Lögberg - 02.06.1921, Side 4
4
LÖGBERG, FJLkí TUDAGIN R,
2. JÚNÍ, 1921.
Jögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,.Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Taldimari N-6327*oí N-6328
Jón J. BíldfeU, Editor
(Jtanáokrift til blaðsino:
THE COIUNIBUV PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, S|an.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M|an.
"4 .............--------------------------■=
The “Lögbergr” ls printed and published by The
Columbla Press, Llmited. in the Columbla Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
Meir en meðal heimska.
f síðustu Heimskringlu er ofur lítill greinar-
stúfur um kosningarnar í Saskatchewan. Er þar
sagt frá hvað þingmannsefnin heita og að annar
þeirra sé mikils metinn bóndi, sem Robinson heiti,
og að Wynyardmenn væru vel sæmdir af honum
sem þingmanni. Og síðasta málsgreinin er á
þessa leið: “pað er kominn tími til þess að skifta
um stjóm i Saskatchewan.”
Vér þekkjum ekkert þennan Robinson, sem
sækir um þingmensku undir merkjum einhvers
hluta bænda, sem ekki finst Martin^-stjómin í
Saskatchewan nógu frjálslynd og dreyma um
eitthvert þúsund ára tímabil ,er verða eigi frið-
land þeirra dýrustu draumsjóna. Og vér furðum
oss jafnvel ekkert á þó hann og þeir reyni að koma
þessum draumsjónum sínum í framkvæmd, —
reyni að innleiða tímabil ihugsjóna sinna, þegar
tollmúrunum verður jafnað við jörðu og frelsi
manna og fyrirkomulag verður eins frjálstog það
var í aldingarðinum Eden, þegar hann Adam og
hún Eva áttu þar heima forðum.
En að hún Heimskringla gamla, sem eins og
allir vita, hefir verið ailri frelsisframsókn í
stjórnmálum fjandsamieg frá upphafi sinna
vega, skuli vilja vera þar í fylgd með, það er meira
en vér fáuir^ skiKð. s
Jló er þtið máske ekki ,það undarlegasta, því
nýir siðir koma með nýjum herrum. Heldur hitt,
að blað, sem vill láta taka tiliit til sín og sem vilí
vera að leiðbeina mönnum í stjórnmálum, skuli
hafa þrek til þess að ráðleggja mönnum að þeir
skuli greiða atkvæði með manni, að eins til þess
að skifta um stjórn, — að eins til þess að rífa nið-
ur, án þess með einu einasta orði, því síður með
rökum, að sýna fram á, að skiftin yrðu nokkrum
manni tii góðs.
t Vér segjum ekki, að það væri óhugsandi að
fá menn, sem eins vel stséðu fyrir málum í Sas-
katchewan eins og þeir, er nú gjöra það.
Vér segjum ekki, að Martin-stjórnin í Sas-
katchewan sé alfuHkomin; það er engin stjóm.
En vér segjum, að stjórnin í Saskatchewan
hafi farið svo vel með mál almennings á mestu
raunatímum fylkisins, að hún hefir unnið sér vjrð-
ingu og tiltrú allra hugsandi manna; og vér teldum
það skaða, ef fylkisbúar yrðu svo heillum horfnir,
eða á tálar dregnir, að þeir höfnuðu henni við
kosningaraar. En til þess eru nú sára litlar lík-
ur, sem betur fer.
En vesalings Heimskringlu er dálítil vork-
un, því afturthaldsseggimir, vinir 'hennar, hafa
tapað tiltrú þar í Saskatchewan svo mjög, að
talið er óvíst að það verði heilt kúgildi, sem
sigur vinni af þeirra liði við kosningarnar, og
hún hefir máske hugsað sem svo, 'að “betra sé
ilt að gjöra en ekkert.”
---------o -------
Hagtíðindi íslands.
Nýlega hafa oss borist Hagtíðindi- íslands,
með ýmislegan fróðleik.
Samkvæmt manntali, sem tekið var í des.
