Lögberg - 20.07.1922, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.07.1922, Blaðsíða 5
ia*s LÖGHEBG. FIMTUDAGINN 20. júlí 1922 leikanna á þv4 að rækta lönd þar til korns, eru meiri líkur til þess, að nýbyggjar munu gefa sig meira við kvikfjárraekt. Betra land til mjólkufrarríLeiðslu, er ekki hugs- anlegt. Ymsir bændur hafa á til- tölulega mjög skömmum tíma, komið sér upp stórum gripahjörð- um í heiðum þessum og efnast vel. Skjólgott er á svæðum þessum bæði sumar og vetur, og getur bóndinn, því nær undantekningar- laust, felt skóg til húsgerðar og girðinga, á hvaða tíma árs sem er. — Nóg er um vatn i þessu “Park €ountry” til drykkjar fyrir menn og skepnur, og þa» víðast gott. Sjaldan þarf að grafa dýpra en frá 15 til 30 fet eftir neyzlu- vatni. Staðháttum í British Columbia, hagar alt öðruvísi til, en í hinum Vesturfylkjum. Lanjiið er þar hæðótt, og víða mikil fjöll. Á milli þeirra liggja frjósöm dalverpi. Veðráttufar er þar margbreyti- legt og afurðirnar að sama skapi margbrotnar. British Columbia epli, kirsiber, kartöflur og peach- es, hafa iðulega hlotið hæztu verðlaun á alþjóðasýningunni. Mikið er þar um risavaxna skóga og silungsganga stórkostleg í vötn- unum og ám. Fjöllin eru auðug af málmum, en 4 óbygðum, er krögt af allskonar dýrategundum. Láta skyttur og veiðimenn eigi sitt eftir liggja, og heimsækja þau héruð, þegar líður fram á haust. Framh. peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga um Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- umbia Bulding, William Ave.. og Sherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. Hugleiðing. Eg var á leiðinni frá Winnipeg áleiðis norður, með farþegja lest- inni, sem var á leið til Steep Rock. Lestin var troðfull af fólki og var því lítið 'um sæti fyrir karl- menn, því kvennfólkið varð nátt- úrlega að sitja fyrir að fá sæti í farþegjavögnunum. Mér varð því reikað inn í reykingavagninn og virtist mér að þar ætlaði ekki að taka betra við. En rétt í sömu andránni talar enskumæl- andi maður til mín og segir: “pú munt vera að líta eftir sæti fé- lagi, reyndu að troða þér hérna niður hjá mér þó þröngt sé,” því unglingsmaður skipaði sama sæti og hann. Maður þessi vflcur máli sínu að mér og spyr mig hvort eg sé kunn- ugur Skúla Sigfússyni við Lund- ar. Eg kvað svo vera og að öllu góðuj — Hann segir mér þá að hann hafi átt erindi við Mr. Sig- fússon fyrir nágranna sinn í sam- ibandi við “Tractor,” sem þessi nágranni hans þarfnist að kaupa, en því miður segist hann ekki hafa tíma nú til að fara af lestinni á Lundar, því hann þurfi að komast heim í kvöld. “Eg er búsettur maður við Steep Rock eða þar í grend,” segir hann og þekki Mr. Skúla Sigfússon að öllu góðu að nokkru leyti persónulega en mest þó fyrir hvað nágrannar mínir hafa sagt mér frá honum, sem eru búnir að þekkja hann fyrir lengri tíma en eg, og lætur allur almenn- ingur þar norður frá vel af Skúla Sigfússyni fyrir undanfarin við- skifti í sambandi við bændaverk- færi, sem hann hefir selt þar norður frá. Einnig er fólk þar yfirleitt,” bætir hann við, mjög ánægt yfir framkomu Mr. Sigfús- sonar fyrir þenna