Lögberg - 19.05.1921, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.05.1921, Blaðsíða 2
2 i OOBERG, FlilTUDAGINN, 19. MAí 1921 c rq Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pre«, Ltd.,tCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimart >'-6327;oé N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáakrift til blaðsins: THt COIUMBIH PRESS, Itd., Box 317*. Winnlpog, Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpog, Man. The VLögberg” is prtnted and published by The Columbta Press, Limlted, in the Columbia Block, 85* to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Ljósið sem í þér er. Aðal hugsjón vor mannanna er, eða á að vera, að ná fullkomnunar takmarki, að verða meiri menn, betri menn og konur, en þeir, sem á undan oss voru. Að vér, við enda lífs vors, fiöfum á einhvern hátt átt þátt í að gjöra lífið fegurra, ylríkara og hreinna, en það var áður en vér hófum göngu vora í því. pað er takmark og sjálfsagt vilji allra manna og kvenna. En mönnum tekst þetta eins og alt annað, sem þeir hafa með höndum í lífinu, misjafnlega, og kemur það til af því, að upplag manna er mis- jafnt, kringumstæður misjafnar og viljakraftur. En meira en nokkuð annað er það af því, að að fólk leggur ekki rækt við það góða, sem í þeim býr sjálfum, — því að kenna, að það leitar að ástæðum og meðulum út í frá. Eins og Stein- grímur Thorsteinsson bendir á í erindinu ó- gleymanlega: “pér finst alt bezt, sem fjarst er, þér finst alt verst, sem næst er. En þarflaust hygg eg þó að leita langt í álfum, vort lán býr í oss sjálfum, í vorum reit, ef vit er nóg.” Ef að memf vildu muna eftir því, að sálar- líf mannanna er eins og óplantaður reitur, ó- unnin jörð, sem aldrei getur borið fullkominn ávöxt nema því að eins að hún sé vel ræktuð, svo að ylgeislar sólarinnar nái að verma sáðkornið. Svo er Ijósið í sjálfum þér, það er bjart eða dimt, hlýtt eða svalt, eftir því, hvað mikla rækt að þú sjálfur leggur við það. En það er ekki sama, hvernig að því er hlúð; ekki sama, hvaða olía er iátin á lampana, því eftir því hvemig einstaklingurinn hlúir að ljósinu í sjálfum sér, fer útsýn hans yfir lífið og aðstaða hans til manna og málefna. Eitt af því, sem gjörir mönnum svo erfitt fyrir í þessu sambandi, er, að þeir eru að leita að meinabót — leita að gæðum lífsins út í frá — fyrir utan sjálfa sig. En menn geta leitað til eilífðar að auðlegð utan síns eigin sálarlífs og fundið hana, án þess að verða meiri menn eða betri menn. Menn geta leitað að geðprýði eins lengi og þeir vilja út í frá, en eignast hana aldrei á þann hátt. Menn geta leitað að orðheldni um allan heim og verið eins lausir við orðheldni við endalok lífsins og þeir voru í byrjun. Menn geta leitað að yl lifsins og hreinleik út í frá og verið samt eins kaldir og tilfinninga- lausir eftir sem áður. Alt eru þetta samt gæði lífsins, sem eru eft- irsoknarverð, og ef menn eiga þau, þá hlýtur lífið að verða heilbrigðara og fegurra en ella. Ef menn vildu skilja og muna, að aflstöðin er í einstaklingnum sjálfum, en ekki fyrir utan hann. Ef menn vildu muna og skilja, að í sjálf- um oss býr aflið, sem ræður yfir öllum þessum gæðum lífsins. Ef menn vildu leita inn til sjálfra sín, inn í sína eigin sál, í staðinn fyrir að leita út í umheiminn að fullkomnunarmeðulum lífsins, þá yrði meiri árangur af leitinni en oft vill verða. Ef menn vildu hætta að kenna öðrum um sína eigin bresti og ófullkomleika, en