Lögberg - 17.01.1924, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.01.1924, Blaðsíða 5
LÖGBERG) FIMTUDAGINN, 17. JANUAR 1924. 5 Guðrun Jánsdóttir Arnason Síöastliöiö haust, 6. september, andaöist aö heimili sínu i Breden- bury, Sask., Guörún Jónsdóttir, kona Helga Árnasonar. Er Helgi i fremstu röö Vestur-íslenzkra bænda- öldunga og valinkunnur maöur. Guörún heitin var fædd 13. júii, 184Ó. Foreldrar hennar, Jón Tóm asson og Rannveig Þorvaldsdóttir, bjuggu á Uppsölum í Hvolshreppi Breiöabólstaöar sókn. En Helgi er Rangvellingur. Þau Helgi og Guðrún gengu í hjúskap á íslandi. Bjuggu þau á ýmsum stööum, en lengst i Hvammi i Ölfusi. Vest- nr um haf flutust þau 1886. Dvöldust þg sumarlangt í Norður Dakota, en fluttu utn haustiö til Þingvallaný- lendu, í öndveröu landnámi þeirrar bygðar. Voru þau því i tölu liinna fyrstu er þ^r námu land, og ávalt síðan i hópi hinna fyrstu er þar námu land, og ávalt síöan i hóp hinna ágætustu og efnuöustu búenda þar um slóðir. Kigi voru þau byltingagjörn. 25 ár voru þau búsett á landnámsjörð ] sinni, en fluttust þá til Bredenbury, sem er þorp, um 10 milur frá bú- staö þeirra. Þar höföu þau dvaliö 11 ár. Af 6 börnum þeirra hjóna, lifa tvö, þau Guðmundur Camóens Helga- son, bóndi í grend viö Churcbridge, og Arnheiðu.r, kona Hjálmars O. I.optssonar í Bredenbury . Fóstur- dóttir Helga og Guðrúnar er Sess- elja kona Steingrims Jónssonar aö Kandahar. Hin látna seildist sizt eftir lofi. Hér veröur því fátt um lof og eng-! in likræða. Drepið skal þó á að- aleinkenni hinnar látnu. Ekki var hún í tölu hinna “nýju kvenna”. j Látlaus trúmenska og góðvild auö- kendu hana. Hjálpfús var hún og vildi standa i skilum viö guö og menn. Hún kaus aö lifa öörum, var góð móðir, trúlynd kona og' kristin sál. Hún hafði gengið skóla lifsins og auðgast þar að nyt- samri þekking. Auðugust varj hun af dygðaarfi ættjarðarinnar og auömýktri trú guösbarna. Æfihvörf hennar voru friðsæl, sein lífsstefna hennaV og lifsstarf. Hnn dó í svefni, umkringd af ást- vinum sinum. Jarðarför hennar fór fram þ. 8. sept,, frá heimilinu í Bredenbury og kirkju Þingvallanýlendu safnaðar, er þau hjón reistu að mestu —öll ástmenni hennar og flestir bygðar- manna fylgdu landnámskonunni góðu og guöhræddu til grafar. Séra Jónas A. Sigurðsson frarndi þjónustugerð bæði að . heimilinu ogj í kirkjunni. J. A S. Arni Thorvarðsson. kappsiglingu okkar landnemanna. Og skilur því eftir, mjög hlýjar og ein- lægar endurminningar allra sem honum kyntust. Af 14 börnum þeirra stórmerku Kalastaða hjóna, systkinum Árna, eru að eins tvö á lifi. Þóra gift Jóni Austmann til heimilis í Winnipeg, og Þorvaröur prentsmiðjustjóri fyrir “Guttenberg” í Reykjavík. Blessun og þökk fylgir Árna, út yfir gröf og dauða frá öllum sam- ferðamönnum. L. G. Þórdís Emelía lErickson Etns og áður hefir verið getið í Logbergi, þa andaðst Árni Þorvarð- son að heimili sínu í Minneapolis í Mmmsota , Bandaríkjunum 17 nóv siðastliðinn. Árni sál var fæddur árið 1862 síðla árs, var því rétt um 61 árs þá hann lézt. Sonur þeirra merku hjóna Þorvarðar Ólafssonar á Kala- stööum á Hvalfjarðarströnd í Saur- hæjarsókn, og konu hans Margrétar Sveinbjarnardóttur prests að Staðar hrauni í