tíma, sem hann var þingmaður okkar og hefi eg frétt að hann sé útnefndur þing- mannsefni í St. George kjördæmi, til að sækja um þingmannssætið við næstu kosningar, og er mér sagt að allar líkur séu til a)ð hann nái kosningu. — En heyrðu félagi •—” bætir hann við þetta samtal, “mér var sagt hér um daginn að það hefði staðið einhver óþverra grein um Skúla og Norrisstjórn- ina 4 íslenzka conservative blaðinu sem gefið er/út í Winnipeg.” Eg spyr hann þá að, hvort hann muni nokkuð úr þeirri grein, og hvern- ig hann hafi fengið skilning á innihaldi þeirrar greinar. Hann svarar mér að Islendingur hafi sagt sér innihald greinarinnar, og skýrir mér frá um leið hvað sú grein hafi sagt um Skúla Sigfús- son. pá ránka eg við mér að það muni hafa verið þessi snotra grein, sem kom út í Heimskringlu, i einu af júníblaði hennar, þessa árs um Skúla Sigfússon og Norr- isstjórnina með undirskriftinni: "Nokkrir kjósendur” Eg spyr' hann þá að hvernig að honum geðjist að slíkum rithætti? Hann svarar mér og segir að slíkt sé reglulegur blaðasaur, eftir sinni þekkingu. ög svo bætir hann við. — “pó að eg hafi fylgt con- servativum að málum, hvað stjórn- mál áhrærir þá álít eg að íslenzka sem flutti þessa grein, hafi í alla staði gert rangt að taka þessa grein í blaðið, þar sem vel þektur samlandi þeirra á í hlut, Mr. Sig- fússon, sem er eftir minni þekk- ingu að góðu kunnur almenningi, og verst af öllu er að ritstjórinn skyldi' ekki gjöra einhverja at- hugasemd við þessa óþverra grein, þar sem að samlandi hans átti í hlut og ofan í kaupið bætir hann við, — var undirrit- uð af dulnöfnum. — pað virðist vera komið illa fyrir okkur fs- lendingum hér vestan hafs, ef að enskumælandi menn skyldu leggja slíkan ritdóm á ritsmíði þau, sem koma fyrir almennings- sjónir í blöðum okkar hér vestra, eins og þessi enskumælandi mað- ur gjörði um greinina í Heims- kringlu með undirskriftinni Nokkrir kjósendur.” En svo vill nú vel til að þessi enskumælandi maður, sem átti þetta hér að framangreinda samtal við mig um áður téða grein 4 Heimskringlu var ekki kunnugt að eg hygg, um meira af slíkri islenzkri blaða- mensku og er vonandi að svo sé fleirum varið af hans þjóðar mönnum. Og er það að undra þó menn verði hissa, af hvaða þjóðflokki sem þeir eru, að slíkt skuli vera borið á borð fyrir les- endur Heimskringlu, jafn ómerki-* legur ritháttur sem þessi nokk- urra kjósenda grein bar með sér, sm bara átti að rýra gott álit al- menning á Skúla Sigfússyni.. Slíkt er í alla staði heimskulegt og og sannarlega svo ómerkilegt að það er ekki hægt að koma kurteis- um orðum að réttri lýsingu á slíkri ritsmíði. Og sannast á því hið fornkveðna: “Sér grefur gröf þó grafi.” pað er óefað að allir þeir sem þekkja Skúla Sigfússon rétt og meta hans góðu mannkosti að verðleikum, munu fylgja hon- um að málum engu síður við næst- komandi fylkiskosningar Mani- toba, þó að nokkrir kjósendur gjörðu þessa árás á Skúla með isínum heimskulega óþverra rit- hætti. — Einn af kjósendum í St. George kjördæmi. Systkinin. Ágústa ólafsdóttir (Mrs T. Tbías- son). Fædd 3. ágúst 1892. Dáin 25. febrúar 192C1 og Ragnar Ólafsson fæddur 17. september 1893. Dáinn 2. rnarz 1920. 