Lögberg - 30.08.1923, Síða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
30. AGÚST 1923.
IJtijgberg
Gefið ót hvem Fimtudag af The Col-
unibia Press, Ltd.,,Cor. William Ave. &
Sherhrook Str.. Winnipeg, Man.
Talflimari N-632T oi N-6328
Jvs J. öíldfell, Editor
Utanáskrift ti) blaðsina:
TI|E COLUHBIA PRESS, Ltd., Box 3)72, Wnnlpeg, Nlan-
Utanáakrift rítatjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, l^an.
Th« "Ltftfbarfí" la printed and publishðd by The
C.'olutnbia Praas, Llmitad, ln the Columbia Block,
aáS t> XS7 Bherbrooke Street, Winnlpeg, áianitoba
Er lýðveldisstjórnar fyrirkomu-
lagið dauðadæmt^
Mörgum mun þykja þetta einkennileg
spurning, og sumum jafnvel heimskuleg. En
þrátt fyrir það setjum vér haua fram í allri
alvöru.
Lyðveldisstjórnin er óskabarn alþýðunn-
ar. ilugsjón, sem er fögur og laðandi og sem
hefir að sjálfsögðu þroskað hugsun og sjálf-
st.eði margra manna. Fyrir hana hafa menn
lagt mikið í sölurnar á ýmsum tímum, svo
mikið, að vafasamt er, hvort menn hafa lagt,
meira í sölurnar fyrir nokkuð annað.
I’etta er líka náttórlegt, því það átti að
leysa fólkið iir þeim læðingi, sem einvaldarnir
höfðu haldið'því í. Það átti að þroska skiln-
ing einstaklinganna og sjálfstæði þeirra.
Það átti að gjöra fólkið. aþþýðuna, sein
áður var lítið annað en þrælar, að hugsandi
sjálfstæðum verum, sem með frelsi því er því
yar veitt og ábyrgð þeirri, sem því frelsi
fylgdi, mættu verða hæfir til þess að verða
s.jálfir frjálsir og gera Kfiðjfrjálst og fagurt.
Þegar vér lítum nú 1 dag út yfir líf
þeirra l>jóða, sem fáni lýðveldisins hefir
blaktað yfir og spyrjum sjálfa oss að því,
hvort lýðfrelsið hafi gjört lýðinn frjáJsan, eða
hvort það sé að gjöra það, þá verður óss erfitt
um svar.
Saga lýðfrelsisins er orðin gömul, eins
gömul og mannfólkið. Menn hafa frá fyrstir"
tíð Jiráð einstaklingsfrelsi og einstaklings-
vald, og sú tilfinning hefir verið að smá-
þroskast í gegn um aldirnar, unz að hún er nú
komin á það stig, að því er oss virðist, að allir
vilja ráða og ekkert ákvæðisvald er lengur til.
Sjálfsagt hefir það aldrei verið'vilji eða
áform þeirra, sem mest og bezt hafa barist
fyrir lýðfrelsinu, að svo skyldi fara. Þeirra
hugsun hefir alveg sjálfsagt verið, að lýð-
veldishugsjónin mundi gera lífið fegurra og
þróttmeira, en það áður var. Mennina frjáls-
ari og atorkumeiri til nvtsamlegra fram-
kvæmda, en aldrei sú, að það yrði notað ein-
stökum flokkum og stéttum innan mannfé'
lagsins til sérþroskunar á kostnað heildar-
innar.
En það er þó einmitt það, sem lýðstjóun-
ar fyrirkomulagið liefir alt af gert og gjörir
hvað mést nú í dag.
Ef menn hugsa með stillingu um ástandið
í Pivrópu, þá er það sérstaklega eitt, sem
maðnr kemur auga á, og það er skortur á úr-
skurðarvaldi. Valdinu í flestunv löndum er
deilt svo mjög á meðal flokka og stétta, að
þeir, sem með framkvæmdarvaldið fara, njóta
sín ekki, verða, í staðinn fvrir að gjöra eins
og þeim sjálfum sýnist réttast, að beygja sig
fyrir flokka og stéttavaldi, eða leggja niður
völdin ella.
