Lögberg - 27.09.1923, Síða 4

Lögberg - 27.09.1923, Síða 4
Bla 4 /„ÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1923 Jögberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimart N-6327 o£ N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor GtanAskríft til blaSsina: TlfE C0LUMBIA PRES8, Ltd., Bo» 317Í, Wtnnlpag, UtanAskrift ritatjórana: EDiTOR L0CBERC, Box 317! Winnipag, N|an. ’ The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Menning. Salurinn var ekki skrautlegur, en hann var geysi stór. Fólkið streymdi að úr öllum áttum í löngum lestum. Járnbrautarlestirnar, sem til borgarinnar komu, voru allar fullar með fólki og bifreiðirnar, sem streymdu til borgarinnar, líka. Stóri salurinn var orðinn þétt skipaður; þar var maður við mann og allir—konur jafnt sem karlar—biðu eftirvæntingarfullir eftir.ein- hverju, sem átti að ske. Allra augu horfðu í áttina til palls, sem var í öðrum enda salsins og tjaldað var fyrir. Svo var tjaldið dregið frá. Við pallinn stóðu nokkr- ir menn. Uppi á honum sátu tveir menn í lín- klæðum, sinn hvoru horni. Það voru vel bygð- ir og hraustlegir menn. Einn maður stóð á pallinum og hélt á vasa- úri í annari hendinni, en með hinni hendinni hélt hann á snærisspotta, sem festur var í kólf eða kýrklukku, sem hengd hafði verið upp þar við pallinn. Svo hringdi hann og mennirnir í línklæð- unum, sem hétu Firpo og Dempsey, ruku hvor að öðrum og börðust nálega í fjórar mínútur. Atján höggum skiftust þeir á, þegar annar lá flatur á pallinum og hreyfði sig ekki. Svo var það búið. Og til að sjá þetta borgaði fólkið á aðra miljón dollara. Flokkshatur. Eitt akmeinum þeim, sem mannkynið þjá- ist af og er þröskuldur á framfaravegi þess, er flokkshatur. Það logar að meiru og minnla leyti hjá öllum þjóðum og hjá sumum þeirra er það að verða svoi óviðráðanlegt, að til vandV ræða horfir. 1 Flokksstjórnar fyrirkomulag í stjómmál- um hefir lengi átt sér stpð og gefist sumstaðar '■el — víðast eða allsstaðar vel, þar sem hagur þjoðarinnar, eða þjóðanna, hefir verið látinn sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum flokkanna. En á síðari árum hefir þetta eins og svo margt annað, lent út í öfgar og ófærur. Hver flokkurinn á fætur öðrum hefir risið upp með það eitt fyrir augum, að skara eld að sinm eigin köku, og á þ.ann hátt hafa þjóðfé- logm ekki að eins klofnað í tvent, heldur í marga parta, sem svo hver um sig hefir blásið og blasa að úlfúð, sem áður en varir hefir snúistí upp í hatur innan þjóðfélaganna. F4ar þjóðir eru víst eins illa komnar' í þessum efnum eins og Grikkir. Þar logar nú hatrið aðallega á milli hinna stærri flokka, sem kendir eru við Constantinus konung annars \egar, en hins vegar við hinn nafnkunna stjoramálamann Grikkja, Venizelos. Um á- stand það farast fréttaritara merks blaðs á Englandi, sem verið hefir á GrikkJandi í lengri tið, svo orð: # Hatursbál þetta kemur ekki að eins fram ‘ orSum i Í,ílð er orðið svo magnað, að áhrif þess hafa þrvst sér inn á prívat heimili manna og eyðilagt þau, hafa slitið ástmey úr faðmii unnusta og gjört samvinnu mannja að verzlun- ar fyrirtækjum ómðgulega. Skiftingin í stjórn- m;« unum innan fjölskyldanna er svo átakan- ieg, að faðir og sonur geta ekki talast við. í, bæjarmalum og verzlunarmálum geta þeir ein- ir unmð saman, sem tilheyra sama flokkn. nm. Sanía er að segja um listamenn og söng- íræðmga, að