Lögberg - 02.06.1921, Síða 5

Lögberg - 02.06.1921, Síða 5
LöGBEEG, FDíTUDAGINN, 2. JúNí, 1921. Bls. 5 Utanbæjarfólk getur fengið einum degi. parf því ekki le: Tannlækninga Sérfrœðingur Mitt sanngjama verð er við allra hæfi. Alt verk ábyrgst skriflega. allar aðgerðir kláraðar á ?i að bíða. DrHAROLD cjeffreyi PBNTIST w ucnnai wj 205ALEXANDER. PHONE A7487 Opið á kvöldin. WINNIPEG, MAN. Munið staðinn. teinssonar fbróöur séra Rúnólfs) á Hofi í Breiöuvík; Marteinn, nú til heimilis á Baldur; Gunnlaugur, bóndi á Laugalandi ' í Breiöuvík, giftur Sigríöi dóttur Kristjóns Finnssonar, fyrrum kaupmanns við íslendingafljót, en nú til heimilis í Árborg hjá dóttur sinni; Mrs. Fjeldsted, ekkja Ásgeirs sál. verzl- unarstjóra Fjeldsted, bróður séra Runólfs, Guöm. Fjeldsteds þing- manns og þeirra systkina. Hin eru: Einar, bóndi í Litla Garöi í Breiöuvík, giftur Sigrúnu dóttur Baldvins í Kirkjubæ; Antóníus, bóndi í Baldurshaga í Árnesbygð. giftur FriSriku dóttur SigurSar kaupmanns Sigurbjörnssonar í Ár- nesi, föður þeirra Sigurjóns kaup- manns 1 i Árborg og Sigurbjörns kaupm. í Riverton; Kristbjörg, gift H. G. McGillivrey i Minnea- polis, Minn., og Sigrún, kona Odd- leifs, sonar Gests bónda Oddleifs- sonar í Haga í GeysisbygS. Árið 1897 misti GuSmundur Kristínu konu sína. ÞriSja kona hans er Ingibjörg Helgadóttir, systir Jóns Helgasonar í Winnipeg, er margir þar kannast viS. Lifir hún mann sinn ásamt tveim uppvaxandi son- um, er heita Jón Edwin og Helgi Daníel, annar tvítugur, hinn 17 ára, báSir efnilegir myndarpiltar. ÞriSja barniö höfðu þau eignast, er dó á unga aldrh GuSmundur Marteinn var meS- almaSur á hæS, en býsna þrekinn, sterkur vel á yngri árum, góöur glimumaSur. Hann var og gleöi- maður framan af árum, en þó jafn- an viö hóf, stiltur maöur og fastur fyrir. Þegar sundrungin varð í Nýja íslandi hér á árunum og frá- fallshreifingin i trúarefnúm fór sem ákafast yfir, var Guðmundur einn þeirra manna, er þá stóSu fastir fyrir móti þeirri nýjung. Hélt hann og lengst af æfi hús- lestrum uppi á heimili sinu og hafSi þann siö, aö lesa sjálfur bænir sín- ar upphátt fyrir börnum sínum kVöld og morgna og lét þau gera hiS sama. Nokkur árin síöustu var Guömundur blindur. Gat haipi þá sjálfur ekRi lesiö húslestrana eins og hann haföi gert, en bœnir sinar haföi hann yfir upphátt til síöústu stundar. Tvær systur GuSmundar eru enn á lífi: Guöbjörg kona Magnúsar bónda Jónassonar i Víöi í Nýja ís- landi, og Kristín, er heinia á í HöskuldsstaSaseli í Breiðdal í SuS- urmúlasýslu á Islandi. JarSarfarardagurinn var n. maí. Fór fyrst fram kveöjuathöfn á heimilinu og síöan útfararathöfn i BreiSuvíkurkirkju. TalaSi lieima- prestur í bæði skiftin. Eiginkona og böm öll viöstödd, nema Krist- borg, er sökum vegalengdar ekki gat kontiS. Var og margt vina og nágranna þar saman komiö', þrátt fyrir stórrigning og afaröröugt færi þann dag. Jóh. B. ---------0--------- Vertíðarlok heitir bók sem kom út síðastliðið haust, eftir Magnús Jónsson frá Fjalli. Mun hennar Ihafa verið getið af ísijenzku blöðunum fyrir nokkru. Eg