Lögberg - 05.01.1922, Page 4
Blfl. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANUAR 1922
J'dgberq
Gefíð út Kvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,Gor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talsimar: >-6327 oý N-0328
Jón J. BíldfeU, Editor
Ijtanásícrift tí! bíaðains:
T)(E COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnlpeg, M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Njan.
The “Lögrberg-" is printed and published by The
Columbia Press, Limrted. in the Columbla Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba.
Yfirlit yfir árið 1921.
i.
Canada.
Arið liðna liefir skilið éftir áhrif sín í lífi
Jiessarar þjóðar, eins og flestra annara. Það
hefir verið eitt af erfiðustu árum þjóðarinnar
að nrörgu leyti.
< 'anada er landbúnaðarþjóð, og 'þegar
jimdbúnaðinum vegnar illa, þá er óáran í landi.
Þetta síðasta ár liefir verið hændunum í
('anada afar erfitt. Framleiðsla á afurðum
þeirra varð dýr. En verðið, sem þeir fengu
fyrir þa>r, féll langt niður fyrir framleiðslu-
kostnaðinn, og þar við irættist óhagstæð nýt-
iug og óhæfi'lega hátt flutningsverð á öllum af-
urðum þeirra með járabrautum.
Óhadt er að fullyrða, að engin stétt þessa
þjóðféiags hefir orðið að mæta eins miklum
skaða eins og bændurnir og mun árið 1921 1
verða þoim Jeugi minnisstætt fyrir það, og
fyrir að verða að standa uppi einir í erfiðleik-
um sínum og vera rúðir inn að slíyrtunni af
járnbrautar og öðrum auðfélögum landsins.
Út af ]>essu og langvarandi ókjörum, sem
sú stétt hefir átt við að búa frá hendi land-
st jórnarinnar, myndaðist á árinu sterkur
stjónimálaflokkur meðal bænda, undir for-
ystu Hon, T. A. Crerar, og situr hann á hinu
nýkosna þingi þjóðarinnar með 66 fylgismenn.
Peningamarkaðurinn hefir verið alþýðu
landsins óhagstæður, þannig, að minna hefir
verið af lausu fé í höndum fólks, en undanfar-
andi. Peningastofnanir landsins, það er bank-
árnir, hafa haft lykiavöldin í 'þeim efnum und-
anfarandi. A því hefir lítil breyting orðið á
árinu, nema hvað vald bankanna hefir aukist
og við enda ársins 1921 er svo komið, að fien-
ingaveltan, að því er bankana snertir, má
lieita í höndum þriggja bankastofnana svo
greinilega, að þær geta nú ráðið lögum og lof-
um að því er til bankaviðskifta í landinu kem-
ur. Þessar þrjár peningastofnanir eru: Mont-
real bankinn, Royal bankinn og Commerce bank-
inn. Það er með þessa banka eins og hverjar
aðrar stofnanir, að þeir eru þarfir á meðan þeir
eru í þjónustu almennings. En þegar þeir fara
að þjóna sjálfum sér á kostnað alþýðunnar, þá,
eru þeir orðnir þjóðarmein.
Nýr landstjóri kom til Canada á árinu, það
er Byng lávarður frá Vimy. Tók hann við
embætti sínu 12. ágúst 1921.
Enn fremur er þess að geta, að á síðast-
liðnu ári fóru fram almennar þingkosningar í
(lanada og vann frjálslyndi flokkurinn, undir
forystu W. L. Mackenzie-King, frægan sigur.
Tók hin nýja stjóm við völdum í Ottawa 30.
desember síðastliðinn.
Furðu lítið hefir verið um verkföll, eða
ósainkomuiag í iðnaðarmálum í Canada á liðnu
ári. Samt varð prentara verkfall í öllu ríkinu
í síðast liðnum júní og júlí. Gekk það frið-
samlega af frá byrjun og er ekki lokið enn, að
því er f jöJda fólks, sem þá iðnaðargrein stunda,
snertir.
I júní síðastl. gjörðu lögregluþjónar og
eldliðsmenn verkfall í borginni Quebec í sam-
nefndu fylki; urðu þar allsnarpar sennur, svo
að herlið var kallað út til þess að gæta reglu
og vernda opinberar byggingar.
