Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.05.1921, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, ð. MAí 1921 BROKIÐ J?OYAK CRowM Safnið atnbúðannm og Coupoas fyrir Premíur Or borg; mm Mr. Jónas Jónasson frá Selkirk, Man., kom til borg’arinnar snöggva ferð á þriðjudaginn. Leikfélagið íslenzka fer vestur til Vatnaibygða 15. þ.m. og leikur ímyndunarveikina og Heimilið í Churchbridge 16. og 17. maí, Leslie 18. og 19., í Mozart 20., í Kandahar 21., í Wynyard 23. 24 og 25. og í Elfros 26. og 27.. Nqn ar auglýst í næsta blaði. G. G. Goodman, bóndi frá Wyn- yard og kona hans komu til bæjar- ins í síðustu viku. Kom Mrs. Goodman til að leit sér lækninga og dvelur hér enn, Mr. Goodman hélt heimleiðis á mánudagskvöld- ið. Gunnar ritstjóri Björnsson, sem er á ferðalagi um bygðir íslend- inga í þarfir kirkjufélagsins, kom frá Langruth í vikunni sem leið, hélt hann >ar tvo fundi og var erindi ihans þar prýðilega tekið, eins og því hefir verið alstaðar annarstaðar þar sem hann hefir farið. Lagarfoss kemur til New York um 11. maí og tekur fartþegja annaðíhvort frá Bayonne New Jer- sie eða frá Halifax, Canada. Ef Lagarfoss tekur farþegjana i Bay- onne, þá verða þeir að vera komnir þangað fyrir 20. maí. Ef hann tekur þá í Halifax þá verða þeir að vera þar til staðar þann 20. p^tta er eina beina ferðin sem til íslands fellur fyrst um sinn og þeir sem hugsa um að fara með skipinu og búa út á landi verða tafarlaust að srma Árna Eggertssyni, 1101 Mc- Arthur Bldg., Winnipeg, en þeir sem í bænum búa að hafa tal af honum. Fargjald með skipinu frá Winni- peg og til Reykjavíkur er á fyrsta farrými $150,15. En $113,65 á öðru. Rúm er á skipinu fyrir 30 fanþegja á fyrsta farrými en 13 á öðru. Dr. Magnús Hjaltason, frá Lundar, kom ásamt fjölskyldu sinni til bæjarins í síðustu viku og dvelur hér fyrst um sinn. Heimili doktorsins er að.682 Gar- field Street. Kvenfélag Skjaldborgarsafnað- ar ætlar að balda bazar í enda þessa mánaðar. — Mrs. S. K. H>all, var skorin upp á almenna sjúkrahúsinu í síðustu viku og líður ágætlega. Mrs. Stefán Johnson, gekk undir upp3kurð á sjúkrahúsi bæjarins nú á mánudaginn var, uppskurð- urinn hepnaðist mikið vel og líð- ur sjúklingnum vonum fremur vel. Dr. B. J, Brandson gjörði báða þessa uppskurði. Séra Friðrik Hallgrímsson, frá Baldur, frú hans og tvær dætur, komu til bæjarins á mánudáginn var, varð eldri dóttirin eftir hér í bæ og er tekin að stunda hjúkr- unarfræði við sjúkrahús bæjarins. En prestbjónin og yngsta dóttir þeirra halda áleiðis héðan og til íslands í dag. Með þeim fer og héðan ungfrú Guðríður Jónasson, alfarin til íslands. G. G. Goodmon, Wynyard, Box 239, langar til að vita heimilis- fang pórðar Guðmundssonar. Hann kom fór frá Grafarósi síð- astliðið sumar. Herra porleifur Ásgrímsson að Mountain, hefir tekið að sér, að innkalla fyrir Lögbérg á Montain, Hensel, Akra og Cavalier. Menn eru vinsamlega beðnir að greiða vel fyrir honum. Lögberg. Séra Adam porgrímsson, kom til borgarinnar fyrir helgina, til þess að eiga tal við lækni, út af las- leik sem hann hefir fundið til við og við. Hann hélt aftur heim- leiðis á laugardaginn. Jón bóndi Stefánsson frá Steep Rock, var á ferð í bænum í vikunni og fer'hann heim til sín fyrir helgina. Erfðaskráin. pegar dauðans hleyp í hyl Og hafið legg á kalda, Feikna auð eg eftir skil , Innan tveggja spjalda. Kýmnis þekku kvæðin smá Kýs eg nú að hreppi (pau sem ekki þjófar ná) peir sem búa á Kleppi. Til bræðra minna, með vinsemd og virðingu. K. N. TRAOC MAftK, RCOISTCRCO Herbergi til leigu, 3 eða 4, með svölum á baðklefa lofti, þægileg fyrir litla fjölskyldu.