Lögberg - 05.01.1922, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.01.1922, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANÚAR 1922 Sveinki. Eftir R. K. G. Sig'bj&rnsson. pað var undarlega afskektur staður, þar sem hann stóð, kofinn- hans Sveinka. Drengirnfr kölluðu það alt af ’kofann hans “Skinny” það þýðir horhögld eða horgemlingur, á vingjarnlegra máli mjólingur; þó var amma Sveins þar líka. Sveinn var rétti erfinginn að kofanum og land- eigninni, sem hann stóð á;,^rtm var nú smá, og öll skógi vaxin. nema rjóðrið sem kofinn stóð 1. pað hafði faðir hans rutt, til þess að geta bygt þar. En svo fðr faðir hans í stríðið mikla og kom aldrei aftur, og þegar m6§ir hans heyrði þau tíðindi, lagðist hdn i rúmið og sté aldrei á fætur aftur. Svo amma gamla tók við öllum umráðum þarna, bæði á Sveini litía, kofanum og svo kúnni og hænsnunum. En það var ekki af því að Sveinn lítli var réttborinn erfingi kofans í rjóðrinu, að félá^ar hans kendu hann við hann. Sennileg- ast að ef einhver hefði leitast við að koma þeim í skilninig um þann rétt, þá hefðu þeir ekki verið vilj- ugir að viðurkenna hann. pað- an af síður hefði vaxið vináttu hugur þeirra til Sveins fyrir það. Heldur var það af því, að þeir þektu Svein iitla, betur en ömmu hans; svo þótti þeim horgemiings nafnið svo gómtamt að þeir vildu sizt setja sig úr færi með að nefna það, þegar slíkt gafst. Sjálfur bar Sveinn þeiss lítil merki, að hann væri óðalsbóndi. Hann hafði aldrei hraustur verið, svo hafði söknuðurinn eftir for- eldra hans þröngvað kosti hans. Einkum hafði 'hann verið Iítt huggandi er móðir hans lézt. Hann hafði óseðjandi lestrariöngun, en því meir sem ,hann las, því minna bprðaði hann og þeim mun meira gekk hann saman. Skólavistin var honum engin . fulllsæla. Skólabræður hans hlógu að kraftaleysi hams og smæð, og margrar harðrar hnútu kendi Sveinki þegar þeir voru að sýna honum likamlega yfirburði sína. Sárust þóttu honum þó uppnefnin. Oft hafði hann það á tilfinning- unni er hann nálgaðist skólann, að hann væri að ganga undir högg. Félagar hans hrópuðu þar úti fyrir, og teiguðu morgunloftið - gallhraust lungun. Sæu þeir þá Svein guliu við ópin: “parna kemur horgemlingurinn.” “Good morning, Skinny” góðan morgun horhögld. / Sveinki beygði þá höfuðið 4 bringu niður og færðist í horaðar herðarnar, eins og til að skýla sér fyrir níðhöggunum andlegu. En kveðjunni varð hann að taka, ann- ars elnaði þeim dárið og nöfnin urðu Ibæði fileiri og fjölbreyttari, þegar þeir lýstu því yfir, að “Hor- gemlingur” væri með fýlu. Helzt þurfti han<n að .segja: “góðan dag- inn, drengir”, þá urðu þeir beztir við hann á eftir, litu eins og dá- lítið upp til hans, þegar þeir héldu sig ekki geta kvalið hann tak- markalaust. Auðséð, að fyrst hann ekki stökk upp á nef sér, þá fann hann ekki til, og það var ekkert gaman að kvelja þá, sem ekki fundu til.. — En eftir því sem volæðið náði dýpri rótum í honum, iþá seig höf- uðið lengra niður undan háðs- höggunum, og herðarnar urðu beinaberari og þeim mun kátlegri fanst þeim félögum Sveinki verða í útliti. Stundum, þegar lengst gekk “gartianið”, iskárust stúlkurn- ar í leikinn og hjálpuðu Sveini.