Lögberg - 27.09.1923, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
27. SEPTEMBER 1923
Dodds nýroapillur eru be*U
nýrnameðaiiC. Lækna 02 figt,
bakverk, hjartabilun, þvagteppu
og önnur veik*'ndi, sem starfa frá
nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c. askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf-
sölum eða frá The Dodd’s Medi-
Feðraland vort, Island, hefir
gengið i gegn um slikar hörm-
ungatíðir. Sá tími hefir verið, að
islenzka þjóðin hef’r verið svo bág-
stödd, að andstæðingar hennar hafa
reynt að gjöra hana að fótaskör
sinni. En þá hafa henni gefist
menn, sem hafa vakið upp sjálf-
stæðisneistann í hjarta þjóðarinn-
ar og frelsað hana úr fjötrum
óvinanna.
Endurvakningu íslands má skifta
í þrjá kafla:
1. Barátta gegn verzlunareinok-
un og vanþekkingu, 1750—1830.
2. Frelsisbaráttan 130—1874.
3. nútíðarhorfur, eftir 1874.
“Hvf kveinið þið, segi’ eg—þér
svarið mér hratt,
og segist við harðræði búa.
En betra er ei verður, eg segi’
ykkur satt,
sá, sem að lætur sig kúga.”
Jón Ólafsson.
Skúli Magnússon. VcrksmiSjur
verzlun.
Skúli Magnússon varð fyrstur
Islendinga landfógeti 1749. Efna-
hagur landsmanna var rnjög bág-
borinn um þær mundir. Jarða-
bætur voru engar, híbýli manna að
eins hreysi, og sjávarútvegur iítil-
fjörlegur. Áhöld manna voru lé-
leg og verzlunareinokun in dró all-
an kjark og dug úr landsmönnum.t
Skúli tók strax til starfa. Hann
ritaði stjórninni ’skýrslu um at-
vinnugreinir landsma"na og fé-
lagsskap þann, sem menn hefðu í
hyggju- Aðal innihald skýrslunnar
var þetta:
1 Að stofnaðar yrðu ullarverk-
smiðjur til þess að vinna ullina
h«ima fyrir.
2. Að bændur verði sendir frá
Danmörku og Noregi til þess að
kenna íslendingum nýtízkuland-
búnað þeirra þjóða.
3. Að ýtarleg tilraun til fjárrækt-
ar verði gerð.
4. Að sjómenn fengju styrk til
að afla sér stærri skipa, svo mögu-
legt væri að stunda fiskveiðar í
rúmsjó.
5. Að íslendingtim skuli kend
verða bezta aðferð við að salta fisk
og kjöt.
6. Að konungur leggi tilgreinda
fjárupphæð fram til að hrinda
þessu i framkvæmd.
Tk konungur þessu vel og sum-
arið 1752 v»ru ul>arverkstæðin reist
í Reykjavik og var þar með lagður
grundvöllur að Rjeýkjavíkurkaup-
stað.
Um þessar niundir hafði Hör-
mangarafélagið danska einráð yfir
allri verzlun lands*ns. Fór það illa
að ráði sínu og féfletti íslendinga
miskunnarlaust. Neitaði það nú
að flytja vörur frá verksfiðjunum
til útlanda. Endirinn á þessu varð
sá, að Skúli kom því til leiðar, að
félagið afsalaði sér verzluninni ár-
ið 1758. Tók þá konungur við
verzlun, en árið D64 gekk hún í
hendur Almenna verzlunarfélags-
ins, og voru verksmiðjurnar þá um
leið sameinaðar við verzlunina á
móti ráðu mSkúla. Kom það fljótt
í ljós hvað undir bjó, því félagið
lét þær sitja á hakanum í öllu, svo
þær skyldu veslanst upp.
Eftir ráðum Jóns Eirikssonar
var verzlunin tekin úr höndum Al-
menna verzlunarfélagsins i774> °g
aftur rekin fyrir fé konungs. En
um aldamótin voru verksmiðjurn-
a rliðnar undir lok.
