Lögberg - 30.08.1923, Page 3

Lögberg - 30.08.1923, Page 3
luGBERG, fimtudaginn S0. ÁGÚST 1923. 8 ' i= 8S2SSS282?SS2S2S2SS8SS2SSS2?SSSgSSSS£SSS28SS2S2SSS28 Sérstök deild í blaðinu SÖLSKIN Ákvæðaskáldið. Foreldrar Hauks höfðu aldrei litið glaðan dag síðan hann hvarf. Áður hafði sýslumaður verið gleðimaður mikill og hrókur alls fagnaðar á mann- fundum, en nú var hann orðinn svo þungbúinn á svíp og þur á manninn, að fáir vildu yrða á Hann að fyrra bragði. Og frúin hafði ekki yndi af neinu öðru en því, að taka rósaleppinn upp úr kist- unni og skoða hann. pað gerði hún á hverjum degi. Hrefna litla tók gleði sína aftur þegar frá leið. Sorg hennar var eins og héla einnar nætur, sem bráðnar fyrir blíðgeislum morgunsólarinnar. pa<5 var farið að líða að nóni, og frúin hafði enn ekki haft tíma til að skoða rósaleppinn, en nú gat hún ekki stilt sig lengur. Hún fór fram á dyraloft og tók rósaleppinn upp úr kistunni. Hún horfði á hann þangað til henni vöknaði um augu. “Nú væri hjartkæri drengurinn minn sjö ára í dag, ef hann hefði lifað,” sagði hún við sjálfa sig. Höfug tár hrundu niður vangq, hennar, og þerraði hún þau af sér með rósaleppnum. í þessum svifum var drepið á dyr. Frúin lét rósaleppinn ofan í kistuna og gekk til dyra. Kom þá aldurhniginn langferðamaður á móti henni og heilsaði henni með handabandi. . Frúin tók kveðju hans kurteislega og bað hann að ganga í bæinn, en hann kvaðst þurfa að koma hestinum sínum í haga fyrst. Nú sá frúin að jarpur kláfahestur stóð á hlaðinu. Bauðst hún til að láta dreng fara með hann upp fyrir túnið og hefta hann, en komumaður vildi ekki þigg.ja það og kvaðst verða að fara með hann sjálfur. “það er ekki bama meðfæri að fást við Jarp”, sagði hann, “því hann gerir bæði að bíta og slá.” Teymdi hann nú hestinn upp fyrir bæinn og tók af honum kláfana, spretti af honum reiðingnum og fór síðan með hann á haga. Frúin beið eftir komumanni og lét hann ganga inn í baðstofu, en þá stóð svo á að alt heimafólkið var komið inn til miðdegisverðar, nema Hrefna. hún var einhverstaðar úti að leika sér. Frúin bað gestinn að fá sér sæti og lét bera honum mat. Sýslumaður sat' við skrifborðið sitt frammi í stofu og var í djúpum hugsunum, en nú kom frúii til hans og bað hann að koma snöggvast inn í bað- stofu. “pað er kominn einhver langferðamaður,” sagði hún. “Hann hefir ekki gert uppskátt erindi sitt, en mér datt í hug, að þér þætti gaman að tala við hann og spyrja hann tíðinda. Sýslumanni var óljúft að gefa sig á tal við gesti, en þó för hann að orðum kpnu sinnar. Hann gekk inn í baðstofu, og komumaður heilsaði honum virðulega. “Hvað heitir maðurinn?” spurði sýslumaður. “Eg heiti Torfi.” “pað er þó vænti eg ekki Torfi ákvæðaskáld ?”' Rétt er þar til getið,” svaraði komumaður og gaut hornauga til sýslumanns. Nú varð löng þögn, og litu allir í senn til Torfa. pótti fólkinu ekki lítill fengur í því, að fá nú að sjá þenna galdramann með eigin augum, því að margar kynjasögur höfðu borist af honum um land alt. Hann var líka svo forneskjulegur og frá- brugðinn öllum öðrum mönnum, er þar höfðu sést í sveit. Hann var mikill vexti, en nokkuð lotinn í herðum. Hárið hékk í sneplum á herðar niður, og var eins og héla hefði á það fallið. Skeggið var þykt og þyrlaðist niður um bringuna; var það tíl- sýndar að sjá líkt freyðandi foss. Stórskorinn var hann í andliti, með kónganef og hátt veðurbarið enni . Undir loðnum og þungum augabrúnum glórði í grá og hvöss augu. Torfi hélt áfram að snæða og lét sér vel líka, að hann skyldi vekja svona mikla athygli. Sýslu- maður gekk þegjandi um gólf með töluverðum em- bættissvip. Hann var að rifja upp fyrir sér alt það sem hahn hafði heyrt talað um Torfa