Lögberg - 27.09.1923, Side 6

Lögberg - 27.09.1923, Side 6
xJla. 6 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1923 Eg held því sem eg hef FYRSTI KAPITUL. Tewingunum kastað. Dagsverkinu var lokið, og eg settist niður á þröskúldinn með pípuna í hendinni, til þess að hvíla mig ofurlítið í kvöldgolunni. Kyrð grafarinnar er ekki meiri en kyrðin hér í Vir- giníu, þegar sólin er hnigin til viðar, og það er orðið skuggsýnt undir trjánum og .stjömurn- ar koma í ljós, ein á fætur annari. Fuglarnir, sem syngja allan cTaginn, eru þagnaðir; en ugl- urnar og stóru froskarnir og þessi underlegi, á ilt vitandi fugl, (sé hann annars fugl, en ekki fyrirdæmd sál), sem við. Englendingar köllum whippoorwill, þegja enn. Síðar heyrð- ist gól úlfanna og öskur pardusdýranna, en um þetta leyti dags lieyrist ekkert ’hljóð. Vindurinn er hættur að blása og laufin, sem ávalt bærast, drúpa niður og eru kyr. Vatns- skvaldrið í sefinu er eins og andardráttnr manns,sem á að ,vaka yfir dauðum manni, en hefir sofnað. # Eg horfði á dagsljósið deyja á hinu breiða brjósti árinnar og skilja eftir dauðafölva á vatnipu. Fyrir lítilli stundu og k\mld 'jeftir kvöld hafði það verið rautt, — blóðelfa. Fyr- ir viku hafði vígahnöttur leiftrað gegnum loftið, blóðrauður, og hafði dregið ljósrák, sem dó út smám saman, um þveran himininn. Þá sömu nótt hafði tunglið verið rautt, er það kom upp, og á það dreginn skuggi, sem mest líktist hnífi, sem Indíánar nota, til þess að flá með höfuðleðrið af óvinum sínum. Dag'inn eftir var sunnudagur, og Mr. Stockham, sem var prestur okkar í Weyanoke, áminti okkur um að vera á verði, og' í bæninni bað hann þess, að hvorki drottin-svik né uppreisn ættu sér stað meðal Indíánanna, þegna hans há- tignar, konungsins. Á eftir, milli guðsþjón- usta, fóru hinir hugdeigari að segja frá ýms- um merkjum úti í kirkjugarðinnum, sem þeir hefðu veitt eftirtekt, og rifja upp gamlar sög- ur um það, hvernig villimennirnir hefðu of- sótt okkur á hallæristímanum. Þeir, sem hug- rakkari voru, gerðu ekki annað en hlieja og hæðast að þessu, en konurnar fóru að gráta og báru sig illa. Eg hló líka, en gat samt ekki annað en hugsað um Smith, og hvernig hann vantreysti villimönnunum, og einkum Ope- cllancanough, sem nú var keisari þeirra. Hann sagði okkur, að rauðskinnarnir væru á verði meðan við swefum, og þeir gætu kent Jesúítunum slægð og ketti, sem sæti við mús- arholu, þolinmæði. Eg hugsaði um það, hvernig við umgengjumst þessa ’heiðingja; hvernig þeir væru daglegir gestir meðal okk- ar og fyndu hvar við værum veikir fyrir og hefðu ekki lengur neitt af þeirri heilnæmu hræðslu, sem að hann, hinn göfugd foringi Hbfði komið inn hjá þeim; eg hugsaði til þesff, hvernig þeir væru'notaðir sem veiðimenn til þess að færa lötum húsbændum villibráð; hvernig við brytum lögin og það opinberlega, með því að gefa þeim hnífa og vopn og her- mannafæði fyrir loðskinn og perlur. Eg mintist þesg einnig, að keisari þeirra væri sífelt að senda okkur, ísmeygilega orðuð boð; og þess, hvernig þeir brostu með vörunum, ])ótt augun væru hvöss. Seinna um daginn, þegar eg reið heim, reis eirrauður, nakinn veiðimaður upp á bak við fallið tré, sem lá þvert yfir