Lögberg - 16.02.1922, Síða 4

Lögberg - 16.02.1922, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR 1922. Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,.Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsintnri >-6327 og N-632S Jón J. Bfldfeil, Editor Otanáskrift tii blaðsina: THE C0LUM)8li\ PHESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Har), Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, M»n. The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Llmlted, in the Columbia Block, 863 to 867 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, ManLtoba. Aðflutningsbannið. á nautgripum frá Canada til Bretlands. Með nautgripa markaðinn í annari eins feikna óreiðu og átt íiefir sér stað að undan- lörnu, er sízt að undra þótt íbúar Vestur- landsins, sérstaklega ]>ó griparæktarbændur, léti sig bannið brezka ekki svo litlu skifta. t afnámi þess þóttust margir og þykjast sjá enn, eina allra sigurvænlegustu viðreisnarvon- ina hins stórhnignandi landbúnaðar. En þótt lirezka st.jórnin rui hafi, canadiskum almenningi til óánaagju og undrunar, opinberlega neitað að afnema þetta alræmda bann, þvert ofan í gef- in vilyrði fyrir því gagnstæða, 'þá má fólk þó engan veginn líta svo á, að hér sé um fullnað- arályktan að ræða, er framar megi .undir eng- um kringumstæðum hrófla við. Stjórnarskifti á Bretlandi geta hæglega orðið þess valdandi, að málið verði tekið til y'firvegunar á ný, en þess meiri von yrði þá að sjálfsögðu um heppilega úrlausn, sem þjóðin heima fyrir væri sameinaðri um kröf- ur sínar. Rétt á eftir að synjun brezku stjórnarinn- ar varð hevrinkunn, Irirtist í hlaðinu Manitoba Free Press, greinarkorn ]>að, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu: “Um leið og sú ályktun stjórnarinnar hrezku, að neita að verða við sanngimiskröfu eanadisku þjóðarinnar um afnám aðflutnings- banns á nautgripum til Bretlands, hlýtur að valda íbúum Vesturlandsins sárra vonbrigða, þá kemur [vetta samt í raun og \-eni engum að ovörum, því kunnugt var, að mikill þorri brezkra Iwenda var afnáminu mótifallinn, svo og lliinn nýi landbúnaðarráðgjafi Llovd George stjórnarinnar. Um lagalegan rétt stjóraar- innar í sambandi vi<ý þessa niðurstöðu, verður ekki <leilt, en í máli þessu hefir stjórnin tekið u))j> verndunarstefnu, sem allmjög ríður í bága við viðskiftaleiðir þær, er einkent hafa Bretland í liðinni tíð, og þá ekki hvað sízt, að því er viðkemur heilbrigðum gagnskiftum fceðutegunda. Ahrif hinna vel sameinuðu gríparæktarmanna, hafa orðið þyngri á met- unum hjá stjórninpi, en raddir fólks þess, er heima á í borgurn og bæjum og krafist hafði ]ress eindregið, að bannið á nautpeningi frá j ( anada skyldi afnumið, því með því eina inóti, að framboð kjöts ykist, vrði smásölu- verð þess smátt og smátt vitund sanngjarn- ara, en nú er og verið hefir. Bessi stjórnarráðstöfun fer einnig í gagn- stæða átt við tillögur hinnar konunglegu rann- sóknarnefndar undir forystu Finlays lávarð- ar, er, eftir ítarlegar athuganir, réði stjóm- inni til þess í síðastliðnum septembermánuði, að nema bannið úr lögum. Önnur eftirtektaverð hlið á meðferð máls þessa, er sú, að stjórnin hefir fyrir fult og alt ákveðið, að fullnægja ekki þeim loforðum, sean umboðsmönnum ihinnar canadisku þjóðar voru gefin á alríkisstefnuni frá 1917. Að slík lof- orð hefðu verið gefin, játaði sjálfur ladbúnað- arráðgjafinn, Sir Arthur Griffith-Boseawen, í neðri málstofunni, um leið og hann lýsti yfir því, að bannákvæði þetta yröi látið standa ó- haggað. í ræðu ráðgjafans mátti það lesa á milli 1 ínanna, að Canadamenn ættu sem minst að blanda sér inn