Lögberg - 17.11.1921, Page 6
Bto. 6
LÖGBERG .FIMTUDAGIIW. 17. NOVEMBER 1921
PERCY
og
HARRIET
Eftir frú Georgia Sheldoru
42. Kapítóli.
Þegar Helen gekk út úr salnum reikaði
lnín.
Ilún lagði handlegginn utan um eina stoð-
ina í sólbyrginu ogíhallaði kinninni að henni, um
leið og hún andvarpaði. Alt í einu fann hún
þunga hendi lagða á öxl sína, og Igg rödd sagði
við eyra hennar: “Vikufresturinn endar á
raorgun, ungfrú Helen Stewart. Eg vona því
að frú Stewart verði búin að fá hálsmenið sitt
aftur, og að verðlaun mín, hundrað pund, verði
send til heirailis míns.”
Fyrst stóð Helen alveg hreyfingarlaus.
Svo snéri hún sér við eins og móðguð drotning,
og horfði í augu þes-sa manns, sem hafði læðst
tii hennar án þess hún vissi það.
“Takið þér hondiha af öxl minni,” sagði
hún skipandi, svo hann þorði ekki annað en
Jilvða. En hann horfði á hana með kulda og
hörkusvip.
“Hagið þér yður ekki fremur drembilega,
af glæpak\7endi að vera?” spurði hann alvar-
legur.
“Hvernig þorið þér?” spurði hún hörku-
lega og ásakandi.
“Maður í minni stöðu er stundum neyddur
til að dirfast að segja ýmislegt, til þess að ná
tilgangi sínum,” svaraði spæjarinn kuldalega.
“Hundrað punda verðlaun hefir maður heldur
ekki tkkifæri til að stinga í vasann á hverjum
degi. Að svo miklu leyti sem eg veit, ætlar
fjölskylda vðar að yfirgefa Brighton eftir fáa
daga, ungfrú Stewart. Eg hefi gert mér mikið
ómak og orðið að nota öll klókindi mín við þetta
réttarhald. En fyrst mér hefir nú hepnast að
finna þjófinn, ætla eg líka að heimta borgun
raína.”
“Ef eg man rétt, eigið þér ekki að fá borg-
un, fyr en iþér afhendið hálsmonið,”’svaraði
Helen ögrandi.
Maðurinn hló ánægður, þegar hann heyrði
þetta og svaraði: “Það get eg, .sé þess kraf-
ist, gert innan fimm mínútna.”
“Það er hægt að tala, en erfiðara að fram-
kvæma,” svaraði hún fyrirlitlega.
Spæjarinn gdkk til hennar, studdi fingri á
háls hennar og benti á ákveðinn blett litlu neðar.
“ Já, það er auðvelt að tala. En stundum
tala framkvamdir hærra en orð,” sagði hann
kuldalega.
Helen hl jóðaði og vék sér frá honum. III jóp
svo inn í húsið og upp stigann, og gekk inn í
lítinn búningsklefa við hliðina á langa gangin-
um, þar sem hún hné stynjandi í yfirliði niður
á gólfið.
Fáum mfnútum síðar opnaði Harriet dym-
ar og sá þessa hvítklæddu persónu, sem lá
hreyfingarlaus á gólfdúknum.
Með lágu hræðsluópi laut hún niður og
lagði hendina á hjarta hennar, sem enn sló
hægt og seint.
“Hún er að eins í yfirliði,” sagði hún við
sjálfa sig. “En eg vil revna að vekja hana
til meðvitundar án annara hjálpar eða orsaka
hræðslu og hávaða.”
Hún kom henni fyrir þægilega á gólfinu;
krækti svro opnu hálsmálinu á kjólnum hennar
svo hálsinn varð ber.
Svo varð lienni ósjálfrátt að æpa lágt af
undrun, því gagnvart augum hennar glitraði
hið stolna háhnen.
Það lá við að Harriet sjálf félli í ómegin —
svo gagntekin og hrædd varð hún við þessa ó-
væntu uppgötvun, sem hún vissi strax hvað
þvddi.
