Lögberg - 14.04.1921, Qupperneq 4
M». 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
14. APRIL 1921
Jögbirg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Prets, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Talsimart N.6327Ioi N-6328
Jón J. Bfldfell, Editor
Utanáskrilt til blaSsins:
Tt(E C0LUM|BI/\ P^ESS, Ltd., Box3l72, Winnipog. SJan-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpag, M&n.
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbla Press, Limtted, in the Columbia Block,
853 to 867 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba.
Talsímagjöldin í Manitoba.
Talsvert umtal hefir orðið um tekjuhallann,
sem varð á talsímakerfi Maqitoba fylkis, síð-
astliðið ár, og eins og við er að búast hafa
dómar blaða og einstaklinga verið mismunandi.
Sum blöðin hafa talið það órækan vott þess, að
stjórnin væri orðin eyðslusöm og hugsunarlaus
um hag almennings, og léti reka á reiðanum.
Einstaklingarnir hafa hrist höfuðin og sagt að
það væri hámark svívirðingarinnar og á því
væri engin ]>örf, ef bærilega væri með farið, að
minsta kosti ætti ekki aÖ þurfa að hækka tal-
símana eins gífurlega og til stæði.
Fjærri sé það oss að vera að mæla með því
íið nauðsynjar manna séu hækkaðar í verði —
í'ólki sé gert erviðara fyrir, en nauðsyn krefur
nú á tímum, til þess að framfleyta lífinu.
En á hinn bóginn héldum vér að hverju
einasta mannsbarni væri Ijóst að framleiðslan
•og viðhald á öllum iðnaði, ekki að eins hér í
Manitoba, heldur um allan heim hefði hækkað
gífurlega í verði á stríðsárunum, og að þess
vegna hefir varan orðið liverju nafni sem hún
nefnist, að seljast fyrir hærra verð en áð-
ur gerðist, eða þá að framleiðendurnir hafa
sokkið í skuldir og flosnað upp.
Til íþess að mæta þessum kringumstæðum
var verð hækkað á öllum sköpuðum hlutum —
verkalaunin, húsaleigan, matvaran, klæðnaðar-
vörur, iðnaðarvörur allar, alt hækkaði í verði
ekki að eins lítillega heldur tvö og þréfaldað-
ist í sumum tilfellum — Alt segjum vér hér hjá
oss í Manitoba, nema talsímagjaldið það er það
eina af nauðsynjum manna á þessum slóðum sem
hefir haldið sér — sem ekki hefir verið sett*
upp eitt einasta cent síðan árið 1912.
Þó er starfræksla símakerfisins ekki und-
anþegin því alsherjarlögmáli sem ráðið hefir í
öllum iðnaði og við alla starfrækslu og sem
bent hefir veriÖ á hér að framan, iþví alt efni
sem til starfrækslu talsíma kerfisins hefir þurft,
hefir hækkað verið um 120%, eða meira en tvö-
faldast, og vinnulaun fólksins sem við talsím-
ann vinnur eru $1,100,000 hærri 1920, en þau
voru árið 1914.
Er þá nobkur furða Iþó tekjuhalli sé? Er
rokkur fjölskyldu faðir til í öllu landinu sem,
hefði getað framfleytt fjölskyldu sinni á sömu
launum og hann hafði árið 1912?
Er nokkur sölubúð sem hefði getað staðið
í gegnum stríðið og stæði ennj ef hún hefði selt
vörur sínar fyrir sama vorð og hún gjörði árið
1912?
Getur nokkur maður, nokkurt félag eða
nokkur stjórn selt ódýrara en hún kaupir, án
þess að tekjuhalli komi fram?
Vitaskuld ekki. Dað væri mótstríðandi
heilbrigðu viti, og allri verzlunarreynslu allra
manna á öllum tímum, að ætlast til þess.
Menn spyrja ef til vill, því stjómin hafi
ekki fært talsímagjaldiÖ upp fyr?
Það er af skyldurækni og umönnun fyrir
hag almennings, á meðan dýrtíðin var sem allra
tilfinnanlegnst — meðan lífsnauðsynjar fólks
fóru svo að segja daglega hækkandi í verði og
fólk gat naumast mætt þeim útgjöldum sem
hversdagsKfið krefur. Var þá ekki sjálfsagt
fyrir stjórnina að reyna að létta byrðunum af
því að svo miklu leyti sem hún mögulega gat,
og ekki síst, þar sem en var ekki orðin tekju-
halli að því er talsímann snertir, enda þótt
stjórnin hafi séð að þess gat ekki orðið langt að
MSa eða með öðrum orÖum, stjórnin hlífði
fólkinu eins lengi og hún gat án þess að stofna
þessu þjóðnytjatæki í voða. Og nú þegar
framfærsla á talsímagjaldi kemur þá
virðist hún vera svo sanngjörn, þegar ástæður
allar eru teknar til greina að á minnu gat varla
verið von.
