Lögberg - 02.06.1921, Side 1

Lögberg - 02.06.1921, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 2. JÚNl 1921 NUMER Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Sir Joseph Flavelle, hefir ve'rió skipaður forseti hinnar nýju Grand Trunk framkvæmdarnefndar. Upplýsinga skrifstofa National Liberal og Conservaive flokksins, þaö er aS segja þess flokks, er 'Meighen stjórnin stySst viS, er þeg- ar farin aS senda út flugrit og pésa, er skoSa má ef til vill sem fyrirboSa kosninga. Fátt annaS kvaS þessi merkisbæklingur ’hafa inni aS halda, en nokkrrar persónu og lundarfarslýsingar á Meighen; er goSorSsmanninum vitanlega hælt á hvert reipi, en þaS þó viSurkent. aS ekki jafnist hann á viS þá Laur- ier, Gladstone og Balfour. BláöiS Ottawa Journal fór ný- lega i ritstjórnargrein einni allhörS- #m orSum um Hon. W. L. Mac- Kenzie King, leiðtogk frjálslynda flokksins, og telur hann eiginlega vera mestan í munninum. StaShæf- ingum»sínum til stuSnings ber blað- ið þaS fram, aö Mr. King hafi “selt últ'’ til bændafiokksins og vitnar i því efni til aukakosning- anna i York-Sunbury og Medicine Hat kjördæmunum, er bæSi hafi veriS liberal um langan aldur, en i þetta sinn aS eins kept um þing- sæti fulltrúar Conservativa og bænda. Sir John Willison flutti fyrir skömmu langa og snjalla ræön í félagi verksmiöjueigenda, þar sem hann meSal annars ávítar sam- bandsstjórnina harölega fyrir höml- urnar á innflutningi fólks til Can- ada. KvaS stjórnina í Ástrahu hafa fariö ólíkt viturlegar aö ráöi sinu, enda fengi hún nú inn í land sitt tugi þúsunda af úrvals inn- flytjendlum, er Canada færi alger- lega á mis viö, sökum óhagsýni. Hann kvaö það grýlu eina, aS at- vinnuleysi í Canada mundi aukast við aukinn innflutning fólks, en þvert á móti skapaöist viö þaö auk- in fratnleiSsla og 'bætt atvinnu- skiIyrSi. Kviksögur fluttu blööin á föstu- daginn var um þaö efni, aö Hon. Martin, yfirráSgjafi i SaskatGhe- wan fylki, mundi hafa í hyggju aö draga sig út úr pólitikinni aS af- stöönum i hönd farandi kosning- um, og takast á hendur dómara- embætti. I>ess var einnig getiS, aö „eftirmaöur hans mundi vérSa T. A. Maharg, sá, er látiS hefir af sam- bandsþingmensku í þeim tilgangi aö takast á hendur ráSgjafastöðu í fylkisstjórninni. Nú hefir frétta- buröur þessi veriS borinn til baka og þaS um mælt, aS fyrir honum liafi aldrei veriS nokkur minsti flugufótur. Því nær sem Sas- katchewan kosningunum dregur, þeim mun YÍsari er stjó'rninni tal- inn frægur sigur, eftir nýjustú fregnum aö dæina. Hon. T. C. Norris er nýkominn aftur til borgarinnar austan frá Ottawa, þar sem hann ásamt leiS- togum bænda, verkamanna og í- haldsflokkanna í fylkisþinginu, sat á ráðstefnu viö sambandsstjórnina út af kröfum fylkisins í santbandi viS náttúruauöæfi þess. Knn er ókunnugt, hvern árangur för þessi hefir boriS. Rt. Hon. J. W. Lowther, fyrrum forseti i neSri málstofu brezka þingsins, kom til borgarinnar á föstudaginn austan frá Ottawa , þar sem hann afhenti stjórn Can- ada og sambandsþinginu að gjöf veglegan forseta stól frá þingi Breta. Hon Lowther er einn af nafnkunnustu brezkmn stjórnmála- mönnum núlifandi og hefir gegnt þingforseta embætti í fullan aldar- fjórðung. MaSur nokkur W ,H. Parker, aS nafni, er heima á aö 25 Lenore stræti