Lögberg - 20.04.1922, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.04.1922, Blaðsíða 2
bU. I inJBERU, F [MTUDAGINN 20. APRIL 1922. Ef yður getur ekki batnað TAKIÐ “FRUIT-A-TIVES” OG VERIÐ HEILBRIGÐ. “Fruit-a-tives” hið óviðjafnan- lega meðal, sem (byggir upp, er á- reiðanlega bezta meðalið, sem fólk hefir fengið. Alveg eins og oranges, epli, víkjur og sveskjur eru náttúr- unnar meðul, eins er “Fruit-a- tives” búið til úr þessum aldin- um, en bætt að miklum mun. Er alveg sérstakt við allri maga- veiki, og lifrarveiki, og nýrna sjúkdómum; einnig gott við höf- uðveric og harðlífi, meltingar leysi og taugasjúkdómum. Ef þér á að líða vel, þá taktu “Fruit-a-tives”. Askjan' á 50c., 6 fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c. Fæst hjá llum lyfslum eða póst- frítt frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa. Hann var tilfinninganæmur mað- ur og gerði bæði að gleðjast inni- lega og hryggjast sárlega. Sam- vizkusamur var hann og hinn vandaðasti maður til orða og verka, og trú sinni hélt hann vel til dauðadags. Fjöldi manna sakna porsteins pórarinssonar. Er þó skarðið sárast, isem höggvið er í heimilið, þar sem ástríki hans hefir aldrei brugðist, svo frábærlega góður eiginmaður og faðir sem hann var. Ekkja hans og börn blessa minningu hans. Og þau færa ástarþakkir öllum þeim mörgu, sem þau hafa aðstoðað á margan hátt á dimmum dögum. Minningarorð. porsteinn pórarinsson. Fráfalls porsteins kaupmanns l>órarinssonar hefir áður verið getið í blöðunum. Hann andað- ist á heimili sínu, 747 Beverley Str. Winnipeg, 13. marz 1922, én hafði áður verið veikur í tíu mán- uði. Jarðarförin fór fram 15. s. m. frá Fy.rstu lút. kirkju, að viðstöddu fjölmenni. sóíknarprest- ur og fornvinur porsteins, dr. Björn B. Jónsson, flutti líkræðuna. porsteinn pórarinsson var fæddur í Kleif í Fljótsdal í N.- Múlasýslu 1. dag desember-mán- aðar árið 1862. Foreldrar hans voru pórarinn Jónsson, bóndi á Kleif, og kona hans Guðrún porsteinsdóttir. Föður sinn misti porsteinn tveggja ára gam- aM. Var hann þá tekinn til fósturs af hinum alkunnu merkiiS'- hjónum Sigfúisi Stefánssyni og Jóhönnu Kerúlf, sem um mörg ár bjuggu rausnadbúi á Skriðu- Klaustri í Fljótisdal. Vorið 1883 innritaðist porsteinn í , búnaðarskólann á feyðum, og iauk þar butfararprófi með ágæt- is-einkunn vorið 1885. Vorið 1886 kvæntist porsteinn og gekk að eiga Sigríði Jónsdótt- ur. Pálssonar frá Viðvík í Skaga- firði. Sama ár fluttu þau hjón til Canada, settust að í Winnipeg og hafa búið hér ávalt síðan. Lif- ir Sigríður mann sinn ásamt þrem- ur bömurn þeirra hjóna, en þrjú börn önnur, er þau hjón eignuðr uist, dóu í æsku. Börnin, sem difa, eru öll hjá móður sinni: Guð- rún Margrét, jþórarinn Jón, og Tómassína Andrea, gift Fred Scott. Við verzlúnarstörf var por- steinn sál. pórarinson riðinn um 35 ára skeið. Var hann fyrst nokkurn tíma við álnavöruverzlun þá, sem Bergvin Johnson rak á norðaustur horni Ross og Isabell Str. Eftir það var hann um hríð ráðsmaður blaðsins “Heims- kringlu”. pá mörg ár við verzlun Árna Friðriksisonar á Ross Ave. Síðustu tíu árin rak hann mat- vöruverzlun á eigin reikning í félagi við Halldór Bjarnason, á 'homi Wellington og Victor Str. Var verzlunin nefnd “Wellington Grocery,” en félagsnafnið var “Thorarinson & Bjarnason”. Allir þeir, sem lengi hafa búið í Winnipeg, þektu porstein pór- arinson, og Ijúka allir upp einum munni um mannkosti hans. Hann var hið mesta prúðmenni I hví- vetna, raungóður og hjálpsamur svo að ekkert mátti hann aumt sjá. I Hann var greindur maður og vel' að sér, en sérlega yfirlætislaus. | Glaðvær var hann að eðlisifari, þó á síðari árum hefði heilrubilun og \ mótlæti sett á hann þyngri svip. ■ I /IMA Pú gerir enga til- | |ÍLf IflMraun út 1 bláinn L með því að nota Dr. Chase’s Olntment við Eczema og öðrum húðsjúkdómum. Jað græðir undir eins alt þesskonar. Ein askja til reynslu af Dr. Chase’s Oint- ment, send fri gegn 2c. frímerki, ef nafn þessa blaða er nefnt. 60c. askj- an I öllum lyfjabúðum, eða frá Ed- manson, Bates and C., Ltd, Toronto. Veðmálið. Eftir Anton P. Chekhov. I. pað var haustkvöld og níða- myrkur úti. Banlkastjórinn gamli gekk umi gólf í skrifstof- unni sinni og var að hugsa um boðið, sem hann hafði haft heima hjá sér fyrir fimtán árum síðan. — par voru margir gáfaðilr menn samankomnir og samræður fjörugar. Á meðal annars, sem þar bar á gómja, var líflátsshegning. Gest- irnir flestir, þar á meðal hálærð- ir prófessorar og blaðamenn, voru dauðaheghingunni mótfallnir, þeir sögðu að það væri óviðeigandi og ósamboðið siðferðismeðvitund kristins fólks. Sumir héldu að í stað dauða hegningarimnar ætti æfilangt fangelsi að korna. “Eg er ykkur ekki samdóma,” mælti húsráðandinn. “Eg hefi hvorki reynt dauðahegningu, né lífstíðar fangelsi sjálfur, en ef maður mætti dæma um hvort væri réttlátara, þá er það mín skoðun, að dauðahegningin sé mannúðlegri og frá siðferðislegu sjónarmiði ákjósanlegri en fang- elsisvistin. Aftakan gerir út af við mann tafarlaust, fangels- isvistin drepur mann smátt og smátt. Hvört er mannúðlegra að lífláta mann umsvifalaust eða að pína lífið úr mönnum uppihalds- laust í fleiri ár?” “Báðar aðferðirnar eru jafn rangar frá siðferðislegu sjónar- miði,” svaraði einn af gestunum, “því takmark beggja er eitt og hið sama — að taka mannslíf. Ríkið er ekki guð. pað hefir engan rétt til þess að taka það, sem það á ekki ráð á að veita þó það hafi hvöt til þess.” Á meðal gestanna var ungur lögfræðingur, á að giska tuttugu og fimm ára gamall. Og þegar hann var beðinn um álit sitt í þessu máli svaraði hann: “Dauðahegning og lífstíðar fangelsi eru jafnranglát frá sið- fræðilegu sjónarmiði,, en ef eg ætti um þá kosti að velja, tæki eg vissulega þann síðari. pað er betra að lifa á einhvern hátt, heldur en lifa ékki.” Ú.t úr þessu spunnust fjörugar umræður. Bankastjórinn sem þá var yngri og örari í lund, sló hnefanum í borðið og sneri sér að lögfræðingnum og hrópaði með frekju: “pað er lýgi. Eg skal veðja við yður tveimur miljónuml, að þér munduð ekki tolla í fanga- klefa í fimm ár.” “Ef þér meinið þetta,” évaraði lögfræðingurinn, “þá skal eg veðja, að eg skal ekki að eins tolla í fangelsinu 1 fimm ár, heldur, í fimtán ár.” “Fimtán! Gott!” hrópaði banka- stjórinn. “Herrar minir eg veðja tveimur miljónum.” “Eg geng að því. pér véðj- ið tveimur miljónum, en eg frjálsræði mínu,” sagði lögfræð- ingurinn. þannig stóð á að þetta glanna- lega veðmál var gjört. Banka- stjórinn, sem