þeir mælast ekki málum, ef þeir eru af andstæðum flokkum. Blöðin, sem hafa mikil áhrif á Grikklandi, eru hvað verst með að kynda undir þessu hatursbáli. Það er erfitt fyrir Englendinga að skilia hve rotfast þetta flokkahatur á Grikklándi er orðið, sem klýfur þjóðina í tvent. Menn héldu að það mundi slokkna, þegar leiðtogarnir hurfu ut úr stjornmálunum, en það er öðru nær, því hatrið hefir aldrei logað upp með eins miklu aíh eins og einmitt nú. Aðal ástæðuna til þessa raunalega ástands er að finna í ^aftöku stjómmálamannanna grisku. Hvort sem hegning sú, sem þeir ó- gæfusomu menn urðu að líða, var réttlát eða ekki þa er eitt víst, að það eru þúsundir fif Grikkjum sem trúa því, að þeir hafi verið sak- lausir. Fvrir skömmu síðan var eg á ferð í Kip- hissia, þar sem auðmenn Grikkja eiga sér sum- arbustaði. Þar hitti eg kunningja minn, sem eg hafði ekki séð í marga mánuði, og tók eg stiax eftir því, að hann gekk í sorgarklæðum. Eg spurði hann að, hvort hann hefði mist nokkra af sínurn nánustu. Hann svaraði: Eg er að syrgja þá, sem mer eru enn kærafi en áítvinirnir. Hvað eru ástvinir í saman- burði við hina hugdjörfu stjórnmálamenn, sem hópur glæpamanna myrti?” Svo bætti hann við með ósegjanlegri beiskju: “Þess er ekki langt að bíða, að vér réttum hluta okkar, og þá skal þessi”—og hann benti á svartan borða, sem hann bar á hattinum—“verða blóðrauður — rauður í blóði fylgismanna Venizelosar. Eg hefi svarið það, og svo hafa þúsundir annara gert. ’ ’ Slíkur er, því miður, hugsunarháttur hjá grísku þjóðinni, eins og nú stendur.” Kaup bœjarbúa borgað í bændavöru. Fyrir nokkru síðan gjörði J. S. Wanamak- er, forseti baðmullar félagsins í Bandaríkjun- um, all-ítarlegan samanburð á kaupgjaldi og verðgildi kaupgjalds verkafólks í bæjum og bænda, sem þá vakti nokkra eftirtekt. Nú nýlega hafa bankar í Bandaríkjunum, einkanlega þó The Harriman National Bank of New York, verið að benda á mismuninn, sem væri orðinn á milli kaupgjalds handverks- manna í bæjum og bænda, sem bankinn segir að vilji fá að vita hvera vegna að gangverð eða kaupvald bænda-dollarsins, sé minna en kaup- vald dollara verkamanna, og til þess að sýna mismuninn, þá tekur sá, er mál bankans flytur, eftirfvlgjandi útdrátt úr skýrslu J. S. Wana- makers. “Ef borga ætti “plastrara” laun fyrir eins dag^s vinnu (átta stundir) í eggjum, þá þyrfti sextíu og þrjár ,og hálfa tylft, eða 762 egg til þess. Seytján og hálfan mælir af maískorni, eða árs-uppskeru úr hálfri ekra af landi, þarf til þess að borga daglaun eins múrara. Tuttugu og> þrjú hænsni, með því móti að hvert þeirra vigti þrjú pund, þurfa til þess að borga einum málara átta stunda vinnu í New York. Fjörutíu og tvö pund af smjöri, eða smjör- efni úr fjórtán kúm, sem er vel gefið og mjólk- aðar tvisvar á dag, þarf til þess að borga ein- um “plumber” daglaun í þeirri sömu borg. Eitt hundrað og sjötíu og fimm pund áf svínakjöti af svínum, sem alin hafa verið í átta mánuði, þarf til þess að borga einum trésmið átta stunda vinnu. Segjum, að menn færi sig upp á skaftið og færu að gera samanburð á bankastjórum, svo sem bankastjóra Harrimans bankans með $60,- 000 launum á ári. Til þess að borga það, þyrfti alt, sem þrjátíu meðal bændur innvinna sér á ári. Það þarf tvö hundruð mæla hveitis til þess að borga eins dags kaup þeirra, hvort heldur að þeir vinna þrjár eða átta stundir á dag. Og ef