—A. Thord- arson, 969 Banning St. Talsími A 9416. Stúlka óskast í vist nú þegar Lysthafndur' snúi sér til Mrs. J J. Swanson, 629 Maryland Str. Phone A 4296. Mrs. Severtsen og dóttir hennar Rosamund frá Grafton, kom til bæjarins 24. s. I. mánaðar til þess að kveðja Mr. og Mrs. S. Anderson sem eru nýfarin til California. Mrs. Dr. Anderson og Helen dóttir hennar frá Portage La Pra- irie, kom til bæjarins í vikunni sem leið, til þess að iheilsa upp á systur sínar Newgard og Mrs. Severtson. Mrs. J. G. Gunnlaugsson, sem hefir dvalið í Hensel, N. D. í vetur og nú síðast lí Grafton, kom til bæjarins í síðustu viku og býst við að dvelja hér. Tvær íslenzkar stúlkur komu til bæjarins sunnan úr Bandaríkjum fyrir helgina, önnur þeirra Bára Johnson, hjúkrunarkona frá Conn- ecticutt, í kynnisför til ættfólks og vina. Hin Ásthildur (Didi) Briem, frá New York, til þess að nema hjúkrunarfræði við almenna sjúkrahúsið hér í bænum. Sameiginleg guðsþjónusta í Argyle. Á sunnudaginn var héldu Argyle búar sameiginlega guðsþjónustu í Grundarkirkju , var veður fagurt og fólk dreif að úr öllum áttum, syo sjaldan hefir meiri miannsöfn- uður verið þar saman kominn. Til- efnið var það að þetta var síðasta guðsþjónustan, sem prestur safn- aðarins séra Friðrik Hallgríms- son, hélt áður en hann og frú hans legðu af stað upp í íslandsferðina. Guðsþjónustan fór vel fram og bar hátíðabrag t. d. söng þar söng- flokkur sem 60 manns voru í, og hafði hr. P. G. Magnússon frá Glenboro æft hann sérstaklega fyr- ir þetta tækifæri. Að guðsþjónustunni lokinni var sezt til borðs í samkomuhúsinu að Grund, og neytt góðgerða sem fram voru reiddar, að því búnu var aftur gengið til kirkjunnar og þar sett kveðjusamsæti. Fóru þar fram skemtanir svo sem söngur og ræðuhöld. Voru ræður fluttar af einum fulltrúa úr hverjum söfnuði. Fyrir nönd Frelsissafnaðar talaði Olgeir Frederickson, G. J. Oleson, fyrir hönd Glenboro safnaðar, fyr- ir hönd. Immanúels safnaðar Sig- Finnbogason og Albert Oliver fyrir hönd Fríkirkjusafhaðar, og afhenti sá síðastnefndi þeim hjónum $440 að gjöf ásamt prýð- isvel sömdu og vingjarnlegu á- v#rpi sem gjöfinni fylgdi. Ræður héldu og við þetta tækifæri auk þeirra sem áður eru nefndir þeir Árni Sveinsson og Björn Walter son. Auk þessa höfðingskapar sem Argyle búar sýndu presti sínum og frú hans höfðu kvenfélög Frels is og Fríkirkjusafnaðar gefið Mrs. Hallgrímsson álitlegar peninga- upphæðir og kvenfélagið á Baldur ágæta ferðatösku og Bandalagið á Baldur gaf frúnni silfurbúna regn- hlíf, en séra Friðrik silfurbúinn göngustaf. Oft hafa Argylingar sýnt rausn og höfðingskap, en sjaldan meira en að þessu sinni og er það vel farið, því hjónin sem hans nutu voru hans makleg. pessi ungmenni voru fermd í Skjaldborg á sunnudaginn 1. maí að viðstöddum fjölda manns: .1 María Ingun Kristjánsson Holm 2. Charles Arthur Furney. 3. Jens Júlíus Jörundsson. 4. Sturla Milton Lárusson Fríman 5. Jóhann P. S. Ólafsson Pálsson 6. John Albert Péturson Erlendson 7. Ágúst L. Adólf Thomasson. 