viðurkenna að það er í flestum tilfellum vor eigin vanræksla, vor eiginn trassaskapur, vor eiginn andlegur vesaldómur, að skilja aldrei að “vort lán býr í oss sjálfum”, og að gæfa vor, afkoma og mann- dómur er undir því kominn, hvað vel oss tekst að leggja rækt við ljós það, sem í sjálfum oss er. ----------------------o--------- Krossinn. Á öðrum stað í blaðinu birtist grein eftir frú 'R. G. K. Sigbjörnsson, út af ummælum S. R. Söndahls um kroissinn í Lögbergi 28. apríl aíðastliðinn. Kona þessi, sem er prýðisvel gefin og pennafær, hefir ritað margar góðar greinar í Lögberg og sent Sólskini fjölda af ágætum sög- um, sem hún hefir þýtt. Fyrir þetta alt, og eins þessa síðustu áminningargrein, erum vér henni þakklátir. í annan stað er oss það mikið gleðiefni, að sjá hve þetta spursmál er frúnni viðkvæmt. Oss þykir vænt utti að sjá, að til eru vor á meðal kon- ur, sem krossinn Krists, sem er kristnum mönn- um ímynd hins heilaga fórnarkærleika mann- kynsfrelsarans Jepú, er svo hremn, hjartakær og heigur, að þær þoli ekki að honum sé nein vanvirða sýnd. En í þessu sambandi er vert að minna á, að krossinn hefir frá alda öðli táknað fleira en þetta og gjörir það enn. Hjá sumum fomþjóðunum var krossinn hið ægilegasta píslarverkfæri, sem nokkum tíma hefir þekst. Hjá öðrum, eins og Egyptum, var hann aðallega til skarts eða sem leikfang hé- gómafýsna manna. Pað Var ekki fyr en árið 326, að Konstan- tínus keisari löghelgaði krossinn sem ímynd Knstslífsins á meðal kristinna þegna sinna, og siðan hefir hann ávalt verið kristnum mönnum tákn þess. u-it*En krossinn hcfir enn fleiri merkingar hjá þjóðum og einstaklingum. Enn þjónar hann hé- ^árra sem lágra, og enn nota þjóð- hofðingjar hann til þess að kaupa sér vinskap og vold, og menn flestra þjóða krjúpa enn að fótskör valdhafanna til þess að geta látið þetta glingur dingla á brjósti sér. Eins og vísan hans Steingríms alkunna ber með sér: Orður og titlar, úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. / Og enn táknar krossinn sjúkdóm, erfiðleika og áþján. Matthías segir í einu sumarkomu- kvæði sínu til íslenzku þjóðarinnar: “Sigraðu glaðvær sorgir og kross.” Náttúrlega á hann ekki við, að íslenzka þjóðin eigi að sigra kross- inn Krists, heldur áþján og erfiðleika, sem hún á við að stríðá eða henni kunna að mæta. Kvæðið, sem um er að ræða, er ort á stríðs- tímum, og það var sá óskapa kross, sem oss skildist að skáldið væri að tala um ásamt kórón- unum eða valdhöfunum, sem því ollu, og að menn ættu að rísa upp og brjóta af sér það ok. Og um það finst oss, að við getum öll verið sam- mála. --------o--------- Mannvit Kínverja. Tao, sem þýðir vegurinn, er nafn á bók, er maður að nafni Brian Brown hefir gefið út, og sem hann kallar á ensku “The Wisdom of the Chinese”. Bók þessi er einkennileg og má heita spakmæli spjaldanna á milli. Hér eru sýnis- horn: “Hið andlega og hið efnislega er eitt og hið sama. Samblöndun sú er leyndardómur. Hún er hlið alls andlegs þroska.” “Góðmenskan á æðsta stigi er eins og vatn- ið, því vatnið er gott og öllum hlutum nytsam- legt, iþað á ekki í stríði. það hefst við á lægstu stöðum, er mennirnir fyrirlíta.” “Allir hlutir vinna sitt verk, og svo sjáum vér þá líða undir lok. pað meinar hvíld eða fullnaðar takmark. þessi breyting er órjúfan- legum lögum háð. Að þekkja hana ekki, er eymd og ógæfa.” “Lögmál himinsins er að taka frá þeim, sem of mikið hafa undir höndum, og fá þeim