er nýbúinn að lesa bók þessa og þykir mér hún að mörgu leyti svo merkileg, að egr finn hvöt hjá mér til að bénda þeim Vestur-ís- iendingum, sem ekki hafa séð 'hana á, að það er :b(>k, sem vert er að lesa, sérstaklega fyrir þá, sem lítið hafa lesið um hin alvarlegri spurs- mál mannfélags heildarinnar og lítinn kost eiga jþess að sjá þær bækur, er um þau efni fjalla. Bókin er ekki nein skipuleg heild að eins sundurlausar hugleiðing- ar og ályktanir, sem höfundurinn setur fram í skýrum og stuttum málgreinum. Eitt stærsta gildi hennar er heinskilin alvara og sannleiksþrá ásamt fastri sann- færingu fyrir þeim ályktunum. sem hann Ihefir gert eftir sínuím eigin Mfsskoðunum. Ekki er það minsti kosturinn hvað bókin er frumleg. J?ar er enginn upptín- ingur eða innvitnanir frá öðrum* sem margar slíkar ibækur eru full- ar af. Höfundurinn skreytir sig ekki með annarlegum fjöðrum; hann kemur til dyranna eins og hann er kliæddur, óskólagenginn alþýðumaður, tilgerðarlaus og blátt áfram, með fjöbreyttar nátt- úrugáfur og vtíðtækt andlegt glöggsæi, mannúðlegar og göfug- ar skoðanir og heita réttlætis til- finningu, laus við Ibeiskju og bit- uryrði, sem mörgum umbótamlönn- um hættir stundum við að hafa. Eg er á engum efa um það, að aUlir ihefðu gott af að lesa Vertíð- arlok. ekki fyrir það að þau færi svo mikinn nýjan fróðleik, heldur fyrir vitið og hin vekjandi sann- mæli, sem þau eru þrungin af. par er að finna margar lífsspekis greinar, sem ihafa ævarandi gildi og setningar, sem svo eru spak- lega sagðar að hver heimsspeking- ur væri sæmdur af. það er ætl- un mín að iþetta ísé kjarnmesta ritið sem gefið .hefir verið út meðal íslendinga hér fyrir vestan. pað má heita að flest alvörumál mann- félagsins séu tekin þar til um- ræðu og"álita og mörgum hinum .þyngstu og dularfýlstu úrlausnar- efnum mannsandans er þar brugð- ið upp fyrir augum llesendanna, með skarplegum og rökstuddum skýringum frá sjpnarmiði höfund- arins. Hitt er annað mál, að sumt er þar, sem bæði eg og fleiri myndu ekki geta fallist 'á athuga- semdalaúst, en þó margt sem erf- itt mun að hrekja. Sannleiksást og mannkærleiki gengur eins og .rauður þráður gegnum alla bókina, ætti hún því að Ihafa góð og bætandi áhrif á þá, sem lesa hana með velvilja og skilningi. Hér er ekki um stóra og skrautbúna bók að ræða, sen sikrifuð er eftir öllum kúnstarinn ar reglum. Hún er ofur hvers- dagsleg að sjá, í mórauðri pappírfi- kápu, hér ihygg eg mætti snúa við hinu alkunna snilliyrði St. G. þannig: “Umbúðinar eru — lóð innihaldið — vætt” Já, innilhaldið er ekki hversdags- legt andlegt fóður, heldur óbreytt íslenzk kraftfæða, en ,þó heilnæm og nærandi fyrir þá sem eru létt- metinu vanastir. Kæru landar! Sýnið að þið kunnið að meta fagran hugsunar ihátt og göfugar lífsskoðanir með því að kaupa Verbíðarlok. pið munuð aldrei sjó eftir þeim cent- um, sem iþið verjið til þess þegar þið hafið kynst hinum vitra en ó- lærða öldungi. Og þegar þið á hvíldarstundum ykkar komið hver til annars tiil að stytta tímann með samræðum, eru Vertíðarlok, hin