Lögberg - 11.05.1922, Side 6

Lögberg - 11.05.1922, Side 6
bls. 6 LOGBBRG, F.IMTUDAGINN 11. MAl 1922 Stolna ley ndarmálið. Flestir menn, sem hafa sjálfstraust og sjálfsstjóm, geta flntt ræóur opinberlega. 0g Fen'ton fékk bráðlega það álit, að vera góður ræðumaður, Hann gat stundum talað heila klukkustund hvíldarlaus og vakið húrraóp og hlátur. En mjög fáir af þeim, sem Ihrópuðu húrra fyrir honum, spurðu sjálfa sig hvort þeir hróp- uðu húrra fyrir tilfinningum hans og skoðun- uim, eða eingöngu fyrir mælsku hans og gam- ansömu orðupi. Einstöku sinnum fanst þeim, sem voru íhugunarsamari, að orð 'hans væri sem klingjandi málmur og hringjandi bjöllur. Kosningarnar áttu fram að fara í lok októbermánaðar, og þó að ýms mót hefðu átt sér stað, var aðalfundinum frestað þangað til greifinn sá sér fært að vera til staðar. Fenton hafði nefnilega mint greifann á loforð sitt og ákveðið, að hann skyldi tala á þessum stóra fundi. “Eg verð líklega neyddur «til að fara”, sagði greifinn, þegar hann las bréf, sem minti hann á loforðið. Þau voru þá stödd í salnum, þar sem Con- stance sat við píanóið og framleiddi nokkura lága tóna. “Hvers vegna ætti þú ekki að fara, og hvers vegna ættir þú að kvíða fyrir því?” spurði gamla konan brosandi. Hann vpti öxlum hlægjandi og sagði: “ó, eg hefi enga löngun til þessa. Að flytja ræður, er imér ekki geðfelt”. “Eg er viss um að þú munir tala mjög vel”, sagði greifainnan. “Nú jæja — eg skal fara á fundinn”, sagði hann. “En mér finst að þið ættuð báð- ar að koma með mér og ’auka kjark minn”. Constance hélt áfram hljóðfæraslættinum en snéri ekki höfðinu við. “Við — Oonstánce og eg?” spurði greifa- innan. ! “Já, hr. Fenton skrifar, að áheyrenda- pallurinn verði búinn út fyrir kvenfóíkið, og að margar þeirra ætli að vera til staðar. Hann sendir með bréfinu aðgöngumiða handa þér og Constance. Vilt þú fara elskan mín?” bætti hann við um leið og hann gekk til henn- ar og studdi höndunum á axlir hennar. Hún svaraði ekki. “Þér liíkar máske ekki pólitískar ræður”, sagði hann hlæjandi. “Eg get nú raunar ekki ásakað þig fyrir það, en þar er eg ætla nú að tala og verða mér til minkunar — ” “Einmitt iþá vil eg vera sú einasta til að fara”, sagði hún brosandi. “En eg skal samt gera það, ef að þú og Iafði Brakespeare viljið það”. “Ó—já, eg held að við ættum að fara”, sagð gamla konan. “Mér þykir líka gaman að heyra Wolfe tala”. “Þetta réði úrslitunum. Greifinn skrifaði Fenton, að þau þrjú ætluðu að koma. Fundurinn átti að eiga sér stað í bæjar- ráðssalnum, og þegar þau óku eftir götunum í þessum kyrláta bæ, sáu þau alstaðar afar- mikinn mannfjölda, sem hrópaði “velkominn”, þegar hann þekti vagninn. ý ‘ Mér þvkir vænt um að eg þekki ekki stjórnfræði ”, sagði greifinn, þegar hann laut áfram og horfði á mannfjöldann. “Það hlýtur að vera mjög kveljandi að hafa svo mikið við hana að gera. Eg býst við að troðfult sé af fólki við innganginn að salnum”. Það tók dálítinn tíma að komast að dyr- unum, en þegar þangað kom, sá Constance há- an mann standa á pallinum. “Þarna er hr. Fenton í allri sinni dýrð”, sagði greifinn brosandi. Þau gengu inn. Koma þeirra orsakaði hávær húrraóp. “Eg veit ekki hvað eg hefi gert, til að verðskulda slíka hvlli”, sagði greifinn, meðan hann leiddi þær að sætunum, sem þeim voru adluð. “Það fer vel um ykkur hér’?, sagði hann. “Eg skal koma til ykkar aftur undir eins og eg get”. Hann þrýsti hendi Constance um leið og hann fór, og gekk svo upp á ræðupallinn. t kringum ræðupallinn sátu helstu menn greifadæmisins, þar á meðal