Áhrif ullarverkstæðanna urðu þó
þau, að í þeim lærðu íslendingar
tóvinnu, lærðu að nota nýja vef-
stólinn, sem var miklu hentugri en
hinn eldri.
Starf Skúla vakti meiri áhuga
fyrir verzlunarmálum, og hann
vakti framsóknarþrá landa sinna
og traust á landinu; gerði fram-
tiðarhorfurnar bjartari og vakti
menn til starfs. ,
Þjóðern^svakning. — Bggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson.
Árið 1751 sendi stjórn Dana þá
Eggert Ólafsson og Bjrana Páls-
son til að rannsaka ísland nákvæm-
lega. Unnu þeir að þessu í sex ár,
ritnðu svo ferðasögu sína. Rit
þetta var mjög merkilegt og hjálp-
aði til að vekja tiltrú á landinu.
Þegar Eggert var stúdent í Kaup-
mannahöfn gekst hann fyrir því að
íslenzkir námsmenn þar mynduðu
með sér félags~kap.
Markmið félagsins var að vernda
íslendinga gegn Dönum, en einnig
að styðja að því að halda uppi ís-
lenzku þjóðerni. Með félagsskap
þessum var endurvakin þjóðernis-
tilfinning Islendinga.
Eggert hafði sterka trú á fram-
tið landsins; hann reyndi að vekja
menn til dugnaðar og þjóðernis-
skyldu. I kvæðinu “Búnaðarbálk-
ur” lýsir hann unaði og sælu
sveitalifsins og reynir að opna
augu almennings fyrir fegurð nátt-
úrunnuar. Hann áminti landa sína
um að halda móðurmáli sínu
hreinu og óbjöguðu, og það má
með sanni segja, að hann væri
“vekjarinn og vorboðinn” i lifi
þjóðarinnar.
Hagnr landsins.—Jón Eirík'sson.
Árið 1771 gáfu þeir Jón Eiriks-
son og Páll Vídalín út bók um
efnahag íslands, á dönsku. Síðar
var Jón skipaður i stjórnarembætti
af Dönum, sem hafði talsvert við
Islendinga að sælda. Jón var m'k-
ill ættjarðarvinur. Hann revndi
að bæta efnahag landsmanna, bæði
með nytsömum lögum og með því
að fræða landsmenn um bjargræð-
isvegi landsins og verklegar fram-
kvæmdir, i þvi skyni, að þeir gætu
hagnýtt sér afurðir landsins sem
bezt. Jón var formaður Lærdóms-
listafélagsijis, sem Islendingar ;
Kaupmannahöfn settu á stofn árið
1779. Félag þetta vann að því, að
fræða landsmenn um búfræði og
um almenn vís!ndi, og gaf það út
tímarit til að ná þeim tilgangi
sínum.
•Hin svonefnda fríverzlun komst
á 15. janúar 1788, en það vantaði
samt verzlunarfrelsi. Gekst Magn-
ús Stephensen fyrir því 1795, a®
bænarskrá var send konungi. Bað
hún um að rýmkað yrði svo um
verzlunina, að utanrikismenn mættu
einnig verzla við ísland. Þessu var
neitað, en upp frá þessu var verzl-
unarfrelsið efst á dagskrá í frels's-
baráttu íslendinga.
Frœðslustefna.— Magnús Stephcn-
sen. — Landsup pfræsSlufélagið.
Eftir öldu.þá, sem þeir Eggert
Olafsson og Jón Eiríksson vöktu í
þjóðlifi íslendinga, hófst ný stefna
—fræðslustefnan.
Fræðslustefnan var erlend að
uppruna, og sótti flest til annara
þjóða. Vann Magnús Stephensen
bezt að því að færa þessa nýju
stefnu inn i þjóðlíf íslendinga.
■ "1
I ■ ■"■'"■'•"■'"I
nnuiiii
1
9
1
■
■
■
■
■
■
■■
■
■
Tilboð við opnun
Skólans
NEMENDUR, sem innritast til J7RIGGJA mán-
aða við skóla vom, fá ÓKEYPIS kenslu fyrsta
mánuðinn.
