Lögberg - 30.08.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.08.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. AGÚST 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. s= = 1 —-:_r=r- t : ■ -- — r-= Hirðdróttsetinn hrökk við ofboðslega. “Eg, yðar hátign ?” sagði hann með breyttri rödd. “Heldur vildi eg deyja, heldur ganga hús frá húsi og biðja um brauð en að vera einn einasta dag með mínum úrkynjaða bróðursyni. — Eg verð kyr í Schönwerth og ef yðar hátign vildi af og til láta geisla náðar sinnar og hylli falia á hið einmanalega líf yðar gamla og trúa þjóns, þá —” “Herra von Mainau,” greip hún fram í fyrir honum með köl4um og hörðum róm um leið og hún lagði höndina á handlegginn á Brandau greifa, “eg hefi heyrt að vindurinn í nótt sem leið hafi brotið eitt fallegasta austurlenzka tréð yðir — það var það, ein sog þér munið, sem dró mig ávalt til Kashmir-dalsins. Eg verð líka að segja yður, að eg hefi enn ekki getað losað mig við hryllinginn, sem fer alt af um mig, þegar eg hugsa um þessa hræðilegu sprengingu, sem engu mátti muna með að gerði erfðaprinsinn og bróður hans að aum- ingjum. pér getið skilið að það hlýtur að líða langur tími áður en móðurhjartað nær sér aftur eftir svo mikla hræðslu.” Fjörugur hoppdans hljómaði frá hljóðfæra- flokknum og hertogaekkjan fagra flaug af stað yfir gólfið með Brandau greifa. Um leið og hún færðist fjær hneigði hún höfuðið rembilega fyrir hirðdróttsetanum, sem stóð eftir vandræðalegur. Hún var svo undarlega “æst og ofsafengin,” eins og nokkrar gamlar konur, sem höfðu ánægju af hneykslissögum, hvísjuðu sín á milli. Hirðdrótt- setinn, sfm var orðinn náfölur, stóð með skjögr- andi hné og horfði á eftir henni. petta var ó- ski’janlegt og a'Iveg dæmalaust! Skyldu ekki hans drembnu forfeður rísa upp úr gröfum sínum á næsta augnabliki og hrinda honum frá sér? Mundi ekki jörðin opna sig og gleypa hann, hinn óhamingjusama og brennimerkta mann? Hann var kominn í ónáð, hann, sem hefði gefið djöflinum sál sína og likama til þess að slík óhamingja kæmi ekki fyrir hann! En nú var hún samt fall- in honum í skaut, og hékk eins og þrumuský yfir höfði hans, án þess að hann hefði nokkuð til saka unnið. Og eftir tíu mínútur mundi þessi dýr- mæta frétt berast óðfluga milli öfundarmanna hans og óvina, og hundrað augu og fingur mundu benda á hann illgirnislega — hann hinn fallna hirðdróttseta. — Hann gekk út úr salnum. Strax^á eftir viðhafnarvagni dróttsetans var skrautvagninum með þeim apalgráu fyrir ekið fram fyrir höfuððyr hertogahallarinnar. “Erindi mínu er aflokið. Nú má eg flytja brúði mína heim,” hvíslaði Mainau að Líönu um leið og hann lyfti henni upp í vagninn. XXVI. Hann sat nú aftur upp í ökumannssætinu og stýrði hestunum, en hún hallaaði sér aftur á bak í horninu á vagninum; en nú var hún ekki eins cg þegar hún kom þangað fyrst, eins og óásjáleg grá nunna, köld í skapi og vonlaus. Hinn dýri en áður forsmáði brúðarkjóll breiddist yfir hvítu at- lassilkisessurnar; smaragðarnir glitruðu í hári hennar og augun hennar hin undur fallegu og gáfu- legu fylgdu leiftrandi af gleði hverri hreyfingu hins fríða manns. Frammi fyrir honum sýndi hún ekki lengur hið móðgaða dramb og hina köldu þrálátu mótspyrnu, sem hún hafði áður sýnt. pað var hlýtt og kyrt veður þessa nótt og tunglskin. Bleikur máninn sveif uppi í himin- hvolfinu eins og silfurkúla, oltin út í dimmblátt djúpið; en yfir jörðinni var hin einkennilega birta, sem lætur hlutina renna savnan. Handan við vatnið í garðinum, sém lá slétt eins ojf"spegill, runu krónur linditrjánna saman í óskýrar heild- ir og fiskiþorpið