ITún hafði lengi vitað að Helen hataði hana,
rJ' því að hún af tilviljun komst að leyndarmáli
hennar; en henni datt ekki í hug að hún gæti
veríð jafn vond og þetta. Hún hafði stolið,
til þess að TTarriet vrði kærð og dæmd. og henni
yrði á þann hátt fyrst um sinn rutt úr vegi.
Nú skiltíi Harriet að Helen liafði opnað koff-
ortið hennar, á meðan hún sótti sjalið hennar
Bellu, og séð hálsmenið sitt, og Iiefði þá tekið
þetta svivirðilega áform, að orsaka sér skömm
og óheiður, með því að fela hálsmen móður
sinnar og koraa því til leiðar að húsrannsókn
færi fram, svo Harriet yrði álitin sek.
ITelen hafði auðvitað hugsað, að engum
dytti í hug að rannsaka sig, og hefði þvf borið
menið um háis sinn síðan það hvarf.
Þetta var þá ástæðan til þess, að síðan men-
ið hvarf, hafði hún alt af verið í kragaháum
kjólum.
, t tvað á eg að gjöra?” tautaði ITarriet.
f ru Stew^rt ó að fá menið sitt aftur, en
hvernig get eg fongið mig til að ljósta upp um
þessa un.gu stúíku, sem hefir syndgað svo illa?”
Hún laut niður og laugaði andlit Iíelenar með
költíu vatni, sem lithi síðar opnaði augun o"
tautaði lágt: “Látum hann gera það versta,
sem hann getur. Eg skal enn þá revnast hon-
um klókari en hann sjálfur er. Um íeið og hún
eagði þetta, lyfti hún höndunum upp að háls-
inum.
T ingur hennar snertu beru demantana.
Jlun settist strax upp með hræðslusvip. Henni
varð nú litið á Harriet, sem sat við hlið hennar
með meðaumkunar svip.
“ Eruð þér hérna?” sagði hún gröm, meðan
“un togaði kjólkragann uppyfir menið.
“Já.” svaraði Harriet. “Eg fann yður
liggjandi á gólfinu í yfirliði, og eg hefi reynt
að vekja yður til meðvitundar aftur.”
“Kræiktuð þér opnum kjólnnm mínum?”
spurði TTelen næst.
“ Já. Percy hefir íjagt mér, að eg skuli
altaf opna fötin um hálsinn, þegar yfir ein-
hvern líðnr.”
Ilelen varð næstnm óð við að heyra þetta
nafn.
“Percy!” endurtók hún hás. “En hvað
þér virðist stæra yðnr af honum gagnvrart mér!
En þér hafið auðvitað séð —”
“ Já, eg sá hálsmenið,” sv'araði Harriet og
stundi. “Og ungfrú Stewart! Eg get ekki
sagt hve mjög eg kenni- í brjóst um yður fyrir
það, að þér hafið látið óvildina, sem þér berið
til mín, tæla yður til svo stórrar svndar, og
gera bæði yður og aðra ógæfusama.”
“Hvernig getið þér vitað að eg ber óvikl
til yðar?” spurði ITelen eldrauð af ilsku.
“Framkoma yðar frá byrjun hefir sýnt
það. Og eg get ekki skilið ástæðuna til þess,
því eg er mér þess meðvitandi, að eg hefi alt
af borið velvild til yðar.”
“Getið þér e'kki skilið ástæðuna?” sagði
Helen háðslega. “Hafið þér ekki notað all-
ar listir, sem þér eigið ráð á til þess að leiða
athygli vina minna til yðar og dekra við þá?
Þér hafið leikið hlutverk hins æfðasta daðurs-
kvendis, og snúið huga allra þeirra, sem hinigað
koma, frá mér”.
“Þetta eru algerð ósannindi!” sagði
Harriet. “Mér hefir aldrei tilihugar komið
að draga athygli nokkurs manns að mér, eða
að ama yður á nokkurn hátt.”
“Getið þér gefið mér nokkra sönnun fyrir
þessu?” spurði Helen afaræst.
