Lögberg - 11.08.1921, Síða 6

Lögberg - 11.08.1921, Síða 6
Bls. 6 LÖGBERG ,FIMTUDAGIN'N, n. ÁGÚST 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. Hann liafði lítið séð til Harriet síðustu vik- urnar, þar eð Bella var ekki vel frísk, og Harri- et vildi vera hjá henni, heldur en að taka þátt í skemtununum. Það eina sem hún áleit sig missa við það, var, að hún gat ekki verið hjá Percy. Þegar hún einstöku sinnum var viðstödd einhverja skemtun, þá sóttist Nelson eða Char- lí svo mikið eftir samvistum við hana, að hún gat ekki fengið að tala við hann einslega, án þess að það vekti eftirtekt. En þó að Percy áliti Nelson heiðarlegan mann, sem ekki með ásetningi vildi olla Harr- et sorgar, gat hann þó ekki gleymt orðum Cbarlís. <;Ef hann leikur sér að tilfinningum hennar, verðskuldar hann að vera skotinn,” hugsaði hann. En hann vissi að hann hafði enga heimild til að skifta sér af þessu, meðan hann hafði enga heimild til að vernda hana. Hann iðraðist eftir að hann, hafði orðið við bón hennar og látist vera henni ókunnur, því hann hataði alt fals og svik. Hann var lengi á sjávarbakkanum, en loks gökk hann líka til Cresent Villa. Þar fann hann glaðan hóp manna, fjórtán alls, að honum meðtöldum. AJlir voru að spila nema Harriet. Hún stóð og horfði á þá, en leit upp þeg- ar Percy kom inn. Gleðiroði kom fram í kinnar hennar 0g augun leiftruðu af ánægju þegar hún hneigði sig fyrir honum. Helen tók eftir öllum svipbreytingum hennar og beit á jaxlinn af vonzku, en þegar hún sá Harriet fara út á næsta augnabliki, glaðnaði yfir henni. Helen heilsaði Percy líka mjög innilega, og þótti slæmt að hann gat ekki tekið þátt í spilinu, því ekkert pláss var autt. Á 'þessu augnabliki kom þjónn inn 0g hvísl- aði einhverju að Helenu, sem varð hrædd, en á næsta augnabliki sagði hún við Percy: “Þér komuð mátulega snemma til þess að taka mitt pláss við spilaborðið, dr. Morton, af því eg verð að fara burt nú.M “Hvað er nú, Helen?” spurði móðir hennar. “Það er líklega saumastúlkan mín, sem sendir reikning fyrir kjólinn, sem eg er í núna. Setjist þér niður, læknir,” sagði hún spaug- andi, “og spilið nú betur en mér hefir tekist hingað tii” “Eg skal gera það sem eg get, þangað til þér komið aftur,” svaraði hann. Hann tók upp spil Helenar, meðan hún gekk út mjög hræðsluleg. “Hvað vilt þú mér?” spurði hún litla drenginn sem beið hennar í ganginum. Hann rétti henni seðil 0g fór svo út. Unga stúlkan blóðroðnaði, þegar hún opn- aði seðilinn og þekti skriftina. Á seðilinn var skrifað. “Helen! Eg stend og bíð þín við dvr lystiskálans og vona að þú komir. Eg skal bíða þín hálfa stund, en verðir þú þá ekki kotnin, geng eg heim að húsinu, sendi nafn- spjald mitt inn, 0g heimta að fá að tala við þig-M 22. Kapítuli. Helen kreisti seðilinn saman í hendi sinni öskuvond. Þegar hún hafði Ktið í kringum síg og fullvissað sig um að enginn var í nánd, læddist hún út úr húsinu og fór beina leið til lysti- skálans. Himininn var dimmur og skýþrunginn og níðamyrkur úti. Það fór hrylling um .Helenu, þegar hún fór yfir flötinn að lystiskálanum. Þegar hún nálgaðist skálann