í málefni Bretlands hins* mikla, en vel hefði hann inátt minnast þess, að kröfur canadisku }>jóðarinar í þessu sam- \ baiuli, voru bornar fram og bygðar á þeim sannindum, að banninu hofði verið haldið við í mörg ár undir því yfirskyni, að nautgripir í Caiiada gengi með sóttnæma kvilla. En slíkur fynrsláttur er l>æði ósanngjarn og ástæðulaus. líefir þá jæssi síðasta álvktun stjórnar- innar varanleg áhrif á aðflutning á nautpen- ingi frá Canada til Bretlands? Að mestu leyti getur ]»að verið undir þvf komið, hvernig stjórn- ! málum á Bretlandi skipast til í náinni framtíð. Búist er við kosningum innan sex mánaða eða ?vo, og f því falli, að bræðingsstjórin yrði und- ir, er eiigan veginn óhugsandi, að málið kynni að verða tekið til yfirvegunar að nýju. Ganga nui út frá því sem gefnu, að bændastéttin veiti stjórninni þvínær óskift fvlgi, þegar til kosn- inganna ketnur. En hinu má jafrrframt eigi I* gleyma, að öðru vísi hagar til á Bretlandi, held- ur en í Canada og Bandaríkjunum. Gripa- j ræktarbændur eru þar tiltölulega svo lang um ta*rri, en hér á sér stað, og þess vegna gætir á- hrifa þeirra að sama skapi minna við kosning- ar. A hinn bóginn er og vert að taka það til greina, hve mjög hinum óháða frjálslynda flokki hefir vaxið fiskur um hrygg í seinni i tíð, við ótrauða starfsemi manna eins og Grey greifa, fyrrum utanríkisráðherra, og Islington lávarðar, er núna rétt fyrir skemstu hefir sagt sig úr lögum við bræðingsliðið. Þingfylgi stjórnarinnar hefir stöðugt verið að veikjast upp á síðkastið, og ýmsir af fyrri stuðnings- mönnum Ihennar, eru þegar famir að veita öðr- um flokkum fylgi. í viðbót við það, er heldur ekki gott að segja, hve mjög frumvarp það um tndurskipun efri málstofunnar, sem stjómin er í þann veginn að leggja fyrir þingið, kann að ieyna á þolrif bræðingsflokksins. — 1 því falli, að hinn óháði flokkur frjáls- lyndra manna, í sameiningu við flokk verka- manna, fengi meiri hluta í þinginu, má vel ætla, að bannmál þetta verði tekið til nýrrar með- ferðar. Þess vegna munu Oanadamenn hafa vakandi auga á því, hvað gerst á sviði stjóm- málanna yfir á Bretlandi næstu mánuðina eða árinu, þótt þeir jafnframt finni enga hvöt hjá sér til þess, að blanda sér inn í málefni, sem brezkir kjósendur einir, eiga að gera út um við atkvæðagreiðslu. ’ ’ --------o--------- Pius ellefti. Hinn nýkjörni páfi, fyrmm Ratti kardí- náli, kom Iítið við sögu, fram að þeim tíma, er hann var skipaður erkibiskup í Milan og Ihlaut jafnframt kardínála tign. Áður hafði hann gengt bókavarðar embætti við Abrosius- ar safnið í Milan, en síðar í Vaticaninu sjálfu. J Hann er talinn að vera framúrskarandi vel mentaður maður og mæla á tuttugu og sjö tungur. Göngumaður þykir hann vera með afbrigðum og var einkum mjög fyrir það gef- inn að klífa há fjöll, svo sem Monterose og Mount Blanc. Milan er ein af stóriðnaðar borgum heims- ins, með iðnaðar óeirðir svo að segja á hverj- om einasta degi. Á meðan Ratti dvaldi þar, sein erkibiskup, gerði hann sér alt far um að kynnast atvinnumálunum á sem allra víðtæk- astan (hátt. Mun sú þekking hafa komið í góðar þarfir, er hann fyrir þremur árum var sendur sem erindreki páfastólsins til Póllands, þegar mestur var hitinn út af þjóðaratkvæðinu og hinni fyrirhuguðu skifting Slesíu hinnar efri. Fremur er hinn nýji páfi sagður að vera irjálslyndur, eftir því sem viðgengst um yfir- höfðingja ka])ólsku kirkjunnar. ---------o-------- Mahatma Gandhi. Northcliffe lávarður, sem dvalið hefir á Indlandi um hríð, telur ás'tandið þar vera mun ískyggilegra, en flestir geri sér í hugarlund. Af dagblaðafregnum er það þegar kunnugt