— Pannig var það fyrsta morguninn eftir lengstu leguna hans, því upp á síðkastið hafði Sveinn ekki haft fótavist nema með köflum, og n var hann búinn að vera frá skól á annan mánuð. peir voru fren ur hægir á sér fyrst í stað þenna morgun. “Látum okkur nú sji hér kemur Horgemlingur. N þykist 'hann vera búinn að skróp nógu Iengi,” sagði einn í hópnun “Nú er bezt að reyna hvað þér he: ir farið fram, Mjólingur”, isag; annar, og með það rauk hann Svein og fleygði honum eins o fisi, þó hann væri mannleys sjálfur eftir aldri. Hinir hlógi svo glumdi undir í umhverfinu “Fjára kornið sem þú ert betr en þegar þú fórst. Hvað ertu a af að gera? pú gengur ailur san an af iðjuleysi. Eg held eg mej fleygja þér í brunnjnn og vit hvort þú getur ekki lært að synd þar.” petta þótti hinum þjóðrá ‘ Húrra fyrir Bertie! Hann ætk að hrista Horgemling dálítið up: Við skulum marséra. Heyrið b‘ það? i Húrra! hvernig er nú ný asti heræfinga-marsinn ? Já, þeti er gott. Horgemling virðulega baðið. Á stað nú.” Svo var Iagt á stað annar til, drógu Svein istin streyttist út í k< dropum á andliti han ætluðu út úr höfðinu. lesið svó margt um innlendum blöðum, a eins vel búist við, að alvöru úr hótunum s var það, að tveir drení að sem einn lék sér a? hedma í húsgarði foreldra sinna. Aðkomudrengir vildu flá kaðal- spottann, en heimamaður vildi eigi sleppa. pá tóku þesisir tveir hinn drenginn og hengdu hann í spottanum upp í tré í garðinum. par hékk hann dauður, þegar kom- ið var að. pað gat svo sem orðið alvara úr því arna, og Sveinn streyttist af alefli á móti. Stúlkurnar voru inni í skólan- um, ráfuðu til og frá eða horfðu út um gluggann. “Hvað eru strák- arnir að gera?” spurði ein telpan nokkrar aðrar. Engin vissi það. Jú, þeir voru með 'hann Sveinka, litla greyið. “pað er skömm að )'ví hvernig þeir láta við hann, vesalinginn. Hann isýnist svo ó- sköp vesaldarlegur — og nú eru þeir að draga hann yfir að brunn- inum — við skulum koma.” — Sú er fyrst talaði, var fyrst út. Hún var ekki mjög stór, en mannvæn- leg fyrir aldur og þekt að því að vera vinur vina sinna, og það voru allir, sem bágt áttu. Hún hafði einhvern tíma lent í tuskið við Bertie og fleygt honum eins og soðsopp, og honum hafði alt af staðið hálfgerður geigur af henni isíðan. Svo var hún lagleg, og orð lék á því, að engin væri henni mannvænlegri í skóianum. “Sleptu drengnum, Bertie, eða eg skal taka til þín,” hrópaði hún og krepti litlu feitu hendina, svo að mjóu finguhbroddarnir mörkuðu far i lófana.. Drengirnir litu við og ihk kom á þá. En svo jöfnuðu þeir sig fljótlega. — “ó, það eru bara stelpurnar, við skulum halda áfram.” — “Látið þið Svein kyrr- an, eða við skulum taka til ykkar,” endurtók hún og tvær eða þrjár þær stærstu færðu sig að hliðinni á henni. En Bertie var búinn að sleppa Sveinka, hafði gert það, þegar hikið kom á þá fyrst. Hann horfði niður fyrir sig og glotti kindarlegur á isvip, en hinn hafði slakað svo á tökum, að Sveinn gat rifið sig af honum. “pið ættuð að skammast ykkar. Eg skal segja kennaranum eftir ykkur. — En strákar glottu bara. Kennarinn var stúlka og fremur lin í sókn- um við þá, svo þeir óttuðust hana ekki mikið. Rertie vildi bara ekki falla i ónáð Bergijótar og verða kannske fyrir þeirri vanvirðu að hún stúlkan, iskelti honum frammi fyrir öllum skólabömunum. Sveinn laumaðist frá þeim og inn i skól- ann. Brennheit tárin brutust fram í hröðum straumum. Hann log- flýtti sér að þurka þau, en þau komu samt, flæddu fram eims og blóð úr opinni und. “Guð minn, taktu mig 'héðan, eg bið þig í Jesú nafni. Eg get ekki þðlað þetta líf.” Amma hans hafði kent hon- um að biðja, og biðja þannig.— Aldrei fanst honum sér hafa verið eins Óbærilegt lífið og nú. “Hvað er að bakinu á" þér Sveinn?” Sveinn brökk við, þó vingjarnlega væri talað til hams. Hann leit strax undan aftur; þoldi ekki að láta Bergljótu sjá framan í sig. “Ó—það er ekki — m-i-k-i-ð.