1920, var fólkstalan á fslandi 94,690. Af þeim
segja skýrslurnar, að 29,658 eigi heima í kaup-
stöðum, þar af. 17,967 í Reykjavík, og er það
lang-mannflesti kaupstaðurinn á íslandi; næst
Reykjavík kemur Akureyri með 2,700 íbúa, en
Seyðisfjörður telur fæsta, að eins 866.
f sýslum landsins, að undanteknum kaup-
stöðunum, eru 65,032 íbúar; er þar ísafjarðar-
sýsla með flesta íbúa, 6,205, þá Árnessýsla með
5,602; en fæsta íbúa telur Austur-Skaftafells-
sýsla, en þar eru að eins 1,152, og næst henni að
mannfæð kemur Strandasýsla með -1,741.
Á síðastliðnum tíu árum hefir fólkinu fjölg-
að um 9,200 manns. Mest af þeirri fjölgun hefir
verið í kaupstöðunum; í þeim hefir fólkinu fjölg-
að um 9,077, en að eins 729 'í sýslum landsins.
Árið 1919 dóu 1,174 manns á íslandi, 572
karlmenn og 602 konur.
Er það 12.6 af hverju þúsundi Iandsmanna,
og er sá manndauði með minsta móti, hefir að eins
einu sinni verið minni áður, árið 1917, þegar hann
var 12 af hverju þúsundi. Er það mikil framför
frá árunum 1876—1885, þegar 24.5 af hverjum
þúsund dóu.
Hjónavígslur voru á íslandi árið 1919 tals-
ins 623 og er það með fæsta móti sem þær hafa
verið nú síðari árin, og hafa ekki náð þeirri jafn-
aðartölu síðan á árunum 1876—85.
Barnafæðingum hefir farið fækkandi á síð-
astliðnujn áram; árið 1919 fæddust 2,360 bör» á
íslandi, þar aj 1,236 sveinar og 1,124 meyjar, og
eru það 25.4 á*, þúsund manns; árin 1876—85
fæddust að meðaltali 31.4 á hvert þúsund manns
í landinu. óskilgetnum börnum hefir farið mjög
fækkandi á síðastliðnum 40 árum. Á árunum
1876—85 voru 20.2 af hundraði barna þeirra, er
fæddust, óskilgetin, árið 1919 voru þau að eins
11.2 af hundraði.
Árið 1918 var verzlunarmagn' landsmanna
77,947,901 kr.; þar af aðfluttar vörur 41,027,701
kr., en útfluttar 36,920,200 kr., og nam því verzl-
uarhallinn þá 5,907,501 kr., eða aðfluttu vörurnar
námu þeim mun meir en þær útfluttu.
Mest var verzlun íslendinga það ár við Breta
og hljóp hún upp á 29,576,000 kr.; þar næst við
Bandaríkin, sem nam 19,227,000 kr.; þriðja í röð-
inni var Danmörk með 11,718,000 kr.
Sauðfénaði landsmanna hefir farið heldur
fækkandi; í fardögum 1919 er hann talinn að
vera 583 þúsund, og er það 62 þús. færra en vorið
áður.
I öHum sveitum landsins hefir fénaðinum
fækkað nema á Vestfjörðum, þar hefir honum
fjölgað um 17%; mest hefir honum fækkað á
Norðurlandi, um xo %.
Tala nautgripa á landinu í fardögum 1919
var 23,107 og er það 1,200 færra en árið áður.
Á Austurlandi hefir nautgripastofninn staðið i
stað, en fækkað í öllum öðrum landsfjórðungum,
þó mest á suðvesturlandinu, um 10%.
f fardögum árið 1919 var tala hrossa á
íslandi 51,621; var það 1,600 færra en árið áður,
en heldur hærri en hrossatalan árið 1917 og nokk-
urt annað ár þar á undan. Á Austurlandi hafði
hrossum fjölgað, en fækkað 1 öHum öðrum lands-
hlutum, mest á Suðurlandi.
Tala geitfjár í fardögum var 1,906 og var
það 200 færra en árið áður, eða 12% færra.
---------o--------
Rauði Krossinn.
