Lögberg - 25.05.1922, Blaðsíða 4
‘43. *
25. MAÍ 1922
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
Jögberg Gefið út bvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimart N-6327 oé N-6328
Jóa J. Bfldfell, Editor
Utanáakrift tíl btaðsins: THE C0LUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, ^an- UtanAakrift ritstjórans: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an.
The “Lögberg" ls printed and published by The Columbia Press, Limiited. in the Columbia Block, 853 to 867 Sherbrooke Street. Winnipeg, Manltoba
Norrisstjórnin og fylkisskattarnir
Eiti af því sem andstæðingar Norrisst.jórn-
arinnar tala mikið um, nú fyrir kosningarnar
eru fylkisskattamir, og á því þarf maður ekki
að furða sig, því þeir eru óaðskiljanlegur hluti
frá fjármálunum — eru éinn aðalliður fjármál-
anna, og því eitt af þýðingarmestu spursmál-
unum, 'sem hæði fylkja og landssfjórnir verða
að leysa.
Yér höfum heyrt kvartanir úr ýmsum áttum
út af því, hve fylkisskattarnir séu nú orðnir há-
ir, og leiðtogar andstæðinga stjómarjnnar hrópa
frá ræðu pöllunum: “Þaraa sjáið þið, hvort það
er ekki satt, sem við erum að segja um eyðslu-
semi stjórnarinnar, og ef þið sjáið það eikki, þá
finnið þið það, þegar þið þurfið að fara
að borga skattana til stjóriiariunar”.
Og svo grípa minni postuiamir þetta og
básúna það eins vítt út og þeir geta, án nokk-
jrs tilits til sannleika, krimgumstæðna eða sann-
girni. f sambandi við þetta skattamál viljum
vér benda mönnum á, að það er ný útkomin
skýrsla frá almennu hagfræðistofunni í Ottawa,
sem er eftirtektarverð í sambandi við fjárhag
og skatta í fylkjunum í Canada, og viljum vér
draga fram nokkur atriði, sem snerta Manitoba
fvlki og sem fólk, er ann velferð fylkisins ætti
að hugsa um, þegar til atbvæðagreiðslunnar hér
í Manitoba kemur.
Til skýringar tökum vér til samanburðar
skattaálögur stjórnanna í Saskatehewan og Al-
berta, því það stendur eins á fyrir þeim fylkj-
um, að því er náttúruauð þeirra snertir og
Manitoba, að ekkert þeirra hafa hlunnindi úr
þeirri átt til að létta skattaálögumar.
Skattur sá, sem er lagður á landeignir
manna og aðrar sérstakar eignir einstaklinga
nemur $2.36 í Manitoba á hvert höfuð í fylkinu.
f Saskatchewan nemur sá skattur $3.97, en í
Alberta $4.32.
Fylkisskatturinn í Manitoba er líka lægri í
heild sinni, heldur en í hinum tveimur fylkjun-
um. Allur sá skattur, sem Norrisstjómin legsr-
ur á fyjkisbúa nemur $5,51 á hvert höfuð. í
Saskatehewan nemur hann $6.33, og í Alberta
$6,97 á hvem fylkisbúa.
'Þannig sést að skattaálögur Norrisstjórn-
arinnar í Manitoba, em lægri en stjómanna í
Saskatchewan og Alberta. Þrátt fyrir það, þó
tökjur Norrisstjómarinnar séu minni en hinna
stjórnanna. tSkýrslan sýnir að tekjur stjóriyir-
innar í Manitoba nema $12.94 á hvert höfuð í
fylkinu. Tekjur Saskatchewan stjómarinnar
nema $14.27, en tekjur Alberta stjómarinnár
$15.49 á hvem fylkisbúa.
Hvað sannar svo þetta kjósendunum í Mani-
toba? Það sannar þeim, að Norrisstjómin
hefir sjáanlega verið sparsamari á fé almenn-
ings og hagsýnni en stjórnirnar í Saskatchewan
og Alberta.
En þrátt fvrir lægri tekjur og lægri skatta
hefir Norrisstjómin gefið almenningi verðmæt
hlunnindi umfram það, sem vesturfylkin gefa,
eða að minstakosti á fullkomnara stigi. Má
þar til nefna laun ekkna og föðurlausu barnanna
þeirra, sem kostar Manitobafylki nú fjögur
hundrað og fimtíu þúsund döllara á ári. Enn-
fremur má nefna heilsu og hjúkranardeild þá,
sem Norrisstjórnin setti á stofn og heldur við
til ómetanlegrar blessunar fyrir sveitir fylkis-
ins.
