Lögberg - 27.04.1922, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.04.1922, Blaðsíða 6
sis. e LÖÖBERG, FTMTUDAGLN-N 27. APRIL 1922. Stolna leyndarmálið. “Það skal eg segja ySur,” var svarið. “Nafn mitt er Rawson Fenton.” Mannmum varð mjög bilt við, og leit út fyrir að verða hræddur við þessa upplýsingu. Fenton tók eftir hinu undrandi útliti á andliti hans, sem varð til að auka forvitnina. “Það Mtur út fyrir að þér þekkið mig, vinur minn”, sagði hamn. “Nei, eg þekki yður ekki. Og eg skeyti heldur ekki um að gera það”, svaraÖi maður- inn. “Þetta er ekki aðdáunarverð kurteisi, og það því síður, sem eg hefi isérstaká löngun til að kvnnast yður. Hvað segið þér um að hragða á einu staupi”. Maðurinn leit þráandi augum á veitinga- húsið, en hristi svo höfuöið og dró sig í hlé frá Ijósbirtunni. “Nei, þökk fyrir”, sváraði hann. “Eg drekk ekki með ókunnum mönnum”. Fenton hló og svaraði: “Jú, við verÖum Svo gekk hann áleiÖis til veitinigahússins. Hinn hugsaði sig um ofurlítið, og labb- aði isvo blótandi á eftir honum. Lögregluþjónninn var horfinn, og veit- ingarhúsinu var enginn í nema gestgjafinm sjálfur. Hann stóð upp þegar Fenton kom inn. Það kom ekki oft fyrir að litla veitinga- húsið hans væri heimsótt af heldri mönnum — allra síst á þessum tíma sóiarhringsins. Fenton hélt dyrunum opöum fyrir mann- inn, sem 'hann hafði beðið að koma með sér, og kinkaði kolli vingjamiega til húsbóndans. “Gefið þér þessum manni eitt staup”, sagði hann, “hann hjálpaði mér 'þegar vagn- hjólið biiaði í kvöld”. “Já, hr.”, svaraði gestgjafinn og athug- aði flækinginn — sem hann áleit manninn vera — nákvæmlega. “Það hefði vel getaÖ átt sér stað ishemt óhapp, hr.” “ Já, auðvitað”, svaraði Femton blátt á- fram. “Þér getið iíka fengið yður eitt staup á minn kostnað, ef þér viljiÖ”. Um leiS og hann sagði þetta, gekk hann að dymm, sem vom merktar “dagstofa”. Það var enginn manneskja inni. “Hér er ágætlega 'hlvtt og gott”, sagði hann og nuggaði höndum saman ánægjulega. “Eg ímvnda mér að yður lfki vel hæfilegor hiti, maður minn”, sagði hann við manninn, sem hann hafði beðið að koma með sér inn í veitingahúsið. “Það er best að við fömm hingað innV. Maðurimn tók staupið með sér, og gekk á eftir honum hægt og ófús. 1 Fenton hafði líka tekið sitt staup með sér, og lokaði dvrunum þegar hinn var kom- inn iwn. Maðurinn settist á stól og sneri baki að gasljósinu, togaði hattinn lengra niður fyrir augun og bragðaði á víninu. Fenton tók upp vindlahylkið sitt og valdi sér vimdil með mestu hægð. “GetiÖ þér útvegað mér nokkuð til að kveikja í vindlinum mínum með?” Maðurinn stóð upp gmnlaus. Em þegar hann stóð undir gasljósinu, gekk Fenton fljót- fega.til hans og lyfti hattbarðinu upp með vísifingrinum. | MaÖurinn slepti pappírsstrimlinum, sem sem hanm hafði snúið saman tii að kveikja á og bölvaði. Fenton hló, sigri hrósandi. “Það er eins og eg hélt, að við væmm ekki alVeg ókunnugir”, sagði hann rólegur. Maðurimn leit á hann svo til dvranna. “ViS hvað eigið