Menn segja, að slíkt heri vott um þroska
lýðsins, en í raun réttri -gerir l>að ekkert
slíkt, eins og stjórnmálaástandið yfirleitt í lýð-
frelsislöndunum sýnir. Það ber að vísu vott
um afl, hræðilegt og ægilegt afl, sem er orðið
svo voldugt,. sem getur fengið vilja sínum
framgengt þegar það vfil. En það afl er í
mörgum tilfellum blint.
Ef vér athugum framfarasögu mann-
kynsins vel, þá komumst vór að þeirri niður-
urstöðu, að framfarirnar á hvaða sviði sem
er, eru þeim fáu að þakka — þeim, sem and-
lega yfirburði höfðu yfir fjöldann og þol til
þess að berjast fyrir þeim framförum, oftast
nam gegn fjöldanum, sem ,.var þröskuldur í
vegi þeirra.
Eitt af tindirstöðuatriðnm lýðstjórnarinn-
ar, er atkvæðisrétturinn. ITndir þeim rétti
hafa slíkir menn — brautryðjendur menning-
arinnar — ekkert meira að segja heldur en sá.
óupplýstasti einstaklingur mannfélagsins, ogt
þeir oru margir í hverju þjóðfélagi á móti ein-
um hinna.
Það er því auðsætt, að undir lýðveldis-
fvrirkpmulaginu fá hinir hæfustu, menn og
konur þjóðfélaganna okki notið sín neitt bet-
ur, heldur en undir einvaldstjórn, en þó er
það ómótmælanlega undir þeim komið, hvort
áfram gengur eða aftur á bak, og það er líka
ljóst, að sannleika og fögrum hugsjónum eru
engu miniii hætta birin frá meiri hluta at-
kvæða undir lýðveldis fyrirkomulaginu, held-
ur en frá hendi einvaldra harðstjóra .
I stjórnmálunum geta menn ekki verið
vissir um neitt nú á dögum og -eru farnir að
ganga með óljósan kvíða í hjarta út af því, að
þau séu að verða tilviljun ein — að þegar
minst varir nái einhver stétt eða flokkur svo
miklu bolmagni, að haiya hrifsi völdin í sínar
hendur, hvort sem hinum reyndari og gætnari
mönnum þjóðfélaganna líkar betur eða ver og
hvort sem hann hefir nokkur skilyrði til þess
að veita stjórnmálum forstöðu eða ekki, og
afleiðingin af því er sú, að menn, sem aldrei
hafa lært áralag, gerast nú formenn; menn,
sem aldrei hafa getað séð fótum sínum for-
ráð efnalega, eru þess albúnir að taka að sér
leiðsögn heillar þjóðar í fjármálum; og menn,
sem aldrei hafa getað stjórnað sjálfum sér,
eru settir inn á þingbekkina.
Hinrik Ibsen segir á einum stað:
“Menn, sem eru mettir af tálvonum, deyja úr
hor.” Er lýðveldis fyrirkomulagið að leiða
mannkynið að þeirri sömu gröf!
Um atkvæðisréttinn farast forsætiisráð-
herra Mussolini á Italíu orð á þessa leið:
“Menn hafa bitið það inn í sig, að úrlausn
allra vandamála sé bundin við atkvæðakass-
ann og allsherjar atkvæðisrétt. A Italíu hefir
atkvæðisrétturinn leitt af sér afkomuleysi,
mútur og evðilegging 4 mannfélagsmálum
þjóðarinnar. Og menn veruleikans, sem ekki
eru svæfðir'af endurminningunni um Mazzini,
munu sökkva atkvæðakassanum í sjóinn, eða
að mirísta kosti mölva gat 4 botninn á honum,
svo að þeir menn, sem*hæfir eru og þrótt-
miklir og vita, hvað þeir vilja, fái sínu fram-
gengt. ’ ’
Þessi afstaða Mussolini minnir á afstöðu
Ibsens, þar sem hann heldur því fram, að það
sé siðferðisþrek og lyndiseinkenni mannanna,
sein gerir þá frjálsa,- og reynslan verði að
dæma allar hugsjónir mannanna.
Hver er liinn sanni dómur lýðveldis-
stjórnar fyrirkomulagsins nú í dag?
Eínignun í skáldskap.
Eftir Edivín Markham, LL.D..