Skýrsla þessi sýnir og stjórnar kostnaðinn í
hinum ýmsu fylkjum Canadá og tökum vér
aftur tvö nágranna fylkin fyrir vestan oss til
samanburðar, að því er stjómarkostnaðinn
snertir.
Stjórnarkostnaður Manitobafylkis er sýnd-
ur að verá $8,60 á mann í fylkinu. Stjóraar-
kostnaður í Saskatchewan $10.05 á mann og
stjóraar kostnaðurinn í Alberta $11. 48 á hvem
mann.
1 þessari sömu skýrslu er sýnt, að Norris-
st.jórnin hafi lagt fram til líknarstofnana innan
fvlkisins upphæð, sem nemur $2,39 á hvem einn
af fvlkisbiíum, en á sama tíma lagði Saskatchew-
an stjórnin fram $1.75 á mann hvern í fylkinu,
og stjómin í Alberta $1.39 á mann til þeirra
þarfa.
Vér vildum ráða gætnum kjósendum Mani-
toba-fylkis að athuga vandlega þenna vitnis-
burð, er hagstofan, sem er með öllu óháð í stjóm-
raálnm, og sem .sýnir aðeins blákaldan sann-
Ieikann, hvort heldur að hann er beiskur, eða
viðfeldinn, veitir Norrisstjóminni í Manitoba og
lata svo skynsemina raða hvort þeir eiga að
treysta henni fyrir málum sínum áfram, eða
hvort þeir vilja fá þau í hendur óþektum og ó-
reyndum mönnum.
Undarlegur hugsunarháttur.
Fyrir nokkrum dögum, var sá er þessar
línur ritar, staddur á skrifstofu einni hér í
Winnipeg, þegar þar bar að mann einn vel-
þektan, sem í mörg ár bjó rausnar búi, ekki
alllangt frá borginni, en er nú hættur búskap
og fluttur þangað.
Maður þessi hefir um langa tíð verið stuðn-
ingsmaður frjálslynda flokksins, bæði í fylkis
og alríkismálum.
Við fórum undir eins að minnast á stjórn-
málin og kosningarnar, sem era fyrir hendi hér
í fylkinu.
En við höfðum ekki talast við lengi unz það
kom í Ijós, að þessi kunningi var orðinn breytt-
ur í stjómmálunum.
“ Já John, eg hefi ásett mér að fygja bænd-
unum að málum íþetta sinn”.
“Og hvers vegna”? spurði eg. “Finst þér
ekki, að Norris stjórnin hafi staðið nógu vel í
stöðu sinni?”
“Jú, hún hefir gjört það prýðilega, gefið
okkur margar og mikilsverðar umbætur, og eg
hefi ekkert út á hana að setja, ekkert að henni
að finna, annað en það, að hún er orðin eyðslu-
söm.”
“Fólkið hefir heimtað umbætur, starfrækslu
á nýjum sviðum, heldurðu að slíkt kosti ekki
neitt?”
“ Jú, jú, það er satt og það hlýtur að kosta
mikla peninga”, svaraði þessi bænda vinur. “En
stjómin er samt of evðslusöm.”
“Ertu v.iss um það?” “Ertu viss um að
það sé mögulegt að starfrækja þau starfsmál,
sem fylkisbiíar krefjast nú fyrir minna fé, en
Norristjórain hefir þurft til þess? Hvað hef-
urðu annars fyrir þér að Norrisstjómin sé
óhæfilega evðslusöm?” spurði eg.
“Þeir segja það allir, Sweatmann segir
það, Hixon segir það, Bumell segir það, og
bændumir allir segja það”.
“Er ekki staðreyndin ólvgnasta sönnun-
in”? spurði eg.
“Jú, vissulega”, svaraði hann.