sem| hafa of lítið. En lögmál mannsins er öðru vísi. Hann tekur frá þeim, sem of lítið hefir, til þess að fá þeim, sem of mikið eiga.” “Sá, sem er sérgóður, verður aldrei vin- sæll.” “Al-fulilkomnir mannkostir sækjast ekki eftir neinu. pess vegna eignast þeir alt.” “Stiltu hvassyrðin. Hugsaðu skýrt. Hafðu taum á viti þínu. Lifðu í samræmi við þá, sem þú ert á vegi með. peir, sem það gjöra, standa jafn-réttir ,hvort heldur þeir eru fyrirlitnir eða þeir eru bornir á höndum sér.” “Hófsemd er sama og forðabúr fult dygða.” “Nytsemi hjólsins er komin undir miðdepli þeim, sem möndullinn snýst í. Nytsemi skips- ins undir skipshólfinu. Menn skera glugga og hurðir, þegar menn byggja hús, en nytsemi húss- ins er komin undir húsrúminu.” “Kastaðu helgiblæjunni, legðu niður mikil- menskuna og samferðamenn þínir munu á því græða hundraðfalt.” “Of mikill strangleiki er ékkert betri en svikabrögð, ofmikið vit eins slæmt og yfirsjón.” “Peir, sem þekkinguna hafa, þegja; þeir, sem hana vantar, tala.” Pjóð, sem svona getur hugsað, er ekki lík- leg til þess að verða að strandaglóp í einskis- verðu þrefi og gjálífi þeirra, er meiri henni þykjast. --------o--------- Andlátsorð nokkurra merkismanna. Sókrates: “Kritó, við skuldum Æsculapius.” Hana: “Gleymdu ekki að borga þá skuld.” Sir Walter Raleigh, við böðulinn, þegar hann hikaði: “Hví heggurðu ekki? Höggðu, maður!” Dr. Franklin: “Alt verður deyjandi manni Erfitt.” Dr. William Hunter: “Ef eg gæti valdið penna, þá skyldi eg skýra frá, hve sælt er og hægt að deyja.” Ed. Thurlaw: “Fari kollótt, ef eg held ekki að eg sé að*deyja.” Robert Burns: “óþokkinn hann Matthew Penn”. (M. Penn var lögfræðingur, sem ógnaði skáldinu með betrunarhússvist út af skuldavið- skiftum). George Washington: “pað er vel farið.” ------—o---------- MINNINGARLJÓÐ Hinna þriggja dætra þeirra Mr. og Mrs. M. Johnson í Winnipeg. Eg átti Ijúfar liljur þrjár í lundi vonar blíðum. Við dagsins yl og daggartár þær dreifðu geislum fríðum. par lýsti ást af instu rót frá ódauðleikans stóli, svo hugglöð æfihausti mót eg horfði’ í þeirra skjóli. En tímans braut er völf og veik og vonarljósin deyja, og því er oft við æfileik svo örðugt stríð að heyja. Vér fáum ekki skilið skeið, er skapar máttur hærri, né séð á bak við blómin heið hvað böl og sorg er nærri. S j Eg horfi særð, með húm í lund á harms og dauðans foldu, hver lilja blíð, er lýsti stund, nú liggur falin moldu. En ein er huggun helg í þraut þó hjartað nísti tregi: pær liðu hreinar heims af braut á heiðum æskudegi. Vorið. Oss vetrarbraut oft verður hál, en vorið hrekur burtu tál; hið harða jafnvel hitnar stál, þá huldur tala guðamál. R. J. Davíðsson. Stökur. Dimmir kofar kyrkja dug, því kennir dofa á freðnum vegi, en sálin ofar setur flug, er isólin lofar björtum degi. Æ, mér ílyttu, aftangola, er austan kemur þú ver, eina fjólu’ úr æskudalnum og eitt úr runni krækiber. R. J. Davíðsso. Frá Islandi. CAustr,i 18. mar. til 16. apr. ) Maður að nafni Sigurður Sveins- son bónda á Dállandi í Húsavík ér eystra, varð úti fyrir skömmu rétt hjá túninu í BreiðuVík í Borg- arfjarðarhreppi, þar sem hann bjó. Var að koma frá Borgarfirði yfir Gagnheiði svonefnda. Sig- urður var maður á bezta aldri. Hettusótt allvond hefir verið að ganga undanfarið í Héraði. Síðustu fréttir segja töfina afnumda. viðskifta- Við dætra minna dánarbeð, ó, drottinn! gæð mig trausti, að líta von og iotning með að lífsins stunda hausti. pá