átti fleiri miljónir en hann gat talið og sem velemeg- un hafði gert ógætinn og kærulaus ann, var í sjöunda himni út af þessu tiltæki sinu. Á meðan á kvöldverði s-tóð sagði hann i gletni við lögfræðinginn: “Gætið nú skynseminnar, ungi maður, áður en það ef um seinan Tvær miljónir eru mér einskis- virði, en þér komið til að tapa þremur eða fjórum beztu árum æfi yðar, eg segi þremur eða fjórum, því þér endist víst ekki lengur í fangelsis- vistinni. Gleymið því ekki heldur, ógæfusami maður, að einginval yðar í þessum efnum verður þyngra, en ef þér hefðuð verið neyddir til þess. Umhugsunin um að hafa réttinn til frjálsræðis hvenær .sem þér óskið, eitrar alt fangelsislíf yðar. Eg kenni í brjósti um yður.” öll þessi atriði komu nú fram í huga bankastjórans þar sem hann gekk fram og aftur um gólfið í skrifstofu sinni og hann spurði sjálfan sig: “pví var eg að gjöra þetta veðmlál? Hvaða gagn gjörði það? Lögfræðingur- inn tapar fimtán árum af æfi sinni og eg tveimur miljónum. Mun það sannfæra fólk um að dauðhegning sé verri eða betri en æfilöng fangelsisvist? Nei, nei! heimska. Frá minni hálfu var það dutlungar úr manni, sem hefir allsnægtir, af hálfu lög- fræðingsinis, peningagræðgi. Hann rifjaði upp í huga sín- um hvað þeir hefðu gert kveld- ið eftir að veðmálið var ákveðið. pað var ákveðið að lögfræðing- urinn yrði að hlýða hinum ströng- ustu reglum á meðan á fangelsis- vistinni stæði, en fangelsið var í þeim enda húss bankastjórans sem út að garðinum vissi. Aldrei mátti hann koma út fyrir húsdyr né heldur hafa nokkurt samneyti við fólk, ekki einu sinni að heyra mál manna eða taka á móti bréf- um eða blöðum. Honum var leyft að hafa hjá sér hljóðfæri, að lesa bækur og skrifa bréf og hann mátti fá eins mikið vín og hann vildi drekka og tóbak til að reykja. Honum var leyft að líta út um ofurlítið gat, sem búið var til á vegginn, en hann mátti ekki tala eitt orð, helduir að eins sjá hvað framfæri úti fyrir. Nauðsýnjar allar svo sem bækur, músik, vín og tóbak gat hann fengið með því að skrifa á blað það sem hann vantaði og rétt miðan út um gatið á veggn- um. í samningunum var það skýrt tekið fram, að hann skyldi vera aleinn í fimtán ár, frá því klukk- an tólf 14. nóvember 1870 til 14. nóvember 1885, og ef hann gerði hina minstu tilraun með að kom- ast í burtu fyrir þann til tekna tíma þá' skyldi bankastjórinn laus allra mála. Fyrsla fangelsisárið báru lín- ur þær, er hann sendi út, vott um að honum ieiddist mjög einveran. Hljóðfæras'láttur heyrðist dag og nótt frá fangelsi hans. Hann hafnaði bæði víni og tóbaki. “Vín”, ritaði hann, “æsir fýsn- irnar, en þær eru aðal óvinir fanganna; auk þess er ekkert eins leiðinlegt og að drekka gott vín einsamall og tóbakið eyðilegg- ur loftið í herberginu”. Fyrsta árið las lögfræðingurinn léttar bækur, skáldsögur, bækur um hryðjuverk og morð, og skemti- bækur. Á öðru árinu þagnaði hljóð- færið alveg í klefa lögfræðings- ins. En í stað þess tók hann að lesa fræðibækur. í þrjú ár hélt hann áfram að lesa bækur bók- mentaiegs eðlis. En á fimta ár- inu tók hann aftur að leika á hljóðfærið og tók að drekka vín. Þeir sem nánasta eftirtekt veittu honum, sögðu, að í heilt ár hefðist hann ekkert að, ann- að en éta, drekka