1 vestur eg horfi en horfin er himinsins birta, ihin biksvörtu þrumuský þyrp- ast sem þungbúnir skarar. par leyftraði elding en óminn hinn ógnþunga eg heyri, hvað sló hún á eikurnar ungu í æskunnar blóma. Ó drottinn eg höfuð mitt hneigi, en hjarta mitt titrar, eg veit að þinn vilji er beztur en mér verður að spyrja: * því voru eikurnar ungu ei látnar standa? sem uxu með skrauti og skýldu í skugganum sínum. Eg heyri þig herra minn svara, Ó, hvað ertu að spyrja, 1 trúðu að eg elska þá alla, sem unga eg kalla. Trúðu að annað og æðra er eilífðar landið, mundu að eg annaat þá einnig sem eg læt hér þreyja. Huggast því harmþrungna móð- ir, — þó hjartanu svíði. Guð er sem gefur og tekur og græðir öll sárin. Með, ylgeislum eilífrar vonar, um ástvina fundi og kórónu lífsins að lokum, ef lífsþrautir sigrum. J. G. Skammir til Lögbergs pakkarávarp til Heimskr. mfl. (frá Jóni Einarssyni). Herra ritstjóri Lögbergs! Kæri vinur! 1 hálfkærings bróðerni langar mig til að geta þess í fám orðum, að eg tók eftir hve frámunalega illa þú, eða einhver annar, hafðir lesið eða leiðrétt, — réttra sagt leiðvilt — próförkina af síðustu grein minni í Lögbergi: “Heims- kringla og faðir vor.” Frágangurinn á því verki var regluleg handarskamm. Alt bjagað af prentvillum og víða raskað hugsun. Jafnvel fyrirsögn greinar- innar snúið við. Eg ætla ekki að þessu sinni, að biðja um leiðrétt- ingu á þessu, en óska af heilum hug, eins og vera ber, þegar við sannkristna bræður er að eiga, að rófarkalestur blaðanna megi lukkast sæmilegar í framtíðinni, en venja hefir verið til nú í nokk- ur ár. Síðan verkamenn blað- sýnt, að olli minkandi kærusemi að verkgæðum. Annars eru prentvillur blaðanna íslensku hér vestra orðnar svo venjulegar, að mörgu, t. a. m. töl- um er ekki hægt að treysta, vegna þess, að prentvillur lesmálsins eru svo tíðar, en mik'lu vandameira að setja tölur rétt, eða gæta próf- arka, að því er þær snertir. Ritstjórar, sem vanalega eru hreint ekki verri en aðrir menn, eru grunaðir um vísvitandi á- setnings ósannindi, oft og tíðum, þar sem þeir geta um þús — hund- ruð 4 stað hundraða; en alt sem mismunin gerir, er aðeins lítil prentvilla, sem orsaka stóra 'lýgi, ef til vill. 1 sambandi við áminsta grein mína “Heimskringla og Faðir vor”, er eg ritsjórum kringlunnar stór- lega þakklátur fyrir athugasemd þeirra við þéringamál mitt. pað er hverjum höfundi sómi, þegar einhverjir, sem “vald hafa” setja sér að krítiséra mál hans, og finna þar enga sanna ástæðu til en annaðtveggja berja þar á stað- hæfingum, sem aldrei voru gjörð- ar, eða snúa setningum við til þess að finna á þeim höggstað. Mér þótti svo vænt um þessa úr- lausn mála, að mér dettur f hug að leiðrétta ritstj. á einu atriði, sem þó á ekki skilt við “þéringar” í neinni mynd. En það er máls- háttur, sem sú kringlótta brúkar mjög í seinni tíð: nfl. “Margt er skrítið í harmoníinu”. pessi máls- háttur er skakt færður, bæði að stöfun og þýðingu; en er réttur svona: ‘Margt er skrítið í Harmon- íu.” pað er ekki átt við harmon- íum (hljóðfæri), eins og ritst. gaf í