gamla á- kvæðaskáld. Torfi hafði lengi verið að flakka um Suðurland, en þetta vor hafði hann farið fót- gangandi norður Kjöl, með kláfahest í taumi, og legið þrjár nætur undir berum himni. Hann hafði nú flakkað víða um sveitir á Norðurlandi og þótti hvergi góður gestur. Stóð flestum stuggur af honum.. Lét hann mikið yfir sér og tók að kyrja galdravísur, ef bændur syn.juðu honum bónar. Gerðust þá mörg undur og stórmerki. Urðu vana- lega þau leikslok að þeir létu undan og urðu fegnir að gefa honum ull og smjör, og jafnvel peninga, til þess að losna við hann. Sýslumanni var illa við alla förumenn eftir víðureignina við Finn flakkara. Hann var að hugsa um að taka Torfa fastan, og 'létta þessari landplágu af Norðlendingum. póttist hann vita, að hann mundi geta sér almannalof fyrir slíka röggsemi. Nú er að segja frá Torfa. Þegar hann haföi etið sig mettan, bjóst hann til brottfarar, en kvaðst fyrst ætla að biðja sýslumann bónar. Sýslumaður tók dræmt undir það, en vildi þó heyra hvað Torfi hefði í huga. “pað er að leggja eina spesíu í lófann á Torfa gamla, og vona eg að engum þyki til mikils mælst.” Sýslumaður brást reiður við og mælti: “Mér þykir þessir flækingar vera orðnir æði heimtufrek- ir nú á dögum. peir gera sig ekki ánægða með mat og húsaskjó'l, heldur heimta þeir peninga þar að auki.” Torfi leit íbygginn til sýslumanns og bað hann tala varlega. “Eg er nú svo ga'mall sem á grönum má sjá,” sagðnhann, og hefir enginn dirfst að svara mér svo. Eg er kallaður Torf ákvæðaskáld, og það ekki að ástæðulausu, því að marga seiðVísuna hefi eg kveðið um dagana. Er það almæli að eg sé fjölkunnugur og viti lengra en nef mitt nær, og sjaldan lýgur almannarómur. “Sér er nú hver gorgeirinn í karlinum,” sagði einn vinnumaðurinn, og varð þá skellihlátur un alla baðstofuna, en Torfi lét sér hvergi bregða- “pað miun fara af ykkur hláturinn um það er lýkur,” sagði hann og lét drjúglega. “Ekki hræðist eg hótanir þínar,” sagði sýslu- maður, og muntu a'ldrei sækja gull í greipar mér. Máttu vera mér þakklátur, ef eg refsa þér ekki fyrir skrumið.” Torfi lét brúnir síga og varð allófrýnilegur. Hann stappaði fætinum í gólfið og mlæti: “Heyri nú mál-mitt allir þeir, sem viðstaddir eru! Nú er glaða sólskin og blæjalogn, svo að ekki blaktir hár á höfði, en hvernig ætli mönnum yrði við, ef eg gæti alt í einu látið koma ofsastorm, með því að kveða eina vísu?” “Jæja garmurinn,” sagði sýslumaður. “pað mun nú ráð fyrir þig að hafa þig á brott, og nenni eg ekki að eiga orðastað viðþig lengur, því að nú fyrst er mér ljóst, að þú ert ekki með öllum mjalla.” Torfi kvaðst ekki fara fet fyr en hann fengi spesíuná, en sýslumaður sagði að réttast væri að setja hann í gapastokinn fyrir gikksháttinn og ó- ráðþægnina. pá spratt Torfi upp úr sæti sínu og mælti: “Nú skal stormurinn koma, og mun eg. ekki lengur láta frýja mér hugar.” Hann leit upp í strompinn og kvað vísu þessa með þrumandi raust: Mikinn seið eg magna þrátt, máttur fylgi tali. Blási nú af austurátt yfir fjöll og dali! Kom þá svo mikill stormur að undrun sætti, og tók að hvína hátt í strompinum. Allir störðu agndofa á Torfa, og sáu menn glögt hvernig hárið blakti á höfði hans, því svo var súgurinn mikill undir strompinum. Nú þótti sýslumanni tími til kominn að láta skríða til skarar og taka Torfa fastan. Hann eggjaði menn sina fast og bað þá binda Torfa og draga belg yfir höfuð honum, svo að hann gæti ekki kveðið fleiri galdravíSur. “Ekki metið þið nú líf ykkar mikils,” sagði Toríi gamli og hló kuldahlátur. “Eða vitið þið ekki að eg er ákvæðaskáld? Eg þarf ekki að kveða nema hálfa vísu, til þess að láta blóðið frjósa í æðuvn ykkar, og er hverjum þeim manni bráður bani vís, sem snertir Torfa gam.’