Lögberg - 17.01.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.01.1924, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FI'MTUDAGINN, 17. JANUAR 1924. Lífið lítt bœrilegt sökum Dyspepsia. Heilsa og hamingja koma með “Fruit-a-tives.” Búið til úr bezta jurtasafa. “Fruit-a-tives, hið dásamlega lyf, unnið úr epla, appelsínu, fíkju og sveskju safa, þekkja engan sinn líka í þessu landi. “Fruit-a-tives hafa komið hundruðum til heilsu, er þjáðst hafa af stýflu, magilleysi og dyspepsia. Mr. rankFrank Hall að Wye- vale, Ont., segir: “Eg keypti öskju af “Fruit-a-tives” og byrj- aði að nota það. Mér fór strax að batna. Hafði eg þó lengi þjáðst af Dypepsia og stíflu.” 60c. hýlkið, 6 fyrir $2,50, reynslu- *tkerfur 25c. Hjá öllum lyfsölum eða beint frá Fruit-a-tives Limi- ted, Ottawa, Ont. Bókafregn. Asmundsson Brekkan: De gamlc fortalte. - H. Aschehoug & Co Köben havn 1923. „Enn einn íslendingur; sem ætlar að ryðja sér braut sem rithöfundur á danska tungu“, munu sjálfsagt ýmsir segja og hrista höfuðið um leið. En ekki get eg verið að því. í>ótt mér finnist það að vísu æskilegast, að vér Islendingar gætum notið til fulls þeira skálda og rithöfunda, sem upp fæðast mejal vor, þá get eg ekki láð neinum manni það, að hann freistar þess, að rita á annari tungu, ef hann finnur sterka köllun hjá sér til ritstarfa, þvi að það er ekki glæsilegur framtíðar- vegur að vera rithöfundur á íslenska tungu. Og ef verk þessara manna eru nokkurs virði, auka þau og hróður vorn í heiminum, enda veitir sannar- lega ekki af því. Þeir eru nokkurs konar víkingar og landnámsmenn og nema ný lönd fyrir þekkingu manna á íslandi og islenskum högum. Þessi bók hefir inni að halda fimm smásögur og er óvenju-falleg byrj andabók. Stíllinn er lipur, látlaus og þýður lýsingamar geðfeldar og þannig frá persónunum gengið að manni verð- ur ekki illa við neina þeirra, þrátt fyr- irýmislegt misjafnt í fari þeirra. Það á því fyllilega vel við, að bókin skuli koma út hjá hinu merka forlagi, Aschehougs, sem einnig hefir nú gef- ið út fyrra bindið af Sögum Rann- veigar eftir Einar H. Kvaran í sams- konar útgáfu, en þýðandi þeirra er próf. dr. Valtýr Guðmundsson.— Fyrsta sagan heitir Dronning Gunn- hild og segir frá atvikum úr æsku Gunnhildar konungamóður. önnur sagan er umritun á þjóðsögunni um Djáknann á myrká og gerir einstak lega hugnæma bragarbót á þeirri draugalegu sögu. Þriðja í röðinni er hjóðsagan um Arna Oddsson, er hann var fluttur á einni nóttu landa á milli og reið Brún einhesta ag Austur landi til Alþingis á ótrúlega skömm- um tíma. Fjóða sagan heitir ..En gammel Fortælling fra Nödens Aar, og er æfintýri um ást og fórn. Síð- asta sagan erBrödre, um tvo bræður á Hornströndum, sem elska báðir sömu stúlkuna en hún er kona annars þeirra og segir frá því, að eiginmaðurinn sigldi í dauðann, til þess að eigin- kona hans og bróðir meigi njótast. Yfir öllum sögunum hvílir einhver innilegur, rómantiskur blær, 'og lýs- ingarnar eru í raun og sann íslenskar — spegla þjóðarandann með yndi hans og ógnum, ást og hatri. Þær eiga það vissulega