Lögberg - 12.05.1921, Side 4
4
P
LÖGBERG, FIMTUGAGINN,
12 MAÍ 1921
PERCY
Og
HARRIET
Eftir frú Georgia Sheldon.
Hún var himinglöð og r.jóð í kinnum, þegar
hún heiIsaSi honnm og bauð hann velkominn.
Hann spurði um frú Gerard, og var sagt
að henni liði vel og væri kyr í Aurora h,iá vin-
um sínum um tíma.
Svo töluðu þau saman þangað til kl. var
•tíu, þá kvaddi liann hana, en bað um leyfi að
mega koma næsta daig, sem var sunnudagur, og
fara með henni í næstu kirkju til að hlý'ða á
kvöldmessu.
Meðan þau stóðu í dyrunum, þegar hann
var að fara, tóku þau eftir að andrúmsloftið
var svo undarlegt, að þau gátu ekki gert sér
grein fyrir því. En hvorugt þeirra grunaði
skelfinguna, sem í vændum var.
Þetta var 7. október 1871, þegar hinn mikli
bruni eyðilagði hinar ibeztu deildir þessarar
stóru borgar, ásamt mannslífum og ómetan-
legum auð.
Adrian gekk heim og lagðist til hvíldar.
Fyrri helming næturinnar svaf hann fast.
Um miðnætti vaknaði hann og varð þess var,
að vindurinn kom úr annari átt. Svo sofnaði
hann aftur lausum svefni og dreymdi, að hann
var áleið yfir Atlanzhafið til Englands með
Emiliu sem konu sína.
Kl. fimm vaknaði hann enn (þá, og heyrði
hávaða og óróa úti, en mjög langt í burtu. 1-
myndaði sér að eldsvoði væri í mikilli f jarlægð,
velti hann sér á hina hliðina og sofnaði enn.
Þegar hann kom niður til morgunverðar kl.
níu, heyrði hann að íbruni ætti sér stað í vestur-
jaðri borgarinnar. En engan grunaði það,
að hann mundi koma til þessarar deildar bæj-
arins, og allir voru sannfærðir um, að slökkvi-
liðið mundi sigra eldinn.
Það leit líka út fyrir að þetta ætlaði að
rætast; því seinna var sagt að eldurinn væri í
rénun, svo menn gerðu sér von um, að það
versta væri afstaðið.
Adrian fór í kirkju kl. ellefu og hlustaði á
árdegismessu, fór svo heim aftur og neytti dag-
verðar kl. 3.
Kl. sjö um kvöldið, fylgdi hann frú Graham
til kvöldmessunnar.
Þegar þau komu að dyrum hennar frá
kirkjunni bað hún hann að koma inn með sér,
og þar var hann til kl. tíu, en fór svo heim og
háttaði.
Um miðja nótt vaknaði hann við tryllings-
lega skræki, há hróp og klukknahringingu.
Meðan hann iá kyr og hugsaði um hvað
þetta hefði að þýða, hætti hringingin en voða-
kippur, eins og af jarðskjálfta kom húsunum til
að hristast. Hann fékk síðar að vita, að þessi
kippur orsakaðist af því, að hin stóra dóm-
kirkja féll til granna.
Hann þaut ofan úr rúminu og að einum
glugganum, og þar æpti hann af undran, því í
hér um ibil hundrað faðma fjarlægð sá hann af-
armikið eldbál, sem sendi tungur sínar í allar
áttir og eyðilagði alt.
Hann sá að eldurinn nálgaðist Shérman
Houise og næstu byggingar.
Brennandi tréflísar fuku í aliar áttir og
hótuðu eyðileggingu.
Adrian hraðaði sér á fætur, opnaði koffort-
ið og tók úr því áríðandi skjöl og silfurskreytta
skambyssu.
“Það sem eftir er, verður að brenna,” taut-
aði hann við sjálfan sig. Tók kápu sína og
fór út.
Alt fólkið var að fara út úr hótelinu, þegar
hann kom ofan, með fangið fult af fatnaði og
fleiru.
Nú var um að gera að bjarga lífinu.
Þegar Adrian kom út á götuna, varð hann
skelkaður af að sjá eyðilegginguna.
“Menn geta ekki slökt eldinn, fyr en hann
er búinn að eyðileggja alt niður að vatninu,”
sagði Adrian við sjálfán sig og hugsaði afar-
hræddur um Emiliu.
Nú mátti engum tíma eyða. Hún gat enn
Iþá verið óhult, en hann varð að fullvissa sig um
það.