Ofsaveður skall yfir Nýfundnaland í fyrstu
vikunnj af des. og gjörði ógurlegan skaða.
ffýjöldi fólks fór í sjóinn og eignatjón varð
afar mikið.
Ýmsir merkismenn og konur hafa látist í
Oanada á árinu. Á meðal þeirra er lafði
Laurier, ekkja hins nafnkunna stjómmálaleið-
toga Oanada. Hún lézt í nóvember. Áður en
hún dó, skipaði hún svo fyrir, að heimili þeirra |
hjóna í Ottawa skyldi ganga að erfðum til leið
toga frjáMynda flokksins í Canada til notk-
unar á meðan þeir gegni því embætti. Fyrsti
leiðtoginn, sem þeirra hlunninda nýtur, er W.
L. M ackenzie-King, hinn nýkosni forsætisráð-
herra Oanada.
II.
Bretland.
Gleðiríkasti viðburður, sem skeði á Bret-
landi á árinu, er að sjálfsögðu sætt sú, sem
komst á milli fra og brezku stjórnarinnar rétt
fyrir áramótin. Ósamkomulagið á milli fra og
Englendinga hefir, eins og mönnum er kunn-
ugt, staðið í margar aldir, og því hefir ekki að
eins fylgt óánægja á báðar hliðar, ofbeldisverk
og misskilningur, heldur hefir það ástand veikt
framsókriarafI þjóðarinnar svo hún hefir ekki
getað notíð sín neitt líkt því eins og hún hefði
getað. ef hún hefði vcrið einhuga. Það er því
fyrsti og stærsti merkisatburður í lífi hinnar
brezku þjóðar, að eftir hið langa og bitra stríð,
sem verið hefir út af írsku málunum eina öld-
ina eftir aðra, þá horfa báðir málsaðilar nú
svo að segja einhuga fram á hið komandi ár,
með reynsluna að baki sér, en ríkari menn til
dáða í framtíðinni fyrir þjóðina í heild isnni.
Mjög hefir árið verið erfitt í iðnaðarmál-
um Breta. Verkfallið, sem þeir er í kolanám-
um landsins unnu, sem er ein af aðal atvinnu-
greinum þjóðarinnar, gerðu síðastliðinn marz-
mánuð, greip líf þjóðarinnar þeim he'ljartök-
um, að hún hefir víst sjaldan komist í annan
eins vanda úr heimamálum sínum, eins og
hún gerði þá. Miljónir manna urðu atvinnu-
lausar, verzlunarfloti þjóðarinnar lá bundinn
í höfnum, eimlestirnar hættu að ganga, verk-
smiðjurnar að vinna, og verzlunar viðskifti
hennar við önnur lönd voru slitin og um tíma
virtist ægilegt borgarastríð fyrir hendi; en
með sérstakri framsýni var því afstýrt. Á-
stæðan ti! þessa verkfalls var sú, að kaup
þeirra, sem í kolanámunum unnu, var lækkað.
Afar dýrt varð þetta verkfall þjóðinni, en
það eru oft stærstu aðköstin í lífi einstakling-
anna og þjóðanna, sem eru beztu kennararnir, j
og virðist að sá sannleikur sé að verað augljós
í lífi brezku þjóðarinnar, því nú rétt nýlega
tilkvntu járnbræðslu verksmiðjur þjóðarinnar
vinnufólki sínu, að þær gætu með engu móti
háldið áfram að keppa við útlendan iðnað, sér-
staklega þýzkan, nema með því að færa fram-
leiðslukostnaðinn að mun niður, en það gætu
þær ekki nema að lækka kaup vinnufólksins
tilfinnanlega, og lægi því ekkert annað fyrir, en
að gjöra það eða loka verksmiðjunum.
Svar verkafólksins er eitt gleðilegasta
tákn tímanna. Það hljóðaði á þessa leið: j
“Þjóðarinnar vegna mega verksmiðjurnar
ekki leggjast niður. Vér vinnum fyrir það
sem hægt er að borga, unz betri dagur rís.’,
1 þessu svari er svo' mikill drengskapur.
fólginn, að maður dáist að því, og ef slíkur
drengskapur ætti sér stað á báðar hliðar, hjá
verkalýð og vinnuveitendum yfirleitt, þá væri
þjóðunum gatan greið til efnalegrar velgengni.
