Lögberg - 20.07.1922, Blaðsíða 3
LOGHBRG, FIMTUDAGINN
20. júlí 1922
>
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir böm og unglinga §
^jiidkimi
IUItHIHIMHIttl
VIRGILÍUS.
Saga frá fyrstu tíð kristninnar í Róm.
ÁTTUNDI KAPITULI.
Ofsóknin.
premur dögum eftir að Azarias fór, lagðist
skuggi ofsóknanna, sem eg hefi minst á hér að
íraman, yfir heimili Virgilíusar.
Sólin var enn á vesturloftinu, en hulin skýjum,
ei- sýndust hvíla á hæðunum út frá Amondalnum.
Vindur var af suðvestri, sem er vanalega fyrir-
boði skrugguveðurs í þeim parti landsins, og áin
Arnon, sem var í vexti, valt fram kolmórauð með
þungum nið.
pakið á húsi Virgilíusar var flatt, og hafði
Mahala verið þar uppi við bænagjörð, en kom
skyndilega ofan og flýtti sér í gegn um stúlkna-
herbergin áleiðis til dyra hússins.
Hebe kallaði til hennar og mælti: ““Hjálpaðu
mér, Mahala. Skjaldböku-dúfan mín er í andar-
slitrunum.”
Mahala virtist ekki heyra neitt hvað Hebe var
að segja, en flýtti sér þangað sem Seyd stóð við
dyrnar.
“Sérðu veðrið, sem er að skella á?” spurði
hann, þegar Mahala var komin til hans.
“Já, veður ofsóknanna,” svaraði kristna kon-
an í lágum rómi og um leið gekk hún fast til hans
og iagði hönd sína á handlegginn á honum: “það
er fjöldi rómverskra hermanna að koma ofan í
dalinn; þeir fara hljóðlega—og þá ber fljótt yfir,
eins og veiðimenn. Hvar er húsbóndinn?” Um
ieið og Mahala slepti orðinu, reið þruma yfir rétt
hjá þeim, og svo aftur og aftur, og með þeim fylgdi
úrhellis rigning.
pegar Seyd gat látið heyra til sín, svaraði
hann: “Hann er við lestur í leynisalnum. par
dettur engum í hug að leita hans. Á eg að segja
honum frá hættunni, sem vofir yfir?”
“Nei, það eru ef til vill njósnarar þar í kring,
og að segja honum af hættunni er sama og að
draga hann inn í hana. Hann myndi aldrei skilja
ástvini sína eftir eina til þess að mæta hættunni.
Guð gæfi að honum dveldist þar sem hann er, unz
grimmasta hríðin er af staðin ! Næst trénu, feg-
ursta sedrusviðnum, eru skruggulj'ósin ihættuleg-
l’St.”
Rétt þegar Mahala var að sleppa orðinu,
heyrðist vopnabrak og fjöldi rómverskra her-
manna með sverðum og spjótum þrengdu sér inn
íyrir gyrðinguna, sem var í kring um húsið.
Menn þessir voru undir stjóml hundraðshöfðingja
nokkurs, sem aftur var undir yfirstjóm Varró.
“Hleypið þið engum út úr húsinu, látið engan
komast undan,” hrópaði Rómverjinn hátt. “Leit-
ið að göfugmenninu Virgilíusi í húsinu, honum,
sem hefir afneitað og svívirt hina voldugu guði.”
Hermennimir leituðu um alt húsið, og jafnvel
herbergi rómversku kvennanna fengu ekki að vera
friðhelg fyrir yfirgangi þeirra. peir leituðu og
leituðu, en fundu Virgilíus hvergi, hurfu svo til
fcaka og sögðu sínar farir ekki sléttar.
Á imeðan á leitinni stóð, hafði Varró safnað
ollu heimilisfólkinu saman í gangi hússins, og var
að spyrja það um húsráðanda, hve nær það hefði
séð hann síðast og hvar það héldi að hann hefði
falið sig.
