Lögberg - 10.01.1924, Side 2
Bls. 2
/.ÖGBERG, FIMTUDAGINN
10. JANÚAR 1924
^ögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
nmbia Press, Ltd., |Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaiman Pf-6327 o& N-6328
Jób J. BfldfeU, Editor
, Utanáskrift til biaðaina:
THE COLUMBIH PRESS, Ltd., Bnx 3172, Winnipeg, N|ao-
Utanáakrift ritetjórans:
EDiVOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
The "Lögberg” Is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Ljóshvörf.
Sjálfsagt kannast allir menn við meining
þessa fallega en yfirgripsmikla orðs, því menn
eru mintir á það á hverjum einasta sólarhring
ársins.
í náttúrunni þekkja allir þau fyrirbrigði
þegar ljós dagsins verður að vikja eða hverfa
fyrir skuggum næturinnar.
Ljóshvörfin í náttúrunni eru meira en fyr-
irboði næturinnar, þau eru líka tákn um lið-
inn dag og hvild — hvíld frá önnum dagsins,
• hvíld frá áhyggjum og umstangi hinna marg-
breyttu starfa mannanna og hvíld náttúrunni
sjálfri á hinni órjúfanlegu þroska og fegurð-
arbraut.
En það eru ljóshvörf víðar en í náttúr-
unni, þau eru lika í lífi einstaklinga og þjóða.
Hve oft er það ekki á lífsleið einstaklinganna að
ljós vonanna hverfur fyrir næturskuggum von- ,
brigðanna, ljós tækifæranna slok'na fyrir
dimmu erviðleikanna, og ljós þroskans fyrir
næturmyrkri skilningsleysisins ?”
Og þannig er það eiftnig með þjóðirnar,
stórar og smáar og þjóðarbrotin.
Vér höfum oft í seinni tíð verið að hugsa
um það hvort að þaiS væru að verða ljóshvörf í
lífi vor Vestur-fslendinga. Oss getur naum-
ast dulist að skuggar næturinnar — næturinn-
ar sem á sér engan morgun — sé smátt og
smátt að færast yfir þjóðbrotið íslenzka í
Ameríku — að ljósið sem skærast hefir skinið
hinu íslenzka fólki í dreifingunni hér, sé sem
óðast að dofna, og jafnvel að hverfa.
pað þarf naumast að taka það fram, að
vér eigum hér við hina íslenzku þjóðarsál —
máttartaug hins íslenzka fólks hvar í heimi
sem er.
Vér höfum heyrt menn segja og Ííeyr-
um þá enn segja, að menn þurfi ekki að undra
sig á því og menn eigi heldur ekki að undra sig
neitt á því, því það séu forlög okkar’ eins og
allra annara, sem komið hafa til þessa mikla
meginlands, að afklæðast sjálfum okkur, en
íklæðast hinum nýja manni, sem hér eigi að
verfía.
pessi kenning, sem hægt er að fóðra að
nokkru leyti, hefir þegar náð miklu haldi á
Vestur-íslendingum og ber margt til þéss. í
fyrsta lagi er það undanhalds kenning og sú
kenning er flestu fólki aðgengálegri heldur
en sú, sem kveður það til sóknar. f öðru lagi
hefir hún við þann sannleika að styðjast, að
vér eigum að verða samfeldur hluti þjóðar
þeirrar, sem við búum hjá. En þar sem sú
kenning fer vilt, eða er ekki nógu Ijós er, að
við eigum að verða það eins og menn, en ekki
eins og sálarlausir skrokkar, eða með öðrum
orðum, við eigum að flytja hina ísenzku sál,
ákveðna og lifandi, inn í þjóðfélög landanna
með okkur.
Hvernig má það verða ?
Með því fyrst að gera sjálfum okkur
grein fyrir því, að við eigum þjóðarsál, sem sé
þess virði að rækt sé lögð við og í öðru lagi,
að láta ekki troða hana undir fótum hér og síst
af öllu að gera það sjálfir.
pað var sú tíð í þessu landi, að hinir svo-
kölluðu innlendu menn, litu hornauga til
okkar fslendinga og fundu lítdð það í fari okk-
ar, sem þeim þótti nýtilegt. Sú tíð er nú
liðin, eða hún hefir breyst með þekking þess-
ara sömu manna, á lyndiseinkennum íslend-
inga — viðkynni þeirra af.hinni íslenzku sál,
svo að enginn málsmetandi maður í Ameríku
amast nú lengur við henni, heldur þveft á móti
ber virðingu fyrir henni og vill komast í náin
kynni við hana. En hvað er um sjálfa okkur?