Aður en þessi fyrirhugaða breyting á síma-
gjaldinu var gjörð, voru talsímar í Winnipeg
$30 til notkunar í prívathúsum, en $60 til notk-
unar við verzlanir eða skrifstofustörf (fyrir
árið). Nú er áformað að selja þá á $38 til
heimilis þarfa og 84 til verzlunar eða skrf-
stofuþarfa og þar af ákveðið að gefa afslátt eíf
gjöldin eru borguð fyrir tiltekinn tíma, svo að
afslættinum frádregnum, kosta talsímarnir
$82,00 og $36,00, sem gjörir þá framfærsluna
hér í Winnipeg $22 á talsímum sem notaðir eni
við verzlanir og skrifstofustörf/en $6 á þeim
sem til heimilis þarfa eru notaðir.
í öðrum deildum fylkisins, því kerfinu er
skift niður í deildir, er framfærslan sem hér
segir: Brandon deildinni frá 40—50 fyrir tal-
síma sem notaðir eru til verzlunar eða skrif-
stofu þarfa og' frá 25—30 til heimilis þarfa.
Portage La Prairi deildin, verzlunar og
skrifstofu síma frá $35—$45 og heimilis frá
$20—$25. “D” (Jeild, Dauphin, Selkirk, Car-
man, og fl., verzlunársíma frá 25—30. Heimilis
frá 20—25. “E” deild Boissevain, Gilbert
Plains, Carbery, ög fl., verzlunarsíma frá 22—36
Heimiíis frá 15-—24.
Eins og að framan er minst á, þá er á-
kveÖið að gefa afslátt þeim sem borga gjöld
sín fyrir ákveðin dag 50 cent á hverjum fjórum
mánuðum eða $2,00 á ári.
---------o
Arthur W. Mellon.
»
Ef hinum nýja fjármálaritara Bandaríkj-
anna, Audrew W. Mellon, lætur áKka vel að
stjórna þjóðarbúinu og sínu eigin, ætti ríkisfé-
hirzlan sannarlega ekki að vera í hættu stödd.
MaÖurinn er margfaldur miljónamæringur og
gengur líklega næst J. D. Rockefeller að auð-
æfum. Mellon á heima í Pittsburgh og hefir
verið um langan aldur lífið og sálin í flestum
nytjastofnunum horgarinnar, sem og Pensyl-
vaniu ríkisins í heild sinni. Hann var með-
stjórnandi í eitthvað milli sjötíu og áttatíu fram
leiðsiu og fjármála fyrirtækjum áður en hann
tók við hinu nýja embætti, og á vitanlega hreint
ekki svo litla fúlgu í hverju um sig. —
The Mellon National Bank í Pittsburgh, ber
nafn fjármálaritarans og á bankastofnun sú
eignir, er nema fullum $132,000,000 — miljón.
um.
Mellon fjármálaritari er meðalmaður vexti,
viðmóts þýður og framúrskarandi blátt áfram;
hann er heimilis elskur og kvað litla sem enga
tilhnegingu hafa haft til opnberrar hluttöku í
stjórnmálum, enda tiltölulega lítt kunnur utan
takmarka ríkis síns, nema þá helzt fésýsln-
mönnum. Senator Knox er sagður að hafa
átt frumkvæði að því, að Mellon var boðið fjár-
málaritara embættið og mun útnefningin að
nokkru leyti mega teljast hans verk. —
Andrew W. Mellon er sextíu og átta ára
að aldri, en unglegur og ern, sem væri hann
innan við fimtugt. Hann hefir mesta nppá-
hald á hestum og tekur sér útreiðartúr hvenær,
sem því verðnr viðkomið. FaÖir fjármála-
ritarans var Thomas dómari Mellon, fæddur á
frlandi, en móðirin Nagley, komin af gömlum
höfðingjaættum í Keystone ríkinu. Hvort-
tveggja foreldranna urðu hálf tíræð og boriÖ
saman við það, er fjármálaritarinn eigiplega
ungur maður enn. Andrew W. Mellon á fag-
urt heimili í Pittsburgh og skrautlegan sumar-
hústað við Ligonier í Pensylvania ríkinu.
Tvö eru börn hans, dóttir er Ailsa heitir, nítján
ára, og Paul, bæði í föðurgarði.
---------o--------
James Earle Frazer.