bezta textahók. Og takið þér kaflana hvern af öðrum og ræð- ið þá frá öllum hliðum, trúi eg ekki öðru en að þér fáið nóg efni í vetrarlangar kvöldhugvekjur. Fyrsti þáttur bókarinnar er fimm sögur. Fyrsta sagan sýn- 'ir tvær ihliðar á makavali karla og kvenna, aðra sem fyrirmynd eftir skoðun höfundarins, en hina gagn stæða. Stórt efni til athugunar. — Önnur sagan þar kona biður sér manns sýnir á nokkuð einkenni- legan hátt jafnrétti kvenna við karlmenn í hjúskapar stofnunar málum. Hugisanlegt væri að spunnist gætu fjörugar umræður út af þeirri sögu. priðja sagan um endaslept tiilhugaflif sýnir mögulegar afleiðingar af póli- tiskum skoðanamun karls og konu, þar sem tilhugallífið verður stutt gaman og skemtilegt. — Fjórða ságan heitir: Eðlileg afleiðing. Er hún raunaleg skuggamynd af röngu fyrirkomulagi mannfélags- skipunarinnar, með mörgum rök- studdum ályktunum, sumum sem erfitt er að mótmæla, og gefur efni til víðtækra bugleiðinga. —pá er fimta sagan: Hvernig Jón var sigraður og hvernig hann sigr- aði aðra. Hún er lærdómsrík siðfræðiskenning, sem hverjum presti væri heiður að hafa flutt fró prédikunarpallinum, það er að segja, þann partinn sem ræðir um stefnuforeyting Jóns. Um sam- tal hans og prestsins verða víst deildar skoðanir, eins og æfin- lega á sér stað, þegar um skýring- ar kirkjukenninganna er að ræða, en hógværlega er það framsett eins og annað í bókinni. |7að er auðsætt að tilgangur höfundarins með sögum þessum hefir ekki verið sá, að sýna list sína í skáldsagna smiíði, heldur að gera skoðanir sínar ó þessum efn- um ljósari og rökfyllri með sögu- legum dæmum, sem oft er áhrifa- mesta aðferðin. Hinir aðrir kaflar bókarinnar eru ýmislegs efnis. pað sætir næstum undrun hve víða höfund- urinn kemur við í jafn stuttu máli. Hvað glögt auga ihann 'hefir fyrir meinum mannfélagsins og hve fundvís hann er á tiidrög þeirra og orsákir, hve athugull hann er og næmur að skilja hinn margbreytta vef orsaka og afleiðinga, og sann gjarn og hógvær á ádeilum sínum. pví hann er ádeilumaður, sem nú á tímum er nefndur ibölsýnis mað- ur, en “bölsýni” er gersamlega rangskilið orð ásamt systurorð- inu “bjartsýni.” Enginn getur ver- ið umbótamaður nema að !hann hafi þá náðargáfu að geta séð líf- ið og allar hliðar þess í réttu ljósi, að hann þekkji heilsulyfið frá ólyfjaninni, kjarnann frá hisminu, skinið fró skugganum, að hann fái greint gott fíá illu, sé sannsýnismaður í orðsins rétta skilningi, og það er höfundur Ver- tíðarloka. Hann er því bjartsýnn bölsýnis maður! Auðséð er bókarhöfundurinn hefir kynt sér margar hinar nýrri stefnur, bæði mannréttin'da og fram þróunar kenningar nútímans, einnig hinar andlegu rannsóknir trúar og vísinda t. d. Guðspeki (Thflosphy), Nýjar bugsjónir (New Thought) og sálar rann- sóknir (Psychical Researsh) Anda sem íslendingar kalla anda- trú (Spiritualism) og Spirtism sem er andasamband án trúarkenn ingar, og sem þeir vísindamenn aðhyllast, sem gefið hafa sig við þeim rannsóknum. Ekki verður þó séð að hve miklu að hann að- hyllist þessar stefnur, en