Er hægt að segja hið sama með sanni uin
Vestur-íslendinga sjálfa?
Ef vér rennum augum yfir líf þeirra nú
við þessi áramót eins og þaö í raun og sannleika
er, þá verður svarið nei, og þá kemst maður
lika að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að það
eru þeir sjálfir en engir aðrir, sem eru að eyði-
leggja sína eigin þjóðarsál — eyðileggja hana
með sundrung, flokkadrætti og algjörðu kæru-
leysi.
pað er nú svo komið í fyrsta sinni í sögu
Vestur-íslendinga, að þeirra gætir hvergi neitt
— geta hvergi látið til sín finna. ' Ekki samt
vegna þess; að þeir séu færri nú en áður, held-
ur isökum þess, að menn unna nú ekki lengur
mótstöðumönnum sínum sæmdar af nokkrum
hlut og geta því ekki verið samtaka í neinu.
Menn segja ef til vill, að ef þetta sé rétt
myn'd af þiófiarsál vor Vestur-íslendinga að þá
sé ekki mikið leggjandi í sölurnar fyrir hana,
en þá menn viljum vér minna á, að það er ekk-
ert í heimi svo fagurt, að ekki megi afskræma
það. Hin íslenzka þjóðarsál er í eðli sínu
frjáls og fögur. en vér Vestur-íslendingar er-
um í óðaönn að bisa við að afmynda hana og
ef við höldum mikið lengur áfram á braut
þeirri sem við nú erum á, er alt útlit fyrir að
okkur takist það, og takist það svo gjörsam-1!
lega, að bæði við sjálfir, afkomendur vorir og
hér innlendir menn fái ógeð á henni.
Vestur-íslendingar! Er ekki kominn tími
til þess að vér í fullri alvöru förum að athuga
þetta mál? Er ekki kominn tími til þess að
vér förum að skilja, að ef vér sjálfir berum
ekki lotningu fyrir vorri eigin þjó,ðarsál, nógu
mikla til að vernda hana frá því aS verða að
olnbogabarni þessa þjóðfélags þá er engin von
til þess að aðrir geri það. Er ekki kominn
tími til þess að vér látum falla niður ósamlyndi,
þref og þjark, sem stendur í veginum fyrir
því, að vér í sameiningu getum unnið aS því,
að gróðursetja á þjóðmeið þessa lands, þaS
fegursta sem þjóðarsálin íslenzka á til ’ okkur
sjálfum til sóma, þessu þjóðfélagi til blessunar,
afkomendum okkar til gagns og þjóðinni ís-
lenzku til sóma?
Tíðindi í stjórnmálum Canada
Víða um heim, eru tíðindi að gerast i
stjómmálum landanna, sem ekki er hægt að
segja hvaða áhrif kunna að hafa á mál og
framkvæmdir þjóSanna jafnvel á morgun. Hér
í Canada hefir yfirborð stjórnmálaftna verið
tiltölulega slétt síðan síðustu sambandskosn-
ingar fóru fram, en nú virðist að nokkur ó-
kyrð sé að komast á. Mackenzie King stjórn-
in hefir nýlega tapað tveimur aukakosningum,
annari í Nova Scotia hinni í New Brunswick,
sem setur hana í minnihluta á þingi ef allir
mótflokkarnir leggjast á móti. Gleði. allmik-
il varð í óvina herbúðunum út af þessum ó-
sigri Kingstjórnarinnar. fhaldsmönnum fanst
ósigurinn fyrirboði nýrrar dagrenningar á
valda himni sínum og blöö þeirra og leiðtogar
gengu svo langt að skora á King að segja af
sér og ganga til almennra kosninga.
pessi óvinafagnaður stjórnarinnar í
Ottawa er undur skiljanlegur. En það eru
fleiri en þeir, sem hafa ástæðu til þess að
fagna út af þessum ósigrum stjórnarinnar, —
stjórnin sjálf hefir ástæðu til þess, því það er
nú komið á daginn að kosningaósigur þessi
hefir orðið til þess að leysa úr viðjum þann
hluta frjálslynda flokksins á þinginu í Ottáwa,
sem kringumstæöurnar bafa haldið og varnað
framsóknar.
Pað hefir ekki verið neinn leyndardómur, að
þeim Mackenzie King og Sir Lomer Gouin leið-
toganum nafnkunna frá Quebec hefir sýnst
sitt hvað í stjórnmálum, Gouin er talsmaður
stóreignamanna, íhaldsmanna austurfykjanna.
