Lögberg - 31.08.1922, Page 4

Lögberg - 31.08.1922, Page 4
«. 4 LÖGBERG, P1MTUI»AGINN 31. ÁGÚST 1922. JÖgberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col uíTihia Press, Ltd./2or. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaimari >-B327 oí N-B328 Jos J. tíiídfeiL Editor Utanáskrift til blaðsino: THC COlUflHBIH PHESS, Itd., Box 3l72, Winnlpag. M»n- Utanáakriit ritstjórans: EOifOK LOCBERC, Box 3171 Winnipog, ^an. The “i.<;*berg" is printed and publiahcd by The Oolutubia Preaa, Limlted. in the Columbia Biock. 85? to 8S7 Sherbrooke Street. Winnipeg, Manitoba — Sparnaður. Þœr eru margar óskirnar, sem eru í hug og hjarta æsikumannsmn, þegar hann er vax- inn og er J>ess al-búinn að taka sinn þátt í störfum lífsins og ábyrgðina af þeim sér á herðar. En það er ein ósk — ein þrá, sem þá er sameiginleg öllum æskumönnum og æskumeyj- um, eða ef lxún er það ekki, þá ætti hún að vera það, og það er að vegna vel í lífinu og verða nýtur maður eða kona, og í því sam- bandi er margt að athuga. því það gjörir sig ekki sjálft, fremur en nokkuð annað, sem eft- irsóknar vert er. i iÞað fyrsta. sem menn skyldu athuga er, að samband vort við heiminn, eða samferða- fólk vort í honum stjórnast ekki á reglum þeim, sem við sjálf setjum, heldur hinum viðtekna heims vana. iSvo enginn getur skift við umheiminn eft- jr sinni eigin vild, heldur verða menn svo framarlega, að þeir vilji að vel fari, að skilja að velgengnina verða menn að kaupa með því, að þekkja og fylgja lögmálinu, sem lífi mannanna ræður eins og reynsla þeirra hefir leitt í ljós 4 liðnum árum. Einn meigm þátturinn í lögmáU lífsins er sparsemin. Það er ekk margt, sem er eins þýðingar- mikið og sparsemin fyrir þá og þær, sem eru að taka ábyrgð lífsins á herðar sér. Með á- byrgð lífsins meinum vér ekki nauðsynlega, að ganga í sérstakar stöður né heldur þátt- töku manna á hinum stærri og þýðingarmeiri sviðum mannlífsins. Heldur miklu fremur, og sérstaklega meinum vér þetta til æsku- fólks þess, sem er að byrja að vinna fyrir sér. Vér vitum að á þessu eru erviðleikar. Vér vitum, að á því tímabili er það sérstaklega, sem að fólki finst að það þurfi svo undur margt að kaupa, og þá er það líka, sem kaup- gjald þess er lægst, og það hefir úr fremur litlu að spila. En það er einmitt þá, sem það verður að spara ef vel á að fara. Það er alveg sarna, hvrað kaupið er lágt, sem unglingurinn fær, eftir að hann fer að vinna fyrir sér. Hann á að spara eitthvað af því, jafnvel þó það sé ekki nema nokkur cent í hvert, sinn og honum er borgað, og þó hann verði að neita sér um vindlinga, hreifi- myndir, silki'sokka og jafnvel máltíð, þá á hann 1 | að spara og leggja fvrir ofurlítinn, eða eins míkinn hluta af kaupi sínu og hann getur, því það er ekki upphæðin, sem spöruð er, sem mestu varðar, heldur það að venja sig á að spara. Sparsemin er dygð, sem enginn getur staðið sig við að gera lítið úr, eða forsmá. Hún er líka oft og tíðum eina vopnið, sem getur varið menn frá falli og eyðilegging. Ef maður lítur í kring um sig, þá sér maður ao heimurinn er ekki ólíkur mörk, þar sem ræn- ingjar og rándýr hafast við á. Á móti þeim er sjtarsemin eina vörnin. Þegar veikindi sækja menn heim og þeir eru ekki vinnu færir, þá er sparsemin aðal stoðin, sama er að segja þegar verkföll bera að höndum, slys eða eitthvað, sem varnar mönnum frá vinnu og er þá betra, að hafa centin, sem maður var búinn að spara sér til aðstoðar, heldur en svíðandi samvisku út af því að hafa svikist um eitt af aðal