En þrátt fyrir þessa erviðleika, sem Bretar
hafa orðið að mæta, í iðnarar málum sínum, þá
hafa þeir, farið svo vel með fjármál sín, að
nærri virðist ótrúlegt. Þeir hafa borgað
247,000,000 sterlingspunda (um $1,235,000,000)
niður í þjóðskul<j sinni; þar ú ofan hafa þeir
borgað skuld þá, sem þeir voru í við Japan,
og stjórniraar í Argentina, Hollandi og Uru-
guay, og nemur sú upphæð 117,154,000 sterl-
ingspundum, sem í dollurum gjörir um $1,057,-
000,090.
1 stjórnmálum hefir fátt, eftirtektarvert , j
skeð, á Bretlandi, á árinu, að undan teknum '
friðar-samningunum við Irland, og sjálfstjórn-
ar f^umvarpinu, sem gaf Ulster búilm, sérstakt
lögg.iafarþing, sem Georg Breta konungur setti
sjálfur.
Það má og til merkis atburða telja^t, að
stefna í stjórnmálum Bretlands tók ákveðinni
breytingu á árinu, frá samsteypu stjórnar hug-
myndinni og í áttina til flokkstjórnar, og svo
mi'kið kvað að þessu, að í sumum auka kosning-
unum, sem fram hafa farið, hafa þingmanna j
efni stjórnarinnar, forðast að nefna samsteypu
stjórn, eða stefnu, heldur nefnt flokkana sínum
gömlu nöfnum.
Andrew Bonnar Law, leiðtogi afturhalds-
flokksins brezka, aðstoðar leiðtogi Lloyd
George, eða samsteypustjórnarinnar á þingi,
sagði þeim starfa af sér á árinu, sökum heilsu
brest, en við tók aftur Austen Chamberlain.
III.
Bandaríkin.
Eitt af söguríkustu árum Bandaríkjaþjóð-
arinnar, er árið 1921. Fyrri partur þess árs
geymir ömurlega mynd — forseta þjóðarinnar,
ágætismann, sem sagan á eftir að setja í önd-
vegi , þrotinn og brotinn að heilsu og kröftum
fyrir að reyna að koma þeim fegurstu hug-
sjónum, sem hreyft hefir verið manna á milli
á síðari öldum, í framkvæmd—þrotinn og brot-
inn að heilsu fyrir það, að reyna að gjöra
mennina betri og heiminn fegri og frjálsari
en hann var, og landið, og þjóðina, sem hann
unni, einangraða og slitna út úr öllum þeim |
samböndum, sem hann vildi knýta. Og mynd
þessi verður ekki fegri fyrir það, ac5 hans eigin j
þjóð—lians eigin pólitisku mótstöðumenn tóku
höndum saman við öfl þau, sem stóðu í vegi
fyrir því, austan Atlantshafs, að hann gæti
komið hugsjónum sínum í framkvæmd.
Fors’eta og stjómarskifti urðu á árinu,
og fjórða marz síðastl. tók hinn nýi f®rseti við
emibættinu, og sat því að völdum nálega tíu
mánuði af árinu. Á þeim tíma hefir allmikil
breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna út á
við. Þau era ekki lengur einangrað, heldur
hafa þau tekið forystu í alvarlegustu vanda-
spursmálum þjóðanna. Harding forseti var
búinn að vera að eins < fjóra mánuði við völd
þegar hann býður til alheims fundar 1 Wash-
ington til þess að ræða um að takmarka víg- i
búnað og framleiðslu vopna. Eftir aðra fjóra
mánuði er fundur sá settur, með erindrekum frá
öllum stóníijóðum, nema Þýzkalandi og Rúss-
landi, og á þeim fundi gengu Bandaríkin á
undan á .svo drengilegan hátt, að sigur í mál-
inu var trygður áður en málið var lagt fyrir
þingið, svo framarlega að þjóðimar meintu
nokkuð með friðar- og afvopnunartali sínu.