Mackenzie King talsmaður frjálslyndra hug-
sjóna í lífi þjóðarinnar í heild sinni.
pegar því að sva var komið, að King
stjórnin var orðin í minni hluta á þinginu, var
það að eins tvent sem hún gat igjört — að
láta stjórnar fleytuna berast upp á íhaldssker
hátollamanna austurfylkjanna og -brotna þar,
eða þá að vinda segl viö hún og sigla sjóinn
þann, sem einn var mögulegur til Iífs og sig-
urs og þann kostinn finst oss að öll tákn bendi
til að Mackenzie King hafi nú tekið og þess
vegna hafi Sir Lomer Gouin sagt sig úr stjórn-
inni.
pað var auðsætt að frjálslynda flokknum
gat ekki verið nein framtíðarvon, eða styrkur
að því, aö sigla á milli velþóknunarskers há-
tollamanna austurfylkjanna, og látollakröfu
vesturfylkjanna, sem krefjast frjálsrar og
djarfrar stefnu í þjóðmálum. Hann vatð
eða verður að Velja á milli framsóknar eða
undanhalds og falla eða sigra með vali sínu og
ef vér lesum ekki tákn þau sem gerst hafa í
Ottawa síðustu dagana rangt, þá eigum vér
von á því að Kingstjómin taki ákveðið til at-
hugunar kröfur vesturfylkjanna, hvað svo sem
á móti þeim kann að verða sagt frá hálfu leið-
toga hátollamanna Austur-Canada.
En kröfur vesturfylikjanna eru aðallega
tvær — afnám tolla, eða lækkun á tollum svo
um muni á akuryrkjuverkfærum og koma á
siglingasamböndum við Hudsonsflóann og
fullgjöra • Hudsonsflóa brautina. Látum
stjórnina taka af skarið hiklaust í þeim tveim-
ur málum og sjáum svo hvernig fer.
Hjúkrun sjúkra.
Hjúkrunarfræði og lækningabók síðari
hluti, eftir Steingrím Matthíasson læknir, út-
gefaiidi Björn Jónsson Akureyri 1923, 586
blaðsíður með eftirmála og efnisskrá.
petta er hin prýðilegasta bók að ytra út-
liti og flytur 'hinn þarfasta fróðleik, ekki síst
til hinna strjálbygðu hérafea fslands, þar sem
oft er erfitt um læknishjálp og hjúkrunarfræði
er lítið þekt.
Innihald þessa síðara hluta er fróðlegt og
fjölbreytt. Fyrsta ritgerðin í bókinni er »m
lækningar, önnur kallast: “Ekki liggur lífið
á”, þriðja “Trúin á kynjalyf og kraftaverk,”
fjórða um traust og vantraust á læknum, þá
koma þrjár stuttar ritgerðir um sjúkdómslýs-
ingar og sýnishorn af því hvernig þær eiga og
eiga ekki að vera, þá er löng og rækileg rit-
gerð um nokkur helstu sóttarmörk og um-
kvartanir sjúklinga, stutt grein um sjúkdóms-
greining — hm lyf og lækningatæki í viölög-
um. Taka þai? næst við lýsingar á innvortis-
og útvortis sjúkdómum, á uppruna þeirra,
einkennum og hvernig að skuli með þá farið
Bókin er skýrt rituð. Niðurröðun skipuleg,
lýsingarnar ljósar og mál og framsetning hið
alþýðlegasta, og á höfundurinn þakkir skilið
fyrir þetta mikla og þarfa verk, sem hann
hefir unnið þjóð sinni
MARGIR BERA AHYGGJUR
út af kvefi í börnum
EKKI fær það oss jafnmikillar áhyggju, þótt vér
höfum kvef sjálfir, því vér búumst við að geta
skýrt frá því og leitað lækninga.
En þegar börn hósta, er öðru máli að gegrta. Eink-
um gengur það nærri móðurinni, er bömin hósta ákaft
og virðast hafa kökkí hálsinum.
Dr. Chase’s Sy0rfup
Linseed and Turpentine
9rí/> flUt'Lnfi • lvvíovrncíntinm oí oorri flool/a n 7P\/» TT ió nllntn 1 u
Vandræðin mestu liggja í því, að bömin skilja ekki
hættuna og kunna ekki að skýra frá hvað að þeim
gengur. Verða því í einu og öllu að reiða sig á hina
eldri.
Hví ekki að búa sem bezt um hnútana og hafa ávalt
Dr. Chase’s Syup úr Linseed og Terpentínu við hend-
ina heima hjá sér?
Hálsmein og kvef byrjar oft á nóttunni, begar
allra örðugast er að ná í hjálp, jafnvel þótt lyfjabúð
. kynni að vera í grendinni.
pegar tekið er tillit til þess, hve meðal þetta er
gott á bragðið og inniheldur mikil lækningarefni, þá
verður það ljóst, hve hentugt það er fyrir bcrn, er
þjást af kvefi, hálsbólgu, brjóstþyngslum, kíghósta,
^eða öðru slíku.