Veikum manni er velkomin hjúkrunin. Veg-
legasta hlutverkið, sem einstaklingar eða félög
geta ihaft með höndum er það, að líkna þeim, sem
af einhverjum orsökum eiga bágt og þarfnast
umönnunar. Hlutverk hjúkrandi handar og
vorsólarinnar ér eitt og hið sama. Svipur hinn-
ar ytri náttúru skiftir óðara lit, er vorið fer
mjúkum sólmundum um óstyrkan nýgræðinginn
og alt, er langar að lifa. — pjáningarmóðan á
dauðþreyttu auga hins sjúka manns, breytist í
vonsælt gleðiblik, er hjúkrunarkonan, með merki
hins Rauða Kross á handleggnum, nálgast sjúkra-
beðinn og þerrar svitann af enni þess þjáða.
Á öllum öldum er mannkynið háð sorgum
og sjúkdómum, en á öllum öldum skipa öfl mann-
úðarinnar sér einnig í fylkingar, með það göfuga
markmið fyrir augum, að veita sólskini inn í sál
þess sj úka og fara lífsteini um sár hans.
Ein slík líknarfylking er félag hins’ Rauða
Kross. í þá fylking ættu sem flestir að ganga og
gerast starfandi félagar.
Eins og sjá má af íslenzku blöðunum að und-
anförnu, hefir framkvæmdarstjórn Rauða Kross-
félagsins í Canada ákveðið að láta fram fara frá
5.—11 júní, meðlimasöfnun um land alt fyrir
þessa þjóðnýtu mannúðarstarfsemi. Árgjaldið
getur engan fælt frá að ganga í félagsskapinn, því
það er að eins dollar um árið. En það safnast þeg-
ar saman kemur, eins og máltækið gamla segir.
Leggi hvert einasta mannsbarn þjóðar þessarar
fram dollar á ári, verður það gildur sjóður, er á
þann hátt myndast, og sem verða má almenningi
til ómetanlegrar blessunar.
Engin stríðshugsjón stendur að baki þessarar
meðlimasöfnunar, — stríðshugtakið er að gleym-
ast, sem betur fer. — Tilgangur Rauða Krossins
með meðlimasöfnuninni er sá, og enginn annar,
en að vinna að Mknarmálum innan vébanda can
adisku þjóðarinnar og láta ekkert það ógert, er
auka má styrk hennar, manndóm og heilbrigði.
Vestur-fslendingar! Verið samtaka og sam-
huga um þetta velferðarmál. Styðjið Rauða
Krossinn. Takið vel á móti umboðsmönnum hans,
er heimsækja yður einhvern tíma á tímabilinu frá
5. til 11. júní.
---------o--------
Þýzkur varningur og verðlag.
pjóðverjar hafa, sem kunnugt er, lengi skar-
að fram úr í hinum ýmsu tegundum verksmiðju-
iðnaðar og á vissum sviðum beinlinis náð í hendur
sínar umráðunum á heimsmarkaðinum, svo sem
til dæmis að því er litunarefnum viðkemur, og
mörgu fleira.
Meðan á stríðinu stóð, stöðvaðist vöruútflutn-
ingur frá pýzkalandi með öllu og spáðu þá marg-
ir því, að þess mundi verða langt að bíða, að
“made in Germany” varningur sæist aftur á
markaðinum út um heim. En nú er að koma ann-
að hljóð í strokkinn; þýzkar vörur eru nú komnar
á sömu hringrásina frá einu landi til annars og af
því þær eru ódýrari en samskonar varningur ann-
ara þjóða, fljúga þær út. — Svo mikið er nú af
þýzkum vörum í veltunni á brezku eyjunum, að
'verksmiðjueigendum þar hrýs hugur við. Kom-
ið hefir það til tals á Bretlandi, að byggja nýjan
tollmúr gegn þessu ógnar aðstreymi af þýzkum
verksmiðjuvamingi, en minni líkur munu þó vera
á, að úr slíku verði, þar sem almenningi hlýtur
jafnframt að vera ljóst, að því að eins g«ta pjóð-
verjar greitt skuldir sínar, að þeim standi opinn
markaður fyrir framleiðslu sína, í hverri mynd
sem er.
Stáliðnaðar kónginum ameríska, Charles M.