“Jæja látum okkur þá sjá. Hafa ekki
bændurnir stjórnað sínum sveitamálum nú í
langa tíð? Hvemig hefir þeim tekist það? Tlafa
þeir sýnt að þeir kynnu að fara með fjármál
héraða sinna, svo að þeir eigi skilið traust
fvlkisbúa í hinum víðtækari verkahring fylkis-
ins? Hafa þeir byggt upp fjárhag sveitanna,
svo að þær stæðu föstum fótum, þegar erviðu
tímarnir skullu yfir mannfélag vort? Er það
ekki ómótmælanlegur sannleikur' að skatta
álögur allra sveitafélaga fylkisins hafi færst
fram um 200% lægst, upp í 400% síðan árið
1914, eða að jafnaði um 300%?”
Að hér sé að einhverju leyti um kringum-
stæður að ræða, er ekki hefir verið hægt við að
ráða, en það þarf enginn maður að segja mér,
að öll þessi feikilee-a framfærsla, í sambandi
stjórnarkostnað sveitanna í Manitoba, sé nauð-
svnleg — það þarf énginn maður að reyna að
telja mér tní um það, að hér sé ekki að ræða nm
ófyrirgefanlega og óhæfilega eyðslusemi. Þó
era þessir menn, sem ekki hafa getað stjóraað
sínum eigin sveitamálum, svo að sæmilegt sé,
að tala um evðslusemi hiá Norrisstjórninni og
þeir, sem ekki geta haldið fjármálum sveita-
félaga sinna í réttu horfi, skuli taka að sér að
stjórna hinum víðtækari verkahring fylkisins.
Finst þér þetta á nokkra riti bygt?”
“Eg veit ekki”, svaraði bænda vinurinn.
“Efn hverig hefir farið fyrir Norrisstjórninni á
þessu sama tímabili?”
“Það skal eg segja þér,” svaraði eg. “Á
meðan að sveitastjóraar kostnaðurinn, undir
stjórn bændanna sjálfra hefir vaxið um 200%
—400% fra. árinu 1914, þá 'hefir starf-
rækslu kostnaður Norrisstjórnarinnar vaxið um
50%.
Nú vil eg spvrja þig, sem góðan dreng og
góðan borgara, sem berð hag og velferð fvlkis-
ins eingöngu fyrir brjósti, en sleppiröllu flokks
kappi og virðinsra og valdavon, eins og góðir
borgarar eiga að gera, þegar um framfarir og
velferð lands þessa og þjóðar er að ræða.
Hvorum þessara fiokka treystir þú betur, til
þess að vernda hag og sóraa fylkisins. Bænd-
unum, sem ekki hafa getað ráðið við sín eigin
sveitafjármál, eða Norrisstjóminni, sem stýrt
hefir stjóraarfari fylkisins gegn um brim og
boða á erviðustu reynslutíð þess, fylkisbúum
kostnaðar minna, en stjómir mágranna fylkj-
anna gátu stjórnað sínum, og með svo mikilli
sæmd að fvlkið er til fyrirmyndar í framsókn
og hagsýni öllum öðram fylkjum ríkisins”.
“Það* er eitthvað skrítið við þetta alt sam-
an”, mælti bænda-vinurinn og lét svo samtalið
falla niður.
--------o--------
Sir George Younger.
Tiltölulega fáir menn, hafa á síðastliðn-
um tveim árum, orað eins mikið upp í stjórn-
málum Englendinga og Sir George Younger,
foringi íhaldsflokksins. Síðan að stríðinu
lauk, hefir núverandi stjóraarformaður Breta,
T>avid Lloyd George, engan skæðari óvin átt,
bað er að segja í pólitískum skilningi. Hann
hefir hatað bræðingsstjómina og ekikert færi
látið úr greipum sér ganga, er verða mætti henni
til hnekkis eða falls.
Eins og kunnugt er, þá skall hurð nærri
hælum, að ráðuneytið marg klofaði út úr
undifbúningi Genoastefnunnar. Bkki var þar
samt um að kenna skorti á þingfylgi, því stjórn-
in- fékk samþykta traustsyfirlýsingu með yfir-
gnæfandi meiri hluta. Heldur var sannleikur-
inn sá, að Sir George Younger reri að því ölluin
áram, að fá flokksmenn sína, þá er í ráðuneyt-
inu sátu, til þess að segja skilið við Lloyd
George fyrir fult og alt.