Ungur enskur rithöfundur, sem enga sið-
ferðisstjórn hefir á sér, en nænit auga fyrir
fegurð og talsvert pennafær, bregður upp fyrír
sjónum vorum ósönnum og sorglegurn mynd-
um af lífinu. Oss er sagt, að hann byggi á ó-
ábyggilegri og ólireinni sálarrannsókn sem
ábyggilegum grundvelli og hafi tekið sér til
leiðbeiningar á veginum til liins upprunalega
dýrseðlis mýrarljós þeirra Whitmans og
Swinburns. Þessi ungi rithöfundur sýnist
vera haldinn kvnferðis tilfiniiingunni, svo að
lítið annað fær rúm í huga hans. í hinni síð-
ustu skáldsögu sinni sýnir hann þrjár list-
fengar kvenpersónur, sem mest hugsa og tala
um sokka og kjóla. Tvær þeirra tilheyra al-
múgaýólki, sú þriðja er skör hærra í mannfé-
laginú; — þær eiga heima í fögnim sveitabæ
á Englandi. Konur þessar . berast áfram af
óviðráðanlegri ástríðu; þær eru mikillátar á
yfirborðinu, en ósjálfstæðar eins og mest má
verða fyrir áhrifum frá karlmönnum. Nál-
knýttir við líf þessara þriggja ógleymanlegu
og furðulegu persóna eru tveir yngismonn,
sem einnig eru frábrugðnir því algenga.
Hugir þessara tveggja manna dragast
ekki að eins að þessum kvenpersónum, heldur
dragast þeir hvor að öðrum fyrir óskiljanlega
og glæpsamlega fýsn. Ann'ar, sem er kennari
á listaskóla, gjörir það að venju sinni, að eyða
frístundum hjá og í samnautn við alþokt og
ófvrirleitið kvenfólk. Einni slíkri hvildarstund
eyðir hann hjá ungri konu og manni, sem
bæði eru listfeng og búa í íbúð@rhúsi einu í
Lundúnaborg. Persónur þoesar liöfðu ekki
átt við að gifta sig, þrátt fyrir það, þó að því
væri komið að þeim fæddist barn. Gestinum
er boðið að vera um nóttina og þiggur hann
það. Þegar hann gengur til sængur, þá býð'
ur húsráðandi honum .stúlkuna fyriy rekkju-
naut.
Tilrauna gifting fer fram á milli tveggja
af þessum- persónum. En skömmu síðar er
liinn nýgifti maður myrtur, en ekkjan nær sér
undir eins í kærasta og flytur í burtu.
Vinur hins myrta manns, ®á er æfintýrið
lifði í Lundúnum, hryggist út af dauða hans,
sökum þess segir hann: “Ef hann hefði að-
hylzt velvild mína ,þá> hefði hann aldrei mætt
dauða sínum á þenna hátt.”
Bedlam sjálfur hefði aklrei getað sett
saman viðbjóðslegri sögu en þessa, og sökum
þess að sagan er sögð á þann hátt, að hún er
fremur aðgengileg til aflestrar, þá kemur
hún oss til að hugsa um mann, sem verður að
halda um nefið til þess að geta dáðst að fiski,
sem farinn er að rotna.
Bandaríkja bólcmentirnar ekki hreinar.
Bandaríkja skáldsagnahöfundamir eru
ekki fríir frá þessu kynferðis fargani. Skáld-
sögur, myndir og hljómplötur, alt er þetta
sjúkt. Skáldsögur, sem eru fullar spjaldarina
A milli með þessu dýrseðli og lostahugsun, eru
tíðar. Manni verður á að spyrja, hvcrs vegna
að sfík plága þurfi að eiga sér stað á því sviði,
þar sem svo mikið er um framfarir á öðram.
Hinir öldruðu og fátæku, sem áður urðu
að svelta og devja við veginn, eiga nú góða
daga á elliheimilum. Sjóræningjar háfa flutt
starfsvið sitt af sjónum og inn fyrir húðar-
borðið. Fjölkvæni á sér nú stað að eins hjá
Tyrkjuin, og jafnvel þeir eru farnir að snúa
bakinu við hinum óþarflega stóra kvennahóp.
Nýjar hugmvndir eru að ná sér niðri; en samt
bjóða sumir Bandaríkja skáldsagna höfund-
arnir nútíðinni byrginn og hafa horfið til
baka til lasta, sem fyrir löngu hafa verið fyr-
irdæmdir — til saurlífis og úrkynjunar lið-
innar tíðar.