og sofa. Hann teigði oft úr sér og talaði iðulega við sjálfan sig í æstum málrómi. Hann snerti ekki við neinni bók. Stöku sinnum settist hann við borð á nóttunni og skrifaði þá stundum lengi, en svo reif hann það alt í sundur, þegar hann hætti. Og stundum grét hann þungt. Á síðari hluta hins sjötta árs tók hann að lesa tungumál, heim- speki og sögu, og svo sótti hann lesturinn fast að (bankastjórinn hafði varla undan að útvega hon- um bækur. Á fjórum árum las hann um sex hundruð bækur, og það var á meðan að ástríðan að drekka í sig innihald slíkra bóka varði að bankastjórinn fékk eftir fylgjandi bréf: “Kæri fangavörður minn! Eg skrifa þessar línur á sex tungu- málum. Gjörið mér þann greiða að sýna þær málfræðingum. Látið þá lesa þær og ef þeir geta ekk- ert sett út á þær frá málfræðis- legu sjónarmiði, þá bið eg yður að láta iskjóta úr byssu í garðin- um svo eg fái að vita að erfiði mitt hafi ekki verið til ónýtis. Afburða menna allra alda og allra landa tala mismunandi tungumál; en í sál þeirra brenn- ur sami neistinn. ó, ef þér skild- uð þá guðdómlegu gleði, sem í hjarta mér er út af því að geta skilið mál þeirra.” Ósk fangans var uppfylt. Tvö skot riðu af úti í garðinum fyr- ir utan klefa hans. Eftir að tíu ár voru liðin, sat lögfræð- ingurinn hreyfingarlaus við borð í klefa sínum og las að eins í Nýjatestamentinu. Bankastjór- anum þótti afar einkennilegt að maður, sem á fjórum árum hafði drukkið í sig innihald sex hund- ruð bóka, skyldi nú hafa eytt ná- lega heilu ári til þess að lesa eina bók, sem ekki væri neytt sérlega torvelt að skilja og ekki heldur neitt sérlega ,stór bók. Svo hætti hann að lesa Nýjatesta- mentið og tók að lesa guðfræði og kirkjusögu. v Síðustu tvö árin af fangelsis- vist sinni las fanginn ótrúlega mikið af bókum um allslags efni. Stundum las hann náttúrufræði, Stundum rit Byrons eða Shakes- peares. Hann sendi skriflega beiðni um læknisfræðlslegar bæk- ur og bækur um eðlisfræði í sama sinn, og bækur um heimsspeki og guðfræði. Lestur hans var nú eins og viðleitni manns, sem hefir lent í skipbroti og er að reyna að bjarga sér á sundi inn- anum alt rekaldið. II. Alt þetta kom fram, í huga bankastjórans og svo sagði hann við sjáifan sig: “Klukkan tólf á morgun fær hann frelsi sitt og eg verð að borga honum tvær miljónir samkvæmt samningun- um. Ef eg borga þær, er eg ör- eigi, og þá er úti um mig —”. Fimtán ár eru liðin síðan veð- málið var gjört og þá hafði banka- stjórinn meiri peninga en hann vissi hvað hann átti að gjöra við. En nú var hann hræddur við að spyrja sjálfan sig hvort hann hefði meira af peningum eða skuldum. Fjárhættu fyrirtæki af ýmsu tægi höfðu féflett hann og svo sterku haldi höfðu þau náð á honum, að hann gat jafn- vel ekki nú á efra aldri slitið sig frá þeim. Og þessi yfirlætis mikli og djarfi fjármálamaður var nú bara orðinn algengur bankastjóri, sem titraði og iskalf í hvert sinni er eignabréf þau er hann hafði með höndum, hækk- uðu eða féllu á peninga markað- inum. “petta andstygðar veðmál”! tautaði bankastjórinn gamli og greip höndunum um höfuð sér í örvæntingu. “Hvi skyldi maður- inn ekki hafa dáið? Hann er að eins fjörutíu ára gamall. pað er svo sem auðséð, að hann tekur mitt síðasta