í VERZLUNARFRÆÐIDEILDINNI
Dagskóli*. $15.00 á mánuði
KveldskóK .... $6.00 á mánuði
TILBOÐ VID OPNUN SKÓLANS
priggja mán. dagskóli $30.00
J?riggja mán. kvöldsk. $12.00
10% afsláttur gefinn á öllu verkfræðis kenslu-
gjaldi.
Vér bjóðum yður að heimsækja skóla vorn og
skoða hann. (J?að er undir sjálfum yður komið,
hvort þér innritist þar eða eigi; það er undir yðar
eigin dómgreind komið.
Vér erum sannfærðir um, að þér munið verða oss
sammála um það, að vér höfum stærsta, bezt
lýsta og bezt útbúna Prívat Skólann í landinu,
bygðan samkvæmt ströngustu heilbrigðisreglum.
Kensluaðferðir vorar eru þær beztu, er þekkjast.
Sérver nemandi nýtur persónulegrar tilsagnar.
pað kostar yður ekkert, að rannsaka starfrækslu-
aðferðir skólans, en getur komið yður að ómetan-
legu gagni.
UNITED TECHNICAL SCHOOLSLtd.
Cor. Portage and Langside. Phone N-6996
l
s
■b
■
■
■
■
■
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
■
H
B
H
H
H
H
H
IIIIBilllll
nmii
Þegar tók að dofna yfir Lær-
dómslistafélaginu, gekst Magnús
fyrir því að stofna innanlandsfé-
lag, til þess að efla mentun meðal
almennings. Var því Landsupp-
fræðslufélagið stofnað 1794.
Magnús Stephensen hugðist að
breyta bókmentum landsins eftir
þvi sem tíðkaðist á meðal ment-
aðra þjóða i Norðurálfunni. Minn-
isverð tíðindi Landsuppfræðslufé-
lagsins gaf Magnús út ásamt mörg-
um nýtum bókum, og meðal ann-
ars Klausturpóstinn í iwu ár. Þó
að tilraunir Magnúsar til að fræða
þjóðina fengju daufar undirtekÞr
á meðal islenzkrar alþýðu á hans
dögum, á hann samt drjúgan skerf
i því að hafa upplýst og frjófgað
fræðsluanda þjóðarinnar.
Bókmentaféiagið stofnað. — Ahrif
þess.
I byrjun 19. aldarinnar hófst ný
skáldskaparstefna — /rómantiska
stefnan. Stefna þessi hafði mikil
áhrif á vísindi, einkum sagnfræði,
málfræði og heimspeki. Áhrif þess-
arar stefnu voru þau, að menn
fóru að gef ameiri gaum fornsög-
unum og fornkvæðunum, sem þjóð-
in átti. Menn fóru að rannsaka
uppruna^ hennar, líf hennar og
sögu. En um leið fóru menn að
leggja rækt við móðurmál sitt.
Það var danskur maður, Ras-
mus Kristján Rask, sem meztan
þátt átti í því að Bókmentafélagið
var stofnað. Fyrir áhrif hans var
því hið íslenzka Bókmentafélag
sett á stofn árið 1816. Gjörði Rask
félag þetta eins þjóðlegt og hon-
um var unt, og gaf það þegar út
ýms merkileg rit. Bókmentafélag
Islands hefir verið þjóðinni meira
til uppbyggingar en nokkur annar
félagsskapur. Bókmentir landsins
urðu smátt og smátt meiri og þjóð-
legri en áður. Það hefir einnig
unnið að því, að vernda íslenzkt
þjóðerni, uppfræða þjóðina og hef
ir haldið uppi heiðri og virðingi
þjóðarinnar hjá öðrum þjóðum.
Bjarni Thorarensen.
Fjör kenni’ oss eldurinn, frostit
oss herði,
fjöll sýni’ oss torsóttum gæðum
að ná,
bægi, sem Kerúb með sveipanda
sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap
frá.