hertoginn, sem virtist áhugalaus. Constance sá að Wolfe stóð á bak við háa manninn. Hann leit upp til hennar brosandi, en um leið og hún endurgalt brosið, gekk Fenton líka að ræðupállinum og leit upp. Hertoginn stóð nú upp og sagði eitthvað sem enginn heyrði, en allir klöppuðu lof í lófa samt sem áður. Þegar hann hætti, gekk greifinn upp á pallinn. Honum var heilsað með húrraópi og svo varð bögn. Constanoe fekk hraðan hjartslátt þegar hún skildi, hve mikið vald nafn hans og hin göfuffa persóna Ihafði. Hann ibrosti fyrst, eins og hann væri und- randi, og flutti svo stutta ræðu. Þegar hann settist aftur, var hrópað hringinn um kring í sainum: “Þrjú húrra fyrir greifann!” Litlu siíðar heyrði Constance há óp, blönd- uð mögli og háværum mótsögnum. Það var Fenton, sem bessa móttöku fekk. Hann gekk að rönd ræðupallsins og horfði rólegur niður á manngrúann með litlu brosi, en hávaðinn fór alt af vaxandi og breyttist á endanum í grimt org. Hann var fölur en augun leiftruðu og var- irnar pressaðar fast saman, á meðan bann beið eftir þögninni. “Þú ert líklega ekki hrædd eða kvíðandi, kæra Constance?” sagði greifainnan. “Nei, alls ekki”, svaraði hún. En hún gat ekki litið af Fenton. Hertoginn stóð upp og skipaði fólkinu með hárri rödd að þegja, en hávaðinn hélt samt áfram eins og áður. Þá stóð greifinn upp, gekk niður af áheyrenda pallinum og tróð sér í gegnum manngrúann til dyragangs- ins. “ó, hvað skal hann nú ætla að gera?” spurði Constance náföl í andliti. Greifainnan, sem sjálf var óróleg, lagði samt hendina á öxl Constance og hvíslaði: “Vertu ekki hrædd, góða bamið mitt. Enginn gerir Wolfe neitt ilt og hann amar aldrei neinum manni”. Og hún sagði satt. Constance sá hann grípa í kraftalegan mann við dyrnar. Á næsta augnabliki var maðurinn úti, og greifinn lagaði hálslínið sitt og klútinn, gekk svo aftur á milli þessara æstu manna til sætis síns. Hann var naumast sestur jþegar Fenton bvrjaði að tala svo hátt, að heyrðist um al'lan salinn, og nú var hlustað á hann með aðdáun. Constance fanst ræða hans fölsk og urr- andi, og eftir litla stund fanst henni, að hann talaði eingöngu til sín. Hún áleit þetta vera að eins ímyndun, en þegar hún leit upp og horfði á hann, sá hún að hann horfði á sig. Hún veitti tþví torðum hans eftirtekt og heyrði hann segja: “Vinir mínir! sá sem bíður, fær að síðuistu vilja sínum framgengt v — sá sem Uíður og vinnur fyrir takmarki sínu. “Eg ætla ekki að tala* um sjálfan mig, eg álít mig ekki duglegri en menn eru alment. En það get eg sagt ykkur, að þegar eg hefi á- formað eitthvað og beðið og unnið fyrir því, hefi eg að siíðustu sigrað. “Stundum hefir biðtíminn verið langur, og vinnan erfið og kveljandi — en alt af hefi eg náð takmarkinu”. Nú gullu við húrraóp. Hann bætti svo við — og Constance fanst hann horfa á sig ertandi og háðskum augum: “Eg ætla ekki að sgja ykkur alt, sem býr í huga mínum á iþessiari stundu. Það eina er. að eg verði kjörinn í Berrington, og eg held að ósk mín rætist. Hinu get eg ekki sagt ykkur frá, en svo mikið skal eg segja ýkkur, að það er hin æðsta ósk lífs míns. Og eg kalla ykkur til vitnis um, að hún skal verða uppfýlt”. Constanoe vissi nú að hann talaði til henn- ar, en ekki til almennings. Hún hlustaði ekki lengur á ræðu hans, en féll í einhverskon- ar dreymandi ásigkomulag, sem hún vaknað; af þegar snert var við handlegg hennar. Það var greifinn, sem snerti hana og sagði “Ertu þreytt, elskan mín?” Hún sneri sér þakklát að honum og svar- aði: “Já, eg er mjög þreytt”. “Við skulum þá fara”, sagði