“Við vitum ekkert,” svaraði Núbíi og nötraði
ailur af hræðslu. “Við höfum ekki breytt trú okk-
ar á hinum ódauðlegu guðum; okkur hefir ekki
verið trúað fyrir neinu leyndarmáli. Spyrjið þá
kristnu, sem hann hefir gjört að trúnaðarmönnum
sínum. peir geta sagt það.”
“pá kristnu!” endurtók Varró. “Hverjir eru
þeir?”
Með skjálfandi fingri benti Núbíinn á Mahala
og Seyd.
“Eg þekkii konuna,” mælti hundraðshöfðing-
inn. “Maðurinn hennar lét lífið fyrir trú sína á
Nazareann.”
“Og eg þekki hann,” sagði Varró um leið og
nann leit illmannlega til Seyd, sem stóð eins og
héri, er hið kröftuga höggormsauga hefir dáleitt.
“præll,” hrópaði hundraðshöfðinginn, “hvar
er húsbóndi þinn?”
“pað get eg ekki sagt. Eg veit það ekki,”
stundi Arabinn upp.
“Kona, getur þú sagt okkur hvar hann er?”
Mahala þagði ofurlitla stund, en svaraði svo:
“Varir kristins manns má lýgin aldrei óhreinka.
Hann er þar, sem eg vona að guð gefi að hann megi
vera óhultur og í friði.”
“Segðu til hvar hann hefir falið sig, eða það
er úti um þig,” mælti Varró og gekk til hennar
með brugðnu sverði.
Mahala sagði ekki orð, en krosslagði hendurn-
ar á brjósti sér, þrýsti saman vörunum og leit á
Varró með rólegu og ákveðnu augnaráði.
“Talaðu!” hrópaði Varró og rak rokna högg
með sverðs hjöltunum á brjóst henni.
Konan aldurhnigna hrökk til við höggið, en
gaf ekkert hljóð frá sér. Hún bað þess í hljóði, að
sér gæfist þrek til að þola kvalimar án þess að
hljóð hennar bærust til eyrna húsbónda hennar.
Varó sló hana aftur með sverðshjöltunum svo
hún féll til jarðar blóði drifin.
“Stiltu þig,” mælti hundraðshöfðinginn; “hún
er kona.” Og þegar hann sá, að bæn um vægð til
handa hinni veikbygðu konu hafði engin áhrif á
hinn harðhjartaða Varró, bætti hann við: “pað
er þýðingarlaust að vera að eyða tíma eða höggum
á hana. Ef hræðslan kemur henni ekki til þess
að tala, þá gera kvalirnar það aldrei.”
“pá skal hann, hann hefir logið að okkur,”
hrópaði Varró, sneri sér frá Mahala og skipaði
mönnum sínum að taka Seyd. “Eg skal pína hann
til sagna, eða pína úr honum lífið. Hýðið hann,
unz hann segir til, hvar húsbóndi hans hefir falið
síg.” •
Augnablik þessi voru ósegjanlega hörmungar-
full fyrir Seyd. Hann þekti helstii vel kvalirnar
og hörmungarnar, sem þessi vægðarlausi fjand-
maður hans hafði dæmt hann til. Hann átti yfir
engri píslarvættishugprýði að ráða sér til styrktar
í þessari ægilegu eldraun; svíðandi vandarhöggin
skáru hold hans og hann nötraði af angist. Kær-
leikur og þakklætistilfinning var það eina, sem
benti honum á veg skyldunnar. En það band var
ekki nógu sterkt, og það brast í þessari eldraun.
“Hægan—vægið mér—eg skal meðganga alt—
segja frá öllu”, hrópaði Arabinn.
“pú skalt ekki gera neitt þvílíkt,” var sagt
við dymar á herberginu. Seyd leit við og sá hús-
bónda sinn. f svip hans var engin þykkja né ógn,
og samvizkan sló vesalings eyðimerkurmanninn,
svo hann óskaði eftir að mega deyja.