I kvæðum Bjarna Thororensens
kemur rómantiska stefnan fyrst
í ljós á íslandi. Ungur að aldri
var hann orðinn vel kunnugur forn-
sögum þjóðar’nnar—og hafði náð
ósjálfrátt anda þeirra.
Bjarni myndar nýtt tímabil í is-
lenzkri ljóðlist. Hann er hugsjóna-
maður og tilfinningamikill. Hann
yrkir mest um skapferli manna og
sálarlíf. Fegurri ástarljóð en Sig-
rúnarljóð eru naumast til — er
hann segir: “Glöð,skulum bæði í
brott síðan halda, brennandi’ í
faðmlögum loftvegu ,'kalda, gull-
reiðum norðljósa þjóta um þá”. —
Bjarni var ættjarðarv!nur mikill,
og vildi kveða kraft og þrek inn i
landa sína. Átján ára að aldri
orti hann þjóðsöng Islendinga
“Eldgamla ísafold.”
Frelsisbaráttan 1830—1874. And-
leg vaknvtng. Baidvin Einarsson.
Fjölnir. Jónas Hallgrímsson.
Tómas Sœmundsson, Konráð
Gíslason.
Frelsishreyfingin, sem var að
brjótast um Evrópu um árið 1830,
hafði mikil áhrif á íslenzka náms-
menn í Kaupmannahöfn. Þar var
BaJdvin Einarsson fremsfur í
flokki, og gaf hann út tímarit (\
því skyni að vekja upp viðreisnar-
anda í þjóðlífi íslendingaj, sem
hann nefndi ‘íÁrmann á Alþingi”.
Kom hér í ljós íslenzka alþýðan
sjálf, við helgistað þjóðarinnar—
Þingvelli—, þar sem að umhverf-
ið er hið fegursta, tignarlegasta og
hið islenzkasta, sem til er í nátt-
úru íslands. Það vakti upp forn-
tíðina, þogar íslendingar höfðu
verið frjálsir og dugandi menn
Þaö benti islenzku alþýðunni á
sjálfa sig og á það hvað væri
skylda hennar að gjöra. En ritið
gjörði meira — það vann að því að
innræta þann hpgsunaVhátt, jeem
horföi til sannra þjóðþrifa. Ár-
mann á Alþingi krafðist þess, að
ísland fengi ráðgefandi fulltrúa-
þing á Þingvelli. Árið 1843 var
fyrir áhrif Baldvins og annara Is-
lendinga stofnað alþing aC 'nýju
með tilskipun konungs 8. ntarz
kont það saman í Reykjavík 1845
Ástkæra ylhýra málið
og al'lri rödd fegra
•blíð sem að barni kvað móður
á brjósti svanhvítu. J. H.
Fjölnir. Er þeir félagar Jónas,
Tómas og Konráð ^’mynduðu fé-
lag með sér, fyrir hvöt Tómasar
var stefnuskrá þeirra innifalin í
þessum þrem greinum:
1- íslendingar viljum vér aSir
vera. V *.
2. Vér viljum vernda mál vort
0g þjóðerni.
3. Vér viljum hafi Alþingi á
Þingvelli.
ipetta var grundvöllurinn seixn
Fjölnismenn bygðu á. Á þess-
um grundvelli varð íslenzku þjóð-
inni borgið, því með tímariti sinu
Fjölni reyndu útgefendurnir að
“vekja lífið í þjóðinni 0g haltia
henni vakandi og efla frelsi henn-
ar heill og mentun.”
Tómas Sæmundsson var mesti
fjör og framkvæmdarmaður
Fjölnismanna- Hann hafð*
ferðast um Suðurlönd Evrópu og
kynt sér hag og mentun þeirra
þeirra 'þjóða. Hann bar brenn-
heita ást til landa sinna, og varði
lífskröftum sínum að mestu leyti
þjóð sinni til heilla. Hann
hugsaði jafnt um verklegar fram-
kvæmdir, landstjórn og kaup-
venelun, sem um bókmentir lands-
ins.