og augu voru orðin vanari myrkrinu, sá hún háan mann standa við dymar. “Þú kemur þá,” sagða hreimfögur rödd, en skjálfandi og sorgmædd. “Já, auðvitað. Eg varð að gera það,’! svaraði Helen háðskri rödd og kuldalegri. “Við skulum ganga inn í skálann og setj- ast þan Eg hefi mikið, sem eg verð að segja þér, Helen,” sagði maðurinn. En ungfrú Stewart gerði fráhrindandi handhreyfingu. “Nei, Chester, það sem þú hefir að segja mér, verður þú að segja mér hér, og eins fáort og mögulegt er, því eg hefi gesti, sem bíða mín,” svaraði hún æst. “Eg skil annars ekki hvers vegna þú þarft að elta mig eins 0g þú gerir. Getur þú ekki lofað mér að vera ’ ^riöi ? Þú varst einu sinni nærri orsök í dauða mínum, og þú eykur mér kvíða og stofn- ar mfnu góða nafni og mannorði í hættu, með þessum eltingum.” “Getur þú spurt hvers vegna eg geri það, Helen, sem veizt hve heitt eg elska þig?” “Já, þú hefir nú sagt eitthvað líkt þessu aður. En eg vil ekki að þú gætir mín og eltir mig; þu hefir enga heimild til þess.” 1 “Enga heimild ? Jú, eg hefi fulla heim- íld til að breyta þannig, Helen. Þú veizt að scmkvæmt því, sem átt hefír sér stað á milli okkar, hefi eg fulla heimild til að heimsækja þig, hvar sem þú ert, og nær sem mér þóknast. “Þu hélzt að eg mundi ekki geta fundið fug 1 þessu landi, en eg fann þig samt í Kings- ton. Hvar sem þú ert í heiminum, leiðir eðlishvöt ástar minnar mig til þín.” “Ástin þín!” endurtók hún með háðs- legum hlátri. En hann svaraði samt róleg- ur: “Já, ástin mín. Þú veizt að hún er sönn, hreinskilin og óflekkuð. Seg þú mér nú, Helen, nær ætlar þú að gera það sem er rétt og sanngjamt?” “Þínar skoðanir eru svo ólíkar mínum,” svaraði hún æst. “Álítur þú það rétt, að þvinga mig inn í þá tilveru, sem fyrir mig væri dautt líf?” “Hamingjan góða, Helen! Eru þá til- finningar þínar þannig? Hefir þú hætt að elska mig — ber þú slíkan viðbjóð til mín, eins og orð þín benda á? Hefir þú gleymt liðna tímanum?” “Nei, eg man alt of vel eftir honum. Eg vildi að eg gæti gleymt honum,” svaraði hún. “Seg þú ekki meira!” svaraði hann alvar- legur og hörkulega. “Eg ætla ekki að betla um ást, sem mér er ekki gefin af frjálsum vilja. En eg gizka á að það hefði orðið öðru- vísi, hefði eg ekki verið fátækur maður. Eg er viss um, að þú elskaðir mig eitt sinn, og eg held, að þú, hefði eg getað gefið þér auð og tigna nafnbót, mundir ekki hafa hrint mér frá þér, eins og þú gerir nú. “En eg veit, að þér þykir of vænt um auð og óhóf, til þess að vilja missa það, og lifa hjá manni, sem ekki gat veitt þér það. “Orð þín hafa kvalið mig; og eg held að þú getir engan elsk^ð nema sjálfa þig. Eg ætla aldrei að biðja þig að búa hjá mér. En eg ætla samt sem áður að ggeta réttinda minna, og koma í veg fyrir að þú breytir rangt. “Orðrómurinn segir, áð þú ætlir að giftast Hartwell Nelson. En þú skalt ekki fá leyfi til að gera honum eða þér sjálfri neitt rangt, að eins til þess, að fullnægja metnaðargirni þinni.” “Leyfðu mér að koma með dálitla athuga- semd,” svaraði hún.