Lögberg - 11.05.1922, Side 4

Lögberg - 11.05.1922, Side 4
I bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MAÍ 1922 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af Tlie Col- umbia Pre*», Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimari N-6327 o£ N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Otanáskrift til biaftsins: THE COLUMIBIA PRESS, Itd., Box 3)72, Winnipog, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Preas, Limiited, in the Columbia Block, 8B3 to 887 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manitoba Mistök. i. pau eru alt af að henda oss mennina þessi mistök. Mistök, sem að eins skilja eftir lítið ör í lífi voru. hverfa svo og gleymast, og mistök, sem valda stórum sárum, sem mörg ár og jafnvel marga mannsaldra tekur að græða. Mistökin eru eins mörg og margvísleg eins og viðfangsefni mannanna. par sem um einhverjar framkvæmdir er að ræSa, þar eru mistökin æfinlega á vaðbergi, og þegar þau komast að og ná til að villa mönnum sjónar, þá eru afleiðingarnar ávalt þær sömu — tjón og eyðilegging. Dæmi höfum vér fyrir oss í þessli efni, sem er alveg nýtt. Fjármálastofnun ein hér í Can- ada , sem notið hefir hylli manna og álits, óx og þroskaðist ár ofurlitlum vísi, þar tií hún varð stór og voldug og breiddi sig út æ meir og meir, unz starfsviS hennar náði frá hafi til hafs. Ein- ing, samtök og framsýni starfsmannanna var sigur-afiið, sem á bak við velgengni fyrirtækis- ins stóð. Mistökin áttu sér ekki stað á starfs- svæði hennar, eða voru svo smávægileg, að þeirra gætti ekki. En svo breytist þetta. Samtökin og ein- ingin til heilla stofnuninni og framtíðarvelferðar hennar hverfa, en í staS þeirra koma mistökin —mistök, sem eigin hagsvonir einstakra manna stýrðu að miklu leyti, og stofnunin eyðileggst, til stórskaða fyrir fjölda manns og eyðilegging- ar á mannorði svo eða svo margra manna. pannig mætti halda áfram að sýna ógæfu, sem mistökin hafa leitt yfir fjölda af iðnaðar- stofnunum og einstaklingum, en þess gerist ekki þörf, því þetta eina dæmi, sem á hefir verið minst og nú er ferskt í minnum manna, nægir til þess að færa mönnum heim sanninn um óhjá- kvæmileg afdrif mistakanna. En mistökin eru víðar en í verzlunarheim- inum. pau eru líka í félagsmálunum, trúmál- unum og stjórnmálunum, og á þeim sviðum, eins og á hinu verzlunarlega, eru það einmitt þau, sem há framgangi málanna meir en nokkuð annað. Er það ekki á vitorði allra manna, að það hefir átt sér stað ósamræmi í hugsun manna í Austur og Vestur-Canada nú í meira en hálfa Öld? Menn Austurfylkjanna hafa jlitið |á sig sem þann hluta þjóðarinnar, sem réttborinn væri til að ráða í landsmálum og þá líka til sérréttinda þeirra, sem ráðunum oft fylgja, eða geta fylgt. Gegn þessum hugsunarhætti 'hafa menn Vesturfylkjanna risið, og í stöðugu stímabraki hefir staðið á milli þessara tveggja parta þjóð- arinnar, út af þessu, og stendur enn. Getur nokkur maður metið þann skaða, er þessi mistök hafa valdið Canadaþjóðinni sem heildar? Og þó vér bendum á þetta atriði sér- staklegá, þá er ekki eins og það séu einu mistök- in á svæði stjómmálanna hjá oss Canadamönn- um. pau eiga sér stað allsstaðar: í sveitamál- um, í sýslumálum og í fylkismálum. pað hefir aldrei í sögu landsins átt sér stað eins mikið af mistökum í stjómmálum vor á meðal eins og nú á síðustu þremur til fjórum árum. pví það er