Á þúsundum heimila er meðal þetta í afhaldi og
hefir sannað hvarvetna hina miklu yfirburði sína.
Eftir að fólk veit
hvað nota skal, þá
er mest áríðandi að ■
vita hvernig nota
skal meðalið rétt.
pess vegna er 'um
að gjöra, að hafa
Dr. Chase’s Syrup
úr Linseed og Ter-
pentínu við hendina
og nota það tafar-
laust. Hyggilegra
mun vera fyrir yð-
ur að kaupa stærri
flöákuna og thafá
þannig ætíð nægan
forða við hendina.
35c. flaskan; þrisvar sinnum stærri flaska á 75c. Hjá öllum lyfsölum eða Edmanson, Bates and Co., Ltd., Toronio
Eiginmanni og konu
hans batnar mikið.
Mr. N. St. Hilaire mælir með
• Dodds’s Kidney Pills við
alla sem þjást.
Quebecbúi, sem þjáðist af bak-
verk, læknaðist við að nota
Dodd’s Kidney Pills.
East Angus, Que. 2. janúar,
'binkafregn*
“Okkur hjónunum hefir báðum
batnað af Dodd’s Kídne yPills.”
pannig kevnst Mr. N. St. Hilaire
að orði, er heima á þar á staðn-
um. “Eg notaði tvær öskjur af
Dodd’s Kidney Pills við nýrna-
veiki o gbakverk og náði brátt
fullri heilsu. Konan mín hefir
einnig notað þær sér til 'mikilla
bótar. Við getum jþví með góðri
samvizku mælt með Dodd’s Kid-
ney Pills, við alla þá er þjást.”
Dodd’s Kidney Pills, styrkja
nýrun betur öllu öðru. Það
mun fá yður undrunar, hve fljótt
þetta handhiæga meðal, læknar
nýrnaveiki, bakverk og gigt.
Spyrjið nágranna yðar uln,
hvort Dodd’s Kidney Pills, haldi
nýrunum ekki í góðu ás^iko'mu-
lagi.
“ROSEDALE” Drumheller Beztu
LUMP OG ELDAVJELA
STŒRD:
EGG
STOVE
NUT
SCREENED
Tals. B 62
ÓPPERS
^ TWIN CITY
OKE
Tegund
MEIRI HITI - MINNI KOSTNADUR
THOS. JACKSON & SONS
Winnipeg
15,00
10,00
5,00
$5,00
5,00
Jólagjair til Betel.
Mr & Mrs B. Or’mson, Seattle,
Wash................. $ 5,00
V. Thordarson, Wpg., .... 3,00
Thorst. Einarson, Wpg., .... 10,00
Mr & Mrs M Jónson Wpg. 5,00
Kvenfél Eyfordbygðar .... 25.00
Kvenfél. “Lí'kn, Blain. 10,00
Kvenfél. ‘Tilraun’ ping-
valla nýlendu ....... $10,00
Kvenél. Viljinn, Upham, 10,00
Kvenfél. Freyja, Geysir,
Kvenfél. Vesturheims safn-
aðar, Minneota ......
Mrs. J. Júlíus, Selkirk ....
H. Bersteinsson, Alameda,
Sask................
S S Hofteig ,Cottonwood
Mr. og Mrs. J Einarson,
Foam Lake, Sask., .... 10,00
G. S. O., Winnipeg, ...... 25,0C'
B. Walterson, Wpg. 25,OC
Frá ónefndum í Vancouver 2,00
Ei — ríkur, Langrutih .... 2,00
Ónefnd kona, Winnipeg .... 5,00
Mrs B. K. Johnson Wpg. $10,00
Safnað af kvennfélaginu Bald-
ursbrá, Baldur, Man., sent af
Mrs Arnbjörg Johnson með beztu
jólaóskum eftirfylgjandi:
Kr. Benedictson .......... $25,00
Kvenfé!. “Baldursibrá” .... 10,00
Mrs. Arnb. Jo’hnson ....... $5,00
íillie Á. Snidal. .. .. ..$5,00
Bjarni Jónsson. ........... $3,00
Rev. Mr og Mrs. Hall-
grímsson .............. 2,00
BBACTI OF THB SKIN
eða hörundafegurö, er þró. kvenna og
með þvl að nota Dr. Chaae’a
Oíntmena. Allakonar húBsjúkdómar,
hverfa vlð notkun þeaea meðals
og hörundlð verður mjúkt og fagurt.