Hann fékk miklu áorkað, og er
hann andaðist vorið 1841 misti
Island einn af sínum göfugustu
og hugsjónarmestu sonum.
Konráð Gíslason vann mikið að
því að hreinsa málið og vanda það,
og var hann einn af þeim s>
lærðustu mönnum í íslenzkri mál-
fræði, sem ísland hefir átt. Hann
ritaði mikið í Fjölni íslenzkri
tungu til varnar og endurbótar.
Ekkert íslenzkt skáld hefir
kveðið jafn yndislega fögur, þýð,
og lipur ljóð; ekkert skáld hefir
leikið jafn snjalt við strengi þjóð-
arinnar, og ekkert skáld hefir
getað lýst náttúrufegurð landsins
jafn kröftuglega eins og Jónas
Hallgrímsson- '
Hann spyr landið:
“Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin bezt?”
Hann ber saman fornöldina ce
nútíðina. ‘Landir var fagurt og
fritt,” og er það enn, en “Alþingi
er horfið á braut.”
En þar sem hin innlenda stjórn
arskipun er afnumin, þá er “feðr
anna frægð fallin í gleymsku og
dá.”
í kveðskap sínum gat hann jafn
vel lýst eldgosunum — þá er:
“Titruðu jöklar æstust eldar
öskruðu djúpt í rótum lands.
Eins og væru ofan feldar
allar stjörnur himnaranns.”
Og það var Jónas Hallgríms
son, sem vildi kveða fegurð lands
ins og verðmæti íslenzrkar tungu
inn í huga og hjarta þjóðarinnar
Slikar spádómsgáfur hljóta að
bera árangur í þjóðlífi hverrar
þjóðar sem er-
Sjálfstæðisvakning, Jón Sig-
urðsson, stjórnarskipunarmálið
verzlunareinokunin afnumin
skólamálið.
Engum manni hefir ísland
meira að þakka sjálfstæði sitt
þann dag í dag, en Jóni Sigurð-
syni. Tók hann merkið upp
er Fjölnismenn féllu frá. Fær
hann þjóðinni hlutverk í hendur
og með henni ákveður hann svo
að deyja eða duga-
í Kaupmannahöfn '1 stofnar
hann tímarit, sem fjallar ein-
göngu um stjórnmála ástand
landsins. Tilgangur ritsins var
að glæða hið andlega iíf þjóðar-
innar, að vekja áhuga hennar í
verklegum skilningi, og efla
þekking manna á málefnum sem
snertu þjóðina sjálfa. Með riti
þessu kom Jón hugmyndum sín-
um fyrir aljnenning. Fyrst og
fremst var verzlunarmálið. Sýndi
Jón fram á hvað verzlunin var
mikilsverð fyrir landið, og fyrir-
komulag þess. Kom Jón því
til leiðar, að árið 1845 voru gefin
út lög um siglingar og verzlun,
0g var útanríkismönnum leyft að
sigla með vörur sínar til ís-
lands 1. apríl 1855.
Annað málið, sem Jón tók að
berjast fyrir var fjárhagsmálið.
Sýndi Jón fram á að landið gæti
borið sig sjálft, og krafðist að
Alþingi hefði fjárráð landsins
með höndum- Komu ýms til-
boð frá Dana hálfu í samkomu-
•lagsáttina, en var þar með rétt-
mæti kröfunnar um fjárforræði
íslands viðurkent.
Þriðja málið, sem Jón lét sig
um varða var skólamálið. Hann
sá að skólamálið var nauðsynlegt
að taka til alvarlegrar umhugs-
ar fyrir hið “andlega sjálfstæði”
landsins. Lagði hann til þess-
ar tillögur:
1. Að barnaskólar v»ru settir
á stofn, þar sem því yrði viðkom-
ið.
2. Að búnaðarskóli yrði stofnað-
ur.
3. Að latínuskólinn yrði fluttur
til Reykjavíkur eg kensla aukin.
