Lögberg - 30.06.1921, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.06.1921, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, PJMTUDA<nNN, 30. JÚNÍ, 1921. Jíjgberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- offlbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimar: K.6327;o6 N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Lltanáskriit til klaðsins: TH|E C0lUMBI/\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg. Harj. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|ftn. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limtted, in the Columbla Block, 863 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba. Við veginn. Engin þjóð getur nokkum táma náð tilætluðum þroska nema >ví að eins, að hún sé bjartsýn og hafi óbilandi traust á framtíðinni. Erfiðdeiikar hinnar líðandi stundar, mega aldrei ná því haldi á sál einstaklinga eða þjóða, að hugsjóna takmark framtíðarinnar — lífsfull- komnunarinnar sjálfrar, gleymist eða falli í fymsku. — Ef alt er með feldu, styrkist hinn sanni iþjóðarþroski við andróður og mótbyri. Vígðu þættimir, segja þá sannast og bezt til upp- runa síns, er mest reynir á. Nokkuð mundi það orðum aukið, ef því væri haldið fram, að atvinnu og iðnaðarástandið í Can- ada færi dagbatnandi um þetta leyti, og verður því þó ekki neitað, að í vissum skilningi sé nú ibjartara miklu umhorfs, en verið hefir að und- anförnu. Skuggamir, er yfir þjóðinni hvíla og af iðnaðardeyfðinni stafa, liðast í sundur og fjúka út í veður pg vind, er þjóðin litast um í blíðviðr- inu og sér svo langt sem augað eygir gróður- þrungnar lendur, með fyrirheit um björg og blessun hverju einasta mannsbarni til 'handa. “Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.” — pótt bláþræðimir á iðnaðar og atvinnumálum þjóðar- innar, sé helzti margir, þá er hitt þó víst, að eins lengi og uppskeran bregst ekki, er þjóðartilver- an trygg. J. H. Grisdale, aðstoðar búnaðarráðgjafi Sam- bandsstjórnarinnar, hefir fyrir skömmu farið eft- irfylgjandi orðum um uppskemhorfurnar og er hann maður, sem viðurkendur er fyrir að vita hvað hann syngur, þegar um slík mál er að ræða: “Svo fremi, að ekki komi til sögunnar því óhagstæðari veðrátta, sem fátt bendir til, má telja víst, að uppskeran í Canada á yfirstandandi sumri, verði ein sú lang mesta 1 manna minnum. í’rá hafi til hafs blasa við akrar, þrungnir af gróðurmagni, er spá góðu um arðvænlega upp- skem.” Alls er í Canada um þessar mundir undir hveiti 400,000 ekrum fleira, en í fyrra, og 2,300,- 000 fleira en til jafnaðar viðgekst á tímabilinu 1015—1919. J?au ár var þó eins og kunnugt er, lögð einsdæma áherzla á hveitiræktina sökum stríðsins. Hveiti var þá einnig í geypiverði og slík framleiðsla því að sama skapi lokkandi og arðvænleg. Víst má það nú teljast, að hveiti- verðið verði mun lægra í ár, en meðan á stríðinu stóð, en sem betur fer, hefir það samt sem áður ekki dregið á nokkum minsta hátt úr áhuga bænda á hveitiræktinni, heldur einmitt það gagn- i stæða, eins og undanfarnar skýringar í tilliti til aukins ekrufjölda undir rækt, gefa ljósast til kynna. Af hagskýrslum sambandsstjómarinnar fyr- ir síðastliðinn maímánuð, má sjá að viðskifta- velta þjóðarinnar hefir lækkað því nær um þriðj- ung borið saman við viðskiftamagnið í sama mánuði ánð sem leið. — Magn innfluttra vöru- tegunda hefir lækkað um 40 af hundraði til móts við veltuna á sama tímabili í fyrra, en útflutta varan því sem næst 20 af hundraði. Innfluttar vörur í maí hlupu upp á $68,304,986, en allar út- fluttar vörur námu til samans á því tímabili 60,723,065 dölum. Við skiftaveltan öll, hefir því hlaupið upp á $129,038,951. Innflutningur á vefnaðarvöru hefir minkað stórkostlega síðastliðinn mánuð, borið saman við sama mánuð fyrir ári liðnu. í maímánuði 1921, námu innfluttar vefnaðarvörur $11,374,296, til móts við $29,033,102 á sama tímabili árið 1920.