veginn, og bauð mér að færa mér ket frá kornmánuði til hjartartunglsl fyrir byssu. Það var lítil vinátta milli mín og villi- mannanna. Það var nóg, að eg segði honum nafn mitt. Eg skildi við hann, þar sem hann stóð eins og steingervingur í skugg^num inilli trjánna, og keyrði hestinn, sem hafði verið sendur mér að heiman af frænda mínnm, Percy, árið áður, sporum, og náði brátt heim. Hús mitt var illa bygt og óvandað, en það stóð á fallegum, grænum hól og alt í kringum það greri maís og breið tóbaksblöð. Þegar eg var búinn að borða kvöldverð, kallaði eg Paspahegh drengina tvo, sem eg hafði keypt um Mikjálsmessu leytið af ættflokki þeirra, og barði þá duglega. Eg hafði í huga það, sem minn gamli og góði kafteinn Smith hafði oft sagt: “Sá sem fyrstur slær, slær einnig oft aftur. ” Þetta kvöld, sem hér um ræðir, var á miðju sumri árið 1621. Eg sat á þröskuldin- um með Iöngu pípuna mína milli tannanna, horfði á bleikt vatnið í ánni fyrir neðan og var að brjóta heilann um þessa hluti. Eg var í svo djúpum þönkum, að eg tók ekki eftir ríð- andi manni, sem kom út úr dimmum skógin- um fram á auða svæðið fyrir framan staura- girðinguna mína. Það var ekki fyr en eg heyrði rödd hans', sem eg vissi, að vinur minn Jón Rolfe, væri fyrir utan og vildi fá» að tala við mig. % gekk niður að hliðinu, opnaði það, rétti honum hendina og teymdi hestinn inn í girð- inguna. “fíætni maður,” sagði hann hlæjandi, um leið og hann fór af baki, “hver annar í öllu þessu héraði heldur þú að loki hliði sínu um solsetur?” “Það er mitt merkisskot um sólarlag,” svaraði eg stuttur í spuna um leið og eg batt hestinn. Hann lagði handlegginn á herðar mér, því við vorum gamlir vinir og við gengum upp grænan bakkann upp að húsinu og settumst niður á þröskuldinn, þegar eg var búinn að ná í pípu handa honum. “Um hvað var þig að dreyma?” spurði hann, er hann hafði blásið út úr sér stórum reykjarmekki. “Eg kallaði tvisvar á þig. ” “Eg var að óska eftir að Dales tímabilið Dales lögin ,væru aftur komin.” Hann hló að mér og studdi hendinni á hné mér. Höndin var hvít og mjúk eins og kvenmanns hönd, og á vísifingrinum var hringur, sem síór gimsteinn var greyptur í. “Þú ert sannarlega- ímynd orustugugs- ins!” hrópaði hann. “Þú ert og verður á- valt hermaður! Hvað ætlarðu annars að gera, þegar þú kemst til himnaríkis? Ætl- arðu að gera svo mikil vandræði þar, að þeir geti ekki haft þig, eða ætlarðu að fá leyfi til þess að hefja stríð á móti' fjandanum?” “Eg er ekki kominn þangað enn,” svar- aði eg þurlega. “En nú sem stendur vildi eg helzt fá leyfi til að berjast á móti — frænd- um þínum. ” Hann hló fyrst og stundi svo; sðan studdi hann hugsandi hönd undir kinn og sló hægt og þægt með tánni á jörðina. • m “Eg vildi að prinsessan þín væri lifandi,” sagði eg eftir ofur litla stund. “Það víldi eg líka,” svaraði hann lágt, ' “það vildi eg líka. ” Hann spenti greipar fyr- ir aftan hnakkann og leit upp til stjarnanna. “Hugrökk, vitur, ljúflynd,” sagði hann við sjálfan sig. “Ef eg héldi ekki, að eg hitti hana hinum megin við stjömurnar, þá mundi eg ekki brosa og tala rólega, eins og eg geri nú, Ralph. ” “Það er undarlegt,” sagði eg og tróð aft- ur tóbaki í pípuna