Mvrasýslu. Ólst upp hjá foreldrum sinum þar til hann fór til Lgils bókbindara Jónssonar í Reykja- vík og dvaidi hjá hontim þrjú ár vi aö ná fullkomnun í bókbandi. Eft- ir það flutti hann norður til Akur- eyrar og var hjá Friðbirni Steinssyni 1 eöa 2 ar. Sigldi síðan ti] Kaup- mannahafnar og dvaldi þar í mörg ar- Siðan heim til íslands aftur var aS eins eitt ár. Fór alfarinn mngað vestur árið 1890 og settist að yr,r tvö ár 'í Carbery, síðan til , lnniPeg 0g dvaldi þar um tíma. r.!i 211 jÚli eif* *> h»n GníSiumi Guímundsdóttur Gislason- ar og fluttu þau til Minneapolis. Þau hjón eignuðustu tvö börn, son sem andaðist rétt eftir fæSing-, og dóttir sem er frægur .hljómlistakennari og hflr hÍá moöur sinni i Minneapolis, sem hefir venð þeirra stöðugur bú- staður síðan árið 1895, og farnast vel. Og syrgja þær mæðgur ást- ríkan eiginmann og föður, og stað- fastan og góðan mann i hvívetna. eins og hann átti kyn til, var hann og vel skýr og greindur maður. vallarsýn var Árni meðalmað- ur að hæð, dökkur á brún og brá, meö blá fögur augu mjög frítt og að- laðandi andlit, með alúðarbrosi, hvort vindur stóð með eða mót, í andaðist að heimili sínu í Selkirk. miövikudaginn, 25 sept. 1923, eftir all-langt sjúkdómsstríð, *og var banameinið lungnatæring. Hún var fædd að Steinstöðum í suðurhluta Nýja íslands, í grend við Húsavik pósthús, 18. marz 1889. Foreldrar hennar voru þau hjónin Albert Þiðrikson og Elín Pétursdótt- ir. Albert er nú dáinn fvrir nokkr- um árum, en Elín lifir enn, og er á Steinstöðum. Emelía ólst þar upp með foreldrum og systkinum, naut ástríkis og unaðar hjá fólki sínu og vinsælda hjá öllum, sem kyntust "henni. í hýru brosi hennar bjó mergð gæða en á bak við brosið var táp og viljaþrek til að berjast baráttu lifsins i Jesú nafni. Hinn 9. dag októbermánaðar árið 1911 giftist hún Eyólfi Ericksyni og var heimili þeirra upp frá því i Sel- kirk. Þau hjón eignuöust 4 börn. 3 drcngi og eina stúlku, er móöur sina lifa, auk ekkjumannsins, tveir drengíjanna, Elmar ffngimar Law- rence. 10 ára, og Albert Þorkell, 6 ára gamall. Margir gullnir geisl- ar kærleikans og blessunar drottins léku tim heimilið og þau sem það áttu voru sæl í samverunni. Sjúkdómsstriðið var aðalskugginn. Fyrir fimm árum siðan fékk Emelía sáluga brjósthimnubólgu. Eftir all- miklar tilraunir virist hún fá góða þgilsu, en fyrir tvgimur árum fór að hrydda á einkennum tæringarinn ar. Lifsþrótturinn virtist samt ætla að bera hærra hlut. Þá bar að höndum sjúkdómsstríð á heimil- inu. Síðustu átta mánuðina var hún algjörlega i rúrninu, með smá- þverrandi kröftum, en öbiluðutí^ vilja fram aö síðasta andartaki til að hlynna að ástvinum sínum. Sið- asta kvöldið er hún lifði, lét hún dreng ina sína Iesa kvöldbænirnar og kysti þá góða nótt. Hálfum öðrum klukku- tíma siðar var hún liðið lik. Ódauðlegur kærleikur er tengdur við hana sem dóttur og systur, eig- inkonu og móður. Guð blessi þeim öllum dýrmætar endurminningar um hana; en frá sorgþrungnu hjarta ekkjumannsins stígur'-; “Hjartans þakkir, hjartans vinan kæra, Hjartað ríka, stóra hvílstu nú. Glóðheit tár þér grátnir vinir færa: Guð þér launi dygð og trú. Þórdís Emelía Erickson Fcrdd 18 mars 1889. Dáin 25. sept. 1923 