Schwab, er hætt að standa á sama um 6am-
kepni pjóðverja á sviði stáliðnaðarins. í blaði
einu, sem gefið er út í Santiago, Chili, er meðal
annars komist svo að orði:
“pýzkur vamingur, er fluttist til Valparaiso
1. maí á þýzka skipinu Muria, og nú er kominn til
Santiago, selst við 25 af hundraði lægra verði, en
samskonar vamingur framleiddur í Bandaríkjun-
um. Á meðal slíkra vörutegunda má nefna hina
og þessa dúka, Iitunarefni, efni til ýmsra raf-
áhaída, svo og leirtau og leikföng.”
Árið 1919 námu þýzkar vörur innfluttar til ‘
Bandaríkjanna $10,608,401, en á síðastliðnu ári
var vöruinnflutningurin þaðan kominn upp í
$88,838,230.
Herbert Hoover, viðskiftaritari Bandaríkj-
annai hefir nýlega látið í ljós skoðun sína á máli
þessu og telur hann meginorsökina til þess, hve
lágt pjóðverjar geti selt vörur sínar, vera þá,
hversu vinnukrafturinn þar í landi sé ódýr um
þessar mundir. Kaup þýzkra verkamanna sé ekki
hærra en það, að að eins megi draga fram á því
lífið. Hann telur óhugsandi að slíkt ástand haldi
Iengi áfram óbreytt; vinnulaun í pýzkalandi
hljóti innan skamms að hækka á borð við það,
sem nú viðgengst í öðrum löndum, þá hækki þýzk-
ar vörur hlutfallslega í verði og úr því verði verzl-
unarsamkepnin heilbrigð.
Charles M. Schwab er þeirrar skoðunar, að
vissara sé að vaka á verðí svo fremi að pjóðverj-
ar eigi ekki að ná undir sig algerlega heimsmark-
aðinum. að því er hinum og þessum verksmiðju-
vamingi viðkemur. í ræðu, sem stál-kónguriiin
flutti á dögunum í New York, farast honum orð
á þessa leið:
“Er það hugsanlegt, að vér, ásamt samherj-
um vorum, eftir að hafa mvnið stríðið og fengið
bæði töglin og hagldimar, leyfum pjóðverjum
með elju sinni og atorku, að vinna eða leggja und-
ir sig friðinn?
Er það hugsandi eða líklegt, að þýzka þjóð-
in hafi lært af mótlæti stríðsins þann skilning á
gildi sparseminnar og látlausrar elju, að hún
hljóti þar af varandi framtíðarhagnað, um
sömu mundir og verkalýður sambandsþjóðanna,
öruggur en hálfsofandi, hefir baðað í rósum og
látið ganga úr greipum sér eitt það fágætasta og
bezta tækifæri í aHri sögu mannkynsins?
pjóðverjar geta um þetta leyti selt smálest
af stáli á Englandi fyrir $20 lægra verð, en Bretar
geta framleitt heima fyrír. f Detroit er nú dag-
lega selt hvert vagnhlassið á fætur öðru af hinum
og þessum þýzkum verkfærum og óhöldum, er
fyrir nokkrum árum voru framleidd þar við svo
lágu verði, að mikið af sKkum vörutegundum var
flutt beint til pýzkalands.”
Auðvitað gæti Bandríkin með háum inn-
flutningstollum, bægt þýzkum vamingi frá
markaði, en litlar líkur eru á að til slíks verði
gripið, enda mundi slík löggjöf á engan hátt
bægja vöruflutningí, frá pýzkalandi tii Suður-
Ameriku, og þaðan mundu vörumar bvo aftur
streyma inn til Bandaríkjanna.
--------o-------
Passíusálmamir á ensku.
MEDITATIONS ON THE CROSS.
from
Iceland’s Poet of the Passion
Translated by Rev. Professor C. Venn Pilcher, M.A.,
B.D., Wycliffe Oollege, Toronto, 1921.
SKYLDA YÐAR AÐ SPARA
Maöurinn meö SparisjóíSinn í bankanum, þarf
ekki aS kvíða framtíöinni.
Sparsemi, sem IbygS er á viljafestu, er ein af
beztu venjum sem hægt er aS æfa.
Sparisjóösdeild viS hvert útibú
THE ROYAL BANK
OF GANAOA
Borsraður höfuðstóll og viðlagasj....... $40,000,000
Allar eignir...............$544,000,000
%. Let thanks and praise proclaim Thy grace:
O by Thy pain and bloody sweat,
Thou, blessed ^esus, save us yet.