skyn, heldur við gamla bók, sem alment var kölluð Harmonía. Fullu nafni hét hún “Harmonía Evangeli'ca. — Ef eg stafa ekki latínuna rétt, þá lesist það sem prentvilla — eða Guðspjallanna samhljóðan; og var víst prentuð á Hólum eftir 1700, ef mig minnir rétt. Harmonia mun hafa verið ein af allra fyrstu myndabókum á ís lensku máli, og þótt þær myndir kynnu nú að þykja noldcuð forn- fálegar var þar um góða byrjun að ræða. í myndunum þótti margt skrítið, og þaðan er málsháttur- inn runninn. petta var ein af ágætis bókum þess tíma, guðsorðabók, sem fæst- ir myndu nú lesa. Um enga að- ra þess kyns bók, þótti mér eins vænt, enda var eg látinn lesa hana í rúmi mínu á kvöldin, ár út og ár inn, að heita mátti. Á enga myndina varð mér jafn star- sýnt, sem myndina af freisting- unni, nl. myndina af djöflinum. Höfuðlag og fótalag hans var nokkuð grófgert og óliðlegt. Hanii er þar hár vexti mjög með langann hala og stórt gat á miðjum hálan- um. - pað þótti mér skrítnast á þeirri tíð. Annars hefi eg ekki séð bókina síðan eg fór frá ís- landi, yfir 20 ár. » Eg ræð ritstj. Heimskr., til að gera sitt sárasta til að klófesta sína "kopíuna” hver, og sökkva sér niður í yfirvegun nefndrar myndar — ef ekki efni bókarinnar yfirleitt. Nú munu fáir rita í né til í Manitoba, svo að eigi sé drepið á kosningar þær, er í hönd fara. Eg hefi lítið átt við pólitískar rit- gjörðir til þessa, og skal því fátt um það efni segja nú. En hvar svo sem um opinberar kosningar er að ræða í landi, þessu eða öð- ru, kemur það öllum íbúunum við, beinlínis eða óbeinlínis. pví er það, að eg má geta þess hér, að þótt eg óski Progressives alls ær- legs fylgis, dylst mér eigi, að nýt- um mönnum nokkrum væri hafn- að ef Liberals dyttu úr sögunni. Jafnvel Conservativar eiga nýta menn sín á meðal, og Progressives óefað hafa lélega áhangendur. þótt færri séu sín á meðal. Mér dylst heldur ekki, að nokkrir menn úr gömlu pólitíkinni, slást í lið með okkur bændum, vegna þess, að þeir halda, að þar sé um happa- drýgri framtíð að ræða fyrir sjálfa sig. Mynnist eg þar meðal annars landa okkar, séra Albert Kristjáns- sonar, sem setið hefir á Manitoba rökstólum þingsins, kosinn sem bændaflokksmaður, en sem afneit- aði þeim flokk, svo að segja strax eftir að hann hafði náð heimild til þingsetu, en snerist í lið með andstæðingum bænda, og annara flokka, verkamannaliðinu. Illar fréttir og ómaklegar, myndu mér þykja þær, ef landi okkar, Tómas H. Johnson sæti ekki þing eftir næstu kosningar, þótt Liberalar, sem flokkur féllu. Tómas er auðvitað eini íslending- urinn, sem komist hefir á, og lengi setið þing í þessu landi, sem allir landar hans hafa mesta ástæðu til að þykjast af. Hann hefir kynt til stjórnmála kemur, enn sem komið er. pá mætti eg og drepa á, að bæði við 'þessar næstu kosningar, sem aðrar af líkri tegund, ættu kjós- endur að reyna að íhuga, að það er fremur þröng hugsun, að muna ekki eftir nema einu málefni sem vinna þurfi að. pingmaður, sém ekki hefir nema þá einu skoðun, og á einu málefni, þótt sú skoðun kunni að vera rétt, er einskis- virði á þingi nema þá ef það vissa mál er rætt. En þessi