— “En það er hnútur út úr því. Hafa strákarnir meitt þig /vona?” — “Nei, ekki held eg það. Læknir- inn kallar það beinkrönu Hann heldur mér batni—eða gæti batn- að, ef eg kæmist á spítala.” — “ó, en geturðu það ekki ?" — “Eg veit ekki—það er víst langt í burtu og ákaflega dýrt, held eg.” — Svo þögnuðu þau bæði. Bergljót sneri út aftur. pað var eitthvað ótta- Iegt að drengnum þarna. Eitthvað ’nræðilegt. Hrútur á bakinu — hnútur á bakinu. Skelfing yrði hún hrædd. ef það væri hnútur á bakinu á henni. Apmingja Sveinki —og tárin komu fram í augun á henni. Hún ætlaði %ð segja mömmu sinni frá því, kannske hún gæti eitthvað hjálpað honum —eða þó pabba sínum. Einhver hlaut að geta hjálpað Sveinka. Sveinn velti fyrir sér hörmum, sínum. Eitt var það, að hann átti það að þakka Bergljótu fyrir hjálpina. Amjna hans hafði sagt honum, að vanþakklæti væri synd. Hann ætti því æfinlega að vera þakklátur öllum, sem gerðu hon- um gott. En það var annað en gaman fyrir hann, karlmanninn, að þakka stúlku fyrir að hafa bjargað honum úr handalögmáli. Amma vissi víst ekki hvað það var sárt. Aldrei hafði hún verið drengur, og þurft að þakka stúlku fyrir að hrífa sig úr höndunum á öðrum drengjum. Bara að strák- arnir hefðu verið að misþyrma Bergljótu — ekki m/ikið — nei, hreint ekki mikið, en hræða hana bara, eins og þeir hræddu hann, og hann hefði verið stór og isterk- ur og komið þarna og skipað þeim að sleppa henni og þeir hefðu ekki þorað annað. Hún hefði lit- ið til hans þakklátum augum, og allir hefðu haft geig af að gera það sem ilt var, þegar hann var nærstaddur. — Jú, það var líka líkt því, og hann leit á hendufnar margar, vesældarlegar og allar útmakaðar eftir að þurka skælur af honum sjálfum. En hann átti að þakka Bergljótu.—Hann hresti upp hugánn og leit um öxl sér. parvar enginn. Honum létti um hjarta. Hann skyldi þakka henni seinna. Gefa henni eitthvað um leið. Stóran hlómavönd — eða — eða — nokkur gaupuskott. — Bergljót drap aldrei gaupur. — Já, hann ætlaði að gefa henni gaupuiskott. Skólabjallan kallaði nú börnin saman. pau hópuðust úti fyrir dyrunum og gengu ‘‘í takt” inn. — Bezt að gefa henni bæði blóm og skott. — Tíu skott og stóran blómvönd. — Sveinki var orðinn töluvert hress í fótaburði inn í skólann. — Tíu var of lítið. Tutt- ugu — nei — eins mörg og spor- in 'hans urðu inn í skólann — alt sem hann veiddi um vorið. — Bergljót sagði móður isinni frá eymd Sveins—að hann 'hefði hnút á bakinu. — “Er það svo?” sagði móðir hennar. — “Já, og læknir- inn segir að hnúturinn batni, ef Sveinn fari á spítala.” — “Ætli það verði nú mekið af því?” ansaði mamma hennar aftur. Bergljótu fanst mikið um fáleikann og van- traustið í þessum svörum. Hún ympraði á því aftur við kveld- verðarborðið, ef ske kynni að pabbi hennar segði eitthvað meira um það. Henni fanst, að það hlyti að ganga öllum til hjarta, að heyra það, að einhver hefði hnút á bakinu... En palbbi hennar sagði bara: "já greyið litla; það er slæmL” Hún herti enn upp hug- ann. “Já, en læknirinn segir, að Sveini batni, ef- 'hann komist á ^pítala.” — “Læknar segja nú svo margt, að það er ekki æfinlega hægt að byggja á því öllu”. — Og svo var haldið áfram að borða og* Bergljót vissi ekkert hvernig hún ætti að f/ meiri hluttekningu handa Sveini; öldruð ‘kona, sem var gestkomandi hjá þeim, -sagði það væri kannske reynandi að tala um þetta við Framfarafélagið. Bóndin var dauftrúaður á að það yrði til gagns. Sonur bónda kom áð ‘í þesísu og sagði verðlækkun á svínum. Hús- bóndinn varð alveg æfur og þeir tollalögðu um rangindi tilverunn- ar gagnvart sér, það sem eftir var kveldverðar. (Framh.) ' Mikilhæfir menn. Frá íslenzku bygðinni í Norður