Hjartans vina við þitt leiði viðkvæm falla þakkartár, fylgdin þín á förnu skeiði fáði Ijósum timans ár. Nú er stirðnuö höndin hlýja húsið snauða dimt og kalt. Minning þín á milli skýja mýkir þó og birtir alt. Eiginkona, ástrik móðir ætíö varstu trygg og hrein gegnuin lán, og grýttar slóðir gleði vorsins frá þér skein, von og traust á valdið hæsta vermdi geislum hverja þraut, þessi andans auðlegð stærsta æfi þinnar krýndi braut. Börnin okkar hafa hlotið Hjartasárið dýpst og stærst, þau ei lengur þín fá notið þeim, isem æ varst ljósið skærst. Einn eg horfi út á leiðir aðstoð þinni svifttir hér, von og traustið götu greiðir guö er hjá, og bendir mér. Þegar strið og sorgir særa syrtir yfir timans höf, oss er vísuð Ieið að læra lofa hverja drottins gjöf, þótt eg beri harm í hjarta hinstu fram að æfistund, þinnar ástar blómið bjarta bendir mér á sælli fund. f nafni íiyólfs Ericksonar, ntanns hinuar látnu'. M. Markússon. ..——————■■ " ■ ——— ———■ ——— . Fordist vont kvef hafa ávalt til taks nægilegan íorða af meðali þessu, er vissan um það, að hafa þó ávalt eitthvað, er reiða má sig á er á liggur. pér getið aldrei vitað fyrirfram, nær bamið yðar kann að hrökkva upp af blundi með hósta eða hálsmeini. pegar um slíkt er að ræða, er ómissandi að hafa eitt- hvert ábyggilegt meðal við hé'ndina. Slík tilfeHi eru of alvarleg til þess, að þau megi vanrækja. Dr. Chase’s Syrup úr Linseed og Terpentínu, er rétta meðalið, einmitt það meðalið, sem bezt hefir gef- ist þegar mest reyndi á. pér getið fengið Dr. Chase’s Syrup úr Linseed og Terpintínu, svo að segja í hverri einustu lyfjabúð. Biðjið um stærri flöskuna. Reynslan er dýrmætur kennari, og þess vegna er um að gera, að færa sér hana í nyt sem bezt. Mrs. Jeremiah M. Bigelaw, Bigelow, Ont., skrifar: —“Eg þjáðist árum saman af áköfum hósta. Eg reyndi fjölda lækna árangurslaust. Vinur minn ráðlagði mér Dr. Chase’s Syrup úr Linseed og Terpentínu. Eg not- aði í alt fimm flöskur, og þær unnu líkt og um töfra væri að ræða. Síðan hefi eg aldrei kent mér meins og er nú meira en ár síðan.” Dr. Chase’s Sy07,p Linseed and Turpentine 35c. flaskan. prisvar sinnum stærri flaska 75. Hjá öllum lyfsölum eða Edmanson, Bates and Co., Ltd., Toronto. KVEF er ekki lengi að grafa um sig, því áður en þér vitið, er það komið í pípurnar og getur stofnað lungunum í hættu. pótt lungnatæring sé tæpast eins algeng eins og áður, þá eru lungnabólgu tilfellin margfalt tíðari. Af því er um að gera, að vaka ,á verði gegn þeim háska-. lega sjúkdðmi. Hverng gengur að lækna kvef, er að miklu leyti undir því komið, hversu skjótt er gengið til verks. pess ivegna verður aldrei of mikil áhersla lögð á það, að hafa gott meðal við hendina. Með þetta fyrir augum, tókum- vér að búa til hinar stærri meðalaflösk- ur af Dr. Chase’s Syrup úr Linseed og Terpintínu. í við- bót við spamaðinn, sem því fylgir, að Minningarstef Eftir Mrs. bórdisi Emeliu Erickson, Fædd 18. marz 1889, Dáin 26. sept. 1923. Lauf sem lifna á vori, lífs til haustsins njóta; særð, á miðju sumri, sum þó blikna hljóta. Alt sem lifna lítum ltka sjáum deyja, þegar leik þeim lýkur, er líf og dauði heyja. Lánað er oss ekki alvalds ráð að skilja; en því örugt trúum, alt