hér í borginni, varö tippvís aö áfengisbruggun á heimili síntt og var dæmdur t 500 dala fésekt. Edgar Morton, fyrrum féhiröir viö Bank of Monreal í Toronto, hefir játaö á sig aö hafa stolið S27710 úr sjálfs síns hendi af fé bankans. Borgarstjórnin \ Winnipeg hefir fengiö um miljón dala lán til bygg- ingar íbúSarhúsa hjá fylkisstjórn- inni og nuin byrjaS á húsagerö- inni nú þegar. Td|liS er líklegt aö sambands- stjórnin muni í samráöi viö þingiö, skipa eldsneytis utnboösmann fyr- ir Canada, eins og viSgekst á ófrið- artímunum. Er ráðgert að aöal- hlutverk þess embættismanns skuli veröa þaö, að annast um aö sem mest rækt verði lögö viö kolafram- leiösluna í landinu sjálfu og aö flutningstæki frá Canadisku nám- unum veröi gerS sent allra hentug- ust. Ennfremttr aö veita fólki upplýsingar unt alt þaö, er aS notk- un linkola lýtur. Nýlátin er aö 438 Alfred Ave. Winnipeg, kona ein, Mrs. Marr- able aö nafni 101 árs að aldri. Mr. Benjamín Franklín Avery skógræktarstjóri Spanish River félagsins, lýsti nýlega yfir því, aö svo fremi aö pappirs gerö í Canada ætti ekki að líða undir lok í tiltölu- lega náinni framtíð, væri ltfsnauö- synlegt að sem bezt rækt væri lögö við skógræktarmálin ; þar sem skóg- ar heföu lagst í auðn, yrði aö ræka þá af nýju. SiíSastliðinn föstudag brann til kaldra kola kirkja ein allnterk í Quebec; var sú fullra sextiu ára gömul, stofnuð og starfrækt af kaþólskum söfnuði. Aukakosningar til santbands- þings í kjörclæmunum tveim, Ý- aniaska og York-Sunbury, fóru frant eins og ætlast var til á laug- ardaginn var. Úrslitin uröu þau aö i Ýork-Sunbury, sigraöi Ric- hard B. Hanson , þingmannsefni Meighen stjórnarinnar, fulltrúa bændanna meö 1000 atkv. meiri hluta, eöa eitthvað nálægt þvi. En i Yamaska fóru leikar þannig, aö umsæl^jandi frjálslynda flokksins gekk sigrandi af hólmi nteö rntkltt atkvæðamagni ttm fram þingntanns- efni stjórnarmanna og bænda. En ekki fyrir hendi nákvæntar skýrsl- ur ttm þaö hvernig atkvæði féllu i þesstt kjördiæmi, en samkvæmt síðustu fregnum, er meiri hluti hins kosna frjálslynda þingntanns, A- ime Bottcher, eitthvaö á átjánda hundraðiö. Af þessari Quebec kosningu ntun mega ráöa það, aö afstaöa fylkisbúa gagnvaft Meig- hen og stallbræðrum hans, sé lítt 'breytt frá því 17. desentlier 1917, þegar santbandskosningarnar fórtt fram. A. E. Copper , sambandsþing- maöiir fyrir V\'estmoreland kjör- dæntið, fór mjög hörSum orðum um afskifti stjórnarinnar af þing- húsbyggingunni nýjtt í Ottawa, í ræött er hattn flutti á þingi i lok fyrri viku. Kvaö hann öll lik- indi til aS byggingin ntundi kosta, ttm þaö er öll kuil kæmu til grafar, fullar fimtán miljónir dala og væri slikt óhæfilegt værö. Þótti hon- um helzti stónrm fjárhæðttm hafa fleygt veriö í byggingameistara og “contractora" án þess að sannaS heföi verið aö nattösyn hæri til. í Moose Jaw, Sask. sækja fimm' bingmannsefni um kosningtt til fylkisþings og kveðast þrír af þeim eindregnir stuðningsmenn Martin- stjórnarinnar. Auk þess eru i kjöri einn conservative og annar. er telja vill sig einhverra orsaka vegna óháðan cönservativek Lík- legt þykir aö Major Mttrray Thomson, einn af stjórnarstuön- ingsmönnum mtmi ná kosningtt með miklurn meiri hluta atkvæða. Bretland í kosningum á írlandi, unnu Unionistar 40 