þér?” spurði hann. Fenton brosti þögull nokkur augnablik. Svo sagði hann hægt og 'horfði á manninm. “Eg gleymi aldrei neimum manni, sem eg hefi séð einu sinmi, vinur minn, hvort heldur eg hefi hitt hann hér í Englandi. eða Astralíu”. Himn maðurinn hopaði aftur á bak, og leit á Fentom með saman blandaðri hræðslu og reiði, “Eg veit ekki við hvað þér eigið, hr.”, sagði 'hann. “Eg hefi aldrei séð yður fyr, og þér líklega heldur ekki mig”. “Þar skjátlar yður”, sagði Fenton róleg- ur. “Þér hafiÖ siæmt minni, á meðan eg hefi óvamalega gott. Eg man t. d. mjög vel eftir “Lamga Vilhjálmi,” sem var vanur að vinna á bújörðinn hans Daníels, þaraa yfir í Ástrai- íu”. Hinn varð náfölur og leit til jarðar, en gerði nú síðustu tilraumina til að losna úr 'þessum vandræðum. “Þér tálið með gátum”, sagði'hann. “En •það snertir mig ekki neitt. Þökk fyrir vínið og góða nótt”. Hann gekk til dyramna. Fenton veifaði hendinni og sagði rólegur: “Gerið svo vel að vera kvrrir, þar sem þér voruð. Ef þér leggið hemdina á skráarhún- inn, kaila eg á húsbóndann”. Maðurinn hné niður á stól og horfði fast á Fenton, sem amaði honnm svo afarmikiÖ. “Þdtta er rétt”, sagði Fenton. “Nú get- um við talað saman rólega um “Langa Vil- hjálm”. Þér munið ekki eftir honum,” “Nei. eg man ekki eftir honum, og eg skevti heldur ekki um að gera það”, svaraði maSurinn blótandi. “Það er slæmt”. sagði Fenton, “eg ætlaði nefnilega að revna að vekja minni yðar. Eg þekti hann mjög vel og eg skal segja yður hvernig þaS atvikaðist”. Hann strauk öskuna af vindlinum sínum, hallaði sér að ofngrindinni og tók ekki augun af manninum. “Langi Vilhjálmur var vinnumaður hjá Daníel vini mínum. Hann var alls ekki gott hjú; en þar í Ástralíu, sem við höfðum sezt að, er mjög erfitt að ná í enska þjóna, af hvaða tagi sem er. Daníil hafði hann því kyrran í vistinni, þangað til menn fóru að sakna ýms- ra hluta þar í húsinu — (MaÖurinn flutti sig órólegur fram og aftur á stólnum). Og eitt kvöldið kom maður inn um gluggan á því her- bergi, iþar sem Daníel geymdi verÖmætustu muni sína. Sömu nóttina hvarf Langi Vil- hjálmur”. Fenton leit brosandi á manninn. “Þér munuÖ líkiega segja, að þetta sé alls eigi full- komin sönnun, þegar þess er gætt, að það er aigengt á þessu svæði að vinnumenn hverfi”. “Eg segi ekkert”, nöldraði maðurinn. “Það er líka alveg rétt”, sagði Fenton. “En nú kemur hinn undarlegi kafli sögunnar”. “Nokkrum vikum síðar gekk eg og einn af vinum mínum langa leið á þessu svæði. Meðan við vorum á ferðinni, rákum viÖ okk- ur á mann, sem sat á hestinum sínum og var mjög aumingjalegur og veiklulegur útlits. Það var Langi Vilhjálmur, og það var eitthvað að handleggnum 'hans. Hann var nefnilega stór- skemdur. Hvað haldið þér að hafi amað hon- um?” MaSurinn svaraði engu. “Jú, Langi Vilhjálmur sagði, að hann hefÖi meiðst af axarhöggi. En þó undarlegt sé, tók vinur minn læknirinn, fáein glerbrot úr sárinu. Nú, jæja — axir eru ekki, eins og þér vitið, 'búnar til úr gleri. Og þjófurinn, sem stal