Lögberg - 23.11.1922, Blaðsíða 4
4 blfc.
LOGBERG FIMTUDAGINN
23. NÓVEMBER 1922.
1
Athugasemd við svar.
I>að er hægt að segja það um svarið sem
birtist í síðustu Heimskringlu gegn athuga-
semdum þeim, er vér gerðum við staðhæfingar
blaðsins út af gengismálinu, að það var kurt-
eist, þó það sé ekki sannfærandi, því enn er
þokan svo mikil í huga ritstjórans í þessu máli
að hann sér ek'ki í gegnum hana.
Það eru tvö atriði í grein vorri í Löghergi
sem ritstjórinn segir að séu rétt athuguð, og
'þau eru að ef Oanadamenn hefðu fengið borg-
aÖ fyrir vöru sína í dollurum og þær keyptar
hér í Canada, þá hefði Lögberg sagt satt frá,
en Heimskr. farið með rangt mál, og að dæmið
um verðfall ál fasteignum, sem vér tókum,
sannaði að eins gengismun, að því er peninga
snertir. Það sýnist vera ríkt í huga ritstjóra
Heimskringlu, að vér Oanadamenn höfum selt
komvöru vora til Breta og að gjaldmiðill
þeirra, sem á þessum tiltekna tíma var í lægra
verði en okkar, hafi verið látinn ráða verðinu
á vörunni og vér þannig tapað þessaxi umræddu
upphæð. En þetta er einmittt atriðið sem
Heimskr. flaskar á, vegna þess, að hvorki ensk-
ur gjaldmiðill, né iheldur gjialdmiðill nokkurs
annars lands, getur nokkumtiíma ráðið verði á
þessari né heldur neinni annari vörutegund,
sem boðin er fram til sölu.
iSegjum, að aðal markaðurinn sé í Liver-
pool, sem mestu ræður um hveitiverðið, eða
sá markaður, sem þjóðimar sem kom þurfa að
kaupa leita til. Þá skapar framboð og eftir-
spurn verðið, og þeir sem kaupa, verða að
borga það verð, hvort heldur það era Frakkar,
Grikkir, Þjóðverjar eða Bretar, án nokkurs
tillits til þess hveraig peningagengi þessarar
eða hinnar þjóðarinnar er, í það eða það s'kift-
ið.
Segjum að Þjóðverjar keyptu nokkur
hundruð miljón mæla af korni frá Canada, í
gegnum Liverpool markaðinn, fyrir það verð
sem eftirspurnin og framboðið skapaði daginn
sem kaupin væm gjörð. Hvemig færi þá?
IJögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Preu, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Tnlnimart >-6327 06 N-6328
Jon 4. HiidfeU. Editor
Ut^náskrift til blaðsins:
THE CPLUV8II\ PfjESS, lt(f., Bn«3l72, Winnlpeg, A*an.
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOR 10CBERD, Box 3172 Wínnipeg, Man.
r-.* 1» prlnted and publisheil by The
Oolumbia Prese, Limlted, ln the Columbia Block,
kiil to X57 Sherbrooke Htreet, Winnipeg, Manitoba
Fiskidæmið, sem Heimskr. tekur sínu máli
til sönnunar er í mesta máta varhugavert, því ef
það hefir við sannleika að styðjast, þá er það
undantekning frá því algenga og getur þess
vegna ekki talist sem algeng verzlunarregla,
og var heldur ekki á meðan gengismunurjnn,
var sem mestur á milli Bandaríkja og Canada-
peninga, þá borguðu Bandaríkjamenn Canada-
mönnum mjög oft í canadiskum peningum, það
er, keyptu canadiska peninga og tóku sjálfir
ágóðann. Þegar þeir borguðu í peuingum sinn-
ar eigin þjóðar, þá béldu þeir eftir gengismunin-
um heima hjá sér, eða ef þeir gerðu það ekki,
var sú upphæð færð þeim til inntekta af félög-
um þeim, sem þeir verzluðu við í Canada, sem
og líka sjálfsagt var, því það var þeirra fé, og
varð öanada því að tapa undir nálega öllum
kringumstæðum í iþeim viðskiftum.