___“Þessi orðrómwr er ó- sannur. Eg ætla ekki að giftast lávarði Nel- son.” “Þá hefir þú máske flutt ást þína yfir til fallega, unga læknisins, sem eg sá þig á skemti- göngu með á þriðjudaginn.” “Sást þú mig þá?” spurði hún undrandi. “ Já, eg hefi oft séð þig þessa síðustu daga. Og, Helen, þeir dagar voru einu sinni, sem þú horfðir á mig jafn ástríkum augum.” Hann laut niður og reyndi að sjá svipinn á andliti hennar í myrkrinu. “Elskar þú hann?” spurði hann aTIhörku- lega. “Segðu mér sannleikann?” Hún ýtti honum frá eér. ‘,Þú hefir enga heimild til að spyrja mig slíkra spurninga,” svaraði hún skjálfrödduð. “Þú veizt að kröfur þínar til mín, eru einkis virði. En ef þú heldur áfram með þessar ofsóknir, þá get eg gert nokkuð, sem leyfir mér að þrjóskast við þér, þó þú reynir að koma mér í eins slæma stöðu og unt er.” Maðurinn stundi, og sagði í bænarróm: “Þetta getur ekki verið alvara þín Helen. A þann hátt rændir þú mig hinni síðustu von. ’ ’ Eins 0g ringlaður af skelfingu yfir þessari hótun, greip hann báðar hendur hennar, dró hana að sér 0g sagði ákafur: “Þú skalt ekki! Þú getur það ekki! Það gagnar þér ekki! Heyrðu nú!” Hann talaði nú fá^prð með hásri rödd — orð, sem komu henni til að skjálfa 0g eagjast saman, af voðalegri hræðslu. “Þetta er í siðasta skifti, sem eg sný mér að þér á þenna hátt,'” sagði hann. “Þú hefir hrint frá þér því tryggasta hjarta, sem nokkru sinni slær fyrir þig, og eg skal ekki oftar auð- mýkja þig. En gættu þín. Eg vara þig við að gera nokkuð, sem eykur þau rangindi sem þú hefir þegar framkvæmt. “Á meðan þú Iifir ógift, skal eg ekki trufla þig, en ef þú leyfir þér að tæla nokkurn annan mann, til þess að fullnægja metorða- gimd þinni. Þá skal eg ekki hlífa þér!” Hann fleygði höndum hennar frá sér og þaut út í myrkrið, áður en hún gat svarað hótun hans. , Hún. skalf af geðshræringu, og hué niður a bekk til að hvíla sig, áður en hún færi aftur mn í húsið. En svo hræddist hún á ný, af að sjá eitt- hvað hvítt 0g af að heyra einhvern hreyfa sig í nánd við hana. Hver — hver er þetta?” stamaði hún. En sokum magnleysis og áhrifa hins nýaf- staðna, var hún ekki fær um að hreyfa sig “Verið þér ekki hræddar, ungfrú Ste- wart,” svaraði róleg rödd. “Það er es — Harriet.” “Harriet Gay?” hrópaði Helen- afar- skelkuð. “Það er enginn í öllum heiminum sem mér er jafn illa við að sjá, hér, og yður!” bætti hún við, hljóp til hennar og greip hand- legg hennar^ um leið og hún sagði: “Hve lengi hafið þér verið hér? Og hvað____hvað hafið þér heyrt?” Stewart. Eg hefi heyrt — alt.” “Alt?” stundi Helen upp örvilnuð. “Já, hvert einasta orð. Eg sat varist því.” 8 g ‘‘Hamingjan góða! Þér hafið þá f að vita, að eg —M Meira gat Helen ekki sagt. Já, eg þekki nú yðar hryggilega 1 ardom, svaraði Harriet með vorken rom. _ “En mér kom ekki til hugar að si á hleri. En eg var neydd til að heyra all sagt var, án þess að vilja það. Eg fór því eg hafði dálítinn höfuðverk og þurf fá mér ferskt loft, svo eg fór hingað alei Eg var ekki búin að sitja hér í mfnútur, þegar maður kom og tók sér stöð dyrnar. Mér varð bilt við, en hélt að myndi fara bráðlega, fyrst hann kom ekk ef eg yrði róleg og gerði ekki vart við mi “Meðan