peningum Daníels, kom eins og eg sagði áðan, inn um brotinn glugga. Skiljið þér mig?” Maðurinn flutti sig aftur til og frá um stólínn, eim-s og í fyrra skiftið. “Hvað kemur þetta mér við?” nöldraði mannauminginn skjálfamdi. “Ðíðið j)ér nú dálítið. Nú kem eg að að- alefninu 'þessu viðvíkjandi”, svaraði Fenton. “Vinur minn, læiknirinn, annaðist vel um þennan særða handlegg, en hann sagði Langa Vilhjálmi, að ör rnundi sjást á handlegg hans meÖan 'hann lifði. Ef maður skyldi því hafa nokkurn efa um| að hann sé sá sami og mað- ur ætlar, þarf maður að eins að —” Hann þaut til mannsins, greip handlegg hans og ýtti frakka og skVrtuermunum upp með eldingarhraða, og þá sáust tvö eða þrjú rauð ör á handlegg hans. Langi Vilhjálmur stökk upp af stólnum með ógnandi látæði. En Fenton var rólegur • með fullri ráÖdeild. “Hvernig líður yður annars, Vilhjálmur?” sagði hann með vingjamlegu brosi. Hinn lét hendi sína síga niður, og gekk nokkur skref fram og aftur um herbergið. Fleygði svo hattinum sínum á gólfið og tók sér stöðu fyrir framan Fenton, með ögrandi og þrjózíkulegum svip. “Nú, jæja, setjuim svo að eg sé sá maður, sem þér 'haldið að eg sé — hvað getið þér gert mér? Við eruim ekki í Ástralíu núna, heldur í Englandi. Það er gagnslaust að fara að rekja upp gamJar sögur. Og gamli Daníel kemur á- reiðanlega ekki hingað, til þess að kærg mig fyrir réttvísinni fyrir jafn lítilvægt afbrot og þetta”. “Nei, 'það gerir hann ekki”, sagði Fen- ton vinigjarnlega. “En sagan er ekki búin enn þá, vinur minn. Þér spyrjið mig ekki að því, hvernig það atvikaÖist að Langi Vilhjálmur átti hest. Hann hefir líklega ekki stolið honum frá Daníel, en hvernig gat hann þá hafa fengið hann?” Maðurinn starði á Fenton með ólýsan- legri undrun og æsingu. “Þér munið það máske ekki”, sagði Fen- ton. “En eg skal segja yður frá því. Langi Vil- hjálmur átti nú hest, af því hann hafði sam- einað sig ræningjunum”. “Það er lýgi !” þrumaði hann. “Afsakið Vil^jálmur, það er hreinn sann- leikur. Eg veit það, af því eg fékk að sjá ein- kenni hans meðal þeirra ræningja, sem lög- reglan var að líeita að. SkiIjiÖ þér mig?” Maðurinn settist á stól, stakk höndunum í vasana og teygði fæturaar fram undan sér, með þrjózkulegum og ögrandi svip, sem engin áhrif hafði á Fenton. “Það var að Iokum boðin býsna rífleg upphæð fyrir að ná þessum mönnum”, bætti hann við, “fyrir einn eða fleiri þeirra, og eg 'held að þetta tilboð sé gildandi enn þá; auðvitaS — ” ^ Langi Vilhjálmur þaut á fætur og gekk ögrandi til Fentons. “Ef þér leyfið yður að kæra mig fyrir lögreglunni, þá skal eg — ” sagði hann hótandi. En Fen’ton varð ekki hræddur, hann blés að eins tóbaksreykjar mökk framán í hann. “Ef þér snertiÖ mig, þó ekki sé nema með einum fingri, þá skal eg senda boð eftir lög- reglunni”, sagði hann rólegur. Heimskingi! Haldið þér, að þér getiÖ fengið mig tiil að þegja, nema 'því að eins að þér drepið mig? Og álítið þér að enska lögreglan sé svo aula- leg, að hún láti yður sleppa eftir þetta? Setj- ist