!En þegar um undantekning, eða réttdia
sagt, ef um undantekningar var að ræða, þá
er það að þakka framsýni verzlunarmanna
er gerðu bindandi samninga áður en canadisku
peningarnir féllu, um að gengi gjaldmiðils
beggja ríkjanna skyldi jafn, og að vömr þær,
sem þeir verzluðu með í Bandaríkjuuum skyldu
borgaðar í Bandaríkjapeuingum. Ef um
slíka menn hefir verið að ræða, getur dæmið átt
við þá, en aldeilis ekki við hin almennu við-
s'kifti þjóðanna.
Astæðurnar
fyrir því aC hugur íslenzkra bændahnegist til Canada
19. Kafli.
Sí<5astli8ið ár komu allmargÍT ibankamenn til
Canada, frá New York og Ohio ríkjunum, á leið til
hins árlega bankastjóraþings li uos Angeles, Cal.
Fulltrúar sambandsstjórnarinnar, mættu ferða-
mannaihóp jþessum við landmærin, ásamt umboðs-
manni The Bank of Montreal. Alls voru í gesta-
ihópnum um 450 menn. Veður var hið fegursta, er
inn til Canada kom; skein sól í heiði á bina gróður-
þrungnu akra Vesturlandsins.
Bankastjórunum voru veittar upplýsingar um
það, að vesturfylkin framleiddu árlega þetta frá
$250,000,000 til $350,000, 000 virði af hveiti, og þótti
þeim slíkt furðu sæta. Við gullgröft, verður eins
ug leiðir af sjálfu sér, tonni færra eftir í námunni
við bvert tonn, sem unnið er úr henni og sama gild-
ir um kol. En mismunurinn á hveitiframleiðsl-
unni er sá, að ár eftir ár, fæst oft af sama iblettin-
um, eigi aðeins jafnmikið af hveiti, iheldur stund-
um margfalt meira.
Bankastjórunum var og leitt það fyrir sjónir,
með órækum sönnunum, að Canada framleiddi meira
af hveiti á mannsbarn hvert, en nokkuð annað land
í heimi. Gestunum fanst sem hveitiflæmi (þessi
tækju engan enda. Urðu þeir heldur en ekki undrandi
er þeir fengu vitneskju um, að íhveitibeltið væri 80C1
mílur á lengd og 500 á breidd frá norðri til suðurs.
Aðeins 10 af hundraði þeirra miklu landfláka, sem
bæf þykja til hveitiframleiðslu, eru enn undir rækt-
Einn bankastjórinn komst þannig að or&i: “Land
með jafn með jafn óþrotleg skilyrði til akuryrkju og
Canada, Iþarf sannarlega ekki að kvíða framtíðinni.
pað er stórveldi innan vóbanda stórveldis. Um
þær mundir er 50 af hundraði af bmum canadisku
sléttum verða komnar undir rækt, framleiðir land-
ið meira ihveiti en öll Bandaríkin til samans.”
Allir vita að gengismxmur milli þýzka
marksins og canadiska dollarsins er gífurlega
mikill. — Vill ritstjóri Heimskringlu halda því
fram að Canadamenn töpuðu öllum þeim mis-
mun, með því að selja Þjóðverjum korn?
Hvorki honum, né neinum öðmm manni
dettur slíkt í hug. Þjóðverjar urðu á ein-
hvem hátt að borga gangverð vöru þeirrar,
sem þeir kanpa, eins og það er í því landi sem
hún er framleidd í þegar varan er keypt, og
slíkt hið sama er að segja nm Breta, eða hvaða
aðra þjóð sem um er að ræða.
Heimskringla sogir, að þegar komvaran sé
send frá Canada og til Bretlands, þá sé hún
keypt á markaði þar en ekki hér í Canada, og
að það sé borgað fyrir hana í sterlingspnndum, j
en ekki í canadiskum peningum.
Þessar staðhæfingar eru dálítið villandi, og
er það máske gjört af ásettu ráði, þar sem rit-
stjórinn er að reyna að fegra málstað sinn.