nú varla orðin stétt til í land- inu, sem ekki er farin að stríða á stjórnmálavell- inum fyrir sínum sérstöku réttindum og fyrir því að fá þeim framgengt með valdi löggjafar- þinganna, hvort sem þeim hefir tekist að sann- færa almenningi um réttmæti þeira eða ekki. Hvað er þetta annað en mistök? Og hvað er þetta annað en innbyrðis-stríð, þótt menn berist ekki á banaspjótum? En eins og hver maður getur skilið, þá stendur slíkt í vegi fyrir öllum sameiginlegum framförum. Menn segja, að það sé vottUr vaknandi á- huga. Vér segjum, að það sé vottur um eigin- girni og skammsýni á hinum víðtækari verka- hring hins sameiginlega borgarafélags. Vér segjum ekki, að hinar ýmsu stéttir þjóð- félagsins hafi ekki rétt ,til þess að bæta kjör sín. pað er fjarri oss. En vér segjum, að það séu mistök, sem ekki geti valdið öðru en ófar- sæld, þegar hinar ýmsu stéttir krefjast þessara réttinda, án þess að meta velferð heildarinnar meira en sínar eiginhags kröfur. Sameiginlegar framkvasmdir verða að vera bygðar á sameiginlegum grundvelli, til þess að þær geti náð því fullkomnunar takmarki, er hið sameiginlega afl, sem á bak við þær stendur, getur veitt, og það er þess vegna, að fram- kvæmdarvald heilla þjóða, eða fylkja, getur aldrei notið sín í höndum sérstakra stétta. Hér í Manitoba eru nú kosningar fyrir dyr- um. Um völdin sækja fjórir flokkar. sem til greina geta komið: Frjálslyndi flokkurinn, íhaldsflokkulrinn, bæmdaflokkurinn og flokkur verkamanna. Allir þessir flokkar segjast bera hag al- mennings fyrir brjósti. pó eru ekki nema tveir þeirra,’ frjálslyndi flokkurinn og íhaldsflokkur- inn, sem hægt er að segja um, að séu málsvarar allra stétta í þjóðfélaginu jafnt. Hinir tveir, bænda og verkamanna flokkarnir, hvað vel sem þeir vildu gera, hlytu að vekja meiri og minni óánægju á meðal annara stétta mannfélagsins, því hvorki eru þeir sjálfir þeim mun sterkari á svellinu en menn gerast yfirleitt, og hagsmunir þeirra sjálfra og sétta þeirra, sem þeir tilheyra og legði völdin í hendur þeirra, sýni sig ekki að meira eða minna -leyti í stjórnmálaframkvæmd- um þeirra, né heldur geta aðrar stéttir þjóðfé- lagsins gjört sig ánægðar með að framkvæmd- arvaldið sé í höndum sérstakrar stéttar, hversu vel sem hún færi með það. Óánægt þjóðfélag er ófarsæilt, ósamtaka þjóðfélag. II. Samtök. Vér höfum tekið fram hér að framan, að samjeiginlegar framkvæmdir verði lað byggjast á sameiginlegum grundvelli. Ef það er satt, þá eru það að eins tvö spursmál, sem hver einasti maður og hver einasta kona, sem ann framtíð- arvelferð þessa fylkis,—og það hyggjum vér að allir geri—, verða að svara og þau eru: “Eigum við að ihalda áfram stéttapólitíkinni, eða eigum við aftur að hallast að hinum sameiginlega grundvelli í stjórnmálunum ?” Og þegar vér tölum um sameiginlegan grundvöll, þá eigum vér við þær stefnur eða þá flokka í stjómmálunum, sem ekkert tillit taka til sérstakra stétta, heldur eru málsvarar allra jafnt, — stjómmálastefnu, sem ber hag heildar- innar jafnt fyrir brjósti og þess vegna getur snotið óskoraðs styrks heildarinnar, — stefnu, sem byggist á sameiginlegri þrá allra manna til meiri þroskunar, til einlægari samheldni og sam- vinnu, og til frjálsari og fegurri framtíðar- hugsjóna í stjómmálunum. Oss er engin launung á þeirri skoðun vorri, að þann grundvöll sé að finna í undirstöðuatrið- um þeim, er frjálslyndi