Má þetta telja eitt hið djarfasta, um leið
og það er eitt hið snjallasta spor á stjórnmála-
braut þjóðanna á árinu.(
Sérstaka friðarsamninga undirskrifuðu
Bandaríkjamenn við Austurríki 24. ágúst síð-
astliðinn í Vienna, og við Þjóðverja í Berlín
þann 25. s. m.
Verzlunardeyfð allmikil hefir verið í
Bandaríkjunum á árinu, bæði innan lands og
utan. Verzlun þeirra við aðrar þjóðir, eða út-
lenda verzlunin, var helmingi minni árið 1921
en hún var árið 1920. Skipastóll stjórnarinn-
ar, það er verzlunarfloti hennar, sem er afar-
mikill, 'hefir haft sáralítið að gjöra á árinu, og
við áramótin stóðu 1,044 stál-flutningsskip, af
1,464, sem verzlunarnefndin á yfir að ráða,
uppi í naustum. — Innbyrðis verzlunin hefir
líka verið mjög erfið. Þar eins og í Canada
hafa landsafurðir fallið óhæfilega í verði og
með þeim möguleikar bænda til vörukatípa.
En þegar óáran er í landbúnaði í landbúnaðar-
löndum, er fjárþröng í bæjum. Þar við bætt-
ist hrun á vöruverði mjög skyndilegt, sem gjör-
eyðilagði fjölda af verzlunarmönnum, er keypt
höfðu vöru sína háu verði.
Með verzlunardeyfð og landbúnaðar óár-
aninni fylgdi atvinnuleysi, og kvað svo mikið
að þessu, að alþjóða fundur var kallaður sam-
an í september síðastl. undir forystu Mr.
Hoovers, sem stóð í seytján daga, og kom þar
frara, að ekki væri liægt að búast við færra at-
vinnulausu fólki á haustnóttum 1921 en
3,500,000, ög ekki þyrfti heldur að búast við
fleirum en 5,500,000. Allar .borgir og bygðir
landsins tóku þátt í þessu þingi og hagnýttu
sér úrræði þau, sem menn komu sér saman um,
nema Ghicago borg, sem engan þátt vildi taka
í þessu máli.
Verkföll hafa átt sér stað allvíða í Banda-
ríkjununm á árinu, svo sem prentara verkföll,
verkfall þeirra sem mjólk útbýta í liúsum
manna í New York borg, og verkföll í kola-
í'ámum. En ekkert af verkföllum þessum hef-
ir leitt til vandræða nema verkfall kolanáma-
manna þeirra, sem við kolagröft vinna í Vest-
ur Virginíu. Þar lenti í róstum svo miklum,
að kalla varð út herlið í byrjun septem'bermán-
aðar til þess að koma friði á og halda honum.
Á meðal hinna meiri liáttar lagasamþykta
í Bandaríkjunum á árinu, eru samningurinn á
milli Colombia og Bandaríkjaanna, þar sem
Bandaríkin ganga inn á að borga Colomlbia
$25,000,000 fyrir skaða þann, sem Colombia-
menn liefðu beðið við Panama skurðargröftinn.
Takmörkun á innflutningi fólks til Banda-
ríkjanna við þrjá af hundraði af hverjum þjóð-
flokki, sein búsettir eru í landinu. Þessi lög
gengu í gildi 10. maí 1921 og standa þar til 30.
júní 1922.
Hin svo nefndnu Fordney tolllög, sem á-
kveða að 35 prct. tollur sé lagður á allar korn-
vöru, sem flutt er inn í landið.
Á árinu 1921 voru 45,000 lík af Banda-
ríkja hermönnum, sem féllu á Frakklandi,
flutt heim eftir ósk aðstandenda þeirra.
(Framh.)
--------o--------
Senator Penrose.
Iiinn 31. desember síðastliðinn, lézt í
Wasliington, Senator Boies Penrose frá Penn-
sylvania, einn af helztu leiðtogum republicana
flokksins á þingi Bandaríkjaþjóðarinnar um
fjórðung aldar. — Senator Penrose náði fyrst
kosningu til efri málstofu þjóðþingsins árið
1897. Fyrstu árin hafði hann sig ekki mjög
mikið í frammi eftir á þingkom; samt vissu
allir, að rúm hans skipaði maður, sem vissi
hvað liann vildi og kunni ekki að hræðast. Eftir
nokkurra ára þingestu var svo komið, að Sen-
ator- Penrose var orðinn reglulegt stórveldi
innan flokks síns og átti sæti í ýmsum þýðing-
armestu þingnefndum, svo sem þeim, er um
fjárveitingar, banka og flotamál fjölluðu.