skilið að vera lesn- ar, einnig hér á íslandi. „En hver er nú þessi höfundúr?" munu margir spyrja. Eg þekki han ekkert, en hefi verið svo heppiíi að komast yfir helstu atriðin úr æfisögu hans, og ætla eg að setja þau hér, les- endunum til fróðleiks, sögð með sjálfs hans orðum. „Eg ólst upp hjá föður mínum norður í Miðfirði. Heimilið var frem- ur fátækt, en börnin mörg, og var mér því snemma haldið til vinnu. Lærdóm fékk eg ekki annan en kverið og biblíusögur, skrift og nokkuð í reikningi, en faðir minn var bóka- maður, fróður og lesinn,—hafði af sjálfum sér lært bæði dönsku og sænsku og fékk oft bækur léðar hjá hinum þjóðkunna fræðimanni Þor valdi Bjarnasyni presti á Mel, sem var vinur hans mikill. Faðir minn sagði okkur oft frá því, sem hann las, og þýddi kafla úr því fyrir okkur. Það var þar að auki sið ur að lesa hátt íslendingasögur á vetr- um, og á sunnudögum lestrana í Jóns- bók, en á föstunni hugvekjur og Passíusálmana. Á þennan hátt kom- umst við inn í bestu bókmenir okkar án þess að vita af því sjálf. Það fyrsta, sem eg man eftir að eg las fyrir utan rímur og sögur, var Friðþjófssaga Tegnérs, Sigrún Sunnuhvoli í þýðingu Jóns Ólafsson- ar og gríðar-stór, gömul Veraldar- saga eftir Pál Melsted, og eftir því sem eg eltist,las eg alt, sem eg gat komist yfir — bæði ilt og gott. Á fermingaraldri var eg stundum að hnoða saman vísum, — eg held sjálfur af því, að eg var ástfanginn í ungri stúíku, eða kannske öllu held ur í öllum ungum stúlkum í sveitinni. Mig sárlangaði að fara í latínuskól- ann, en efnin voru ekki til þess, og faðir minn mátti heldur ekki missa mig, því að eg var búhneigðari en eldri bræður mínir, sem fóru báðir til sjóar. Þegar eg var á nítjánda ári, hætti faðir minn búskap, og eg fór þá um haustið að Hvanneyri. Þar.var eg í þrjú ár eða því sem næst. Vistin þar hafði mikil og að mörgu leiti góð áhrif á mig, eg eignaðist jafn- adlra vini, sem eg gleymi aldrei. Þeir sem höfðu mest áhrif á mig, voru Borgfirðingarnir Jón Hannesson nú bóndi í Deildartungu og Sverrir Gislason nú bóndi í Hvammi í Norð- urárdal; — eg á þeirra bróðurlegu vináttu mikið að þakka. Vísnagerðin fór nú mkið fram, en mest var það þó í glensi, eins og gerist þar, sem margir ungir menn og kátir eru saman komnir — og fyr- ir alvöru datt mér aldrei í hug að telja mig meðal skáldanna. F.n eftir að flestir skólabræður vou farnir. fór eg aftur að lesa annað en búfræðisbækurnar. Eg komst þá yfir Ibsen, Goldschmidt, Herman Bang, Björnson, Drachman o. fl., og þá fór mig fyrir alvöru að dreyma um skáldskapinn, sem það hæsta af öllu, en gerði mér þó enga von um að komast áfram á því sviði. En þegar eg fór til Danmerkur 1910 hafði eg aðallega búskapinn fyrir augum. Eg hugsaði mér að fara á landbúnaðarháskólann og þar á eftir í dýralæknaskólann, en fjárskortur hamlaði mér að framkvæma þessa fyrirætlun, og eg hygg heldur ekki, að mér hefði tekist að ná neinu prófi þótt eg hefði reynt. Fyrst um sinn varð eg að vinna að landbúnaðinum, en svo var það, að eg kom í lýðháskólann. Við höfðum ágætann kennara í bókmentum