4. Að prestaskóli yrði stofnaður
í Reykjavík.
pað leið langur tími, en smátt
og smátt hafa þessar umbætur
verið gjörðar, sumar á dögum
Jóns en aðrar síðar.
En stærsta málið var enn eft-
ir, og var það landstjórnarmálið.
Kom það fljótt í ljós að það var
hið erfiðasta viðureignar. Fjöln-
ismenn höfðu i'myndað sér Al-
þing að Þingvelli, en Jón sýndi
fram á að Reykjavík væri að öllu
leyti heppilegri, og var það því á-
kveðið aðsetur Alþingis.
Árið 1848 voru fimm menn
kvaddir til ríkisþingsetu fyrir 1
hönd íslands. Þótti nú Jóni J
Sigurðssyni timi til kominn að.
lýsa yfir skoðun sinni á þjóðrétt-
arstöðu íslands-
Birtir nú Jón eftirfylgjandi 1
kröfur fyrir hönd íslendinga:
1. Að Alþingi fái jafnan rétt í
hinum sérstöku málum íslands,
eins og þing Dana í málum þeirra.
2. Að landstjóri sé settur á ís-
landi með ábyrgð »íyrir Alþingi,
en erindreki í Kaupmannahöfn.
3. Að fullkominn fjárskilnaður
sé gerður með íslandi og Dan-
mörku.
4. Að ísland leggi að sínu leyti:
til hinna almennu ríkisþarfa |
(sameiginlegu málanna).
Með konungsúrskurði 23- sept. I
1838, var ákveðið að ekkert skyldi
útgjöra um stöðu íslands í rík-
inu. Varð Jón þess ákveðnari,
barðist með öllum kröftum, og lét
hvergi undan. Miðaði -málinu
lítið áfram um hríð eftir þjóð-
fundinn 1851. Árið 1867 lagði
Hilmar Finsen nýtt frumvarp
fyrir Alþingi frá Dana hálfu.
Var þetta eigi samþýkt í öllum:
greinum.
Nú var ekkr nær samkomulagij
en áður, en til þess að binda enda
á fjárskilnaðar málið gaf stjórnin j
út lög hina “stjórnarlegu stöðu j
Mands I ríkinu” 2. janúar 1871.
Jafnframt þessu samþykti Alþingi
stjórnarskrár frumvarp, sem var
lagt fyrir þingið með allmiklum
breytingum.
í stöðulögunum var ásamt
mörgu öðru ákveðið að ísland sé
“óaðsMljanlegur hluti Danaveld-
is með sérstökum landsréttindum ’
Eftir harða baráttu gaf kon-
ungur loksins út stjórnarskrá
handa íslandi 5. janúar 1874.
Höfðu orð Jóns iSigurðssonar
‘ aldrei að víkja” beðið sigur, og
ný framtíð, og nýtt líf blasti við
íslenzku þjóðinni, og mátt iþjóðin
þakka það þeim manni sem hafði
verið “framsóknar og sjálfstæðis-
þrá þjóðarinnar í eigin persónu og
sönn fyrir mynd hennar í öllum
greinum, bæði lífs og liðinn.”
3. Nútíðin eftir 1874
a Hið löggefandi Alþingi.
b Endurskoðun stjórnariskrár-
innar. Heimastjórn fengin-
c Framtíðar horfur.
a Hið löggefandi Alþingi. Hið
endurreista löggefandi Alþingi
tók í fyrsta sinn til starfa 1. júlí
1875. Hefir það unnið að fram-
förum þjóðarinnar eftir mætti.
Skattalöggjöfinni hefir verið
breytt, vegir bættir, brýr bygðar,
gagnfræðaskóli, sjómannaskóli og
búnaðarskólar stofnaðir og lands-
banki settur á fót 1885 0. s. frv.
b Árið 1885 var nytt stjórnar-
skráarfrumvarp samþykt á Al-
þingi, var ákveðið að konungur
skyldi skipa landstjóra yfir land-
ið er tæki sér ráðgjafa, og lahd-
stjórin nskyldi framkvæma vald
konungs í umboði hans. Bæði
landstjórinn og ráðgjafarnir
skyldu hafa aðsetur sitt í landinu
og ráðuneyti fslands í Kaup-
mannahöfn skyldi afnumið. Neit
aði konungur hvað eftir annað
að samþykkja frumvarp þetta.