Senator Penrose var inaður vel máli far-
inn, en flutti þó flestuin mönnum færri ræður
á þingi. Hann tók aldrei til máls, nema því að
eins, að hann hefði eitthvað það fram að flytja,
tr ekki mátti þegja um. FleStar ræður hans
voru afar vándlega undirbúnar, enda las hann
þær af blöðum og mátti þar ekkert orð vanta.
Itæðurnar snerust oftast um fjáimálin; á
því svæði átti Senatorimi heima, jiótt víðar
byggi liann yfir fjölbreyttri þekkingu, svo sem í
iöggjiöf allri, er að sveita- og héraðstjórnar-
málum laut. En í þeirri grein þótti hann víð-
mentaðastur maður samborgara sinna.
Senator Penrose var meira en lítið hlynt-
nr tollveradar stefnunni og samdi hvert vernd-
artolla frumvarpið á fætur öðru, samt náðu
frumvörp þau aldrei framgangi í því formi, sem
liann lagði þau fyrir þin,gið. Þó mun með
sanni inega segja, að verndai-tolla frumvarj)
Bandaríkjastjórnar, sem kent er við Fordney
og samþvkt var á síðasta þingi, sé í raun og
veru afrek liins nýlátna Pennsylvaniu Senat-
ors, því í öllum meginatriðum er sú löggjöf
bygð á rannsóknum og uppástunugum lians.
A útnefningarþingi republicaija flokksins
árið 1912, réð Senator Penrose lögum og lofum,
barðist hann ákaft mjög fyrir endurútnefn-
ingu Tafts forseta og féll við það í pólitiska ó-
náð hjá Theodore Roosevelt. Yar það þá ó-
spart borið á Penrose, að hartn hefði svikið
republicana stefnuna og ómaklega brugðist
binum viðurkenda leiðtoga flokksins, Col. T.
Roosevelt. En hvernig svó sem ýmsir hafa
á mál þau litið, þá verður ekki samt annað séð,
en Senator Penrose hefir fremur styrkst við
þau í pólitiskutn skilningi, heldur en hitt. Að
minsta kosti er það víst, að fylgi hans í Penn-
syívania jókst æ jiví meir, þess fleiri kosr.ng-
o.r, seni hann reyndi. 1
Bcnator Penrose var einn af allra bftr-
ustu andstæðingum Wilsons stjórnarinnar og
íordaundi pinkum sáttmálann um stofnun þjóð-
bandalagsins. Kvað hann þau ákvæði sáttmál-
ans, er ívilnuðu Japan að því er við kom um-
láðum í SIlKntung, vera beinar mútur til þess
nð halda Japönum vinveittum, en svifta um
leið 40 miljónir Kínverja heilögum rétti.
Senator Penrose var fæddur í Philadel-
phia hinn 1. dag nóvember mánaðar árið 1860
og naut þar fyrst algengrar undirbúningment-
unar. Sextán ára að aldri fór hann til Har-
vard, háskólans og útskrif'aðist þaðaii 1881.
Fullnaðar prófi í lögum lauk hann tveim áram síðar og
hlaut samstundis leyfi til málaflutnings. Snemma hneigðist
hugur hans að stjóramálum, og árið 1885 náði hann kosningu
til ríkisþingsins í Pennsylvania; sat hann á því þingi ýmist
sem neðrideildar þingmaður eða ríkis-senator þar tií árið
1897 að hann, eins og fyr var getið hlaut kosningu sem Sen-
ator fyrir Pennsylvania ríkið, til þingsins í Washington.
Senator Penrose var mikill maður vexti og fríður sýn-
nm. Hann var hvorki meira né minna en sex fet og fjórir
þumlunga á hæð og vóg full 300 pund. Hann var maður stór-
auðugur að fé og rúðdeildarsamur að því er þjóðarbúskapn-
um viðkom, engu síður en sínum eigin hag.