skyldnverk- um Kfsins og standa þá alls laus uppi. í blaði einu, sem gefið er út í London, segr Aírnold Bennett þetta: — “Það eru tugir þúsunda af fólki, bæði ungu, miðaldra og jafnvel gömlu í London og Nefw York, og í öllum öðrum bæjum und- ir sólunni, hefði hann mátt bæta við), sem ekkert heldur frá hörmungum annað en cent- I in, sem það kann að hafa í vösunum og kaup- ið, sem það fær næsta laugardagskveld. Þetta er einkennilegur og óaðgengilegur sannleikur, en sannlgiknr eigi að síður. Meiri parturinn af þessum tugum þúsunda einstaklinga, eru hugsunarlausir heimskingjar, sem em sekir \ um brrálæðis tiltæki manns, sem færi inn í oKubúð með vindling í munninum. Þetta er í augum uppi. Þó eg riti þetta með kinn- ! roða, bá bið eg ekki afsökunar á því”. Yæri ekki gott fvrir fólk vort. að hugsa I dálítið alvarlega um þessa hluti og ekki sfst, nú undir veturinn. Bændurnir og bændavaran. * Á öðrum stað í þlaðinu ritar kunningi vor G. Jörundsson, frá Stony HUl, um bændamál, og erum vér honum þakklátir fyrir það, þó á- drepa hans til íslenzku blaðanna í því sam- bandi sé, að voru áliti óverðskulduð. Þá er hitt að engu síður satt, að landbún- aðarmálin, eru svo þýðingar-mikil, að þau mega ekki, og eiga ekki, að leggjast undir höfuð. IBn það er ýmislegt í sambandi við land- búnaðinn, helst allt, sem erfitt hefir verið nú síðan stríðinu lauk og er enn, og þar á meðal ,eru atriði þau, sem Mr. Jörundsson minnist á í grein sinni. I. Skattar. Fjarri er það oss, að lá bændunum þó þeir beri sig illa undan erfiðleikum þeim, sem þeir eiga við að stríða — óvanalega mikil útgjöld annars vegar, en Óhæfilega lágt verð hins veg- ar, fvrir alt eða flest, sem þeir hafa til að selja, og það eru þau tvö spursmál, sem um er að ræða og úr verður að leysa eftir bestu föngum. — En það er hægara um þessi mál að tala, heldur en að ráða bót á þeim. Allmikið af skattabvrðinni er óumflýjan- leg, bún er bein afleiðing af því, að þjóðin varð að sökkva sór í skuldir á stríðstímunum og þær skuldir verða að borgast, og eini veg- urinn. sem til er til þess, að mæta þeim auknu útgjöldum, eru auknir skattar, að minsta kosti fyrst í stað, og eru útgjöld þau því óvið- ráðanleg. En það em aðrir skattar, svo sem skóla- skattar, skattar til vegagerðar og annara fram- kvæmda heima fyrir, sem menn geta frekar takmarkað. Einkum em það skólaskattarnir, sem farnir eru að verða óviðráðanlegir, bæði í sveitum og bæjum, og hafa menn þar sjálfum sér um að kenna, að allmiklu leyti. Menn hafa bygt of dýra skóla á meðan góðærið var. Myndað sameiginleg skólahéruð, þar sem menn vom ekki færir um að standa straum af þeim, og eru svo að berjast við að halda þeim við; nú, þegar þröngt er um gjaldeyri. Fjarri er það oss, að víta menn fyrir það, þó að þeir vilji gefa börnum sínum, sem full- komnustu mentun, en það er skammsýni þeirra einni að kenna, ef þeir ganga svo langt í þá átt, að kostnaðurinn verði lítt viðráðanlegur, eins og hann nú er orðinn sumstaðar hér í j\fanitoba. Ráðið til að bæta úr þessu, er að- eins eitt — að spara. Annaðhvort að falla til baka tii fyrra fyrirkomulagsins, að fjölga skólunnm og minka skólahéraöin, eins og áður var; það fyrirkomulag var miklu kostnaðar minna og borga í sameining skuldir þær, sem menn em komnir í, í sambandi við hina dýrari s'kóla, eða þá að stækka hin sameinuðu skólahéruð svo, að útgjöldin leggist ekki eins þungt á hvern einstakling, og í þriðja lagi. að færa útgjöldin í skólabéruðum niður, svo að menn geti borgað þau, án þess