Lögberg - 19.05.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.05.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, ' 19. MAi 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. Kvíðasvipur sáat á frú Graham. Hún var þreytt af því að annast um litlu stulkuna; og eymdin og vandræðin í kringum hana, höfðu eytt kjarki hennar, svo henni famst óþolandi að vera þarna um nóttina. “Eg hefi gert alt sem eg gat,” sagði Ad- rian. “Eg hefi útvegáð stóran segldúk og dýnu. Eg get reist dálítið tjald fyrir yður og litlu stúlkuna. Þið getið þá að líkum hvílst þægilega á dýnunni og máske sofið ofurlítið.” Emilia ásakaði sig fyrir að hafa hugsað um kvartanir, eins og nú stóðu sakir. “ Eg er viss um að okkur líður veþ eins og þér hafið búið í haginn fyrir okkur,” svaraði íhún brosandi. “Eg má vera mjög þakklát fyrir það, að eiga svo góðan vin. En eg get ekki lagst til hvíldar fyr en eg er viss um, að þér hafið líka búið vel um yður.” “Eg ætla að liggja í vagninum. Það er hentugasta aðferðin til að gæta hans. Eg hefi útvegað mér ullardúk,” svaraði hann og fór svo að taka upp matvælin. * Hann hafði útvegað svo góðan mat, að Emilia var hissa á því undir núverandi kring- umstæðum. May litla — barnið hafði sagt þeim að ihún héti May — hafði beztu lyst á ketinu. Þeg- ar máltíðinni var lokið, færði Emilia hana úr fötunum og lagði hana í litla tjaldið, sem Ad- rian hafði búið til handa þeim. Litlu snðar óskaði Emilia honum góðrar nætur og gekk til hvíldar, og Adrian bjó eins vel um sig í vagninum og honum var mögulegt, því hann var þreyttur mjög. Nóttin leið, og morguninn kom aftur yfir þúsundir heimilislausra manneskja. Að loknurn morgunverði stakk Adrian upp á því, að þau skyldu reyna, að fara til Aurora þenna dag. Tjaldið og dýnuna gaf hann fátækri komj, sem hafði veikt barn, en körfuna með matvæl- nnum tók hann með sér. Kl. átta lögðu þau af stað. Ferðin var fremur erfið; en þau komu til Aurora um kvöldið, og móti þeim var tekið með alúð og gestrisni. Carlcourt dvaldi þama nokkra daga, til að hvíla «ig; en bann hafði keypt farseðil með gufuskipi, sem ætlaði að fara þann fimtánda, O'g nú var sá tólfti. ■“Eg skulda yður meira, en orð geta lýst,” isagði frú Grahaan við hann, þegar þau skildu. “Þér skuldið mér ekkert,” sagði hann og borfði rannsakandi augum á hana. “Það er eg sem skulda yður afsökun fyrir það, sem eg hefi máske sagt eða gert, er valdið hefir yður óþæginda. En eg bið yður að tileinka það æsingi og kvíða — eða hverju sem þér viljið — öðru en því, að eg hafi viljað með ásettu ráði særa yður. Hafið þér nú fyrirgefið mér ?” Hann laut að henni og beið svars. Emilia hafði elsikað mann sinn svo inni- lega, og hún átti bágt með að hugsa sér, að ann- ar tæki 'hans pláss í huga sínum. “Eg fyrirgef yður af alhuga, éf eg hefi nokkuð að fyrirgefa,” sagði hún hálf hvíslandi með fölt andlit og horfandi niður fyrir sig. Adrian stundi og slepti hendi hennar, sem hann hafðihaldið lengi. “Eg vona að eg hafi ekki spilt vináttu yðar?” sagði hann hnugginn. “Nei — síður en svo. Hvernig getið þér hugsað þannig um mig?” svaraði hún, um leið og hún leit upp og í sorgþrungnu augun hans. “Eims og hefi sagt yður, \d'l eg alt af líta á yður sem þann mann, hvers vináttu eg met mest.” 4 ‘ Má eg þá skrifa yður ? Og viljið þér við og við lofa mér að heyra frá yður?” spurði hann með ibænarróm. 