áhrifin eru auðsæ. Viða er heppilega að orði kom- ist í ibókinni og skýrlega ályktað, t. d. um þekkingarþrána farast höfundi þannig orð: “Allir menn hafa í eðli sínu meiri og minni þrá til að þekkja og skilja. En þessi þeldkingarhvöt er á mjög mismunandi stigi. Hjá því fólki sem tillheyrir fyrsta flokknum. sem er mjög fjölmennur) er fram- sóknarhvötin svo Mtið æfð og svo veik að það æskir að eins eftir að vita 'hvað gerist hjá nágrönnunum. Sjóndeildarhringur þess nær lítið út fyrir bæinn eða sveitina. f öðrum flokki eru menn, sem leita eftir að vita ihvað mannkynið í heild sinni hefir gert á liðnflm tímum og er að gera í nútíðinni. Og í þriðja flokknum, þeir sem þrá að vita og skiilja hvað nátt- úran eða guð hefir gert og er að gera. En þessi flokkur er ótrú- lega fámennur..” petta eru á- kveðnar staðhæfingar, en hver treystir sér að hrekja þær? f einu orði að segja: Ef rök- ræða ætti öll þau mannfélagsmál, sem hreift er við í Vertíðarlokum, yrði það nóg efni í iheilan ár- gang af -Uögbergi og Heims- kringlu. Vafalaust gætu ihinir þefvísu Krítikusar rekið nefið í ýmsa agn- úa á inniihaldi þessarar bókar ekki síður en öðrum ritverkum 'bæði í bundnu og óbundnu máli, og skal þeim það eftirlátið. Höfundurinn sjálfur gerir ráð fyrir að fundin verði missmíði á verki sinu þvtí hann segir í eftir- málanui^i: “Eg höfi íagt meiri á'herslu á það að reyna að láta efnið í bók þessari vera satt og heillbrigt en að fegra þýðing þess..” Vonandi er að binn aldraði og blindi mannvinur, sem er böfund- ur bóikarinnar fái þá verðugu við- urkenningu fyrir þetta auka lífs- starf sitt, sem honum mun kærast og það er að rit hans verði keypt og lesið af sem flestum. Gamalt íslenzkt spakmæli, sem lengi var í afhaldi á íslandi hljóð- ar þannig: “Bókvitið vérður ekki látið í askana.” Og margir hafa þreifað á sannleiksgildi þess. En nú er þetta óðuip að breytast. Bókvit samfara víðtækri lífsþekk- ingu. er farið að verða arðsamur eigindómur hjá flestum þjóðum og jafnvel hjá fslendingum á ætt- jörðinni. En hvað getum við Vestur-íslendingar sagt um það? Að endingu skal þess getið, að Mnur þessar eru ekki ritaðar fyr- ir persónulega kynningu af bókar höfundinum. Eg hefi hann aldrei séð, en ann bonum fullrar viðurkenningar fyrir rit bans sannleiksást og hreinskilni. Sérhver velyildarfull viðurkenn ing er hverjum manni kærkomin En þeim er í myrkrinu dvelur ei hún geisli sem vermir og lýsir. Porskabítur. ---------0----j— Nutíðin í ljósi Biblíunn ar Eftir norska prestinn Th. Mundus. P. Sigurðsson, pýddi. í Skien 4 Norvegi var eitt sinn flutt svo kölluð hámessa. Hún hefir niú annars verið endurtekin fyrir skömmu. Og það er ekki svo sjaldgæft nú að flutt sé há- messa í Skien. En það merki- lega við þessa síðustu var það, að hún fór ekki fram I kirkju, heldur í verkamannafélagshúsi, og skó- j smiður flutti ræðuna í staðinn; fyrir prest. Hún var nefnd: í “Rauð hámessa.” Hámessan fór fram sem hér segir: Fyrst var sunginn ailþjóðasöngur, þvínæst var ernsöngur. og sunginn var mannfélagsfræðilegur lofsöngur: "Sjá þann