Það má til sannsvegar færast, að kornvar-
an sé keypt af Bretum á brezkum markaði —
þó ekki á brezkum markaði að öðru leyti en
því, að svo vill til að alheims kornmarkaðurinn
er fyrir rás viðburðanna í Liverpool og er
ekki ólíklegt að Bretar kaupi koravörur sínar
í gegn um hann, á þann hátt að umboðsmönnum
þeirra sem kom þurfa að kaupa er gert að-
vart um að kaupa svo eða svo mikið af vör-
nnni í löndum þeim sem hún er framleidd í,
fvrir verð það sem á henni er í það eða það
skiftið, og sem eftirspumin og framboð vör-
unnar á alheimsmarkaðinum hefir skapað.
Svo gjöra þessir brezku umboðsmenn, nm-
boðsmönnum sínum í koraframleiðslu löndun-
um aðvart, og þeir kaupa hina umræddu vöra
og borga fyrir hana ákvæðisverð, í gjaldmiðli
þjóðar þeirrar, trem varan er keypt hjá. Eng-
inn canadiskur l'óndi hefir iokk‘1 'm.i fongið
borgað fyrir koravöru sína í ensku gulli, eða
gulli eða silfri neinnar útlendraj þjóðar, held-
ur ávalt í canadiskutm dollurum, og (þær hafa
allar orðið að borga 100 cent í hverjnm ein-
asta dollar í ákvæðisverði canadiskrar vöru,
eins og það hefir verið ákveðið af framboði og
eftirspum vörunnar.
Yfirleitt leizt ferðamönum þessum einkar vel
á ástandið, jafnt til sveita, sem bæja.
Árangurinn af svona lagaðri heimsókn, hlítur
að verða til stórhagnaðar fyrir hina canadisku þjóð.
Menn þessir eiga yfir $200,000,000 virði I ýmsum
fyrirtækjum þessarar þjóðar og þegar þeir koma
heim, auglýsa þeir veg ihennar og gengi, 'hvar sem
leiðir þeirra liggja.
Hér fara á eftir ummæli fárra manna ef þeim
mörgu, er fagna því, að hafa tekið sér bólfestu í
Vestur Canada.
Besta innstæðan. Mr. H. N. Bayne, forstjóri
Black Hawk Fedding Co., Waterloo, Ohio, kemst
svo að orði í bréfi <einu: “Eg á eina sextion lands
í Alberta, og er upp með mér af því. Uppskeran
hefir aldrei brugðist á þessu svæði, er numið var
fyrst árið 1902, og nefnist “Spring Lake District,
Daysland, suðaustur af Edmonton. Góð bújörð í
Vestur-Canada, er besta eignin, sem eg þekki.”
Sönnun góðrar afkomu. Maður nokkur Wiil-
iamson að nafni, er fyrir okkrum árum tók sér iból-
festu í áveituhéruðunum í Alberta, kom með tvær
hendur tómar, á nú skuldlausa bújörð, ásamt öllum
landbúna&arálhöldum og hefir aldrei minna en átta-
tíu ekrur undir rækt.
Ánægður nýbyggi. “þegar eg kom til Canada
frá Englandi árið 1911, var eg öldungis óvanur land-
búnaði og átti að eins $4800. Eg fór til Sedgwick
í Mið- Alberta og var þar í vinnumensku í full fjög-
ur ár. Um vorið 1915, hafði ég dregið saman það
mikla peninga, að eg gat fest kaup í bújörð, en nú
á eg 32C' ekrur, öll nauðsynleg búnaðaráhöld, tíu
hross og allmikið af nautgripum og alifuglum. Al-
berta-fylki er einkar hentugur staður fyrir þá, er
lítil hafa efni til að byrja með. Atvinnuskilyrðin
eru þar mörg og góð.” »— Wm. Hen.ley.
Tækifærin í Vestur-Canada. — “Sá er vill vinna
nýtur óþrjótandi tækifæra í Vestur-Canada”, slík
eru ummæli Sydney Chipperfield, er fluttist hingað
til lands frá Essex á Englandi, árið 1883. Nú á
hann 1,920 ekrur lands, stóra nautgripahjörð, og
þar á meðal sex pure bred Holstein.