Fæat hj& öllum lyfsölum eða frá
Edmanaon, Bates k Go., Llmlted,
Toronto. ókeypis sýnishorn aent, ef
blaft þetta er nefnt.
i)i:( luise’s
- Oinliffcnf
Sendið
oss
yðar •
RJ0MA
Og verid vissir
um...............
Mr og M,rs. I. Johnson
Mr og Mrs K. Reykdal
Mr og Mrs. B Isberg
Mr og Mrs E. Laxdal
Mr og Mrs I. Jóhannesson
IMr. og Mrs K. Guðnason
$2,00
1,00
1,00
l,GO
1,00
1,00
Hafið þér heyrt
um Peps? Pepstöfl-
urnar eru búnar til sam-
kvæmt strangvísindalegum
reglum og skulu notaðar við
hósta, kvefi, hálssárindum og
brjóstþyngslum.
Peps inniihalda viss lækning-
arefni, sem leysast upp á tung-
unni og verða að gufu, er þrýst-
ir sér út í lungnapípurnar.
Gufa þessi mýkir og græðir hina
sjúku parta svo að segja á svip-
stundu.
Þegar engin önnur efni eiga
aðgang að lungnapípunum, þá
þrýstir gufa þessi sér viðstöðu-
laust út í hvern einasta af-
kima og læknar tafarlaust. —
Ókeypis reynsla. Klippið
þessa auglýsingu úr blaðinu
sendið hana með pósti, ásarnt
1 c. frímerki, til Peps Co., Tor-
onto. Munum vér þá senda yð-
ur ókeypis reynsluskerf. Fæst
hjá öllum lyfsölum og í búðum
50 cent askjan.
f«l>s
Sanna vigt
Rétta flokkun
24 kl.stunda þjónustu
og ánœgju.
EGG Vér borgum peninga út í hönd fyrir glæný egg
Canadian Packing Co.
Stofnsett 1852
WINNIPEG, CANADA
Liimited
Mr. og Mrs Th. ólafsson 1,00
Mr. og iMrs I Sigurösson $1,00
Mrs H. Jónaason .........
íiV%s. S. Berg ..........
Andrea Anderson.........
Jónina Jóelsson ........
Hóseas Jóiseplhson .... ....
T. Sigvaldason :........... $1,00
Ónefndur ................ 1,00
AlLs $66,00
Innnlagðir fimtíu dalir eiga að
1,00
1,00
1,00
1,00
1,00
ganga í minnigarsjóð Brautryðj-
enda.Gefnir í minningu um móð-
ur mína Helgu Eyvindardóttir
Goodman, sem dó 12. des. síðastl.
•Moð ínnilegum blessunlaró.skum
til ga’mla fólksins á jBetel. —-
Guðbjörg Freemann
Með innilegu þakklæti fyrir gjaf-
irnar. — J. Jóhannesson féhirðir
675 McDermott Ave., Winnipeg.
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liafið ekki þef-ar Sparisjóðsreikning, þá getið þér ekkl
brcytt liyggilegar, en að lcggja jieningn yðar inn á eitthvert af vor-
um mestu Ctilniuin. par bíða þelr yðar, þegar rétti timlnn kemur tll
að nota þá yður til sem niests hagnaðar.
Union líank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma
komið upp 315 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afg'reiðslu, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta Ctibú, ráðsmaðnrinn
og starfsmcnn lians, munu flnna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
CTIBC VOR ERU A
Sargent Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington l.ogan Ave og Slierbrooke
491 Portage Ave. og 9 önnur útibú í Winnipeg
AÖALSKRIESTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MALV and WILLIA.M
— WINNIPEG
EIMSKIPA FARSEÐLAR
S frá íslandi um Kristjaniu í Noregi og Kaupmannahöfn 1 Danmörlcu,
ö tneð hinum ágætu skipum Scandinavian-American línunnar. Fyrir-
§ fram greidd farbréf gefin út til allra járnbrautarstöðva I Canada.
AS eins 8 daga frá Kristjaníu til Halifax; 9 daga frá Kaupmanna-
höfn. Siglingar: "Oscar II” 6. marz, “Uníted States” 3. apríl,
"United States” 15. mal og “Helig Olav” 29. mai. Farþegarfmín/ öll
upp á það allra fullkomnasta. þriðja farrými hreinasta fyrirtak.
BorShald hið bezta. Yfir fjörutlu ára reynsia I farþegjaflutningum.
Eimskipafélag þetta lætur ekkert til sparað, að farþegum liði
sem allra bezt.
Scandinavian American Line, 123 S 3rd St.
Minneapolis, Minn.