eg beið þess að hann færi, ki þér. Hefði eg vitað um hvað samtalií .. | • timbur, fjalviður af ölíum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. — —..... ...... Limited---------- HENRY ÁVE. EAST - WINNIPBG 1 að snúast, hefði eg farið strax. Helen var nú búin að jafna sig dálítið, og spurði æst og háðslega: “Og nú þegar þér vitið svona mikið um mig, hvað ætlið þer þá að gera, líklega að segja móður minni það, jafn samvizkusamur dýrðlingur og þér þyk- ist vera.” “Nei, eg vil ekki minnast á þetta við móð- ur yðar, en eg bið yður að gera það sjálf.” “Það geri eg alls ekki, hún mundi aldrei fvrirgefa mér það,” svaraði Helen reið. “Það væri þó eflaust það hyggilegasta. Frú Stewart er bezti vinurinn, sem þér eigið í heiminum, og hún mundi gefa yður góð ráð.” “Geymið yðar ráðleggingar, ungfrú Gay, þangað til að þér eruð beðnar um þær,” sagði Helen mikillát. “En nú verðið þér að lofa mér því, að minnast ekki á þetta við nokkra manneskju.” Harriet hugsaði sig um 0g sagði svo ró- leg: “Eg get ekki skilvrðislaust gefið yður slíkt loforð. Eg vil ekki ama yður, og eng- um segja frá því, sem eg hefi heyrt um liðna daga yðar. En eg get ekki skuldbundið mig til að geyma það hjá mér, því undir vissum kringumstæðum væri það ekki rétt.” “Þér dirfist að setja mér skilyrði!” hróp- aði Helen vond. “Má eg spyrja hver skilyrð- in eru?” “Eina skilyrðið, sem eg set yður er, að þér segið þeim manni sannleikann, sem biðlar til yðar, áður ■en þér játið honum. Þann sann- leika, sem eg þekki nú,” sagði Harriet. Helén stóð upp, utan við sig af reiði, »g kreisti handlegg Harriets mjðg fast. Þér ætlið að koma upp um mig, ef eg neita að gjöra þetta?” “Það væri skylda mín; eg yrði að gera það,” svaraði Harriet róleg. “Ef — ef t. d.” spurði Helen háðslega, “Percy læknir biðlaði til mín, munduð þér á- líta það skyldu yðar að segja honum frá þessu?” Harriet engdist saman við að heyra nafn Percys nefnt í þessu sambandi. Helen hló háðslega, þegar hún varð vör við þessa hreyfingu hjá henni. “Það hefir engin áhrif á mig, hver sá maður væri, sem þetta snerti. Eg væri neydd til að gera það rétta í þessu tiífelli,” svaraði Harriet. “En þess mundi krafist af yður, að þér kæmuð með sannanir ungfrú Gay.” “Nei, — aðal sannanina yrðuð þér að koma með, ungfrú Stewart.” Og Helen vissi að hún sagði satt. “Nú jæja — þér verðið að gera það versta, sem þér getið. Það hefir litla þýðingu fyrir mig,” svaraði hún ilskulega, og fleygði hand- legg Harriet frá sér eins hörkulega og hún gat. Handleggurinn lenti á baki bekkjarins, sem hún sat á, og kom ungu stúlkunni til nð hljóða af tilkenningu. En Helen heyrði það ekki, því hún var þotin út og hljóp heim að húsinu. Fáum augnablikum síðar, gekk hún róleg 0g stilt inn í salinn aftur. Engum hefði getað hugsast, að hún hefði gert sig seka í slíkri sví- virðingu og ofsa og hún hafði sýnt síðnstu hálfa stundinn. Litlu eftir að hún var komin inn, fðr Bella úí til að gá að Harriet. Hún fann hana hvergi í húsinu, gekk því út í sólbyrgið og þaðan í kringum húsið og kallaði á hana. En hún fékk ekkert svar. Svo gekk hún ofan