Hann kom frá Palouse. “Hvergi betri fram-
tíðarskilyrði að finna”, segir George W. Hampton
m Vestur-Canada. Mr. Hampton fluttist ihinv-
að frá hinni frægu Palouse bygð í Washington rik-
inu, árið 1917. H.ann kveðst fá að meðaltali: 35
mæla hveitis af ekrunni, 85 af byggi og 70 af höfr-
um, Ennfremur á hann fjölda hrossa og naut-
gripa.
Harðánægður. — G. S. Beamish, að Landrose,
Sask., skrifa: “Við fengum í ár, um 9,000 mæla
korns. Af höfrum, fengum við um 100 mæla af
ekrunni. Einnig höfum við um 100 svín, og teljum
rækt þeirra mjög arðvænlega. Jörðina og búið
metum við alt í alt til $75.000, og mundum líklegast
þó ekki vilja selja það með því verði.” — G. S. Bemish*
Byrjaði með $500. — þegar Mr. Brewer kom
til Crowfoot, Alberta, árið 1911, beina leið frá Pitts-
burgh, Pa., átti hann aðeins til $500 dali í eigu sinni.
Nú á hann í Crowfoot bygð 48C' ekrur land. Hefir
hann að jafnaði getað greitt $2,000 á árí í afborg-
anir. “Landið er alt inngirt”, bætir hann við og
gripastofn minn er nú orðinn hreint ekkert smá-
ræði.
Byrjaði með $25. “Eg held einmitt, að hér sé
rétti staðurinn fyrir fátæka byrjendur” skrifar
Notihan Meredith frá Bitnfait, Saskatchewan. “Eg
átti að eins $25 þegar eg ibyrjaði búskap á þessum
stöðvum”. Nú á Mr. Meredith 320 ekrur lands, 13
nautgripi og nokkur hross. Hann fluttist hingað
frá Illinois 1915.
Vélritunarstúlka stundar landbúnað.—iHér og þar
um Vestuhlandið, er að finna stúlkur, er hætt hafa
skrifstofustörfum osr tekið að gefa sig við landbún-
aði. Ein þeirra er May Hazlett, ensk stúlka, sem
stundar landbúnað að Touchwood Hills, Saskatche-
wan. Upprunalega var það bróðir hennar, er nam
landið. en hann féll í orustunni við Vimy Ridge
og slíðan hefir Miss Hazlett veitt búgarðinum for-
stöðu og farnast vel. Á hún mikið af búpeningi og
sáir kor.ni árlega í meira en hundrað ekrur lands.
Slátrari fec að gefa sig við, landbúnaði— Fyrir
nokkrum árum átti R. L. Graham dálitla kjötsölubúð
í Winnipeg og komst vel af. Samt ákvað 'hann að
leita lengra vestur á bóginn 0£ tók sér heimilisrétt-
arland, 160 ekrur. Ruddi hann fyrst 77 ekrur og
fékk nágranna sinn til að ryðja með sér 33 ekrur í
viðbót. petta var árið 1910. Fékk Mr Graham all-
góða uppskeru. Á Ohicago Live Stock Exhibition
fékk hann önnur verðlaun fyrir Percheron fola, er
hann sendi þangað, og fengið fleiri verðlaun síðar.
Nú á Mr. 'Graham $1.120 ekrur lands, sem metið er
á $60,000. Hann hælir mjög Landis bygðinni í Sas-
katchewan. i ,
Maður frá Sandpoint, Idaho, skrifar eftirfarandi
athugasemdir, 13. ág. 1919, eftir að hann flutti si"*
búferlum til Mið-Alberta:
“Árið sem leið ruddi egr fjórtán ekrur og sáði
hveiti 'í tvær en höfrum í tólf. Bjóst eg satt að segja
ekki við uppskeru, sem neinu næmi. Niðurstaðan
varð þó sú, að esr fékk um þrjú ihundruð mæla.” —
Hann ibætir því einnig við, að mestu hlunnindin, er
hann samt sem áður hafi notið síðan að hann flutt-
ist þangað, sé ihinir ágætu baraskólar. Bæði sé kenn-
ararnir mjög góðir og ihitt engu síður þakkavert, að
börnin sé flutt til skólanna og frá þeim í lokuðum
og hlýjum vögnum. Mr. Graham kveðst einnigr hafa
búið í California, Oregon og Wasihington. og tjáist
hvergi á þeim svæðum hafa orðið var við jafngóð
skilyrði til kornræktar og á þessum nýijum stöðvum
Komist vel áfram.—August Wahinder, fluttist frá
North Liakota árið 1908, til Caven 1 Mið Saskatche-
wan. pegar ihann kom til Canada, átti hann að eins
nokkra dali og fimm hross. Nú á hann 800 ekrur af
góðu landi og 40 nautgripi.