hinn mikla rauða flokk’ Að svo búnu flutti þarverandi leið- togi jafnaðarmenskunnar ræðu, sem var ákðf árás á trúartbrögðin. Prestana kallaði 'hann spangól- andi ihunda, er sulluðu með and- lega hluti. pá var sálmleg af- skræming sungin einsöng, “Skriv dig hölfodt paa mit hjerte,” af þeim sama er áður söng. Leikur þessi var frá upphafi til enda var háðsLeg afskræming á guðs- þjónustu, og fram fór með tak- markalausri frekju og ruddaskap, endaði með því að sunginn var framsóknar söngur jafnaðarmanna 1 einu af Kristianiuiblöðunum gefur að ilesa eftirfarandi auglýs- ingu: Fyrirlestur verður fluttur um: Lýgí. svik og hégiljur trúar- bragðanna — Einn af vinum min- um talaði við leiðtoga svæsnustu janaðarmanna í bæ nokkrum i austur Norvegi. pessi sagði þá meðal annars, að þegar stríðið fyrir alvöru hyrjaði, skyldu hinir heilögu verða hinir fyrstu, sem hengdir yrðu upp í gálgann. (Prest ar og kennimenn! Er ekki tiími kominn til, að Mt'a alvarlegum augum á ástandið, og leita kraftar til að vinna á móti siðspil'lingunni, a/lt brýtur á bak aftur? —--pýð- andinn.) Nýja guðfræðin er iíka einn á- vöxtur fráhvarfsins. ekki einung- is meðal hinna lægri' stétta gerir fráhvarfið vart við sig, heldur einnig á meðal hinna svoköiluðu hærri og mentuðu stétta. í Jcirkjum, skólum, Iháskólum hefir fráhvarfið opinberast og borið á- vexti, í ’hinni svokölluðu “nýtízku guðfræði.” Sú fyrsta freisting sem mann- eskjan mætti hjá djöflinum, hljóð- aði þannig: Hefir guð sagt? Og fyrsta skifti sem við mættum djöfl- inum í nýja testamentinu, er með orðunum er hann segir við Jesúm: Ertu sonur guðs? Hér þekkjum við djöfulsins klaufnafar og raust í hinni nýtízku guðfræði. pað er einmitt í þessum tveimur atrið- um að fráihvarfið á upptök sín: hefir guð virkilega sagt — Er bib- lían guðs orð — guðs óskeikula op- .inberun, var Jesús sonur guðs, eða bara sonur Jósefs og Maríu? Fráhvarfið er mikið. peir réttu nýguðfræðingar, sem ekki hafa stansað á miðri leið. eru Únítarar. peir afneita guðdómi Krists, og fyrri tilVeru hans hljá föðurnum. peir afneita hans yfirnáttúrlegu komu til heimsins. peir afneita öllum bans kraftaverkum. • peir trúa ekki á hans friðþægingarverk, eða kraft fórnanblóðs hans. Jesús féll — eins og margir aðrir sem fórn fyrir öfund og ilsku mann- anna. peir trúa ekki heldur upprisu hans. Líkami Ihans er orðinn að dufti í gröf Jósefs frá Arimaþeu. peir álíta að maður yfirleitt geti vitað mjög Mti@ um Krist. pektur Únítarí nokkur segir, að það sem maður með vissu geti vita ðum Kriist, sé ekki meir en skrifa megi á nögl sér. Eg Ihefi 'heyrt um manneskjur, sem hafa talað svo háðulega um fæðingu Krists, að djöfullinn hefði ekki getað gert það betur. peir hafa gefið mínum dýrmæta frels- ara nafn, sem/ varir mínar aldrei skulu nefna, svo saurugt og djöf- ullegt, að hægt er að gráta yfir því. Eg vil að lokum taka mynd frá ástandinu í Rússlandi. Eins og lögleysið befir borið fullþroskaða' ávexti. svo hefir og einnig frá- hvarfið gert það. Rússland var Kaþólskt land, og þar var ekkert trúfrelsi, þess