orðið, að róstusamt hefir verið þar í landi undanfar- andi, en slíkt kvað vera orðið svo algengt, að tæ))ast só með tíðindum talið. Óánægjan hin mjög svo almenna, sem náð virðist þegar hafa afar sterku lialdi á huga hinnar yngri kynslóðar í lendum þessum, er tvímælalaust annars og dýpra eðlis, en hin vanalegu dægurs uppþot í liðiimi tíð. Hér er um að ræða þjóðemisbaráttu, sem æskulýður- inn hefir tekið að sér að fylgja fram þar til yfir lýkur. Foringi þessa nýja sjálfstæðisflokks á Ind- landi, er Mahatma Gandhi, maður hámentaður og stefnufastur að sama skapi. Ilann hatar stríð, og telur það verða munu sigursælast fiokki sínum, að forðast ofbeldi, en reyna í þess stað, að ganga brezk stjómarvöld á snið, allra helzt þó frá viðskiftalegu sjónarmiði, Ihœtta að kaupa brezkar vörar, en styrkja jafnframt þjóð- legan innaniandsiðnað, eins og frekast megi verða. Það er engum vafa undiroi-pið, að eins og nú standa sakir, mun Gandhi haifa vakð á sér engu minni eftirtekt en Lenine hinn rússneski gerði um eitt skeið. Hann er eins konar alræð- ismaður flokks síns, sem ráða má bezt af því, að á flokksþinginu, er haldið var fyrir skömmu í Abmedafad} var honum gefið í sjálfsvald, hveraig baga skyldi til um framkvæmdir hinna ýmsu mála. I m afstöðu sína til Bretakonungs, er Gandhi næsta fáorður, segist eiginlega hvorki vera með honum eða móti. Eins og ástatt sé um þessar mundir, kveðst bánn engum konungi vilja lúta, en þó væri engan veginn óhugsandi, að hann kynni síðar meir að sverja Bretakon- ungá holluustueið, ef hann sannfærðist um, að þjóðflokki sínum væri betur borgið innan ybrezka veldisins en utan þess. Gandhi er lögmaður og kunnur út í yztu æsar brezkri stjórnarfarssögu. Hann viður- kendi áður fyr afdráttarlaust, að í brezku .‘tjórnarfyrirkomulagi væri að finna margar gullvægar meginrgelur, og komst meðal annars' svo að orði á lögfræðingamóti einu árið 1915: ‘‘Brezka veldið á vissar hugsjónir, sem eg beinlínis elska, — virðinguna fyrir heil- brigðum einstaklingsmetnaði og samvizku- frelai.” Arð 1921 er Gandhi kominn á nökkuð aðra skoðun, þá ritar hann í blaðið “Young India’” eftirfylgjandi: “Reynzlan hefir vitkað mig npp á síðkastið. Eg hefi sannfærst um, að núver- andi stjóraarfyrirkomulag er alt annað en á- kjósanlegt. Annað hvort verður það að upp- rætast hið bráðasta,, eða }>á að endurbætast til muna. Hitt þó Iíklegra, að gerbreyting reynist hollari til framtíðar. ” Benard Sexton, sem kynt hefir sér betur en flestir aðrir stjórnmálástandið á Indlandi, ritar fyrir nokkru í tímaritið Current Iíistory, sem gefið er út í N. York, og kemst á einum stað evo að orði: “Gandhi, þessi ‘dýrlingur’, sem aldrei hefir stjakað við einum einasta manni og ( kkert veit hvað stríð er, hefir samt sem áður kastað þyngri steini í götu brezkra stjómar- valda á Indlandi, en nokkur annar einn maður nökkra sinni hefir gert, svo sögur fari af.” --------o-------- Ársþing Þjóðræknisfélagsinsi Þegar Þjóðræknisfélagið var stofnað, voru til þeir menn af þjóðflokki1 vorum, er eigi spáðu því löngum aldri. Hvers vegna að svo var, fáum vér ekki skilið, því 'flestum málum l'rekar, virtist sanngjamt að ætla, að þegar um þjóðræknissamtökin væri að ræða, þá yrðu allir á eitt sáttii', og vonandi verður sú niðurstaðan í framtíðinni, eftir því sem félagið með störf- um sínum, sannar betur og betur tilverurétt sinn. Félagið er enn ungt, en þó hefir því unnist hreint ekki svo lítið á, þegar tillit er tek ið til kringumstæðanna. Þjóðræknisfélagið hefir gefið út ársrit, sem þegar hefir náð allmiklum vinsældum, og að c-ngu leyti stendur að baki öðrum tímaritum íslenzku