þingmað- ur kostar landið jafnt og hinn, sem meiri notum ollir í fleiri málum. Bannmálið er mér al- vörumál, en ekki eina málið. Fjár- málin o. s. frv., annað alvörumálið en ekki eina málið. íslendingar ættu því aðeins að kjósa landa sinn á þing, að líkur séu til, að hann verði þar að notum og þjóð sinni til sórna. Ella lofa annara þjóða mönnum að ekipa sætið. Sandhu Sundar Sing. anna urðu sterkir að “Union” — böndum, sem reynslan hefir 'sig sem mikilhæfasta manninn af Einkennilegur maður er um þessar mundir á ferðalagi um Norðurlönd. Hann er ungur — að eins 32 ára gamall með postula- skegg, vefjarhött og í gulri skikkju. pessi maður er kristinn Ind- verji, Sadhu Sundar Singh, sem frægur er orðinn um allan heim fyrir fagnaðarerindisboðskap sinn Sundar er fæddur í Rampur í Norður-Indlandi og af ríku fólki kominn. Var hann yngstur sonur foreldra sinna og ólst upp við allsnægtir. Móðir hans var góð kona og vakti drenginn til um- hugsunar um andleg efni. Hann var sí-leitandi og rannsakandi lög- máls lífsins og þessari leit hélt hann áfram eftir að hann misti móður sína 14 ára gamall. Hann leitaði sál sinni friðar og fann hann ekki í trú feðra sinna og helgiritum þeirra. Og ekki stoð- aði það, þó hann ofsækti kristna menn eins og hann gat, henti grjóti í kristniboða, brendi biblí- ur og aðrar helgar bækur. Frið- urinn kom ekki samt. pess vegna var hann staðráð- inn í því að ráða sér bana, þegar hann var 15 ára gamall. Einn morgun ætlaði hann að fleygja sér undir járnibrautarlest. Hann bað guð — ef nokkur guð væri til — að vísa sér rétta leið. Og skömmu síðar sá hann undar- legt Ijós. Hann só guð og heyrði hann tala. Og þá Joks fékk hann sálarró. Hann var kristinn upp frá því. Faðir hans rak hann burt af heim ilinu. En hann var glaður og á- nægður, thvað sem á móti blés. Hann var skírður í kristnu kirkj- unni í Simla, þegar hann var 16 ára gamafl. Hann var kristinn sadhu — postuli — sem ekkert átti nema skikkju sína og biblí- una. Hann er vinur allra, hjálpar öllum, líknar sjúkum, segir þeim frá Kristi og flytur boðskap hans En þeir serti boða kristna trú í Tíbet líða píslarvættisdauða. — Búddhatrúarmenn lífláta ekki kristna menn, því það er bannað í trúarbrögðum þeirra. En þeir leika þá svo hart, að þeir hljóta að deyja af afleiðingunum. Ann- að hvort kasta þeir þeim fyrir björg eða í tóma djúpa brunna, eða þeir sauma utan um þá skinn- um og láta þá stikna í sólarhit- anum. Sadhu Sundar hefir oftar en einu sinni komist lífs af úr slíkum hörmungum á undursam- legan hátt. Einu sinni var hon- um kastað í brunn, þar sem margir höfðu látist á undan hon- um. En maður, sem hann hafði aldrei séð áður, bjargaði honum. Og hanri hélt ótrauður áfram að prédika. Árið 1918 kom hann til Madras, og eftir það varð hann kunnur um víða veröld. Fólk hópaðist að honum í þúsundum saman og stórfeldar vakningar hafa orðið fyrir starfsemi hans. En sjálfur breytist hann ekki, til. orðs né æðis. Framkoma hans er látlaus og róin óbifandi, eins þegar písl- arvættisdauðinn vofir yfir honum. pannig segir blaðið “Gula Tid- end” frá þessum manni. Hann hefir vakið feikna athygli hvar