gróa hjartans svöðusár og sérhvert blóm er fundið, því alt vort líf, með lán og tár, er lögum þínum bundið. í nafni móðurinnar. M. Markússon. f Látin er hér í bænm ekkjufrú Ragnheiður Bjarnadóttir í Firði. Lézt hún 27. marz af afleiðingum af slagi 85 ára gömul. Fyrir skömmu brann baðstofa á Refsmýri í Fellum til kaldra kola. Varð þar allmikið tjón, því alt var óvátrygt. Seðlafarganið er afnumið frá 1. apríl. þarf nú enginn lengur að berjast við að mæla í munni sín- um sykur eða hveiti. Ari Arnilds sýslmaður 'Og bæj- arfógeti mun væntanlgur hingað um 20. apríl. Mun hann nú orð- inn heill heilsu. T)r bréfi úr Húnavatnssýslu 2. apríl. 1921. “Rosatíð, svo aldrei er fær sjór, og hefir vetur þessi verið mjög úr- fellasamur og ónotalegt tíðarfar fyrir Iskepnur. Enda voru þær orðnar óvenju rýrar strax um ný- ár í vetur. Seinni hluta sum- ars og haustið var íhér sífeld rign- irgatíð, svo að talsverðar skemdir urðu á heyjum og alt hraktist eftir að kom fram í september. Fénaðarhöld munu yfirleitt vera hér í meðallagi og ibændur sæmi- lega byrgir með hey all-flestir, þótt ávalt séu einhverjar undan- tekningar.” Guðjón Jónsson frá Mel í Reyð- arfirði féll út af mótorskipinu “pór” á innleið á Hornafjarðarós laugardaginn fyrir páska. Varð honum ekki bjargað. Brottejór kom á bátinn og var hann því nær farinn með allri áhöfn. Guðjón var formaður á bátnum, ungur og efnilegur maður, ný kvæntur. Maður fanst rekinn við Horna- fjörð 16. marz. Var hann alls- nakinn, hafði að eins bandstúkur. Hann hafði ljóst yfirskegg og dökt hár. Húðflúr hafði hann á hægri íhandlgg, andlitsmynd af ungri stúlku. Var líkið Ktið skemt. Eigi vita menn það, hver, maður þessi hefir verið. Vatns- tunna og flaítningsborð (eða eitt- hvað þessháttar) var rekið skamt frá líkinu. Til Fáskrúðsfjarðar eiga menn von á í vor 18 frönskum fiskiskút- um. Eru fiskivelðar Frakka hér við land að aukast á ný. Reglugjörð um bann gegn inn- flutningi á óþarfa varningi, hefir stjórnarráðið gefið út 31. f. m. Reglugjörð iþessi er sett samkvæmt lögum frá 8. marz 1920 um heim- ild fyrir landstjórri að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi. Irinihiald reglugiVirð- arinnar er að mestu Qeyti þetta: í 1. gr. eru taldar uipp þær vöru,1 sem bannað er að flytja inn sem eru: Niðursoðið fiskmeti, niðursoðið kjötmeti, niðursoðnir ávextir, sykr- aðir ávextir, kaffibrauð allskonar, Tíkjur, döðlur, hnetur, lakkris, karameMur, konfekt, efni til kon- fektgjörðar, brjóstsylur, efni til brjóstsykurgjörðar, marlsipan, 4t- súkkulaði, öl, gosdrykkir, bifreið- ar bifhjól, reiðhjól, hljóðfæri alls- konar, grammofónplötur, leikföng állskonar, postuMnsvörur alls- konar, myndir allskonar, mynda- rammar, rammalistar, silki og silkivarningur, kniplingar, ilm- vötn, hárvötn, glysvarningur alls- konar, gullsmíðisvörur, silfur-j smíðisvörur, plettvörur, iskraut- gripi úr hverju efni sem er, gim- steinar, lifandi blóm. Úr ðllum vafaatriðum, hvort jnnfluttar vörur faWa undir á- kvæði fyrstu greinar, sker At- vinnu- og samgöngumáladeild stjórnarráðsins, og eins veitir (hún innflutnings leyfi á vörum sem bannaðar eru í 1. gr. ef sérstabar ástæður mæla með því og leyfis þar um er leitað ihjá stjórnarráðs- deildinni. Reglugjörðin öðlast gildi 1. apríl og þar með feld úr gildl reglu- gjörð frá 12. marz 1920 um inn- flutning á vörum og enn fremur Einnig er útgefin sama dag augiýsing um þóstávísanir til út- íanda, og eftir henni getur