hans lúti vilja. Sviftir vildarvini, vor er þungur tregi, þó lífs á vænna vengi von og trú hann segi. Verður skarð fyr’ skildi, skuggi um heimaslóðir, nár þá brott er borinn barna og hússins móðir. Eins og heiðan himin hylji skruggufeldur; dagsins dýrðarljómi dimmri nóttu seldur. Hver er mannsins missir meiri en ástrík kona? Aðstoð hans og yndi, óður kærstu vona. Ljúf, sem Iifs á þræði lægöi þrauta-örður; hússins höfuðprýði heimilisins vörður. Fár er eins og faðir, finnst ei neinn sem móðir. Móðurbrosin blíðu barnsins dýrstu sjóðir. Hrygðarský er hylja hugfrór sunnu bjarta, er þess bezta athvarf upp við móðurhjarta. Hetju, sem í háska hugardirfsku sýnir, fjöldinn hávær hyllir, heiðurssveigum krýnir. Þó er þrek ei iminna þess, er á beöi nauða, lengi hugarhraustur horfist á viö datiða. Vitund vor er bundin vorum eigin heimi; alt frá æðri svæðum óglögt, sem oss dreymi Ef oss auðið væri ástvin látinn heyra, kærleiksorð hans kynnu að koma oss slíka eyra: Látið jólaljósin loga skært og gleymið allri hrygð og harmi; hugarrósemd geymið. Vitið: mér er valin vist með englum hreinum; sælulifi lifi laus frá jarðarmeinum. Ást mín einnig lifir; ykkur sízt eg gleymi aðsetur þó eigi uppi í sælla heimi. V kkar heillahagur hverju mér er kærri ósýnileg einatt ykkur svíf eg nærri. Valgerður Oddný Elenor Sveinson Mrs. Paul Sveinson og dóttir henn ar, fimm ára gömul, frá Wynyard, Sask., kom til bæjarins rétt fyrir Jólin, til þess að heimsækja foreldra sina Mr. & Mrs. W. G. Johnson að 1580 Wolsley Avenue, Winnipeg. Skugga var kastað á Jólagleðina, því dóttir hennar varð snögglega veik fjórum dögum fyrir jól, en lést á ann- an í Jóltim. Hún var sérlega efnileg og var það þessvegna enn sárari söknuður fyrir foreldrana! Mr. Sveinson kom á jóladaginn til að taka þátt í jólagleðinni, en guð’ þóknaðist að snúa henni í sorg. En vér treystum á guð, og trúum því, að hann láti jólagleðina skína í gegnum tárin og sorgina. Litla stúlk an var jarðsungin af N. S. Thor- lakson. hinn 27. desember síðastl. og var jarðsett í Brookside grafreitn- um. Aðstandendur þakka innilega fyr- ir blómin, sem lögð voru á kistuna, sem og öllurn þeim mörgu, sem á ann- an hátt tóku þátt í þeirri djúpu sorg. Passa Sölva Helgasonar snúinn í ljóð af Sæmundi Þorgilssyni. pagnar tjóður flýja fer Fagni þjóðir kvœðum Gagni Óðins mjöður mér Magni blóð 1 æðum. Virðu'm gjörir vitanlegt Vaskur grérinn stála Lof sem ber af lýðum frekt Líkams fér og sálar. Kvaks af storði keyrð skal Kjalars borða súla \ [því Af svegir skorða settum í Sýslu Norður-QVTúla. Freys um grund og lýsu lá Ljóma þundur beitir Helga kundur SÖlvi sá Sen Guðmundar heitir. Frá mér kýs sá ferðaskjal Fljótt um ísagrundu Sem að vísu^veita skal Voga lísu þundur. Gullsmiður og silfur sá Svegir snari geira Er mála'ri og hetja há Hácskeri og fleira. • Reisa gerir brfjótur brands Um bygðir þverar manna Og öll héruð ísalands Ætlar sér að kanna. í önnur landsins umdæmi Álfur branda glaður Á mörg vanda erindi Eins og handverksimaður. En handverksmaður enginn ftum það eg greini (er Eins vel að í öllu sér Álma glaður reynir. Frægur bara orðinn er Að annara sögnum ísa hvar um frónið fer Fram úr skarar brögnum. Málma alla á og tré