1 “Já, áreiðanlega! Látið þér mig vita hvernig yður hefir liðið á heimleiðinni,” svar- aði 'hún brosandi. “Og eg skal með bréfum láta yður vita hvernig óskilabarninu okkar líður. Þér eruð eflaust eins forvitinn um ætt hennar eins og eg. ’ ’ “Já, það er eg.” Hann vissi að hann mátti ekki aftur minn- ast á það, sem bjó efst í huga hans. Hann 'kvaddi hana og fór, með þá tilfinningu að fram- tíðin var mjög dimm fyrir hann. 8. Kapítuli. Þessi voðalegi eldur eyðilagði mikið af þesisari stóra borg, og gerði marga ríka menn að fátæklingum. Stóru vörugeymsluhúsin, þar sem megnið að auð hennar istóð í — hið stóra skrautelga heimili hennar, og hin óviðjafnanlegu kora- geymsluhús, sem maður henar átti mikinn þátt í — bankinn, sem hann átti flesta hluti í og stjómaði, auk margs annars, sem var sér- eign hans, eyðilagðist alt í eldinum. Þrem mónuðum iseinna var þessi fagra kona, sem ekki hafði þekt aðra lífstilveru en við auð, einmana og félaus í heiminum. Hún hafði þó frelsað gixösteinana sína og nokkuð af peningum, nótt- ina sem Adrian kom til að vara hana við hætt- unni. Hestinn og vagninn átti hún enn þá, isem hún gæti fengið nokkur hundruð dollara fyrir. En að þessu undanskildu átti hún ekki meira. Hinar eyðilöðu eignir hennar voru að spnnu í eJdsábyrgð, en hún gat enga eldsá- bygrð fengið, þar eð félagið var til neytt að hætta öllu mútborgunum fyrst um sinn. Bank- inn var sjálfsagt í sömu kringumstæðunum, þaðan var enga hjálp að fá. Henni fanst þetta eims og draumur; hún var ringluð af öllu þessu. Hvað átti hún að gera? Hvert átti hún að snúa sér? Þegar hún loksins áttaði sig á því, að hún varð að vinna fyrir sér, móður sinni og litla barninu, sem forsjónin hafið falið henni á hend- ur að sjá um, þá vaknaði viljaafl hennar og kjarkur. Þrátt fyrir allar mögulegar tilraunir að finna foreldra litlu stúlkunnar, hepnaðist henni það ekki. Enginn kom og spurði eftir henni. “Hvað eigum við að gera við hana?” spurði móðir hennar einn daginn, þegar þær voru að tala um f járihag sinn. “Eg ætla ð annast um hana,” svaraði Emi- •lia róleg. “Þetta getur ekki verið alvara þín, Emi- li? Það verður nógu erfitt fyrir okkur tvær að komast af, þó við þurfum ekki að sjá fyrir þessu óskilabami,” sagði móðirin. “Við skulum ráða fram úr því á einn eða annan hátt,” svaraði dóttirin ákveðin. “Mér ’ þykir meira og meira vænt um hana. Mér finst stundum að eg sé búin að fá mitt elskaða bara aftur.” “Segðu það ekki, EmiM. Hxxn líkist ekki að neinu okkar elskuðu Harriet.” “Nei, hún er mjög sérlynd með marga galla. En hún er greind og aðlaðandi lítil stúlka. Þegar hún verður alin upp skyn- santlega, þá verður hún okkur til huggunar. Forsjónin hefir falið mér á hendur að annast um hana, og eg álít skyldu mína að hlýða ráð- stöfun hennar. Er þér á móti skapi að við setjumst að í New York, mamma?” “Hvers vegna vilt þú heldur vera þar en hér, þar sem þú þekkir svo vel plássið og mann- eskjurnar?” spurði frú Gerard. “Af því að ieg held að hægra sé að fá vinnu þar en hér, það tekur svo langan tíma að reisa bæinn aftur.” “Vinnu!” endurtók frú Gerard hissa. “ Já, vinnu, góða maroma. Eg er neydd til að vinna fyrir mat mínurn. Og eg vona að geta stofnað verzlun, sem veitir okkur nægar tekjur til að lifa af. Við eigum að eins fá- ein hundruð dollara eftir, sem mundu eyðast mjög fljótt, nema að þeim væri varið hagkvæm- lega. Eg hefi ásett mér að fara til New York og stofna þar kvenfata saumastofu. ” “En þú hefir aldrei saumað einn einasta kjól á æf þinni.” “Satt er það, en eins og þú veist, sagði frú Draper oft við mig, að hún metti meira uppá- stungur mínar viðvíkjandi klæðnaði, heldur en öll iþau tízkurit, sem hún hefði séð. Eg hefi ásett mér að ráða Mary Walter til að vera mér til aðsfcoðar. Hún er óvanalega lipur til að máta fatnað, en hefir nú mist atvinnu sína sök- um