þingsæti i Ulster. af 52 sætum i alt. Joseph Delvin leiötogi Nationalista og fimm flokksmenn hans náöú kosning. Einnig vortt kosnir 6 af Sinn Fein mönnum. Hinn hluti landsins hall- ast því nær undantekningarlaust, aö stefnu lýðveldissinna. Misjafnir eru spádómarnir ittn það, hvemig þessi nýja tvískifting landsins niuni reynast; í sjálfu sér sýnist hún næsta óeðlileg og má þvt merkilegt beita, ef af henni hlýst nokkuð happ. Sir James Craig, yfirráð- gjafaefni Ulstermanna, hefir æskt þess aö Bretakonungur sjálfur opni fyrsta þingiS, er kvatt hefir verið til funda í næstu viku. Hin konunglega brezka rann- sóknarnefnd, er skipuð var í deilu- málin út af aöflutningsbanninu á nautpeningi frá Canada til Bret- lands, er nú sezt á rökstólana og hefir haldið nokkra fundi. Forseti nefndarinnar er Finlay lávarSur. Fyrsta vitnið er fyrir nefndinni mætt, var Sir Daniel Hall, vísinda- legur ráðunautur landbúnaðar- deildarinnar. KvaS hann skoö- attir manna mjög á reiki um málið og þar af leiðandi næsta öröugt aö komast að hreinni niöurstöðu. Því heföi nieðal annars verið haldiö fram af ýmsum aö þeir Ernle lá- varöur og Riglit Hön. W'alter Hume, hefðu lofað því fyrir stjórn- arinnar hönd, að bannið á lifandi nautpeningi frá Canada skyldi afnumiö veröa jafnskjótt og stríö- inu lyki. Þetta kvað vitniö ekki satt, slíkt loforð hefði stjómin aldrei gefið, né heldur nokkttr fyr- ir hennar ltönd. Misskilningur- inn væri einkttm bygöur á því, aö Entle lávarður lét opinberlega þá skoðun i Ijósi áriö 1917, aö hann hefði ekkert að athuga við innfhttn- ittg á nautpeningi frá Canada, aö því er hraustleika eöa vanheilsu gripanna viökæmi, en þaS sent fyrst yrði aö takast til greina væri sú spurning, hvort itinflutningurinn væri æskilegttr meö tilliti til gripa- ræktunarinnar heima á Bretlandi eöa eigi. Frekari fregnir af rnáli þessu, eru enn eigi fáanlegar. Svo rná heita, aö kolaverkfallið brezka standi viö þaö sama. Lloyd George hefir krafist þess af báSum málsaSiljum aö þeir reyndu aö koma sér santan sent fyrst, eða aö leggja miskliðarefnin í geröardónt. Ökunnugt er tmi hverju nátpaeig- endur hafa svaraö eöa kunna aö svara, en verkamennirnir kváðust aidrei nutndu ganga aö þvingun eöa afarkosttim hvernig svo sent málunum kynni aö skipast. ---------0---------- Harding forseti hefir neitaS að setja kolasvæðin í West Virginia og Kentucky í herkrví, en fram á Iþað höfðu eigendur náma farið, er námamenn lögðu niður vinnu og vildu ekki hlusta á miðlunar til- raunir. JárnbrautarHáð Bandaníkjanna hefir ákveðið að lækka laun verka- manna .sinna að mun, þrátt fyrir öll mótmæli af hálfu verkamanna sambandanna. Af nýkominni skýrslu frá verkamáJla skrifstofu Bandaríkja- stjórnarinnar, má sjá að atvinnu- leysið hefir þverrað til muna í flestum hinna stærri borga víðs- vegar innan rikjasambandsins. Riohard Washburn Ohild, hef- ir verið útnefndur sendiherra Bandaríkjanna á ltalíu, en Dr. Jacob Gould Schurman verið skip- aður í sendiherra emibættið fyrir Kínaveldi. Flugbátur einn slysaðist skamt fná Indian Head, Maryland, um 40 nylur austur af Waslhington, á föstudaginn var og létu s|6 menn þar líf sitt. Failþegjaskipið Susquesanna. eign United States eimskipafélags- ins, strandaði síðastliðinn laugar- dagsmorgun skamt fyrir utan höfn