menn vilja færa sig enn lengra upp á við, og leggja þennan Wanamakers mælikvarða á kaupgjald þeirra, sem hafa 100,000 dollara árslaun, þá þarf smjörefni úr 330 kúm til þess að borga kaup þeirra, án þess að þar sé frá- dreginn nokkur kostnaður. Bezta hveiti í heimi. Eitt af þeim viðfangsefnum, sem vísinda- mennirair hafa haft með höndum nú síðustu árin, eru að finna _eða framleiða hveititegund, sem óhult er fyrir ryði, og að auka og bæta hveiti framleiðsluna. Hveitið, sem er orðið aðal komframleíðsla heimsins til manneldis, er mjög misjafnt að gæðum. Allir vilja komast upp á lag með að framleiða hveiti, sem er bæði gott til manneld- is og eftirtekju. Nú sem stendur er það bezta hveiti, sem menn þekkja, framleitt í Canada, en Englend- ingar hafa ásett sér að framleiða hveititegund, sem ekki að eins tekur Canada-hveitinu fram að gæðum, heldur líka að vöxtum. Professor Biffen í Cambridge á Englandi hefir gert tilraunir í þessa átt. Fyrir seytján árum síðan tókst honum að frarnleiða hveiti- tegund, sem hann nefndi Yeoman-hveiti, sem hefir gefið af sér 96 mæla af ekrunni á landi, sem er undirbúið á vanalegan hátt. Þannig fékk einn bóndi í Kent 480 mæla hveitis af fimm ekrum af landi. Professor Biffen gjörir þessar tilraunir sínar á fyrirmyndarbúinu í Cambridge. Þar má sjá margar gróðrarstöðvar, sem gert er í kring um og yfir með smáriðnum fuglavír. 1 þessa bletti er svo sáð. Eru þessar gróðrar- stöðvar hafðar svona margar til þess að hægt sé að bera saman vöxt og afrakstur hinna ýmsu hveititegunda. Svo aftur er hinum ýmsu hveititegundum sáð víða um sáðlandið, til þess að gefa þeim tækifæri á að þroskast í mismun- andi jarðvegi. A þenna hátt eru tilraunirnar gerðar og hveiti frá öllum löndum heims, þar sem það er framleitt, fengið til reynslu. En samt er tegund sú af hveiti, sem Red Fife nefn- ist, notuð sem móður-planta í sambandi við allar tilraunir. Sögu þeirrar hveititegundar er víða að finna, en vér þýðum hana lauslega eftir Family Herald and Weekly Star: “Red Fife hveiti er Canada-hveiti og var ræktað í Vestur-Canada nálega eingöngu, þar til á síðari árum að menn hafa farið að rækta aðrar tegundir, og er saga þess all-merkileg. Arið 1821 flutti maður einn frá Kinderdine á Skotlandi vestur um haf til Otpnabee héraðs- ins í Ontario. Maður sá hét David Fife. Nokkru seinna, eða árið 1842, skrifaði hann vini sínum einum á Skotlandi og bað hann um að senda sér ofur lítið af hveiti til útsæðis. Varð kunningi hans vel við þessari bón og sendi hveitið. David Fife bjó landblett undir sáiiingu og sáði þessu hveiti í hann næsta vor. En á þessu var samt sá ljóður, að Davíð Fife vissi ekki að hveitiútsæði þetta var “Fall- Wheat”, sem kallað" er, það er hveiti, sem sá á haustin. Náttúrlega fór þessi hveitirækt hjá David út um þúfur. Þáð fraus alt saman nema þrjú hveitikorn á sömu stönginni, sem móðn- uðu í tíma, og auðsjáanlega voru komin frá sama útsæðiskorninu. Þessi hveitikorn tók David Fife og varðveitti og sáði þeim svo aft- ur næsta vor og svo koll af kolli, og liafði þessr nýja korntegund, Red Fife, það til síns ágætis, að þegar öll uppskera eyðilagðist af ryði í Ontario, þá var hún sú eina hveititegund, sem stóðst það. Agæti þessarar hveititegundar fór nú að breiðast út. Bóndi frá Wisconsin, kunningi Fife, skrifaði opinberlega um þessa hveititeg- und og eins hvernig að hún væri til orðin, og það