hvarf svo gersamlega í skuggan- um af þeim, að það var rétt eins og að einhver risahönd hefði falið þetta leikfang hertogahirðar- innar niðri á vatnsbotni. — Líana vissi ekki að einmitt þar hefði nafn hennar fyrst verið nefnt fyrir hertogaekkjnuni, að þar hefði greifadóttir- in með rauða hárið verið dregin fram til þess að hefnd, sem hafði verið fyrirhuguð í mörg ár, naíði fram að ganga, og það án hennar vilja og vitund- ar. prátt fyrir það veik hún höfðinu undan með hálfgerðum hryllingi; hin dökka trjáamergð og blýgrái liturinn á kyrrum vatnsfletinum mynduðu svo draugalega sjón. Unga konan barðist einn- ig við fleiri ógeðsleg hugboð. Hún vissi að hirðpresturinn sat í viðhafnarvagninum dróttset- ans, sem var góðan spöi á undan þeim á veginum til Schönvverth; hann hafði sannarlega bæði dirfsku og úthald rándýrsins, sem eltir bráð sína Einhver kveljandi kvíði greip hana, er vagninn fór út úr skóginum og ók niður í hinn yndislega fagra Schönnwerth-dal, sem tunglið iaugaði í geislum sínum; vagn dróttsetans sást sem snöggvast áður en hann hvarf inn í mösurkjarrið. Hún varð að taka á öllu hugrekki sínu og beita allri sinni skýru hugsun til þess að stilla sig um að biðja Mainau að aka framhjá Schönwerth og fara með sig strax þessa nótt til Walkerhausen. Um leið og vagninn staðnæmdist fyrir framan höliina stóð frú Löhn við hliðina á honum eins og hún hefði sprottið upp úr jörðinn. “Nú er alt búið; hún dó fyrir einni stundu, náðuga frú,” hvíslaði hún og henni var mjög mikið niðri fyrir. “Munk- urinn er líka kominn aftur. pað getur vel verið að hann skipi mér strax í kvöld að fá sér skraut- muni hennar, svo að hann geti fengið þá gamla herranumT hann gerði það í fyrra skiftið.” “Eg skal koma,” sagði Líana. Hún stökk út úr vagninum meðan frú Löhn fór aftur til ind- verskft hússins. Líana var nú í mesta vanda og hættu stödd, hún yrði að segja Mainau frá því sem hefði skeð við dánarbeð Gisberts frænda hans, hún yrði að segja honum alt, sem hún vissi, og svo yrði hann að fara með henni og taka sjálfur litla silfurhiulstrið, sem svo mikið reið á. Hann hafði ekki heyrt til ráðskonunnar og fór því með Líönu, .án þess að hann grunaði nokkuð til herbergja hennar. Bæði hrukku við er þau komuí stofuna, sem var við hliðina á bláa her- berginu — ljós logaði á lampa, sem stóð á borði i miðri stofunni, og við hliðina á því stóð drótt- setinn beinn og hnakkakertur og studdi að eins hendinni létt á borðplötuna. “Fyrirgefið þér náðuga frú, að eg hefi farið inn í herbergi yðar,” sagði hann með jöfnum köldum kurteisisróm. “En klukkan er yfir tíu. Eg var í nokkrum vafa um hvort að maðurinn yðar gæti látið mér í té nokkur augnablik, til þess að ræða um ofrulítið atriði, en þar sem ekki varð hjá því komist, kaus eg að bíða hans hér.” Míainau slepti handlegg konu sinnar og gekk hratt.til gamla mannsins. “Hér er eg frændi. Ef þú hefðir óskað þess, þá hefði eg gjarnan komið upp til þín. Hvað er það sem þú vilt segja mér?” spurði hann rólega, en þó með látbragði manns, sem ekki ætlar að láta segja nokkuð óviðeigandi við sig. “Hvað eg vilji segja þér”, endurtók dröctset- inn og reyndi að bæla niður reiði sína.” “Um fram alt verð eg að biðja þig að kalla mig ekki frænda þinn. — pú hefir eins og þú sagðir mér í morgun -sjálfur, sagt skilið með þér og stéttarbræðrum þín- um. En eg held fast við þá með lifi og sál, í gegnum þykt og þunt. pessi skilnaður gildir eins á milli þín og föðurbróður þíns, óafturkalíanlega og ávalt.” “Eg mun reyna að bera þann missi,” sagöi Mainau, sem var orðinn fölur í framan, rólega og með skýrri rödd. Framtíðin mun leiða 1 