ina í Boston. Skipið sendi þeg- ariþráðlaus skeyti frá sér og beidd- ist hjálpar. Er talið víst að tekist hafi að ná því út aftur Skipið var á leið frá Bremen og hafði 700 farþegja innanborðs. •L ♦> T t t t t t v t t t t ♦> Opnaðu bæinn. Eg guða seint á gluggann þinn, Með geig, af tötrum borin, En oft eru lítil erindin — Og ekki sízt á vorin. I Bandaríkin Nefndir iþær í báðum deildum þingsins í Washington, er til með- ferðar ihöfðu frumvarp ^il laga um takmörkun á innflutningi fólks til Bandartfkjanna, hafa orð- ið s'ammíála um meginmál frum- varpsins og er þvtí ibúist við að það verði aifgreitt sem lög innan skamms. • wntjr* Senabor Lafolette frá Wisconsin hefir gert fyrirspurn til stjórnar- innar út af iþví, að hún ákvað að láta fulltrúa Bandaríkja þjóðár- innar sitja á úáðstefnu með sendi- herrum bandaþj’óðanna austur í Evrópu. Senatinu hefir borist bréf í 'hendur frá Huglhes ríklsritara. þar sem Ihann tilkynnir að stjórn- in sé einráðin í að mótmæla því við stjórnir erledra ríkja, að nokk- urri þjóð eða þjóðum fái haldist uppi slíkur ójöfnuður, að einoka á oHun'ámum hvar í heimi sem er. I. f Pacific Ameriean gufuskipafé- lagið, 'hefir leitað til Hoover við- skiftaritara óg admiral Bensons, forseta fyrir United States Shipp ing Board, og beðið þá að beita á hrifum sinum (i þeim tilgangi, að ráða fram úr vandræðunum, er leitt hafa af verkfalli uppskipun- armanna og hafnanþjóna. f Mingo héraðinu, W. Wr., hefir verið næsta róstusamt upip á síð- kastið, þar eru auðugar kolanámur, en námumenn gerðu verkfall fyrir nokkru og ætluðu að fá kröfum sínum framgengt með ihnefarétti. iSendi stjórnin Iherlið inn á svæði þetta til þess að Ihalda uppþots- mönnum í skefjum. Nú má svo heita að friður sé kominn á, að minsta kosti til ibráðabirgða. No'kkrir menn særðust í skærum þessum, en um líftjón er ekki get- ið. General Persihing hefir verið skipaðnr yfiúhershöfðingi alls Bandaríkjaíhersins frá 1. júlí næst- komandi að telja. Lake Carrier Assocation, hefir lækkað feaup allra þjóna sinna og embættismanna um 15 af hndraði Síðustu fregnir frá róstunum í Mingb héraðinu, segja að sex menn muni hafa týnt lífi. Hvaðanœfa. Opnaðu bæinn þinn — upp á gátt Eftir hinn langa vetur. Að leiki vorloft um alt sem þú átt, Og alt fái dafnað betur. — Já, opnaðu bæinn, — svo upprisu blæinn Og sólgeislans eignist þú eilífa mátt. Opnaðu bæinn þinn.—Ylurinn býr í andblæ frá sólarströndum. úr döprum híbýlum húmrökkrið flýr Og hráslagi’ — að dauðra ströndum. Já, opnaðu bæinn, — unz blessaðan daginn í heimboð þitt fýsir,—og heim til þín snýr. pinn gluggi sé opinn — og opnar dyr, Og andrúmsloft hreint í bænum; pað, ljós og ylur, sem ei var þar fyr, Mun endurfæða, — af blænum.— pað hjartað mun yngja, en sáJin skal syngja, Og helgaðar hvatir fá himneskan byr. Jónas A. Sigurðsson. : f ± f f t f ♦> pjóðiverjar greiddu fyrstu bil- jónina af skaðabótum þeim, er þeir hafa játast pn.dir að greiða bandáþjóðunum, á mánudaginn var. Ungverjaland hefir beiðst inn- göngu í þjóðbandaTagið — League of Nations. Kristján Konungur íslands og Danmerkur, hefir fyrir Danmerkur hönd fallist á lögin um stofnun aliþjóða dómstóls og látið utan- rtíkisráðgjafa sinn tilkynna það ritara þjóðasamlbandsins. Einn- ig hefir forseti Svissneska lýðveld- isins