Ein sú ógeðslegasta af slíkum bóknm, seg-
ir frá heldra fólki í New York borg. hún sýn-
ir úrættaðan og fyrirlitlegan hóp af fólki, ungu
og gömlu. Hinu andlega ástandi þessa fólks
er haldið uppi fyrir sjónum vorum í sam-
bandi þess við elskhuga þess og vini. Hjón-
in, sem eru orðin gömul í hettunni, halda fram
hjá hvort nm sig. Dæturnar allar selja vin-
áttu sína og eru jafn-langt frá því að sinna
nokkru siðalögmáli og dýr merkurinnar.
Yngsta systirin, sem er fimtán ára, geng-
ur lengst og er frömust í að tala um hluti, sem
vanalegast eru látnii* liggja í þagnargildi.
Fjölda margt af ungu fólki, sem ekki hefir
gengið neitt nálægt því eins langt í siðleysis-
áttina, eins og þetta fólk, sem í sögunni er lát-
ið taka þátt í næturskemtunum, svo sem þeirri,
að karlar og konur gangi nakin til lauga, og
tilheyrir hinum lægri stéttum þjóðfélagsins, er
lokað inni í gæzluvarðhaldi.
Satt að segja sýnir það, hve fúslega fjöl-
skylda þessi tekur þátt í öllu þessu sukki, að
hún stendur hænsnunum, sem menn geyma í
fjósgirðingum sínum, ekkert framar.
En saga sú, sem er ef til vill bezt rituð af
þessum sterk-lituðu sögum af hinu svokallaða
h-eldra fólki, gjörist á einu ríkismanns heim-
ilinu í New York og á sveitabústað skamt frá
borginni. Persónurnar í þessari sögu, eins og
í öllum þessháttar sögum, eru búiiar í skart,
búa við allsnægtir og hafa óþrjótandi upplag
af dýrum vínum. Það er ekki sjaldan, að
bakkar með vínflöskum á, era skildir eftir
við rúmstokkinn hjá þeim á kveldin, svo þær
geti hrest sig á milli dúranna. Þetta fólk
vinnur ekki ærlegt handtak, og ekki heldur fást
þær við neitt starf, sem andlegt getur kallast,
né heldur inna þær af hendi neitt verk í þarf-
ir almennings. Þær eta og evða á vegi aftur-
fararinnar, eða eins og Thomas Browne segir:
“í gegn um kokið og endaþarminn.
Sögnhetjan í þessari -sögn finnur stund-
um til þess (eins og eg geri líka), að lifnaðar-
hættir hans séu eitthvað öðru vísi, en þeir
ættu að vera. Eftirilætisgoð hans og fvrir-
mjmd kvenlegrar fullkomnunar, er fa^mikil
en fíngerð frönsk stúlka. Samt er hann gift-
ui agætri og aðlaðandi konu og or tveggja
harna faðir. Hann og hans líkar, menn og
konur, taka óspart þátt í siðleysisdaðri, 1
skumaskotum, í lokuðum vögnum , og sem
konurnar kalla ekkert annað en: “að sitja svo
að knén komi saman og fá að njóta kossa hjá
oðrnm en mönnum sínum.” ÖUum leiðist, aíl-
ii eru að drekka sér til dægrastyttingar, dansa
og daðra. Maður þessi fer að síðustu til New
York, til þéss að reyna að koma vitinu fvrir
frænda sinn, sem er giftur og ástfanginn í
Ieikkonu þar í borginni í tilbót, og með því af-
stýra fyrirsjáanlegu hneyksli og vandræðum.
Þá lendir hann heldur en ekki í æfintýri.
Hann kemst þar í kynni við stúlku, frændkonu
leikmænnnar, sem frændi lians var ástfang-
inn í, sem er lifandi eftirmynd franska goðs-
ms hans sjálfs. Þessi kona, sem er gift öldr-
uðum stóreigna manni, verður undir eins ást-
fangin í söguheþjunni, og eftir fjóra daga geta
þaii ekki lifað án hvors annars. Svo fer æf-
intyrið að verða alvarlegra. Konan hans
kemst að þessu, reiðist og hendir í hann hníf
svo hann særist. Þau skilja, og hann fer með
Innm nýju kærustu sinni til Cuba. Þar er þeim
honnuð yist á gistihúsi. Konan fær slag og
cleT r í höndumim a felaga sínum. *
Saga þessi á að vera af æðri o| göfugri
stettum í þjóðfélagi voru. Hún snýst aðallega
um giftingarspursmáJið, og í sögulokín setur
hofundurinn þess^ spurningu fram: “Eru
mannfélags takamarkanir, svo sem giftingar,
skylduræknis dygðir, eða eru þær ímynd skríls-
legra takmarkana á sjálfstæði og æðstu hug-
sjónum?”