þjóðarinnar. Einnig hefir félagið stuðlað nokkuð að íslenzku kenslu meðal ung- menna og baraa hér í borginni, þar sem þörfin var allra brýnust. Hefir það haft í þjónustu sinni á yfirstandandi vetri tvo ágæta kennara, sem leyst hafa af hendi mikið og þarft starf. Þetta er að/eins byrjun af því sem þarf að gera. Miklu meira þarf að starfa í þjóðræknisáttina, ef vel á að vera. Alt þetta kostar peninga, en þeim mun auðveldara reynist starfið, þess í’leiri sem ganga í þjóðræknisfélagið og styrkja það með árstillögum sínum. Arsþing þjóðræknisfélagsins, ætti alt af að vera betur og betur sótt. Þjóðræknisfélagið á að vera “Bjarmaland norrænunnar” í Vesturvegi. — Tvö kvæði eftir Axel Thorsteinson. ÚTSÝNIÐ f REYKJAVÍK. Manstu þegar sólin signdi silfurfjallsins efsta stallinn, þegar gulli rauðu rigndi röðuls yfir gamla karlinn, Snæfellsjökul heiðan, háan, hausts á kvöldum, þegar bláan sjóinn kystu vestanvindar, varmir, glettnir; þegar tindar fjallahringsins fagurbláir fóru í skrúðann; hnoðrar smáir gullinskýja lögðu langa litavoð á þeirra vanga og í sínum faðmi fólu? Finst þér nokkuð undir sólu fégra’ en þegar um vík og voga vesturloftsins glampar loga? Manstu fegri útsýn? Aldrei leit eg aðra slíka og marga fagra veit eg. 1921 HAUSTKVÖLDIN HEIMA Manstu haustkvöldin heima, þegar hafið var kyrt, þegar áhyggjum öllum var firt æskumannssálin, sem þekti ekkert betra en að dreyma? Manstu haustkvöldin heima, þegar hafaldan kvað? pegar ekkert þér amaði að, var ei indælt að reika á ströndinni úti og dreyma? Manstu haustkvöldin heima, þegar hjartanu er kalt, þegar úti er um alt, sem að eitt sinn var Ijúfast af öllu að hugsa um og dreyma? Manstu haustkvöldin heima og hafniðinn þunga, þegar ást þína unga hafmey átti, sem kallaði þig út á strönd- ina að dreyma? Manstu haustkvöldin heima, er hélztu á braut? Manstu þytinn, sem þaut svo þunglega fram hjá sem kveðju frá þeim, sem ei gleyma? Mundu haustkvöldin heima! — Er um heiminn þú fer sem útlagi — er ekki þér yndi að hugsa þig þar til að dreyma og gleyma? 1921 SPARIÐ ÁÐUR EN ÞÉR EYÐIÐ . Láttu Bankareikninginn vera þitt fyrsta áhugamál. pað mun meira en borga sig þegar árin líða. Sparisjóðsreikingar við hvert einsata útibú THE ROYAL BANK OFCAHADA Boreaður höfuðstóll ojt viðlajrasj.... $40,000.000 Allar eignir .................... $483,000,000 Minningar “ samkoma. SamsætiS, er félagið “Harpa”, stóð fyrir síðastliðið föstudags- kvöld, fór mjög myndarlega fram, var stúkunum Heklu og Skuld, afhent altari, er félagið gaf stúk- unum í minningu um Guðrúnu sál. Búason. Var það mjög vandað. smlíðaþ af listasmiðnum Halldóri Jóhannessyni hér í hæ, silfurskreytt merkjum Goodtempl- ara reglunnar, trú, von og kær- leika, er Jón Patric hafði list- fengilega teiknað, og silfurskildi, er á var grafið: “Gjöf frá Hörpu til istúknanna Heklu og Skuldar í endurminningu um systir Guð- rúnu Búason.” Sarosætinu stýrði Mrs. L. Thomsson, núverandi forseti Hörpu. Var Guðr. sál. Búason rainst bæði í bundnu máli og ó- bundnu. Fyrir hönd stórstúk- unmar talaði stórtemplar A. S. Bardal. Fyrir hönd Heklu, talaði Bergsveinn Long, sem einn- ig afhenti stúkunum gjöfina, en lítil stúlka úr barnastúkunni af- hjúpaði hana. Tvær biblíur fylgdu altariinu, önnur til Heklu í minningu um Guðrúnu Búason, en hin til stúkunnar Skuld í minn- ingu um Karólínu Dalmann. Fyr- ir hönd barnastúkunnar, Æskan, er Guðrún Búason hafði veitt for- ystu í 8 ár, talaði Pétur Sigurðs- son. Richard Beck flutti frum- ort kvæði, gullfallegt, er hann orti fyrir hönd Hörpu, og er það birt í þessu blaði. Börnin úr barnastúkunni, er Miss Guðbjörg Patric veitir