.a ákvæðaskáld!” Heimamenn höfðu staðið upp og voru þess al- búnir að ráðast á Torfa, en nú urðu þeir svo skelkað- ir, að þeir hopuðu á hæl, og settist hver í sitt sæti. Nú var sýslumannsfrúnni nóg boðið- Hún reyndi að miðla málum og bað vnanninn sinn blessað- aðann að láta Torfa fá spesíuna. “Það er ekki aftur tekið,” sagði hún, “ef stórviðrið sviftir þekjunni af baðstofunni.” Hann ska'l aldrei fá spesíuna,” svaraði sýslumað- ur. “Og er mér ósárt um, þó að þekjan fjúki af þessu greni. Eg hefi hvort sem er ákveðið að láta byggja nýja baðstofu í haust, þar eð þessi er orðin svo gömul og hrörleg, og óvistleg í alla staði.” “Þá skal eg láta koma grenjandi' norðanhríð,” sagði Torfi og sótti í sig veðrið. Hann leit aftur upp í strompinn og kvað: Burt með vorsins blómatíð, bliknuð drúpi stráin, köld og nöpur norðanhríð næði yfir skjáinn!” Kom þá ógurleg haglskúr úr heiðskíru lofti og buldi á baðstofug'lugganum. pað fór kuldahrollur um fólkið. Karlmennirnir tóku trefla sínu og vöfðu þeim um hálsinn, en stúlkurnar létu á sig sjölin og fóru að blása !í kaun- Frúin bað mann sinn í öllum bænum að láta Torfa fá spesíuna. “Sérðu ekki hvílík hætta vofir yfir, ef Torfi lætur þessa norðanhrið haldast í alt sumar. A'llir verða að hætta heyskap, og það verður jafnvel ekki nokkur snöp fyrir skepnur um hásumarið. Og svo kemur hallæri. Fólkið deyr hrönnum saman úr hungri. — Og Hrefna litla úti í þessu veðri!” Nú var sýslumaður í vanda staddur, og runnu á hann tvær grímur, en þó var hann tregur til að láta Torfa fá spesíuna, og kvað sér lítinn sæmdarauka að því, að láta undan þessum flakkara. “Nei spesíuna læt eg ekki fyr en í fulla hnefana.” “Þá skal eg 'láta koma sólmyrkva,” öskraði Torfi. Hann ranghvolfdi augunum og var svo ægilegur á svipinn, að öllum stóð ógn af- Og enn leit hann upp í strompinn og kvað: Töfrastyrk ‘í tungurót Torfa skortir eigi. Verði myrk og svört sem sót sól á himinvegi! “Hvað er að tarna?” sagði frúin. “Mér dinfmir fyrir augum.” “Og mér líka,” sagði sýslumaður. “Ykkur mun dimma betur fyrir auguvn um það er lýkur, ef eg fæ ekki spesíuna,” sagði Torfi og glotti við tönn. í sama vetfangi datt á þreifandi myrkur, og sá ekki nokkur maður handa sinna skil. Alt fólkið stóð á öndinni af ógn og skelfingu, og héldu sumir að nú væri kominn heimsendir. “Œ, hva rætlar þetta að lenda?” sagði frúin ang- istarfull og varpaði sér í fangið á manni sínum- “petta grunaði mig lengi, að síðasta plágan mundi verða verst. Vertu nú ekki að halda í spesíuna lengur. Það er betra að bogna en bresta. Manstu ekki hvernig fór fyrir honum Faraó? pú ættir að láta ógæfu hans þér að varnaði verða.” Nú féll sýslumanni allur ketill í eld, og sá þánn kost vænstan að láta undan, þó að hann ætti bágt með að brjóta odd af oflæti sínu. Framh. Fyrir börn og unglinga io*o«oéo*o*o«o*o< Úr Talmud. Flettu ritningunni og flettu henni aftur, því hún segir frá öllum hlutum. Gefðu guði þökk fyrir mótlæti jafnt sem með- læti pegar þú heyrir að einhver hefir dáið þá segðu: “Blessaður sé hinn réttláti dómari.” Jafnvel þegar hlið himinsins er lokað fyrir bænum þínum, þá er það opið fyrir tárum. pegar réttlátir menn dey.ja, þá eru það jarðar búarnir sem tapa. Perlan tapaða heldur áfcam að vera perla, en vel má sá tárast sem hefir tap- að henni. Ef orð í tíma talað er virði eins penings þá er það tveggja peninga virði að þegja þegar þegja ber- Asninn kvartar um kulda jafnvel í júlímánuði. Fjórir eru þeír, sem aldrei fá inntöku í Paradís: Spjátrungurinn, lygarinn, hræsnarinn og sá er last- málugur er. — Lastmælgi er morð. Úlfaldinn vildi hafa horn, svo eyrun voru tekin af honum. Hermennirnir berjast, en