fHelge Hostrup, nú við Fredriks- borg höjskole), og hér var það, að eg tók mig til og vildi inn í andlega lifið — hugsaði mér að verða kenn-( ari. Nú varð eg iaftur að fara að vinna og í tvö ár vann eg sem vinnu- maður á búgörðum. áður en eg fór til Askov. Og þegar eg var búinn að vera eitt ár þar í skólanum, fór eg fyrst að reyna til að rita. Einu snni herti eg upp hugann og sýndi þáverandi skólastjóra J. Appel tilraunirnar, og þótt undalegt sé leist honum svo vel á þær, að hann herti á mér að halda áfram. En ritstprf gefa ekki mikið af sér, og eg varð*bráðum aftur að hætta og fara að vinna fyrir mér. Á þess- um tíma ritaði eg þó nútíða-skáld- sögu er eg kallaði „Menneskebörn", og var hún síðar prentuð í suður- jótska blaðinu „Hejmdal". Striðsárin voru ekki góð til að byrja. Eg fékk mikið að gera sem kennari á veturna, en launin voru svo lág, að eg varð oftast að ganga að vinnu uppskerutímann, stundum alt sumarið, en öllum öðrum tíma varði eg til að lesa. Ef einhver spyrði mig um, hvað eg hefði meint eða viljað með þessari bók, þá myndi eg svara: Að lýsa Gat ekki rétt úr sér. há fór Quebecmaður að nota Dodd’s Kidney PiUs. Mr. E. D. Tremblay er himinlifandi yfir árangrinwn. Pointe Aux Outardes, Que. 14. janúar (einkafregn). Hinir miklu yfirburðir Dodd‘s Kidney Pills, sannast 'mjög ljóslega af eftir- farandi vitnisburði frá Mr. E. D. Tremblay. Um sex ára skeið þjáð- ist eg af gigt svo eg gat ekki einu sinni rétt úr 'mér. Eg fékk mér tvær öskjur af Dodd’s Kidney Pills og er nú alheill. Vitnisburður Mr. Tremblay er í raun og veru vitnisburður þús- unda, sem notað ihafa Dodd‘s Kidney Pills. pað er í sjálfu sér stórmerkilegt hvemig sjúklingar, sem þjáðst hafa árum saman af gigt og nýrnaveiki, hafa fljótt náð 'heilsu eftir að þeir fóru að nota Dodd’s Kidney Pills. petta meðal h.reinsar blóðið á ótrúlega skömmum tíma og kemur líkamanum í sitt eðlilega horf. þjóðarsálinni. Þess vegna hefi eg val ið þau efni, sem þjóðin sjálf hefir skapað. Eg hefi viljað lýsa kærleik- anum, ekki eins og hann kemur fram í hinu hversdaglegasta, heldur eins og hann hefir ljómað 5 draum- um og ímyndunarafli þjóðarinnar. Eg veit ekki, hvort mér hefir tekist það. — Sumar af sögunum hafa orðið til munnlega. Á hverju hefi eg lært mest? Hér í Danmörku á eg mest að þakka öldungnum og sögumæring num H. F. Fejlberg, — samtölin við þennan níræða fræðimann hafa haft mikla þýðingu fyrir mig. !Af öðrum get eg þakkað ágætum kennurum, og af breskum og sænskum rithöfund- um hefi eg lært mikið ft-d. Oscar Wilde, Werner v. Heidenstam), en lítið af Dönum og Norðmönnum, nema Björnson. Að endingu vil eg nefna það, að hin einlæga samúð, skilningur og vin- átta, sem Gunnar Gunnarsson hefir sýnt mér, hefir bjargað mér yfir mörg sker efasemdar og vonleysis, og verið mér, sem björt stjarna i magri hríðinni, á meðan eg hefi barist fyrir því, að fá hugsanir mín ar fram. Vinátta hans hefir verið því fremur óeigingjörn og göfug sem við þekkjumst ekki mikið per sónulega." — Svo fara hr. Fr. Ásmundsson Brekkan orð, og má ganga að jwí gefnu, að lesendum „Visis" þyki gaman að heyra sagt frá baráttu hans með sjálfs hans orðum. Væri THE PRODKAL SON Hin fræga skáldsaga eftir Sir HALL CAINE Er sýnd alla þessa viku í kvikmynd- um á GARRICK leikhúsinu hér í bænum. Mynd þessi er í alla staði stórhrífandi, enda er aðsóknin að henni feykimikil. Einsog kunnugt er, þá er mynd þessi bygð á hrífandi skáldsögu um Island og íslenzku þjóðina. Eru sýn - ingarsviðin hin fegurstu, sem hugs- ast getur, útsýnið tilkomumikið og tignarlegt. Mynd þessi kemur víðar við en á Islandi og inniheldur marg- víslegan fróðleik. Hin ágæta vestur-íslenzka söngkona Mrs. S. K. Hall syngur á leikhúsinu öll kvöldin. Fjölmennið á kvikmyndaleikinn "THE PRODIGAL SON” sem sýndur verÖur alla víkuna á GARRICK THEATRE Á GARRICK STRŒTI ÍFASHION CRAFT $ Hvernig gætuð joér varið að láta þetta sparnaðar-tœkifæri yður úr greipum ganga? ATHUGID! Vér bióðum vður framúrskarandi kostaboð á þessari vorrri fyrstu út- sölu ársins. Hver einasti fatnaður er stórkostlega niðursettur sumir svo að seg.io á verksmiðjuverði. 1 sérhverri deild eru fatnaðir, sem uoorunalega seldust á margfalt hærra verði. Alstaðar fáhevrð kiörkaup. — Vér sel.ium þessa fatnaði í f.iórum flokkum. sem vér nefnum A B. C. og D. Til þess að sanna yður hve miklu vér höfum fórnað. viljum vér benda á að fatnaðir, sem nú seljast fyrir $19.50 kostuðu áður $35.00. Allir fatnaðir eru búnir til samkvæmt nýjustu týzku og þér hafið ábyrgð Peace and Company fyrir því, að vörurnar eru hinar beztu í Wlnnipeg. A B C D 1950 2950 ’3950 54950 20% Afsláttur á hálslíni karla, sokkum, glófum, o. s. frv. Sérstakt úrval af skyrtum fyrir $ 1.45^ Peaee Company Ltd Fashion-Craft Bld£. 260 Porta^e Avenue The Exclusive Store With the Big Value vel, ef þetta gæti hvatt menn til að kaupa og lesa bókina; hún er þess virði. Bókina fékk eg frá Ársæli Árna- syni bóksala, en hún fæst sennilega líka hjá fleiri bóksölum. VerSiS er 4.80 kr. Jakob Jóh. Smári. Gjafir til Betel. Jólagjafir aS Betel i Dec. Ónefndur frá Wpeg.......... $5.00 RagnheiSur Þorkelsson Arnes 3.00 A. S. Bardal Winnipeg .. .. 10.00 Zion church Ladies.......... 5.83 Leslie Sask............... 15.00 Sesilja Johnson Vancouver 10.00 Ónefndur á Betel............ 5.00 Ónefnd kona á Betel . . . . 2.00 do. „ .... * 400 Mrs. A Hinriksson .......... 1.00 Mr. S. P. Bardal ........... 2.00 Ónefndur.................. 100.00 2.00 10.00 1.00 2.00 10.00 5.00 2.00 P. O. Ónefndur á Betel Asta Þóra Johnson Betel Sigurveig Johnson Betel .. Mrs. G. Stephansson Gimli Mr. & Ms. F. Lingdal Gimli Mr. & Mrs. Kristján Jónsson Mrs. Rebekka Bjarnason Nes 88 pd. kjöt 2 bus. kartöflur. Mrs E Elíason Arnes 'P. O. 40pd. kæfu. Mr. & Mrs. H. P. Tærgesen kjöt virSi................... 15.00 Kvenfél. fysta lút. safnaSar Winnipeg.................... $56.00 Haldór Bjarnason Wellington Gr. Wpeg. 1 kassa af eplum. Dr. B Brandsson 5 Tyrkjar 70 pd. Mr. & Mrs. H. KjernesteS hafa gefiS Betel mikið af matvælum eins og undan farin ár. ÞórSur ÞórSarson 5 sekki four Roses Flour. Mrs. Dr. O Stephensen Wpeg. Appelsínur og Bisquit. Jóns SigurSssonar fél. Sælgsctis- kassa handa öllu gamla fólkinu j Miss. E. Júlíus............... 