nú forstöðu, sungu tvívegis. Margt annað var á prógramminu er alt fór mjög á- nægjulega fram. 1 byrjun prógramsins skýrði forseti, Mrs. L. Thomsson frá starfi Guðrúnar sál. Búason í félaginu Hörpu, er var myndað af systrum úr stúk- unni Heklu, með því augnamiði að innvinna fé fyrir piano handa stúkunum, sem þá voru, sama sem hljóðfæralausar. Systir Búa- son var fyrsti forseti Hörpoi. pegar takmarkinu var náð, og fé- lagið hafði iborgað $1000 fyrir hljóðfæri, sem stúkurnar nú eiga, hætti það að vinna og hefir legið í dái, þar til nú, við fráfall Guð- rúnar Búason, að' það reis úr dvala og fann hvöt hjá isér, til þess að gjöra eitthvað í minningu um hana, sem fínustu tóna Hörp- unnar gat framleitt. Að afloknu prógrammi voru bornar fram veitingar 1 neðri sal Gootemplara hússins. Félagið Harpa hefir nú ásett sér að sofna ekki aftur, en vaka og reyna, eftir mætti að halda míinningu Guðrúnar Búason á lofti, með því að hjálpa þeim, sem í nauðum eru staddir. Guðrún Búaison, vann bæði mik- ið og vel fyrir opinber málefni, en stærstu verkin hennar voru unnin í kyrþey. Mlinninguna um þau verk vdll félagið Harpa taka á strengi sína. Minnist þess landar góðir, þeg- ar þér heyrið óminn frá Hörp- unni þeirri. --------o-------- Sinn Fein ráðuneytið. Ensk blöð fara mjög lofsam- legum orðum um hið nýja Griff- ith’s-Collins ráðuneyti, enda mun það eigi ofmælt, að í því eigi isæti eingöngu úrvalsmenn, hámentaðir og sumir hverjir að minsta kosti, með langa og margbrotna æfingu á sviði stjórnmálanna. Mr. Henry J. Massingham, ritstjóri við London Nation, telur Mr. Griffith vera einn hinn allra fjöl- hæfasta blaðamann innan hins brezka veldis. Mr. Griffith stofnaði Sinn Fein, eða lýðveldis>- flokkinn, árið 1905, rétt um það leyti er svo &tti að heita, að póli- tisku sárin út af Parnell klofn- ingnum væru gróinv John Redmond hafði þá tekist á hendur forystu Nationalistanna, sem eft- írmaður Justin McCarthy. Var Redmond um þær mundir ein af hinum stærstu stjörnum á istjórn- málahimni irsku þjóðarinnar, og með fram vegna þess, mun Mr. Griffith hafa verið veitt harla litil eftirtekt fyrst framan af. En Arthur Griffith var enginn uppgjafarmaður. Hann var þá ungur maður, þrunginn af eldleg- um áhuga fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar og stóð á því fastara en fótunum, að henni ætti ekki að vera stjórnað frá Westminster. Hann hvatti íra ibæði í ræðu og riti, að efla landbúnaðinn og koma upp hjá sér sem allra flestum iðnaðarstofnunum, með því að innanlands velgengnin væri óum- flýjanlegt skilyrði fyrir því, að þjóðin gæti vænst siðferðislegs stuðnings utan úr heimi. Einnig 'brýndi hann fyrir isamlöndum sínum, menninglaýgildi 'írskrar tungu og bókmenta og kvað þáð vera eitt af frumskilyrðum sjálf- stæðisbaráttunnar, að hvert barn væri alið þannig upp, að það gæti aldrei orðáð annað en írskur Iri. En þótt Griffith væri brennheitur sjálfstæðismaður, þá ARSÞING Þjóðrœknisfélagsins verður haldið í Good-Templara húsinu á Sargent Avenue, Winnipeg Miðvikud., Fimtud. og Föstudag 22., 23. og 24. Febr. 1922 pingið kemur saman kl. 2 e. h. Starfskrá þingsins verður meðal annars þessi: 1. pingsething . 2. Skýrslur æmbættismanna. 3. Ólokin störf: (a) GrundvXl'larlagabreytingar. (b) Útgáfumál kenslubókar. 4. Áframhaldandi störf: (a) Útbreiðslumál. (b) Islenzku kensla. (c) Tímaritið. (d) Samvinna við ísland og mannaskifti. (e) Sjóðstofnun til íslenzkunáms. 5. Ný mál. 6. Kosningar embættismanna. 7. Fyrirlestrar og skemtanir o. s. frv. Fyrir hönd stjórnarnefndarinnar, Gísli Jónsson, ritari.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.