Hann hljóp af stað og kom til heimilis henn-
ar að fáum mínútum liðnum.
Hann hringdi dymklukkunni hörkulega,
og fáum augnablikum síðar stóð frú Graham
á þrösl^uldinum.
'“Mér datt í hug að það væruð þér, sem
hringduð. Er þetta ekki voðalegt! V sagði
hún, greip hendi hans og þrýsti henni að sér á
þann hátt, sem kom hjarta hans til að slá hrað-
ara.
“Eruð þér einsamlar í húsinu,” spurði
spurði hann.
“ ,Já,” svaraði hún. “Alt vinnufólkið
þaut burt í ofboði. Eg var einmitt að tína
saman ýmsa muni, sem mér þykir vænt um, til að
taka það með mér, ef eig yrði að yfirgefa húsið,
Mér þykir vænt um að mamma er óhult í Aur-
ora,” bætti hún við.
Viljið þér njóta umhyggju minnar og
varðveizlu!” spurði hann ákafur.
“Já, auðvitað,” svaraði hún. “Það var
mnhyggjusemi af vður að koma til mín. Þér
eruð sá eini, sem hlynnið að mér, í öllum þess-
um stóra bæ. En, segið mér, er nokkur hætta
á ferðinni!”
“Já, mikil hætta,” svaraði hann. “Fáið
mér lykilinn að hesthúsinu yðar,” sagði hann
ákafur. Hann heyrði nefnilega hljóðið í mönn-
unuan og brakið í eldinum koma nær.
Án þess að segja eitt orð gekk hún á und-
an honum að gangi í bakhlið hússinis, kveikti á
gasljósinu, benti á lykilinn, sem hékk við dyrn-
ar og tók ofan ljósbera, sm istóð þar á hillu og
kveikti á honum.
Hann stóð og athugaði hana með undrun og
aðdáun, þó að hann eins og stæði á nálum, og
fyndist hvert augnablik óendanlega langt.
Hún var róleg með fullri sjálfstjórn, og á-
reiðanleg og fljót í öllum hreyfingum.
Hún fékk honum lykilinn, opnaði dyrnar
og benti á hesthúsið.
“Eg ætla láta annan hestinn yðar fyrir
annan léttasta vagninn, sem eg finn,” sagði
hann. “Og á meðan verðið þér að safna
saman nauðsynlegustu fötunum og fara, í skjól-
góða yfirhöfn. En verið þér ifiljótar, og kom-
ið isvo'hingað.”
Hann hljóp ofan tröppuna, en um leið féll
brennandi trébútur við fætur hans.
Hann opnaði hesthvisdyrnar, gekk inn og
lét annan hestinn fyrir vagn, en leysti hinn,
svo hann gæti flúið.
íS’vo sté hann up í körfuvagninn og ók tii
dyranna, þar sem frú Graham beið hans í síðri
kápu með tösku í hendi.
Adrian rétti henni hendina og leit kvíðandi
á reykinn, sem varð þéttari og þéttari í kring
um þau.
Hún greip hendi hans og sté upp í vagn-
inn þegjandi.
Á sama augnabiiki kviknaði í þakinu á hest-
húsinu hennar af fjúkandi neista.
“Yndislega heimilið mitt eyðilegist,” sagði
hún hrygg.
Adrian var mjög kvíðandi þegar hann ók
út á götuna. það leit þannig út, sem þau væri
umkringd af eldinum.
Hann hafði aldrei ímyndað sér, að eldur
gæti farið áfram með sama hraða og fellibylur,
óg eyðilagt alt: Marmarahöllina steinbygging-
ar, já, og jafnvel sterku brúna — eins og það
væru kvistir.
Hann vonaði þó að ef þau kæmist yfir stein-
brúna, sem lá yfir fljótið, mundi 'þeim hepnast
að komast til Linooln lystigarðarins, þar sem
þau væri nokkum veginn óhult.
Hann leit svo á, að bærinn væri dæmdur til
eyðileggingar, eins og Sódóma fyr á dögum —
og að þau undir berum himni í hinum stóra
listigarði, gæti að eins forðast voðalegan dauða.
Þaiu óbu eftir trjáganginum, þangað til
þau komu að brúnni. Þar sáu þau strax, að
það var að eins ein brú auk þessarar, sem eld-
urinn var en ekki búinn að eyðileggja.
Háu skrækirnir og hræðsluópin ómuðu
kringum þau hærra og hærra.