1.00 j Mr. &Mrs Jón Goodman Wynyard poka af ull og ýmislegt fleira. Ónefnd kona á Betel........... 5.00 j Mr. og Mrs Arngr. Johnson Minneota, Minn..........$ 5,00 Kvenfél. “Gleym mér ei” á Svold, N. Dakota......... 10,00 G. J. ísfeld, Mnnesota, Minn 5,00 The Maple Leaf Cremery Co. Ltd., Lundar, Man., .. . . 50.00 Guttorm. Jónsson Gardar. H. Einarsson, Gardar, N. D S. SigurSson, Gardar, .. . S. M. BreiðfjörS Gardar .. Hans Einarson............ Sig. Sigurdson............ S. M. BreiSfjörS......... Jónas S. Bergmann. .. .. Mrs. ;Paul P. Leo Hoban . Sig. DaviSsson............ Mr. & Mre. E. A Eiríkson Thordur Bjarnason . . . . John Matthíasson.......... Sigmundur GuSmundsson . M. S. Johannesson........ Mr. & Mrs. O. K. Olafson. Mr.&Mrs. J. K. Olafson. Samtals $5.00 3.00 5,00 5,00 . .3,00 . 5.00 . 5.00 3.00 1.00 5.00 . 5.00 1.00 1.00 1.00 . 2.00 . 5.00 . 5.00 $47.00 LeiSrétting við siSasta gjafalista. G. S. O. Wpeg. $25.00, en átti að vera $10.00. Mrs. B. K. Johnson í staðinn fyrir Mr. B. K. Johnson. Á eftir nafni Guðbjargar Freeman átti að vera Bantry N. D MeS innilegu þakklæti. J. Johannesson. féhrðir. 675 McDermot Ave., Winnipeg. Anna, skip Höepfners verzlun- ar, á Akureyri, strandaði á Lilta- árskógssandi, í norðanbylnu'iTi «íV astl. mánudag. Var sent skip héðan af Akurey.ri til hjálpar hinu strandaða skipi. —Dagur 15. nóv. Hænir heitir nýtt blað sem far- ið er að koma út á Seyðisfirði. Ritstjórinn er Sigurður Arn- grímsson. >— Dagur 15. nóv. $50 VERÐLAUN ef mér mishepnast við að ræk ta hár, með mínu ágæta meðali. Bezta Kármeðal i heimi. Græðirhár á skðllóttum mönnum. Meðalið má eigi bera á þá staði, sem meira hár skal eigi vaxa. Hreinsar hörundið betur og fljótar en nokkuð annaðhármeðal, Prof. M. S. CROSSE, 448 Logan Ave. - Winnipeg Jólavers. Eftir F. R. Johnson. Sjá, enn eru komin ein Jesú-jól— Ó, játi nú sérhver maSur: AS hvegi er friSur og hvergi skjól, Og hvergi neinn griðastaður, Hvort hátt eða lágt um heimsins ból, Sé herran enn útskúfaSur ! ath: Vers þetta birtist í blaðinu 27. Des., en er nú endurprentaS til leiS- réttingar á litilsháttar prentvillu. Ritstjóri. Vinsainlega tilmælst af F.R. J. FooL Saved in 4 Days! “Ekkert nema Zam-Buk, hefSi geað gert það”, segir Mrs. A. Berryman, 190 John Steet., North Hamilton — er hún lýsir þvi hvernig bún marði á sér fótinn undir vagni. Fóturinn bólgn- aði mjög og fylgdi því hinar sár- ustu þjáningar. Eg var þannig stödd að eg fékk hvorki. hrært légg né liS. TengdamóSir mín ráSlagði mér aS noat Zam-Buk. Árangurinn varS stórkostlegur. “Eftir tvo daga var blógan far- in og innan fjögra daga kendi eg mér einkis meins.” Zam-Buk inniheldur óteljandi lækningaefni úr jurtum, sem græSa og mýkja Jljótar og betur, en nokkur önnur smyrsl. Zam-Buk á engan sinn lika. kaupið öskju í dagM 50 cent hjá öllum lyfsölum. Ókeypis reynslu- skerfur sendur, ef 1 cents frí- merki er sent til Zam-Buk Co., Toronto. ZAMBUK For Healíng!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.