Lögberg - 01.02.1923, Side 6

Lögberg - 01.02.1923, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN i. FEBRÚAR 1923. Jan Mayen og ferð þangað. Eftir Freymóð Jóhannsson málara Fundur og fyrri rannsóknarferðir. Jan Mayen er fundin af hollenskum sæfara Jan Mayen að nafni, árið 1611 og er eyjan heit- in eftir honum. pó hefir hún líklega verið séð fyrst af Hudson, norðurfaranum fræga, 1607. Ymsra þjóða menn hafa komið til Jan Mayen og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, annaðhvort vð rannsóknir eða veiðar. Fyrst framan af voru það einkum Holllend- ingar, sem komu til eyjarinnar.. Stunduðu þeir par hvalaveiðar og bræddu lýsið þar í landi. Sjást ennþá ledfar af hlóðunum undan bræðslu- pottunuim og merki þess að þar hafa staðið tré- skúrar. Múrsteinshrúgur eru þar á ýmsum stöðum. Fyrst var mikið af hvölum við eyna, og fengu skip þau, er þar voru við veiðar, geisileg ósköp af lýsi. Eitt einasta skip fékk stundum yfir árið margar >úsundir tunna af lýsi. Á síðari árum eru það mest Norðmenn, sem hafa stundað veiðar við eyna, helzt selaveiðar — líka hvalaveiðar fyrst framan af. En af fiskiteg- undum er þar mjög lítið. Haustið 1633 urðu 7 Hollendingar eftir á Jan Mayen. Áttu þeir að hafa vetrarsetu þar, til þess að kynnast veðráttufari og ýmsu fleiru. Mennirnir, sem til þessa urðu og sjálfir höfðu boðist til þess, settust að norðvestan á eynni, í vík, sem síðan heitir “7 Hollendinga vík”. pað var 24. ágúst. En þegar komið var til eyjarinn- ar sumarið eftir 4. júní, voru vetrarsetumenn- irnir allir dauðir. Höfðu þeir veikst af skyr- bjúg er leið á veturinn, vegna þess að þá vantaði alt nýmeti. Dagbók höfðu þeir haldið um vet- urinn, þangað til 30. apríl. pann dag endar hún. Var þá einn þeirra félaga dauður, en allir hinir fárveikir. — Einn þeirra fanst með brauðsneið í hendinni og bænakver við hlið sér. Annar fanst með útréttan handlegg, hafði hann verið að seil- ast eftir smyrslakrús, er hann dó. í d^ugbókinni, sem þeir héldu, og fanst ó- skemd, er ®agt, að 28. ágúst hafi snjóað. f september kom hlýrri kafli; en í október kólnaði mjög, og 9. sama mánaðar var orðið svo kalt, að þeir treystu sér ekki út úr vetrarbúðinni. Um sama leyti rak ís að eynni, og með honum komu birnir og selir. 10. nóvember hvarf sólin og sást ekki fyr en 25. febrúar. (pað er að segja niður við sjávaiimál, því auðvitað sést hún leng- ur upp á hálendinu). f marz lónaði ísinn ofur- Iítið frá eynni og sáust þá margir hvalir fyrir landi. f byrjun apríl byrjaði svo aftur að hlýna í veðri. Sumarið 1817 kom W. Scoresby, enskur maður, með hvalveiðamönnum til eyjarinnar, kannaði hana og gerði þar ýmsar athuiganir. Árið 1856 kom Dufferin lávarður þar, í sömu ferðinni og hann kom hér til fslands. Náði hann til eyjarinnar gegnum þoku og ís, komst í land; en varð að hverfa frá aftur um hæl, vegna ís- rnks. Er því lítið að græða á frásögn hans um Jan Mayen. Árið 1861 kom doktor C. Vogt með félögum sín- um til eyjarinnar. Peir dvödu þar frá 20. til 24. ágúst, gengu nokkrum sinnum á land og könn- uðu hana. f ferðasögu sinni lýsir hann eyjunni og er þar uppdráttur af henni. (Á heimleið- inni kom hann við hér á landi). “Den norske Norhavs Ekspedition”, er vár við rannsóknir í Norðuríshafinu 1876—1878 und- ir forustu dr. H. Mohn professors í Kristjaníu, kom til Jan Mayen 