Emilia skalfa af hræðslu og var náföl í
andliti.
“Þetta er hræðileg-t,” sagði hún skjálf-
rödduð, um leið og hún leit til stóru kornforða-
búranna við ármynnið.
“Haldið þér ekki að eldurinn brjótist á-
fram að vatninu?” spurði ’hún.
“Annað er ekki sjáanlegt,” svaraði hann.
“Ekkert getur stöðvað þenna eld nema stóra
vatnið.”
“Kornforðabúrin 'brenna þá líka,” sagði
hún stynjandi.
“Já; eigið þér vini, sem eiga nokkuð í
þeim ? ’ ’
“Maðurinn minn átti nokkur hlutabréf í
þeim, sem hann fól hr. Tuft að reyna að selja,
en honum hefir enn ekki tekist það.”
Adrian svaraði engu, en með sjálfum sér
huigsaði hann, að þeis'si eldsvoði mundi gera
hana eignalausa.
Þegar þau komu til Dearbom, var allerfitt
fyrir hann að komast áfram sökum vagna og
mannþrengsla, sem eins og hann, hröðuðu sér
til lystigarðsins.
Einu sinni urðu þau neydd til að nema
staðar. Rétt hjá sér sáu þau þá litla stxilku,
sitjandi á stein hjó Ijósstaurnum, sem grét
beisklega.
Andlitið og hendurnar var svart af ryki
og reyk; jarpa hárið var flókið, og fötin huldu
naumast líkamann.
“Vesalings bamið,” sagði Emilia með tár
í augum. “Hún er alveg alein í þessum
ógnar þrengslum, og verður líklega undir fót-
um manna og deyr, ef ihiin er látin vera þarna.”
Hún hallaði sér út úr vagninum og kall-
aði: “Hvar er pabbi þinn og mamma, litla
stúlkan mín?”
“Þau em týnd,” snökti hún, en leit um
ileið forvitnislega á fallega andlitið ókunnu
feonunnar.
* ‘ Komdu þá hingað. Eg skal annast þig, ’ ’
sagði frú Graham og rétti hendina að henni.
Litla stúlkan stóð upp og hljóp til hennar,
utan við sig af kvíða, einmana og yfirgefin
eins pg hún var.
Adrian laut áfram á sama augnabliki, og
hjálpaði henni að lyfta barninu upp í vagninn,
þar sem það lá þægiiega og soifnaði næstuim strax
í keltu Emiliu.
7. Kapá'tuli.
\
Þegar Adrian hjálpaði frúnni ofan úr
vaginum, sagði hún skjálrödduð: “Þér hafið
frelisað líf mitt hr. Carleourt — já, þér hafið
frelsað tvö líf í nótt. Orð megna ekki að lýsa
tilfinningum mínum. Guð blessi yður. ”
Það var ómögulegt að segj«a hvað hún
ha/fði orðið að líða, síðan hún yfirgaf heimili
sitt. Hún miátti á hverju augnabliki búast við
því, að þau kæmist ekki lengra — að eldurinn
mundi ná þeim og veita þeim hræðilegan dauða.
Og ef hann hefði ekki verið jafn rólegur,
kjarkmikill og séður, þá hefði slíkur endi ver-
ið óumflýjanlegur. Einu sinni eða tvisvar
var hann við það að missa kjarkinn, í þessum
voðalegu þrengslúm og vandræðum sem um-
kringdi þau.
Við getum að minsta kosti dáið í félagi,”
hafði hann endurtekið hvað eftir annað, af því
að hann áleit hægra að deyja með henni, en lifa
án henmar.
En nú, þegar hann hjálpaði henni ofan úr
vagninum, var gleði hanis svo taumlaus, að
hann gleymdi sjálfum isér og lét tilfinningar
sínar í Ijós með orðum.
Hann hélt í báðar hendur hennar og sagði
hvíslandi: “Guði sé lof, að þér eruð nú úr
allri hættu, elskan mín.”
iSvipur sem lýsti hinni mestu undrun, kom
í ljós á andliti Emilíu viðt þessi orð. Á næsta
augnaibliki stokkroðnaði hún. Hún leit spyrj-
andi augum niður frá hinum ástríku augum hans
isem sögðu henni svo greinilega, að hann elsk-
aði hana.
Hún lösaði hendur sínar lir hans; of við-
kvæm og feimin til að geta gefið hlonum svar,
snéri hún sér frá honum þegjandi, til þess að
hlynna að litlu stúlkunni.