Dakota koma andlegir atgjörfis- menn. Svo sem hinn nýkosni dómsmálaráðherra ríkisins og aðrir fleiri, á meðal þeirra er Vil- hjálmur Síeffánsson landkönnun- armaðurinn alkunni. Bismárk 7. des. — Kosning Svéinbjörns Johnson, isem dóms- málaráðherra rikisins gefur á- stæðu til að minnast á hina mörgu fslendinga, sem tekið hafa þátt í opin'berum málum ríkisins og komið hafa frá ísílenzku bygðinni umhverfis Mountain í Pembina County, eða úr því nágrenni. Fyrsti íslenzki innflytjandinn kom tíl Pembina County fyrir 43 árum síðan, isvo flestir af fslend- ingumi sem til sín hafa látið taka í opinberum málum ríkisins efti, eins og Mr. Johnson, fæddir á eyjunni norður við heimskaut t svalköMum sœvi. Og þrótt þess- ara íslenzku frumbyggjara má sjá af því að þeir létu sér ekki fyrir brjóisti brenna að ganga 40 míl- ur vegar til næsta bæjar, og þegar sumir þeirra voru að leita sér að vinnu þá var það ekki ósjaldan að þeir gengu alla leið til Fargo, sem var þá næsti staðurinn við bygð þeirra, þar sem arðvænlegrar daglaunavinnu var að vænta. Auk- in mentun átti sinn þátt í fram- sókn þessara manna og hinu aukna áliti þeirra. Flestir þeirra gengu á ríkisháskólarn í Grand Forfas, enda va* hægast fyrir þá að ná þangpð. En á þeim dögum urðu menn að leggja mfkið á sig til þess að afla sér mentunár, því fleatir þessir menn urðu að brjótast áfram af eigin rammleik — vinna fyrir sér og er einn þeirra nú orðinn heims- frægur — Viflhjálmur Steffáns- son. Hann er ekki að eins krýndur alheims frægðarljóma, heldur N. Dakota með honum, því hann er þaðan og istendur nálega elnn sér að því er ábyggilega niðurstöðu í landkönnun hinnar víðáttumiklu auðnar norðurhafanna snertir. Eða ef maður vill taka sér orð eins sfórborgar blaðsins í munn, þá hefir Stefánsson “mínkað heimskautasvæðið um 100,000 fer- mfilur,” og í niðurlagi þéssarar ritstjórnargreinar, eftir að höf- undur hennar hefir lýst ástandinu þ&r nyðra eims'og Stefánsson fann það stendur: "Ef helmingur drauma hans um þetta Iítt þekta eða óþekta land koma fram, — og þegar maður tekur Jiina reyndu framsýni hans með í reikninginn — hið hagkvæma inrilegg hans að því er hinar stundlegu þarfir manna snertir, geta ef til vill með tíð og tíma orðið þýðingarmeiri heldur en nokkuð það sem land- könnunarmenn hafa uppgötvað síðan að Columibus fann Ameríku og frá visindalegu sjónarmiði eru þau nærri eins þýðingarmikil og fundur Amerku. “Stefámsson verður að teiga veg-1 iegt sæti á spjöldum sögunnar.” Eftir því sem Vilhjállmur Stef- ánsson sjálfur segir hafði hann eina $50 í vasanum þegar hann kom til háskólans í Grand Forks og atvinna var þá lítil og kaup- gjáld lágt, því fyrsta atvinna sem Vi'lhjá/lmur gat fengið var borguð með að eins tveimur dolllurum um mánuðinn. Vilhjálmur var ekkl lengi við Grand Forks háskólann, því hann féldi sig ekki við reglur skólans, heldur fór til háskólans í Iowa og þar hitti hann Mr. And- erson, sem var með honum í hans fyrstu norðurferð. Saga flelri ungra manna úr íslenzku nýlendunni er . og merkileg. Barði G. Skúlson, sem rak lög- fræðistarf í félagi með Congresis- manni Burtness, en sem nu er með fremstu lögfræðingum i Port- land, Ore. D. J. Laxdal, lög- fræðingur og landumboðsmaður í mörg ár. Félagi hans M. Brynj- ólfsson, sem tók mikinn þátt í stjórnnjálum á hlið demókrata og var embættismaður ríkisins í tíð Burks. Paul Halldórsson, valdi Burk ríkisstjóri til að vera banka eftir- litsmaður rikisins. Hann hafðl áður verið gjáldkeri í banka 1 Cavalier um nokkurn tíma. Hann hélt því embætti um hríð, og það varð hans hlutskifti að yfirskoða reikning Scandinavian American Bank í Fargo, og skýrslan sem hann gaf hratt af stað hinpm margvíslegu viðburðuml, sem sá banki var viðriðinn, á meðal ann- ars að yfirtétturinn tók yfirráðin yfir bankanum í sínar hendur, og er það talið hið eina tilfellþí sögu þjóðarinnar, sem slíkt 'hefir komið fyrir. Halldórsson er nú sér- stakur yfirskoðunarmaður við al- ríkis sparibanka (Federal Res- erve Bank) og hefir aðal skrif- istofu í Minneapolis. Einn maður enn, frá íslenzku r.