ljós hvað þú græðir við það að reiða þig að eins á eitt einasta spil. Góður vinur, sem svo er nefndur. hvíslaði að mér í mesta flýti, þegar eg fór út úr hertogahöllinni, að þú hefðir mín vegna fallið í ónáð„ — dróttsetinn fórnaði upp höndunum, eins og hann væri yfirkominn af hræðslu, er hann heyrði orðið “ónáð” talað á svona rólegan hátt, eins og hann vildi koma í veg fyrir að bróðurson- urinn hreyfði við þessari hræðilegu staðreynd — slík aumkunarleg smásálarhefnd, þar sem óvið- komandi maður verður að þola fyrir annan , getur í sannleika fylt mann með viðbjóði, og þess vegna þarft þú fyrst og fremst að skilja þig frá þínum ættmennum og segja skilið við alt, sem getur gef- ið þínu einmanalega lífi markmið og stuðning í framtíðinni. Og þetta verður að gjörast strax, nú í nótt, til þess að þú snemma á morgun getir sagt frá viðskilnaði þínum við þá, sem eru djúpt fallnir, og beðið í guðs nafni, að hin höfðinglega náð megi veitast þér aftur. — Hvað missir þú þá við —” “Hvað eg missi!” hrópaði dróttsteinn æfur. “Ljós augna minna, loftið sem eg anda í. Eg dey ef þessi hræðilga ónáð endist nokkra mánuði — pað kemur ekki mér við hvað þú heldur um það. — Hann gat ekki lengur haldið sér uppréttum og hneig niður í næsta hægindastól. Mainau snéri sér frá honum með augsýnilegri fyrirlitningu . “Eg hefi þá í rauninni ekkert meira að segja um þetta að segja um þetta,” sagði hann hálf hátt og yfti öxlu'm. — “Eg hélt að eg gæti enn þá vakið ást þína til Leós —” “óhó, hér erum við þá komnir að því atriði, sem eitt út af fyrir sig hefir komið mér ti'l þess að tala við þig einu sinni ennþá. — Bamabarn mitt, einkabarn dóttur minnar —” “Er sonur minn,” greip Mainau fram í fyrir honum og horfði beint í augu hans án þess að láta sér bregða. “Hann verður að sjálfsögðu hjá mér.” “Alls ekki! Sem stendur getur þú ekki dregið hann með þér til Frakklands, það get eg auðvitað ekki komið í veg fyrir; en eftir nokkra mánuði. muntu komasf að raun um hvað það þýðir að bjóða byrginn þeim, sem hafa bæði hið veraldlega og andlega vald í höndum sér.” “Eg held að eg geti næstum orðið hræddur,” sagði Mainau, “ef eg stæði ekki á mínum eigin fótum. — Eg veit hvar þú ætlar að koma aflinu að. Vegna þess að eg hefi gefið barni mínu, sem er skírt í hinni kaþólsku kirkju, móður, sem er •mótmælendatrúar, og fengið frjáls,',yndan guð- fræðing til að vera kennari þess, þá á kirkjan að hafa rétt til þess að bjarga sál, sem heyrir henni til. peir sem beyja sig fyrir páfastólnum taka ekkert tillit til réttar föðursins. Hver vill þrefa um þesskonar smámuni, þegar úrskurðir þjóðhöfð- ingjanna og samþyktir fulltrúa fólGcsins eru virt- ar vettugi í Romaborg, rétt eins og þær væru sápubólur! Eg gæti verið þar í flokki sem biturt stríð mót skoðunarhætti klerkanna er hafið, ef eg kysi ekki Jieldur, sem sa eini, sem arás er gerð á, að bíða eftir svarta hópnum. Látum hann koma.” “Hann kemur, það getur þú reitt þig á! þinn glæpsamlegi mótþrói fær þá hegningu, sem allir, sem trúir eru kirkjunni, hljóta að óska eftir,” hropaði drottsetinn í ostjómlegri gremiu. Reiddu þig bara á anda sjálfs þíns, vitið, sem þú heldur að þú getir afrekað alt með; en einmitt með vitinu færðu Jitlu áorkað. Spurðu á morgun alla þá, sem voru í hirðsamkvæminu í kvöld 'og þú munt ekki finna einn einasta, sem vill kannast við, að pú hafir haft alt þitt vit. Maður, sem er með öllum mjalla og hefir óbrjáJaða hugsun —” Ber ekki höfuðið hátt, heldur skríður og smjaðrar fyrir þeim, sem valdið hafa viltu segja.” Eg \il segj aað alt þitt athæfi þessa síðustu daga sé svo undariegt, að það sé nauðsynlegt að