ítur falleg klæði Hann má kalla að hagur sé Hér um spjallar kvæði. Hans ímynda konstir kært Kveikja lyndi manna Magnar yndi og aflið skært Uppáfyndinganna. Mjög orðlagður og frábær Unda flagða hristir Finst að bragði firðum kær Fyrir sagðar listir. Listir fleiri fylgja þó Flyst að eyra mínu Kvistir geira' geðs um mó Gisting reyri fínu. Smekk, tilfinning, fegurð; Flugafl minni gæða t (kraft Á bókmentinni ber ótapt Baldu'r svinni klœða. Listum bundin eðlis' art örvalundinn prýðir Og svo undra annað margt Ei sem fundu lýðir. Glímum tamur geira bör Görpum amar veikum Hans líkama feikna fjör Frekt í gamanleikjum. Herðir löngum freys um fljóð Ferðir, göngu spírum Og sund um ströngu, laxa lóð Líka þöngla mýrum. Fram á sundi fleygir brands Fjötrum bundinn kífsins Bjargað hundrað hefir mann Hvals af grund til lífsins. pó nam ylja ekki fám Armóðs bylja rótum Að draga úr hyljum, elfum, ám ósifm, giljum, fljótum. Víða mengið svinnan segg Svo sem þengil metur Síðan drengur drógst á legg Druknað enginn g^tur. Fráir 'handahlaupi á Hafa ei, branda meiður Engin gandreið elta ’ann má Og ekki fjandinn reiður. Sinn veg þegar Sölvi rann Satan fegurð slepti Illúðlegur lanrmar hann Langan veg á eftir. Satan hætti, og sagði um leið “Svoddan ætti að launa Eg nú mætti örvalmeið ALberfættur raunar.” “Treysti eg mér við málma- Mótgerð ‘bera slíka” [grér Sölvi tér, “það sama er Úr sokkunuím fer eg líka. Eins forgyllir sinnu svið Sættir vill ei mölva Hógværð, stilling, hreinlyndið; Herra snilling Sölva. Svo margfaldir fjörkippir Fylgja baldri sverða Hans um aldur íþróttir Ekki taldar verða. Það ágæti má og með Manni bæta fína Lítillæti og gjaffúst geð Gjörir ætíð sýna. , Ef þrýtur gull hjá firða fjöld Flýtur gull af mundum Skrítir gulls af skrúðaöld Sk. . . . gulli stundum. Svo ráðvandur flegir fleins Feilar grand ei halinn Hér á landi er eins Álfur branda talinn. Fyrir iblíðu og frægð sem ann Firða prýðin milda Allir lýðir elska 'hann Eins og 'býður skylda. Mín er skylda að miðla höld Er mætri af snild fram gengur Passa er igildir yfir öld Og ef hann vildi lengur. Eins ef beimur auðs með Ægis teymir kassaiin (söfn Suður í heim um hvíta dröfn H<ann má geyma passann. Rúinn kvíða rekkum hjá Runnur skíða ungur Passann ,þýða ætti á Allar lýða tungur. Mæðukylju mun það fljótt Mýkja og hylja trega Sinn ef vilja seggja drótt Segir skiljanlega. Því við láð ef leggur rækt Linna sáða geysir Skal hann ráða hversu hægt Hér í náðum reisir. Klæðarumur föng nieð fríð Að flestum kunnur gæðum f næði unnir næstu tíð Náttúrunnar fræðum. Fjör ef treynist frægum hal Finni í Ieyni málma Grös og steina iskoða skal Skarpur reynir hjálma. Œruverður við það starf Vart er skerðir prýði Hægar ferðir hafa þanf Hilmur sverða fríði. Hvar sem dvelst og dregst á sveim i Drengur helzt, það! vitum Líki felst ei hans um heim Hvergi í elztu ritum. Á sumrum fetar fjölnis grund Frá því letrið greinir En á vetrum alla stund íþrótt betri reynir. Ferðastjá nær fróni á Fremur sá um vega Veður sjá hann vel út má Vaxinn spámannlega. Hvar urn land sem hjúkrar Hefir branda sviftir (öld Fyrir andans öflin völd Óbotnandi skriftir. ' Skjalaíeikna í bagga ber Brjótur leikni stála Út að reikna