28 júlí og fór þaðan 3. ágúst. peir dr. Mohn rannsökuðu eyna og gerðu mjög góðan og nákvæman uppdrátt af henni. þeir fengu bezta veður og ís varð þeim ekki til fyrir- stöðu. peir fóru víða um eyna og uppgötvuðu margt, sem áður var óþekt. Hafa þeir gefið út rit í mörgum bindum um rannsóknir sínar í norð- urhöfunum. Um 1860 var af ýmsum þjóðum stofnað til sameiginlegra rannsókna i norðurheimskauts- löndunum, einkum til veðurathugana og segul- magnsrannsókna. Voru menn sendir til ýmsra heimskautalanda, til þess að dvelja þar við þessar rannsóknir — nokkrir menn á hverjum stað. Einn flokkurinn, sem var Austurríkis- menn, dvaldi á Jan Mayen frá 13. júlí 1882 fram á sumarið árið eftir, 1883. peir gerðu þar ýms- ar athuganir, sem eru mjög þýðingarmiklar. peir gerðu mjog nákvæman uppdrátt af eyjunni, og skírðu þar mikið af f jöllum, víkum og höfðum og mældu hæð eyjarinnar og stærð. Er það ó- tvírætt langmerkasta rannsóknarferðin, sem fram á þenna dag hefir verið farið til Jan Mayen. Nokkrir fleiri hafa rannsakað eyna nú á síðari árum, t. d. Frakkar 1892 (á skipinu La Manche), Danir 1896 (Ingolfs Ekspeditionen o. fl. Ferðasaga. pað var hreint með bezta móti veðrið á Akur- eyri, þriðjudaginn þann 23. júlí 1918: glaða sólskin, logn og hiti um morguninn. pað var því engin furða, þótt við hygðum gott til farar- innar, sem fyrir Iá. Að fara til Jan Mayen. pað var eitthvað æfintýralegt yfir því að fara að ferðast þangað. pað var fyrir nókkru kotmið um allan bæinn, að mótorskipið “Snorri” ætti að leggja í ferð þessa og jafnvel hverjir færu með honum. Menh töluðu um okkur eins og einhverja Bjarmalands- fara, Brasilíufara, Ástralíufara, eða jafnvel ann- arsheims-fara, sem sumir álitu að mundu fara mikla skemtiför, en aðrir þóttust sannfærðir um að mundu blátt áfram sálga sér. Við lögðum af stað frá Torfunefsbryggjunn: á Akureyri kl. hálf 3. s.d. f eyrum okkar hljóm- uðu einlægar óskir um góða ferð, góða líðan o. s. frv., sem auðvitað voru góðar og blessaðar, og þá ekki síður flöggin, sem þöndu sig eins og þau gátu efst uppi á flaggstöngunum víðsvegar um bæinn. Til Hríseyjar fengum við á móti norðan drif og ósjó, sem ekki var sem hentugast, vegna þess að við hö'fðum kvenfólk meðferðis, og kven fólk er nú, ems og við vitum, ekki neinar veruleg ar sjóhetjur að jafnaði. Frá Hrísey gekk ferðin aftur betur, því þá var storminn farið að lægja, og kl. rúmt 11. um kvöldið komum við til Siglu- fjarðar. Á Siglufirði dvöldi m við í tvo d?.ga: xriðvike- layinn og fimtudaginn þann 24. o, 2ó. vegna austan belging, sem var úti fyrir. En að morgni • östudagsms þess 26. klukkar. hálf átta lögðum rið af stað, og tókum stefnu til Jan Mayen beina leið frá Strákum, eða Siflufjarð°rm\n'- i Var þá bezta veður: blíða logn, en þoka á fjallatopp- unum. ; Mörg síldarskipin höfðu legið inni undanfar- ið, vegna óstillinga, en voru nú nýlögð út aftur, og lágu flest öll rébt út undan Siglufjarðartnynn- inu við að veiða síldina. Voru sum þegar farin að ‘háfa upp”. Mörg voru 'að kaista. Við fórum rétt hjá mótorskipinu ‘Sindra” eign Gunnars Snorrasonar. Kölluðu þeir til okkar og báðu okkur að skjóta sel, sem væri ? nótinni hjá þeim. Við hleyptum niður öðrum bátnum okkar í snatri. f hann þaut Gunnar Snorrason með byssuna, og annar maður með, skutu selinn, se mvar ofur líill kópur, og