leita læknisálits,” öskraði gamli maðurinn örvita af reiði. “Nú, það á að vera skarðið í virkisvegginn, sem a ðveraldlega valdið á að komast inn um, til þess að geta unnið á mér,” svaraði Mainau Hon- um var mjög gramt í geði en hann talaði samt i gJaðlegum en þó bitrum róm. Mig stórfurðar á þér. pað á illa við fyrir jafn sniðugan bragðaref og hirðmann og þú ert, að segja í reiði sinni frá öllu sínu leynilega ráðabruggi. pegar þá að baráttan við prestalýðinn er vel og farsæl- Jega um garð gengin, þá koma dómstólarnir til sögunnar og lýsa því yfir, að maður sé ekki ábyrgð- arfullur fyrir verkum sínum, einmitt vegna þess að maður hefir barist, og sökum þess að heil hjrð, með hennar hátign, hertogaekkjuna í broddi fylkingar, sver það, að maður hafi ekki verið með öllum mjalla eitt kvöld.” Dróttsetinn stóð upp. “Eg verð að mælast til þess að þú gleymir ekki, í minni nærveru, virð- ingu þeirri, sem þér ber að sýna hinni tignu konu,’ sagði hann með sinni andstyggilegu hryssings- rödd. Að hinu leytinu hefi eg sagt þér frá þessu svo kallaða “leynilega ráðabrugg’”. pú skalt vita það, vegna þess að eg, sem einn limur Mainau ættarinnar, finn það skyldu mína að frelsa nafn okkar eins lengi og það er unt frá almennu hneyksli og ósóma. En eg get heldur ekki slak- að hið allra minsta á kröfum mínu'in, vegna míns dána, strangtrúaða barns, og þess vegna spyr eg þig blátt áfram: vilt þú gefa mér Leó eftir af frjálsu mvilja; eg hefi eins helgan rétt til þess þú.” Hann komst ekki lengra. Mainau hló hátt, svo að hann varð að þagna. í sama bili læddist konan inn í búningsherbergið og þaðan út í súlna- göngin. Hún þorði ekki að bíða eitt augnablik Jengur. Hin framúrskarandi hrokafulla fram- koma dróttsetans sýndi bezt, að hann þorði að reiða sig á að sterk öfl mundu styrkja sig í sínum óréttlátu kröfum. Gamli maðurinn sem vxr sannfærður um sigur sinn, varð að fá annan skell í dag. — En nú varð það að vera vegna han eigin glæps. Hversu mikils sársauka olli ekki með- líðun hennar með Mainau henni! Hversu heitt el- skaði 'hún ekki hann, sem tók svo djarflega við afleiðingunum, sem ást hans tfl hennar hafði í'för með sér! Hún gleymdi því að hún hafði skilið eftir kápu sjna og hettu í salnum, og hún tók heldur ekki eftir því, hvernig þjónarnir, sem höfðu staðið og hlerað, viku frá frá forstofunni, er hún flýttl sér framhjá og fór berhöfðuð út í tunglsljósið. Indverzki garðurinn lá fyrir framan hana eins ókunnuglegur að sjá og eins skínandi í silfur- hvítu tunglsljósinu og hann hafði verið fyrstu nótt- ina, sem hún dvaldi í Schönwerth en hvílíkur munur var ekki á þeim degi og þessum! Nú i nótt skyldi syndarinn gavrfi verða fyrir reiðarslagi, eins og stóra tréð í garðinum, er stormurinn hafði kastað um í einu vetfangi. Líana gekk hratt áfram og að eins skrjáfið í kjólslóða hennar rauf þögn næturinnar. Um leið og hún kom inn í myrku trjágöngin, þar sem ap- arnir og páfagaukarnir héldu sig, hrökk hún sam- an og nam staðar eitt augnablik. Hún heyrði ekkert hljóð frá dýrunum upp í trjánum, en hún heyrði marra undir fæti eins og stigið væri þungt til jarðar á gaiigstignum. “Er nokkur her? spurði hún og gekk varlega til baka að enda trjá- ganganna. “pað erDammer, náðuga frú,” var svarað með vandræðalégri rödd. Hún andaði aftur létt. Hann gekk hratt fram hjá henni, og heilsaði henni með lotningu og nam staðar rétt hjá. Hún leit til hliðar og þá sá hún strax hvers vegna að hann var hér; þar stóo ein hinna fríðu herbergisþerna, með kafrjóoar kinnar, sem hún reyndi vandræðalega að feia, og hneigði sig. pau höfðu ekki séðst síðan að veiðimaðurinn var