Hann fæddist í Winona , Minnesotaríkinu
fyrir fjörutíu og fimm árum og er nú nafn-
frægur höggmyndasnillingnr, eigi að eins innan
vébanda þjóðar sinnar, heldur einnig út um
allan hinn mentaða heim. Faðir hans vann
að járnbrautarlagningnm; fylgdi sveinninn
honum iðulega um sléttur, skóga og merkur og
festi þá ungur auga á ýmsu því, er varð honum
til ómetanlegrar örfunar á listamanns braut-
inni. Þar lærði hann meðal annars fyrst og
fremst að þekkja Indíánana og þangaÖ sótti
liann fyrirmyndina í listaverkið “The End of
the Trail,” er vann honum heiÖurspening úr
gulli á Panama-Paeific alþjóðasýningunni. —
Vafasamt mun mega telja hvort Frazer
hefði nkkru sinni lagt út á hina örðugu lista-
mannsbraut, ef atvikin hefðu ekki hagað því
þannig til, að föður hans bauðst atvinna í
Chicago, er hann iþáði og fluttist sveinninn
þangað með honum. Tók hann þá samstundis
upp nám við Chicago Art Institute og lauk
prófi með lofi eftir nokkur ár. Eftir það
fór hann til Frakklands og hélt áfram frekara
námi undir leiðsögn Falguire og Julen og hlaut
verðlaun í París, fyrir beztu höggmyndina, er
nokkur ameriskur listnemi hafði þar gert um
þær mundir. Einn þeirra, er cíæmdi honum
verðlaunin, var Saint-Gaudens og tókst með
þeim þá þegar hin innilegasta vinátta. Arið
1912 setti Frazer á stofn höggmynda stofu í
Mac Dougal Alley, New York og hefir mótað þar
og höggvið hvert listaverkiÖ öðru frægara.
Brjóstlíkan forkunnar fagurt, hefir hann gert
af Roosevelt forseta, en í því sambandi naut
hann Saint-Gaudens að — Roosevelt hafði far-
ið þess á leit við Saint-Gaudens, að hann gerði
af sér brjóstlíkan, en um þær mundir lá hinn
síðarnefndi hættulega veikur og gat þar af
leiðandi ekki gefið sig við verkinu. Bað hann
forsetann nm að láta Frazer gera verkið og
kvað hann vera sér fyllilega jafnsnjallan.
Roosevelt var í sjönnda himni yfir myndinni,
enda er hún að dómi listamanna, sú_þmg eðli-
legasta og bezta er gerð hefir verið af hinum
fræga forseta og reyndu þó margir. —
1 Lake View kirkjugarðinum í Cleveland.
Ohio, stendur minnisvarði gerður af Frazer,
vfir John Hay, ríkisritara í ráÖuneyti Roose-
velts. Á myndinni hallast Hay fram á granít-
stöpul og drýpur höfði eins og í djúpum hug-
leiðingum, en drættir allir sýnast þrungnir af
lífi. Tvær síðustu höggmyndimar, er Frazer
hefir gert; eru af svenska uppfyndingamann-
inum John Ericsson og Alexander Hamilton,
hinum fyrsta fjármálaritara Bandaríkjauna,
og á mynd hins síðarnefnda að standa beint
framundan byggingu fjármá/laráðuneytisins í
Washington.
Einnig hefir Mr. Frazer gert sigurmedalíu
þá, er útbýta skal á meðal allra Bandaríkja-
hermanna þeirra, er í ófriðnum rtiikla tóku þátt
og kvað vera hinn merkilegasti gripnr.
Allar höggmyndir Frazers hafa á sér að
einhverju leyti blæ listarinnar forngrísku, að-
dáanlegt samræmi og yndisþokka.
Edwin Denby.
“ Hvat manna es þat?” spurði fólk víðs-
vegar um Bandaríkin, er það varÖ heyrin-
kunnugt, að Warren G. Harding, hinn nýi for-
seti, liefði valið Edwin Debby frá Detroit til
þess að takast á hendur forystu flotamáladeild-
arinnar. Jú, ýmsir könnuðnst að vísu við
nafnið, án þess þó að geta gert sér glögga grein
fyrir því, við hvern var átt. Ibúarnir í De-
troit þurftu einskis að spyrja í þessu sam-
bandi, þeir vissu gerla deili á hinum nýja flota-
málaritara. Hann hafði átt heima á meðal
þeirra og liðið með þeim súrt og sætt, frá því
er hann fyrst setti upp lögmannsskrifstofu þar
í borginni árið 1896. Þeim var það Kka full-
kunnugt, að auk þess góða orðstírs, er Denby
hafði getið sér á sviði lögvísinnar, var hann
einnig béljarmenni að burðum og knattspyrnu-
meistari svo leikinn, að fáir stóðu honnm á
sporði.