komu svo með hann til okkar. Við fengum hann sem sé fyrir ómakið. Svo var haldið áfram. Við skulum nú athuga útbúnað skipsins. Frá Akureyri voru af skipshöfn: skipstjóri (Rafn Sigurðsson), stýrilmaður (Friðrik isteinsson), 2 vólamenn, einn háseti og matreiðslumaðurinn, og svo eg, sem eiginlega var ekki neitt. Eg fór að eins sem hver annar utanveltugemlingur, er ætl- aði að kynna mér ofurlítið Jan Mayen. par að auki var eigandi skipsins: Rögnvaldur Snorrason, og farþegamir. Á Siglufirði varð breytimgin sú, að Gunnar Snorrason bættist við, þar sem Rögnvaldur fór ekki með, og auk Gunnars svenskur maður, John Svenson að nafni, 'sem átti að velja viðinn, því ætlunin var meðfram að sækja rekavið. Svo höfðum við töluverðan matarforða með okkur, ef við skyldum teppast eitthvað, og byssur til þes's að iskjóta með, ef við sæijulm eitthvað það, sem við þyrftum byssur á. Tvo báta höfðum við, ef ske kynni að við misturn annan frá skip- inu og til frekari þæginda. Sagir höfðum við, til að saga með sundur trén, og koma þannig viss- um lengdum í lestina. Og svo ýms önnur nauð- synleg verkfæri og áhöld. Yeðrið var milt og gott, og næstum alveg bárulaust, þó sá ekki til sólar. Fram hjá Gríms- ey vestanverðri fórum við á 1. tímanum eftir há- degi sáum nóga síld, sem óð í tonfum hér og þar á Grímseyjarsundinu. Allir voru hinir glöð- ustu. Klukkan fjögur síðdegis hvarf Grímsey. Var fsland þá með öllu horfið, og ekkert að sjá nema himinn og haf alt í kring. 70 sjómílur undan, eða frá Strákum, sáum við nóga síld. pað leit út eins og vatnspotti, sem suðan er rétt að koma upp í. Síldin óð — að eins fáeinar í stað, en alt í kring á mjög stóru svæði. Dagurinn leið með nokkumveginn sama veðri, að undan að eins lítið eitt vaxandi austanöldu, þangað til klukkan níu um kveldið. pá skall yfir svo dimm þoka, að við urðum að hafa mann á verði fram á. Alt var þögult hér í þessu núttúrunnar ríki, að undanteknu skipinu, því það eina, sem rauf þögnina, voru skellimir í vélinni og fossamir út undan brjóstum þess. Af spendýrum höfðum við að eins séð eina hrefnu og einn geysistóran kampsel, síðan við fórum frá Grímsey, og nú vom fýlamir einu dýrin sem sáust. En þeir voru þögulir eins og steinamir; rendu sér ofur hægt með sjávar- fletinum kringum skipið, alveg eins og þeir væru að furða sig á því, hvaða skrímsli þetta væri, sem leyfði sér að trufla náttúrufriðinn á þessum stað og asnast svona áfram með skrölti og gaura- gangi. En þeir gáfu ekki frá sér eitt einasta hlióð, frekar en þeir væra búnir að gleyma því fyrir löngu. Eitt var það þó, sem hreyfði sig enn þá. j?að voru dætumar hans Ægis gamla: öldumar, sem komu alveg óteljandi hver á etfir annari og léku sér að skipinu og okkur. Alveg eins og þegar við leikum okkur að litlum bolta, og köstum hon* um úr einum lófanum yfir í hinn. pær reistu Soorra unp að framan og hölluðu honum um leið yfir á aðra hliðina, skeltu honum svo niður aft - ur og yfir á hina hliðina. Svona gekk það koll af kolli. Næsta morgun, þann 27., var sama veður, nema hvað þá var komin ofurlítill vestan-and- vari. Pokan var sú sama. Dagurinn leið með sama veðri tilbreytingarlaus, nema hvað sá til sólar eitthvað fimm mínútur seinni partinn, og sjóndeildarhringurinn víkkaði ofurlítið um kvöld- ið. — Nú voru fýlamir horfnir. Klukkan rúmt átta um kvöldið, þegar