hann. “Það var ágæt ræða, sem Fenton flutti. Hafði hún ekki góð áhrif á þig?” Áður en hún gat svarað, stóð Fenton fyr- ir framan þau. “Eg er hræddur um að þér séuð orðnar þreyttar, lafði Brakespeare,” sagði hann en horfði á Constance. “Eg get ekki þakkað yður eins og vera ber, fyrir komu yðar”, sagði haun. “ Og eg verð að segja, að nái eg kosningunni, þá á eg lávarði Brakespeare það að þakka”. “Bugl!” ympraði greifinn. “Jú, það er hreinn sannleikur,” sagði Fenton. “Nei, alls ekki” svaraði greifinn brosandi “En eg vona að ósk vðar rætist. Ræða yðar var góð, þó að kvenfólldnu þætti hún ekki fullnæjandi”. Greifinn hló og bætti við: “Hún vakti forvitni þeirra, en gaf engar skýringar. Eg er nærri viss um að þær hugsa allar um hver hin óskin ér, sem þér viljjð að rætist. Er það ekki Constance?” i ' Fenton leit fljótlega til hennar og sagði: “Ungfrú Graham getur máske getið þess”. “Eg er ekki hið minsta forvitin, hr. Fn- ton”, sagði hún. “Það er líklega of frekjulegt af mér að halda það”, sagði Fenton. “En ef yður nokkuru sinni dytti í huig að vita það — sem ekki er sennilegt — þá skal eg segja yður það”. 27. KapítvM. “Þá gerðir Constanoe 'hrædda í kvöld, Wolfe,” sagði greifainnan. “Já, eg hefi líklega gert það”, svaraði hann með iðrunarróm. “En mér fanst að eg yrði að koma í veg fyrir þenna hávaða. Mér þykir mjög leitt að hún sfcyldi verða hrædd um mig. Mér sýndist hún líka vera föl í andliti, þegar eg kom aftur. “Það hefir hún verið núna undanfarið. Það lítur út fvrir að eitthvað ami að henni.” “Mamma”. sagði hann lafhræddur, “Þetta er aðeins ímyndun þín. Hvað ætti að ama henni? ’ ’ Gamla konan studdi hendi sinni á hand- legg hans og sagði: “Það er máske satt sem þú segir, að þetta sé aðeins ímyndun mín. En eg vildi óská þess að þið værnð gift”. Wolfe leit undrandi til hennar og sagði: “Hins sama óska eg”. “En hvers vegna stingnr þú þá ekki upp á því við hana, að þið giftist?” spurði hún. Hann ihrökk við og roðnaði. “Stinga upp á því. Heldur þú að hún vilji giftast mér svo stuttum tíma eftir trú- lofanina?” spurði hann. Hún brostí. “Eg veit það ekki”, sagði hún, “en eg mundi spyrja hana, ef eg væri þú, Wolfe”. Fáum augnablikum síðar fór hún út. Wolfe gekk aftur og fram um gólfið, hálf- rug'l'aður. Gat það verið hugsanlegt að Oonstance vildi giftast honum — t. d. að tveim vikum liðnum? Efiisvo væri — en þetta var of gott að gera sér von um. Þegar hún kom ofan fáum mínútum síð- ar, langaði hann til að taka hana í faðm sinn, en hætti við 'það og settist á stól við hlið 'hennar ‘ ‘ Þér þykir líklega vænt um að þetta er af- staðið, kæra Constance mín, og að þú ert heima aftur”, sagði hann. 1 “Já, mér þykir vænt um það”, svaraði hún. “En það er ekki alt búið — atkvæða- greiðslan og máske fleiri fundir”. “Já”. “Eg fyrirlít það alt saman”, yfpraði hún. “En þú flytur ekki fleiri ræður Wolfe?” “Nei”, svaraði hann og hló. “En eg býst við að þufa meira að gera í þessu efni, nema eg taki mér ferð á hendur frá því öllu”. “Ert þú jið hugsa um að ferðast?” spurði hún með skjálfandi róní og náföl. “Já, mér hefir dottið það í hug. Með því losnaði eg við öll hin leiðinlegu afskifti af kosningunum”, sagði hann. “Já, það gerðir þú”, sagði hún hrygg. “Það eina sem tefur mig er, að eg vil ekki fara aleinn”, sagði ihann með látalætis kæruleysi. “Er þá enginn til, sem getur farið með þér?” . ^ “Jú, það er ein persóna, isem mér þætti væntum að hafa með mér, en eg veit ekki — ” “Veist þú ekki hvort hún vill fara með þér Hefir þú spurt hana? — Ekki? — þvj gerir þú það ekki?” “Eg