cent, giftir sig svo, lifir ánægjusömiu lífi, verzlar í kauphöllinni, og á alt þetta má eg, vesalings þurfamaður, horfa og heyra sömu orðin af vörum han.s dag eftir dag”. ”Eg er yður inni- lega þakklátur fyrir alla þessa Mfsánægju. Leyfið mér að hjálpa upp á yður”. “Nei, slíkt er ó- þolandi. Eini vegurinn til þess að komast hjá gjaldþrotum og smán, er að maðurinn deyi”. Klukkan var að enda við að slá þrjú. Bankastjórinn stóð og hlustaði. Fólkið í húsinu var alt í fasta svefni og það var ekkert, sem rauf hina djúpu þögn næt- urinnar, nema skrjáfið í frosnu viðarliminu fyrir utan glugann, þegar vindurinn hreyfði það. Hljóðlega gekk bankastjórinn að öryggis skáp sínum, lauk hon- um upp tók út úr honum lykil- inn að hurðinni, sem ekki hafði verið opnuð í fimítán ár, fór svo í yfirhöfn sína og fór út úr hús- inu. 1 garðinum fyrir utan var niðamyrkur og nætur loftið var kalt. pað var rigning, vindurinn hráslagalegur, suðaði í trjánum í garðinum og gaf engin grið. Bankastjórinn reyndi að greina hluti í garðinum, en hvernig sem hann fór að, gat hann hvorki séð til jarðar né greint hvítu myndastyttuna, sem hann vissi af í garðinum, eða trén. Hann fór mjög gætilega í áttina til fangaklefans, og þegar hann var rétt kominn að honum kall- aði hann tvisvar á varðmíanninn, en hann gengdi ekki. Hann hafði auðsjáalega dregið sig inn úr rigningunni og vindinum, og var máske steinsofandi, annaðhvort í eldhúsinu, eða í vermireitshús- inu. “Ef mig brestur nú ekki kjark til þess að framkvæma ásetning minn”, hugsaði bankastjórinn, “þá fellur grunurinn á varð- manninn”. í myrkrinu fikraði hann sig á- fram og þreifaði fyrir sér unz hann fann tröppurnar, sem voru við fordyr hússins, er fanginn var í. Hann opnaði hurðina og gekk inn í ganginn fyrir innan. Hann leitaði eftir eldspýtu í vasa sínum, fann hana', kveikti og litaðist um. Enga lifandi sálu var þar að sjá. Tómt rúmstæði stóð í ganginum og hitunar ofn út í einu horninu. En innsiglið á hurð fangans sem snéri út í þenna gang, var óbrotið. pegar eldspýtan var brunnin og aftur varð dimt, setti .titring að bankastjóranum út af geðshrær- ingunni, sem hann var komin í. Hann gekk að ofurlitlu opi, sem var á veggnum, og leit inn í fanga- klefann. Á iborðinu í klefanum logaði kertaljós dauflega. Við borðið sat fanginn, og sneri baki að bankastjóranum svo hann sá ekki nema hárið bakið og hend- urnar á honum. Á borðinu fyr- ir framan hann lágu bækur, á tveimur stólum, sem voru í her- berginu og til og frá um gólfið. Þarna beið bankastjórinn í fimm mínútur án þess að fang- inn hreyfði sig minstu vitund. Fimtán ára einvera hafði kent honum að sitja hreyfingaylaue tímum saman. Bankastjórinn klappaði ofur hægt á gluggann með fingrunum en fanginn hreyfði sig ekki að ' heldur. pá braut bankastjórinn j innsiglið á hurðinni mjög varlega ' setti lykilinn í skrána og sneri honurn. pað urgaði í skránni og manraði í hjörunum á hurðinni, er hann lauk henni upp, og bjóst hann við að fanginn mundi hljóða upp og stökkva upp úr sæti sínu við hávaðann. prjár mínútur liðu og sama kyrðin ríkti yfir fangan- um sem áður, svo bankastjórinn réð af að fara inn í klefan. Við borðið sat maður, sem var ólíkur öllum öðrum mönnum. pað var beinagrind, andlitið