leið ekki á löngu áður en Red Fife var orð- ið aðal útsæðishveiti í öllu Norðvesturlandinu og þékt um flest lönd, sem harða hveitið frá Manitoba. Árið 1876 varð öll hveiti-uppskera í Ontario ónýt, og allar Red Fife byrgðir þrutu. En R. C. Steel frá Toronto var Sér úti um 857 mæla af hveiti frá Manitoba og var það hið fyrsta hveiti, s'em selt var út úr fylkinu og sent aust- ur, og það var Red Fife. Árið 1905 rakti Dr. Saunders, jurtafræðing- ur stjórnarinnar í Canada, sögu Red Fife hveit- isins til Galicíu, og hélt fram, að hveitið sem David Fife fékk, hefði verið sent frá' Danzig upphaflega, sem var að eins þrjú hunduð míl- ur í norður frá stað þeim, sem hann fékk sitt hveiti frá. Það var og Dr. C. E. Saunders, son- ur Dr. Saunders, sem áður er nefndur, er fann upp Marquis hveitið, sem mönnum hefir reynst svo vel. Vér getum því rakið miljónir mæla af hveiti, sem framleitt hefir verið í Vestur-Can- ada, í gegn um; Wisconsin til litla þorpsins í Ontario, og þaðan til blóði storknu sléttanna í Galicíu. ” Eins og sagt var, þá notaði prófessor Bif- fen Red Fife hveitið sem móðurplöntu við all- ar tilraunir sínar, vegna þess hve gott það er og hve vel það þroskast; enn fremur, þá má fra*mleiða það ár eftir ár án þess að það tapi nokkrú af ágæti sínu, þar sem aðrar hveititeg- undir missa kraft sinn að meiru og minna leyti eftir að búið er að framleiða þær eitt eða tvö ár. á Englandi. Red Fife hveitið, sem er kjarnbezt, þc það gefi ekki eins mikið af sér og sumar aðrar teg- undir af hverri ekru, þá er uppskeruvöxturinn bættur með því að tímga það saman við aðrar tegundir, sem ekki eru eins kjarngóðar, en gefa meiri uppskeru, og fá menn þá beztu einkenni bæði móður- og föður-plöntunnnar. Það kemur oft fyrir, að mönnum takist á þann hátt að framleiða hveititegund, sem gefur meira af sér, en hveititegundir þær, sem það er komið af. Á sínum tíma er hveitikornið slegið, bund- ið í knippi, þreskt og merkt. Á næsta vori er því sáð aftur, það er að segja þeim hveitikorn- um, sem lík eru að sherð og lögun. Þegar hveitistöngin, sem upp af þessum kornum vex, kemur upp, þá kemur mismunurinn enn á ný í ljós. Það af hveitinu, sem fallegast er, er tínt, en hinu fleygt, og þegar búið er að gera þetta í þrjú til fjögur ár, þá er hið nýja hveiti buið að ná sinni réttu mynd og sínu rétta eðli. Þar næst kemur að framleiða hveititegundina til út- sæðis, og er það gert ár eftir ár unz næguil forði er fenginn til þess að selja til eins eða tveggja bænda, sem eru nógu lánsamir til þess að ná í það, sem framleiða svo eins mikið af því og þeir geta til útsæðis. Það er liðinn hálfur mannsaldur áður en nægilegur forði af nýrri hveititegund er fenginn handa nokkrum bænd- um. Ekran gefur af sér 96 mœla hveitis. Meðal beztu hveititegunda í heimi er Yeo- man-hveitið, sem prófessor Biffen framleiddi fyrir hér um bil 17 árum, en hefir ekki enn náð mikilli útbreiðslu. En bændur munu reka upp stór augu, þegar þeir vita, að Yeoman-hveitið hefir gefið af sér 96 mæla af ekrunni af landi, sem er undirbúið á vanalegan hátt, eða þrisvar sinnum meira en vanalega uppskeru á Eng- landi. Bóndi einn í Kent fékk 480 mæla af Yeoman-hveiti af fimm ekrum, og er það sýnis hom þess, hvaða þýðingu tilraunir Professor Biffens hafa, og enn fremur má geta þess, að það er á vitund manna, að hann hefir nú fund- ið upp nýja tegund hveitis, sem tekur Yeoman