Af þýðingu íþessara versa úr tólfta sálminum
(“Pétur þar sat í ®al”) má sjé, hve vel halda sér sér-
kenni bragarháttanna:
And then the Saviour turned,
On Peter gazing —
A look divine that ycamed
With love amazing.
Swiftly to Peter’s face
The shame came leaping;
i He had denied such graoe,
Atíd went forth. weepmg.
Lord Jesus, look on me,
Thy kind faoe turning;
My soul with agony
Of sin is buming.
Árið 1913 kom út safn af iþýðingum íslenzkra sálma
eftir Prof. Pilcher í Toronto. Var það nefnt The
Passion Hymns of Iceland, þ. e. “Islenzkir Passíusálm-
ar”. Voru það þýðingar á völdum köflum úr Passíu-
sálmum Haíl’lgr. Péturssonar. Þýðingar fylgdu einnig
á nokkrum sálmum Valdimars Briem og fleiri höfunda
Formáls-orð fyrir bók þeirri ritaði biskupinn í Durham
á Englandi. Pildher prestnr ritar sjálfur all-ítarlega
grein um Passíusáilmana og höfund þeirra. VitS þessu
enska safni íslenzkra sálma var tekið með fögnuði af
þeim mönnum mörgum, sem skynibærastir eru á þá hlutL
Aflaði ibókm höfundinum bæði virðingar og vmsselda.
En um gildi íslenzku sólmanna í enska búningnum er
það meðal annars til marks, að allar götur frá Suður-
Ameríku bárust höf. tilmæli um leyfi til upptöku nokk-
urra sálmanna í enska sálmabók, sem þar var verið að
gefa út. 1 þessu fyrra þýðmgar-safni hefir mér virzt
Prof. Pildher ná beztum tökum á sálmum Valdimars
Briem.
Nú er komið annað safn af þýðingum eftir Prof.
Pilcher, með því nafni, sem skráð er uppi yfir grein þess-
ari. Kver það er lítið vexti, en gullvægt. Það er alt
þýðingar á Passíusálmum HaMgríms Péturssonar. Svo
vel sem á stað var farið í hinu fyrra safni, Iþá er hér þó
enn 'betur að verið. |Caflar úr tuttugu og sex Passíu-
sálmum birtast hér í enskum búningi, og eru þýðingaru-
ar allar snildarverk.
Þrent má segja, að sérstaklega útheimtist til þess
að slíkt afreksverk sé af hendi leyst: (1) Nákyæm
þekfking á íslenzku máli; (2) samskonar trúartilfinning í
eigin brjósti eins og þá, sem logar i Passíusálmunum;
og (3) vald yfir hliÖstæðu ensku sálmamáli.
Maður getur ekki annað en undrast þá fuHfcomnun
skilninigsins á íslenzku máli, sem þýðingarnar bera með
sér, svo að efcki sfceikar jafnvel með hm flátíðu orðin og
einkennilegu fyrirbrigði málsins hjá Hailgr. P. Því dá-
samlegra er þetta, þegar maður hugsar til þess, að höf-
undurinn hefir sjálfkrafa aflað sér þessarar þelkkingar,
og ekki aðra tilsögn haft í íslenzku en íþá, er hann hlaut
bréflega um eitit skeið hjá dr. fcheol. Jóni Bjarnasyni og
af stuttri dvöl á heimili hans í Winnipeg 1913.
Anda Passíusálmanna nær Prof. Pilcher ekki síð-
ur en orðunum, og er auðsætt, að hann á sjálfur mikið
af þeim heita trúaranda, sem fylti sál höfundar Passíu-
sálmanna. Gerir hann grein fyrir því í formáls-
orðum fyrir kveri sínu, að efni Passíusálmamia eigi
jafnt við alla tíma og sé ódauðlegt, því iþað sé guðleg
svölun sálarþorstans mannlega.