ýlendunni í Dakota hefir sótt fram og unnið sér mikið &lit og traust. Hann er fluttur í burt' frá Nörður Dakota og frá Banda- rikjunum. pessi maður er H. A. Bergmann, og er búsettur i Winnjpeg, Man. og rekur þar mál- færslu með öðrum undir félags- rafninu Rothwell, Johnson og Bergmann, og er lögfræðinga- félag það eitt með þeim fremstu i borginni. Thos. H. Johrison, sem er einn af þeim félögum er líka íslendingur, en ekki frá N. Dakota. Hann er dómsmála- stjóri Manitobafylkis. Mr. Bergmann er bróðir F. P. Berg- manns í Willfston. t- Eru sérstaklega hneigðir fyrir lögfræði. Hvað íslendingum hefir gengið vel 'í lögfræðingastöðunni, eða í stöðum' sem henni eru skyldar er að þakka, eftir því sem dómsmála- stjórinn í N. Dakota segir, aðstöðu íslenzku þjóðarinnar til ttllra á- greiningsmála. lslendingurinn, segir Mr. Johnson, kýs miklu heldur að kappræða eitthvert al- vöruspursmál, heldur en ganga til máltíða, og lögfræðisstarfið gefur þessum hæfileika byr undir báða vængi. Tvö íslenzk blöð í Winnipeg eru barmafull segir Mr. Johnson af ritgjörðum þar sem menn* færa fram rök með og ntóti ágreinings- málum um nálegþ alla skapaða hluti á milli himins og jarðar. Stoltir af uppruna sfnum. Á bak við veílgengni þessara manna frá íslenzku bygðinni 1 N. Dakota liggur geysilega mildl lífsreynisla og menning. ís- lendingar eru stoltir af því að aftur í dimmri fornöld þá voru söngvar og sögur fyrst ritaðar a þeirra málli. peir eru stoltir af því, að þær sönnu sögur segja frá fyrsta 'hvíta manninum sem fann Vesturheim og kom við land eln- hverstaðar í Canada, og að sögurn- ar segja allnákvæmlega frá fólkl því er þeir fundu þar. peir eru stoltir af því að ísland var hið fyrsta lýðveldi í heimi, sem nokk- urri stærð nam — lýðveldi sem stóð í 300 ár og var stofnsett fyrlr nálega 1000 árum síðan. Mr. Johnson gaf dálítið sýnishorn af metnaðinum, sem þjóð hans drekkur með móðuirmjólkinni, og sem hann sjálfur naut og sem er máske hið vanalega uppeldi er ungdómur þjóðarinnar nýtur að því er sögu og endurminningar frá liðnum árum þjóðarinnar snertir. Myndin, sem hann dró upp getur átt við hvaða heimili sem er. Móðirin er að ljúka við heimilisverkin. —Faðirinn sat öðru megin við borðið en fjórlr drengir Mr. Johmson sá yngsti þeirra hinu megin. Á hverju 'kvöldi var lesið í Is- í&idingasögunum, sem vai—Ijós en þó duiarfull saga fólksins sem á undan þeim hafði lifað, og þeir voru afkomendur af. — Sogur sejn toKu ipa langt til baka, frá Is- iandi og aftur á; víkii%aöid og brugðu upp ljósi yfir hinn víotæxa uppruna þjóðar þeirra, — hins þrottmikla stoi'ns, hinn abyggilega grundvöll, isem er eldri en sagan sjálf. — Lauslega þýtt úr Williston Herald. —----------------o-------- Sitt af hverju eftir ísl blaðinu “Freyr‘„ sem gef- ið er út í Reykjavík og fjallar um landbúnað, verzlun og fleira: Copenhagen Kolviðarhóll. Kolviðarhóll stendur, eins og margir kannast við, undir Hellis- heiði að vestanverðu, við þjóðveg- inn frá Reykjavík og austur yfir j fjall. — þar er oft gestkvæmt. j Koma þar sennilega fleiri, en á j nokkurn annan gististað í isveitum