undirskrifað samskonar á- kvæði. Framkvæmdarstjórn gullnám- anna í Suður Afríku hefir á- kveðið að lækka kaup verkamanná sinna um 18 shillings á viku Námamenn hafa beðið um frest til íhugunar ástandéins og kveð- ast ekki sjá sér fært að ganga> skilyrðislaust að launalækkur þessari. Umboðsnefnd ibandaþjóðanna í Constantinopel, lýsir yfi því, að Bosporus, Constantinopel og Dardanellasundið iberi að skoða hlutlaus, og verða Tyrkir jafnt og Grikkir að hegða sér þar eftir. Lýðyeldisstjórnin í Austurríki, hefir opinberlega viðurkent Obre- gon stjórnina í Mexico. pingið 'í Austurríki hefir aft- greitt lög. er mæla svo fyrir, að fram skuli fara í landinu aiþjóð- aratkvæði um það, hvort þjóðin sé hlynt sambandi við pýzkland eða eigi. pyrping mikil atvinnulausra manna, gerð; aðsúg að þingihúsinu á Newfoundland og hvarf eigi frá fyr en þing og stjórn hafði heitið að neyta allra ráða þegar í stað. er verða mætti til að bæta úr ástandinu. 'Kenaei-Kay, foringi stjórnar- andstæðinga í efri málstofu Jap- anska þingsins, hefir borið fram tillögu er krefst þess að stjórnin beiti sér fýrir takmörkun herút- búnaðar á allan þann hátt, er sig- urvænlegast þykir og leiti sam- vinnu annara þjóða i því efni. Nationalista stjórnin tyúkneska, hefir up.dirskrifað viðskifta samn- ing við Bolsíheviki stjórnina á Rússlandi. Communistar og aðrir gerbylt- inga flokkar í Rúmeníu, hafa opin- berlega tjáð sig Ihlynta verka- manna sambandi því á Rússlandi, er “Third Internationale" nefn- isL Bretar hafa ákveðið að senda meiri iherafla til Silesíu til að binda enda á yfirgang Pólverja þar 1 landi. Fimtiu manns biðu bana og um niutíu sættu meiðslum í uppþot; á ítaíu, meðan kosningarnar síð- ustu fóru fram þar í landi. Fastaher eftirgreindra Evrópu ríkja, er að styrk um þessar mund- ir, eins og hér segir: Austur- riki, 30,000; Belgia, 105,000; Búl garia, 33,000; Czecko Slovakia 147,000; Danmörk, 15,400; Finn land, 35,000; Frakkland, 809,652 pýzkaland, 100,000; Grikkland 250,000; Ungverjaland, 35,000; f talía, 300,000'; Hollaiíd, 21,400 Noregur, 15,400; Pólland. 600,000 Portúgal, 30,00; Rúmenia, 160,000 Spánn, 190,675; Svíþjóð, 56,200 Svissland, 200,00; Serbar-Croat- ar og Slovenar til samans, 200,000. VerkfræSa deildin í undirbúnings deildinni. Lárus Sigttrjónsson. I. eink. Grettir E. Eggertsson, II. eink. Helgi O. Chistophersson, II. eink. Geir Þorgeirsson, II. eink. Úr fyrsta upp í annan bekk: George F. Long. I. eink. Jón Sigurjónsson I. eink. Helgi I. S. BorgfjörS II. eink. Úr öSrum upp í þriöja bekk Cornell I. Eyford I. eink. Úr fjórSa ttpp í fimta bekk Emil Einar Johnson I. eink. Attk jteirra sem áSur hafa VeriS nefndir útskrifaöist J. H. Olson, í tannlækningafræöi frá háskólan- tim í Toronto og Anna Jónsson. dóttir séra Björns B. Jónssonar i hjúkrttnarfræSi frá almenna sjúkra- húsi bæjarins og útskrifuSust þau bæöi meö mjög góöri einkunn. \ Árslokahátíð. Háskóiaprófin. ViS jiatt útskyifuSust 7 íslendingar og fjöldi íslendinga lattk deildar- prófuni meö heiSri. Þeir sent útskrifuSust og ekki Itefir jtegar veriS getiö hér i blað- intt, voru Valentínus Valgarössou. nieð ágætis einkttnn í öllum náms- greinunt og gullmedaliu háskólans fyrir frantúrskarandi frammistööu. i stæröfræöi, og Tngólfttr Gilhert Arnason meö 1. einkunn. Enn