— Sjá má það einnig af hagskýrslu stjómarinnar, að innflutningur járns og stáls hefir á nefndu tímabili lækkað úr $12,304,056 niður í 11,322,669. J?á hefir og verzlun akuryrkju verkfæra þorrið að mun; má þar sjálfsagt að mestu um kenna hinu feyki háa verði, sem slík verkfæri standa í. Pess vegna hafa bændur í mörgum tilfellum, sem eðlilegt er, reynt að bjargast af með sín gömlu akuryrkjuáhöld, jafnvel ,þótt léleg væri orðin, heldur en kaupa ný með ránsverði. Vemdartolla farganinu hefir lengi verið kent um óstandið í sambandi við verzlun og verðlag akuryrkju áhaída og það vafalaust með réttu. Eru og nú á ferðinni innan vébanda þjóðarinnar, pólitiskar hreyfingar, er til þess miða, að bæta úr ójöfnuðinum, er bændur hafa orðið að þola á Jæssu sviði. > --------o--------- Samuel Gompers. Haim er nú sjötíu og eins árs að aldri, þessi nafnkunni verkamanna íeiðtogi Bandaríkjanna, þrunginn af lífsfjöri og brennandi áhuga fyrir velferðarmálum verkalýðsins sem og þjóðarinnar í heild sinni. J?að er þegar fyrir löngu viðurkent, að eng- inn einn maður armar muni hafa lagt eins hart að sér til þess að hefja verkalýð þjóðar sinnar í hærra veldi og Mr. Gompers, og líka engum unn- ist jafn mikið á. Hann hefir ekki ætíð siglt slétt- an sjó. Stundum hafa holskeflur sundurlyndis- ins innan hinna víðtæku verkamanna sambanda, ibrotnað svo óþyrmilega á síðum knararins, að til stórslysa hefir horft. Vafalaust mundu ýmsir undir svipuðum kringumstæðum hafa látið hug- fallast og kannske brotið skip sitt í spón. En þá fyrst reynir fyrir alvöru á skarpskygni og þol stýrimannsins, er stærstar verða ágjafinar og lendingin óvissust. Verkamanna-samböndin amerísku, þau er Mr. Gompers veitir forstöðu, telja liklega um þessar mundir eitthvað á sjöttu miljón meðlima. J?að er því að sjálfsögðu ekki nema eðlilegt, þótt skift- ar verði stundum skoðanirnar innan siíks feikna mannsafnaðar og að sínum augum Mti hver á silfrið. En einmitt í sambandi við ágreinings- málin hafa foringja hæfileikar Mr. Gompers kom- ið allra skýrast í 'ljós. J?að er til dæmis á allra vitorði, að um þær mundir sem Bandaríkin ákváðu að leggja út í stríðið gegn pjóðverj um og Austurríkismönnum, voru skoðanirnar ærið skiftar hjá verkalýðnum um afstöðuna til ófriðarins. J?á, jafnvel fremar en nokkru sinni endranær, sýndi Gompers hvað í hann var spunnið. Með fádæma lipurð, jafnframt óbilandi viljaþreki, tókst honum að verja félags- skap þann hinn mikla frá klofningi og ef til vill beinni tortímingu. — Gompers vissi, að hann var á hættulegri siglingu og að skipshöfnin gat þá og þegar verið í voða; þess vegna hafði hann alt af björgunarbátinn við hendina. Og Gompers bein- línis bjargaði verkamanna-samtökunum frá skip- broti, með því að glæða þjóðemistilfinninguna og ættjarðárástina í hjörtum verkalýðsins, — láta alla, eða sem allra flesta, fá sameiginlegan áhuga fyrir einu og sama máli — og ástin á Ameríku var það, sem veradaði verkamanna sambandið frá klofningi, meðan á stríðinu stóð. Síðastliðinn föstudag var Samuel Gompers, í borginni Denver, Colorado, kosinn í fertugasta skiftið forseti verkamanna sambandsins, og það með feikna atkvæðamagni, 25,022 gegn 12,324 at- kvæðum, er féllu í hlut Joihn J. Lewis, forseta hinna sameinuðu námamanna. — pegar úrslit kosninganna urðu kunn, laust upp fagnaðarópum, sem aldrei ætlaði að linna. En er hljóð komst á, þakkaði Mr. Gompers stuðningsmönnum sínum með viðkvæmum orðum og er mælt, að tár hafi streymt niður kinnar öldungsins. — AUir aðrir embættismenn verkamanna sambandsins voru og endurkosnir. Minnisvarðar. Eftir séra R. Marteinsson. Czecho-Slovakar. Eftir langa og harða 'sjálfstæðis-baráttu, er Czecho-Slovaka þjóðin nú viðurkend frjáls að fullu. Saga hennar hefir verið raunaleg með köflum, eins og við hefir gengist um flestar aðrar þjóðir, en hún hefir líka átt fagra sólskinsbletti —marga sanna menn og ættjarðarvini. fbúatala þjóðarinnar mun vera um þessar mundir eitthvað nálægt tíu miljónum. Helming tölu þeirrar fylla Czechar, er heima eiga í Bo- hemiu, en hinn helmingur íbúanna, Slovakarnir, eru dreifðir um Moraviu í Austurríki hinu foraa og Slovakiu, sem til skamms tíma var hluti af Ungverjalandi. Tungumál Czecha og Slovaka, er í raun og veru eitt og hið sama, þótt innan vóbanda þess finnist nokkuð mismunandi málýzkur. J?jóð Czecho-Slovaka er næsta gömul. Snemma i kristnuim sið tóku Slavar sig upp og fluttust norður á bóginn frá Caspia hafinu. Sumir settust að í Dónárdalnum, þar sem nú er Serbia, en aðrir tóku sér bólfestu í Póllandi og Galiciu. J?á námu og ýmsir lönd, að ráði Czechusar foringja síns, þar sem nú liggja Slovakíufylkin. Að umrnáli er Czecho-Slovakiu landið svipað New York ríki á stærð. Norðvestan að ríki þessu liggur J?ýzka- land, en Austurríki og Ungverjaland að sunnan og austan. Landið er auðugt mjög og einkar vel til akuryrkju fallið. J?jóðin hefir frá alda öðli verið herská, þótt vonandi sé að fullveldis viður- kenningÍH glæði hjá henni friðarhugsjónina. Tveir af nafnkendustu siðbótamönnum þjóðflokks þessa voru brendir á báli, þeir Jóihann Húss og Jeróme frá Prague. Bóhemiumenn urðu fyrstir til að játast undir Mótmælendatrú í Mið-Bvrópu. Kvöldkyrð. Svo undarlega’ er mér orðið sem alt sé af líku gert. Hvort hefir þú, himneski faðir! við hjarta míns strengjum snert? öll óró er horfin úr huga, og hljóð er hver gömul sorg, og dauðinn að sjá eins og draumur, hver dagur sem friðlýst torg. Og nóttin er mild eins og móðir og myrkrið sem ský er dvín, — hver ósk eins og lind sem leitar og líður, guð! til þín. / S. F. —Lögrétta. Stærsta eyðimerkur-bclti heims- ins liggur frá norSaustri til suS- vesturs yfir þverar tvær stærstu álfur heims, ,því nær frá Kyrra- hafi til Atlanzhafs. Skyldi nokkuð markvert finnast á því svæði? Einmitt á eySimerkursvæðinu miöju, þar sem nærri aldrei fellur regn, er eitt allra elzta menningar- land heimsins, Egyptaland. Fyrsta orsökin til allrrar þeirrar menning- ar, sem það land hefir átt aö fagna, er, eins og öllum er kunnugt, áin Níl. Skamt frá höfuöborginni Kaíró, þar sem eySimörkin liggur aS vest- urbakka árinnar, standa ferstrend- ar, oddmyndaSar stein-byggingar, er nefnast pyramídar. Vér skulum staSnæmast hjá ein- um þeirra. ViS jörS er hann 716 fet á hliS, en hæS frá jörSu er 450 til 475 