mína. “Eg get skilið ást til manna, sem eru með manni á vígvellinum; ást til fóringjans, sé hann þess verður að vera elskaður; ást til hests og hunds. En þessi hjónaást! Að binda sér þá byrði á herðar sökum litarins, hvort sem hann er hvítur og rjóður eða eirrauður!' Svei því! ’ ’ “Og samt kom eg hingað með það í huga, að koma þér til þess að taka upp slíka byrði! ’ ’ hrópaði hann og hló aftur. “Þakka þér fyrir fyrirhöfnina,” sagði eg og blés bláum reykjarhringum út í loftið. “Eg hefi riðið frá Jamestown í dag,” sagði hann. “Sannast að segja var eg sá eini, sem vildi fara þaðan og á leiðinni mætti eg heilum hópum ógiftra manna, sem voru á leið þangað. Eg reið ekki svo mílu vegar, að eg mætti ekki Pétri og Páli, spariklæddum, á hraðri ferð til borgarinnar. Og bátarnir á . ánni! Eg hefi stundum séð færri fleytur á sjálfri Tempsá.” “Það voru fleiri á ferð en vanalega,” sagði eg; “en eg var í önnum á. akrinum og gaf því engar gætur. Hvað var leiðarstjarn- an?” “Stjaman, sem dregur okkur alla til sín, sem leiðir suma í glötun, en suma í óumræði- lega sælu — konan.” “Hm! Stúlkurnar eru þá komriar?” Hann kinkaði kolli. “Þar er komið fall- egt skip, með fallegan farm.” “Nefitilegæ / áttatíu eftirvæntingarfu'Ilar meyjar, sem lávarður minn, Warwick, ábyrg- ist að séu heiðarlegar,” nöldraði eg. “Það er Edwyn Sandy, sem hefir komið þessu í framkvæmd, eins og þú veizt,” svar- aði hann með nokkrum þjósti. “Það má reiða sig á það, sem hann segir, og þess vegna held eg að þær séu skírlífar. Að þær séu fallegar, get eg sjálfur borið vitni um, því eg sá þær ganga af skipsfjöl.” “Fagrar og siðlátar,” sagði eg, “en af lágum ættum.” “Eg gef það eftir,”_ sagði hann. “En hvað gerir það svo til? Betlarar geta ekki valið úr. Landið er ungt, og hér verður að fjölga fólki. Þeir, sem lifa eftir okkur, munu ekki grenslast. of nakvæmlega eftir! ) því, af hvaða ættum forfeður þjóðarinnar hafi verið. Það, sem við þurfum mest með hér, er að böndin, sem binda okkur yið heimalandið, við England, losni, en að það herðist aftur á móti á þeim, sem binda okkur við þetta land, sem er kjörland okkar. Við -leggjum höndina á plóginn, en við lítum við og horfum á okkar Egyptaland og kjötkatla þess. Það eru börn- in og konan, hvort sem konan er prinsessa eða sveitarstúlka, sem mynda heimili á eyðimörk- inni og binda manninn með gullnum fjötrum við það land, sem þau búa í. Þegar þess vegna eg mætti þeim góða manni, Wickham, um há- degisbilið róandi frá Henricus til Jamestown, til þess að aðstoða Bucke við verk hans á morgun, þá óskaði eg honum fararheilla og áleit að erindi hans væri gott og Guði þóknan- legt. ’ ’• “ Amen”, sagði eg geyspandi. “Eg elska landið og kalla það mitt heimaland. Eg er ósnortinn.” Hann stóð upp og fór að ganga fram og aftur um flötina fyrir framan dyrnar. Eg horfði á hann og virti fyrir mér hinn spengi- lega vöxt hans og klæðnaðinn, sem var látlaus en þó góður, og eg varð alt í einu óánægður með föt mín, sem voru farin að slitna og ekki sem hreinust. “Ralph”, sagði hann eftir litla stund og nam staðar fyrir framan mig, “áttu vfir hundrað og tuttugu pund af tóbaki í éigu þinni? Ef það er ekki, þá skal eg—” “Eg á það,” svaraði