“Já, það er eg fús til að gera, ef mér er
það mögulegt,” svaraði ITarriet.
“Þér hafið gert alt, sem. þér hafið getað,
til þess að fá Morton lækni til að elska yður og
snúa huga bams frá mér. Hættið við að
krefjast lians, og þá skal eg trúa yður,” sagði
Helen með ilskulegu brosi.
Harriet blóðroðnaði.
Hún hélt að Helen vissi enn þá ekkert um
trúlofun þeirra. En hún áleit bezt að komast
strax að niðurstöðu um þetta efni.
“Pað get eg ekki gert,” svaraði hún al-
varleg. “Eg liefi nefnilega lofað að verða
konan hans.”
Helen liló liásum og örvilnuðum róm.
“Kæra ungfrú Stewart,” sagði hún með
bænarróm. “Við skulum ekki sitja hér og ríf-
ast. Þér eruð veiklulegar og hryggar að út-
liti. Get eg ekkert gert fyrir vður?”
“Nei, ekki annað en láta mig aldrei sjá
yður aftur. “Ó,” stundi hún, hvers vegna
fæðist mgður vfirleitt, þegar maður hlýtur svo
ógæfusöm forlög. Hvers virði er lífið, þegar
allar vonir bregðast?”
Tár komu út í augum Harriets. Bödd
Hlenar var svto örvilnuð og vonlaus.
“Það er virði eilífðar á llimnum, ef menn
breyta eins og menn oiga að gera hér á jörð-
unni,” sagði Harriet alúðiega. “Leyfið mér
að biðja yður að segja móðir vðar frá öllu.
TTún hjálpar yður til að bæta úr yfirsjónum
yðar, og fyrirgefur yður síðpstu misgrípin.
Þér fáið aldrei glaða stund, fyr eu þér brevtið
rétt við hr. Osborne og fáið móður vðar aftur
dmantamenið, og segið henni hvernig þér náð-
uð því.”
“Og með því gef eg yður tækifæri til að
hælast um yfir mér,” svaraði Helen hávaðalega
og beisk.
“Nei. Þér misskiljið mig,” sagði Harriet.
“Eg vil helzt að henni sé ókunnugt um, að eg
viti nokkuð um þetta. Mér er að eins áríðandi
að húnfái liálsmenið aftur, svo hún þurfi ekki
að svrgja vfir missi þess.”
“En of eg liika við að/gera þetta — hvað
j>á?” spurði Helen.
“Þá verður það mín skylda að segja henni
hvar eg hafi séð það í kvöld.”
“Þér eruð samvizkusamur dýrðlingur!”
sagði Helen háðslega.
“Fúeinar sékúndur stóð Tlelen hreyfing-
arlaus og hugsandi. Leit svo upp og sagði:
“Nú, jæja, móðir mín skai fá menið sitt aftur
innan tuttugu og fjögra stunda. Hún skal
einnig fá að vita hver rændi því. Og ef yður
langar til að vita hvernig það skeði , skal eg
segja yður það, að eg tók það úr hylkinu, þar
sem hún hafði látið það, næstum því fvrir aug-
um ’hennar, ineðan hún hengdi kjólinn sinn upp
í fataklefann, eftir að hún kom heim frá her-
togainnunni. Eg vissi að yðar hálsmen var
eins og hennar, og að og að það mundi finnast
við húsrannsóknina, og gera vður seka, því eg
viltíi fjarlægja yður frá Cresent Villa. En for-
lögin voru mér ekki hlvlnt, þér sluppuð. Og
ún skal eg verð við heiðni yðar og viðurkenna
sekt mína fvrir mömmu. Og hr. Osbom skal
ná rétti sínum og gea við mig hvað sem harin
vill,” sagði Helen.
Þegar hún var 'búin að segja þetta, leit hún
lævísum augum á Harriet, og gekk út úr her-
berginu áður en hún gat svarað.’
Helen gekk til herbergis síns og lagaði
fatnað sinn og hár. Að því búnu fór hún
ofan til gestanna, og var hin kátasta af þeirn
öllum.