að taka það of nærri sér. Það sem sagt hefir nú verið um skólaskatt- inn. má einnig segja nm skatta til almennra sveita þarfa. Skattamatsmenn verða um tíma, að hætta að mæla upphæð þeirra við það, sem þeim finst að þurfi að gjöra, en sníða þá meira eftir gjaldþoli manna. Eitt af því, sem að er hjá okkur, er að við gjörum okku r ekki eins ljósa grein fyrir þessari hlið málanna,.eins og þeirri, að vörur vorar, sem vór höfum til þess, að selja hverjar sem þær eru, ættu að vera í nægilega háu verði til þess, að mæta útgjöldum eins og þau eru. 77. Verð á bændavöru. Það er engin furða þó bændurnir hér í Manitoba, og rejmdar víðast hvar annarstaðar á bvgðu bóli, kvarti út af verðinn, er verið hef- ir 4 flestum afurðum þeirra undan farið, og er nú þvf engum blöðum um það að fletta, að sú stétt hefir orðið að þola meiri skaða — beint tap á síðastliðnum tveimur árum, en nok : r önnnr stétt mannfélagsins. En við því hefir ekki verið gott að gjöra, og er ekki enn. Þær vörategundir, sem Manitoba-basndur hafa til að selja em aðallega tvær, kora og nautgripir. Báðar þessar vörutegundir, era nú í svo lágu verði, að þær borga vart fram- leiðslukostnað hvað þá heldur, að þær geti mætt fram-færsluikostnaði framleiðendanna og þeirra skylduliðs, og mætt auknum þörfum til almennra útgjalda. En hór er úr vöndu að ráða, og engin ein þjóð getur ráðið við að laga það á stuttum tíma og hór kemur líka svo margt til greina, að naumast verður á alt bent, sem þessu er vald- andi, en nefna má fjárskort þjóða, stórra og smárra, til að kanpa . Tilfinning þeirra og jafnvel óhjákvæmileg nauðsyn, til að spara alt við sig, sem ]>ær geta án verið, á meðan að stærstu sárin, sem þær fengu í stríðinu eru að gróa. Þess vetma hafa þær þjóðir, sem fram- Ieiðslutækin höfðu ólömuð, orðið a sitja sjálfar með framleiðslu sína eða selja hana fvrir sára lítið. T sambandi við korn-framleiðslnna vita menn. að fjöldi af bændum eru hjálparlausir gagnvari skuldheimtumönnum sínum. Undir eins og þeir hafa náð korni sínu í hlöður á haustin verða |>eir að selja það til þess, að mæta skuldum fvrir hvað helst verð, sem korn- kaupmennirnir bjóða. •Hominion-stjórnin vildi revna að laga þetta með þvp að veita vestur-fylkjunum rétt til þess að selja kora sitt í fólagi, en þvrftu ekki að sæta hvaða afar kjöram, sem þeim væru « I boðin, og til þess líka, að hægt væri að passa, að framboðið yrði ekki svo mikið, að verðið færi ofan úr öliu viti. Hvað gera svo stjórnir vestur-fylkjanna við þetta? Duiming stjórnarformaður í Saskatchew- an, sem ekki tilheyrir bændaflokknum, er sá eini af stjórnarformönnum vestur-fylkjanna, se.m í alvöru hefir viljað hagnýta sér þessa bú- bót. Greenfield, formaður bændastjómarinn- ar í Alberta, liefir verið hálfvolgur; en Brack- en í Manitoba, 'beið og beið, unz of sent var, að gera nokkrar framtkvæmdir í málinu í ár, og blað þess flokks, Free Press, sagði, að ekki væri gerandi að kalla þing saman í Manitoba út af þessu kornsölumáli, því afturhaldsþing- mennirnir 7! ætluðu sér að tala á móti því. Hvernig á svo að fara að, þegar bænd- urnir sjálfir, eða forgöngumenn þeirra eigin niá»a vilja eikki reyna til þess, að bjarga sjálf- um sér út úr ógöngunum? í samibandi við nautgripa söluna og um- mæli Mr. Jörundssonar, í sambandi við hana, er rétt að benda á, að stjórnin í Canada er að beita öllu sánu afli til þess, að aðflutningsbann- ið á eanadiskum nautgripum til Englands verði afnumið, og er gott útlit með að það muni fást áður en langt um líður. En