brunans. Svo ætla eg að fara til New York búa út nokkur herbergi laglega á hentugum stað og auglýsa mfg sem “viðhafnar kvenfata skraddara.” Eg hefi hæfileika af þessu tagi', og þegar eg 'hefi fengið efni, get eg áformað allskonar fatnað. Mary Walter skal svo í'eyna hann, og saumastúlkur vinna við hann. “A þenna hátt vona eg að geta alið önn fyrir okkur þremur. Þig skal ekkert skorta, og litlu May okkar skal eg annast um, eins og hún væri mín elskaða Harriet.” “En Emilia — eg held að nokkru af eigum okkar verði bjargað. Lóðimar, sem húsin okkar stóðu ó, eru okkar eign.” “Já, og seinna fáum við eflaust talsverða peninga fyrir þær, sem þú skalt fá til þinna af- n°ta. . En þaugað til verðum við að hafa eitt- hvað til að lifa af, og eg ihefi ákveðið að reyna gæfu mána og vita svo hvemig þetta hepnast mér.” Þegar vorið kom, hafði Emilí Graham sezt að í einni af við'hafnardeildum New York borgar, með auglýsingu yfir dyrunum, að hún tæki á móti beiðni að búa til allskonar fatnað — helzt sparifatnað. Hun hafði selt hestinn sinn og vagninn. Þá peninga notaði hún til að skreyta hei'bergin sín vel og viðeigandi, til þess að draga að sér við- skifakonur af heldra fólki. Þetta var djarft fyrirtæki, en hún hafði þá óbifanlegu trú, að það mundi hepnast. Og það gerði það líka. Klædd sínum skrautlausa og laglega sorgarbúningi, tók hún á móti viðskiftafólki sínu róleg með sjálfa- trausti í framkomu sinni, sem kom þeim til að álíta að hún kynni sína iðn. F>-rsta beiðnin var um sparifatnað og dansfatnað. Emilí og Mary beittu öllum fegui’ðarsmekk sínum við þessa fatnaði. Þeir urðu yfirburða fallegir, og eigendur þeirra sögðu vinstúlkum sínuin hve ómetanlega góður kvenskraddari að Emilí væri. Eftir þenna dag streymdu pantanir við- stöðulaust til frú Graham. Það varð tízka að láta sauma fatnað sinn hjá henni, og nú höfðu þær þrjár nóg að lifa af. Um þetta leyti heyrði hún við og við frá Adrian Carlsoourt, og að heimferð hans hefði ^engið vel. Seinna skrifaði hann og sagði hvað hann væri að starfa. Bréfin voru vin- gjartíleg og höfðu einkennilegt aðdráttarafl íynr ungu ekkjuna, iþó aldrei værí minst á ást. Fru Graham svaraði bréfum hans jafn V]ngjarnlega, sagði honuln frá starfi sínu og nýja heimilinu og að hún væri ánægð. Adrian grunaði alls ekki, að þessi kona, sem ihann elskaði innilega, yrði að vinna all- hart fyrir tilveru sinni. Hann lét þess oft getið að hann bæri velvildar hug til lifclu Mav. Työ ár liðu og þá dirfðist Adrian fyrst til að isegja henni frá ást sinni. Hann skrifaði henni að hann hefði elskað hana síðan þau fundust fyrst í London, en sök- um.sorgar hennr, hefði hann e'kki leyft sér að bioja hana að giftast sér fyr en nú. Emilia Graham varð mjög hnuggin þegar ihún las þetta biðilsbréf. Hún vissi að hún gat ekki fengið ibetri eiginmann, en þegar þau fund- ust fyrst, var hún hin auðuga, mkilsmetna Emi- lí Graham, en nú var hún að eins kvenfata- skraddari og efnalítil. Hann hefði eflaust ekki beðið hennar, ef hann vissi það. Hún hafði dulið stöðu sína fyrir honum og nú kom hún sér ekki til að segja honum frá henni, og þó áð hún neitaði ást og gæfu, þá gerði 'hún það samt. Hún skrifaði honum vingjamlegt bréf, og kvaðst vona að þau yrðu ávalt vinir, þó hún gæti ekki þegið þetta tilboð hans. Adrian varð jmjög hryggur, þegar (lilann las þetta bréf. “ Alt bréfið er svo ólíkt henni,” sagði hann. ‘‘Það er svo óeðlilegt, eins og hún vilji dylja mig einhvers. Hún gefur enga ástæðu fyrir neitun sinni. Fáum dögum isíðar lagði hann af stað til Ameríku. Það fyrsta sem hann gerði þegar þangað kom, var að líta á heimilslista