eg og þeir, sem eg var á vakt með, eram nýkomnir niður og í fletin, heyram við matreiðslumanninn kalla upp á þilfari, að það sé gufuskip út við hafsbrún! “Hananú!” segjum við niðri. “það er líklega þýzkt herskip, sem ætlar að ráðast á okkur”. En þeir sem glenslausir voru, álitu, að þetta mundi vera norskur selveiðabátur. Við stukkum upp á þilfar, til þess að sjá skipið, (að vísu hafði ekki séðst nema reykurinn). Fyrst sáum við engan reyk, en svo eftir litla stund kom hann aftur; og hvað sáum við? f norðvestri skamt frá skininu eru 3 stevnireyðar að velta sér í vatns- skorpunni, og standa gufustrókarair úr þeim langt upp í Ioftið. þetta var þá herskipið. Næsta dag: sunnudaginn þann 28. var allra bezta veður; að eins nokkur þoka við sjóinn, og því ekki hægt að sjá nema stutt til. pó var hægt að sjá til sólar um hádegið. Ofurlítið vestarikul og alveg bárulaust. Nú voru fýlamir aftur famir að láta sjá sig. Tilheyrðu þeir auðsjáanlega Jan Mayen; og eftir hádegið fórum við einnig að sjá svartfugl, sem fljótt fór vaxandi. Með kvöldinu óx þokan og varð svo dimm með hviðum að ekki sást nerna nokkra faðma lram- undan. Klnkxcar e't+hvað á‘ta sap~a jag \ orum við komnir á 71 gr. no"ðnr^reiddar, eða þá gráðu sem l'ggur um miðja Jan Mayen. Vissum við þá að við vorum komnir jafnnorðarlega og eyjan. Og þar sem allur svartfuglinn var á flugi til aust- urs og suðausturs, þá réðum við þar af að eyjan mundi vera fyrir austan okkur, og að fuglinn væri að gljúga að eynni. par að auki voram við ekki búnir að sigla nógu langa leið, til þes's að geta verið staddir austan við eyna. Við breybt- um því um stefnu og héldum beint í austur eftir gráðunni. Enn þokan var sú sama. Bráðlega tókum við eftir því, að fuglinn fór að fljúga hærra og hærra ög hærra í loftinu, jafnframt því sem hann óx að tölunni til. Benti það á, að við værum að nálgast eyna. Klukkan 9% um kvöldið sá eg í þokunni grilla í eitthvað dökkt framundan eins og hulið daufum 'loga. (Eg stóð sem sé á verði fram á). Um leið sá stýrimaðurinn það, sem líka var uppi og stóð við stýrið. Og þetta var land. “Jan Mayen!” hrópaði eg, og allir sem niðri voru, þustu upp á þilfar. Við vorulm þá komnir til Jan Mayen, þessa fyrirheitna lands. Eg hrópaði Húrra! áf öllum mætti, sumir hinna tóku undir og allir vora hinir glöðustu. Nú var hægt á ferðinni, og sáum við þá “bauju” með flaggi rétt fra mundan. Við hleyptum niður öðrum bátnum í skyndi, skrúfuðum mótor- inn á hann (því við höfðum ofurlítinn lausan mótor með), og af stað þutum við þrír að tölu: Gunnar, skipstjórinn og eg, og fórum að athuga baujuna. Hún reyndist að liggja við fast, svo við snérum aftur við að skipinu. Á baujunni stóð: I. K. Trornsö. En á leiðinni til skipsins aftur sé eg glitra í gufubát þar skamt frá. pangað förulm við svo á Snorra, finnum skipshöfnina og tölum við hana. Annars bollalögðum við mikið um það á leið- inni að skipinu, hvem fjandann við ættum að segja þeim: til hvers að við væruín komnir hing- að til Jan Mayen, svo að þeir tækju nú ekki illa á móti okkur. Stakk einn upp á því, að þetta væri látin heita skemtiferð eingöngu, annar, að það 'héti rannsóknarferð og svo framvegis, en ekki að segja, að við ætluðum að sækja rekavið, því það .væri þeim ef til vill illa við. Báturinn var sem sé norskur, 0g við höfðum heyrt að