fremur tók Jhann P. Sól- mundsson IV bekkjar próf í heini- speki meS II. einkunn. í landbúnaöar deildirtni útskrif- aðist Þórey ÞórSarson, hússtjórn- arfræöi meS ágætis einkunn. ViS deildarprófin tók einn ís- lendingur $tc» verölaitn. fyrir framúrskarandi náms hæfileika. þaS var Jón V. Strftumf jörS. Þessir stóöust deildar prófin. í fyrsta bekk. Alexander Rrynjólísson I. eink. Fanney Sigurösson, II. eink. Stefania SigurSsson I. eink. Sigrún G. Friðriksson. II. eink. Signntndur Tihompson, II. eink. Vilhelnt Kristjánsscm. I. eink. I II. bekk. Jón V. Straumfjörð, ágætis eink. Jón Ragnar Johnson, I. eink. Agnar R. Magnússon, I. eink. Axel VopnfjörS, I. eink. Daniel Tharsteinsson, I. eink Kristján B. SigurSsson II. eink. Guðrún iMarteinsson, II. eink. Halldór J. Stefánsson II. eink. Hannes Hannesson, II. eink. Jóhann Sigvaldason, II. eink. í III. bekk. Edward J. Thorlaksson ágætiseink. HólntfriSur Einarsson I. eink. Jóhann E. Sigurjónsson, I. eink. Jón S. Helgason, I. eink. Leikfélagið íslenzka hélt Gunnl. Tr. Jónsisyni, samsæti á þriðju- dagskvöldið í húsi konsuls Ólafs porgeirssonar, og færði honum að gjöf ritvél vandaða i leSurhylki. Mr. Jónsson, leggur af stað alfarinn tii Danmerkur og íslands í dag (fimtudag). --------0--------- Símskeyti frá Eimskipafélagi ts- lands, nýkomið getur þess að Gull- foss fari frá Leitlh 16. júní og komi til Reykjavíkur þann 21. og að ferð fal'li aftur á milli Leith og Reykjavíkur með skipum félags- ins 20. júlí n. k. Frá Fræðifélaginu í Kaup- mannahöfn er nýkomið íslenzkt málsiháttasafn eftir Finn Jónsson prófessor og frá dansk-íslenzka félaginu fyrsti hluti af ritsafni um Danmörku eftir 1864. Er það um viðgang dönsku héraðanna eftir Einar Munk, lí iþýðingu eftir Villhj. p. Gislason. Seinni hlutinn veröur um dönsku kirkjuna, bók- mentirnar og stjórnmálin. Nán- ar getið síðar. Sömuleiðis eru ný- útkomnar ritgerðir og ræður eftir alkunnan danskan kennimann, 01- fert Ricard, iHlýir straumar, í þýð- eftir Theodor Árnason, kostnaðar- maður Steinþór Gunnarsson. ---------------0-------- Myndastyttan. pað er í ráði að afihjúpa mynda* styttu Jóns Sigurðsson þann 17. þ. m. ef kringumstæður Teyfa það. Eins og lesendum er kunpugt fæddist Jón Sigurðsson þann 17. júní árið 1811 og eru því nú rétt 110 ár liðin frá fæðingu hans. íslenzka þjóSin mintist hundraS ára afmælis þessa mesta íslend- ings sem uppi ihefir veriS með því að reisa honum veglega mynda- styttu í Reykjavík árið 1911 og áttum vér Vestur-íslendingar nokkurn þátt í þeirri framkvæmd, með samskotum þeim sem hér voru þá gerð og sem um sex þúsund manns tóku þátt í Svo urðu sam- stootin hér vestra rífleg að þeirra allra var ekki þörf. Nefndin í Reykjavík sem við þeim tók lét því steypa aðra myndastyttu eins og :þá sem upp var sett í Reykja- Vík og sendi hana hingað vestur og með henni svo mikið fé að það, með þeim vöxtum sem af því hafa gefist, nægir nú til þess að borga allan tilkostnaS við að setja styttuna upp hér í Winnipeg. ÁstæSan fyrir því aS mynda- styttan hefir verið geymd hér um 10 ára bil án þess aS vera sett upp - , , - L.* T, „„ er, að ðllum nefndarmönnum sem Arsloka ihatið Jons Bjarnasonar ’ skóla fór fram á föstudagskvöldið, eins og auglýst hafði verið og fór vel fram að öllu leyti. Samkomunni stýrði skólastjóri séra Runólfur Marteimsson. En sikólafólkið sjálft skemti með ræðum og söng.'