Hið ákveðna mannlast í ^iessari bók, og
sú kenning, að ekkert í lífinu sé þess virði að
f} iir það sé lifað, gjörir sögu þessa T?ina af
þeim hryggilegustu í'öllu þessu vaxandi ásta-
mála flóði. (Frh )
MOLAR.
Meirihlutinn hefir skapað lýðveldis fvrir-
komulagið. Þó er sannleikurinn sá, að meiri-
hlutinn æskir ekki eftir því að stjórna. Ilann
nennir því ekki. Hann kann það ekki heldur.
Fjöldinn nennir ekki að leggja á sig nokkuð
því um líkt.
Fjöldinn er ekki metorðagjarn. Hann kýs
fremur að láta leiðast, en leiða aðra. Hvorki í
ófriði, né heldur á 'sviði viðskiftalífsias, getum
yér látið nefndir stjórna oss, ef vel á að fara,
jafnvel þótt í þeim ættu sæti engir aðrir en
Fochs og Fords, eða þeirra líkar. Eini veg-
urinn er, að fá einum Ford eða einum FocKfor-
ystuna í hendur. — Robert Blatchford, nafn-
frægur jafnaðarmaður og rithöfundur.
Verkamenn ættu ekki að þurfa að berjast
upp á lífið fyrir því, sem þeim réttilega íber,
Atvinnuveitendur ættu ávalt að vaka á verði
og komast að rairn um hvað'starfsmönnum sín-
um sé fyrir beztu og veita þeim það.—John D.
Rockefeller, yngri.
Bolshevisminn er húðsjúkdómur.—Maxim
Gorky.
Jafnaðarkenningarnar byrja, þar sem
tekjumar þrjota.—Sir II. Buchingham, brezk-
ur neðri mátetofu þingmaður.
Ástœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra
bænda hneigist til Canada.
59. Kafli.
Yfirlit
Nokkur atriði úr þjóðlífi voru.
Þess hefir verið getið í undan-
förnum greinum, hve fólksstraum-
urinn inn í landið hafi aukist
stórkostlega í ár. Að sjaldan eða
aldrei, hafi streymt hingað jafn-
rnikið af nýbyggjum frá Norður-
löndum, svo «em frá Danmörku og
Noregi- Meginþorri þess fólks
hefir leitað vestur á bóginn og
tekið sér bólfestu í Saskatchewan
og Alberta fylkjunum, einkum því
síðasta. Fjöddinn af fólki þessu
er þaulvant landbúnaði, sérstak-
lega þó griparæ'kt og ætti þar af
leiðandi að vegna vel í hinu
*
nýja kjörlandi s'ínu.
Eins og drepið hefir verið á,
eru skilyrðin fyrir arðvænlegri |
búpeningsrækt í Yesturfylkjunum
hin ákjósanlegustu, en þó ef til |
vill hvergi jafngóð og í Alberta.
Hefir sá atvinnuvegur alla jafna
verið stór þýðingarmi'kiill fyrirj
fylkisbúa. Eru sláturgripir
þar oft á meðal hinna allra beztu
í landinu.
Fram að aldamótunum síðustu,
var nautgriparæktin höfuðat- j
vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins- íj
Norður- og .Miðfylkinu, var þá
einnig a'llmikið um griparækt. Er
fram líða stundir, fóru bændur að
leggja mikla áherzlu á fram-
leiðs’u mjólkurafurða og erj
s'mjörgerð fylkisins nú komin á
afar hátt stig. Hefir stjórnin
unnið að því allmikið að hvetja
bændur og veita þeim up^lýsiðg-
ar í öllu því, er að kynbótum naut-
gripa lýtur. Nú orðið má svo
heita, að griþaræktin og kornupp- J
skeran sé stunduð jöfnum hönd-j
um. Á býlum þeim er næst'
liggja borgunum, er mjólkur-
framleiðslan að jafnaði 'mest.
Enda er markaðurinn þar hag-f
stæðastur. ,!