skal gera það”, svaraði hann lágt. “Nafn hennar er Constance Graham”. “Mig — Wolfe?” “Já. Hvers vegna ekki?” “En — ” “En — hvað?” spurði hann. “Hvað ætti að hindra það? Getum við efcki gift okkur í október?” “Gift okkur! Ó, Wolfe”! sagði hún og roðnaði. “Já”, sagði hann, “hvers vegna ekki? Hvers vegna eigum við að bíða? Að tveim vikum liðnum getum við ferðast til suðurlanda. Við getum farið til Rómaborgar og verið þar í vetur. Seigðu nú ökki nei. Hugsaðu um það, að við tvö getum verið saman”. Hann sá að varir hennar skulfu. “Og þá losnum við frá Fenton og þessum leiðinlegu kosningum, sem þér líka svo illa”, sagði hann brosandi. Hún hrökk við. A “En — en”, mótmælti hún með hægð. “Það er svo stuttur frestur! Hvernig get eg fengið klæðnað minn tilbúinn á þessum tíma?” Hann hló glaðlega og sagði: “Eg teþ -ekki tillit til þeirrar hindrunar, Constance. og eg hélt að þú ihugsaðir lítið um klæðnað og þess konar”. “Já”, sagði hún hvíslandi, “og — og það verður mjög kyrlátt brúðkaup, Wolfe?” Hann sá að hún ætlaði að samþykkja og tók hana í faðm sirtn. “Elsfcu brúðurin ip:n”, hvfelaði hann, “við getum, ef þú vilt, tekið okkur skemtigöngu einhvern morgun, og hagað okkur eins og ungu hjónaefnin í einni af skáld- sögum Dickens, þar sem hetjan er látin segja: “Nei, svo sannarlega er þetta fcirkja. Komdu við skulum ná í prest og láta gefa okkur sam- an”. Hún brosti og leit niður, meðan hún með skjálfandi fingrum þuklaði á kniplingum kjóls- ins síns. “Nei, það má ekki gerast á þann hátt”, sagði hún lágt. “Eg veit hvað eg skulda þér Wolfe”, “Jæja, borgaðu hana þá að lokum, og á hvem hátt sem þú sjálf vilt”, sagði hann. “Því fyr sem við eram gift, þess glaðari ver eg.” Hún lagði handleggi sína um háls hans og horfði beint í augu hans. Þetta var eitt af þeim augnablikum, sem voru Oonstance svo sjaldgæf. | “Eg iskal gera hvað sem þú vilt”, sagði hún blátt áfram. Svo losaði hún sig úr faðmii hans og yfir gaf hann. ! ' ' *' Hyr greifainnunnar voru opnar, og þegar Constanoe gekk út, kallaði gamla konan til hennar. Oonstance gekk inn til hennar og þné nið- ur á stóru Ijónshúðina við ofninn. Hún fól andlit sitt í keltu lafðinnar, og sagði henni hvað átt hefði sér stað. Móðir Wolfes kýsti hann innilega: “Þetta gleður mig Constance; þið elsfcið hvort ann- að svo heitt, og eg þrái þá stund, þegar þið komið heim úr brúðkaupsferð ykkar. Að tveimnr vifcum — ” “Þremur vikum”, sagði Constance. “Jæja, látum það vera svo. Við fáum mikið að gera, að undirbúa brúðkaupið — ” “Það á að vera kyrlátt brúðkaup”, sagði Oonstanoe óg leit upp. “Það læt eg ykfcur um. En nú verður þú að segja mér hverja brúðkaupsgesti þú vilt hafa?” Unga stúlkan hrökk við og roðnaði. “Eg gleymdi alveg — ”, sagði hún lágt. “Eg get líklega ekki haldið brúðkaup hér. Þar er þetta er ekki mitt heimili”. Greifainnan brosti og strau'k hárið frá enni hennar um leið og hún svaraði: “Það er auðvitað ekki siður; en egheld að það hafi alls enga þýðingu, góða baraið mitt. Þetta hús er heimili þitt núna”. Constance hrisiti höfuðið og sagði. “Má ekki gifta okkur í London?” \T/> .. | • v* tnnbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.- korvar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér crumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —. — — Limltvd-------------- HENRY 4VE. EAST - WlNNIPEtí Winnipeg Brick Company Limited Verksmiðjueigendur og kaupmenn — verzla með — SKKAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti í steypulím o. s. frv. Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust. Phones F.R. 700—701 The Dowse Sash & Door Co. Ltd. —Búa til og Verzla með — Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla. Úrval af hörðu og mjúku timbri — Hringið N 1156 — “Nei, það má ekki eiga sér stað. Allir tilheyrandi Brakespeare fjölskyldunni hafa ver- ið giftir í sinni eigin kirkju. Og eg vil helst að þú og Wolfe gefið hjónabandsloforð ykkar við sama altarið og forfeður hans”. “Hvað á eg að gera?” sagði Constance með hægð. “Eg á enga vini — ”. “'Seigðu það ekki, góða bamið mitt”, greip gamla konan fram í fyrir henni. “Þú átt svo marga. En nú veit eg hvað gera skal!” sagði hún og varð glöð á svip. “Hertogainn- an vill auðvitað halda brúðkaupið með mestu ánægju”. “Hertogainnan?” endurtók Constance undrandi. “Já”, svaraði greifainnan og klappaði hendi hennar aláðlega. “Það verður undur á- næju’legt, að brúðkaup ykkar verði haldið í The Towers. Ekkert gleður hertogainnuna eins mikið og að halda brúðkaup. Hún mun líka gera hvað sem vera skal, fyrir þig og Wolfe Það var heppilegt að mér daitt þetta í 'hug. Þú getur farið þangað og dvalið þar tvo eða þrjá daga á undan brúðkaupinu, en Wolfe getur ver- ið hér. Eg vona að þið jþolið þenna aðskiln- að”, sagði hún brosandi. “En það verður þá stórt og skrautlegt brúðkaup”, ympraði Constance mótmælandi. “Það er ekki alveg víst. Nökkuð stórt og líklega skrputlegt verður það. Við meig- um ekki neita hertogainnunni um þá ánægju, að bjóða nokkrum gestum að vera til staðar og að koma öllu sem best fyrir. Eg skal fara og finna hana á morgun. En farðu nú að hátta, góða barnið miitt”. Constance kysti hana um leið og hún fór. Báðar voru tárfellandi. Hún gat naumast trúað því, að hún yrði kona Wolfes að þrem vikum liðnum, og að hún færi alein með honum til Róm, og slyppi við nærveru Fentous. Hertogafrúin varð himinglöð, þegar greifa- innan sagði henni frá uppástungu sinni. “Það er einmitt það, sem eg hefði sjálf viljað stinga upp á, góða vina mín”, sagði hún. Þegar greifainnan bað afsökunar á ómakinu, sem hún gerði henni, svaraði hertogafrúin: “’Þö að þetta valdi mér ofurlítillar fvrirhafnar ef til vill, er eg fús til að gera alt, sem eg get, fyrir Wolfe og elskulega konuefnið hans, og hið sama segir maðurinn minn, sem er næstum ásitfanginn af henni.” Constance afréð að kaupa sér skrautlítinn brúðarbúuing, fyrir sína eigin peninga, og neitaði að þiggja annan skrautlegan, sem greifainnan vildi kaupa hauda henni. Til brúðarmeyja voru valdar, Ruth og frænka hertogafrúarinnar, og Constance réði Arol sem einskonar riddarasvein. Briiðkaupið átti að verða mjög stórt, en það var þó óiunflýjanlegt að margir gestir yrðu í The Towers, og að biskup nokkur, sem var fjarskvldur greifanum skyldi gifta þau. Dagarair liðu of fljótt fyrir Constance, sem átti annríkt með búning sinn, en of seint fyrir Wolfe, sem þráði að þau yrði gift sem fyrsit. •' Fenton átti annríkt við undirbúning kosn- inganna, og haifði ekki heyrt neitt um brúðkaup- ið , fyr en viku áður en það átti fram að fara. Eitt kvöldið kom Femton kl. tíu í heimiboð til hertogans. Þegar þann var búinn að heilsa hertogafrúnni, leit bann í kring um sig í saln- um, þar sem fáeinir gestir voru saman komn- ir. Meðal þeirra sá hann lafði Ruth, og gekk strax til hennnr og heilsaði. “Nafn yðar er alstaðar sjáanlegit, hr. Fenton, en gerið svo ved að tala ekki um kosn- ingar í kvöld”, sagði hún. “Það ætla eg ekki að gera; eg ætlaði að- eins að segja hve skemitilegt mér finst að sjá ur aftur, lafði RutJh”.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.