1 Detroit er flotamálaritarinn bezt þektur
undir nafninu “hertogi”, en hvernig á auk-
nefni þessu stendur, veit enginn.
“Hertoginn kominn í ráðuneytið! Ekki
cema það þó,” var á hvers manns vörum í borg-
inni eftir að fregnin um útnefninguna hafði
verið opinberlega staðfest.
Edwin Denby er talinn að vera maður tæp-
ast einhamur, að því er vinnubrögðum við-
kemur; það er engu ilíkara, en knattspyrnumóð-
urinn sé ávalt á honum, að hverju sem hann
TEKJU-SKATTUR YÐAR
VIÐSKIFTAVINIR bankans eru ámintir um
að senda inn skýrslu yfir inntektir á árinu
1920, fyrir 30. apiíl til skrifstofunnar sem
tiltekin er á skjalinu, að öðrum kosti getið
þér orðið fyrir útlátum.
Eydublod /ast i hvada
Posthusi sem er
The Royal Bank of Canada
lllllHIHIIItl
IIIIHIHII
llHIIIIHiKIIIBIIIianilHIIIII
:
■
■
■
Alla næstu viku gefum við 1 Oc af-
slátt af hverju dollars virði af matvöru
sem keypt verður, þar í er sykur og
hveitimjöl, kaffi og fleira. Notið tæki-
færið að kaupa matvöru ódýrt.
Elis Thorwaldson,
Mountain, N. Dakota
i
■
■
■
■
■
|
SlllllMIIIIHIIIHIIIIHIlllHIIIIHIinHIIIHIIIIHIimilIIHIIIIHIIIIHIIIIMIIIMIIIIHIIIIIHIIIIBIIIIBIIIIIHIIIIHIIIIHIIIHIIIHIII
IIIIIB
gengur.
Hinn nýi flotamálaritari er rúmlega fim-.
tugur að aldri, fæddur í Evansville í Indiana-
ríkinu og stundaði nám við Michigan háskól-
ann og lauk þar fullnaðarprófi í lögum með
bezta vitnisburði. Ekki lagði hann samt hart
að sér við lesturinn svo mnn vissu til, enda mun
vart hafa verið haldið það íþróttamót í grend-
inni, að ekki sýndist Denby þar með allan
hugann. En hvað sem því leið, þá slppp hann
með betri einkunn frá prófborðinu en flestir
slíólábræður hans. — Denby er enn svo ungur
í embafetti, að hæfifeikar hans til umboðsstjórn-
ar hafa vitanlega ekki fengið að sýna sig, en»
að hann verði röggsamur og láti til sín taka á
ýmsan hátt, þarf ekki að efa. — Embœttismejm
flotamáladeildarinnar héldu Denby veizlu í
Washington fyrir skömmu, og flutti hann þar
ræðu, er sætti næsta misjöfnum undirtektum.
— Vildi hann meðal annars ekki heyra það
nefnt að takmarka á nokkurn hátt flotaviðbún-
að þjóðar sinnar. Hann kvaðst telja það ó-
hugsandi með öllu, að Bandaríkin mundu nokk-
urn tíma lenda í stríði við Bretland, en sagðist
á hinn bóginn hreint ekki geta séð, því þau
mættu ekki hafa jafn voldugan flota eða jafn-
vel voldugri.
----——o------------
Ungfrú Elínu GuSmundsdóttur
sómi sýndur.
Nýlega var íslenzkri stúlku, El-
ínu Guðmundsdóttur að nafni,
sómi sýndur af bæjarbúum í Span-
ísh Fonk, Utalh. Um sex hundruð
manns safnaðist saman í aðal
samkomusal bæjarins til þess að
votta þessari löndu vorri virðing
og þakklæti. Ungfrú Guðmunds-
son er dóttir Eyjólfs Guðmunds-
sonar sem kom .til Spanislh Fork
ásamt fjölskyldu sinni ihaustið
1885 af Vatnsnesi á íslandi, en
sem nú er dáinn fyrir nokkrum
árum. pessi dóttir Ihans, er geng-
ur undir nafninu Ellen Jameson,
stundar skólakenslu og Ihefir unn-
ið sér í þeirri stöðu traust og virð-
ingu meðborgara sinna og hrifið
þá eftir frétt þessari að dæma með
fagurri og Ihljómþýðri söngrödd,
sem henni hefir verið gefin í of-
análag í ríkum mæli. í samsæti
þessu var ungfrúnni flutt, eftir-
farandi kvæði, sem lýsir svo vel
tilfinningum samborgara hennar
og líka lífsstefnu ungfrúarinnar
sjálfrar:
Her sweet voice ever attuned
To the higher things of life,
She has sung her message of
cíheer
Thro’ the trials, tihe stress and
strife.