Þá fullnægir Prof. Pilcher 'þörf íslenzku sálm-
anna á samsvarandi sálmamáli ensku. Það er ekki
heiglum hent, að þýða sálma. Það þarf meira, en að
fcunna vel málið, sem þýtt er á, jaifnvel meir' en að fcunna
vel hið venjulega skálldskapar-mál þeirrar tungu. Sálm-
ar eru sérstalkt stói'veldi í heimi listarinnar. Það er ef
til vill ekki ávalt auðvelt, að greina landamerkin. Til-
finniiigin verður að segja manni það, hvernig og hve
nær lyftingin er svo mikil orðin, að komið sé upp í veldi
sálmsins. Höfundurinn er prestur í ensku kirkjunni.
Mér finst hann muni teljast tiH hákirkjunnar, þar sem
tign og fegmrð einlkenna siðareglur allar og söng. Hefir
þekking hans á hátíðlegri fegurð sáJmasöngsins í ensku
kirkjunni komið honum í góðar þarfir við þýðing Passíu-
sá'lmanna.
Hvarvetna heldur Prof. Pilcher sömu bragarháttum.
sem eru á íslenzku sálmunum. Eru sumir Iþeirra áður
clþekti)- í enskum skáldskap, og verður þó hvergi útlend-
ur keimur að þýðingnnni. Á þann veg þýddi Matthías
á fslenzku. Sama list er Pildher gefín. Páein sýnis-
horn skulu hér birt til að sýna lesaranum, hversu ná- »
kvæmar þýðingarnar eru ba'ði að anda og formi.
Þriðja versið í fyrsta Passíusálminum (“Ljúfan
Jesúm til lausnar mér”) þýðir Pilcher á þessa leið:
ln lóve He left His throne on high,
For me He yearned to come and die;
And I in turn should long to raise
To Christ my Lord a hymn of praise.
Tólfta versið í fjórða Paspíusálminum er ökki síður
dýrlegt í onsku þýðingunni, en á sjálfu frummálinu:
Each morn, when first I rise from sleep,
I would Thy strife in memory keep;
What time to earth my feet I place,
The way is long, I find
My weaik step falling:
O, tum, to my dark mind
Thy grace recalling.
Oft, oft with contrite eyes
I gaze to heaven;
Then, at Thy look, arise
In tears, forgiven.
Allir Isilendingar munu kunna hinum virðulega höf-
undi kærar þakkir fyrir þessar meistaralegu þýðingar á
dýrmætustu ljóðum vorum. Allir ættu að eignast kverið
Með því að kaupa Iþað geta menn eínnig hjálpað höf. til
að standa straum af útgáfu-kostnaðinum. Það kostar
einungis 25 cent, og er að fá hjá íslenzka bóksalanum í
Winnipeg, hr. Finni Jónssyni.
B. B. J.
Frá íslandi.
Dansk-íslenzka félagib bauS ný-
lega Blaðamannafélaginu hér að
senda tvo blaSamenn til Danmerlý-
ur í vor og eigá þeir kost á aS fara
um landið alt til aS kynnast því og
þjóSinni. BlaSamannafélagiS valdi
til fararinnar Baldur Sveinsson og
Vilhjálm Þ. Gíslason, en hinn fyr-
nefndi getur ekki farið og er enn
óráðinn maður í hans stað.
Sighvatur Bjarnason bankastjóri
er nú fyrir nokkru kominn heirn
frá Danmörku og hefir náð sér
furöanlega eftir þau löngu og
þungu yeikindi, sem hann átti þar
í. Hann lá á Hareskovs heilsuhæli
og um tima var hann svo þjáSur,
að ætlaö var að hann mundi ekki
fá það af borið. Töldu menn hann
úr helju heimtan, er hann koiti heim
og var hann þá orðinn hraustlegur í
útliti. En hvíld frá störfum mun
hann samt taka sér fyrst um sinn.
Norðurlandavinir í Wien ráð-
gerðu nýlega að stofna með sér fé-
lag, eins og áður hefir verið sagt
fná í Lögréttu (Das Bund der
Freunde Skandinaviens). Stofn-
hátíð samibandsins var haldin 8.
apríl s.l. í minni hátíðasal skólans
og voru viðstaddir ýmsir helztu em-
bættisnienn gorgarinnar og stór-
menni, svo sem rector magnificus.
fulltrúar ýmsra ráSherranna, borg-
arstjórans, dönsku og sænsku sendi
herrarnir, margir prófessorar o. s.
frv. Rektorinn og sendiherrarn-
ir töluSu fyrir félaginu, próf. Much
flutti fyrirlestur um norSur-ger-
manskar þjóðir og tungumál, og
fleiri ræður voru haldnar. Einn
ræðumaSur sagði meSal annars, aS
NorSurlandaþjóSirnar væru nienn-
ingarmestu þjóðirnar á jörSinni.