8. Josef M. Gunnarsson Goodman. Um lcvöldið var altarisgöngu guðsþjónusta, um 70 manns voru til altaris, var og fjöldi fólks við þá guðsþjónustu. R. Kafli úr sögu minni. eftir Ólaf ólafsson, kristniboða. Saga æfi minnar er stutt, en eitt er það, sem gerir Ihana merka, merkari en æfisögur flestra, og það er afturhvarf mitt. Og hvort sem saga æfi minnar verður stutt eða löng, þá verður þessi kafli hennar þó ávalt merkastur. Getur nokkuð mikilvægara skeð í lífi dauðlegs manns en að hann hverfi aftur, að drottinn nái tilgangi stn- um ií lífi hans? Eiginlega er þessi kafli um aft- urhvarf mitt dálítil saga út af fyrir sig. En hvar eða hvenær sú saga Ibyrjaði, veit guð einn. Má- ske byrjaði hún, er eg var barn við móðunbrjóst, er heilagur andi talaði máli sínu í djúpi barnssál- arinnar áður en eg skildi mál móð- ur minnar. Máske 'byrjaði hún seinna, er móðir mín á kvöldin sat á sængurstokknum, signdi barnið sitt og kendi iþví að biðja. Eða má- ske er eg gekk til prestsins; hvað sem prestinum leið, var þó barna- lærdómurinn orð guðs hið kröft- uga. Skeð getur, að saga afturhvarfs míns hafi byrjað enn þá seinna, er eg fór að heiman níu ára gam- all og varð ismali. — Fjörutíu og tvær óþekkar ær og svo fult af geldfé! En ihve eg eltist við þær! Og þess á milli grét eg af leiðind- um, þó engum segði eg frá því. Og einu sinni vantaði þrettán af kvíaánum. pá var drottinn eina afchvarf mitt. — Eða er eg var fjósadrengur ií N-.staðakoti. Vetr- arkvöldin voru koldimm og eg myrkfælinn. Oft fðkk eg alls ekki að hafa ljós í fjósinu, og stundum sloknaði á einu eldspýtunni, er eg fékk til að kveikja það með. En hve eg var hræddur. pá einnig fann eg svölun 'í að hrópa til guðs i neyð minni. 16 ára gamall fór eg á lýðhá- skólann á Hvítárbakka í Borgar- firði. Hafi eg haft nokkurt and- legt líf er eg kom þangað, þá dó 'það þar. pau áhrif hafði Hvítár- bakka skólinn á mig, enda þótt hann ætti að vera rekinn í anda grúndtvígska lýðháskóla. (Ann- ars var Hvítárbakka skólinn gagn- ólíkur samskonar skólum í Dan- mörku og Noregi og var því alt annað en grundtvígskur). Hvernig mér leið um þessar mundir,—-spurðu ekki að því. Mér lið auðvitað vel, að mér sjálfum fanst. Eg var andlega dauður. tilfinningalaus eins og lík; eins og Mk hafði eg eyru, en heyrði þó ekki; augu, en sá þó ekki. Eg var andlega dauður, svo mér stóð á sama um 'himin og helvíti, skeytti hvorki um guð eða djöfulinn — En brátt fékk eg að sjá, að guði stóð þó ekki á sama um mig. (Framh. næst.) Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur Bazaar í fundarsal kirkj- unnar miðvikudaginn 18. þ. m. Nánar auglýst í næsta iblaði. peir sem bréfaviðskifti eiga við gjaldkera Jóns Sigurðssonar fé- lagsins, Mrs. P. S. Pálsson, eru 'hér með látnir vita, að heimilis- fang hennar er ekki lengur að 666 Lipton Str., heldur 906 Banning stræti. uós ÁBYGGILEG —og-------AFLGJAFI Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJÓNUSTU Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að máliog gefa yður kostnaðaráællun. Winnipeá ElectricRailway Co. CENERAL MANAGER Það sem þarf á borðið Arborg rjómabússmjör , pundiÖ á............ 53c Ekta Santos kaffi, pundiÖ á................35c eða 3 pund fyrir....................