---------o--------
Dr. Þorbergi Þorvaldssyni falið afar
vandasamt verk.
1 skýrslu, sem E. T. Clarke lagði fyrir nefnd þá, sem
eftirlit hefir með talsímakerfi Manitoba fylkis, bendir hann
á, að telephone-bygging fylkis stjómarinnar í Winnipeg, sé
í mjög slæmu ástandi sökum þess, að “alkali”, sem br í
jörðinni, hefir skemt undirstöðuna, sem er úr sementi, og
leggur Mr. Clárke til, að hún sé bætt með því að setja þar
inn blágrýti til styrktar, og getur þess um leið, að viðgerð sú
sem nauðsynlegt er að gera, muni kosta um $11*0,000.
Þessar og aðrar Mkar skemdir, sem orðið hafa á undir-
stöðum undir stórbyggingum af völdum þessa jarðefnis,
“ alkali ”-sins, sýnir hve bráðnauðsynlegt það er, að rann-
sókn þeirri, sem verkfræðingafélag Canada hefir haft á hendi
og hefir enn í samibandi við áhrif þessa jarðefnis á undir-
stöður, eða cement steypur, sem í jörð eru grafnar, sé haldið
áfram. A fundi verkfræðinga síðastliðið sumar var Prófess-
or Þorbergur Þorvaldsson ráðinn í eitt ár til þess að rann-
saka þetta mikilsvarðandi mál. Fyrir næsta fundi - félagsins
liggur, að fá hann til þess að halda þessari rannsókn áfram
1 í næstkomandi tvö ár. Þetta er afar þýðingarmikið verk,
sérstaklega að því er Vestur-Canada snertir, og verðskuldar
óskift fvlgi og stuðning verkfræðinga landsins. Þó að þetta
verkefni sé afar erfitt viðfangs og liafi liingað til revnst
mönnum ókleift, þá er enginn efi á, að til er einhver aðferð
eða eitthvert efni, sem fyrirbygt geti hin skaðlegu áhrif
“álkali”-sins í þessu sambandi.
Hver sú aðferð er, verða vísinda rannsóknir að skera
,úr, eins fljótt og mögulegleikar leyfa, til þess að hægt sé að
varna byggingum, sem bygðareru á cements grunni, frá stór-
skemdum, og til þess líka að menn geti óhultir notað cement
í undirstöður á líkum svæðum í framtíðinni.
Nokkur orð frá Rínár-
dalnum.
íri nokkur kvað hafa gert þá
staáhæfingu aíi ef að hann hefði
verið viðstaddur þegar heimurinn
var skapaður hefði hann áreiðan-
lega getað gefið ýmsar góðar ráð-
leggingar. Mörgum mun óefað
koma sa.man um það að ein ráð-
leggingin hefði mátt vera sú að
pjóðver.iar og Frakkar hefðu verið
lengra hver frá öðrym. Eftir
að hafa kynst ýmsum hliðum
á lífinu á Frakklandi, þjóðar-
einkennunum frönsku o. s. frv. í
rúmt ár,‘ þá er mismunurinn á
nágranna þjóðunum (pjóðverjum
og Frökkum) svo miícið gleggri
fyrir mér. Nú undrar mig ekki
svo mikið á því að þjóðir þessar
hafa harist til jafnaðar tvisvar
á hverjum hundrað árum að
minsta kosti, heldur á því að það
skuli nokkurntíma vera hlé, þegar
maður gáir að því að enn í dag
gera skáld og listamenn afreks-
verk í stríði meðal hæðstu mark-
miða manndóms og hetjuskapar.
Svo lengi sem vopn eru látin út-
kljá þrætumál munu pjóðverjar
og Frakkar ekki fcreyta vana sín-
um.