þér niður Vilhjálmur, svo við getum jafnað þettá samkvæmt algengum viðskiftareglum”. Vilhjálmur dró andan með erfiðleikum, og horfði á þennan friðþjóf meÖ þeim svip, eins og 'hann langaði til að grípa í kverkar hans, en hann sagði ekkert. “ÞaS sem mig langar til að vita, er 'hvem þér álituð mig vera í kvöld”, sagði Fenton. “Það var sjáanlega enginn félagi, sem þér bið- uð eftir, og heldur ekki bróðir yðar, eins og þér sögðuð, 'því þér kölluðuö mig Sir?. Það var ein- hver heldrimaður, er það ekki satt, Vil- hjálmur?” Maðurinn svaraði engu. Fenton leit niður á hann með þeirri ein- kennilegu þolinmæði, sem meðvitundar valdið veitir. Hann hafði manninn á píslarbekknum, og fyr eða síðar mundi honum hepnast að ná hjá honum í leyndarmálið, sem hann langaði til að þekkja. Alt í einu datt honum nokkuÖ í hug, sem kom honum til að hrökkva viS og líta af Vil- hjálmi. Það var fremur undarlegt að honum skyldi ekki koma þetta til hugar fyr, þegar lit- ið var til þess, hve mikið hugur hans hafði fengist við að rannsalka ástæðuna til þess, að nú hafði hann séð sama skjaldamerkið á borð- búnaði Brakespeare-fjölskyldunnar og á hringnum, sem ræningjamir höfðu mis/t á gólf- ið í kofanum í eyðimörkinni í Ástralíu. Og í kvöld hafÖi þessi maður, gamall ræn- ingi, þotið til hans og álitiÖ hann vera þann mann, sem hann bjóst viS að sjá. Gat það veriÖ hugsanlegt að það hefði ver- ið greifinn, sem hann hefði ætlaÖ að finna og álitið sig vera, en þá blaut hann lika að 'hafa verið einn í ræningjaflokknum. En þetta fanst honum að vera blátt áfram ómögul'egt. Og þó — meðan 'hann endurkallaði í huga sinn alla viSburðina frá þessu löngu liðna kvöldi, sem hann aldrei gleymdi, þessi hái, tígu- legi maður, öll framkoma ræningjaforingjans, isem með rödd sinni og framburði var svo ó- líkúr hinum ræningjunum — og hin kurteisa og. tígulega fraúikoma hans gagnvart Oonstan- ce — þegar hann fór að hugsa um aílar hinar hugsjónaríku sögur, sem hann hafði heyrt um þessa dularfullu persónu, óx þessi grunur ó- segjanlega mikið. En ef þetta væri tiIfelliS — ef það skyldi sannast, að greifinn hefði verið sá foringi filokksins, sem 'hvarf á svo undarlegan og dul- arfullan hátt — já, þá----- Hann brá hendinni fyrir augun, til þess að dylja hið skyndilega ljós, sem nú geislaði frá gagnrýnandi augunum hans. 'Já, ef 'þetta væri tilfelliÖ, þá væri hann á sínu valdi. Þá væri greifinn algerlega háður miskunnsemi hans. Og ekki eingöngu hann, heldur Constance líka. Hann gekk nokkrum sinnum fram og aft- ur um herbergið. Svo kveikti hann í öðrum vindli og byrjaði svo aftur hina fyrri fram- komu sína og sagði: “Hverju ætlið þér svo að svara spurningu minni, vinur minn?” Vilhjálmur stóÖ upp, ypti öxlum og svar- aÖi: “Eg hefi nú ákveðið hvað eg ætla að gera, hr. Fenton. Eg ætla nefnilega ekki að segja yður neitt. Þér getið hagað yður eins oð þér viljið gagnvart mér. Kallið þér á húsbóndann, lögregluna — eða hvern sem þér viljiÖ. Sendið þér mig 'í fangélsi ef yður langar til