eg. “En hvað um það?” IJa skaltu fara um solarupprás á morg- un með úlfaldann til bæjarins og ná þér í eina af þessum leitandi meyjum, sem eg hefi saet þér frá.” Eg starði á hann og fór að hlæja/og eftir nokkra stund hló hann líka, þó að honum væri það hálf nauðugt. Þegar eg loksins þurkaði tárin úr augunum á mér, var orðið dimt, whip- poorwill var farinn að lá.ta til sín lieyra, og Rolfe varð að flýta sér áleiðis. Eg fylgdi honum að hliðinu.” “Eylgdu ráði mínu, það er gefið af heil- um hug,” sagði hann og steig á bak. Hann tók í taumana, keyrði hestinn sporum, sneri sér svo við og kallaði til mín: “Hugsaðu um það, sem eg hefi sagt, Ralph, og næst þegar eg kem hingað, vona eg að eg sjái gjarðapils á bak við þig. ” “Það er ekkert ólíklegra, að þú sjáir mig klæddan í eitt,” svaraði eg. Samt sem áður var úndarleg tómlerkatil- finning í hjarta mínu, þegar eg gekk upp bakk- ann aftur og fór inn í húsið; eg var gramur með sjálfum mér og órór yfir því, að þar skyldi enginn vera til þess að bjóða mig vel- kominn. Hver var þar til þess að fagna mér? Enginn nema hundarnir mínir og íjjominn, sem eg hafði tamið. Eg þreifaði fyrir mér í einu horninu, fann þar tvo kyndla, kveikti á þeim og stakk þeim í göt, sem voru á arin- hillunni; svo stóð eg undir björtum loganum og virti fyrir mér með megnustu óbeit ólagið, sem var á öllum hlutum. Eldurinn var dauð- ur og askan og liálfbrunnin viðarkol lágu á arninum; leifarnar af síðustu máltíðinni voru á borðinu og á óhreinu gólfinu lágu beinin, sem eg hafði fleygt í hundana. Alt var óhreint og á ringulreið; að eins vopn mín, sverð, byssa, veiðihnífur og rýtingur voru, fáguð. Eg horfði á þau, þar sem þau héngu á veggn- um, og í hjarta mínu hataði eg friðinn, eg þráði herbúðaeldana og íitboð til stríðs. Eg sópaði óþolinmóðlega mslinu af borð- inu og tók ófan af hillu, þar sem mínar fáu bækur voru geymdar, bunka af leikritum eftir Shakespeare. Rolfe hafði náð í þau fyrir mig á síðustu ferð sinni til Lundúan. Eg fór að lesa; en hugurinn vildi ekki stöðvast við það, sem eg las, og mér fanst það leiðinlegt, eins og eg hefði oft heyrt það áður. Eg fleygði bókinni frá mér og tók teninga upp úr vasa mínum og fór að kasta þeim. Þegar eg var að kasta teningunum, sem eg gerði hugs- unarlaust og án þess að skeyta um hvað kæmi upp, sá eg í huga mínum skógvarðarkofann heima, þar sem eg hafði lifað marga ánægju- stund sem drengur, áður en eg strauk burt í Niðurlanda ófriðinn. Eg sý. nú aftur ljómann frá eldinum speglast í vel fáguðum könnum og kerum; eg heyrði glaðlega suðið í 'rokkhjól- inu; eg sá andlitið á dóttur skógarvarðarins, sem brosti við mér. Gamla mosavaxna höfð - ingjasetrio, þar sem móðir mín, tíguleg. kona, sat og óf dýrindisvefnað, og liinn ráðríki eldri bróðir minn stikaði fram og aftur innan um hundana sína, var ekki eins líkt heimili og litli vingjarnlegi kofinn. Á iporgun yrði eg þrjá- tíu og sex ára. Tölurnar, sem komu upp á teningunum voru háar. “Svei mér ef eg held ekki, að eg fari að ráðum Rolfes,” sagði eg við sjálfan mig, og brosti að kenjunum í mér, “ef eitt auga kemur upp!” Eg hristi stokkinn og skelti honum á borð- ið, lyfti honum upp og horfði með undrandi aug-um á