Lögberg - 07.02.1924, Side 4
Bls. 4
ó
LöGBERG, FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR, 1924.
[ ITögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- utabia Pre*s, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg,' Man. TnlMÍmnrt >'-0327 og N-0328
JÓN J. BILDFELL, f ditor
LtanMkrift til b!a5sin»: fi|f COlUIHBIá fRtSS, Ltd., Boi 3)7Í, Wirmipeg, »(an. Utanáilrrif) ritatjórana: EDilOR LOCUERC, Bo* 317S Wlnnipeg, Man-
í i The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
—
Vantar menn.
Það er naumast, að maður taki svo upp nokk-
urt blað, sem gefið er út hér í i’.andinu, að maður
reki sig ekki á þessa auglýsingiu: ”Men Wanted”
('það vantar menn), Og 'maður hugsar lítið meira
út í það, nema ef maður skyldi yera að leita sér að
atvinnu. pá fara mann vanalega að leita sér upp-
lýsinga um hana.
' þó hefir tilfínningin fyrir þessari sömu hugsun
vakað í sálum allra hugsandi manna frá alda öðli,
Og þörfin á mönnum ai’.t af verið söm. pað hefir
yí“t ekki þáð tiffiábíl komið yfir heiminn, að menn
hafi ekki ihrópað af allri hjartans einlægni: “Pað
vantar menn”. Og aldrei hefir hróp mannanna í þá
átt verið eins ákveðið og nú og aldrei ihefir að Líkind-
um verið meiri þörf 4 mönnum en einmitt nú.
Starfsvið vor mannanna eru fjölbreyttari á vorri
tíð, en þau hafa áður verið, og þau eru líka mörg í
meira ólagi.
Vér lítum til þjóðanna, sem í æðiskendum tryll-
ingi ofsækja hverjar aðra á margvíslegan hátt, og
þessi orð ko‘.na ósjál’frátt fram á varir vorar: pað
vantar menn.
Vér hugsum um stjórr.málin, :þar sem hver hönd-
in og hver hugsun er upp á móti annari, og sar.na
röddin kveður við í hugum vorum: Það vantar
menn.
Vér hugsum um ske'.ntana fýsnina og hinn trylta
hugsunarhátt fólksins, sem hefir sökt .því og félög-
um borga og bygða niður í skuldir og erfiðleika þá,
sem þeim fylgja, og segju‘,n: “pað vantar menn.”
Vér reikum víðsvegar um bygðir manna og ból,
og alstaðar vantar menn. V’ið plóginn á akrinum,
á heimilin, í skólana, kirkjurnar; og þegar vér reik-
um um fátæfcraþorpin í stórborgum, og sjáum fólk
þúsundu'.n saman sokkið í eyimd og eyðileggingu, hve
sárt finnur maður þá ekki til þess, að það vántar
menn.
•
Aldrei hefir verið’meiri þörf á mönnum í hei'm-
inum heldur en einmitt nú.
Vér eruVn að hugsa um þúsundirnar af ungum
sveinum og meyjum, sem eru að vaxa upp og þrosk-
ast. Hvað margir af þeim ætli að verði sannir menn
og sannar konur; Skyt’di það verða úr þeirra hópi,
sem leiðtogarir, er heimurinn er að leita að, koma?
Ekki er gott að svara þeirri spurningu. Þó er
það óefað mikið undir þeim sjálfum komið. Vér
erum sannfærðii* um, að hæfileikarnir til þess eru
nógir. Aðal spursáliQ er, er nokku.r á meðal hinn-
ar uppvaxandi kynslóðar, sem ber gæfu til þess að
leggja þá rækt, st’.n nauðsynleg er, við 'hæfileika
sína og temja þá svo «ð hann, eða hún, geti orðið
hæf til þess?
Það getur ekki komið af handa hófi, eða af til-
viljun. Það verður að koma í gegnum áreynslu,
sikilning og fórnfýsi.
Er sá prís of hár fyrir fóf.k, til þess að gjalda á
þessari nautnatíð? Nei, hann er aldrei of hár til
þess að gjalda hann. Því án hans er enginn signr
til.
Marge.r fagrar fyrirmyndir er að finna í sögu
manrsanna þesru máli til skýringar. En ein sú allra
fegursta, er forsetinn ógleymanlegi, Abraham Lin-
coln. Á lífsleiðinni var sá maður þjóð sinni bjart
ljós. Síðan að har.n lézt, hefir hann ekki að eins
verið þjóð sinni fyrirmynd, heldur öi’Ium heimi.
pað geta sjálfsagt ekki allir ungir menn náð
þroskastigi því, sem Abraham Lincoln náði, en vér
erum sannfærðir um, að þeir eru til á meðal vor,
sem ekki skortir hæfileika til þess að ná því, ef þeir
að eins vilja beita þeim rétt.
Síðan að Abraham Lincoln fæddist, eru 115 ár,
12. þ.m. Síðan að hann dó, eru 59 ár í Apríl n. k.