þó að það fáist, þá mega menn ekki láta sér detta í hug, að “bjöminn sé unninn” í sambandi við gripa verðið. Að vísu kaupa Englendingar að sjálfsögðu eitthvað af sláturgripum frá Cana- da þegar það er fengið. En það verða aðeins úrvals sláturgripir. Fjöldan allan af gripum þeim, sem Mr. Jörundsson talar um, og bænd- ur svona upp og ofan hafa. til að selja, er e'kki til neins að senda til Englands, því eigendur þeirra mundu ökki bera neitt meira úr býtum, ]>ó þeir væru sendir þangað, en þeir gera nú, með því að selja þá á $25,00 hér í Winnipeg. Sannleikurinn er sá, að nú, sem stendur, er ebki tilfinnanlega slæmt verð á verulega góð- um gripum, þó það gæti og ætti að vera betra. Fyrsta flokks gripir liafa selst hér í Winnipeg undanfarandi daga á 5%—6 cent pundið á fæti, seni gerir $90,00 fyrir naut, sem vigtar 1500 pund. En það sem að er, er það, að slíkir gripir eru lítt fáanlegir. Mest af gripum þeim sem á Winnijieg markaðinn berast, eru ekki fvrsta flok'ks gripir — eru of lítilfjörlegir, til ]>ess að seljast fyrir viðunanlegt verð, og gjöra það líklega aldrei framar. Eina úrlausn- in fyrir bændur í því máli er því, að hætta að ala upp gvipi, sem aldrei geta komist í verð. en leggja alla stund á að ala upp þær tegundir nautgripa, sem sózt er eftir. -------o-------- Stjórnmáladeilan í Ontario. Hún er byrjuð en ekki enduð, deilan milli þeirra Hon. (Drary’s stjórnarformanns í Ont- ario og Mr. Morrisons, ritara hinna samein- uðu bændafélaga, — þeirra félaga, er studdu núverandi stjórn til valda. Um hvað er svo verið að berjast? Deiluefnið virðist í fáum orðum sagt vera það, að Mr. Drury hefir stungið upp á því, að rýmkva ögn til um flokksfjötrana og gefa öll- um mönnum, án tillits til stjórnmálaafstöðu þeirra í liðinni tíð, tækifæri á að ganga inn í Iiændaflokkinn, cf skoðanirnar á annað borð færu í flestum meginatriðum saman. Þetta er nú syndin mikla, sem Mr. Drury á að hafa drýgt og sem í augum Mr. Morrison’s, er talin ófyrirgefanleg með öllu. Þegar1 bændaflokkurinn komst til valda í Ontario, var hann eins og höfuðlaus her. Hann hafði heldur ekki beinan meiri hluta í þinginu og átti víst tæpast innan vébanda sinna, þótt leitað væri með logandi ljósi, mann, er hæfur gæti talist til að takast stjórnarfor- ystuna á hendur. Sú varð því niðurstað- an, að reyna að svipast um eftir foringja ut- an við þinghá bændasamtakanna. Eftir nokkura leit, lenti valið á Mr. Drury, manni, sem fylgt hafði Sir Wilfred Laurier og frjáls- lynda flokknum að málum, alla æfi. Með því að taka verkaflokksmann inn í hið nýja ráðu- neyti og tryggja sér þar með stuðning verka- mannaflokksins á þingi, tókst Mr. Drury að stofna ráðuneyti sitt og halda völdum fram á þenna dag. Um stjómarstörf hans skal ekki rætt hér og alla sízt að þessu sinni. En hitt væri ekki úr vegi að athuga, að þegar í upp- hafi rýmkaði bændaflokkurinn í Ontario, vit- andi eða óafvitandi til, er hann sótti stjórnar- formann sinn yfir í frjálslynda flo’kkinn. Það sýnist því svo, sem ásakanir Mr. Morrison’s og blaðsins Farmers Sun, á hendur Mr. Drury só ekki á sem állra heilbrigðustum grundvelli bygðar. Hon. Drury, nýtur ,persónulega all-mik- illa vinsælda víðsvegar um Ontario fylki, og honhm einum mun það vafalaust vera að þakka, að stjóraarskúta bændanna, er ekki fvrir löngu komin í strand. En nú era það l>a*ndurnir og }>að jafnvel sjálfir leiðtogarnir, eins og Mr. Morrison, er í pólitiskum skilningi sitja um líf hans, fvrir það eitt, að því er bezt vprður sóð, að hann drýgði sömu syhdina og þoir sjálfir ger?Su með vali hans, sem só að vilja rýmkva ögn til um flokltsf.iötrana og korna þar með í veg fyrir, að bændasamtökin yrðu sökuð um stéttdrægni. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada. 7. kafli. Sem áframhald af greininni í síðasta blaði, þykir rétt að fara nokkrum orðum um höfuðat- vinnuveg fylkisbúa, sem sé kornræktina. pað mun óhætt mega fullyrða, að fá landsvæði sé betur til kornræktar fallin, en Saskatchewan. Enda má fylkið teljast eitt af iheimsins mestu forðabúrum, að því er við- kemur framleiðslu hinna ýmsu korntegunda, svo sem hveitis, byggs, hafra og hörs. Fimm sinn- um hefir Seager Wheeler, unnið heimsvið/urkenn'ingu og verðlaun fyrir hveiti það, er hann hefir ræktað á búgarði sínum, nálægt Rost. Saskatchewan. Hann hefir einnig hlotið fyrstu verðlaun fyrir bygg og hafra. Á heimssýn- ingum hefir Mr. Wheeler einnig •hlotið verðlaun fyrir ýmsar aðr- ar korntegundir og meðferð á út- sæðisfræi. petta sannar bezt hve loftslag og jarðvegur í Saskatcíhewan getur famleitt mikil auðæfi. Mr. Wheeler kom til Saskatchewan fyrir nokkrum árum algerlega án æfingar í korn rækt. Auðvitað hafa margir menn einnig unnið sjálfum sér og fylki (þessu heiður, með jrvi að hafa skarað fram úr, að því er áhrærir ræktun korntegunda cg jafnframt einnig á sviði gripa-j væktarinnar. Má þar til nefna 5 broddi fylkingar þá J. C. Hill og Sons, frá Lloydminster, er hingað komu fyrir tuttugu árum, j þf. öldungis óvanir hérlendum j búnaðaraðferðum. peir hafa nú j unnið þrisvar sinnum ‘í <röð silf- i rbikarinn fræga, (fimtán hund ruð dala virði í peningum), sem Oolorado rikið hét þeim, er fram- leiddu bezta tegund af (höfrum. Einnig hafa margir bændur í I fylkinu unnið verðalun á heims- sýningum, fyrir garðrækt og gi iparækt. Jarðvegur Saskatschewan fylk-j is er mjög svipaður þvi, sem við- gengst í Manitoba. Hann fel-j ur í sér afar margbrotið frjó- magn, og er því vel til kornrækt-1 ar fallinn, án þess að nota þurfi áburð. Á vetrum fer frostj alldjúpt í jörðu og safnast þar með nægur raki saman fyrir sáninguna að vorinu til. Minstu' bújarðir eru aldrei minni en 160 ekrur, fjórðungur úr section eins og það er kállað. Auðvitað hefir fjöldj bænda miklu meira landrými, sumir hálfa section og enn aðrir 640 ekrur eða jaínvel meira. pað leiðir því af sjálfu sér, að kornframleiðslan í Can- ada, verður margfalt meiri áj bónda hvern, en á sér stað í hin-1 um eidri löndum. Meðal upp- skera hveitis, verður því sem næst 16 bushel af ekrunni. hafr. ar 32 bushel, bygg 24 bushel, rúgur 13 og hör nálægt 9 bushel- um. Auðvitað verður uppsker- an í sumum pörtum fylkisins nokkuð meiri. Heita má að sama ræktunar- aðferðin sé brúkuð, bæði við ný- lönd og gömul, eins og bent hef- ir verið á í greinum vorum hér að framan, í samibandi við Mani- toba. Væntanlegir innflytj— endur, þyrftu að hafa það í huga, að þótt skilyrðin fyrir kornrækt j í fylki þessu sé góð, þá er ekki æskilegt að binda sig einvörð- ■ ungu við >á tegund framleiðslu, og þess vegna reynist griparækt jafnhliða, venjulegast affarasæl- asti búnaðurinn. 