$1.00 Sunlight Soap, 4 stykkja pakki á...........27c eða 16 stykki fyrir ................ $1.00 Plume Brand Sveskjur, í 5 punda pökkum .... 78c B. C. Gullaukur (Onions), .sérst. 12 stykki fyrir .... 25c Strawberries í þykku sýrópi , kannan á ... 40c eða 3 könnur fjTÍr..................$1.00 Niðursoðin, rauð Cherries, í þykku sýrópi, kannan 50c eða 3 könnur fyrir.......................$1.25 A. F. HIGGINS CO. Ltd. Afbragðs Matvöruverzlun — Sannjamt verð Phones N 7383—N 8853. 600 MAIN STREET KEFRIGERATORS Því ekki að reyna einn heima hjá yð- ur í 10 daga og ís fyrir ekkert FAVORITE með ís, $5 á mánuði, 9 arborg. SUPERIOR með Is, $7 á mán., 9 afborg. íif þér ákveðið að halda honum, getið þér greitt oss l>æði fy,rir Refrigerator o'g ís, með vorum auðveldu borgunarskilmálum, $3.00 á mánuði og upp, eða ef þér vilji'ð borga alt í einu og fá ólitlegan afslátt. Allar tegundir af Refrigera- Hringið upp eða skoðið þá í tors fyrir hendi, frá $10.50 til Sýnishornabjð vorri, 201 IJnd- $60. Mánaðarafborgánir ásamt say Bldg. Gefið oas svo nafn ís, $3.00 til $11.00. yðar og heimilisfang og vér sendum einn til reynslu. The Arcttc Ice Co. Ltd. PhoneF.R.981 NATIONAL THEATRE pessa viku The Great NAZIMOVA -ix— “BILLIONS” Einnig “The Avenging Aroow”, sem Ruth Rawland leikur í. NŒSTU VIKU: MAURICE TOURNEUR’S Special production “The WhÍte Circle” Robert Lewis Stevenson’s Story Séra Runólfur Runólfsson mess- ’.r í síðasfca Sinni í Skjaldborg| sunnudagskvöldið 8. þ. m. ALLIR VELKOMNIR. Biblíulestur. á hverju fimtudags, sunnudags, og þriðjudagskvöldi kl. 7,%, heima hjá undirrituðum á Banning Str. 923. Komið landar, og notið gott tækifæri til að ræða hver með öðrum hin tímábærustu al vörumál. par gefet öllum faferi á að leggja fyrir spurningar, eða láta í ljósi á-lyktanir sínar. Fyrsta samkoman verður fimtudaginn 5. maí. P. Sigurðsson. GARRICK Garry og Portage Frá 12 til 11 WINNIPEG’S NÝJA, FALLEGA MYNDALEIKHÚS Talsími: N 6182 íii1iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiihiiiiiiiiiii!IIi^ iilii* Nœstu viku: JESSE L. LASKY, PRESENTS George Melford í leiknum “The Faith Healer’ ’ eftir WILLIAM VAUGII MOODY' Grænu lilíðarnar voru veröld mannsins, þar sem hann vakti yfir hjörð sinni og dreymdi. Heimur konunnar, fánýtra skemtaha veröld, þar sem draumarnir voru glataðir. Og þegar þessir tveir heimar mælast— Saga, er sýnir, hve voldugt og fagurt mannlegt líf getur verið. MILTON SILLS og ANNA FORREST Stórhrífandi mynd VAGNHLASS af úrvals karlmannafatnaði fæst nú hjá Manufacturing Sales Go. frá Montreal 280 Portage Ave. Salan átti aðeins að standaí 30 daga og endar 15. Maí. Alt er selt með hálfvirði. KOMIÐ STRAX. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. Allra bezta tegund Rúgmjöls Jafngott rúgmjöl hefir al- drei áður þekst á mark- aðnum. Ennfremur: Pot dg Pearl Bygg Rúgbrauð er, heilnæmast B. B. Rye Mills, Sutherland Ave., Winnipeg ‘e,«KSsc' fNOTID HIN FULLKOMND VD-CAJÍADISKU FAllpKGA SKIP THj OG FKÁ Uverpnol, OlasKow. I.ondon Sonthhampton. Havre, Antwerp Nokkur af skipum vomm: Empress of France, 18,500 tons Kmpress of Brltaln. 14,500 tons [ Melita. 