fet. Dyr eru á noröurhliö, 52 fet frá jöröu. Frá þeim liggja göng skáhalt niöur og inn í bygg- inguna, sem er þó fremur eins og fjall, bygt meS mannahöndum úr steini, heldur en bygging. Göngin enda i kletti, sem höggvinn er full hundraö fet niSur í bjargiö, sem pyramídinn stendur á. Frá gólfi klefans upp í odd pýramídans eru 600 fet. Frá göngum þeim, sem nefnd voru, Hggja önnur göng ská- halt inn og upp, sem eqda í klefa, er geymir lík konungsins, er þetta mannvirki lét reisa. Sagt er, aö konungurinn Kúfú, sem uppi var aö minsta kosti 2500 f. Kr., hafi látiö vinna þetta stór- virki, og grískur sagnritari segir, aö 100,000 manns hafi unnið aö verkinu í 20 ár. Er þetta talin sú stórkostlegasta steinhleðsla, sem mannshöndin hefir framkvæmt. , Til hvers var þetta gjört? MeS þessu var konungurinn að reisa sjálfum sér minnisvarða. Stórhuga og samvizkulítill lét hann alla, sem hann náði til, lúta sér, og þjóna, og í minnismerkinu vildi hann einnig vera mestur eftir dauöann. Austur á Indlandi, nálægt borg- inni Agra, stendur bygging ein úr drifhvitum marmara, sem nefnd er Taj-Mahal. Stór hvolfturn rís úr henni miSri og minni turnar frá hornum. Frábærlega mikiö verk hefir verið lagt í aö skreyta hana, en alt saman leyst af hendi meS þeirri list, sem vakið hefir aödáun heimsins. Sagt er, að 20,000 manna hafi unniö aö verkinu í 22 ár. Til hvers var þetta stórhýsi reist ? íÞaö er að eins grafhvelfing, sem keisarinn, S'hah Jehan, á 17. öld reisti yfir elskaSri konu sinni lát- inni. ÞaS er minnisvarSi, sem hann reisti henni, sú veglegasta grafhvelfing, sem til er í heim- inum. Þessir tveir minnisvaröar, pýra- midinn og ,Taj-Mahal, sem nú hafa veriS nefndir, eru aS sumu leyti ó- líkir. Annar er eins og jaröfast fjall, sem býöur eyöileggingaröfl- um heimsins byrginn, hinn eins og skáldskapur hins fegursta skapandi anda. Hinn fyrri er ávöxtur af eigingirni og hégómagirnd, reistur í þeim ákveöna tilgangi, aS geyma minningu mannsins, sem lét gjöra hann; hinn af elsku til eiginkonu og gjörður í þeim tilgangi aS geyma minningu ástvinar, en ekki þess, sem reisti. Þrátt fyrir allan þennan mun, er þó eitthvað, sem þessar bygg- ingar eiga sameiginlegt. Þær eru báðar minnisvarðar. Þær hafa þáðar þaö hlutverk, að berjast móti tortímingarafli gleymskunnar, að minna komandi kynslóðir á það, er stofnendurnir töldu mikilsvert. Satt er þaS, aö minnisvarSar eru margvíslegir: legsteinar í graf- reitum, steinstrýtur í skemtigörS- um, leturspjöld í kirkjum, myndir á opúnberum stööum, bautasteinar. minningarrit, rúnaristur, útskornir trjábolir ('totem poles), minningar- stofnanir, og margt fleira. Og eins minnisvarðans enn vil eg geta. Bjarni Thorarensen nefnir hann í kvæöinu um Fljótshlíö, er hann segir: “Sat eg oft þar sér yptir undir hliöum fríðiun hóli á bygöur háum haugur Gunnars þjóökunna.” AS verpa haug yfir látinn kappa var, meöal hinna fornu íslendinga, talin skylda þeirra, sem næst hon- um stóöu. Haugurinn var minn- isvaröi. Minnisvarðar eru til meðal allra þjóöa, sem náö hafa nokkru reglu- legu menningarstigi. Jafnvel þjóð- ir, sem alls ekki teljast til menn- ingarpjóöanna, hafa sfkiliö eftir ýmisleg minnismerki um sína dánu. Fyrir 5,000 árum voru ýms þessi sem upphaflega var algjörlega rétt hugsun. Á heilbrigSu og réttu stigi virðist hugsunin um feöurna hafa (verið hjá forfeðrum vorum. Vis- an í Hávamálum: “Standat