“Ó, hvað hefi eg gert?” tautaði Adriain
svipdimmur. “Hvað hlýtur hún að halda
um mig? Hværnig á eg að geta gefið henni
ekýringu á þessu, eða beðið hana fyrirgefning-
ar? En hættan og skelfingar þessarar næt-
ur, hafa verið nægar til þess að feoma hverjum
isem er, til að gleyma sjálfum sér.”
Hann losaði hestinn fró vagninum og batt
hann við tré, dró vagninn í hlé hjá trjánum og
gekk svo til þeirra.
Frú Graham sat á jörðinni m'oð baraið í
fangi sínu, sem hún hafði vafið sjali um.
“Hún þreytir yður,” sagði hann, þegar
hann sá hve föl hún var. “Látið þér mig
leggja hana í vagninn, þar sem vel fer um hana. ’
‘ ‘ Eg vil í rauninni helzt hafa hana hjá mér,’
svaraði hún, og tár komu fram í augu hennar.
“Mér finst næstum eins og eg hafi mína eigin
elskuðu litlu stúlku hjá mér aftur. En eg
veit að það fer betur um hana í vagninum, og
það er því bezt að þér látið hana þar.”
Hún leyfði honum að taka þá litlu, en fór
með honum til að isjá að vel færi um hana.
“Mamma! mamma!” snöfeti í baminu, sem
vaknaði snöggvast, þegar hún var lögð á vagn-
dýnumar. Emilia kendi sárt í brjóst um
hana og þá, sem höfðu mist hana þessa nótt,
og hlutu að sakna hennar.
“Leyfið mér að búa þægilega um yður,”
isagði hann alúðlega, og tók undan vagnsætinu
tvær kápur, sem hann hafði tekið með sér frá
heimili hennar.
“Það er stór. steinn þaraa,” sagði hann
og gekk þangað. “Leyfið mér nú að breiða
þessa kápu á jörðina fyrir yður. Hina legg
eg þá yfir steininn, sem þér getið hallað yður
að. Þér getið á þenna hátt hvílst dálítið, þó
þér getið ekki sofnað.”
Nokkrum augnablikum síðar hafði hann
búið til þægilega hvílu handa henni.
“Og hvað ætlið þér svo að gera?” spurði
hún og leit upp til hans frá lága bólinu sínu,
þakklátum augum.
“Eg skal vaka yfir yður, ef þér viljið
reyna að sofna,” svaraði hann m'eð unaðsblíð-
um róm.
Aftur blóðroðnaði Emilíá, en fölnaði svo
skjótlega aftur, eins og af sárri sorg.
“Eg sika'I sitja á milli yðar og óskila-
barasins, og jafnframt líta eftir hestinufn yð-
ar,” bætti Ihann við fljótlega, “því í þessum
vandræðafulla manngrúa, sem umkringir okk-
ur, eru eflaust misjafnir menn. Við verðum
að gæta eigna okfear vel, svo við missum þær
ekki.”
Hann gekk fáein skref frá henni, þegar
hann var búinn að segja iþetta, og frú Graham,
sem áleit sig óhulta í hanis varðveizlu, vafði um
sig kápunni sinni ok sofnaði ibráðlega, þrátt
fyrir hávaðann.
Þegar hún vaknaði þrem stundum síðar,
var bjart sólskin. Hún sá þá Hfea að Adrian
hafði lagt yfirhöfn sína ofan á hana til skjóls.
“En hvað hann er umhyggjusamur, en eg
er hrædd um að honum verði of kalt og veikist,’
hvíislaði hún að sjálfri sér.
Hún settist upp til að gá að honum, en sá
hann hvergi. Hún tók kápuna og gekk að
vagninum, til að líta eftir litlu istúlkunni.
Ilún opnaði augun og fór að gráta, þegar
hún sá sig vera á ókunnugum stað og hjá ókunn-
ugri konu.
Hún var laglegt barn, rúmlega tveggja ára
gömul, með dökt hár og augu, ljóst hörund,
og reglufbundna andlitsdrætti og yndislega
lagaðan Hkamia.
“Gráttu ekki, góða bamið mitt,” sagði
Emilia huggandi. “Eg sfcal gæta þín vel og
finna pabba og mömmu seinna.”
Hún huggaðist við þessi vingjarnlegu orð,
og rétti fram hendurnar til að verða lyft upp.