Og það er eins og allar þjóðir heims séu nú að leita
að manni eins og Abráham Linccfn. Svo var Hf
hans þróttmikið — svo er myndin hans fögur þann
dag í dag.
Enginn maður skyldi samt hugsa, að sigurljómi
sá, er hvílir yfir starfi og minningu þess mæta
•manns, hafi verið auðunninn, því hann varð að ganga
í gegn um eldraun þá, sem enginn maður fær kann-
að, ne.ma sá, sem elskar u'mkomuleysingjann og rétt-
lætið, eirs og hann gerði.
‘pað er ekki víst, að eg beri sigur úr býtum, en
trúr verð eg að reynast. pað er ekki víst, að mér
hepnist öll áform mín, en eg verð að fylgja leiðar-
Ijósi því, sem mér er lánað. Eg verð að ljá hverjum
þeim fy.Igi mitt, sem heldur fast við það sem rétt
er.”
petta var stefnrskrá. Lincolns, og frá henni veik
hann aldrei, Ivort het’dur að menn fóru að honum
mcð cróðu eða illu. En til þess þurfti mikið þrek þá
og það þarf milldð þrek til þess enn, að standa við
það, sem maður er sannfærður um að er rétt og sa'tt.
En það verður enginn maður að manni, sem ekki
gerir það.
Abraham Lincoln þurfti líka að gera meira held-
ur.en að standa við það, sem hann áleit rétt að vera.
Hann þurfti líka að taka á móti ihinu bitrasta háði
og svæsnustu árásum sinnar eigin þjóðar, og ann-
ara þjóða, fyrir að gjöra það, sem eftir hans sann-
færingu var það eina rétta. En hann lét það heldur
ekki hrekja sig eitt hænufet af leið, þó hann hafi
án efa fundið sárt til út af því napra níði, sem hon-
um var þá rist, sem merkja má á orðum þeim, sem
til hans heyrðust, þegar að hann eitt sinn var að
ganga um gólf í Hvítahúsinu: “Abraham Lincoln,
ertu maður, eða ertu hundur?”
í kosninga baráttunni, þegar að hann var kosinn
forseti, átti hann eitt sinn tal við vin sinn einn á
þessa f.eið: “Eg finn til skyldunnar, sem er að
leggjast mér á herðar. Eg hefi með lotningu lesið
söguna um son guðs í grasgarðinum, iþegar hann á-
rangurslaust bað um, að sorgabikarinn mætti fram
hjá sér fara. Eg er staddur í Getsemane nú — og
það flóir út af beiskjubikar mínum.”
petta var skóli Abrahams Lincolns—hinn mikli
skóli reynslunnar, og hann hafði lært hinar þyngstu
og erfiðustu lexíur hans, og það verður hver sá að
gera, se'.n, vill’ þekkja lífið elns og það er og gjöra
skyldu sína í því eins og Abraham Lincoln gerði.
Hver veit, nema einhver Abraham Lincolln sé að
vaxa upp hér á meðal vor—einhver afburðamaður,
sem verði eins sterkur vottur réttlætis og kær-
leika, eins og hann var. En hvað sem um það er, þá
er eitt víst, og það er það, að heimuirinn þarfnast
einskis eins mikið eins og manna, slíkra sem hann
var.
Sjúkdómar og Sólskin.
pví hefir lengi verið haldið fram af læknum, að
sólarbirtan væri hinn versti óvinur sjúkdómanna
og einnig er það kunnugt að villimannaflokkar, sem
búa i sólarríkum löndum, eru hraustari heldur en
hvítir menn, sem í sólan’itlum húsum búa.
En þvi hefir ekki verið haldið fram svo vér vit-
um, að sólarljósið sé lækning við öllum hinum
mörgu meinum mannanna. En Sir Herbert Barker
skurði’æknirinn nafnkendi heldur því nú samt fram.
Hann heldur því samt ekki fra'm, að eftir að maður-
inn sé orðinn sjúkur, að þá sé hægt að lækna hann
með sólarbaði undir öllum, -eða flestum kringum-
stæðum. Heldur ihinu, að sjúkdómarnir eigi upptök
sín og iþrífist best í sólari’.itlum húsum og þröngum
götum stórborganna.
Frá sinni eigin reynslu í þessu efni segir Sir
Barker á þessa leið: “Til þess að reyna hver áhrif
sólbað éða sólarhitinn hefir á mig, þá fór eg
til Madeira eyjunnar sólkystu í Atlandshafinu. Á
'meðan eg dváldi á eynni, tók eg sólböð stöðugt, —
annað hvort lá eg á ströndinni við sjóinn, eða var
úti í sjónum. Hörund mitt varð brátt dökkbrúnt, lík-
amsþyngsli mín hurfu og eg varð svo léttur á mér
að eg gat hlaupið eða synt mílu vegar án þess að
finna tifl hinnar minstu þreytu."
Sir Herbert Barker hefir látið í ljósi að hann
ætli í nálægri framtíð að kaupa eina slíka eyju, þar
sem sólarhitinn sé sterkur alt árið um kring og
reyna þar þessa sólböðunar aðferð til fullnustu.