hveitinu langt fram. RyÖlaust hveiti. Annað afreksverk, sem Professor Biffen hefir afkastað, er að finna hveititegund, sem ryð ekki grandar. Einn tíundi af allri kora- uppskeru heimsins er eyðilagður af veikindum, sem í kornið koma, og þeirra allra verst er ryðið. Hepni og aðgætni komu honum til þess að finna ryðlausa hveitið. Hálfur mælir hveit- is, sem framleitt vaf nálægt stórvötnunum í Canada, var sent frá Duluth til Cambridge. Professor Biffen sáði því næsta vor; en það kom ryð fram í því öllu, nema einni eða tveim- ur stöngum. Professor Biffen tók kormð úr þeim og sáði því sér.' Fyrsta árið var ekki nokkur stöng, sem upp af því hveiti óx, frí af ryði. Samt hélt professorinn áfram að sá því og árið eftir var ein af hverjum fjórum kora- stöngum frí af ryði, og hefir hveitið, sem af þeim fáu stöngum hefir sprottið, verið ryð- laust síðan. Konunglega vísindafélagið í Lundúnum hefir veitt Prófessor Biffen gullmedalíu í við- urkenningarskyni fyrir hinar nýju hveititeg- undir, sem hann hefir framleitt. IRobin Hood Flour Reynist œtíð bezt— sýnir sig 1 bökununni i ROBIN HOOD FLOUR IS CUARANTEEO TO CIVE VOU BETTER SATISFACTION TMAN ANY OTHER rLOURNIUEO |N CANADA YOUR DEALER IS AUTMORIZEO TO REFUNO TME FUU RURCMASE RRICE IAHTM A IO CIKT PEN ALTY AOOED IF AFTER TWO BAKINCS YOU ARE NOT TMOROUGMLV SATISFIEO WITM TME FLOUR ANO WIU RETURN TME UNUSED PORTION TO MIM ROBIN HOOD MILLS. UMITED Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. R0BIN H00D MILLS LTD MOOSE JAW, SASK. Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hneigist til Canada. 63 Kafli * Meðal uppskera í Canada, er tvisvar sinnum meiri en alt það hveiti, sem flutt er inn árlega til Bretlands og írlands. pví var spáð hér á fyrri árum, að Canada mundi verða nokkurslkonar forða- búr heimsins, að minsta kosti hvað /hveitiframleiðsluna áhrær- ir, og á tiltölulega sárfáum árum hefir það sannast, að spádómur sá va rekki út í hött. Peace River héruðin þurfa að fá greiðan aðgang að markaði við Kyrrahafsströndina. Frá stað- háttalegu sjónarmiði, er það eðli- legasta leiðin. Með góðum járn- brautarsamböndum við Vestur- ströndina geta héruð þessi fyrst farið að njóta sín til hlítar. Þá og fyr ekki, má búast við þúsundu'm þúsunda af nýbyggjum, víðsvegar að úr veröldinni. Ti'lraunir síðari ára, hafa tekið af öll tví- mæli, að því er landkostina áhrær- ir og með bættum samgöngum má óhætt fullyrða, að í Peace River rísi upp þær blómlegustu bygðir,, er “Vestrið gullna,” framast getur kosið á. Leitast hefir verið við í undan- fðrnum greinum, að gefa sem allra gleggsta lýsing á staðhátt- um og framleiðslu skilyrðum Vesturlandsins. En verkefni það er svo víðtækt, að mörgu má enn við bæta, er al'lan almennfng varðar. Þess má meðal annars geta, að nothæft svæði ti'l akur- yrkju í Peace River héruðunum 1 Alberta, jafngildir að ummáli helmingi brezku eyjanna- Þótt þessi gróðursælu landflæmi sé nú talsvert farin að byggjast, á hin- um síðari árum, þá er þó ekki nema tiltölulega örlíti’ll hluti þeirra ræktaður eða bygður enn. Lendur þessar bíða þess eins að hönd sé lögð á plóginn. Fyrstu akuryrkjutilraunirnar eru um garð gengnar, en þær hafa líka sannað og sýnt, hve feykilega mikils arðs og árangurs má vænta í framtíðinni, ef réttilega er að farið. Skýrslur tilraunabúanna á svæðum þessum sýna, að til dæmis við Fort Vermilion, sem liggur mjög