Fljótt sér maður það, að pjóð-
verjar eru vanir að vinna sem ein
heild, en ekki sem einstaklingar,
setjum svo pð lögregluþjónn gefi
einhverja vanalega skipun, þá
hlýðir sá þýzki því strax um-
yrðalaust, komi þetta sama fyrir
á Frakklandi, snýr sá franski óð-
ara við og hrópar: “Pauryuai”
(því þá!) svo fer hann að munn-
höggvast við lögregluþjóninn og
meðan verður kanske slys. Svo
má líta á þessi sérkenni frá tveim-
ur hliðum; Frakkar héldu áfram
að spyrja “því þá” þar til þeir
hröktu af sér einveldisstjórana og
komu á lýðstjórn; pjóðverjar
spurðu ekki neins en fóru út í
stríð af því þeir ih'öfðu ekki lært
að segja því þá við yfirboðara
sína. Aftur á móti er verklegi
hagnaðurinn og þessi fúsleikur
fiöldans hór að láta stjórnast af
leiðandi mönnum í hvaða svo sem
verkahring sem er, ómetanlegur.
Eg þefi nú verið í mörgum helztu
borgum pýzkalands og er mjög
hrifin af því hvað alt er skipulegt1
og reglubundið. Fátækt og neyð
á þar heima sem afleiðingar af
stríðinu og peningamarkaðinum,
en þeir fátæku hér bera \ mikið’í
harm sinn í hljóði, og sú framúr-
skarandi hirtni sem er einkenni)
þjóðarinnar gerir mikið til þess j
að hylja vöntunina. Hiér á i
pýzkal^indi eru vitanlega marg- j
ir sem stórgræddu á stríðinu,
helzt þó Gyðingar. Sérstaklega
verður maður var þessara auð-
mæringa í Frankfurt og Main og
á dýrum samkomustöðum í Berlín.
Skrifstofuþjónar, kennarar og
þessháttar fólk líður yfir höfuð
mest, isama má segja um'þjónustu-
fólk. Fjblskyldan þar sem eg
held til er mjög rík og er þjón-
ustufólkinu borgað þar betur ei^
í flestum öðrum stöðum, og fá
vinnukonurnar þar 200 mörk a
mánuði fyrir utan fæði og her-
bergi, og er það um dollar eftir
verði amerikanska dollarsins hér.
Ekki er hægt að fá lélegustu skó
fyrir minna en 200 hundruð mörk
og ódýrustu yfirhafnir, eru 600
mörk, og alt af eru prísarnir að
stíga upp. Auðvitað hækkar
kaup líka en langt frá því að vera
í nokkrum samanburði við hvað
alt istígur í verði.
Aðseturstaður minn, bærinn
Coblery am Rhein hefir ekki nema
60,000 íbúa, en hann á mörg
merki frá liðnum tímum; hér eru
rústir frá dögum Rómverja, og
kastalarnir hér alt um kring, sem
eru nú flestir í rústum eru talandi
merki þess að hér befir verið háð-
ur margur bildarleikur.
Hér koma Rín og Mosel árnar
saman, Sú síðarnefnda á upp-
tök sín á Frakklandi og endur
fyrir löngu rann hún í Mieuse
ána þar í landi, en rétt eins og
dutlungafull frömsk “mademei-
selle,” tók hún upp á því að breyta
rás sinni, snéri bakinu við Fralck-
landi þegar kom til Ioul og komst
inn á þýzka grund hjá bænum
Metz og sameinaðist svo Rín hjá
Colberg, og hefir “‘Der Deutsche
Rhein” ekki slept henni síðan.
Mosel áin er kvenkyns, en Rin
karlkyns, og kallar fólk hér Mosel
ána brúður Rín.
Nú er Colberg aðal aðseturs-
staður Bandaríkjahersins á pýzka-
landi og eru hér um 12000 her-
ra?nn, það á að fækka þeim í fram-
tíðinni en mælt er að hér muni
verða um 6,000 hermenn til óá-
kveðins tíma. pað er farið mjög
hægt í sakirnar með þessa fækk-
un, um það 600 á mánuði. peir
sem vel þekkja til eru á þeirri
skoðun að ekki væri holt að
Bandaríkjamenn og Bretar tækju
iið sitt algerlega úr Rínarhéruð-
únum vegna þesis hvernig sakir
standa með samningana milli
Frakka og pjóðverja.
Nágrennið hér í kring hefir
ýmsa velþekta staði, það er um
það þriggja tíma ferð héðan með
bát eftir Rín ánni til Lorelei
klettsins sem Heine kvað um í
kvæðinu í islenzku þýðingunni