Eftir talsvert stapp voru “stjórn-
arskipunarlög um breyting á
stjórnarskrá um hin sérstaklegu
málefni íslands” staðfest af kon-
ungi 5. jan 1874 og 1904 var
skipaður sérstakur ráðherra til
íslands.
ísland er nú konungbundið
lýðveldi, og fyrir framtakssemi
Hannesar Hafsteins, var ráð-
herra embættið falið íslendingum
í hönd, og varð Hannes fyrsti
ráðherrann. Hannes barðist
mjög fyrir framförum islands, og
var talsímalína lögð 1905- Síðan
hefir íslenzki fáninn verið viður-
kendur af Dönum.
e. Framtíðin. Framtíðin er það
sem þjóðin gjörir hana. Hefir
þjóðin tekið talsverðum framför-
um, í verknaði, vísindum og í
mentunarlegum skilningi, á síð-
ustu árum- Er Eimskipafélagið
langt spor 1 rétta átt, og er það
vonandi að þjóðin vakni aftur,
og verði sterkari og meiri eftir þá
deyfð sem nú ríkir yfir öllum
þjóðum. Lengi lifi ættland vort
ísland-
Og:—
Mintu saga mögu -þína
meginn fagra tímann á
og að það má aldrei dvína
er þú fyrri gæddir þá,
að þeir megi standa og stríða
stæltir móti deyfðar her,
og ei öðrum lýðum líða
landið góða að helga sér.
Hreiðmar Bjarni Björnsson
Fótbrotsvísur
Um það leyti er kosningarnar
fóru síðast fram í Suðug-Þing-
eyjarsýslu, voru kveðnar þessar
vísur:
Konráð Erlendsson kvað:
Ræningjanna brutu bein
byrstír stríðsmeriti forðum.
Líndal steytti legg við stein.
Lögvnál standa í skorðum-
Líndal kvað:
pér er vorkunn að eins ein
— er það gömul saga —:
Hundar jafnan brotin bein
bryðja, tyggja og naga.
Konráð kvað:
Letruð er á lögmannshaug
lífsins harmasaga:
Enginn mergur, enginn taug;
ekkert til að naga.
Líndal kvað:
Letruð er á Konráðs kinn
kynleg harmasaga;
finnur ekkert auminginn
ærlegt, til að naga-
AFMÆLIS-SALAN MIKLA STEND-
UR NÚ YFIR
Orval af
Fegursta Ensku
Leirtaui
hjá Banfield's
Vérhöfumnúá þessari stórmerku
afmælis-útsölu, ein hin fegurstu
Dinner Sets, sem hugsast getur, 5
tegundir, allar heiman af Englandi.
1 hverju setti 96 stykki. SkiJmálar:
$5.00 $1.45
út í hönd
á viku
Ýmsar tegundir af faguriósóttu leirtaui. Semi-porcelain tegundir fií O O
sterk gljáhúð utan og innan, 9() stykki í setti. Býður yðar fyrir , . *P * J W
Viðskiftavinir utanborgar* sendið eftir vorri nýju verðskrá
yfir allar tegundir af allra beztu húsgögnrm.
ALBanfíeld
Thi R* lUiblo Hooto Fumknhot^
4WÍ1AW8IRECT-' PUONE4|66e7
Banfield’s ábyrgð: að gera
alla ánægða eða peningum
skilað aftur. — Búðin op-
in 8.30 til 6. Laugardaga
8.30 f.h. til 10 e.h.
_
Bor^ið litla niðurborg-
un og skiftið afganginum
niður í viku- eða mánað-
arlegar afborganir.
“A Mighty Friendly Store fo Deal With”