flokkurinn byggir kenn- ing sína á, bæði hér í landi og annars st^ðar, því hann byggir hana ekki á neinni hverfandi hug- sjón, ekki á neinum eiginhags vonum, ekki á neinum sérréttindum, sem hann berst fyrir, heldur á hinni sameiginlegu þrá allra manna til meiri þj;oska, víðtækari skilnings, meiri mann- úðar og framþróandi frelsis, til meiri fullkomn- unar og mannréttinda, — þrá, sem aldrei deyr, sem aldrei getur dáið í brjósti nokkurs manns, af því hún er þáttur af lífsafli því, sem ein kyn- slóðin tekur að erfðum frá annari, leiðarljós mannanna á öllum tímum og undir öllum kring- umstæðum, áfram og upp á við til hinna fegurri sjónarhæða lífsins. Náttúrlega gengur mönnum misjafnlega vel að færa þessa hugsjón frjálslyndra manna út í lífið, en það er takmark þeirra allra, sem frjáls- lyndu stefnunni fylgja, og það er takrnarkið, sem allir vilja ná og sem verðugt er fylgis, — tak- mark, sem allar frjálslyndar stjómir eru að keppa að á einhvem hátt, en sem erfitt er að ná og ómögulegt án samtaka. Á þeim sjö árum, sem frjálslynda stjórnin í Manitoba hefir setið að völdum og notið fylgis fylkisbúa, hefir hún gjört meira með löggjöf sinni til þess að bæta hag almennings í fylkinu, en nokkur önnur stjórn hefir gjört i Canada, og því í raun og sannleika verið trú frelsishugsjón- um frjálslyndra manna. parf ekki annað í því sambandi en að minnast á löggjöf stjórnarinnar í sambandi við sveitalánin. Sú löggjöf hefir vakið eftirtekt, ekki að eins um þvert og endi- langt þetta land, heldur hefir eitt af merkustu tímaritum Bandaríkjanna, \ “Liteirary Digest”, talað um þá löggjöf stjórnarinnar í Manitoba sem úrlausn á því vandasamasta spursmáli, sem stjórnimar í Norður Ameríku eigi fram úr að ráða, spursmálinu um hagkvæm bráðabyrgðar- lán til landbúnaðar. öllum fylkisbúum er nú líka orðið kunnugt um Bændalánfélag það, sem stjórnin stofnaði og með því braut einveldi það, sem lánfélög lands- ins höfðu hér í fylkinu áður og bændur og aðr- ir urðu að lúta og sætta sig við, hvaða grimdar- kjör, sem þeim þóknaðist að setja. pá er og alkunnugt, að til þess að tryggja þessi ofangreindu fyrirtæki, stofnaði stjómin sparisjóðsbanka, þrátt fyrir mótmæli og megn- an andróður frá peningastofnunum fylkisins og landsins, til þess að fé væri fyrir hendi svo 'hún gæti fullnægt sem bezt kröfum fylkisbúa í sam- bandi við sveita og bænda lánin, Með þessu var fylkisbúum trygt tvent, sem hvorttveggja miðar til sjálfstæðis almennings: Fyrst, að bændurnir, sem eru bústólpar þessa fylkis, eiga aðgang að starfsfé með góð- um kjörum, án þess að þurfa að sæta afarkost- um, og jafnvel beinu afsvari ef trygging sú, er þejr höfðu að bjóða bönkunum, var ekki eftir geðþótta fjáreigenda. # f öðru lagi sparast fylkisbúum vextir þeir, sem þeir verða að borga af lánum þeim sem stjórnin hefði orðið að taka á útlendum peninga- markaði til þess að geta fullnægt þörfum þeim, sem sparibankinn sér nú um. Fleiri lög, er stefna í frelsis og mannúðar- áttina og sem frjálslynda stjórnin í Manitoba hefir leitt í gildi, má nefna, svo sem lögin um eftirlaun ekkna, er kosta nú fylkisbúa fjögur hundruð og fimtíu þúsund dollara á ári; og lög- in um skaðabætur verkamanna, þegar þeir meið- ast við vinnu sína. pá eru lögin um hreinlæti og vinnutakmörkun karla og kvenna í verksmiðj- um fylkisins, og mörg fleiri, sem alt sýnir, að Norrisstjómin í Manitoba hefir í