sem hann hefir komið fram á Norðurlöndum og allir verða snortnir er á hann hlýða. Hann notar ekki sterk orð, eri sigrar áheyrendurna með hógværðinni. Og þeim finst yfirnáttúrlegur kráftur fylgja orðum hans. Enski trúboðinn frú Parker hef- ir ritað bók um Sadhu Sundar Singh, “postulann með iblæðandi fæturna”. Hefir bók þessi nýlega komið út á dönsku hjá Frimodt bókaverslun og fjórar útgáfur komið út af henni á skömmum tíma. Skovgaard-Petersen prestur hefir ritað formála fyrir bókinni. Lýsir hún ágætlega trúmálastefnu þessa mikla manns, sem ýmsir kunnugir líkja við hinn heilaga Frans af Assisi. Sovjetstjómin og kirkjan. 1 vor hefir orðið misklíð milli sovjetstjórnarinnar og æðsta- prests grísk-kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi, út af eignanámi stjórnarinnar á kirkjueignum í landinu. Afstaða sovjetstjórnar- innar til kirkjunnar hefir ekki verið í ljós iátin og réttindi prestanna í þjóðfélaginu óákveð- in. Prestarnir rússnesku eru flest- ir úr munkareglunni. Sá sem ald- rei hefir verið munkur, getur ekki gert sér vonir um að ná virðing- ar sessi innan prestastéttarinnar. Áhrifanna frá klausturlifnaðinum hefir því gætt mjög hjá þeirri stétt, en þar er íhaldsandi ríkj- andi og óbifanleg vissa um ágæti keisarastjórnarinnar fram yfir annað stjórnarfyrirkomulag. Samt hefir sovjetstjórnin ekki lagt út í að hrófla við kirkjustjórninni undanfarin ár. pegar hungursneyðin dundi yfir Rússa í fyrra, varð stjórnin að nejrta allra bragða til bjargráða. En eigi hefir stjórnin getað af- rekað mikið sjálf, ef dæma skal eftir Rosta-skeyti frá 20. mars, er segir, að 90% af állri hallæris- hjálpinni komi frá Ameríkumönn- um. Vanmáttur stjórnarinnar or- sakast vitanlega mest af því að hana vantar handbært fé. pá var gripið til þess að kveða upp úrskurð um eignarnám á gulli, silfri og gimsteinum kirknanna. Og almenningur félst á að þetta væri réttmætt. Prestastéttin maldaði í móinn, en fólkið var á stjórnarinnar bandi og vildi að hún notaði tækifærið til þess að láta skera úr, hver hefði æðstu völd í mál- efnum kirkjunnar. Lét stjórnin það uppi, að hver sem ekki væri með sér væri á móti sér. Prest- arnir kváðu stjórninni óheimilt að taka kirkna eignir af því að hún ryti ekki trausts þjóðarinnar og tóku þessu illa og hófu.mál á móti ýmsum helztu mönnum kirkjunnar Er málarekstr þessi kendur við Schuja og lá nærri að af honum leiddi bana 9 presta og 3 leik- manna. En dauðadóminum 'hefir ekki verið fullnægt enn. Meðal vitna í málinu var æðsti presturinn eða patríarkinn. Hann tók á sig alla sök fyrir andmælin gegn eignarnáminu og komst dóm stóllinn því að þeirri niðurstöðu, að höfða bæri mál gegn honum. þetta var og gert með stjórnar- úrskurði 9. maí. Um leið og málið var höfðað gegn Tichon ;æðsta- presti, var einnig málsókn hafin gegn Nicander erkibiskup og 53 prestum. Hefir stjórnin ákveðið, að sjálfur dómsmálastjórinn í Moskva hafi meðferð þessa máls með höndum. Hafa prestar, sem hliðhollir eru stjórinni, fengið æðstaprestinn til að kalla saman kirkjuþing til að ræða málið og segja af sér embætti þangað til dómur verði kveðinn upp. pykir