ætlar sér Upp að teikna og mála. Ála grundir allmargar Eyjar, sund og dali Hann með undrun útreiknar Alt í pundatali. Hann mælt vel gat héðins Hreina af vélatáli (snót Fannir, inela, fjöll og grjót í finu pelamáli. Rekks ef ýðil reikningar Réna, er víða nutum Tekur fríðar teikningar Af téðum síðar hlutum: Fossum, hveruim, elfum, ám; Eyjum, skerjum, dröngum, Fiskiverirm, gljiúfrum, gjám, Gýgum, kérum, töngu’m. Jöklum, hyljum, jarðföllumr Élju'm, byljum, svipum, Skógum, giljum, grafningum, Grund og þiljuskipum. Eyðisöndu'm, öræfum, Ægisströnd og björgum Vogum, gröndum, vatnsföllum, Víti og fjöndu’m mörgum. Stöðum, fjörðum, fyrnindum, Fjöllum, skörðu’m, dölum, Bygðum, jörðum, búsgögnum; Búu'm, görðum, sölum. Afturgöngum, útburðum, Ormum, slöngu’m, músum, Birting, löngum, brattfuglum, Baulusöng og vanhúsu’m. Höfnum, stöðum höndlunar Hlaupum, vöðum, fenjurm, Fjörum, svöðum fjörgýnar, Fáku’m, tröðum, venjum. Tíðir allar teiknar og Týrinn snjalli geira Skemmur, hjalla, skápa trog, Skrínur, dalla, og fleira. Fiska, bifur, fénað lands Fugla þrifinn skara Upp að skrifa er áform hans Ef hann lifir bara. Af teikning undra týs á 'mey Týrar þundar rasta »— Nefna mundi eg þó ei Einn part hundraðasta. Lætur málverk mönnum falt Mætur álfur geira En kostar sjálfur upp á alt En þó hálfu 'meira. Mín rótgrónust ólsk það er Til allra, og bón ófölva Að alt um frónið lsa hér Allir þjóni Sölva. Enda iþó menn hafi hér Heldur sljóvan forða Elda sjóar glæstum grér gefi nóg að borða. Gefi og láni gull óspart Geirs hver máni óragur pá mun dánu- af Jmanns art Yðar skána hagur. , Hvar helzt sönn 'hans hátign • Heims í rönnum dvelja [fer Silfrið mönnum sjálfisagt er Sölva í hrönnu'm telja. Eins þótt fari úr landi í land Linna skara yggur Menn ei spari svofnis sand Sölvi ef bara þyggur. Vlða fer' hans fraegðin spurð Firðum beri saman Passinn ver hans vitnisburð Víða hér að framan. Gjarnan skyldi greina frá * Geðs i fyldu’m ranni Hann eins gildir himnum á Handa snildarmanni. Ef hættir ganga hei'msstrindi Hels og fangar dægur Og ættí þangað erindi Ullur spanga frægur. Hverja ranna heimi i Hetjan kannar milda Passa annan iþarf ei því pessi kann að gilda. Lista halur fangar frí Ferðaskalið vinna Fyrsta alið Ágúst í Innan sala minna. Tuttugu alls ár tvo þrjú Týrar fals það vita * Átján tals 'með öldum nú F. Oh. Valsöe ritar. Af því að eg sá nýlega ritgerð um Sölva í Lögbergi og “Reisu- passa” hans, þá datt mér í hug að senda Lögberg þenna passa í ljóðum, því eg tel vist að 'margur hafi gaman. af að sjá hann, og hann er óvíða til. Einnig er mynd Sölva óviða, þó 'mun hún fá- anleg. —Með virðingu Halldór Steinmann. SCANDINAVI -AMERICAN Hafið þér í hyggju að flytja hingað vini yðar frá íslandi? Ef svo er, þá hafið í huga vor nýjil siglinga sambönd. frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Halifax N. S. Samböndin milli Islands og Kaupmannahafnar, eru ágæt. Að eins ein skifti milli Islands og Canada. ..Niðursett fargjöld frá Halifax til Vestur-Canada. Umboðsmenn vorir munu með ánæglju veit yður allar upplýsingar, og aðra hjálip. Scandinavian-Ámerican Line, 123 S. Third Street. Minneapolis. Minxu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.