Sir George Younger, hefir verið lífið og sál-
in í þingstarfsemi íhaldsflokksins um fleiri
tugi ára. Einda er hann orðinn svo samgróinn
störfum neðri málstofnunnar í einu og öðru,
að ýmsir samþingismenn hafa slegið því fram,
vitanlega þó meðfram í spaugi, að þeir gæti
ekki hugsað sér málstofuna án hans. Árvekni
hans í þingstörfum er viðbragðið. Hann
hefir ávalt gætt þess stranglega, að halda
hjörð sinni saman þegar um atkvæðagreiðslur
var að ræða, þær er máli þóttu skifta, og hikaði
ekki við að draga floikksmenn sína frá miðdeg-
isverðar borðinu og inn í þingsalinn, ef svo
bauð við að horfa. Þrátt fyrir þenna
stranga aga, naut hann þó ávalt vinsælda í
flokki sínum og gerir svo enn þann dag í dag.
Sir George Younger varð nýlega sjötugur
að aldri og kvað vera hverjum manni unglegri
ásýndar; þó er hann nú hvítur fyrir hærum.
Segja vinir hans, að ef ekki væri hærunum
um að 'kenna, mundi enginn láta sér koma til
hugar, að hann gæti verið meira en fjöratíu
og fimm ára. Hann er framúrskarandi léttur
á sér og hvatur í spori. Ekki liggur honum
hátt rómur, en þó heyrist að jafnaði miklu
betur til hans í þingsalnum, en margra þeirra,
er 'hærra láta.
Sir George Younger, er gleðimaður hinn
mesti. Hugsýki og víl, telur hann skæðustu ó-
vini mannkvnsins. Hann kveðst með en'gu móti
geta fallist á, að fólkinu stafi hætta af brenni-
víni, bjór, verðlauna - slagmálum eða veð-
málum. Brosandi, eða jafnvel skelli hlæjandi
þjóð, telur hann ávalt eiga Tegurstu framtíð-
ina, og þess vegna vill 'hann umfram alt, að
engin höft eða bönn verði lögð á bresku þjóð-
ina, er dregið geti úr glaðværð hennar. Að
siðgæði batni með banni, dettur honum ekki í
hug að viðurkenna. Hann blátt áfram fvrir-
'lítur utanbókar lærdóm, segir að allir “ism-ar”
geti farið í logandi fyrir sér. Nothæfu vís-
indin, séu þau einu sönnu og alt, sem heimurinn
þarfnist, sé meiri bjartsýni, meiri gleði!
Sir George Younger er stórauðugur að fé og
mjög riðinn við aragrúa af iðnaðarfyrirtækj-
um og peningastofnunum. Hann hefir grætt á
öllu, sem hann hefir tekið sér fyrir 'hendur, án
bess þó að gera sig sekan um nirflishátt.
Hann er sagður að vera svo forsýnn í sambandi
við fjármál, að vita alveg upp á hár hvemær
bessi og þessi hutabréfin hækki í verði' og
kaupa þau einmitt þá, þrátt fvrir það þótt all-
ir aðrir kynnu að te'lja slíkt hin fáranlegustu
glapráð. Aíltaf er hann reiðubúinn með ráð-
leggingar ef til hans er leitað, og það eru held-
ur engin Lokaráð, er hann gefur sikjólstæðing-
um sínum. Hann er fljótur til hjálpar, ef
einhvern veralega þurfandi ber að garði og fer
þá ekki í manngreinarálit.. Kunnugir se.gja,
að áyísanabókin hans mundi læra Ijósast vitni
um hjálpsemi hans. Hann getur Ivpt dauða-
dæmdu fyrirtæki upp úr feni fjárhagsvand-
ræða, svo að segja á svipstundu, eða kúgað
harðsvíraðan miljónamæring fyrirvaralaust
til hlýðni. ef svo ber undir.
“ Framskilvrðið fvrir einstaklings-velmeg-
uninni er það,” segir Bir Geo. Younger, “að
hver maður finni sinn rétta stað, eða komist á
á hina réttu hillu í þjóðfélaginu. 0<r það á hann
að annast um sjálfur. Enginn á nokkra minstu
heimting á þyí, að aðrir menn komi honum á
rétta hiTIu. jafnvel þótt þeir gætu.” Sir George
segi'st áreiðanlega hafa komist á réttu hilluna.
Jlann hafi átt að verða einskonar framkvæmd-
arstjóri fhaldsflokksins á Bretlandi, og því
marki hafi hann náð. Hann segir að nýjir
þingmenn, sé í raun og vera ekkert annað en
skólasveinar. Eigi þeir von á hvíldardegi, ráði
þeir ekki við sig af fögnuði. Eftir fvrstu þing-
ræðuna, haldi þeir sig hafa náð landsfrægð.