fölt og holdlaust, hárið strý-kent og féll niður um herðar, skeggið óhirt og ljótt útlits. Andlitsblær- inn var gulieitur, kinnarnar sogn- ar, bakið mjótt og herðarnar rýr- ar og hendurnar, sem hann hvíldi höfuðið á, svo magrar, að hryggi- legt var á að líta. Hárið var orðið silfurgrátt og enginn, sem séð hefði fangann, hefði geta látið sér detta í hug, að hann væri að eins fjörutíu ára gamall. Á borðinu fyrir framan fang- ann láu blöð sem voru þétt skrif- uð með skýrri en smárri rithönd. “Vesalings ræfillinn”, hugs- aði bankastjórinn, “hann sefur og er líklega að dreyma um mil- jónirnar. Eg þarf ekki annað, en hrista hann fleygjia honum svo í rúmið og kæfa hann með kodd- umL Hann er nú þegar meira en hálf dauður; og þó nákvæm rannsókn verði hafinn út af dauða hans, þá verður enginn nær um hina eiginlegu ástæðu. En lát- um mig lesa fyrst, það sem hann hefir skrifað.” Bankastjórinn tók blöðin af borðinu og las: “Á morgun, klukkan tólf e. h., verð eg frjáls og get aftur átt samneyti við fólk. En áður en eg fer út úr þessum klefa—áður en eg ,sé sólina aftur þá finst mér eg þurfa að segja nokkur orð til yðar. Eftir minni bestu sam- vizku og frami fyrir guði mínum, sem alt sér og þekkir, lýsi eg yf- ir því, að eg fyrirlít frelsið, lífið, heilsuna og alt, sem þesisar bækur yðar kalla blessun lífsins. í fimtán ár, hefi eg veitt lífinu á jörðunni nákvæmt athygli. Að vísu hefir jörðin og fólkið verið hulið sjónum mínum, en úr bók- um yðar drakk eg gómsætt vín, í anda söng og ljóð, veiddi dýr og villigélti á mörkinni og elskaði. Og fagrar konur í líkingu við skýin óendalegu, sem ímyndunar- afl stórskáldanna skapa, komu til mín á næturþeli og hvísluðu undursamlegum sögum, í eyru mér, svo mig Já við svima. í bók- um yðar kleif eg upp á hæðsta tind Elbruz og Blanc fjallanna, oig sá þaðann sólina rísa á morgn- ana og roða loft, lög og fjallshLíð- ar með hinum glóandi geislum sínum, þegar hún seig til viðar á kveldinn. Frá þeim sjónarhóli sá eg þrumuljósið kljúfa skýin; eg sá græna skóga, akra, ár, vötn og bæi, eg heyrði blásturinn í eim- pípunum og óminn frá hljóðfær- unum; eg snerti vængi hinna í- smeygilegu ára sem komu til mín að tala við mig um guð. 1 bókum yðar kastaði eg mér í botnlaust hyldýpi, framkvæmdi kraftaverk, brendi borgir til grunna, kendi ný trúarbrögð, og lagði lönd undir mig. Bækur yðar færðu mér vísdóm. Alt það sem hinn óþreytandi mannsandi hefir hugsað í gegn- um aldirnar er orðið að ofur litlu hnoða í heila mér. Eg veit að eg er vitrari en þér allir. Og eg fyrirlít bækur yðar, fyrirlít all- an veraldar vísdóm og öll verald- ar gæði. pað er alt tómlegt, ófull- komið, ótraust og kvikult eins og mýrarljós. pótt þér séuð stolt- ur, vitur og fallegur, þá samt sópar dauðinn yður af jörðinni, eins og músunum, sem í jörðu grafa sig; og framtíð, saga og ó- dauðleiki þeirra manna, sem and- lega yfirburði hafa haft yfir sam- tíð sína, verða að firosnu sindri, sem forgengur og brennur eins og jörðin, sem vér búum á. pér eruð frávita og farið villur vegar. pér aðhyllist lýgina í stað .sannleikans, og andstygðina í stað fegurðarinnar. Þér mund- uð undrast ef á epla og apelsínu- trjám yxu froskar og snákar í stað ávaxta, eða ef að af rósinni