bautasteinar brautu nær nema reisi niSur at niö” bendir á, aö þaS hafi veriS siö- freðisleg skylda, aö reisa feðrunum minnisvaröa. Að reisa minnisvarða, er ekki heldur eitt af því, sem hverfur með vaxandi menningu. Þeir eru að veinhverju leyti meS öðrum hætti en fyr á tíSum, og ekki kemur fram í sambandi viS þá annað eins hóf- leysi og stundum átti sér staö áður. En minnisvarðar eru sí og æ reist- ir, og óhugsanlegt er, að þeir falli nokkurn tíma úr gildi. AS þeim séu reistir minnisvarðar, sem það veröskulda, því mótmælir tæpast nokkur maður. Þeir minnnisvarðar, sem þegar hafa veriS athugaöir, hafa allir veriö reistir í þeim eina tilgangi, að vera minnisvarðar; en til er önnur tegund minnisvaröa, sem nefna mætti ósjálfráöa minnisvarða. Eru þeir oft á tíöum markverðir, og viljum vér því láta hugann dvelja viö þá um stund. Fyrsta hugsunin í því máli er sú, aö í raun og veru allir einstak- lingar og allar þjóSir aö reisa sér minnisvarða meö því, sem þeir eöa þær framkvæma, eöa meö þeim myndum af sálarlífi þeirra, sem koma fram í starfi þeirra. Og næst því er aS athuga súma þessara minnisvarSa, sem markveröir eru. Ef grafiS er í sumum leirhaug- unum austur viö Evfrat fljót, finn- ast þar kynstur af bökuöum leir- spjöldum meö áletrun. Ef grafiö er i sorphauga á Grikklandi, finst þar ef til vill standmynd af gyöju með brotna handleggi, sem gjörð er af svo mikilli list, aö heimurinn tekur hana sér til fyrirmyndar í hinu listfenga. Ef ráfaö er um á Egyptalandi, má sjá þar súlur meö tröllaukinni tign og musteri höggv- in út úr bjargföstum klettunum svo risavaxin, að heimurinn á ekk- ert annaS eins. Ef vér værum staddir á Englandi, stæðum vér ef til vill andspænis rústum af göml- um kastala. Þótt hann sé nú að mestu leyti í rústum, má þó vel sjá aö hann var eitt sinn rambyggi- legur og fagur. Ef maður athug- aSi þaS, sem bendir á fornöldina í Rómaborg, rendum vér líklegast auga voru til hins mikla leikhúss, Colisseum, þar sem eitt sinn þús- undir Rómverja skemtu sér viS að horfa á kappana berjast. Alt eru þetta rústir, en þær rúst- ir eru minnisvarSar, sem menning- in í þessum löndum hefir ósjálf- rátt reist sér. Minnismerkis eru samt ekki öll Frústum. Péturskirkjan í Róm, dómkirkjan í Köln, í Mílan, Kant- araborg, turninn í Lundúnum, Eiffelturninn í París, eru ekki í rústum, en eru samt stórkostleg minnismerki menningarinnar á liðnum tímum. Eimlestir bruna áfram eftir St. Gotthard fjallgöngunum, 9 mílna língum, og eimskip eftir Suez- skurðinum. Fréttaþræöir tengja saman hin fjarlægustu lönd. Manns röddin getur í síma borist meir en hundraö mílur, jafsvel vírlaus skeyti berast í gegn um loftið eitt, frá þeim, sem sendir, til þess, sem tæki hefir til að taka á móti, þótt hann sé í þúsund mílna fjarlægð. Alt þetta, ásamt ótölulegum grúa af öðrum hlutum, eru minnismerki, sem hugvit menningarinnar hefir ósjálfrátt reist. Því miSur eru sumir MinnisvarS- amir nokkuS með öðrum hætti. MeS hina glæsilegustu menningar- dýrS umhverfis, var ótamið ’villu- dýrseðliS enn þá til. Svo kom þá líka aS því, að Fenrisúlfur grimd- arinnar óð fram á vigvöllinn og læsti klóm sínum í ÓSinn snildar og listar. Minnismerki þess eru heimsins stórkostlegustu hryöju- verk. Auöar gryfjur, þar sem áöur voru rambyggilegir kastalar, grjóthrúgur, þar sem áSur voru hin fgeurstu listasöfn; ömurlegt brot af veggjum, þar sem áöur voru hinar dýrðlegustu