Bóndakona skýrir svo frá: “Tækifærin hér eru ó-
viðjafnanleg fyrir þá, er vilja vinna,” skrifar Mrs.
Alice Noakes, er fyrir tveim árum fluttist til Speers
Sask., frá Lundúnum. “í fyrra fékk maðurinn minn
22 mæla hveitis af ekru hverri, en sökum þess hve
rakasamt hefir verið í ár, geriir ihann ráð fyrí-
drjúgum meiri uppskeru.”
Yert lesturs.—Dennis Bird, er um all-mörg ár hgf-
ir búið að Lasburn í Battleford héraðinu, farast
þannig orð: “Uppskeran á þessu svæði bregzt.ald-
rei gersamlega . Að minsta kosti sprettur þar ávalt
nægilegt fóðurgras, og er griparækt bar því ávalt
trygg.” _____ _________
Bezta, sem hann hefir þekt.—“petta er sá bezti
landshluti, er eg hefi nokkru sinni augum litið.”
skrifar A. Frederickson, frá Mervin, Sask. og í
sömu átt ihníga mmæli Franks Bramhall, um Lloydí
minster héraðið. En þar hefir >hann búið slíðan 1904
og á þar 326 ekrur ræktaðs lands.
Nafnkunnur hveitiræktarmaður.—Árið 1907 flutt-
ist ungur maður ásamt konu sinni frá Gedar Rapid47
Iowa, til Saskatclhewan. Fjórtán ár eru liðin siðan
að þetta gerðist og segir eitt Regina blaðið, að ungu
hjónin hafi sokkið í skuldir fyrstu árin. Hvað sem
því leið, þá er hitt þó vást, að nú eru þau hjón orðin
stórefnuð og tekjurnar af búi þeirra nema árlega
mörgum þúsundum dala. Bóndi þessi vann önnur
verðlaun fyrir hveitirækt á sýningnni í Denver 1915.
fyrstu verðlaun á Peora sýningnuni 1917. önnur
verðlaun á sýningunni (í Ghicago 1919, ,og fyrstu
verðlaun í Kansas City sama ár. þessum eina manni
eða forgöngu hans, er að miklu leyti þökkuð hin
góða hveitirækt , meðfram þjóðeignabrautunum —
Ganadian National Railways. Allmikið af útsæðis-
hveiti frá þessum manni, hefir nú verið sent til
Nýja Sjálands.
práði Canada.—Fyrir nokkru fékk Mr. C. J.
Braughton, umboðsmaður Canadastjórnar í Chicago
bréf frá manni. er æskti eftir upplýsingum um járn*
brautarvagn hlaðinn farangri innflytjenda til
Hannah, Alberta. Mr. Broughton leitaði á fund
spyrjanda og mætti syni hans á járnbrautarstöðinni.
Mr. Braughton sagði til sín. “Dvölduð þér ekki ein-
Ihverju sinni í Canada?” “Jú,” svaraði pilturinn.
“Nokkru áður en eg fæddist, útveguðuð þér föður
mínum jarðnæði í nánd við Nanton, Aliberta. par
bjó liann allmörg ár, en seldi síðar jörðina fyrir $55
ekru ihverja. Hann flutti aftur til Illinois, en sakn-
aði ávalt Canada. Gerði tilraun til iþess að fá jörð-
ina keypt aftur fyrir $70 ekruna, en fékk hana ekki.
Nú hefir hann keypt ábúðarjörð skamt frá Hannah.
og byrjar búskap þar, eins fljótt og íhann framast
getur komið því við. Hann kann hvergi við sig ann-
arsstaðar en í Canada, Mr. Broughton, það er merg-
urinn málsins.”