Það var orðið áliðið nætur, begar gestirnir
yfirgáfu Cresent Villa.
Harriet og María, ásamt Percy og Nelson
fóru síðust allra.
Þær höfðu læðið eftir burtför hinna, til
þess að geta kvatt Stewarts fjölskylduna. þar
eð þær ætluðu til London næsta dag með Carls-
court hjónunum.
Frú Stewart og dætur hennar fvlgdu
þeim út í sólbvrgið, til að kveðja þau þar, og
]'að stóð nú þar úti I einum hóp.
Helen virtist vera mjög kát og frúin var
glöð yfir því hve samkoma hepnaðist. vel. Og
Bella var hin kátasta.
Það talaði alt um hve aðdáanlega fagurt
kvöldið væri, þar eð tunglið var fult og stóð
liátt á himni, sem var heiðskír.
“Náttúran er umkringd af geislagljáa,
sem eg hefi sjaldan séð jafn fagran.” sagði
Morton læílcnir.
“ Þar á engin nótt að vera. Og þeir þurfa
hvorki skin sólar né tungls. Því guð gefur
þeim ljós,” tilvitnaði Harriet með hljómfag-
urri rödd. “Mér dettur alt af þetta vers í
hug, þegar tunglið skín eins og það gerir nú,”
Nú varð augnabliks þögn. Percy sem
stóð við hlið Helenar, sá hrylling fara um hana
og heyrði lmna andvarpa lágt. En litlu síðar
snéri hún sér að honum og sagði brosandi. “Eg
vona að yður hafi liðið vel í kvöld, Morton
læknir?” ______
“Já, ágætlega,” svaraði hann.
“Þetta verður óefað minnisverður dagur
fyrir yður,” sagði Helen hlægjandi og rétti
honum svo hendina. “Eg býst ekki við að
við sjáumst hér oftar,” sagði hún og horfði á
hann þráandi augum.
“Nei, líklega ekki,” svaraði hann. “En
eg býst við að hitta ykkur seinna í London,
sem hina fegurstu stúlku komandi skemtana-
tíma.”
ITann þrýsti nú hendi frú Stewarts í kveðju-
skyni, en sá um leið að hryllingur fór um Helen
aftur. Svo kvöddu ungu ^stúlkumar gest
gjafana, og þessar fjórar persónur gengu lít í
tunglsljósið og hurfu bráðlega inn á milli
trjánna, meðan frúin og dætur hennar stóðu
aleinar í sólbyrginu.
43. Kapítuli.
“Mamrna,” sagði Helen og snéri sér
skyndilega að móður sinni, þegar raddir far-
andi gestanna heyrðust ekki lengur. “Það
er of indælt veður til þess, að við getum farið
inn núna. Við skulum ganga okkur til skemt-
unar ofan að liöfninni.”
“En það er orðið svo framorðið. Við
ættum lieldur að fara að hátta strax,” svar-
aði frú Stewart.
“Nei, við skulum endilega fara þangað,
mamma. Mig langar svo til að sjá sjóinn!”
sagði Helen.
“Nú jæja — eg skal fara með þér, fyrst
þérer það svo áríðandi,” svaraði móðir hennar
nauðug. “En Bella verður að vera heima.
T’arðu upp á loft og háttaðu strax, barn.”
Bellu langaði ékki til að fara með þeim,
og gekk því til herbergis síns meðan móðir
hennar og systir gengu ofan sólbyrgiströpp-
una.
Þær gengu með hægð ofan að sjónum. Hel-
en talaði glaðlega um þessa skomtilegu sam-
komu, því næst um ferð þeirra til London og
um framtíða áform fvrir komandi vetur. Hún
hafði um langan tíma verið all þunglyntí, en
var nú svo glöð, að móðir hennar vonaði að
'samkonlu skemtanirnar hefðu gert hana eins
og hún áður v7ar.
Pegar þær komri ofan að sjónum, írengu
þær út á bryggjuna — Helen alla leið til
bryggjuendans.