vegna hefir verið örðugt uppdráttar fyrir mann- eskjurþær, sem hafa viljað beygja sig fyrir því almenna, en viljað tilbiðja guð sinn í anda og sann- leika samkvæmt Jjósi því, sem fagnaðarerindið hefir veitt þeim. Eitt af hinum rnörgu ákvörðun- um Bolshevikanna, er að afriema ihina rússnesku kirkju. Ákvörðun þessi er ekki afkvæmi augnabliks- ins. Langt starf liggur að baki henni. Alþýðumaðurinn á Rúss- landi hefir verið ihreinskilinn ein- féldnistrúar maður. Kristindómi hans hefir á mörgum sviðum verið ritjög mikið ábótavant. pað mætti öllu fremur kalla það dýrðlinga- trú, en hreinskilinn hefir hann verið. Og ýmsar kristilegar dygðir, eins og hógværð og misk unsemi virðist bafa verið honum samgrónar. En um langa tíma hefir undirróður byltingandans unnið að þvi. að rífa niður trú fólksins. petta varð ,þó að ger- ast á laun á dögum keisara stjórn- arinnar. pegar byltingin braust út og gaf öJlum öflum lausann taum- inn, ibyrjaði um leið opinbert anti- kristilegt reglubundið verk, passu jukust kraftar við beimkomu hinna útlægu, sem nú fengu heimfarar leyfi. í einu komu eitt sinn 600 ‘þvílíkir frá Ameríku í geguum bæinn Tornea á Finnlandi, og sem allir sem einn maður skrifuðu á ferðabréf sín: “Ateister.” pað er “Guðsafneitari.” Einn sjáanlega mjög skynibær maður skrifar frá stað nokkrum í Rússlandi til “Church Times” nokkra drætti friá starfi þessu: Sendir voru til bverrar landsiborg- ar tveir antikristlegir postular. Pessir kölluðu bændurnar saman út á víðavangi undir blóðrauðu flaggi, og sýndu þeim fram á hé- gómann í að trúa á guð, svikprest- anna og þvtí um Mkt. Sérstafc- lega var unnið að því að breyta hugmynd áheyrendanna um ilt og gott. Hinar gömLu dygðir, þol- inmœðf. hógværð, og miskunsemi voru sagðar að vera ávöxtur hættu- legrar þrælslundar. Nú var um að gera að hjálpa sér sjálfum og hefna siin. hinar ytri afleiðingar þessa undirróðurs hafa verið mjög augljósar. 1918 var mynd hins krossfesta Krists rifin niður úr dómkirkjunni í Kronstad, og í stað þess var sett upp stytta mik- il, er tákna skyldi “bugsanafrels- ið.” í þektum sjóliðsibæ nokkrum ákv'áðu hermnnirnir, að trúin á guð skyldi afnumin vera. Kirkju sína útibjuggu þeir fyrir lifandi- mynda sýningu með fúllífis mynd- um. Vélinni var lcomið fyrir uppi á hinu gamla Iháaltari. Eittihvað svipað þessu heyrist frá öllum stöðum Rússlands. Guðsþjónustur eru stansaðar, og kirkjumar eru smánaðar af ráns- flokkum undir rauðu flaggi. Stór- ir hópar slíkra manna hafa sést á leið til kirkjulgarðanna til að ræna grafirnar blómum og skarti, en fjöldinn hrópaði húrra fyrir líkræningjunum. Hvernig það á •sama tímá 'hefir hagað til með siðsemi og reglu, er nú flestum kunnugt. Pað er ekki þannig hjá oss, en það er á leiðinni að verða eins. Lögleysið og friáhvarfið er starf- andi í landi voru. já, lí öMutm heim- inum. Og þetta er ekki upp- byggjandi, göfgandi eða neinar mannfélags umbætur. Nei, það eru tvö niðurriífandi og sundrandi öfl, og hver sjaandi manneskja hLýtur að sjá, að þessar stefnur eru starfandi á vorum tímum, og að þær