Á sléttum Suðurfylkisins, varj
griparæktin mest stunduð lengl
vel framan af. En nú er orðið
þar mikið um akuryrkju líka-'
Timburtekja er afar arðvænleg í
fyllkinu og í flestum ám er tals-j
verð silungsveiði.
Hinu kjarngóða beitilandý-er
það að þakka, hve sláturgripir í
Alberta eru vænir. Veðráttu-
farið er heilnæmt öllu’m jurta-
gróðri. Sagga’oft blátt áfram
þekkist þar ekki, Griparækt-
arbændur hafa ao jafnaði keypt
og alið upp kynbótanaut, svo sem
Shorthorne, Hereford og Aber-
deen-Angus. Víða hafa gripir
af þessu kyni selst við afar háu
verði á markaði Bandaríkjanna. í
Peace River héraðinu, er gripa-
ræktin, að aukast jafnt og þétt.
Eftirspurn ef(tir góðu nautakjöti
hefir aukist árlega, og þar af;
leiðandi hefir æ verið lögð meiri j
og meiri áherzla á griparæktina-
í Mið- og Norðurfylkinu, er að
jafnaði skýli til fyrir allan bú-
pening, en í suðurhlutanum ganga
gripir víða úti allan ársins hring
og þrífast vel. Bændur hafa
lagt og leggja enn, afarmikla
rækt við kynbætur hjarða sinna.
Eru kynbótanaut í afarháu verði.
Hefir það komið fyrir, að kálfar
af bezta kyni, hafa selst fyrir
fimvn þúsund dali .
Eins og áður hefir verið .getið
um, er mjólkur og smjör fram-
leiðslan á níik'Iu þroskastigi. Skil-
yrðin til slíkrar framleiðslu eru
og hin beztu, sem hugsast getur.
Akuryrkjumáladeildin hefir í
þjónustu sinni sérfræðinga, erj
hafa eftirlit með smjörfa'mleiðst-
unni,
Alls eru í fylkinu 53 sameign-'
arrjómabú og 13, sem eru ein-j
stakra manna eign. í flestum
hinna stærri bæja^ er að finna
eitt eða fleiri rjómabú. Framan
af var stjórnin hluthafi í sam-
eignafélögum þessu'm og hafði!
þar af leiðandi strangt eftirlit
með starfrækslu þeirra- Nú eru
það bygðarlögin eða sveitafélögin,
sem eiga flest rjómabúin, en
samt sem áður standa þau undir
beinu eftirliti landbúnaðar ráðu-
neytisiris. Rjómanum er skift
í flokka eftir því hve mismun-
andi smjörfitan er.
\
^ Ostagerðinni í fylkinu, hefir
enn sem komið er, miðað^tiltölu-
lega selnt áfram. Bændur hafa
allmikið af mjóikinni til gripa-
eldis og kjósa heldur að selja
rjómann. Það enda að öllu
samanlögðu; hentugra og auð-
veldara.
Þeir, sem æskja frekari upp-
lýsinga um Canada, snúi sór til
ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell,
Columbia Building, Cor. William
og Sherbrooke, Wirinipeg.
Þegar þjóðlífið og þjóðarhag-
urinn tekur snöggum og gagn-
gerðum breytingum, hættir manni
við að gleyma liðnum árum, eða
að minsta kosti vanrækja að veita
þv1! eftirtekt hvernig umhorfs var
fyrir skömmu. En með líðandi
stundina eina fyrir augum, er
'hætt við, að margir hverjir fái
raunverulega skakka hugmynd
um þjóðina, starf hennar og
getu — minsta kosti Ynissi sjónar
á því yfirliti i þeim efnum, sem
er svo nauðsynlegt okkur, sem
höfu'm va'lið okkur þáð hlutskiftið,
tæpar 100 þúsundir að “bas'la upp
á eigin spýtur.”