rekinn úr vistinni, og nú höfðu þau mælt sér mót hér. Það var sem velt væri þungum steini af brjósti Líönu, er hún vissi að þau voru þarna í grend. Dyrunum á indverska húsinu var lokað. Fyr- ir gluggunum héngu þykkar ábreiður og fjöl var negld fyrir gatið þar sem brotna rúðan í hurð- inni hafði verið. pegar Líana barði hægt á hurðina var ein ábreiðan dregin varlega ofur- lítið til hliðar. Svo var hurðin opnuð hljóð- laust og án tafar. “Hefði þetta verið munkurinn, þá hefði eg ekki hleypt honum inn,” hvíslaði frú Löhn um leið og hún skaut slagbrandiunm fyrir hurðina. Hvítt lín var breytt yfir hina dánu konu og Gabríe1! lá sofandi á hægindastól. Ráðskonan hafði breitt hlýja rúmábreiðu yfir hann, og frá vaxkertunum í silfurstjakanum féll dauf birta á andlitið á honum. Höfuð hans hvíldi á dökk- leitri sessu og andlitið var hvítt eins og á dauð- um manni. “petta er líka leyfar frá fyrri dögum, sem eg hefi varðveitt frá að komast í hendur gamla nirfilsins í hö’.linni,” sagði frú Löhn og benti á hinn skrautlega silfurkertastjaka. Hún var hefðarfrú vesalingurinn hafi nokkur verið það, þess vegna ber að sýna henni þenna síðasta heið- ur.” Hún lyfti upp líninu, sem huldi líkið. Hjarta “lótusblómsins” var hætt að slá, en samt var sem fallega, ferska blómið, sem lá á brjósti hennar, bærðist en af hjartaslögum. Hvítum vatna- blómum var einnig stráð um svæfilinn og kjól hinnar framliðnú. “Gabríel kom með þau,” sagði frú Löhn; henni þótti vænt um þessi blóm, og vesalings drengurinn hefir fengið margt höggið hjá garð- manninum, þegar hann hefir ætlað að týna þau.” Hún lyfti mjúklega höfði dánu konunnar frá koddanum meðan hún sagði þetta og Líana tók keðjuna af hálsi hennar með sk.jálfandi höndum; nú var hægt að ná silfurhylkinu úr höndum henn- ar, þær sýndu ekki neinn mótþróa lengur. Líana lét keðjuna um hálsinn á sér og stakk þessum mikilsvarðandi skraaitgrip í barm sér. “Á morgun,” sagði hún við frú Löhn með hálfkæfðri rödd og fór burt. Einhver ósegjan- legur dapurleiki og óskiljanleg tilfinning um að hún væri að steypa sjálfri sér í voða greip hana um leið og hún lagði kalt silfurhylkið á bert brjóstið, og kom hjarta hennar til að hætta að slá. Hún horfði frá dyrapallinum út yfir flöt- *• 1 • timbur, fialviður af öllum vorubirgöir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korrið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire 8ash & Door Oo. -- ---- Limitod----- HENRY 4VE. EAST - WINNIFEG ina, sem var umkirngd af rósarunnum og hlust- aði, en hún hvorki sá né heyrði nokkur merki þess að nokkur maður væri þar. Veiðimaður- inn og unnusta hans mundu að sjálfsögðu hafa farið burt úr gaðrinum, skelkuð út af kornu henn- ar þangað. pað fór hrollur um hana er hún reyndi að ganga niður tröppurnar og út í gegn- um garðinn, en samt gat hún ekki fengið af sér að ónáða frú Löhn, sem hafði lokað dyrunum á eftir henni, aftur og biðja hana að fylgja sér. Hun þorði heldur ekki að bíða lengur, því hver sek- únda, sem lengdi hina ónáttúrlegu baráttu, sem Mainau yrði að heyja, til þess að halda barninu sínu, væri hennar sök. Hún gekk niður tröppurnar og í gegnum rós- runnana — þar stóð það þetta ógurlega eitthvað, sem hún hafði fundið að væri í grend við sig, eins og fuglinn finnur til návistar þess er viil svifta hann lífi — þar stóð sá svartklæddi, ná- fölur í framan og með brjálsemissvip; rakaði bletturinn á miðju svörtu hárinu var draugaleg.i nábleikur, er hann hneigði höfuðið til þess að heilsa henni. Fyrst varð hún svo hrædd að það var sem blóðið frysi í æðum bennar, en svo varð hún svo yfirkomin af reiði, að hún hafði