norðarlega, að af mörgum hveititegundum hafa fengist 60 mælar af ekrunni og árið 1919 fengust þar 69 mælar ágætasta )Marquishveitis af ekru. 99 daga þurfti hveiti þetta til að ná fullum þroska. Þetta sama ár, framleiddi þetta tiltölulega I lítt ræktaða svæði, finrm miljónir I mæla af hveiti og er það meira ! en fjórði partur alls þess hveitis í sem brezku eyjarnar flytja inn. j Strjá'lbygt er enn mjög í Peacej River héraðinu, líklega ekki nema; eitthvað um tíu þúsund sálir eðaj Til allskonar kvikfjárræktar, eru Peace River héruðin einkar vel fa'llin. Heyfengur þar ó- þrjótandi með öllu og útbeit að sama skapi- Megin akuryrkjusvæði Peace River héraðanna liggur innan vé- banda Alberta fylkis, eða í norð- vestur hluta þess. Peaca River héruðin hafa feng- ið á sig æfintýrablæ í eögu hinn- ar canadisku þjóðar. Nafnina sjálfu fylgir einskonar töframagn Landslag er þar forkunnar fagurt; skiftast á vönt og háls- ar, skógar, dældir og gróður- þrungnar sléttur. Umboðsmenn innflutningsmá'l- anna í Canada, hafa oft furðað sig á því, hve margir innflytjend- ur kannist við Peace River nafn- ið, þótt ókunnir sé yfirleitt eins og gefur að skilja, örnefnum og staðháttum landsins. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. EixhirvaknÍDg Isíands. Móðir vor með fald og feldi fannhvitum á kroppi sér, hnigin að æfi kalda kveídi karlæg mær og holdlaus er gripi hver sitt gjald í eldi, sem gengur frá að bjarga sér. svo. En reynsla íbúanna heflr- orðið sú, að kostir landsins geti j aldrei orðið nothæfir til fulln-l ustu, fyr en samgöngurnar hafa verið bættar að mun. Nýjar járnbrautarlínur verið lagðar, á- samt góðum þjóðvegum. Með auknu'm fólksflutningi til Peace River héraðanna, koma samgöngu- tækin svo a ðsegja af sjálfu sér. pörfin f'lýtir ávalt fyrir fram- kvæmdunum, á hvaða sviði sem er. — Árangurinn af lagningu megin járnbrautarinnar um Vesturland- ið árið 1885, birtist ekki sam- stundis í skíra gulli, þótt atvinnu- vegirnir tækju að vísu skjótum stákkaskiftu’m- Hit$ var meira um vert, að við það að tengja saman Austur og Vesturfylkin, skapaðist þjóðareining, lítt þekt áður. pá fyrst fór Canada að eignast samhuga þjóð, með einu og sama áformi. — Þótt akuryrkju skilyrðin séu að líkindum höfuðkostur Peace River héraðanna, þá má hinu samt ekki! gleyma, að um margar aðrar auð-1 ugar framleiðslulindir, er þar að ræða. Mikið er þar um málma | í jörðu og kolabyrgðirnad mega heita þvínær óþrjótandi. Er mælt að á ýmsum stöðum sé þar að finna kol er mjög gangi nálægt Pensylvania harðkolunum frægu að gæðum. Hjálmar Jónsson. Ilver einstaklingur verður fyrir mismunandi kjörum á lífsleiðinni. /n hver og einn hefir mismunandi tram að bjóða og kemur mismun- and| miklu í framkvæmd. Sumir skdja betur leyndardóma lífsins en aðnr, o ghefir 1 ífi» nieira að bjoða þeim en öðrum. En maður- inn er samt einlægt að verða fyrir nýjum áhrifum, sem breyta honum ‘alsvert, þótt hann finni það ©kki. Hver þjóð verður fyrir margvis- legum kjörum á dögum sínum. Það koma þeir timar, að þjóðirnar eru sokknar svo niður t dáðleysi og niðurbeygðar af kúgun að það hef- r tæpast verið búist við að þær gætu náð sér aftur. En þá hafa komið fram menn, sem hafa tekið þjóðina að brjósti sér og vakið hana til meðvitundar um tilveru sína, sem hafa frelsað hana úr fjötrum þrældóms og siðspillingar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.