legði svitalykt. Á sama hátt undrast eg yfir yður sem skiftið á himnaríki fyrir heimsgæði. Eg vil ekki skilja yður. " — Til þess að eg geti í sannleika sýnt fyrirlitnigu mína fyrir því sem þér hafið lifað fyrir, þá af- sala eg mér öllu tilkalli til mil- jónanna, sem mig dreymdi einu sinni um eins og Paradísargæði en sem eg fyrirlít nú, þá ætla eg að fara út héðan fimm mínútum áður en hin ákveðin fangelsis- viisit er úti og með því fyrirgera rétti mínum til þeirra”. pegar bankastjórinn hafði lesið blöðin lagði hann þau aftur á borðið, iaut ofan að höfði fangans og kysti á hár þessa undarlega Copenhagen Vér ábyrgj- omst það að vera algjörlegt hreint, og það bezta tóbak í heimi. PPINHÁÖEN# snuff Ljúffengt og endingar gott, af því það er buið til úr safa inikiu en miidu tóbakslaufl MUNNTOBAK manns og grét. Bankastjórinn fór aftur út'úr klefanum. Aldrei hafði hann fyrirlitið sjálfan sig eins og hann gjörði nú, jafnvel ekki á meðan hann var að fleygja út fé sínu í hin gapalegustu fjárglæfra fyr- irtseki. þegar hann kom inn í svefnherbergi sitt, lagðist hann upp í rúm, en ekki gat hann sofn- að sökum æstra skapsmuna ©g grát-viðkvæmni, lengi, lengi. Morguninn eftir kom varðmað- urinn hlaupandi inn til Banka- stjórans og sagði honum að hann hefði séð manninn s'em í klefanum hefði verið fara út um gluggann og út í garðinn—hefði séð hann fara út um garðshliðið og hverfa eitthvað út í buskann. Bankastjór- inn fór undir eins til klefans með vitni með sér, til þess að geta sannað að fanginn væri farinn. Og svo til að koma í veg fyrir ó- þarfa umtaJl, þá tók hann blöðin sem fnginn hafði skilið eftir á borðinu í klefanum og læsti þau inn í öryggisskápnum. Eymd hinna œðri stétta á Rússlandi. fNiðurl.) Gorky skorar á Bandaríkin. Eg hefi nú minst á sumt af því sem bar mér fyrir augu í Rúss- landi í fyrra sumar. En síðan eg kom heim hefi mér borist eftir fylgjandi áskorun frá skáldinu Maxim Gorky, sem skýrir sig sjálft og sýnir enn betur eymd þá, sem mentafólkið í Rússlandi á við að búa. Til hinnar veglyndu Banda- ríkjaþjóðar. “Eg þykist viss um, að þér séuð mér siamdóma um það að dýr- mætara öllum auð ;sé mannvitið og framsókn mannsandans á svæði vísindanna og að gagn- legastir allra manna séu þeir, sem á undan öðrum ganga á braut vísindanna. Menning Bndaríkjanna og Evrópu á þeim mikið að þakka í sambandi við þrótt sinn og hugsana fegurð. Leyfið mér að draga athygli yðar að þeim sannleika, að á Rúss- landi eru þó nokkuð margir af slíkum leiðtogum — hópur af rúsínaskum vísidmamönnum, sem hafa átt sinn þátt í að full- komna framþróun heimsins í uppfyndingum og menning, en sem nú eru, sökum hallæris, við dauðans dyr. Ástand þeirra er að verða sorg- legra með hverjum deginu'fn. Eg vil ekki dvelja hér við ástandið í Rússlandi yfirleitt, en mig lang- ar til að benda á, að fjögur síð- astliðin ár hafa vísindamenn á Rússlandi átt við sker- andi fátækt og hungursneyð að búa; ástand þeirra er isvo tilfinn- anlegt, að sumir þeirra hafa ekki getað veitt hinum algengustu kvilluml mótstöðu og hafa látið lífið. Endurreisn almennra viðskifta í Rússlandi getur ekki bjargað við ástandi vísindamannanna rússnesku, vegna hins háa verðs, sem er á matvöru, matvöruskorts og um fram alt harðréttis, sem hlýtur að halda áfram. Soviet stjórnin er jafn vel ekki nú fær um að borga vinnulaun þau, sem henni ber að greiða, og þessir menn hafa ekki fengið kaup sitt borgað síðan.