þess. Máske mér líði einsi vel þar og mér gertr nú”. Fenton brosti og sagði rólegur: “Eg er fá- anlegur til að vera yður samþykkur, en eg vil samt sem áður gefa yður eina von. En ef eg færi nú að geta? Setjum nú svo að eg viti hver það.var, sem þér bjuggust við að finna?” “Þér eruð yfirburða skynsamur, hr. Fen- ton, en þér eruð ekki nógu skarpskvgn til þess” svaraði hinn. “Eg veit ekki. En ef víð segjum að það hafi verið lávarður Brakespeare ? ” Vilhjálmur hafði líklegast búist við þess- um grikk, því hann misti ekki ráðdeildina. “Greifinn!” endurtók hann hlæjandi. “Það er nú mjög sennilegt, er þaÖ e'kki? Hvers vegna ætti eg að vilja finna greifann?” “AuÖvitað til þess, að fá peninga hjá honum”, svaraði Fenton rólegur. Vilhjálmur hristi höfuðið og sagði: “Og hvernig ætti eg að geta krafist þess, að jafn tiginn herra og hann, gæfi mér peninga? Þér eruð á rangri leið, hr. Fenton. Þér gerið rétt- ast með því, að hætta við þetta og láta mig fara. Eg er farinn að þreytast á þessum endalausu spurningum yðar”. “Það er mjög Ifklegt. En samt sem áður verð eg að gera yður dálítið ómak enn, Vil- hjálmur. Eg vil nefnilega segja yður hvers vegna það er sennilegt, að þér viljið fá pen- inga hjá greifanum, ef yður langar fil að fá að vita það”. “ó, eg er efcki forvitinn” sagði Vilhjálm- ur brosandi. “Ekki? En 'hve ólíkur þér eruð mér. En hlustið nú á mig. Orsök þess, að greifinn er neyddur til að gefa vður peniniga, er sú að hann var foringi ræningianna”., Vilhjálmur vrað náfölur. Hann gekk fljót- lega að dyrunum og hallaði bakinu að hurðinni. Fenton sagði brosandi: “Máski eg hafi nú í fyrsta skifti rétt fyrir mér?” Vilhjálmur læsti nú dvrunum með lyblin- um og gekk svo beint til Fentons. “Vitið þér nú hvað þér segið?” spurði hann með hásu hvíslli, eins og hann héldi að veggirnir hefðu eyru, meðan stórir svitadropar komu út á enni hans. “Hann — greifinn — ” bætti bann við “ætti að vera einn af okkur. Jafn göfugur mað- ur og hann er. Eg get næstum ímyndað mér, að þér séuð búnir að missa vitið!” Hann reyndi að hílæja, en tilraunin mishepnaðist — sem hann vissi líka mjög vel. “'Þér getið hlift yður við þessum látalát- um, vinur minn”, sagði Fenton. “Þér komið upp um yður fyrir fáum augnablikum, með því að fölna og verða hfæddur. Þetta var ekki nein gáta hjá mér, Vilhjálmur. Eg vissi þetta mjög vel áður en eg sagði það”. “Hveraig gátuð þér vitað það?” spurði hinn. “Af því að eg þekti hann frá þeim tímum, alveg eins og eg þekti yður”. Maðurinn hné niÖur á stól og starði á gólfið. “Nú ætla eg að fara að tala um staðreynd- ir”, sagði Fenton. “Markgreifinn af Brak- espeare var foringi ræningjanna í áströlsku eyðimörkunum, Vilhjálmur. Og viÖ vitum það báðir eins vel.” Maðurinn leit upp. Hann var nú í miklu meiri geðshræringu heldur en á meðan Fenton talaði um hann sjálfan. ‘ * En — en, það má hengja menn fyrir slík afbrot, eftir því sem eg veit best”, tautaði hann hásum róm. Fenton brosti. “Sennilega”, svaraði hann. “Þetta er í öllu falli mjög