14.000 tons Minnedooa, 14,000 tons MrtaKiirnn, 12,000 tona Apply to . Canadlan Pacific Ocean Servlce 804 Main 8t., Winnipe* ellegar II. S. BAUDAIj, 894 Sherbrooke St. w ONDERLAN THEATRE Miðviku og Fimtudag fARMEL MYRES' í “The Gilded Dream” ^ Föstu og Laugardag CONWAY TEARLE í “MAROONED HEARTS” og “Edgars Jonah Day” Mánu og priðjudag BERT LYTELL í “The Misleading Lady.” Tilkynning. Tilvonandi sængurkonur úr ís- lenzku bygðunum, sem þurfa að koma til Winnipeg, geta fengið pláss hjá undirrituðum. Lærðar og æfðar bjúkrunarkonur við hend- ina. Frekari upplýsingar bréf- lega. 957 Ingersoll Str. Winnipeg, Talsími: A. 8592, Sig. Júl. Jóhannesson, M.D. tJtsæði til sölu. Marquis hveiti hrinsað og “test- að.” $2,50 bus'helið. Gold Rain hafrar hreinsaðir og “testaðir”, móðna fljótt og gefa mikla uppskeru $1,00. busbelið. Bjöm I. Sigvaldason. Árborg, Man. —Phone 59. Land til sölu. 1 S i/2 of N V2 Sec. 1L Ip. 25. R. 6, E. í Mikley, 96 ekrur. Góður heyskapur. Má fá 30 tonns af ræktuðu heyi, ennig skógur næg- ur til eldiviðar. Fáeinar ekrur brotnar. Gott íbúðarhús úr lumber, og aðrar byggingar. Landið er alveg á vatnsbakkan um, á góðum stað. Að eins H/% mílu til skóla, og pósfchús. Lágt verð og vægir skilmálar ef æskt er eftir. Upplýsingar hjá. TH. L. Hallgrímsson, Box 58 Riverton, Man. Málning og Pappíring Veggjapappír límdur á veggi með tillit til verðs á rúllunni eða fyrir alt verk- ið. Húsmálning sérstak- lega gerð. Mikið afvörum á hendi. Aaetlanir ókeypis Officc Phone N705.‘t Kveld Phonc A9528 J. CONROY & C0,v 375 McDermot Ave. Winnipeg YOUNG’S SERVICE On Batteries er langábyggileg- ust—Reynið hana. Umboðsmenn í Manitoba fyrir EXIDE BATT- ERIES og TIRES. Petta er stærsta og fullkomnasta aðgerð- arverkstofa í Vesturlandiu.—Á- byrgð vor fylgir öllu sem vér gerum við og seljum. F. C. Young, Limited 309 Cumberland Ave. Winnipeg Fowler Optical Co. I.IMITED (Áður Royal Optical Co.) Hafa nú flutt sig að 340 Portage Ave. fimm húsum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvað er að aug- um yðar eða gleraugun í ó- lagi, þá skuluð þér koma 'beint til Fowler Opticai Co. I.IMITEn 340 PORTAGE AVE. Til sölu. 80 ekrur af beylandi W. h. of S. W. Sec. 9 IWp. 23. R. 3. E. 6 mílur frá Riverton. Verð $900 ef borgað er út, annars eftir samkomulagi. Skrifið eða ffnnið r B. Benja- mínsson, Geysir, Man. “45 milurfrá Winnipeg,, Úrvals Manitoba Land 26,000 ekrur af óræktuðu landi í einni spildu í öruggu uppskeru héraði. Jarðvegurinn er afar auðugur og lau-s við steina eða alkali. Uppskera viss og að- flutningar þægilegir. — Löndin rerða seld áreiðanlegum nýbyggj- um á $20,00 ekran með ákveðnum borgunarskilmálum. pað er fólk af ýðar eigin þjóðerni í grend- inni. Upplýsingar veitir R. P. Allen, Corona Hotel, Winnipeg. Meðmæli: Standard Trusts Co., Winnipeg. Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Til sölu 1/2 mílu frá Gimli, ágætt íbúðarhús 26X28, með nýju “furnace”, fjós og geymsluhús, 19 ekrur af landi sem gefa af sér 20 tonn af heyi. petta er þægileg bújörð fyrir þá sem lítið vilja hafa um sig. Gimli, 5. apríl, 1921, H. O. Hallson. Hvað er VIT-O-NET The Vit-O-NET er Magnetic Heaííh Blanket, sem kemur í stað lyfja í flestum sjúkdómum, og hefir þegar framkvæmt yfir náttúrlega heilsubót í mörgum tilfellum. Veitið, þeim athygli. Komið inn og reynið. * Phone A 9809 304 DONALDA BLOCK Donald St., Winnipeg Room 18, Clement Block, Brandon

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.