Og eikki þurfi nú meira, en sæti í lítilfjörlegri
nefnd, til þess að þeim finnist þeir eiga ör-
skamt eftir upp í sjálfan valdastólinn. Þótt
Sir George sé hæglætið 'sjálft í umgengni, tali í
hálfum hljóðum og fótatakið heyrist varla, þá
er hann einn af þeim fáu þingmönnum neðri
málstofunnar, sem hefir stöðug og djúp áhrif
á hinn daglega rekstur þingmála. Hann get-
ur komið því til vegar, að þingheimur sitji
geispandi undir ágætisræð'u, eða látið fagnað-
arópin dynjat við, meðan ófimur, pólitiskur
stafkarl, tautar eitthvað frá blaðinu. Þenna
hæfileika notar hann vafalaust stundum til hags-
muna fyrir flokk sinn. Tvíflokka fyrirkomu-
lagið telur hann hið eina rétta. Alt annað sé
fálm út í loftið, sem stafi af því að fólkinu
leiðist. Auðvitað heldur hann því fast fram,
að sinn flokkur sé sá betri, en slíkt hið sama
gera víst flestir flokksmenn. 1 pólitískum
skilningi sitja þeir Sir Geo. Younger og yfir-
ráðgjafinn hvor um annars líf. iSir George
telur vfirráðgjafann vera hálfgert bam í lögum,
of ungan og léttan á metum, til þess að geta
gegnt stjórnarforystunni svo í lagi sé. Á
'hinn læginn, er yfirráðgjafinn sannfærður um,
að nafni sinn sé stórhættulegur afturhalds-
seggur, með enga stefnuskrá aðra. en þá, að
koma bræðingsst.jórainni fyrir kattarnef. Þrátt
fyrir skoðanamuninn, hafa þessir tveir menn
kringumstæðanna vegnna, haft alla jafna mikið
saman að sælda, einkum þó upp á síðkastið.
Ramkomulagið hefir vitanlega ekki altaf verið
upt) á það ákjósanlegasta. Blaðið London
Chroniele, getur þess, að á nefndarfundi einum,
síðastliðinn vetur, hafi þeim lent ærið alvarlega
saman og hafi Lloyd George þá hrópað í bræði:
“Eg get undir engum kringumstæðum felt mig
við framkomu vðar!” iSvar Sir Geo. Younger
var á þessa Teið: “Þér verðið að sætta yður
við hana engu að síður, það er það, sem eg hefi
orðið að gera við yðar framkomu”.
E. P. J.
Hvers vegna eigið þér að spara
Að tryggja yður sjálf gegn ókom-inni æfitíð
Til þess að tryggja yður þægindi og
hvíld á elliárunum
Til þess að tryggja framtíð fjölskyld-
unnar eftir fráfáll yðar.
Byrjið að spara í dag með innleggi á
THE ROYAL BANK
OFCANADA
Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000
Allar eignir ............. $483,000,000
Jak. Jónsson.
Orðarembing ofannefnds ná-
unga, sem síðasta Kringla birtir,
munu flestir skoða þýðingarlaus-
an þvætting. Enda bersýnileg
illgirnisleg heimska þess manns,
sem titlar aSra menn flón, án þess
að þora að segja eigin skoðun í
sambandi við deilumálin. — Vill
hann nú tala af viti, og t.d. sanna
með rökum, aö kvæöi St. G. “Á
rústum hruninna halla” hafi átt
heima í “Þ jóðræknisriti Vestur-
Islendinga”? Til þess að eiga
heima i nefndu riti, verður kvæð-
iS aS vera sönn mynd úr íslenzku
þjóSlífi. Samkvæmt kvæSinu hef-
ir það þá veriS altítt hér í landi, á
mpðan heimsstyrjöldin mikla stóð
yfir ýstórkvæði sjaldan til orðin
af undantekningum), að Islend-
ingar væri hneptir í hegningar-
hús sökum mótspyrnu gegn her-
skyldnlögunum, og geymdir þar “í
mörg ár”—og eftir þá vistarveru
fatlaðir og farlama aS heilsu. Eg
verð aS játa ókunnugleika minn í
þessum sökum — þekki ekki einn
cinasta Islending, scm slíkt liefir
hent. —
Var þaS ekki annars tilgang-
ur stofnenda Þ'jóSradkifisfélags-
ins, aS forðast öll deilumál innan
vébanda félagsins — öll sérmál
flokka, stjórnmá], trúmál, o. fl. ?