íbúanna. Þegar 'hann fann heimilisnúmer Emiliu, glaðnaði yfir honum. Hin leynda ástæða til neitunar hennar var fundin. “Frú Emilia Graham kvenfataskraddari,” las hann. “Vesalings, elskaða Emi'M,” tautaði hann og brosti viðkvæmur. Tveim stundum síðar var hringt við fram- dyr Emilíu Graham. Fallega klædd vinnukona opnaði dyrnar, og fylgdi honum inn í snotran sal. “Eg hefi ekkert nafnspjald með mér,” svaraði Ihann stúlkunni, sem ispurði um nafn hans. “Segið þér frú Graham að eins, að gaml- an vin langi til að tala við hana.” Tíu mínútum síðar opnuðust dyrnar, og EmiM kom inn. Hann sá strax að hún var dálítið þreytu- íeg. Hún liélt að gesturinn væri einn af vinum sínum frá Chieago, en þegar hún sá hver það var, brá fyrir gleðigeislandi svip á andliti henn- ar, og hún gekk á móti honum með framrétt- ar hendur. “ Adrian — hr. Carlcourt,” sagði 'hún undr- andi. “Emilí!” sagði hann djarflega. “Eg gat ekki álitið 'bréf yðar sem svar við mínu bréfi. Þess vegna er er kominn hingað til að tala við yður.” Ilún leit til hams hræðslulega, og reyndi að losa hendur sínar frá höndum hans. “Nei, þær eru mín eign,” sagði hann bros- andi. “Eg get ekki slept þeim. Hélduð ])ér í raun og veru að eg mundi með svo hægu móti vilja missa yður? Eg skil það nú. En í bréfinu yðar var þess ekki getið, hvers vegna þér kveinkuðuð yður við að verða konan mín. Þáð var ekki Emilí Graham, sem samdi það bréf, það var mikilmenskan, sem ekki vildi segja irá eignamissinum þessi tvö síðustu ár, og þar af leiðandi striti til viðhalds lífinu. * ‘ Eg er kominn til að 'heyra forlög mín frá yðar eigin vörum. Ef iþér fullvissið mig um, að þér getið elkki orðið konan mín, af því að þér elskið mig ekki, skal eg undir eims fara til 'baka og reyna að bera harm minn með eins mikilli iþolinmæði og eg get. En se^ið mér nú hreinskilnislega — eg held eg verðskuldi það — að þér elskið mig ekki, ef það er satt?” Af roðanum, sem kom og hvarf á kinnum hennar, og skjálfandi höndunum, sem hann hélt á, vissi hann að hxín gat það ekki. Andlit Adriams geislaði af gleði, þegar tal- andi augun hennar litu í hans, og hún svarði 'hvíslandi: “Nei, það get eg ekki.’ Hann þrýsti henni að hjarta sínu. “Mig grunaði að mér mundi takast að ráða gátuna, þegar eg kæmi sjálfur hingað,” sagði hann. “Gátuna?” endurtók hún spyrjandi. “Já, af bréfi yðar vissi eg, að eitthvað amaði yður, og ákvað undir eins að komast eítir því, og þegar eg sá nafn yðar í heimila- skránni, skildi eg alt.” “Eg gat ebki isagt yður þetta,” sagði hún. ‘ ‘ Þér hafið að eins þekt mig sem ríka og ofar- lega í metorðastiganum. Eg gat ekki fengið inig til að segja yður, að ef þér tækjuð mig, þá yrði það að vera allslausa.” Ilann kysti hendur hennar innilega. “Þess meiri var ástæðan til þess að eg tæki yður. Þessar kæru, litlu, iðnu hendur. Þær hafa unnið með trygð og dugnaði. En nú á eg þær — er það ekki?” “ Jú, ef þér viljið taka þær þrátt fyrir alt,” svaraði Emilí lágt. “Nær yiljið þér verða kona mín, Emilí? Látið þér mig ekki bíða of lengi. Hvaða dag getið þér verið tilbúnar að fara aftur til Eng- lands með mér?” Uxxn leit upp hálfskeljkuð og svaraði bros- andi: ‘ ‘ Þér takið mig með afarmiklum hraða, en þér gleymið að eg á móðir til að sjá um, °g-” _ “Þitt fólk, skal vera mitt fólk,” svaraði hann. “Og litla María —” “Litla May! Erum við e'kki bæði jafn áhvggju söm um hana? Og getum við ekki fengið frú Gerard til að fara með okkur? Og María — sem þér kallið hana nú — skal vera löglega ættleidd, sem ungfrú Carlscourt.” Emilía gat ekki svarað, varir hennar skulfu. “Hve langan tfma þurfið þér til að losna