“Hverjir eruð þið, sem gangið óboðnir inn í
hús Rómverja og dirfist að misbjóða þjónum
hans?” spurði Virgilíus og gekk inn í miðjan
hóp hermannanna, sem þá drógu sig ósjálfrátt til
híiðar í virðingarskyni við Virgilíus.
“Praetor hefir sent okkur,” svaraði Varró og
tók bókfellsstranga, sem einn af hermönnunum
hélt á. “pað er sagt,” hélt hann áfram, “við skul-
um vona, að það sé samt ósatt—, það er sagt, að þú
hafir brotið líkneski guðanna og afneitað þeim,
og gjörst fylgismaður hans, sem krossfestur var
á Golgata. Ber þú á móti því, eða getur þú
hreinsað þig af þeirri kæru?”
“Eg ber ekki á móti því, því það er sannleik-
ur,” mælti Virgilíus.
Sigrihrósandi, ánægjublandinn, illgirnis og
ágimdar svipur lýsti sér í andliti Varró. “Veizt
þú,” spurði hann, “hvaða hegning fylgir glæp þeim,
sem þú hefir framið?”
“Hver sem sú hegning er,” svaraði Virgilíus,
‘þá gefur guð mér styrk til þess að þola hana.”
Rétt í þessu komu dætur Virgilíusar, sem
höfðu heyrt til hans, inn í salinn og leituðu hælis
við hlið föður síns. pegár Virgilíus sá þær, brá
angistarsvip á andlit hans rétt í bili, út af því, að
hugsa um þessi vamarlausu böm sín og hversu
sárar að ófarir þeirra gætu orðið.
“Staða þín og róimverskur borgararéttur,”
tók Varró til máls, “hiífir þér við svipunni og
snörunni. En mér er gefið vald”—og hér fletti
Varró í sundur bókfellinu seint og gætilega, eins
og hann hefði sérstaka ánægju af að kvelja Vir-
gilíus sem mest með því að draga hann á innihaldi
þess, og benti með fingrinum á lesmál þess. “Eg
hefi vald til þess að tilkynna þér og öllum öðrum,
sem á Krist vilja trúa, að eignir þínar og þeirra
eru upptækar.”
Virgilíus rendi augum yfir lesmálið og mælti
í lágum rómi: “Verði guðs vilji.”
“Og dóminum verður fullnægt nú þegar,” hélt
Varró áfram. “Eg tek hús þitt og alt, sem í því
er, í mma umsjá í nafni laganna. petta hús veitir
hvorki þér né þínum lengur skjól. pað skal ekki
verða svivirt einni klukkustundu lengur með nær-
veru þeirra, sem guðunum hafa formælt.”
Síðasta orðið, sem Varró sagði, heyrðist ekki
sökum þrumugnýs, sem laust yfir húsið.
Blóðið stökk fram í kinnar Virgilíusi. “pú
ætlar ekki”—stundi hann upp—, “þú getur ekki
meint að vísa veikbygðu kvenfólki út í annað edns
veður og þetta?”
“Eg meina það, og eg ætla að gjöra það,”
hrópaði Varró.
“pá óska eg að reiði — ó, nei, eg má ekki for-
mæla þér,” svaraði Virgilíus, þó hann ætti bágt
með að kæfa niður fyrirlitninguna, sem blossaði
upp í sál hans fyrir þessari aðferð og angistina,
sem skar föðurhjartað. “Ef þú ert Rómverji —
ef að þú ert maður — þá leyf oss að vera hér inni
í nótt—í nafni hennar, sem er móðir bamanna
þinna, í nafni barnanna, sem kalla þig föður, og
fara svo heimilisvilt út á hina fátæklegu lífsbraut
okkar.”