ekki eru til blessunar, heldur bölvunar. pað var bara þetta, sem eg vildi benda á sem einkenni tómans, þessar tvær stefnur, lögleysið og fráhvarfið 4 ljósi Biiblíunnar. Hvert stefnir rás viðburðanna? það er næsta spuraing. Með þessum tveimur stefnum. sem táknum tímanna, fyrir auga, fæ eg ekki séð að rás viðburðanna bendi á betri og bjartari tiíma. Skynse'mi mín segir mér, að sMkt geti ekki átt sér stað. Og það segir hin gamla bók, Biblían Mka. Eg vil svara spurningunni þannig: pró- un allra hluta í iheiminum leiðir að fullkomnri sundrung og gjör- eyðing þess núverandi mannfélags skipulags. Eins og eimreiðin þýtur 'áfram á 'tveimur teinum, þannig mun heimurinn fleigjast áfram á þessum tveimur teinum: lögleysi og fráhvarfi inn í bylt- ingar og stjórnleysi. Heimurinn á í vændum byltingu, tímabil sem mun binda fullkominn enda á vort mannfélags fyrirkomulag. Manntfélagsvélin gengur með há- spenningi. Flokka baráttan magnast. Hatrið fer vaxandi Kröfurnar mSargfaldast. Látibragð og orð manna verða ógnandi. Dag nokkurn mun það enda með sprengingu, ibraki, brestum og hrúni. Hve fjarlægt það er. veit enginn, en hraðinn ó áttina er ógnandi mikill. Endir. ------:--o--------- Æfminning. Mrs. Helga ThomsOn fædd 25. maí 1868. dáin 4. nóvemfoer 1920, 52 ára að aldri. Helga Thomson, var dóttir Bjarna sáluga Bjaroasonar, sem lengi bjó á Bessatungu i Dala- sýslu á Islandi. Bjdrni var fað- ir Torfa sáluga, búfræðings í Ó- lafsdal í isömu sýslu og þeirra systkina. Eftir fráfall föður hennar fluttist Helga með móður sinni, SaLbjöngu Jónsdóttir, vestur til ísafjarðarsýslu, þar giftist bún Guðmundi Vifoorg Jóuatanssyni, í Bæum á Snæfjallaströnd. Með honum eignaðist hún fimm börn. af þeim eru þrjú á Lífi, tvær dæt- ur og einn sonur, ölL gift. Til Canada fluttist hún 1903 og sama ár giftist Ihún Einari Thom- son, nú til iheimilis í Reykjavík á íslandi. HeLga þdáiði að flytja til ættjarðar sinnar til að eyða þar elMinni, enda átti hún þar mann sinn og dóttur, en svo var heilsa hennar bág að hún treysti sér ekki að framkvæma þá ósk kína. Helga heitin stundaði hjúkrun og liánaðist það vel. Hún var lengi veik og mjög þjáð af tæringu þrjá seinustu mánuðina og attdað- ist 4. móvember 1920 á heimili Jóns Pálmasonar, og konu hans Sparibanaka-innlög. Fé, sem lagt er inn á Sparisjóð þcssa banka, gefur af sér 3 prct. vöxtu á ári. Og eru vextir reiknaðir út og færöir til inntekta á hverjum sex mánuðum. THE CANADIAN BANK OF COMMERCE Arlington Street og Notre Dame Avenue V G. G. Sutherland, Manager. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^^♦♦♦♦♦♦♦♦$M'** ♦♦♦ T ♦> T T X t t x T f f t > f f f <♦ t f f ♦:♦ ♦$♦♦: Til Þórðar Jónssonar og Guðnýjar konu hans í silfurbrúðkaupi þeirra 20. maí 1921. Hver stund sem að láður er lögmáli háð, er Mfgjafi mannanna setur, oig atvikin sælu og söknuði skráð með sólgeisla leifttrr, og vetur, en ástvina trygðin er aflið á braut með eilífan sigur við kærleikans skaut. Vér lítum til baka á blikandi haf með brosandi vortíða glanmi. þá heimurinn ljómaði unaði af í æfinnar