“En hvað sjórinn er fallegur í kvöld,”
sagði Helen. “Eg sé glögt hvern einasta
hlut endursyæerlaðann, nærri því eins greini-
lega og um hábjartan dag. Og hve bjartur
himininn er — alveg eins og silfurplata!”
Hún liorfði litla stund til liimins og sagði
svo: “Heldur þú að himininn sé hinsvegar
við skvin? Eða, hvar er hann?”
“En, TTelen, hvernig dettur þér í hug að
tala um ]>etta?” spurði frúin undrandi. “Það
er líklega af því, að Harriet vitnaði til biblí-
unnar áðan. Eg veit í rauninni ekki hvar
himininn er. Mér hefir altaf fundist það vera
óviss staður.”
“En þú heldur þó, að slíkur staður sé
tiJ?” I
“Auðvitað. Það halda allir!” sagði frú
Stewart. En henni geðjaðist ekki að þessu
samtals efni.
“Og þú heldur líklega, að þú fáir ein-
hvemtíma að koma þangað?”
“Eg — vona það,” sagði hún efandi og
leit kvíðandi til dóttur sinnar.
“Þá getur þér ekki fundist það óviss stað-
ur. Menn verða að gera sér vissa hugmynd
um þann stað, þar sem.menn eiga að dvelja um
cilífðina. Því hefir þú ekki sagt okkur meira
um slíka hluti, mamma?”
“En, Helen, við höfum næstum altaf farið
í lcirkju á hverjum sunuudegi. Og eg sendi
þig og Bellu á sunnndagaskóla, ]ægar ])ið vor-
uð litlar, og fékk ykkur biblíur til að lesa. Og
biblían segir okkur frá öllu, sem menn geta
fengið að vita um himininn.”
“Mér hefði þótt vænt um, að þú hefðir les-
ið biblíuna ásamt okkur. Það er erfitt að
skilja hana, ef hún e'r ekki útskýrð fyrir okkur.
Ert ])ú í rauninni hrædd við að deyja,
rnamma?”
“TTamingjan góða, Holen! TTvað er það
scm hefir gripið huga þinn?” sagði frú Ste-
vvart og leit til hennar óttaslegin.
“Góðar manneskjur þurfa líklega ekki að
vera hræddar,” sagði Helen utan við sig. “En
hvernig ætli ])eim gangi, sem ekki eru góðar?
Heldur ])ú að þær lendi í öðru plássi, þar sem
þeim líður avalt illa? Eg vildi að eg vissi
það. Þú hefðir átt að láta okkur vrita meira
um þetta—láta okkur lesa og rannsaka biblíuna.
Það er ekki rétt að láta unglinga ])roskast, án
þess jæir fái að vita hvað framtíðin býður
þeim. Einu sinni þráði eg og reyndi að gera
það, sem var rétt og sanngjarnt. En þessa
síðustu tíma hefi eg tekið svo raikinn þátt í
'skemtunum, að eg hefi ekki haft tíma til að
hugsa uin ])að. Þess vegna hefir það vonda
hjá mér vaxið og þroskast sem illgresi. En
eg hefi heyrt einhvern segja, að maður muni
aldrei eftir hinu illa, sem þeir, er deyja, hafi'
gert á æfi sinni. Maður gleymir því og talar
að eins vel um þá.”
!!/• .. | • thnbur, fjalviður af öllum
Nýjar vorubirgðir tegundum, geirettur og aU-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
. " Limitcd----————
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
“Pú mátt ekki tala þannig, Helen. Við
skulum nú fara heim, svo þú getir gengið til
hvíldar og gleymt þessum vesaldarlegu skoð-
unum,” sagði frú Stewart, skelkuð yfir hugar-
ásigkomulagi Helenar.
Hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa van-
rækt skyldu sína, og ekki gefið börnum sínum
sannkristilegt uppeldi.