við starf yðar ? ’ ’ spurði Aidrian rólegur. Þeg- ar hann sá viðfcvæmni hennar. ^ Þessi spurning fékk henni aftur sjálf- stjórn sína. Hún var sannfærð um að Mary Walter mundi vilja taka að sér saumastofuna, svo það tæki ekki langan tíma til að losna við hana. Hún var líka viss um að móðir sín mundi .. | • \t* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðtr tegundum, geirettur og al. konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðii að sýna þó okkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. HENRY AVE. EAST - WINNIPBG Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirbúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins práktiskar að- ferðir, svo þér getið hyrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt faillinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta 1 1 1 1 Motor Meöhanics | 1 Tractor Mechamcs 1 1 Oxy Welding | 1 Vulcamzing Battery | | Uar Owners ) 1 1 Ignition, Starting and Lighting 1 1 Regular Course | Short Course ÍlN fú stil að fylgja sér og tilvonnadi eiginmanni sínum til Englands. “ Hve lengi getið þér beðið?” spurði hún eftir stutta umhugsun. “Ekki einum degi lengur en nauðsynlegt er,” svaraði hann alvarlegur. “Þurfið þér að fara bráðlega aftur?” “Já, mjög bráðlega.” “Eru störf yðar mjög kúgandi?” “Afar kröfuhörð.” . En glettulega augnatillitið hans mótmælti orðum hams. Á næsta augnabliki hló hann innilega og sagði spaugandi: “Þér sjáið nú, Emilí, hvílíkum harðstjóra að þér eruð heit- ibundnar. En með alvöru að segja, vil eg ekki að þér flýtið yður svo mikið með undirhúning yðar, að það falli yður erfitt. En hins vegar vil eg efcki tefja fyrir gæfu okkar lengur en nauðsynlegt er. Kröfuharðaista starf mitt er eins og stendur, að vera óhultur um að fá konu mína og flytja hana heim. Carlscourt höfð- ingjasetrið 'hefir lengi vantað húsmóður, Emilí. Síðan mín elskaða móðir dó, hefir engin kona verið þar á heimilinu, að undanskildum vinnu- konum. Og eg þrái ú aftur að finna, hvernig reglulegt heimili er.” “Eg get verið tilbúin að fara með yður að mánuði liðnum, Adrian,” sagði Emilía og leit blíðlega til lians. Hann laut niður og kysti hana í fyrsta skifti. “Þökk fyrir elskan mín. Guð er mjög góður við mig,” sagði hann þakktátur.. Mánuðurinn, sem nú kom, var mjög ann- ríkur, en gleði og gæfu veitti hann líka. Gifting frú Graham kom öllum á óvart, og viðskifta- fólk hennar kvartaði yfir því að missa hana. Frú Gerard varð mjög glöð, þegar Emilí sagði henni, að hún væri að hugsa um að gift- ast aftur. Ungfrú Walter var mjög ánægð og þafcklát yfir tilboðinu, sem frú Graham gerði henni, að taka að sér saumastarfið, og borga að eins fyr- ir húsmunina, þegar kringumstæður hennar leyfðu. Mánuðurinn leið fljótt, og fyrri hluta dags nokkurs var Emilía Graham gift Adrian Carls- court að fáum viðstöddum. Þar voru að eins fáein vitni til staðar við giftinguna, móðir Emilíu, May litla, kona og dætur prestsins og fáeinar saumastúlkur, sem þótti vænt um hana. Ágæfcs brúðkaups morgunverðar var neytt að vígslunni afstaðinni, og tveim stundum síð- ar ifóru brúðhjónin, frú Graham og María litla út í gufuskip, sem átti að flytja þau til hins 'cnsika heimilis þeirra. Komin til London, settust þáu að í ágætu hóteli, og þar ætluðu þau að dvelja á meðan væri verið að gera höfðingjasetrið í Devons- hire hæfilegt til að veita ihjónunum móttöku. Nú var frú Emilí Carlscourt búin að ná góðu áliti aftur í félagsMfinu. Gifting Ernilíu og Adrians kom öllum ó- vænt, en það var alment álitið viðeigandi hjóna- band. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.