alvarlegur viÖburður”. “0g hvað ætlið þér svo að gera?” spurði Vilhjálmur eftir stutta þögn, um leið og hann leit á hið kalda, misOrunnarlausa andlit fyrir framan sig, með bænarsvip í sínum augum. “Eg er enn þá ekki viss um, hvernig eg á að haga mér”, svaraÖi Fenton seinlega. Vilhjálmur stóð upp og snerti handlegg Fentons. “Heyrið þér, hr. Fenton”, sagði hann méð 'lágri og hásri rödd. ‘ ‘ Þér ætlið ekki að gera honum neitt ilt. Hann hefir aldrei amað yður að neinu leyti”. Nú brá skyndilega fyrir einhverju sem * lífctist éldingu í hinum hörðu og dökku augum. “Þó það væri nú tilfelliÖ — eg segi raun- ar ekki að það sé — já, eg vildi ekki segja það, þó eg yrði brendur á báli — ” hann blótaði hroÖalega — “en þó það væri satt, þá er þaS yður óviðkomandi. Þér hafið ekkert um það að segja”, sagði hann með áherzlu. “Hum! Eg held að hin ákveðnu verðlaun hafi veriÖ tvö þúsund pund”, tautaði Fenton í hálfum hljóðum, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Vilhjálmur leift á hann rannsakandi aug- um. ‘ ‘Það er ekfci þetta, sem hefir nokkra þýð- ingu fyrir yður”! sagði hann lágt, en með fullri sannfæringu. “ÞaS hefir enga þýðingu fyrir yður. Nei, þér getið efcki fengið yður til að gera neitt niðurlægjandi starf fyrir þessa peninga. Voldugur maður í' yðar stöðu mundi aldrei gera það, hr. Fenton”. Það varð enn meiri bænarkeimur í rómn- um, þegar hann bætti við: “Auk þessa gerði hann, eins o" eg sagði, engri manneskju hið minsta mein/ Já, yfirleitt gerði hann öðrum meira got|t en ilt. Eg skal segja yður hr. Fen- ton, að) þaS eru fleiri en eg, sem eru fúsir til að fórna lífi sínu fyrir hann!” Hann þagnaði, þar eð hann sá nú, að hann hafði með þessum orðuim viðurkent ásökun Fentons gegn honum. “Þó að hann væri nú sá maSur, sem þér á- lítið að hann sé, vildnS þér þá kæra hann?” bætti Vilhjálmur við. “Hr. Fenfon — þér get- ið gert við mig hvað sem þér viljið. HvaSa þýðingu hdfir það, hveraig jafn lélegum þorp- ara og mér, I'íður í þessu lífi. En með hann er alt öðru máli að gegna. Hann hefir auk þess hætt við þetta nú, og lifir á [alft annan hátt. Hann er nú í tíginni stöðu og lifir sem heiSarlegur maður — og — ó, hamingjan góSa! ÞaS er hræSiIegt að hugsa um hvernig þaS mundi fara, ef þér kærð- uS hann fyrir réttvísinni”. Hann studdi hendinni á ennið. “En heyrið þér, hr. Fenton; ef ySur finst mjög áríðandi aS fá dálitla hefnd vegna þess, að ræningjarn- ir hafi máski stolið frá vSur, þá getið þér lát- ið hana lenda á mér. ÞaS tekur sér enginn nærri hveraig mér TíSur. En látiS þér hann í friði í guös bænum. Eg hefi líka 'heyrt aS hann sé nú heitbundinn, og ætli bráSum aS gifta fig — ” Ef annars nofckur mögulegleiki hefði ver- ið til að blíSka geöslag Fentons — sem í raun- inni er óhugsanleglt — þá útilokuðu þesi orð sdíkan möguleifca. v \ “IÞaS lítur út fyrir aS þér hafiS uppá- hald á þessum manni, sem er í rauninni jafn mikill bófi og þér”, sagði Rawson Fenton háSislega. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.