í ágúst. Hungursneyðin útbreiðist stór- lega á meðal þeirra, og þess er ekki langt að 'bíða að þeir verði að láta lífið í tugatali. Til þess að bjarga lífi þeirra, — lífi þeirra manna Rússlands, sem mestum og beztum hæfileikum eru gædd- ir, þarf hjálp að fást tafarlaust. pað er bráð nauðsynlegt að þeir fái hveiti, garðávexti, feitmeti, baurir og sykur. Ó, Bandaríkja- menn, þetta er ekki þurfamanns- bón; það er hróp heillar þjóðar, hróp til þess fólks, sem veit að vísindin eru grundvöllur menn- ingarinnar og að framþróun þeirra er í insta eðli sínu eam- eiginleg eign þjóðanna og aLls heimsins. prátt fyrir erfiðleikana sem áttu sér stað á stríðs og byltinga- árunum, hafa vísindamenn Rúss- landis í allri einlægni haldið starfi sínu áfram í sambandi við vísindalegrar rannsóknir. Félag- ar viísindaskólans og lærdóms- félaganna ásamt mörgum ein- stökum lærdómsmönnum, hafa lokið við og búið undir prentun niðurstöðu tilrauna sinna í sam- bandi við hinar þýðingarmestu rannsóknir, sem óefað hafa mikla þýðingu fyrir mannfélagið. pað eru vísindaleg handrit tilbú- in til prentunar, isiem mundu fylla um tuttugu þúsund prent- aðrar blaðsíður. En verk þetta er ómögulegt að prenta á Rússlandi, vegna fjárþurðar og þurðar á prentáhöldum. Kæru Bandaríkja- menn þér munduð vinna heiminum ómetanlegt gagn með því að stofna sjóð til að gefa út verk þessara rússnesku vísindamanna, því fyrir þau verk þeirra mundi heimurinn verða auðugri á öllum svæðum vísindanna. Mér ber ekki að setja neinar reglur fyrir fram- kvæmd þessarar hugmyndar, en mér virðist að framlkvæmd henn- ar mundi gefa þjóðunum sérstakt tækifæri til þess að finn til hins sameiginlegan menningarþroska síns. Fyrir yður, borgarar hins auð- ugasta lands í heimi, sem hafið náð slíkum yfirburðaþroska í efnalegu tilliti, ætti framkvæmd slíkrar hugmyndar að vera auð- veld. Eg get ekki trúað því, að Bandaríkjaþjóðin daufheyrist við þessari hjálparbón rússnesku- þjóðarinnar.' - ' Maxim Gorky. Pension Stellinger, Augs- burgar Strasse 47, Berlín, Ger- many. Höfuðverkur Höfuðverkur stafar venju- legast af iþreytu í taugakerf- inu og hann hverfur ekki með öllu fyr en taugavefinir eru endurhrestir með Dr. Chase’s Nerve Food. Bráðabirgðarlinun fæst stundum með hinu og þessu höfuðverkjjardufti, en sMkt duft er langt of hart á taugun- um. ) Komið taugunum í lag og mun höfuðverkurinn þá ekki framar trufla yður. Mrs. W. J. Pearse, Nunn St. Coíbourg, Ont., iskrifar: “Eg varð mjög taugaveikluð og fylgdi því þrálátur höfuð- verkuir. Stundum varð eg að vefja dúk eins fast um höfuðið og eg frekast þoldi, því mér fanst höfuðið ætla að klofna. Yinur einn ráðlagði mér Dr. Chase’s Nerve Food og eftir að hafa lokið úr fyrstu öskjunni, var mér istrax farið að skána. Eg ihélt áfram þar til eg hafði notað úr >sjö öskjum og var þá orðin alheil. Kenni eg nú eigi framar höfuðverkjar. Dr. Chase’s Nerve Food, 50 cent askjan, fæst hjá öllum kaupmönnum, eða beint frá Emanson Bates og Co., Limi- ted, Toronto.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.