stiginn unz hún kom að lystiskálanum og kallaði kvíðandi: “Harri- et! Harriet! Hvar ertu?” Hún heyrði lágt vein; þaut inn og knéféll á næsta augnabliki fyrir framan hina næstum meðvitundarlusu stúlku. “Hvað er að þér, kæra Harriet? Ert þú veik? Eða hefir þú meitt þig?” sagði hún skelkuð, þegar hún sá að eitthvað alvarlegt var að vinstúku sinni. “Hvað get eg gert fyrir þið?” sagði hún og greip aðra hendi hennar. En þessi snert- ing kom Harriet til að hljóða. “Ó, hvað hefi eg gert?” hrópaði Bella hrædd. “Segðu mér hvað að þér gengur.” Þessi sára tilfinning vakti Harriet til með- vitundar. Hún hafði verið næstum meðvit- undarlaus eftir "að Helen fór og þangað til að Bella kallaði til hennar. “Eg held að yfir mig hafi liðið,” sagði hún lágt. “Og mér finst að eg hafi meitt mig í handleggnum. Heldurðu að þú getir hjálp- að mér heim að húsinu?” “Já, það get eg auðvitað. Leyfðu mér að taka utan um mitti þitt — þannig —; svo getur þú haft óskemda handlegginn utan um mig. Svona! Nú gengur okkur vel. Það er leiðinlegt að þú skyldir vera hérna ein í þessu ásigkomulagi.” Hún hjálpaði henni með lipurð og alúð inn í húsið og upp í dagstofuna þeirra, án þess nokkur tæki eftir þeim. En Harriet hafði sárar kvalir og kveinaði ósjálfrátt. Bella æpti af hræðslu, þegar hún hafði kveikt ljósið og sá hinn særða handlegg. Hann var mikið bólginn, og á honum voru þrjár rauðar lægðir, eftir miskunarlausa fing- ur, úlnliðurinn var einnig með blýlit, þar sem hann hafði lent á baki bekkjarins. Hún gat ekki hreyft handlegginn; hann hébk máttarlaus niður. “Eg er hrædd um að bein í honum sé brot ið sagði Harriet. “Nei, nei! Við skulum vona að það sé ekki,” svaraði Bella skelkuð. “En hvemig atvikaðist þetta annars. Þú hefir hlotið að detta ofan á handlegginn ónotalega, þegar yf- ir þig leið.” Harriet þótti vænt um að Bella skildi þetta þannig. Hún hafði nefnilega ásett sér að láta engan vita fyrir hverju hún hafði orðið. “Heldurðu að þú getir fengið Morton J lækni til að koma hingað upp, á meðan eftir- maturinn er borinn gestunum, til þess að segja mér hvað gera skuli?” spurði hún, þar eð hún vissi að eitthvað varð að gera strax. “Eg skal undir eins fara og segja mömmu frá þessu. Svo skal hún ásamt Morton koma hingað upp,” svaraði Bella og ætlaði að fara. “Nei, gerðu það ekki, góða. Eg vil helzt engan mann ómaka. Ef eg vissi hvað gera skyldi, mundi eg á engan kalla. Farðu nú ofan og notaðu hentugt augnablik, þegar Mor- ton er einmana. Komdu með hann hingað í kyrþey 0g láttu engan vita, að eg hafi meitt mig.” “En þú ert náföl og máttvana; lofaðu mér að kálla á mömmu.” “ Nei, Bella,” svaraði hún. “Ef þú vilt ekki að mér líði ver, gerðu þá nákvæmlega það, sem eg bið þig um.” Bella fór nú ofan þegjandi. Morton var að því kominn að fara. Hann sagði frú Stewart að hann þyrfti að skrifa nokkur bréf, sem yrði að láta í póst- húsið í kvöld, þar eð hann færi snemma í fyrra- málið til London. Þegar Bella sem var í efri ganginum, heyrði þetta, ákvað hún strax hvað gera skyldi. Hún snéri við, gekk ofan aftari stigann, þaðan út í sólbyrgið og svo að aðaldyrunum, þar