Frú Graham tók hana úr vagninum og bar
/hana að flata steininum, þár siem hún hafði hvílst
Litlu síðar sá hún Adrian koma gangandi, með
könnu í annari hendinni en pappírspoka fullan
í hinni.
“ Góðan morgun, frú Graham. Eruð þér
tilbúnar að neyta morgunverðar?” spurði
hann glaðlega.
‘ ‘ Eg hélt að hér væri ekki möguilegt að fá
neitt slíkt, og hugsaði ekki um þáð,” svaraði
hún brosandi. ^ “En nú þegar þér
nefnið það, finst mér eg vera svöng.”
“Eg hefi því ver ekki mikið að bjóða yð-
ur,” sagði Adrian, “að eins lítið af kaffi og
ögn af hveitibrauði, en það nægir til að sefa
hungur okkar, þangað til við náum í eitthvað
betra.”
Hann helti kaffí í isitóran bolla og rétti
henni hann.
“Gerið svo vel að drekka Iþetta sjálfur,”
hað hún innilega. “Þér hafið engrar hvíld-
ar notið; þér eruð fölur og þreytulegur, og þess
utan kalt. • Þér breidduð yfirhöfnina yðar
ofan á mig.”
Iíann varð isvipglaður þegar hún sagði
þetta.
\T * • •• !• timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgmr tegundum, geireUur og als-
konar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
---------------- Limitad---------------
HENRY AYE. EAST - WINNIPEG
I
Eftirspurn eftir æfðum mönnum.
Menn, sem vita. Menn, sem fraimkvæma. Aldrei áður hefir
verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum.
Aðferðir vorar eru Pratítical Shop Methods að eins, og spara
Ihinn langa tíma, sem oftt gengur ekki í annað en lítilsverðan
undirbúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem
undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins praktiskar að-
ferðir, svo þér getið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er.
Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð
bezt fallinn fyrir og imunum vér þá senda yður skrá vora og
lýsingu á skólanum.
Vér bjóðum yður að koma og skoða
GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED
Room 3, Calgary — Alberta
Motor Medhanics |' | Tractor Medhanics
Oxy Welding | | Vulcanizing
Baittery | | Car Owners
Ignition, Starting and Lighting
Regular Course | j Short Course
.) I-----J
BLUE RlBBON
i
Hœkkaði síðast í verði.
Fyrst að falla í verði.
Allatíð fremstir í röð.
Aldrei fyrir aftan.
Allatíð áreiðanlegir
Allatíð eins
Allatíð það bezta
Reynið það.
“Nei, þökk fyrir sagði liann vingjarnlega.
“Eg drakk kaffi við landtjaldaeldinn, þar sem
það var hitað. Drekkið þér hú þetta, svo
sknlnon við borða,” sagði hann. Honni tanst
kaffið afbragð, og þar eð hún var mjög þynst,
drakk hún annan bolla samkvæmt kröfu hans,
og varð miklu hressari. Hún reyndi að fá
litlu istúlkuna til að drekka ögn, en hún smakk-
aði á því og vildi það ekki. ^ Svo bað hún nm
köku, sem húm nieytti með góðri lyst.
Þetta var lítt boðlegur morgunverðnr, en
þeim geðjaðist að honum samt.
Litlu síðar ók Adrian aftur til bæjarins,
til þess þess að rannsaka hvort hann gæti gert
nokkuð fyrir þau.
Hann vonaði að geta fundið verustað fyrir
þær, sem hann hafði tekið nndir sína vernd, en
það var ómögulegt. Hús öll í nánd við þau
brunnu, voru troðfull. Það eina, .sem hann
gat gert, var að útvega mat í körfu, stangdýnu
og stóran segldúk, og snúa svo aftur til Lineoln
Park.
‘ ‘ Hvað get eg gert fyrir yður ? ’ ’ -spurði hann
frú Graham hálfhnugginn, þegar að bann kom
aftur. “Eg get ekki vitað til þess, að þér
ver'ðið hér í nótt.”
“Ef við gætum farið til Aurora, þar sem
manlma er eins og stendur, mundi fara vel um
okkur 811,” sagði hún hugsandi.
“En þangað er langt frá Chicago,” sa^ði
hann.
“Já, hér um bil fjórar mílur.”
“Það er ógjörningur að leggja upp í slíka
ferð um þetta leyti dags,” svaraði hann ákveð-
inn. “Það er enn þá svo mikill troðningur á
götunum, að ]iað er hættulegt að reyna að aka
um þær.”