Norð- menn væru búnir að helga sér eyna. Niðurstað- an varð þó sú, að réttast mundi að segja sann- leikann. þeir gætu hvort sem væru komist eftir því, ef þeir vildu, til hvers að við værum komnir. þegar við komum nær skipinu, þektum við. að það var Ludolf Eide frá Haugasundi, sem hér við land hefir stundað síldveiði fyrir stríðið. Yfir í skipið fóra þeir Gunnar og skipstjóri. var þeim tekið ágætlega, sagt hvar við værum við eyna og hvar bezt væri fyrir okkur að liggja. Urðu 'þeir mjög undrandi yfir því, að sjá okkur norður við Jan Mayen. Skipstjórinn, sem margir hér á Akureyri kanpast við og Sakse heitir, er bezti kunningi Gunnars, og tók honum því tveim höndum. Sagði honum hvar mest væri af rekaviðnum og áleit liggja þar á eynni fleiri gufuskipsfarma af hon- um. Taldi hann víst. að ferðin mundi að minsta kosti borga sig fyrir okkur. Ludolf Eide var þama að reyna við hákarla- veiði, en hafði varla orðið var. Átti skipið bauju þá, sem áður er nefnd, ásamt mörgum fleiri. prír af hásetunum á Ludolf Eide vora fslendingar. Tveir af þeim Guðmundur og Sveinn Loftssynir, héðan af Akureyri. Svo fórum við og kvöddum þá með íslenzka fánanum. peir svöraðu í sömu mjmt með þeim norska. Suðvestur með eyunni norðvestanverðri héld- um við, þar til við komum í Norðurvík (Hvalross Gat) klukkan tvö um nóttina, þann 29., og lögð- umst þar. Fóra'sumir okkar þegar í land til að líta á rekaviðinn og fanst ekki vera neitt lítið af honum, þar sem hann lá í stærðar hrúgum þarna í fjöranni. Morguninn eftir kl. 6 fóram við svo á fætur, borðuðum morgunmatinn og fór- um í land 6 alls. 3 af þeim fóra að athuga viðinn nánar og velja það bezta innan úr, en Gunnar, stýrimaður og eg fórum yfir í næstu vík, yfir eyði, sem er á milli höfða nokkurs — er gengur þar fram frá eyjunni *— og sjálfrar eyjarinnar. Álitum við að við væram komnir yfir eyjuna, yfir á suðausturhlið hennar; en skildum þó ekkert í hvað mjó eyjan væri — og allra síst skildum við í því, er við sáum til sólar, að hana bar yfir eyjuna eins og þegar að við fóHb um úr Norðurvík, en ekki yfir hafið, eins og hefði átt að vera, ef við hefðum verið komnir suða .st- an á eyna. Við hlutum að vera enn þá sama megin og skipið. En hvar? Ætlun okkar var að komast yfir í Rekavík og að vatninu þar og héldum því fram með höfð- anum. En þoka var yfir öllu, svo við vorurr. áttavilt’r, og auðvitað fóram við ab eg ófuga leið. Við komumst því ekki nema stutt, fyrir þver- hnýftum sjávarhömrum, er. urðrm að snúa aftur Víkin sem við komum í var Maríuvík. Era þar ósköpin öll af rekavið. par er töluvert breiður sandur frá sjónum, 0g er kamburinn al- þakinn rekaviði. v Höfði þessi sem gengur fram milli Maríu- víkur og Norðurvíkur, er mjög einkennilegur. Á þrjá vegu er hann þverhníptur í sjó fram og því eitthvert helzta fuglbiargið á eynni, enda verpir þar ósköpin öl af fugli. Maríuvíkurmegin við höfða þenna (sem eg nefni Presthöfða, af kletti \t a • .. 