Sáttarof.
Ólgar, logar, urgar sogar,
eflist sorgatíð
burt er náðin? 'banaráðin
búast kristnum lýð.
Enn íhortýgist öld ,aÖ nýju,
enn þá streymir iblóð,
mannúð grennist, borgir brenna
bygðir hyljast glóð.
Samband þjóða, friðarfróða!
félagsmundum skert,
við ráða'þrot, •til réttra nota
re>TiiiSt einskis vert,
misklið alla átti sátta-
nndir leggja -dóim.
En þegar friður flýr, og griðin,
framkvæmd reynist hjóm.
Allah hræði, eyðir næði
eykst því griðaspjall,
hans eru gæði grimdaræði;
Grikkja neyðarkal)
berst frá austri; — öllu trausti
eigin rammleiks fjær —,
glatað frelsi, gefið helsi,
gröf og danða nær.
Samningslýti har þau býti,
iblekking, aurafíkn!
Hvert mun stefna? Hver skal ihefna?
Hver mun veita líkn?
Vesturálfur allar skjálfa
út af sliíkum ihyr,
sem af stafar sagna-vafa
samherjanna fyr.
Jóhannes H. Hunfjörð.
I
GRAIN COMMISSION MERCHANTS
Members of Winnlpeg Grain Members of Winnipeg Grain
Exchange and Produce Clearing Ass’n.
North West Commission Co. Ltd
Bankcrs:
UNINON BANK OF CANADA
BONDED LICENSED
216 GRAIN EXCIIANGE
WINNIPEG, MAN.
Islenzkir hveitikaupmenn
lslenzkAr icendur, sem hafa korn til sölu, œttu aO skrifa okkur sem
allra fyrst, hvort heldur sem vera vill á islenzku eSa ensku. Vér stönd-
um öetur að vígi en margir aðrir aO greiOa götu yOar i pessum efnum.
Herra kaupmaður,
Herra verkamaður og
Háttvirta húsmóðir
Eg hefi gengt bæjarfulltrúa-
istöðu fyrir yður í tvö ár. Ef störf
mín hafa fallið yður vel í geð, leyfi
eg mér að fara þess á leit að þér
veitið mér á ný atkvæði yðar við
bæjarstjórnar kosningarnar næst-
komandi föstudagdnn hin 24. þ.
m. —
Alderman Thomas Boyd.
Merkið seðilinn þannig
Thomas Boyd 1
Hefir átt heima í kjördeildinni í 26 ár.
LUX
Fyrir mjúkar ábreiður
Frægir ábreiðu og teppa framleiðendur, mæla
með Lux, sökum þ&ss ihve hinar þunnu plötu'r, sem
vér sjálfir höfum búið til, leysast vel upp, að ekki
ein einustu merki sápu sjást á þvottinum, eða fel-
ast í fötunum og stundum valda fúa.
Bezta ráðið við þvott teppa,
Nota skal sem svarar tveim teskeiðum af
Lmx í hálft gallon af vatni. Fyrst skal1
leysa upp í snarpheitu vatni, en bæta síðan
köldu vatni í, þair til lögurinn er ylvolgur.
Dýfið ábreiðunni fram og aftur í leginum
og gætið einkum óihreinustu blettanna, því
þeir þurfa að sósast. Ekki skal nudda
þvottinn, heldur að eins hreinsa hann upp
úr þremur ylvolgum vötnum, og strjúka úr
honum ’bleytuna og hengja til þerris í for-
sælu.
Lux er selt í innsigluðum, rykheldum pökkum.
LEVER BROTHERE LIMITED, TORONTO.
Látið þetta
verða
Rafmagns
Jól
Heimsækið
Hydro
Sýningarstað-
inn
55 PrincessSt.
Allar húsmœður mundu feginsamlega
þiggja
Rafmagnsáhöld sem Jólagjöf
Látið rafmagn vera þjón yðar,
Sparið konunni vinnu og tíma
Eldið við Rafmagir
Það er helmingi ódýrara en gas eða kol.
Heimsækið oss.
WúinípeóHijdro,
55-59
Princess St.