hér á landi, og miklu fleiri nætur- gestir heldur en á nokkurt annað annað heimili. Síðustu 11 árin hafa gist þaf j og þegið mat svo sem hér segir: Næturgestir Máltíðir. Árið 1910 3,805 .... — 1911 4,337 .... — 1912 4,285 2,811 — 1913 4,564 .... — 1914 4,342 3,163 — 1915 4,687 2,963 ‘ 1916 4,166 3,671 — 1917 4,411 4,215 — 1918 4,318 4,603 — 1919 3,544 4,836 — 1920 3,421 4,372 pess skal getið, að fjöldi nætur- gestanna hefir með sér nesti — þiggja ekki mat. par á móti koma þar margir, alla tíma ársins, er fá eiér mat, þó þeijj eigi gisti.— Vana- lega eru næturgestirnir flestir í októbermánuði, t.d. 1913 voru þeir 978, en 1918 942 og 828 árið 1920. Fæstir næturgestir í ágúst,, júlí, maí og apríl. — Flestir hafa næt- urgestir verið í einu 85; en nokkr- um sinnum hafa þeir verið 65— 70. Fáir eru þeir dagar, sem eng- inn kemftr. pað er að eins viðburð- ur; og þær eru héldur ekki marg- ar næturnar, sem enginn gistir. pær eru vanalega 10—15 á ári, svo sem 1918 gisti enginn 10 næt- ur og 1919 var enginn næturgesþ- ur 21 nótt. — Árið 1910 gomu á Kolviðarhól alls 12,660 gestir og um 2,000 kerrur og vagnar. Árið eftir voru gestirnir um 14,000 aHs og árið 1912 voru þeir 16,170 alls, en vagnaumferðin um 4,519.. En nú síðustu árin, 1918—1920, nem- ur gestatalan á ári 17—18 þús. j 3amtals. par er oft margt um j manninn. Húsbóndiþn á þéssu stóra gesta-1 heimili heitir Sigurður Dáníelsison í og húsfreyjan valgerður Jóns-, dóttir. Sýning á garðávöxtum. Laugardaginn 22. okt. var hald- j in sýning á garðávöxtum í Görð- j um á Álftanesi, fyrir Bessastaða- og Garðahreppa Búnaðarsamband Kjalarnessþings átti frumkvæðið að sýningunni. Sýndir voru garðávextir frá 22. bæjum. Mest kvað að kartöflum og gulrófum á þessari sýningu. Einnig voru þar fóðurrófur frá fleiri bæjum, svo og toppkál, grænkál, sallat, gulrætur, hreðkur o. fl.«. Einar garðyrkjustjóri Helga- son var á sýningumni og flutti þar erindi. Einnig héldu þar ræður, þeir Jón H. porbergsson á Bessastöðum og IS. Sigurðsson Búnaðarfélags forseti. — Viður- kenningar skírteini verða gefin þeim, sem Ibezt er garðrækt hjá, eftir tillögum sýningarnefndar. Garðyrkjufélag Íslands kvað hafa í hyggju, að stuðla að því að slíkar sýningar verði haldnar framvegis. Sýningargestir voru ekki nema rúmir tuttugu, enda veður lak- legt. KvennanámsskeiB. Snemma í vor sem leið, 24. apr. til 1. maí, var haldið námsskeið fyrir konur að Hvítárbakka í Borgarfirði. Sóttu það um 30 kvenmenn v-íðsvegar að úr hérað- inu. Fyririlestra fluttu þær búsfreyjurnar Svafa pórhallsdótt- ir í Höfin. Enn fremur séra Eiríkur Albertsson á Hesti, Hall- dór skólastjóri Vilhjálmsison á Hvanneyri, Hallgrímur Hallgríms- son magister,^Suðm. Friðjónsson skáld á Sandi og Jósep bóndi Björnsson á Svarfhóli — Halldór Helgason skáld flutti þar og kvæði En Fjóla Stefánsdóttir ráðskoná á Vífilstöðum kendi matreiðslu. Námsskeiðið fór að öllu leyti vel fram og þær sem sóttu létu mjög af því, hvað það hefði verið fræðandi og ánægjulegt i alla staði. Eftirlijtskensla. Árin 1905—1919 eða í 15 ár samtals hafa verið haldin náms- skeið hér í Reykjavík, fyrir eftir- litsmenn nautgripafélaga, og eitt árið, 1908, voru námsskeiðin tvö. pau hafa þeissi námsskeið þannig verið 16 alls. Og á þeim hafa dvalið og notlð tilsagnar 125 menn, þar á meðal nokkrir búfræð- ingar, ungir og gamlir. Eftirlitsnámskeiða-mennimir ! hafa verið: Af Suðurlandi ......... 68 alls — Vesturlandi ......... 17 — — Norðurlandi ......... 36 — — Austurlandi .......... 