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegu.dum, geirettur og ai8- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að 8ýna þó ekkert sé keypt. t The Empire Sash & Door Co. Limitort - - - HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG n 1 Gleymið ekki 1 wnnn Qn MO u. 1 J. VVUUU 01 uU þegar þér þurfið NOj KOL 1 Domestic og Steam kol frá öllum námnm Þú fœrð það sem þú biður Gæði og Afgreiðslu um. Tals. N7308. Yard og Office: Arlington og Ross norðan í honum, sem er alveg að sjá eins og prest- ur í hempu, með bók fyrir framan sig í ræðustól,) en þó ofurlítið fráskilinn sjálfum höfðanuim, og áfastur við land, gnæfir feiknamikill stapi upp í loftið. Er hann um 20 metrar á hæð en afar þunnur (1—2 metrar) Norðurvíkur megin er bergið í höfðanum alt sporreist og gengið á mis- víxl. Ofarlega í höfðanum eru tveir mjög ein- kennilegir klettar (annars er mjög mikið af ein- kennilegum klettum víðsvegar utan í höfðanum). Eru þeir eins og rendir borðfætur í laginu, eftir brimið, sem einhvemtíma hefir leikið um þá. Nú eru þeir fleiri tugi metra yfir sjávarmál. Af því er auðséð að sumt af eynni hefir risið úr sæ. f höfða þessum fórum við að leita að refum, því við höfðum byssur með okkur, og ætluðum heldur en ekki að sökkva upp í stóru ausunni, og d^epa mikið af refum. En við sáum hreint ekki einn einasta skolla, og komum aftur til Norður- víkur með að eins tvo svartfugla, sem við skut- um í bjarginu. Nú fórum við að eiga við rekaviðinn. Hann reyndist þá ekkí eins góður og við álitum í fyrstu, því mestalt var meira og minna fúið. pó voru nokkur tré góð og þau fórum við að búta í sund- ur í 4 metra búta, því lengra komst ekki í lest- ina. peim veltum við svo, bárum eða dróg- um þá fram í flæðarmálið. Við þetta vorum við til miðdegis. Eftir miðdegismatinn fór eg svo að kanna eyna. Fór eg fyrst upp á Prestshöfða og áleit, að yfir hann lægi leiðin yfir eyna. En þegar kom fremst fram á höfðann var ekki árennilegt að halda áfram. pverhnýpt bjargið fyrir neð- an, margir tugir metra á hæð, og ekkert nema himinn og haf framundan. Nú skyldi eg alt í einu hvernig í öllu lá. Eg sá víkina, sem Snorri lá í á aðra hlið, og víkina sem við þrír komum í um morguninn á hina, og ströndina til beggja handa í beinni línu. pá sá eg að þetta var alt saman sömu megin, eða norðvestan á eynni. Eg snéri því við ofan af höfðanum sömu leið og eg kom, og lagði af stað yfir eyna, og þá í öfuga átt við það, sem eg ætlaði í fyrstunni. Uppi á eyjunni var níðdimm þoka og þétt- ingsstormur, þótt logn væri niður við sjó og þokulaust orðið. Eftir klukkutíma fór eg að halda ofan í móti hinumegin. Var yfir fell og gil að fara, þar sem hraun og sandar skiftust á. Var hraunið víða þakið svo þykkum mosa, að eg óð hann í ökla. Nú sá eg niður að sjó hinumegin og vatnið í Rekavík, — eg kom niður vestast i Rekavíkinni. — Gekk eg þar alveg niður að sjó og meðfram víkinni, sem er um 15 km. á breidd. Er vatnið næstum því eins langt eins og víkin er breið, eitt- hvað um 7—800 m. á breidd til jafnaðar, og 1 og hálfur m. á dýpt. Malarkamburinn milli vatns og sævar er allhár og um 200 m. þar sem hann er mjóstur. Uppi á kambi þessum og ofan til á honum er rékaviðurinn í hrúgum, bæði stór tré og minni kubbar og spýtur, og það meðfram allri víkinni. Rekavík mætti eins vel kalla flóa, eins og vík, þar sem hún er svo breið, en skerst mjög stutt inn í landið. Hún er því engin höfn, nema þegar vindur stendur þar af Iandi. Góð Iending er þar í kvikuleysi, og fremur góður botn fyrir skip að liggja. En það versta er, að venjulega stendur þar upp á. f þessari vík er auðvitað langmest af þeim rekaviði, sem er Jan Mayen.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.