öllum þessum tilfellum haft grundva'llarhugsjón frjálslyndu stefnunnar fyrir augum í löggjöfinni. Spursmálið er nú, hvort að vér, frjáls hugs- andi menn í Manitoba, eigum að skipa oss undir merki frjálslyndu stefnunnar við kosningamar, sem í hönd fara, og sjá urn að hún verði sigur- sæl í atkvæðagreiðslunni og áframhaldandi í löggjöf fylkisins, eða oss eiga að henda mistök þau að klofna—skiftast á milli hennar og bænda- flokksins, sem samkvæmt yfirlýsingu sumra af leiðtogum hans, hefir það fyrir aðal-ástæðu fyr- ir sókn sinni í þessum kosningum, að hann verði fjölmennastur, þegar á þing komi. pað er ekk- ert í stefnuskrá þess flokks, sem bændastéttinni er ekki veitt í stefnuskrá frjálslynda flokksins, og meira að segja gengur stefnuskrá frjáls- lyndra manna í Manitoba lengra í sumum atrið- um bændastéttinni í vil, en þeirra eigin. Hví skyldu frjálslyndir menn þá vera að berjast hvorir á móti öðrum í þessum kosning- um? Hví skyldu þeir ekki taka saman höndum á þeim eina sameiginlega framtíðar grundvelli í stjórnmálum, sem til er—á grulndvelli sann- frjálslyndra manna, og vera þar allir eitt? Eimreiðin. Fyrsta hefti 28. árgangs Eimreiðarinnar er nýkomið vestur og flytur ýmsan fróðleik að vanda, enda leggja sumir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar hönd á þetta hefti. Fyrsta ritgerðin í þessu hefti er eftir Guð- mund Hannesson prófessor og er um húsabygg- ingar á íslandi. Sýiiir læknirinn fram á, hvern- ig hægt sé að byggja landið upp eða hýsa svo að viðunanlegt sé á 25 árum. Er það þörf hug- vekja heima á Fróni, því eitt af hinum erfiðustu spursmálum íslenzku þjóðiarinnar err og jheflr verið að afla sér nægilega hlýrra og hreinlegra húsakynna. pá er “Hugljómun”, eftir Jakob Jóh. Smára. pað er lýsing á hugnæmri en undraverðri hrifn- ing, sem höfundurinn verður fyrir undir vissum kringumstæðum. Um málaralist nútímans ritar dr. Alexand- er Jóhannesson langt, snjalt og fróðlegt erindi. “Andlegleiki”, ritgerð eftir Professor J. Brierley, þýdd af Sigurði Gunnarssyni, er næst. par er því haldið fram, að andlegleiki sé í því fólginn, að sjá guð allsstaðar í sköpunarverkinu: í geislablikum kveldsins, í töfrandi tónum söngs- ins, í stærðfræðilegum viðfangsefnum manna, í söguviðburðum /rá fyrstu tíð, í brosi barnsins, í þrá og rödd sálarinnar—í öllu mögulegu milli himins og jarðar, en gleyma því eina sanna, að andlegliekinn birtist í náðarríku samfélagi við guð fyrir endurlausnarkraft mannkynsfrelsar- ans Jesú. Vinur vor, Dr. Guðmundur Finnbogason, ritar um veðurspár dýranna, fróðlega og skemti- lega grein. Er það vel gert af prófessornum að minna oss á þenna sannleika, sem menn mæta svo að segja á hverjum degi lifsins, en sem menn ganga fram hjá og veita litla eftirtekt, meðfram af því, að viðburðir þeir eru svo tíðir. “Ljósmyndir,” ofur-stutt grein um mynda- vélina byrjun á sögu eftir G. H. Wells: “Tíma- vélin”, og síðustu ritsjá eftir G. F., M. . og Kr. Eimreiðin ér að þessu sinni, eins og oftar, bæði fróðleg og skemtileg og frágangur allur hinn bezti. Hún er til sölu hjá hr. bóksala Finni Jónssyni í Winnipeg. Skrásetning. Eins og mönnum er nú ljóst, þá eiga kosn- ingar til fylkisþings að fara fram í sumar. En áður en það getur orðið, verður skrásetning kjós- enda að fara fram samkvæmt lögum fylkisins og aílir þeir, sem vilja takft þátt í kosningunum, eða neyta atkvæðisréttar