4 — Samtals 125 í fyrravetur var ekkert náms- skeið, enda nú — bæði af þeirri ástæðu og fleirum — hörgull á eftirlitsmönnum. Nú í vetur — 1. nóv. til 11. deis. — stendur yfir samskonar námsskeið. Sækja það þeir, er ætla sér að verða eftirlitsmenn | hjá vænfanlegum eftirlits- og | fóðúrbirgðafélögum og nautgripa- félögum. Eru nemendurnir að þessi sinni 20 alls. peir eru úr j Árnessýslu 1, Kjósarsýslu 2, Borgarfjarðarsýslu 3, Mýrasýslu 2, Dalasýslu 1, Barðastrandasýslu 2, Vér abvrgi- umst það . i vera atgiorn , hreint. og bezta tobat heimi Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufL MUNNTÓBAK N-fisafjarðarsýsIu 1, Strandasýslu 2, Húnavatnssýslu 4, S-^pingeyj- arsýslu 1, og N.Múlasýslu (Vopna- firði 1. Vegir og brýr. Árlið 1920 var varið til brúar- gerða og vegabóta samkvæmt Tímariti Verkfræðingafélags ís- lands, sem hér segir: Til vegagerða........ 587000 kr — brúagerða......... 527000.— j Samtals 1114000 kr. I Af fénu til brúargerðar fóru til ; undirbúningts brúarinnar á Jök- j ulsá á Sólheimasandi 209000 kr. pessi brú varð fullgerð í sumar j og kostar hún um 250000 kr. Er hún því langdýrasta brúin, sem gerð hefir verið hér á landi. í byrjun ófriðarins var áætlað að hún mundi kosta 75000—80000 j kr. Af öðrum brúm, sem gerðar voru 1920, kosfaði brúin á Hólmsá í á Mýrdalslsandi 58000 kr., brúin j á Reynistaðaá í Skagafirði 34000 j kr., hýrnar á Elliðaárnar 26000 kr. og brúin á Hvítá í Borgarfirði : 21000 kr. Flestar eru brýrnar gerðar úr \ járnbentri steinsteypu. Jökuþárbrúin er úr járni. Hún j er 230 metrar að llengd, og stendur á samtals 10 stöplum úr stein- steypu. Skeiða-áveitan. Byrjað var á því verkli vorið j 1917 og hefir verið unnið stöðugt j að því Isíðan, og þó er áveituverk- j ið ekki fullgert enn þá. Búist var við því-um eitt skeið, að verk- j inu yrði lokið í fyrra haust eð^ í j vor er leið ,en það gat ekki orðið. ! pað sem því veldur er faetaklöpp í botni aðfærsluskurðarins, um 70 metrar á lengd, og um C',75 — 1 meter á þylct ti)l jafnaðar, sumstaðar enn þykkri. pessa klöpp verður að sprengja í sund- I ur, en það er afar seinlegt verk, j og dýrt. Er búilst við, að þess- ari klapparsprengingu verði ekki lokið fyr en næsta haust. Eyk- ur þetta mjög kostnaðinn við á- j veituverkið, auk þess sem það tefur fyrir sjálfri áveitunni. Til að grafa aðal-aðfærslu- skurðinn friá ‘ánni, héfir verið not- uð stórskurðagrafa (vél), sem rek- in er með mótorafli. Gróf hún í grjótfiausri jörð 15—18 metra á dag í 5—7 metra breiðum skurði og lVz—2 metra á dýpt. Tveir menn istjórna gröfunni, annar “mótprnum” en hinn krananum I eða sjálfri rekunni, sem mokar upp úr skurðinuim. Annars er fróðleg grein um ; þessa skurðgröfu í Búnaðarritinu j þessa árs, (bls. 169, eftir Guðmund Ágústss.on frá Birtingarholti. Rakstrartæki. 1 við isláttuvél, hefir Guðm. Sig- urðsson jarðyrkjumaður, í Varma- hlíð undir Eyjafjöllum, búið til, í líkingu við rakstrartækismót það, er hann sýndi í sumar á verkfæra- sýningu Búnaðarfélagsins. Lét hann smíða einn sópara til að safna heyinu. Er hann úr stál- fjöðrum, sem ná fram á greiðuna. Sópurinn teku heyið af greiðunni einu sinni á hverjum isnúndng sláttuvéllarhjólsins. En sé ann- ari röð af þessum stálfjöðrum, bætt við, þ'á sópast heyið af greið- unni tvisvar á hverjum hjólsnún- ingi. — “Sópuriinn kastar heyinu það langt aftur, að safnrúm hey- skúffunnar má þess vegna vera töluvert langt. Eigi þyngir þessi útbúnaður vélina Jil muna. Einn maður dregur hana á sléttri jörð þá hún er í drætti. Ekki bagar sópurinn heldur lyfting greiðunnar þegar*slegið er, vegna hnúska eða þúfna-nabba er kunna að verða á vegi vélarinnar.” pannig er Freyr skýrt friá um rakstrartæki Guðmundar. f vottorði um þetta rakstrar- tæki segja þeir, séra Jakob Lárus- son í Holti og Sigurður oddviti Ólafslson á Núpi: 1. Rakstrartækin virðast vera einföld og óbrotin, en þó sterk og sérstaklega vel fest við vélina. 