aildrei áður fund- ið til slíkrar gremju. pessi tilfinning varð yf- irsterkari; og hún gerði hana harða í skapi og miskunarlausa. Hún hreyfði hendina á þann hátt, sem ekki varð misskilinn og dró að sér kjól- faldinn, til þess að hann skyldi ekki snerta mann- inn, sem stóð þarna í vegi fyrir henni; svo veik hún til hliðar og ætlaði að halda áfram, án þess að svara kveðju hans, en hann gekik aftur í veg fyrir hana og dirfðist jafnvel að leggja höndina á beran handlegg hennar, til þess að aftra henni frá að komast áfram. Hún fölnaði við snert- inguna. Hún hratt hönd hans frá sér með snöggu átaki, greip kniplinga ermina, sem hékk laus niður frá öxl hennar og néri þegjandi blett- inn, sem fingur hans höfðu snert. “pér eruð miskunarlaus!” hrópaði hann. “J?ér komið frá deyjandi manneskju —” “Frá dauðri manneskju ,herra hirðprestur,” greip hún fram í fyrir honum; “frá manneskju sem dó heiðin, og er þess vegna eins og við krist- ið fólk komumst að orði, dauð bæði á líkama og sál. En mun guð í sanngimi geta tekið við sálum mannanna úr höndum prestapna, þótt þeir geri sig seka í fölsun og skirrist ekki við að nota hvert meðal til þess að verða drotnar yfir sálum manna? Það hljótið þér að vita — Víkið úr vegi fyrir mér, herra!” skipaði hún í drembileg- um og hvössum róm. Hinum réttu boðberum kristindó'msins lýt eg með lotningu — og guði sé 'lof að þeir eru enn þá til. pér hafið sjálfur sýnt mér svik yðar; það er ekki snefill af prestlegum virðuleika til hjá yður, og þess vegna furðar mig ekki á þeim innantómu uppgerðarorðum, sem eg nýlega hefi heyrt frá vörum yðar. Látið þér mig komast fram hjá!” “Hvers vegna er aliur þessi flýtir?” spurði hann háðslega, en þó í þeim róm, að auðheyrt var að hann var í mikilli geðshræringu. “pér kom- ið nógu snemma til að sjá hvernig hin óbætanlega sundurþykkja frændanna fullgerist; hvernig hinn elskulegi herra von Mainau slítur sundur öll göm- ul bönd og treður undir fótum allar gamlar að- stöður, til þess að geta tilheyrt yður einni!” — Hann hafði þá aftur staðið í súlnaganginum, eins og fyrstu nóttina, er hún var þar, og hlustað á það sem frændunum fór á milli, og svo komið á eft- ir henni. f þessari svipan komst hún fram hjá honum, en þar sem hann var strax aftur kominn að hlið hennar, hröklaðist hún alveg fram á vatns- bakkann. “Já, yður og yður aleinni, náðuga frú!” endurtók hann í sárbeittum róm. “Hótun yðar í gær um að yfirgefa hann hefir eflaust komið honum til þess að kasta sér fyrir fætur yðar — en hvernig og hvenær? Eg vildi gefa einh af limum mínum til þess að vita það. í kvöld i söngsalnum sá eg þenna sigurljóma í yðar fagra andliti — pér eruð stoltar af því-----en hversu lengi varir það? “Fiðrildið hlýtur að fljúga sagði hertogaekkjan. pað verður að breiða út vængi sína til þess að heimurinn geti undrast yfir hinni óvið.jafnanlegu litfegurð þess, segi eg líka. pér getið lifað eitt ár í þessum dýrðlega hamingju- draumi, en ekki einn dag lengur. Hún bar höfuð sitt hátt og horfði á hann ‘með leiftrandi augum. Óviljandi hélt hún áfram að vík.ja undan honum, en hann færðist því nær. Hún var komin fast á vatnsbakkann og þar stóð hún. Hún spenti greipar og hélt höndunum fast að brjósti sér og á andliti hennar var algleymissælu svipur. “Gott og vel,” sagði hún, “eitt einasta ár! En ár fult af óumræðilegustu sælu! Eg elska hann, eg elska hann um alla eilífð og eg þigg þetta eina endurgjaldsár frá honum með þakklæti. Presturinn rak upp hljóð, sem hann reyndi að bæla niður; það var hljóð manns, sem er ör- vita af reiði og örvæntingu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.