síns við kosi^ingamar, verða að láta skrásetjíist. Kosningarrétt hafa allir menn og allar konur, sem eru tuttugu og eins árs að aldri, hafa verið eitt ár í fylkinu og tvo mánuðina næstu á undan skráseaningunni innan kjördeildarinar, er þeir skrásetjast í. Bæði karlar og konur verða að vera brezkir borgarar, annaðhvort innfæddir eða lagt af hendi borgaraeið, og eiga konur og börn þau, sem fædd eru annarsstaðar en í Canada, en voru ekki búin að ná lögaldri, þegar þau fluttust til landsins, rétt til skrásetningar og kosninga sem innfædd . Skrásetningar í aðaLbygðum íslendinga í • Manitoba fara fram á eftirfylgjandi tíma og stöðum: 1 Fairford kjöixlirminu: Mánud. 8. mai—I Hilbro skólahúsl, Reg. D. No. 8. priðjud. 9. mal—I búS H. Einarsonar, Fairford, R. D. 9. Mlftv.d. lO.maí—í Comm. Hall, St. Martin; R. D. 12. Fimtud. 11. mal—I Club House, Gypsumville; R. D. 11.. Laugard. 13. maí—I búS G. Fosteris, Davis Pont; R.D. 13. priSjud. 16. Maí—I Riidley skólahúsi; R. D. 10. priSjud. 23. maí—I Pósthúsinu aS Water Hen; R.D. 14. Skrásetjari er John Favel, Gypsumville. Mánud. 8. mal—I húsi P. D. Watson, 23-26-6; R. D. No. 1. priSjud. 9. maí—I Sigurdson’s Haii, Ashern; R. D. 2. MiSvikud. 10. mal—I Sigurdson’s Hall, Ashern; R. D. 2. Fimtud. 11. mal—I Boarding House, Mooeehorn; R. D. 3. Föstud. 12. mal—I Boarding House, Moo«eho.rn; R. D. 3. Laugard. 13. mal—I húsi A. R. Jone®, 3226-8; R. D. 4. Mánud. 15. mal—I búS ayne’s, Faulkner; R. D. 4. priSJud. 16. mal—I búS Snidal og Longs, Steep Rock; 6. MiSvd. 17. mal—I húsi Mrs. Ward’s, Grahamdale; R.D. 7. Skrásetjari er B. Methusalemsson, Ashern. í Mountain kjöiila-minu (Argyle) MiSvikudag 17. maí—1 Baldur Hotel, Baldur; R. D. 11. priSjud. 23. mal—I húsi A. Sveinssonar, 23-6-14; R.D. 12. MiSvd. 24. mal—I Brú Hall, Bru; R. D. No. 10. 1 St. George kjördæminu. Mánud. 8. mal—1 húsi J. C. Henry, Harperville; R. D. 1. priSjud. 9 mal—I Municipal Hall, St. Laurent; R D 2 MiSv.d. 10. mal—I Municipal Hall, St. Laurent; R. D. 2. Flmtud. 11. mal—1 hús4 G. Stevensons, Oak Point; R.D. 3 Föstud. 12. maí—I húsi V. Thordarson, Hove P.O., R.D. 4 Laugard. 13. mal—aS Clarkleigh P. O.; R. D. 5. Mánud. 15. maí—1 Con. Farmers’ Hall, Lundar; R. D. 6. priSjud. 16. maí—I Con. Farmers' Hall, Lundar; R. D. 6. MiSv.d. 17. mal—I Con. Farm. Hall, Lundar; R. D. 6. Fimtud. 18. mal—I húsi H. Danielsson, Otto; R.D. 7. Mentun barnanna yðar Hefirðu peningana, sem til þess þaxf? Byrjaðu að spara, meðan þau eru ung — láttu þau byrja lífið í þeirri vissu, að þú standir þeim að baki. Sparisjóðsreikningar eru sérkenni 9 THE ROYAL BANK OFGANAöA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj...... $40,000,000 Allar eignir .................... $483,000,000 Föstud. 19. maí—I húsi J. Chartrand, Deer H. Stat.; D. 8. Laugd. 20. mal—I húsi J. Chartrand, Deer H. Stat.; D. 8. Mánud. 22. mal—I húsi H. H. Preston, Lllly Bay; R. D. 9. Skrásetjari er J. A. Hjalvardson', Lundar. Mánud. 8. mal—I Macross skólahúsi; R. D. No. 10. piriöjud. 9. mal—I T. Hall, Ericksdale; R. D. 11. MiSv.d. 10. mal— I T. Hall, Ericksdale; R. D. 11 Fimtud. 11. mal—I Eastland skólahúsi; R. D. 12. Föstud. 12. mal—1 Ealavala pósthúsi; R. D. 13. Laug.dag 13 mal—I Lundar Boarding >House; R D. 14. Mánud. 15. maí—I Lundar Boarding House: R. D. 14. priSjud. 16. maí—1 húsi A. Mason. 6-23-7W; R. D. 15. MiSv.dag 17. maí—1 húsi A. IMudge, 20-23-7W; R. D. 16. Fimtud. 