2. pau virðast vinna að fuMu það verk sem þeim er ætlað. Sópa heyinu af greiðunni jafnskjótt og slegið er. Safnast heyið í kass- ann, og úr honum með einu létta átaki. 3. Hestunum virðiist veitaast mjög létt að draga siláttuvélina með rakstrartækinu í slætti. 4. Vélin virðist slá jafn vel, þótt rakstrartækið sé í samibandi við hana. GráBaostagerB. Jón Guðmundsson ostagerðar- maður vann í sumar sem leið að gráðaoistagerð norður í pingeyjar- sýslu. Fór þessi ostagerð fram á þremur stöðum. Narfastöðum í Reykjadal, Laxamýri og Landa- mótsseli í Kinn. Var búinn til ostur úr samtals 30 þúsund lítr- um af mjólk. En ráðgert hafði veriið að það yrðu 50 þúsund lítrar, sem fengjuist til ostagerðar. Og ostarnir eða nokkur hluti þeirra mun vera óseldur. En að öðru leyti kvað vera látið vel yfir þessu ostagerðarfyrirtæki. — Verður ef til vill síðar tækifæri til að iriinn- ast nánar á þessa ostagerð. Vestur-lsfirðingar. í V.-ísafjarðarsýslu hafa um langt skeið verið 'haldnir fundir vanalega á Flateyri eða pingeyri, til að ræða um héraðsmál og landsmál. Var ‘byrjað á þessu þar fyrir 30 árum. Einstöku ár hafa fallið úr, en nú lengi hefir fundur verið á hverjum einasta ertvi. Seinast í fyrravetur var slíkur fundur haldinn á Flateyri, sá 22. í röðinni. Stóð fundurinn yfir í tvo daga, og svo hefir tíð- ast verið. Á þesisum fundi í fyrravetur var meðal annars rætt um sfrand- varnir, vegamál, mentamál, land- búnaðarmál (styrikur til Búnaðar- félags íslands 0. fl.) skattamál, einkasölu á vörum, vöruvöndun o. fl. — Af innanhéraðsmálum var tálað um Núpaskólann, sýslu- vegi héraðsins, istrandferðir 0. fleira. , Ályktanir voru gerðar í flest- um málunum. pessi fundiarhöld V.-lsfirðinga eru bæði þörf og gagnleg, og ættu önnur héruð að taka upp þenna sama, góða sið 0g stofna til slíkra funda. HúsmæðranámsskeiB. Á Múla í Nauteyrarhreppi í N. ísafjarðarsýs'Iu’stendur yfir náms- skeið fyrir húsmæðraefni. pað hófst 1. nóv., og er ætlast til að það starfi í 3 mánuði. Nem- endur eru áitta. Til þessa námskeiðs hefir stofnað Sigurborg Kristjánsdóttir í Múla, enda er hún og aðalkenn- arinn á því. Til aðstoðar benni við kenisluna eða sem a*mar kenn- ari, er systir hennar, Guðrún. Á þessu námsskeiði eru aðallega kend matreiðsla og 'hannyrðir. -----1—0---------- AB leðtri hinna laklegu IjóBa Núna frystir, fellluir snjór; x fúna kvistir meiddir. Illa ristir andinn sljór, allar listir deyddir. Hlustar stundum ihugur minn, harmia undum sleginn, förlist þundum förin avÍTin fram úr aundum. — Greyin! Trú eða vantrú? Hugsun greiðir trúin, tár trúar leiðir setur. Trúin eyBir sorgum, sár sálar deyðir betur. Tungan. Tungan gefur orku eld, öllu vefur klæði. Ungan tefur, svfkum weld. Sollin hefur gæði. J. Frimann. / byrgst að lækna hesta af öllum Bot’s og ormum í einu vetfangi eða peningum skilað aftur. Engar ill- ar eftirstöðvar af notkun þessa meðals. Smásöluverð hjá öllum umboðe- mönnum: — 12. Capsule kassi (4 skamt.) $2.00 24 Caps. kassi (8 skamtar) $4.00 Áhalda til að gefa inn með.... 75c. Ef enginn umboðismaður er í bæ yðar, þá pantnð beint frá The WESTERN CHEMICAL CO„ Limited •Í '' SELKIRK MANITOBA Umboðsmenn í eftirfylgandi bæj- um: Selkirk, Man.: The Drug Stcres og Moody and Son. Að Gimli: J. Kronson. A ðLundar: Lundar Trading Co,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.