Virgilía, sem yfirgefið hafði föður sinn til
þess að aðstoða Mahala, er var þjökuð og veik-
burða, var nú aftur komin til föður síns. Hún sá
í hinum ertnislega svip mótstöðumanns þeirra, að
þó hann auðsjáanlega gleddist yfir undirgefning-
arhreim þeim, sem var í rómi þess manns er hann
hafði öfundað og hatað, þá höfðu bænir föður henn-
ar ekki meiri áhrif á hjarta hans, en snjókornið
hefir á klettinn.
“Vertu ekki að lítillækka þig með því að biðj-
ast miskunnar af honum, sem enga miskunn vill
veita, faðir minn,” mælti unga ekkjan. “Sá guð,
sem þú þjónar, hefir mátt til þess að vemda okk-
ur, bæði frá ofveðrinu og grimd mannanna. Lát-
um okkur fara, hann heldur sinni vemdarhendi
yfir okkur. Við höfum leiðsögn þess, sem aldrei
fer villur vegar, og heimili, sem enginn mannlegur
kraftur megnar að taka frá okkur.”
Virgilíus horfði undrandi á dóttur sína;
skyndileg breyting virtist að hafa komið yfir hana.
Tlún virtist stærri, en hún átti að sér að vera, og
blæjan, sem hún hafði fyrir andlitinu, hafði dreg-
ist til hliðar, er hún kraup við hlið Mahala, og sást
þá eldur brenna í augum hennar, og kinnamar,
sem áður voru fölar, voru nú rjóðar sem rós. Var
það eldur ofsóknanna, sem hafði dreift sorgar-
þunganum, er lá á sálu mennar, eða var það hið
skæra ljós himinsins, sem hafði dregið mynd von-
arbogans á sál hennar?
1 undarlegri mótsetning við systur síná var
vesalings Hebe. Hún, sem hafði bundið huga sinn
við skemtanir, nautnir og vellystingar, gat nú ekk-
ert annað en grátið og stuðst við föður sinn, og
beðið hann að frelsa sig frá þessum hryggilegu af-
drifum. Og sárara en sverðseggjar nokkurs fjand-
manns var fyrir Virgilíus að hlusta á þær rauna-
tölur. Árangurslaust reyndi hann að reisa hana á
fætur, styðja hana, hugga hana, biðja hinn vægð-
arlausa Rómverja aftur miskunnnar fyrir barnið
sitt, viðkvæma, yndislega bamið sitt. í sárustu
angist sneri hann sér til hinnar eldri dóttur sinnar,
en þar var ekki neinn vanmátt að finna, sem legð-
ist á hann með þunga sínum og færði hann enn
dýpra niður í haf erfiðelikanna. Hún var líkari
friðarboða, svífandi á léttum vængjum yfir höfuð
þeirra. pegar vængir amarins voru flugvana, þá
reis hún hærra mót himni og sólu.
“Styddu þig við mig, mín trygga og elsku-
lega,” hvíslaði Virgilía að Mahala, sem eins og
pílagrímur, sem brýzt áfram til þess að ná í tjald-
stað, var með veikum burðum að búa sig til ferðar
með húsbónda sínum. “Guð gefur þér þrótt til
þess, að þola þetta um stund; við skulum bráðum
finna handa þér skýli.”
“Bráðum — bráðum,” sagði aldraða konan
kristna og rendi augum til himins.
En í hópi þessara kristnu manna, sem þama
voru saman komnir, leið engum eins illa og þeim,
sem hafði brugðist þeim, sem hafði fallið fyrir
freistingunum. Böndin höfðu verið leyst af hönd-
um hans og fótum, og hann lá nú þar á gólfinu eins
og jarðarmaðkur, sem hefir verið kraminn nærri
því til dauðs. Virgilíus vorkendi honum, gekk til
hans, rétti honum hendina og sagði við hann:
“pú ferð með okkur.”
Seyd greip hönd hans og laugaði hana í tárum
sínum.