vonblíðu draumi. hann “pórður” og “Guðný” þá unnu þann eið í eining að fylgjast um daganna skeið. .. Og trúlega heit það var haldið og geymt. þess hjartikæru vinirnir njóta, og aldrei var skyldu nm æfina gleymt að unnast og vinna til bóta, í fámennu liði á framandi strönd þér fylgduð oss jafnan með ráði og hönd. Því óskum vér hjónum til heilla í kvöld með hjartifólgnum þökkum og trausti, er hjá oss við fullnaðar f jórðung af öld nú fagna á silfruðu 'hausti, og lofa vorn guð fyrir æfinnar ár sem ástvinnm blessaði gleði og tár. T f f f ♦:♦ f f X f f M. Markússon. ►♦♦^♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^^♦♦♦♦^♦♦♦♦í^ ♦♦♦-♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦J Heimkoman. f f f T f f f ♦♦♦ f f f t f <♦ f X Nú rís úr ægi eyjan snævi krýnda, á ýmsa vegu skína 'klæðin góðn, er drottinn gaf. Nú glitrar sem í móðu eitt gleði-tár í djúpi iþess hins týnda, sem aftur berst nú upp að sröndnm þánum, þú undraland með bemskuvonum mínum. Nú rennur gnoðin rétt með ströndum þínum, þú rsavaxna, himmborna drotning, er allir sýna einverntíma lotning^ með æfi sinnar fyrstu’ og hinstn hnum, því rúnaletur rist á f jöll og kletta eins risti guð á sálir allra stétta. Og hér við sandinn hörpu þína slærðu; æ, hér er aftur hernslku minnar friður. 1 lofti heyrist heima^barna kliður, og heima aftur vængi þeirra færðu, við skeljasand og bémhljóð og bunu, við bergið kalt og foss og lækjar stuuu. Og blómið döggvað dropum margra tára í dalnum mínum, sagði: Kominn aftur! Ó milál reyuist mildi Guðs og kraftur að mundir skilnað okkar iþenna sára, Iþví guði heima g'astu ofið vefinn, við gótum hæði fléttað saman stefin. Og blómið hneigði höfuð mér að barmi er hallast lét eg iþað á ný að kyssa: Eg vil þig ekki vinur aftur missa, þú verður hér og Mður engum armi þér opna gröf með úthafs fauga böndin, þú átt mig hér og 'þessi dalalöndin. Já, satt var það, eg sá það einatt betur, og seint var þenna reikning minn að jafna, því liðin æfi lét mig skuldum safna; en löngun mína drottinn sér og metur, og því eg hrestur huggast lét og kysti alt heima, sem eig átti fyr en misti. Nií stafa geislar guðs á sólu mína, og gott er það að standa’ á feðragrundu þó að eins sé um ofurlitla stundn, því æfin mín er þegar stöfuð Mna. En svæfill minn, þín mold, er sæluvirði, um meira ekki framar þó eg hirði. Ó, heilagt, ó,heilagt, er bú þitt og bær; ó, bjartari enginn er himinn né sær. Nú hlusta þar skelj^r, nú hlusta þar blóm, og heilsa mér aftur, með fuglanna róm. t t t t X t t t t t t t T t t t t t t t x t t y f. ♦♦♦ *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦ Ingibjargar, sem Helgu sálugu. var liálfsytir Við undirskrifuð vottum okkar innilegasta þakklæti tii allra þeirra sem sýndu ýms merki vel- vildar um stundir veikinda henn- ar. Við erum og mjög þakklát þeim sem sýndu velvild sína á iþann hátt að senda kransa og blóm, og fylgdu henni til hennar hinstu hvilu. Blessuð sé minning bennar. Jón og Ingibjörg Pálmason. Keewatin, Ontario.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.