teninginn. Eg kastaði ekki aftur, en slökti Ijósið og fór að sofa. ANNAR KAPITULI. i Eg kemqt í kymii við séra Jeremías Sparrow. ' Mín loforð eru ekki loforð þeirra, sem leggja í vana sinn að kasta teninguip. Það sáust enn stjörnur á lofti, þegar eg fór út úr húsinu og gekk niður að ánni, eftir að hafa skiftst á orðum við þjóninn minn, Diccon, í kofa hans. Eg fór út um hliðið, niður litlu bryggjuna og leysti bát minn, setti upp segl og stýrði niður eftir hinu breiða fljóti. Þægi- legur vindur blés og mér miðaði drjúgum á- fram niður ána gegn um þokuslæðinginn fyrir sólaruppkomuna. Loftið var rauðleitt upp að hvirfilspunktinum; sólin kom upp og eyddi þokunni. Áin var björt og blikandi; frá græn- um bökkunum á báðar hliðar kom skógarilmur og fugl^söngur; loftið varð heiðblátt og fáein létt ský sáust líða um það. Eg hugsaði til dagsins, þrettán árum áður, 'er hvítir meþn höfðu fyrst siglt upp þessa sömu á, og um það, hversu undarlegt í augum okkar sjó- hraktra ferðalanga, alt hafði verið þá — stærð árinnar og fegurð bakkanna með allan þeirra gróður og ilm; risavöxnu trén og villimenn- irnir, sem lituðu hörund sitt. Við héldum, að við hefðum fundið paradís, sælueyjuna, að lokum. En hversu fljótt komumst við ekki að raun um annað. Þarna, þar sem eg lá í skutn- um með háJflokuð augun og 3ét stýrissveifina leika í hendi mér, rifjuðust upp fyrir mér hinar mörgu'raunir okkar, og fáu gleðistund- ir. Árásir Indíánanna; ósamlyndi milli stjórn- enda okkar; ofsóknir gegn góðum mönnum og upphefð skálka; hin langþreytandi leit eftir gulli og hafinu suðræna; hörmungar sjúkdóm- anna og hinar enn stærri hörmungar hungurs- neyðarinnar; koma skipanna, Patience og Deliverance, þegar við grétum eins og börn; hinn gleðilegi sunnudagur, er við fylgdum de la Warre, lávarði, til kirkju; koma Dales með hinn stranga en heilbrigða heraga, sem var mér ekki ókunnur, því eg hafði barist undir merkjum Maurice frá Nassau. Þar á eftir komu skemtilegir dagar, er uppskafningnum, sem sinti ekki öðru en knattleikum, var haldið í skefjum. Eg mintist giftingar Rolfes og \T * • • • 1 • timbur, f jalviður af öllum Nyjar vorubirgcfir tegudum, geirettur og ^ konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Koroið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --—------- — ■ - Limitad------------ HENRY 4VE. EAST - WINNIPES hinnar dökku prinsessu hans; herferðar Ar- galls, sem eg tók þátt í, og hinnar illu stjórnar hans; afturkomu Yeardleys. er hanii var orð- inn Sir George, og hinnar ómetanlegu gjafar, sem hann færði okkur. — Alt þetta og margt fleira, gamlir vinir, gamlir óvinir, gamalt erf- iði og barátta og skemtanir runnu upp í end- urminningu minni, þar sem eg barst áfram fyrir vindi og straumi. Eg vildi ekki hugsa um það, sem fram'undaíí væri; því “hverjum degi nægir sín þjáning.” Nú voru fáir á ferðinni: engir ríðandi menn á götunni á bakkanum; fáir bátar og í þeim fáu, sem sáust, voru þjónar eða Indíánar eða mjög gamlir menn. Það var satt, sem Rolfe hafði sagt: allir frjálsir og færir menn í nýlendunni höfðu brugðið hið bráðasta við, til þess að komast í lijónaband. Það var alls- staðar auðn, bryggjurnar mannlausar og að- eins fáar