'Meðan sjálfstæðismálið var
mest á dagskrá hjá okkur, var
ekki hægt að þverfóta sig fyrír
framfaratali. Okkur, sem yngstir
vorum þá, fanst mörgum hverjum
að þetta hlyti að vera skrum-
blandið, þegar litið var til þess,
hve óskaplegir eftirbátar annara
að við þó vorum. En er við
ilítum á breytingarnar, er á hafa
orðið síðustu 15 árin, verður það
skiljanlegra hve miklar þær hafa
verið áður, og það svo að mönr-
um yrði tíðrætt um þær-
Síðan við urðum “sjálfstæö”
þjóð, konungsríki og hvað eina,
þá hefir sljákkað í framfaratal-
inu, eða það að minsta kosti feng-
ið annan blæ — annaðhvort af
því að þær þykja nú sjálfsagðar
breytingarnar og framfarirnar —•
ellegar þá af binu, að menn eru
orðnir leiðari á að tala um þær, —
og viðbúið að breytingarnar þá
um leið verði meiri og örari.
Tæpur aldarfjórðungur er sið-
an að æðsti valdsmaður þjóðar-
innar lýsti því yfir í þingræðu,
að hann sundlaði þegar að nefnd
værn miljón. Pessi var þá sjón-
deildarhringur hins mæta manns.
pegar Landsbankinn var opn-
aður fyrir tæpum 40 árum, þá
voru það tillögur nokkurra máls-
ínetandi manna, að hafa hann
ekki opinn nema einu sinni tvis-
var í Viku — því starfsmennirnir
hefðu ekkert að gera með því mót.i
að hanga þar al’a daga.
í minni nú'lifandi manna var
umtal um það 'í stjórn bæjarins,
hvort Laugaveginn hérna ætti að
gera sem reiðveg eða akveg, og
kom þá sú bjargfasta .skoðun
fram, að uin akveg gæti ekki ver-
að ræða, því vajfnar yrðu aldrei
notaðir hér.
Dæmi sem þessi sýna betur en
langt mál, hve breytingin er mik-
il í atvinnu og samgöngumálum.
Og alt þetta á sömu árum og við
urðum sjálfstætt konungsrí'kí.
Einn votturinn uYn misbrest í
þessu efni er þingið okkar.
Og nú fer fjarri því, að eg
ætli mér að feta í fótspor þeirra
mörgu, sem sækja sér hugsvölun
,í það, að skamma alþingi eða
þingmenn vora.
Einhver réttasti spegill þjóðar-
innar er þing það sem hún kýs
með sínum * almenna kosninga.
rétti. Ef þingið reynist vart
starfi sínu vaxið, kemur það
einasta tiil af því, að þjóðin hefir
tekið of öru'm stakkaskiftum til
þess að kunna að stjórna sér sjá'lf.
— Og það er ,svo undur eðlilegt
að svo hafi farið.
Fyrir tiltölulega fáum árum
síðan voru viðfangsefnin i’ þjóð-
málu'm vorum ekki viðameiri en
það, að hver eðlisfær maður er
skeytti nokkuð um þau, gat fengið
fullsæmilegt yfirlit yfir þau.
Það var á árunnm þegar tekjur
landsins og gjöld þess voru innan
við og um 5C6 'þús. krónur.
Og þá urðu ínenn stjórnihála-
menn með því að tpmja tungu sTna
og penna í orðasennunni við Dani..
,Stjórnmálin urðu með því móti,
eða þungamiðja þeirra, einskonar
fíþrótt, mælskuskó'li og ritdeilu-
1kapp, sem notaði þau eiginlegu
landsmál sem efnivið, án þess að
þau sköpuðu stefnur né 'mark í
innanlands og atvinnumálum. Og
Vegurinn til lýðhýlli var að læra
að heimta. Þeir sem mest
heimtuðu, báru að lokum sigur úr
býtum. r— En þá var heimtað af
Dönum.
Nú er þetta alt um garð geng-
ið; og landið okkar orðið sjálf-
stætt konungsríki. •— Síðan hefir
oft verið kvartað u'm stefnuleysi
og ráð'leysi og a ðstjórnmálamenn ^
okkar ættu að snúa sér að innan-
Iands og atvinnumálum. Ekki '
önnur hús að venda til að mynda
flokka o. s. frv.
Til þessf að snúa sér að þeim
málum, berjast fyrir þeim, skift-
ast í flo'kka, hafa ákveðnar skoð-
anir, þarf fyrst og frevnst þekk-
ingu á atvinnumálunum, á land-
inu, þjóðinni og lífsskiilyrðum
hennar. Hvar sem drepið er
fingri, hvar sem ræða á um ein-
hver mál, þá kemur þessi blá-
kalda, sjálfsagða krafa um
þekkingu á málunum.
í fljótu bragði getur manni virst