sennilegt, að stjórnin gangi með sigur af hólmi í deilunni, nema því aðeins að er- lend ríki skerist í leikinn. En það er eigi talið ósennilegt. conservative blaðið í Winnipeg, víst í flestuan handverkafélögum okkar þjóð hér í landi, að því er Fínustu föt skulu þvegin úr é Heldur barnafötunum hreinum. Barnahúðiri er svo viðkvæm, eð ekki ætti að nota nema þau allra mýkstu ullarföt. Haldið barnafötunum mjúkum og fallegum, með því að nota einungis Lux. hinar hvítu, þunnu Lux plötur, leysast upp fljótt óg vel og skilja enga gula sápubletti eftir í þvottinum. pess vegna ættu fín föt aldrei að vera þvegin úr nokkru öðru. Lux aðferðin er afar einföld. Dýfið að eins þvott- inum ofan í hinn þykka lög, strjúkið úr þeim vatnið og breiðið til þerris. Lux skarar fram úr. pökkum ! Selt í innsigluðum rykheldum LEVER BROTHERS LIMITED, TORONTO. MUNICIPALITY OF VILLAGE OF GIMLI. SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES By virtue of a warrant issued by the Reeve of the Municipa- lity of Village of Gimli in the Province of Manitoba, under his hand and the corporate seal of said Municipality, to me directed, and bearing date the Tenth day of July, 1922, com- manding me to levy on the several parcels of land herein- after mentioned and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I <^o hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Saturday, August the Twenty-Sixth at the council chamber in the Town Hall, Gimli, in the said Municipality at the hour of two o’clock in the aftemoon, proceed tp sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Description R’ge Arrears Costs Total Pat. or unp. Lot 5 3 $13.85 .50 $14.35 patented Lots 125, 126 a 26.90 .50 27.40 Lot 60 .... 3 16.30 .50 16.80 Lot 17 4 24.33 .50 24.83 Lot 18 4 24.33 .60 24.83 Lot 116 4 30.15 .50 30.65 Lots 13, 14, 15 .... 5 74.95 .50 75.45 Lots 29—116 6 65.18 .50 65.68 Lots 41, 42 6 53.13 .50 53.63 Lots 41, 42 7 114.05 .50 114.55 Lot 76 7 32.59 .50 33.09 Dated at Gimli, this tenth day of July, 1922 B. N. Jónasson, Sec.-Treas. Tyrkneskar konur. Hugmyndir Vestur-Evrópu- þjóðanna um konurnar I Tyrk- landi eru mjög þokukendar. Hef- ir danskur blaðamaður átt viðtal við sendiherra Tyrkja á Norður- löndum um þetta efni, og er hér kafli úr viðtalinu, sem að ýmsu leyti er fróðlegur. Sendiherrann hefir orðið: Eg hefir orðið þess var, að hér á Norðurlöndum hugsa menn ■ sér tyrknesku konuna mjög fáklædda, og að hún liggi allan daginn á dívan og geri ekki annað en hreinsa neglur sínar. — f Vestur- Evrópu er sú skoðun ríkjandi, að tyrkneska konan sé eins konar stofustáss, sem karlmenniruir geti keypt og selt eftir eigin geð- þótta. En það rétta er, að kjör hennar eru mjög lík því sem hér gerist, hjá bændastéttinni vinn- ur konan að jarðyrkju með bóuda sínum, og í bæjunum aflar hús- bóndinn peninganna en konan gætir bús og barna. Til dæmis um það, að konan sé engin undir- tylla get eg nefnt, að í Tyrk- landi hafa konurnar aðskilinn fjárhag. Um dæturnar er það að segja, að þær eru sjaldan látnar vinna sér brauð utan heimilis eins og hér gerist. Að vísu vinna ungar stúlkur á skrifstofum og þess háttar, en yfirleitt ern þær heimasætur í orðsins fylstu merk- ingu. Síðan 1908 hafa tyrkneskar stúlkur aðgang að háskólunum og hafa margar notað sér það, og aðrar hafa stundað nám í Sviss, pýskalandi og Frakklandi. 