Svefnljóð.
Eftir
DavíS Stefánsson
frá Fagraskógi.
I.
Rokkarnir eru þagnaðir,
og rökkrið orðfð hljótt;
signdu þig nú, barnið mitt,
og sofnaðu fljótt,
því bráðum kemur heldimm
hávetrarnótt.
Signdu þig og láttu aftur
litlu augun þín,
svo vetrarmyrkrið geti ekki
vilt þér sýn.
Lullu, lullu bía
láttu það ekki sjá,
hvað augun þín eru
yndisleg og blá,
því mlkil eru völd þess
og myrk er þess þrá.
II.
Ekki ert þú konungborið
óskabarnið mitt,
og ekki er gull- né silfurofið
sængurlíniS þitt.
Ánægð var eg, þó eg gengi
aldrei á gyltum skóm,
meðan tíndi’ eg handa þér
munablóm.
-----Eg skal vaka og gráta
af gleði yfir þér,
því guð átti ekkert betra
að gefa mér.
III.
Marga hefir vetrarmyrkrið
vilt á sína slóð,
og einu sinni manninn,
sem eg var góð . . .
pví er eg svo hrædd og kvíðin,
þegar rökkva fer,
sem hjartað ætla að bresta
í brjóstþmér.
pá fer að syngja við þig
svefnljóðin mín,
svo vetrarmyrkrið geti, ekki
vilt þér sýn.
IV.
Lullu, lullu bía
litla barnið mitt;
bráðum kemur dagurinn
með blessað ljósið sitt.
Bráðuim kemur dagurinn
með birtu og stundarfrið:
þá skal mamma syngja
um sólskinið.
Professional Cards
DR.B J.BRANQSON
701 Llndsay BaJltHnK
Phone A 70ST
Offlce ttmar: 2—3
HetmlU: 77« Vlotor St.
Vhone: A 7122
VVfavnlpeg, Man.
Dr. O. BJORNSON
701 Jjlndeay Bullding
Offloe Phone: 7067
Offflce tlnutr: 2—3
•
Heimlll: 764 Vlctor St.
Telephone: A 7686
Wlnnlpeg, Mnn.
DR. B. H. OLSON
701 Lindsay Bldg. .
Ofíloe: A 7087.
Viðtalatímí: 11—12 og 4.—6.80
10 Thelma Apta., Homt Street.
Phone: Sheb. 68U.
WINNIPHa, MAN.
Dr- J. Stefánsson
600 Sterling Bank
Stundar augna, eyrna, nef og
kverkasj úkdóma. Er að hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Tals. A3521. Heimili 627 Mc-
Millan Ave. Tals. F 2691
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bnildlng
Cor. Portage Ave. og Bdmonton
Stundar eérstakUga berklaafkl
og aflra lungnaajúkdðma. Hr at)
ftnna 4 •krtfstofunnl kl. 11—
12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Bkrlf-
stofu tals. A 3521. Hetmlll 46
Alloway Ave. Talelml: Sher-
brook 8168
Thos. H. Johnson
og
Hjalmar A. Bergman
tatenaklr
Skrlfatofa Rootn 811
BulhhuK. Portaae Ave.
P. O. Boa 1611
Phooea: A6848 o* *«4*
W. J. UNDAI, a oo.
W. J. Undal. J. H. Undal
B. BteCAaaaon.
Lögfrseðfawav
1207 Unlon Truat Rld«. Wlawls—
ar alnnlK aB flnna 4 ®ftlr#rfatf-
andl tlmum og stOSum:
Lund&r — 4 hverjum mlúvlk»<
Rlverton—Fyrata og brl«)a
ÞrlOJud&g hvere m4na«ar
alixll—Fyrsta og |>r«5)a
vlkudag hvera miatlar
Arni Anderson,
ísl. lögmaBur
í félagi við K. P.
Skrifetofa: 801 Blectrtc
way Chambera.