dómkirkjur, eru minnisvarSar djöfulæðisiss, sem heiðin menning i kristnum löndum ekki gat ráöið viö eða ekki vildi viS ráSa. viö ráöa. Annan flokk ósjálfráSra minnis- varöa menningarinnar má nefna, en það eru bókmentirnar. Þær eru búningurinn, sem hugsanir og til- finningar mannanna hafa skapaS sér. AS visu hefir ekki alt veriö fært i letur, af þvi, sem hreyft hef- ir sér í sálarlí fi manna, en ]>eir, sem átt hafa þátt i þeim, hljóta aS teljast til hinna gáfuðustu og göf- ugusu, Jærðustu qg 'listfengustu meöal manna. Þótt þar séu líka margar ósamkynja raddir, hljóta allir að viðurkenna, aS í bókment- unum höfum vér þaS hæsta og það dýpsta, sem þjóöirnar hafa hugsaö. Eins og sólin sendir geisla sína um lög og láö til aö vekja úr dvala SKYLDA YÐAR AÐ SPARA MaSurinn meö Sparisjóðinn í bankanum, þarf ekki aS kvíSa framtíöinni. Sparsemi, sem bygð er á viljafestu, er ein af •beztu venjum sem hægt er að æfa. Sparisjóðsdeild við hvert útibú THE ROYAL BANK _______________OF OANADA Borjtaður höfuðstóll 0g viðlagasj.. $40,000,000 Allar eignir..........$544,000,000 merki til, og á öllum öldunum, sem _ liSnar eru síöan, hafa þau veriö þag( sem lifnað getur, og ávöxtur gjorS En hvort sem mmnismerk-1 inn af því verður ax til nytsemd ar og ros til fegurSar, ems sendir GuS anda fegurðar, anda listar, anda djúpra hugsana, anda vak- andi eftirtektar niður í sálir, sem veita sannleikanunj og snildinni móttöku. Þessir menn, sem geta látiS hinn himinborna anda þekk- jngar og dýrSar srterta sig, rann- saka alt hátt og lágt, til aö fræSa menn eSa knýja strengi hörpunn- ar, til aö veita mönnunum unaö og hrífa tilfinningar þeirra. Ávöxt- urinn af þessu er söguljóö Hóm- ers, leikrit Shakespeares, Edda Is- lendinga, heimspeki Platós, fagur- fræSi Ruskins, ljóS Jónasar Hall- grimssonar. Hver getur annaö en dást aö þeim minnisvörSum, sem Grikkir, ítalir, Þjóðverjar, Englendingar, NorSmenn, Islendingar og margar aSrar þjóSir hafa reist sér með bók- mentum sínumr Tungumál sérhverrar menning- arþjóSar er enn fremur minnis- varSi þess anda, sem í brjósti henn- ar hefir lifaS. Þegar vel er athug- aö, kemur þaS i ljós, að tungan er meira en að eins tákn, sem mönn- um hefir komiS saman um aö nota, til þess þeir geti skiliö hver annan. ViS þaS að klæSa hugsanir, tilfinn- ingar og vilja í búning, koma í ljós feikn af þeim andans einkennum, sem sá hefir til aö bera, er þetta reynir. I þessu efni, eins og öll- um öörum, lofar verkiö meistar- ann. Aldrei eru hugntyndir neinna tveggja manna nákvæmlega hinar sömu, og ekki heldur veröa þá tákn hugsananna hjá neinum tveimur mönnum algjörlega hin sömu. Jafnvel þó tveir menn séu á sama máli í einhverju, segja þeir þó ekki frá skoðunum sínum á sama hátt. Hver maður, sem uppgötvar nýja hugsun, hlýtur að leggja tákn til málsins, eöa þá nota gömlu táknin á einhvern nýjan hátt. Hver auðugur andans maður, sem tákn- ar sig í ritverkum, og sumir þeirra, sem aldrei rituSu einn staf, hafa lagt eitthvað til málsins.' Af þessu leiöir þaö, aö þeim mun gáf- aðri, listfengari eöa andlega auð- ugri sem einhver þjóð er, þeim mun fegurra veröur mál hennar. Af þessu verður lika auðsætt, að landslagiö í heimahögum þjóöar- innar, lífskjörin, sem hún hefir haft viS aS búa, eldraunirnar, sem hún hefir þolaS, sigrarnir, sem hún hefir unnið, alt þetta, sem í veru- legum skilningi hefir snert sálar- líf hennar, sem