekk ofan stigann eius og í draumi
og stefndi til hallarinnar.
Greifinnan kom á móti lionum, og án þess
að segja eitt orð, tók liann liendi hennar og
leiddi hana inn í lestrarstofuna.
“Ó, livað er nú Drake?” spurði liún kvíð-
andi, því h.ún vissi að eitthvað hafði skeð.
Hann lét hana setjast á hægindastólinn, og stóð
fyrir framan liana yfirburða ánægður.
“Eg hefi nkkuð að segja,” sagði hann.
“Eg ætla að gifta mig.”
Hxin brosti til bans.
“Það gleður mig, Drake. Eg hefi búist
við þessum tíma. Það var leiðinlegt að hún
varð að fara.”
“Hún? Hver?” spurði hann. \
Greifinnan starði á liann.
“Ilver?” sagði hún hissa. “Hver önnur
en lafði Luce?”
\
♦