When bereavements’ cloud, like
pall,
Has ihung over many a home,
Her voice has carried God’s
message
, Of faith in the life to come.
And when, on our glad occasions,
We have met to praise and rejoice,
W’ve forgotten our cares and
troubles
In .this thrill of her sweet, true
voice.
In training the little cfhildren
She has tauglht tihem to give
tiheir best,
And gladly have they responded
At a kind, loving teachers’
request.
Modest and sweet as a violet
\ fair,
She has ever done well her part,
It’s not only her voice we love
her for—
It’s also her noble, true heart.
Gunnar’s Holm.
By Jonas HaUgrimsson
Translated by R. Fjelsted
The sun b«amed o’er a land of olden story,
And Isle Mountain peak of silver-gray
Was flushed with summit-golden sunset glory.
East, towers a mighty shape in white array,
And cools its brow resplendent, which are laving
Cerulean-shining fountains of the day.
On a sheer precipice, a fall is raving
To spirits of the cliff; beneath are hiding
Frosti and Fialar golden treasurer saving.
Against them, Spire Mountains stand bestriding
The land; the sable cloak their limbs enclose
Is girt with green where dales begin dividing.
With helmet glittering like driven snows,
They see blue waters from melodious choirs,
At moot in meads where Crooked River flows,
Where llttle hearths, that burn contended fires,
Dot greening fields and lawns alive with flowers.
Northward arises Hecla with her spires:
Above grim frost; below volcanic powers:
In depths unfathomed, fettered and repining,
Death and Destruction dwell unnumbered hours.
Above those sable halls, flash, mirror-shining,
Their raven-flinted roofs, aloft in air.
Thence smiles prosperity the land entwining:
For Markfleet, in the middle valley fair,
Booms on the ear; and where its banks are bended,
Lie full-grown fields; and fertile meadows rare
Fling up their filmy tapestries extended,
Glittering, bud-bespangled, golden-spui>.
The eagle wheels with yellow talons bended,
For fishes there in all the rivers run.
The birch-thrush, like a flash in air, is flying;
And rowan-tufted woods riné in the sun.
From the rich garth, high on the fell-side lying,
Are turned twain steeds unto the distant shore,
Whence breakers’ echoes undulate in dying:
Not e’en still days becalm the billow’s roar,
On Isle Sand, where mighty ocean wages
His unremembered, elemental war.
A trusty hawser to the shore engages
A fair-built ship with sails furled to the mast;
A flashing ship’s-head ’gainst all danger rages.
Thereon twain brothers are to leave, at last.
Their native shores with yearning they are viewing.
They will not look on thcm till years are past,
In alien countries days of exile ruing:
There never homefelt kindness to abide:
Such is the cruel doom the fates were brewing.
A glorious hero now away doth ride:
Gunnar from lofty Lithend is departed,
Armed with his whetted halberd. By his sidel
On sorrel steed, the selfsame road has started
One with a sahre blue unto him bound:
There all might Coalbeard ken, the noble-hearted.
So both fhe brothers journey o’er the ground:
Swift-footed coursers hurry to the river;
And Coalbeard gazes out on Isle Sound;
But Gunnar, where the fells in hazes shiver.
The famous hero then, with spirit glowing,
Neither at foes nor death doth blanch or quiver:
“Scenes smile such an unearthly beauty showing:
White flocks cloud meadows green in summer-glory;
’Gainst yellow fields the reddened rose is blowing.
Here will I live, e’en should my grave be gory.—
Live all days God may send. Now fare thee well,
Brother and friend.” So runs brave Gunnar’s story.
Not e’en grim death could Gunnar’s heart compel
To leave his homeland fair for lands asunder.
But ruthless foes, with treachery most fell,
Slew a man good and true in battle-thunder.
And yet, his heart-felt story is a spell,
Where on the chilling sands I tread and wonder,
That, in the wild /Surge furiously driving,
Still Gunnar’s Holm in verdantly surviving.
Where there of yore a fertile field was spread,
Cross River rolls in angry perturbation.
Sun-flushed, the ancient mountains see, with dread,
The valley meadows suffer mutilation.
The gnome is flown; the fairy-folk are dead,
Gloom in the land, and droops the weary nation;
A hidden hand still keeps, in verdant glory,
The spot, where Gunnar turned in olden story.