hún hefir þar af leiðandi reynt að tákna, hefir haft áhrif á tunguna. Ótölulegur fjöldi manna hefir því lagt til tungunnar og hún geymir aö einhverju leyti ávöxtinn af anda þeirra og sér- kenni lundatfars þeirra. OrSin eru því meira en aö eins dauS tákn. Þau eru nærri því lifandi persónur, sum þeirra meö allmikla sögu á bak viö sig. Þau hafa þroskast og breyzt eins og mennirnir; þau bera oft vott um uppruna sinn og þá lífsreynslu, sem þau hafa gengiS í gegnum. Engum, sem athugar, getur því dulist, að ein agferðin til )>ess aö læra aS þekkja þjóð, er sú, aö kunna vel tungu hennar. OrS Matthíasar Jochumssonar til Vest- ur-íslendinga, eiga hér heima: “HvaS er tungan? Ætli enginn orSin tóm séu lífsins forði; hún er list, sem logar af hreysti; lifandi sál í greyptu stáli; andans form í mjúkum myndum, minnis-saga farinna daga; flaumar lífs í farveg komnir fleygrar aldar er stryki halda. Tungan geymir i tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauöastunur og dýpstu raunir darraðar-ljóð frá elztu þjóöum, heiftar-eim og ástar-bríma, örlagahljóm og refsidóma; land og stund í lifandi myndum, ljóöi vígö hún geymir í sjóöi.” iö hefir kostaö margar miljónir eöa eitt dagsverk, hefir tilgangurinn ávalt veriS sá sami, aö varðveita minningu þeirra, sem hníga í val- inn. AS það væri skylda, aS geyma minningar feöranna, varð svo sterk sannfæring kínversku þjóðarinnar, aö hún tók aS veita þeim tilbeiðslu. Þetta er aS sjálfsögöu oflangt gengiS, en þaö er ávöxtur af því, I alla staði er þaö eðlilegt aS sá, sem elskar þjóö, elski einnig tungu hennar, því hann finnur svo mikið af þjóöinni í tungunni. “Ó, þú Isalands þjóð, Guðs Israel noröur í höfum, tignarlegt tungumál átt, en talaö og’skiliö af fáum”, segir Valdimar Briem í hinu frá- bærlega fagra kvæði sínu “Hvíta- sunnumorgun.” En þótt vér séum fámennir, er samt eitthvaS af hjártastrengjunum bundiö viö tunguna. MeS Jónasi Hallgríms- syni tölum vér um “Ástkæra, yl- hýra máliS” og meS Einari Bene- diktssyni segjum vér: “Eg elska þig, málið undurfríða og undrandi krýp aS lindum þínum, eg hlýöi á óminn bitra bliða, brimhljóö af sálaröldum mínum.” HvaS sem íslenzkri tungu líöur, hvort sem hún er fullkomin eSa ó- fullkomin, er hún bergmál sögu ís-- lendinga, ávöxtur af þeim anda, sem þeir hafa hlotið, hlekkurinn, sem hefir tengt þá hvern við annan og þá alla við GuS, einn minnis- varöinn, sem þeir, meö lífi sínu og menningu, hafa ósjálfrátt reist sér. Ef öll sönn list er frá GuSi, því “öll góð og fullkomin gjöf er ofan aö og kemur niður frá föSur ljós- anna,” gefur aS skilja, aö sú Iist er æöst allra mannlegra lista, sem kemst næst hinu eilífa föSurhjarta, sem bezt skilur hiö eilífa tungu- mál, sem næst kemst því að taka orðin af vörum hins almáttuga, sem er mest innblásin af Guöi. Hvar er þann innblástur aö fina? I heilögu oröi Guös. Þar tala menn knúðir af hinum heilaga anda ,GuSs. Þar hefir andi GuSs feng- iö búning fyrir hin eilífu sann- indi, og einmitt þau sannindi, sem mestu varSa fyrir eilífa heill allra manna. “GuSs hjarta heyrist þar slá”. GuS sjálfur er þar, skýstólpi ,sem leiSbeinir hinum jarðneska vegfaranda um sólríka daga, en bjartur stólpi um dimmar nætur sorgar og syndar. En af öllum hinum dýrðlegu myndum hins blessaöa, eilífa fööur, er ekkert þar, sem jafnast á viS Jesúm Krist, oröiö frá eilífö, lambiS GuSs, sem bar syndir heimsins, frelsara