beið hún hans, þangað til hann var búinn að kveðja alla. Þá gekk hún kyrlát til hans og snerti handlegg hnns hægt. Hann snéri sér brosandi að henni, en varð strax alvarlegur þegar hann sá hve föl hún var. “Viljið þér gjöra svo vel að koma upp á loft með mér? Harriet hefir meitt sig,” sagði hún lágt. “Meitt sig? Hveraig?” spurði hann á- kafur og varð jafn smeikur og kvíðandi og hún. “Það leið yfir hana og hún datt ofan á handlegginn sinn, sem er afar bólginn og með sárar tilfinningar. Og nú vill hún að þér komið til sín og segið henni hveraig eigi að bæta úr þessu; en hún vill engan annan ó- maka.” “Farið þér strax með mig til hennar,-” sagði Percy. Hún fylgdi honum sömu leið og hún fór ofan. í dagstofunni fann hann Harriet sitj- andi í lágum ruggustól, föla og magnþrota. Hann knéféll fyrir framan hana og fór að sfeoða handleginn. Hann sá undir eins að hann var brotinn, og að rauðu blettirnir voru merki eftir járn- föst tök hlífðarlausrar handar. 23. Kapítuli. “Eitt beinið í handleggnum er brotið,” sagði hann með meðaukun. “Það hélt eg líka, og eg vissi að þér mund- uð hlynna bezt að því,” svaraði hún og reyndi að brosa. “Eg held að það ætti að kalla á frú Ste- wart,” sagði Percy. “Nei, gerið það ekki Percy — Morton læknir,” leiðrétti hún fljótlega. “Eg skal vera stilt og róleg og ekkert ómak gera yður. í vinnukörfunni minni er sterkt klæði, sem dugar í umbúðir. Eg þoli sáru tilfinningarn- ar betur, þegar eg er ein,” sagði hún. Og hún leit svo æst út við hugsunina um, að frú Ste- . wart yrði til staðar, að hann ásetti sér að verða við ósk hennar. Hann að Bellu að ná klæðinu, og sýndi henni vernig ætti að leggja það saman í langar 0g þykkar reimar, áður en það væri notað til umbúða. “Farðu inn í hliðarherbergið, Bella og vertu þar nokkrar mín;tur — Morton læknir gerir þér svo aðvart, þegar hann er búinn með mig,” sagði Harriet, sem sá hve föl hún var og vildi hlífa henni við að horfa á kvalir sínar. “Nei, eg vil ekki yfirgefa þig; eg vil vera hér við hlið þína. Ef að Morton læknir þarfnast eins eða annars, getur hann beðið mig um að útvega það,” svaraði Bella rösk- 'lega. Percy leit til hennar samþykkjandi. “Ert þú nú tilbúin, Harriet?” spurði Percy, sem gleymdi að ávarpa hana sem ó- kunna, og leit til hennar ástríkum augum. “ Já, eg er tilbúin,” svaraði hún róleg. “Það tekur að ein sstutta stund. Eg vildi að eg hefði komið hingað fyr, þá hefði það ekki verið eins sárt fyrir þig,” sagði hann, laut svo niður með lokaðar varir og fölt and- lit til að byrja starf sitt. Bella hjálpaði honum vel, en áður en alt var búið, leið yfir Harriet. Percy tók hana í faðm sinn og Jagði hana á legubekk, bað svo Bellu að útvega votan svamp. * Hann losaði mittisbeltið hennar 0g laugaði andlitið, þangað til hún raknaði við að iítilli stundu liðinni. t “Mér þykir vænt um að þú ert hér núna, Percy,” hvíslaði hún, þegar hún gat talað. Svipurinn í augum hennar sagði honum frá ást hennar á honum. “Hvað er það, sem hún vill?” spurði Bella, sem sá varimar hreyfast en heyrði ekki orðin.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.