eng- ínn sent póstávísanir til útlanda nema með leyfi Atvinnu- og sam- göngumáladeild stjórnarráðsins, og verður að sækja um það bréf- iega eða símleiöis, og tiigreina veröur umsækjandi til hvers upp- hæðin skuli notast. Leyfi og synjanir um Islíkt verða svo send- ar viðkomandi pósthúsi. Póstkröfur mega menn búast við að verði ekki leyfðar. þetta eru nú helztu atriðin úr iþessari stjórnarráðstöfun í við- skiftamálunum, sem munu vera afleiðingar og fyrsti árangur af störfum þingsins í viðskiftamálun um og virðist fljótt á litið tðlu- vert til bóta frá því sem verið hef- ur. Sparið áður en þér eyðið. Látið Banka Reikninginn vera yðar fyrsta áhugamál. það mun borga sig fyrir yður á komandi árum. Sparisjóðs deild er við öll útifoú THE ROYAL BANK _____________OFCANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir....... $544,000,000 KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG f f ♦♦♦ STILES & HUMPHRIES SEGJA: “Já, fjöldinn segir, komið á Kina há-ekta sölu. Sáuð þér þyrpinguna í hvurri búð um sig?” ALMENNINGUR VEIT ÞAÐ. að þegar Stiles & Humphries segja að SÉ FLEYGT Á MARKAÐINN FYRIR HVERT D0LLARS VIRÐI X Þá þýðir það ekkert annað en það, að fyrir hver 65c færðu dollars virði. -I f f ♦♦♦ * 1 f f ♦♦♦ f f Y f f ♦;♦ f f f Hér eru nefnd aðeins fá tilfelli af hinum sjaldgæfu kjör- kaupum. Munið að hvert dollars virði verður að seljast (flibbar undanskildir) Fit-Rite TaOored Suits Eru gerð fyrir manninn, sem vill fá endingargóð föt. HATTAR Vanaverð $30. Vanaverð $35. Vanaverð $40. Vanaverð $45. Vanaverð $50. Vanaverð $55. Vanaverð $58. Vanaverð $68. Vanaverð $75. Vanaverð $85. Nú................ $19.50 Nú.................$22.75 Nú................ $26.00 Nú................ $29.25 Nú.................$32.50 Nú............... $35.75 Nú ............... $37.70 Nú.................$44.20 Nú .............. $48.75 Nú.................$55.25 Vanaverð $10.00. og Baltimore. Vanaverð $8.00. Vanaverð $6.00. Stetson, Borsalino, Knox Nú............... McKibbons. Nú .. Madisons. Nú .... SKYRTUR Vanaverð $2.60. Nú Vanaverð $3.50. Nú . Vanaverð $5.00. Nú Vanaverð $6.50 Nú . Vanaverð $8.50. Nú $6.50 $5.20 $3.90 $1.63 $2.28 $3.25 $4.23 $5.53 Blá og grá föt o. fl. Alt fer NŒRFcT Vanaverð $2. Samföst. Nú $1.30 Vanaverð $2.50. Penmans. Nú $1.63 Vanaverð $3.50. Lawrence. Nú .... $2.28 REGNKAPUR Meðal þeirra eru Rubberized Tweeds, English Gabardinesog Paramattas Einstakar Buxur Vér leggjum sérstaka stund á buxna- gerð búnar til úr efni, sem á við treyju og vesti er þér eigið. Vanaverð $9.00. Nú . Vanaverð $11.00. Nú Vanaverð $13.50. Vanaverð $15.00. Vanaverð $18.00. Vanaverð $20.00. $5.85 $7.15 $8.78 $9.75 Nú........... Nú........... Nú............ $11.70 Nú ........... $13.00 Vanaverð $Í6.50. Nú $10.73 Vanaverð $20.00. Nú $13.00 Vanaverð $25.00. Nú $16.25 Vanaverð $30.00. Nú $19.50 Vanaverð $38.00. Nú $24.70 Vanaverð $43.00. Nú $29.75 HÚFUR Vanaverð $2.50. Nú . Vanaverð $3.50. Nú . Vanaverð $4.50. Nú $1.68 $2.28 . $2.98 KEYRSLU- KÁPUR Vanaverð $75. seldar á $48.75 Stiles & Humphries ; Store No. 1 Store No 2 Vanaverð $85. _ , . fsrj 261 Portage Ave. 221-3 Porta§e Ave. JAKKAR Seldir á Vanaverð $4.00 $2.60 Vanaverð $5.00 Seldir á $3.25 Vanav. $7.50 Seldir á $4.88 er frá Bama tíma felt niður starf f f f f f f f ♦;♦ f f f Y f f f 1 X f f Y f f ♦;♦ f f x f Y f f X f f x x X x x x f x f f x x f f ♦♦♦ viðskiftanefndar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.