Telephone Á 2197
ir TiTnntKwmri
ARNI G. EGGERTSSON,
tslenzkur lögfræBingur.
Hefir rétt til að flytja mál bmfll
í Manitoba og Satfkatchewan.
Skrifstofa: Wynyaro, Saak.
Dr. Kr. J. Austmann
M.A. MD. LMCC
Wynyard, Sask.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna Og
barna sjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—12 f. h.
3 til 5 e. h.
Talsími A 4927
Heimili 806 Victor Str.
Sími A 8180.
Phone: Garry 261«
JenkinsShoeCo.
689 Notre Dame
Avenue
Vér leggjum séretaka 4heraiu 4 e*
■eUa metJöl ettir forekrlftum lmkna.
Hln b.atu lyf, eem heeet .er a*
eru notuB elngftnéru. Pogar pér kewfaÉ
meC forekrlftlna tll vor,
vera viae um f4 rétt t>a« eem 1«
inn tekur tH.
OOLOLEC6H & OO.
Notre Dame Ave. og Sherbroofae 44.
Phonee N 765Í—7666
Qlftlngalyflebréf eeld
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. eg Donald Street
Talsíml:. A 888»
DR. J. OLSON
Tannlæknir
602 Sterling Bank Bldg.
Talsími A 3521
Heimili: Tals. Sh. 3217
E
3
Sh
3
M
cs
B
DR. W. E. ANDERSON
307 Kennedy Bldg. Ph. A 7614
(gagnvart T. Eaton Co.)
Sérfræðingur í augna, eyrna,
nef og kverkasjúkdómum.
Viðtalstími: 9-12 fJt. 2-6 e.h.
Heimili 137 Sherbrooke Street,
Sími Sher. 3108
A. S. Bardal
84S 8herbrooke St.
Selur likkistur og annaet um útfarir.
Allur útbúnaður aá bezti. Enafretn-
ur aelur Kann alakonar minniavarða
og legateina.
Skrlfet. taleinii N 4008
Heimilig talHÍ rnl N «Mf
r-------------------------—
Vér geymuir. reiðhjól yfir vaé-
urinn og gerum þ&u etne og nÉ,
ef þess er óskað. Allar tegund-
ir af skautuon búnaar 111 aaoa.
kvæmt pöntun. Áreiðavrtegt
verk. Lvpur afgreiðsla.
EMPIRE CYCLE, CO.
641Notre Dame Ave.
ss
!L
3
<v
Ok
Tíminn er peningar.
Verketofu TaU.:
A 8S8S
Heim. Tnu.:
A »384
G. L Stephenson
PLUMBER
AUekonar mtmagmihiild, evo
atrnujárn vira, allar tegundlr af
Klösum og aflvaka Jbatterla).
VERKSTDFft: 676 HOME STREET
Lafayette Stndio
G. F. PENNT
Ijjósmyndastnlður.
SérfræCingur i aC taka hópmyndir,
Giftingamyndir og myndir af heil-
um bekkjum skólafólks.
Phone: Sher. 4178
489 Portage Ave. Wiimlpe*
Phones:
Office: N 6225. Heim,: A7966
Halldór Sigurðsson
Genoral Contractor
808 Great Weat Permanent
Bldg., 856 Main 01.
Giftinga og ,
Jaröarfara- D,om
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tal*. 726
ST IOHN 2 RiNG 3
J. J. Swanson & Co.
Verzla meS fastelignir. SJ& um
lelgu & húsum. Annast l&n o*
eldsábyrg'8 o. fl.
808 Paris Building
Phones A 6349-A 6310
JOSEPH TAVLOR
‘ LÖGTAKSMAÐUR
Heimilistals.: St. John 1844
SUrifstofu-Tials.: A 655(7
Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuldj^
veóskuldir, vixlaskuldir. AfgreiBir tX
sem aB lög-um lýtur.
Skriistofa 255 Maln Street