1 Tyrklandi koma konur aldrei fram á leiksviðið, en þetta er að breyt- ast og nú eru stúlkur farar að sækja leikskólana. Er það ekki móti landsvenju? spyr blaðamaðurinn. Jú, eiginlega er það. Við höf- um álitið, að réttast væri að varð- Með því að sumarfegurðin hefir nú náð hámarki sínu, ætt- uð þér að hafa Kodak og taka myndir af landslagi, heimilum skemtiferðafólki og öllu því öðru er fegurst fyrir auga ber, á þessum tíma ársins. Kodaks frá $6.50 og upp Brownie Camera $2.50 og upp. Komið með eða sendið oss mýndir yðar til framköllunar og fullkomnunar. Fljót og á- reiðanleg afgreiðsla. DUFFIN & CO. LTD. 472 Main St., Winnipeg. veita konurnar á heimilunum eins og hverjar aðrar gersemar. En áhrfanna frá Vestur-Evrópu gæt- ir svo mikið, að þau verða ekki bæld niður. Álítpr sendiherrann rétt, að bæla þau niður? Að vissu leyti álít eg það, því með tilliti til konunnar og stöðu hennar í mannfélaginu er eg hug- sjónamaður. En vitanlega er það eðlilegt að frelsisþráin geri vart við sig hjá tyrkneskum konum eins og annarstaðár. Lundarfar þeirra er líkt, og þær ekki gáfna- sljórri en konurnar í Vestur- Evrópu. Hvernig er kvennabúrunum í Tyrklandi varið nú á dögum? Sendiherra hlær og spyr: Haf- ið þér nóg rúm í blaðinu? pví ætti eg að leiðrétta allar þær vit- leysur, sem ganga manna á milli í Tyrklandi, þá gæti eg talað stanslaust í marga klukkutíma. En í stuttu máli skal eg taka það fram: Samkvæmt lögum frá timum Múhameðs máttu menn hafa fjórar konur. Áður höfðu Arabar, Rómverjar og Egyptar mátt hafa hundrað konur, og þetta fyrirmæli var því aðeins gert til þess að tákmarka töluna. Seinna komu þau fyrirmæli, að maður mætti því aðeins fá sér nýja konu, að fyrra hjónabandið hefði verið barnslaust. Nú eiga aðeins örfáir Tyrkir tvær konur, en al'lir aðrir eina. — En hvers- vegna hneykslast Vestur-Evrópu- menn eiginlega svo mjög á því, að menn skuli geta átt tvær kon- ur á löglegan hátt; er það ekki betra, en að hafa margar konur á ólöglegan hátt? pað er óhætt að hafa það eftir mér, að Tyrkir hafa alveg eins gott siðferði og Vestur-Evrópuþjóðirnar, að staða konunnar í mannfélaginu, er ekki nærri eins aumkunarverð og haldið er. Sundkensla. Allir kannast við Pál Erlings- son sundkennara í Reyjavík. Hann er maður rúmlega hálfsjötugur, og er nú hættur að kenna sund. Á árunum frá 1902—1920, að þeim báðum meðtöldum, er tala þeirra er hann hefir kent sund, 6516. Árin 1904—1905 og árið 1907 falla úr, með þvi að þá var lítáð um sundkenslu. Flestir voru sund- nemendurnir árið 1912, 638. Og um það tímabil, 1911—1913 og aftur 1915, voru þeir, sem lærðu sund, um og yfir 600 á ári. Sundnemendur Páls hafa verið “úr öllum áttum”, jafnvel úr fle^tum eða öllum sýslum lands- ins. Og margir ,þeirra hafa verið og eru ágætir sundmenn. Sund er fögur og gagnleg íþrótt Fyrir iþví eiga allir að læra að synda.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.