Var það þá heppilegt af ritstjóra
'Þ jóðræknisritsins, að leyfa rúm í
riti félagsins kvæSi, sem særa
hlaut tilfinningar margra af meS-
limum þess? Eða eiga þeir engan
rótt á skoSunum sínum, sem ófúsir
eru að viSurkenna málstaS Banda-
þjóðanna í hildarleiknu'm mikla
“ranglátt mál, logið og tapaS” (sam-
kvæmt kvæSis-þýSingu Dr. Sig.
Júl. Jóh.;? Sveinstauli.
Stephans-raunir.
Skáld-bóndinn við “Tindastól”,
—hann Stephan G.—, er víst í
fremur önugu skapi sem stendur
og dundar viS lambaleit í fjárhúsi
sínu—eSa er hann aS tina þar
spörð, sem nota megi í vindhólkinn
hans, ef “göngu-gestur” og aðrir
“fávísir” sækja um of aS honum?
Sannast aS segja er þetta hugar-
ástand bóndans ekki með öllu á-
stæSulaust, þar sem hann á “stóli”
sinum verður fyrir þeirri raun í
ellinni, aS skugga er varpaS á
kóngstign hans — sýnt fram á, aö
lofgjörSar-jarmiS er ekki eins al
ment og vinirnir höfðu taliS hon-
um trú um. Og vonbrigSin út af
þessari nýju uppgötvun verSa skilj-
anlega enn sárari viS þaS, er Sig-
urSur—sá er hvaS hæst hefir hróp-
aS lofgjörðarsóninn—, tekur undir
meS Sigurbirni, og telur ljóðin
hans svo óaðgengileg, að snara
verSi þeim á algengt mál, ef not-
ast eigi. — Mörgum hefir sárnaö
minni móSgun og orSið erfitt um
“fína drætti”, þegar jafnvel vin-
irnir bregðast svo hrapallega. Svo
skyldi nú skáldsaga SigurSar um
“rústirnar”, en ekki ríman Steph-
ans G.—, tekin upp í skólabækurn-
ar á Fróni! Já, er þaS ekki von,
aS skáld-bóndinn angrist, reyni aS
beita skapi sínu á einhverju lamb-
inu og ímyndi sér jafnvel, aS
“prestslömb” séu komin í fjárhús-
iS hans? En þá gemlinga hefir
lxmdanuni lengi veriS í nöp við.
ITætt er sarot við, að fleiri en tvær
stökur—slíkar sem Hkr. flutti frá
Stephani G— síSast—, þurfi til aö
kveða niSur öll prestslömbin, sem
hann þykist sjá. — Huggun ætti
þaS þó að vera skáldinu, að tvöfalt
joS eitthvert er í Hkr. fariS aS
tina spörSin með honum. “Björn
að baki Kára” var forSum skárri
en ekki neitt, þrátt fyrir, munrn-
söfnuSinn. Og svo má enn verða.
KveS eg ’svo skáldið með vin-
semd og í þeirri von, að riddararn-
Ir hans, þeir Sig. Júl. og Jak., komi
honum aftur á stallinn, sem hann
hrapaSi af um daginn. ÞaS er
vissulega ánægjulegra fyrir bóný-
ann, að sitja þó ekki sé nema í
ímynduSu hásæti og dreifa þaSan
“gimsteinum” sínum, en þurfa úr
fjárhúshorni aS skjóta þeim á for-
vitna farandmenn.
S. Sigurjónsson.ýfo v" >t
Electro Gasoline
“Best öy Every Test”
pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations:
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions
og Crank Case
No. 1. Corner Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot.
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osbome og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-0verland, Cor. Portage og Maryland.
Cadillac Motor Sales, 310 Carlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Prairie City Oil Go., Ltd.
Phone A 6341 601-6 Somerset Building
S I
Brick Tile oá
Lumber Co. Ltd.
P
Brick og Hollow Tile framleiðendur
Timbur og annað Byggingarefni.
AfgreiÖum pantanir utan af landi fljótt og vel.
BRICK MANTELS
200 Tribune Bldg. WINNIPEG
Talsími A5893