“Eg skal bráðum vera tilbúin að fara
heim,” svaraði Helen. “En hve skært tungl-
ið skín í kvöld,” sagði hún og snéri baki að
bryggjuendanum, en leit upp til tunglsins. “Eg
lield uú annars að það sé baugur í kring um ])að
svo við fáum bráðum óveður. Er ekki stjarna
þarna rétt við rönd þess?” bætti liún við og
gekk aftur á bak. .Tá, og þarna er önnur!
Miig furðar — Ó, hve fagur heimurinn er!”
sagði hún og gekk lengra aftur á bak.
“Gættu þín Helen! Ó—”
Þetta aðvarandi hræðsluóp kom of seint,
og endaði með gagntakandi skræk, auglýsandi
sárn sálarkvöl. Unga stúlkan gekk of langt
aftur á bak og datt í sjóinn, án þess að hljóða
eða æpa.
Frú Stewart var eins og hún væri vit-
skert. Hún hljóðaði, æpti og orgaði, um leið
og hún hljóp fram á bryggjusporðinn; en þar
var langt til botns í sjónum, svo hún gat ekki
séð haua.
t eldhúsinu heima hindraði diskaskröltið
og fjasið í þjónunum, að hrópin heyrðust, svo
þð leit út fvrir að enginn ætlaði að 'koma til
að hjálpa henni.
Bella hafði sofnað á sama augnabliki og
hún lagði höfuðið á koddann, svo hún vissi ekk- v
ert uim þenna sorgarleik. En hjálp var samt
sem áður í nánd; því við fyrsta hljóð frúarinn-
ar Tcom hár maður blaupandi út úr skóginum,
bins vegar við landamerkin, og þaut með af-
ar hraða til frú Stewart sem nú lá á hnjánum
og horfði ofan í sjóinn.
Hún heyrði loksins liraða fótataíkið og leit
við,og þá sá hún Osborn standa við hlið sína.
“Ó. frelsið hana! Frelsið hana.” hrópaði
hún snöktandi.
“Hverja?” spurði hann alvarlegur.
“Holenu! Henni varð fótaskortur og
clatt f sjóiun bérna.”
“Guð minn góður!” hrópaði hann og
fleygði frá sér treyjunni og skónum.
Nú sá bann eitthv7að bvítt koma upp úr
sjónum, kippkorn frá bryggjunni, en það sökk
fetrav aftur.
Á sama augnabliki fleygði hann sér í sjó-
inn og synti þangað, sem hann sá þetta. En
þegar liann kom þangað, fann hann ekkert.
“ó, guð minn góður!” andvarpaði hann.
“Leyfðu mér að frelsa hana!”
Canadisk Furs frá veiðimanninum til yðar
SpariiS yður frá 20 til 40 prct. og tryggið yður langbeztu
fötin. petta lætur ekki líkiega í eyra, en með því að líta á
bréfhöfuð mín, munuð þér fljótt eannfærast.
Eg er sérfræðingur að því er viðkemur fötum úr Persian
Lamb, Mink, Hudson Seal, Electric Seal, Muiskrat, Raccoon,
Alaska Sable og öllum öðrum beztu furtegundum.
Vér búum tiil loðföt eftir máli. Sendið mér að eins lýsingu
af því, er þér þarfnist, mun eg þá gefa yður verð, sem óheyrt
er annars staðar. — Fleygið ekki hinum gömlu Persian Lamb,
Seal eða Muskrats yfirhöfnum yðar; þær eru miki'ls virði, og
eg get látið þær líta út eins og nýjar. Látið mig að eins vita
hvernig þér viljið hafa aðgerðina, því að óséðu get eg ekki gef-
ið yður 'kostnaðaráætlun. pér getið reitt yður á, að verð mitt
á endurýjun loðfata, er langtum sanngjarnara, en yður grun-
ar. — Ef þér á annað borð þutfið að kaupa loðföt, þá bafið það
hugfast, að frímerki getur sparað yður mikla peninga.
KOL! KOL?
vér seljum allar tegundir af
KOLUM
Hörðum og linum. Beztu tegund af
DRUMHELLER KOLUM
sem þekkjast á markaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt
Tlios. Jackson & Sons
I
Skrífstofa 370 Colony St. - Símar: B 62-63 1795