konungarnir eru hetj- urnar. Andi skólabarnanna er lífgjafi heimsins. Þegar þjófur á ékki kost á að stela, þá heldur hann að hann sé fróvnur. Þjófurinn ákallar guð, á meðan hann er að brjótast inn í hús manna- Œskan er rósabeður; ellin þyrnikóróna. Vinnutíminn er stuttur, en verkið mikið. pað er ekki lífsspursmál að ljúka við verkiðj en þú mátt ekki þess vegna slá slöku við það. Ef þú hefir unnið mikið og gott verk þá eru laun þín mikil; því herranií sem réði þig í þjónustu sína svíkur engan um laun. En veistu að þau laun eru ekki af þessum heimi. í Talmud er mikið tálað um eiginkonur bæði góð- ar og vondar þar stendur á meðal annars. Velþóknun guðs er yfir þeim manni, sem giftist góðri blíðlyndri konu svo friður geti ríkt í húsi hans. Þegar menn missa fyrstu konu sína, þá missa peir með henni helgidóm lífsins- Ef maður skilur við konu sína, þá grætur altari sjálfs guðs yfir gjörðum hans. Alt í lífinu má bæta, nema missir konu, sem hefir verið fyrsti förunautur þinn. Heiðarlegur maður virðir konu sína. Sá er sýnir konu sinni vanvirðu er fyrirlitlegur. Ef kona þín er lág vexti þá beyg þig ofan að henni til að tala við hana, framkvæmdu aldrei neitt án þess að leita hennar ráða. Hjón, sem vel ke'mur saman, hafa gleði himins- ins fyrir förunaut. En í kringum tnann og konu, sem illa eru saman valin brennur eldur eyðilegging- aripnar- lífsánægju og alla blessun. Professional Cards 'T Demöntunum skilað aftur. Meistari Meir, var í musterinu að kenna á hvíldardegi. Á meðan dóu synir hans tv< báðir voru efnilegir og vel að sér í lögmálinu. hans bar lík drengjanna sinna upp í herbei var uppi á lofti í húsi þeirra og breiddi ofi hvítt lín. yfir þá,” sagði hann. 'Meir. Konan rétti manni sínum bikar með c Hann gjörði guði þakkir og drakk. Svo spurði aftur: "Hvar eru drengirnir mínir, eg vil að drekki líka af þessum vígða drykk.” "Þeir geta ekki verið langt í burtu,” s\ móðir þeirra um leið og hún bar kvöldverðin á fyrir mann sinn. Þegar hann hafði gefið svaraði meistari Meir. “Fyrir nokkrum dögum isíðan, bað maður mig um að geyma fyrir sig nokkra de'manta, og nú vill hann fá þá aftur,” á eg að láta þá af hendi við hann?” “Konan mín ætti ekki að þurfa að spyrja að slíkri spurningu,,” svaraði meistari Meir. “Mundi þéi geta komið til hugar að halda fyrir öðrum mönnum því sem er þeirra eign?” “Nei! nei!” svaraði konan, en eg vildi ekki sktla þeim án þess að þú vissir.” Skömmu síðar leiddi hún mann sinn upp í her- bergið þar«^em 'lík drenfgjanná lágu og dró hún línið frá sjónum þeirra. “ó drengirnir mínir, braust fram af vörum föðursins. “Synir mínir dánir!” Konan hans snéri sér undan og grét. Eftir að þau höfðu staðið nokkra stund í hinu'm þungu sorgarsporum við dánarbeð drengjanna sinna, tók konan í hönd mannsins og sagði: Meistari, hefir þú ekki kent mér, að við séum skyldug að skila því aftur, sem okkur hefir verið trúað fyrir að geyrna? sjáðu, drottinn gaf og drottinn tók; hlessað veri nafn drottins.” ““Blessað veri nafnið drottins,” tók meistari Meir undir. “pað hefir verið vel sagt, að sá sem á góða konu er ríkari en hinn auðugasti gimsteinaeigandi. í munni hennar er vísdómur og á tungu hennar eru lög kærleikans rituð.” DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDICAI/ ARTS BId>G. Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office tímar: 2—3 Ileimili: 776 Victor St, Phone: A-7I22 Winnlpeg, Manltoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDICAU ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office tlmar: 2—3 Helmili: 764 Viotor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDR. Cor. Graham and Ivennedy Sts. Piione: A-7067 Vlðtalstmi: n—12 og 1—5.30 Hebnili: 723 Aiverstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAU ARTS BLDG. |— Cor. Graliam and Kennedy Sts. Stundar aug;na, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-3521. lleimili: 627 McMiIJan Ave. Tals. F-2691 DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Cor. Portago Avo. og Fximonton jj" Stundar sérstaklega berkiasýki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofunni kl. 11—12 | f.h. og ?—4 e.h. Simi' A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave, Tal- sími: B-3158. I)R. A BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og þ barna sjúkdóma. pL Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir . 216-220 MEDICAD ARTS BIJ)G. Cor. Graiiam and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 3217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: A-8889 VTér leggjum sérstalta áherzlu á að . seija nieðul eftir forskriftum lielaia. 1 Hin beztu lyf, se.111 hægt er að fá eni r notuð eingöngu, . pegar J>ér komið með forskrliftum til \or megið þjer vera viss nm að fá rétt það sem lækn- i irlnn tekur tll. ð COLCLEUGII & CO., Notre Dame and Slierbrooke Phones: N-7659—7650 1 Glftlngalcyflsbréf scld THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 McArtbw Building, Portago Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. tlNDAL, J. H. r.ixnAij B. STKFANSSON Islenzklr lösfrivðingar 3 Home Investment Butlding 468 Main Street. Tals.: A 4863 andi tímum: ndar: annati hvern mlðvikudi Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimliá Fyreta mlðvikudag Piney: þriðja föstudag I hverjum ínílnuðl ARNI ANDERSON ísl. lögntaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Chambers Talsími: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. Iögfræð;ngur ir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 3S9 Notre Dams Avenue f £ A. S. Bardai 84-3 Sherbrooko St. Selur líkkistui og annast um útfarir. Allur útbúnaðut sá bezti. Ennfrem- ur sclur hann alskonar mínnisvarða og lcgsteina. Skrlfgt- talsimj lieimilia taltlml N 6e08 N ?S07 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í bnrginni Hér þarf ekki að bíða von úr vitl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fijött og vel. C. Goodman. J A. Jóhannson 644 Burnell Street F. B-5'á60. Að baki Sarg. Fire Hali THE EMPIRE CYCLE CO. 634 Notre Dame. Agents for Perfect Bicycle3, second hand wheels on Sale. Lawn Mowers, Knives and Scissors sharpened. — This business is now for Sale and and everything will be sold at wholsále pnce. J.E. C. Williams. Munið Símanúmerið A 6483 og pantiS meðöl yðar hjá oss,- — Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vtzkusemi og vörugæði eru óyg^j- andi, enda höfum vér magrra ára lærdómsrlka reynslu að baki. — Allar teg^hdir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store! Cor Arlington og Notre Dáme Ave | raisímar: Skrifstofa: HeimiU: ... N-6225 A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMACUR Heimilistaís.: St. John 1844 Skrlfstofu -Tals.: A 6557 Tekur lögtakl bæðl htiaalelguakuld^ veðskuidir, vtxlaskuldir. Afgr«iðlr al aem að iögum lýtur. SkrUstofa 255 Maln St Giftinga og ... Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3 I Verkstofu Tais.: lleima Tala. A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonnr rafmasnsáliöld. svo sem straujnrn víra. nllar tegundlr »1 rlösum og aflvaka (Ivitierirei) Verkstofa: 676 Ilome St. Plione B-1558 Til taks á öllmu tínuim. Exctiange ftuío Transfer Co. Flytja Húsgögn og Pianos Annast flótt og vel um allar teg- undir flutninga; jafnt á nótt sem nýtum degi A. PRUDEN. Eigandi 57? íherbrooke St. Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.