1 fylkinu eru ágæt skilyrði fyrir hendi til að koma korni á markað. Alt korn er selt saim- kvæmt lögum sambandsjþingsins og Iætur stjórnin umboðsmenn sína skoða það og ákveða flokkun þess. Meginhluti þess korns, er flytjast skal út, er látinn í kornhlöður — elevators, sem nú eru að heita má við hverja ein- ustu járnbrautarstöð. Allir kornkaupmenn í Vestur-Canada, verða að ihafa stjórnarleyfi og enn fremur næga tryggingu, svo að þess vegna geta bændur engu tapað og ekkert átt á hættu, er viðkemur sölu uppskeru sinnar. Ymist eru það mylnufélögin, kornkaupafélög og aamvinnufé. lög bænda, er eiga kornhlöðurn- ar Bóndinn getur því ávalt eftir eigin vild, ýmist flutt korn sitt tafarlaust tii kornhlöðunnar of fengið fyrir það peninga út í hönd, eða ef hann vill halda því upp á væntanlega verðhækkun, þá getur hann samt fengið það geymt í kornhlöðunni og fær við afhending skírteini, er sýnir hve mörg bushel hann eigi þar. Kjósi hann heldur að láta kornið í vagn, þá getur hann eining gert svo, því járnbrautarfélögin hafa bygt samkvæmt lögum, það sem kallað er loading platform, við hverja stöð. Umboðslaun fyrir eftirlit og vigt, nemur því sem næst einu centi á bushelið. í viðbót við hinar algengu k)ornh(löður, hefir Canadastjórn sett upp kornþlöður í Moose Jaw og Saskatoon og ennfremur í Calgary, Alberta. Undir eins eftir þreskingu, fer kornið að hlaðast á markað, og koma þá þessar stóru, stjórnarhlöður sér vel. Uirl þær mundir liggja járn- brautarfélögin ekki heldur á liði sínu. Hafa þau flutningalest- ir á hverri megin- og hliðarálmu svo ávalt má koma korninu frá sér, nær sem vera vill. Meg- inið af korni því, sem til útflutn- ings er ætlað, er flutt með járn- brautinni til Port Arthur og Fort William, þar sem það bíður í hlöðum þess tíma, er senda megi það á skipum til Liverpool og annara stærstu kornmarkaðs- borga. Kornhlöðurnar i Port Arthur og Fort William, rúma 54,000,000 busihela af korni. í Vancouver eru einnig kornhlöður — elevators, þar sem geyma má korn það, er flytjast skal til Asíu, þess hluta Kyrrahafsins, er með ströndum Bandaríkjanna liggur, eða þá gegnum Panama- skurðinn og til Norðurálfuríkj- anna. pað mun ekki ofmælt, að hvergi í heimi, sé fyrir hendi fullkomn- ara kerfi, er til þess þarf að koma stórum byrgðum korns til markaðar, en einmitt i Canada. Griparækt og framleiðsla mjólkurafurða. pótt Saskatcrewan fylki, sé heimsfrægt fyrir hveitiræktina, þá ber þess að gæta, að iþar eru fyrir hendi óvenjulega góð skil- yrði, fyrir það sem kallað er “mixed farming,” þar sem gripa- ræktin er viðhöfð jöfnum hön(Þ um við kornræktina. í því falli að uppskera af einhverjum ástæð- um mishepnist, er hag bóndans þó alla jafna borgið, þar sera griparæktin er stunduð jöfnum höndum. Enda er ®ú 'búnaðar- aðferð, að ryðja sér æ meira og meira til rúms, á hinum síðari árum. í Saskatchewan fylki eru um 1.379,000 nautgripir, þar af um 375,000 mjólkurkýr, yf- Electro Gasoline “öfcst öy Every Test” pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og fyrirbyggir ólag á mótornum. Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö Service Stations: Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions og Crank Cíise No. 1. Corner Portage og Maryland. N. 2. Main Street, gegnt Union Depot. No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange. No. 4. Portage Ave. og Kennedy St. No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel. No.6. Osbome og Stradbrooke St. No. 7. Main Street North og Stella Ave. Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages: Willys-Ovérland, Cor. Portage og Marylana. Cadillac Motor Sales, 310 Carlton. Imperiaí Garage, Opp. Amphitheatre. « Biðjið kaupmann yðar um: Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene OIíu og Greaaes. Prairie City Oil Co., Ltd. Phone A 634? 601-6 Somerset Building i

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.