hræður, sem varla hreyfðust, á tó- baksökrunum; jafnvel í Indíánaþorpunum sá- ust fáir nema krakkar og kerlingar; því að karlmennirnir liöfðu farið til þess að horfa á hvítu mennina kaupa sér konur. Fyrir neðan Paspaliegh náði smábátur með gríðarstórt segl mér og úngur maður, sem í honum var, Hamor að nafni, heilsaði mér,. “Stúlkurnar eru komnar!” hrópaði hann. “Húrra!” Ilann stóð upp í bátnum og veif- aði hattinum. “Eg sé það á brókunum þínum, hvert þú ætlar að fara,” sagði eg. “Eru þetta ekki þær, sem þú sagðir að væru ljósgular á lit?” “Jú,” sagði hann og leit rólegur niður á skrautklæði sín, sem farin voru að ólireinkast. “Giftingarföt, kafteinn Percy, giftingarföt!” Eg hló. “Þú ert seinlátur brúðgumi. Eg hélt að allir ógiftu mennimir á þessu hveli jarðarinnar hefðu sofið í Jamestown í nótt. ’ “Eg veit það,” sagði hann dapur í bragði; “en treyjan mín var ekki vel til reika og Mar- teinn skraddari hélt henni þangað til í morg- un. Hann safnar að sér tóbakinu, hann auðg- ast nú daglega síðan skipin komu inn fyrir höfðana, á því hvað fötin okkar eru fátækleg.” Hann varð glaðari í bragði. “Kaupin bvrja ekki, hvort sem er,” sagði hann, “fyr en um miðjan dag, eftir guðsþjónustu og þakkargerð. Það er nógur tími. ” Hann veifaði til mín hendinni um leið og litli báturinn hans með stóra seglið rann fram hjá. Eg leit til 'sólar. Hún var ekki komin mjög hátt á loft. Eg var rólegur, því eg hafði alið þá lítilmannlegu von, að eg yrði, þrátt fyrir alt, of seinn, og að snarap, sem mér fanst vera að herðast að hálsinum á mér, mundi losna. En vindur og útfall voru á móti mér og einni klukkustundu síðar var eg kominn í námunda við nesið og undraðist 'báttaf jöídann á ánni. Það var rétt eins og að hver segl- bátur, flutningsbátur, barkarbátur iog ein- trjáningur, sem var til milli Comfort-höfða og Henricus lægi þarna stjóraður; /en upp yfir alt saman gnæfðu siglutrén á Marmaduke og Furtherance, sem þá voru í höfn, og siglutrén á stóra skipinu, sem hafði flutt yfir hafið dúfurnar, sem átti að Selja. Það var falleg og skemtileg sjón, að sjá bátana skoppa á öldun- um á ánni, 'blátt loftið og bjart sólskinið, græn trén, sem sveigðust undan vindinum og götur og sölutorg fult af skrautklæddum ungum mönnnm. Rétt í því að eg stýrði bát mínum inn á milli tveggja annara, byrjuðu klukk- urnar, sem nýlega höfðu verið hengdar í kirkjuturríinn, að hringja, og um leið vair bumba barin. Eg sá að eins aftan á fólkið, sem var í smáhópum um bakkann og göturn- ar: allir horfðu í sömu átt og stefndu til sama staðar—sölutorgsins. Eg gekk með hópnum og lenti í olnbogaskotum ^ið menn klædda í flauel og gróft léreft, unga menn, sem báru al- eigu sína á bakinu, og nakta villimenn með litaða skrokka. Við tróðum undir fótum tó- • bakið, sem hinir ágjörnu bæjarbúar ræktuðu jafnvel á strætunum. Eg nam staðar á torg- inu fyrir framan hús landstjórans og var þá kominn fast að liliðinni á herra Pory, sem er skrifarinn okkar og forseti þingsins. “IIó, Ralph Percy!” hrópaði hann og hristi grátt höfuðiðr “Við erum víst einu ó- giftu mennimir i allri nýlendunni, sem>eru með fullu viti; hinir eru allir

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.