18. maí—i skðlahúsinu; R. D. 17. Föstud. 19. mai—I Municipal Hall, Camper; R. D. 18. Laugard. 20. mal—I Mun. Hall, Camper; R. D. 18. Mánud. 22. maí—I húsl H. Baker, 5 24 8W; R. D. 19. priSjud. 23. maí—I húsi P. Kjernested, Narrows; R.D. 20 Miðv.d. 24. maí—I húsi J. R. Johnson, 18 24-10; R.D. 21. priftjud. 25. mal—I húsi S. Stephenson, Vogar; R. D. 22. Skrásetjari er Peter Irwin, Camper P. O. Karla-kapp. Réttnefndur vígahugur virð- ist kominn í alla íslenzka karla hér vestan hafs, af blöðunum að dæma. Líklega er það eitt- hvert merki-tákn tímanna! Eða getur verið, að ungu mennirnir séu svo önnum kafnir — við “radio”-tæki og aðrar stórmerk- ar verklegar framfarir nútím- ans—, að að eins gömlu menn- irnir hafi tíma til að tala? En hvað um það. Svo hátt hafa nú þeir gömlu, að allir — ungir og aldnir — eru nauð- beygðir til að hlusta. Og það eru engin smámenni, sem nú brýna raustina. Séra Jónas A. Sigurðsson, hærugrár og háaldr- aður, yrkir nú hvert kvæðið af öðru — stillir forn - íslenzka strengi, og gerist “skáld skálda”i í ellinni. Sigurbjörn Sigurjónsson, ald- urhniginn og ellibeygður, ritar sannfærandi og sláandi ritdóm um “þjóðræknisritið”. Hreim- sterkari íslenzku kunna fáir, og þokar hann sér nú í tölu rit- færustu vestur-íslenzkra al- þýðumanna—í ellinni. Lárus Guðmundsson, aldraður maður, snarast einnig fram á ritvöllinn með ritgerð og rit- dóma. Hreinskilinn að vanda, segir hann mönnum til syndanna svo gamanið gránar. Hræðist hvorki tröll né drauga, þótt tek- inn sé að eldast. Stephan G. Stephansson, þrunginn af ofurkappi ellinnar, treður út “þjóðræknisritið” áð- urnefnda þeih heljar drápum, sem fáir af fjöldanum skilja. Stórvirkur er hann, karl sá, og ekki öllum fært að fara í kruml- ur hans. Torskilinn í æskunni, er hann oft og einatt óskiljan- legur í ellinni.----- En svo kemur hvatlegur ís- lenzkur karl til sögunnar, öld- unfeurinn Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson, og þýðir af íslenzku á ís- lenzku eitt af ofannefndum kvæðum Stephans — til ómet- anlegs skilningsauka íslenzkri alþýðu. þýðing sú er sannnefnt meistarastykki. Allir vissu “Sigga gamla” pennafiman vera og orðsnjallan; en flestir hefðu þó svarið fyrir, að hann fengi afkastað jafn veigamiklu snild- arverki—líkl. á stuttum tíma. Áreiðanlega hefir hann með verki þessu ritað nýjan þátt í bókmentasögu íslenzkrar þjóð- ar. Vonandi á hann eftir, ef honum endist aldur, að þýða þannig á íslenzku öll kvæði Stephans. Vissulega er okkur öllum gleðiefni, bæði ungum og göml- um, að sjá blessaða íslenzku karlana elskast. Engir munu því setja fyrir sig, þó ofanrætt k Eru Kjörkaup Yðar Áhugamál? X T T ♦♦♦ T T ♦;♦ Ef svo er Ý Þá Athugið þesti Einsdœma Kjörkaup á *£ CDNGOLEUM RIIGS T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T 1 AÐEINS EIN STŒRÐ. AÐEINS 4 TEGUNDIR Reglulegt úrvalsefni Stærð 9x 10-6 .... *il .95 COGDA DYRAMOTTUR 69 Aðeins seldar þeim, er koma með þessa auglýsing Engar Síma Pantanir The Reliatble Home Furnisher 492 MAIN STREET PHON “A Mighty Friendly Store to Deal With” N6667 T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ♦> ABricl I .íi m li S I Brick Tile o£ Lumber Co. Ltd. P Brick og Hollow Tile framleiðendur Timbur og annað Byggingarefni. Afgreiðum pantanir utan af landi fljótt og vel. BRIGK MANTELS 200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.