mannanna, friöarhöfS- ingjann. I djúpri lotningu er þaS sagt, þótt mannlegt orðatiltæki sé notaö, meö öllu þessu hefir Guð reist sér minnisvaröa í mannlegri sál. Þegar vér snúum oss aftur að hugsuninni um minnisvarða í hin- um vanalega skilningi, verSur oss aö spyrja: hvaöa mönnum á aö reisa minnisvaröa? SvariS liggur undur beint við: Þeim mönnum, sem þegar hafa reist sér ósjálfráða minnisvaröa. Sumir hafa það gjört að eins í sálum þeirra nán- ustu; sumir með heilli þjóð. Eftir því fer, hverjir eiga aö reisa minn- isvarðana. Eðlilegt er, að þeir reisi minnisvarðann lí ihverju einstöku tilfelli, ;sem notiö hafa kærleiks- starfs þess, sem á aö minnast. Fjölda iVestur-íslendinga hafa nú þegar verið reistir minnisvarð- »ar, í flestum tilfellum aS eins af nánustu ættingjum, örfáum að eins af stærri hópum manna, og ekki hafa allir þeir fengið minnisvaröa yfir sig, að sér látnum, sem þjón- uöu vel almenningl, sem áttu minn- ismerki skiliö; en ekki býst eg viS aö neinir mótmæli, þegar eg nefni einn mann, sem á þaö sérstaklega skiliS af Vestur-Islendingum, að þonum væri reistur innisvaröi, en þaö er séra Jón heitinn Bjarnason. Hvers vegna nefni eg hann? Hann haföi höfuS og herSar yf- i sína vestur-ísl. samtíð. Hann var brautryöjandi í kirkju og þjóö- erni á allra fyrstu tíðinni, hann yf- irgaf þægileg lífskjör til þess aS fórna lífi sínu fyrir landa sína í hinni sárustu fátækt, sem vestur- íslenzkur frumbýlingsskapur hefir af aö segja, og hann var faSir og forseti kirkjufélags vors. ÆtíS var hann búinn til sóknar og varn- ar, þegar kristindómur éða íslenzkt þjóöerni áttu í hlut. Hver var ein- lægari eða drenglyndari í hó-pi vor- um en hann? Hver var oss meiri stoö en hann? Að spyrja, er í þessu tilfelli að svara. Þar, sem hann leiddi, sýndist oss fært að fylgja. I blóma lífsins kom hann vestur um haf, hér sleit hann út Jcröftum sínum og hér bar hann beinin. I 40 ár var hann fyrirmynd Vestur-íslendinga í því, sem laut aö mentun og kirkju. Er þá nokkur efi á því að Vest- ur-íslendingar, sérstaklega kirkj- unnar menn, ættu að reisa honum minnisvarða? En hvernig ætti sá minnisvarði aö vera?' Fallegur steinn stendur á gröf hans, sem nánustu ættingjar hafa reist. ÞaS er ‘þeirra verk, en ekki almennings. TalaS hefir veriö um minnisvaröa úr steini, sem almenningur reisti. Má vel vera, aö þaö verði einhvem tíma gjört, en þaS er öðru vísi minnisvarði, sem mér finst meiri nauðsyn á. vBeztir eru minnisvarðar yfir hina dánu, sem miklir voru og í raun og veru yfir alla, ef þeir snerta sem mest beztu strengi lífs- ins um lengstan tíma. Slíkir minn- isvaröar eru stofnanir, sém græða sár manna eöa mannfélaga eöa glæöa hiö göfugasta líf í ungum sálum eöa eldri. Ef um slikan minnisvarða er aö ræða yfir séra Jóni, viröist sjálf- sagt aö það sé stofnun, sem leggur rækt við það andlegt líf, sem hon- um var hjartfólgnast. Alla sína tíð hér vestra var það einkum tvent, sem hann baröist fyrir: sann- ur, lifandi kristindómur og rækt- arsemi viö annað göfugt í íslenzk- um feðraarfi. Árið 1887 var kirkjuþing haldiö í Winnipeg. Á því þingi voru séra Jóni veittir $100 sem þóknun fyrir ritstjórastarf hans við Sameining- una undanfariö ár. Þegar í stað gjöröi hann yfirlýsingu um þaö, að hann gæfi þá $100 til þess að byrja skólasjóö. Var þessi upphæö þeg- in meS þökkum, og úr því var farið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.