Einnig voru fluttar þarna ísl. kvæði
bæði í þýðingu dr. Poestion óg á
frummálinu af barónsfrú v. Jaden.
—HeiSursforseti var kosinn dr.
Poestion hirðráð, en forseti Mill-
enkovich hirðráð, og vara forseti
próf. Bronner, en hann á upptökin
að þessari félagsstofnun. Hafa fvö
ýmsir aðrir gengið í lið með hon-
um þ. á m. ekki sizt dr. Poestion,
en hann er alt af sístarfandi að
rannsókn ísl. fræða og útbreiðslu
þeirra. Hann hefir nú mörg rit í
smíðum, eða nýjar, auknar útgáf-
ur og fara þær vonandi að birtast.
I>. á m. er bókmentasaga, stórt safn
af kvæðaþýðingum, ísl.-þýzk og
þýzk-ísl. orðabók, rit um Jón Ara-
son og fleira.
Ferð konungs. Hann leggur
á stað frá Danmörku uim miðjan
júní, dvelur eitthvað í Færeyjum,
kemur svo hingað og fer héðan til
Grsenlands. -------------------—
Dáinn er hér í bænum 17. þ.
m. H. J. Bartels, fyrv. kaupm.,
fæddur fyrsta júlí 1846, danskur
að ætt, en fluttist hingað til lands
um fermingu og var Ihér upp frá
jþví. Merkur maður og mörgum
kunnur Ihér 4 ibæ.
Nýlega er látinn Jón skáld Hin-
riksson á Helluvaði við Mývatn,
92 ára, faðir Jóns “heitins frá Múla
og þeirra systkina. —
Á Húsavík er nýlátinn Björn
Magnússon, faðir Benedikts skóla-
stjóra þar og föSurbróður Bened.
Sveinsonar alþm.
Á sumardaginn fyrsta andaðist
hér í bænum Indriði Jónsson frá
Ytriey á Skagaströnd, tegndafaðir
Jónasar H. Jónsonar trésmiðs, rétt
við nírætt.
Nýlega strandaði þýzkur íbotn-
vörpungur Craften frá Gestemunde
á Skálafjöru viðMeðalland. Menn
björguðust.
Frönsk sloonorta Atrandaði 10.
þ. m. á Tviskerjaf jöru i öræfum, og
komust þar einnig allir lífs af.
Hjá Báli. Guðm. Friðjónsson,
rétti Piáli ísólfssyni þessa visu
um leið og hann fór út frá sam-
söng hjá honum í dómkirkjunni
nýlega:
Pegar Páls eg fór á fund
flugu Mkur, er sýgui; blóm,
eina lifði’ eg yndisstund
inni í tóna helgidóm.
!Minningarorð(
Guðniundur Marteinsson, bóndi í
Garði i norðanverði Breiðuvik, 5
Nýja íslandi, lést þar að heimili
sinu þ. 8 máíí s.l. 79 ára gamall.
Bjó áður fyrrum á Höfn í BreiSdah
Fluttist vestur um haf áriS 1878
og nam land i Breiðuvík, þar sem
hánn nefndi í Garði, og bjó þar til
dauSadags GuSmundur var
þrigiftur. Fyrstu konu sína, Jó-
hönnu GuSmundsdóttir, misti hann
eftir örstutta sambaiS. EignuSust
þau eina dóttur, Jóhönnu aS nafni.
NáSi hún fullorðins aldri, enn er
nú látin fyrir æði mörgum árurn.
önnur kona Guðmunda var Krist-
ín Gunnjaugsdóttir. Eignuðust þau
lijón tíu börn. Dóu þrjii þeirra i
æsku. Hin sjö náðu öll fullorSins-
aldri og eru enn á lífi. Þau eru:
Helga, kona Bjarna bónda Mar-