þeir af skólafólki sem ræður fluttu voru pórarinn Melsted, Jón ö. Bíldfell og Haraldur Stephenson og sagðist öllum vel. Flutti Haraldur kveðjuræðu til skólans fyrir hönd nemendaivna í II. bekk og verður hún birt hér í blaðinu síðar. Enn fremur skemti skólafólkið með söng og hljóðfæraslætti Frumort kvæði var þar sungið sem ein af skólastúlkunum Lilja Jöhnson, hafði ort. Auk stú- dentanna töluðu við þetta tæki- færi Dr. Jón Stefánsson, A. S. Bardal og skólastjófi. Séra Björn B. Jónsson afhenti $30 verðlaun fyrir nám í íslenzku og kristindómi senT^venskur mað- ur J. B. Linderholm hafði lagt til að mestu $25,00 og skólastjóri $5 og ihlutu þessir verðlaun: í 9 bekk, fyrstu verðlaun, Sæmundur Einarsson. önnur, Bergþóra Sigursðson. þriðju, Rubh Bardal. 10 bekk, fyrstu verðlaun Tryggvi Björnsson. önnur Theodís Marteinsson. þriðju, Ágúst Anderson. 11. bekk, Fyrstu verðlun, Einar Einarsson. önnur, Hl'íf Johnson. þriðju, Jón K. Laxdal. Að þessari athöfn lokinni bauð kvenfélag Ryrsta lút. safnaðar skólafólkinu og aðstandendum þess ásamt skólanefndarmönnum og konum þeirra, til kaffi drykkju í samkomusal kirkjunnar, var sal- urinn prýðilega skrýddur og þar veitt með hinni alkunnu rausn og höfðingskap, sem konum í þvi fé- lagi er svo eiginlegt. ---------0-------- Filipus bóndi frá Otto, Man. var á ferð í 'bænum í vikunni. mál það Ihöfðu með höndum. kom saman um að fá (hana reista á þingbúsvellinum hér 'í borg eins fljótt og það fengist eftir að lokið væri við smíði nýja þinglhússins. Engum datt þá í hug að smíði það mundi tefjast eins lepgi og raun hefir á orðið. En nú er því lok- ið og farið að álétta völlinn. Búið að mæla hann út i reiti og gera teikningp af honum eins 0g hann á að líta út þegar hann er full prýddur. Á uppdrætti þessum eru sýndir þeir staðir sem ætlaðir eru fyrir myndastyttur að standa á, þegar fram líða stundir. Að eins einn af reitum þessum þann er lagður er út fyrir framan aðal þinglhúsdyrnar, þær er að Broad- way snúa, átti nefndin ekki kost á að fá. Hann er helgaður Vic- toriu Bretadrotningu sál. En um allar aðra reiti á véllinum gat nefndin kosið hvem er hún vildi x og kaus Ihún einn þeirra, þartn er véit að borninu á Broadway og Kennedy Str. gagnvart hinu nýja dó'msh’úsi fýlkiisiin's. Nefndin telur líklegt að eins og íslendingar voru einhuga um að styrkja með fjárframilögum sínum landa vora á íslandi til að reisa þar líkneski af þjóðhetjunni miklu, eins muni þeim nú ant um að vita að líkn- eskið hér er í þann veginn að bom- ast á stall, á blett sem talinn er veglegastur í þessu fýlki og hún telur Hklegt að ýmsir þeirra sem búa víðsvegar í fylki þessu muni vilja vera viðstaddir afhjúpunar athöfnina, þegar hún fer fram. í næstu viku er vonað að geta gefið nánari upplýsingar um þetta mál og eru því íslendingar beðnir að hafa gát á íslenzku blöðunum sem út koma þann 9. júní. par verður væntartlega skýrt frá stund og stað sem aflhjúpunar athöfnin fer fram á, hverjir flytja ræður og kvæði við það tækifæri. pað er búist við að fjölmenni mikið verði þar saman komið og færi vel á þvf að sem fléstir fslendingar sæktu þangað einnig. I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.