En hann mun ekki ætla að ibinda þessa hugsun við
þá eyju eingöngu heldur hecfir hann gefið stutta
lýsingu á því hvernig að hann hefði hugsað sér að
gjöra fólki mögulegt að nota þetta nokkuð alment:
Eg hefi hugsað mér borg, þar sem göturnar eru
mjög breiðar, og beggja megin við þær standa rað-
ir af húsum, sem veggir al’lir og þök væru bygð úr
gleri, og fter varmi sólarinnar og Ihrein dagsbirta
að njóta sín í slíkum bæ, og fólkið, sem þar byggi
yrði hraust, andríkt og fjörmikið.
Almanak Ólafs Þorgeirssonar.
Almanak ólafs Þorgeirssonar fyrir árið 1924
er nýkomið út og hefir verið sent Lögbergi til um-
sagna. Er það fjölbreytilegt að vanda, flytur auk
mánaðardaga ártöl nokkurra merkisviðburða. Rit-
gerð u'm Winnipeg fyrir fimtíu árum með mynd-
um. Ritgerð um Kristján Jónsson og konu hans í
Duluth Minn., eftir P.H. Luther Burbank með mynd,
eftir séra J. A. Sigurðsson, fróðleg ritgerð um þann
einkennilega afbragðsmann. Saga bómullarinnar
þýdd af G. A. Fyrsta hvíta konan í Vestur-Canada
þýtt af Valdimar J. Eydal. Jmndnám íslendinga í
Big Point ibygð eftir Halldór Daníelsson fyrrum
alþingismann, nákvæm og prýðisgóð ritgerð. Stutt
ritgerð um Magnús bóksala Bjarnason á Mountain
N. D. með mynd. Fyrstu vesturfarar frá íslandi
með myndum. Manntal íslendinga í Canada, sem
þó er auðsjáanlega ónákvæ'mt. Skrítlur og helztu
viðburðir á meðal Vestur-íslendinga á árinu liðna
og mannalát á meðal þeirra. Af þe.«ari efnisskrá
sést að almanakið er eigulegt og líka gagnlegt sök-
um fróðleiks þess, sem það hefir að flytja nú sem
fyr. Það kostar fimmtíu cents og fæst hjá útgef-
andanum Ólafi Þorgeirssyni að 674 Sargent ave.
og hjá íslenskum hóksölum.
Þess verður getið sem gert er.
Lögberg hefir ávalt viljað halda á lofti og
leggja alt sitt lið einlægri viðleitni fslendinga í
framsókn þeirra og samkepni á hinum ýmsu starf-
sviðum lífsins, því fyrst er nú það, að það vill sjá
að íslendingar sæki fram, séu heJzt fre<mstir í flokki,
þegar um framsókn og framfarir er að ræða og á
hinn bóginn er því ljóst, að allar framfarir,
andlegar og verki'egar eru undir því komnar að
menn brjótist áfram, ryðji nýjar brautir og beiti
allri orku, til þess að komast ofun’ítið framar, þó
ekki sé nema nokkur skref, heldur en þeir stóðu
eða standa, sem lo-kið hafa dagsverkimu, eða eru að
því komnir að ljúka við það.
Margt ’mætti teljl* sem íslendingar hér í þessu
framfaralandi Ameríku hafa vel gert, og væri ekki
óþarft verk, að ‘minnast margra þeirra, sem hér
hafa strítt og starfað og rutt sér braut eða eru að
því, sér og þjóð sinni til sóma og þjóðum þessa
mikla lands til uppbyggingar. En til þess er 'hvorki
rúm né tími að þessu sinni.
En á eitt viiljum vér samt minnast í þessu sain-
bandi, sem tveir landar vorir hafa nú nýlega hrint
í framkvæmd hér í Winnipeg, sem er all'mikill
myndarbragur að.
Eins og menn vita eru vetrarskemtanir fólks,
sem býr í stórbæjum, ekkert smáræðis spursmál,
pær eru ungdóminum jafnnauðsynlegar og loftið,
sem hann andar að sér og það er eins nauðsynlegt
að þær séu hreinar og hollar eins og fæðán, seni
ungdómurinn nærist af. Úti skemtanir eru ihér vnarg
víslegar, svo se'm skautaferðir, göngutúrar á þrúgum
og að renna sér á sleðum. En sökum þess að land er
hér slétt þá 'hefir verið lítið um þessar s'Leðaferðir
að undaförnu, að vísu lét bærinn ibyggja rennUr hér
utan til í bænum og seldu fólki aðgang að henni á
undanförnum árum, en 'hún var ófullkomin og frem-
ur lítil rækt lögð við hana, þó hún væri. nauðsyn-
leg því fólki, sem þá skemtun kýs. Og þannig höf-
um vér Winnipegmenn hólkast áfra'm í fimtíu ár,
að enginn 'hefir tekið sér fram um að bæta úr
þessu þar til nú að tveir íslendingar hafa tekið sér
fyrir ihendur að ráöa bót á því, fólki því, sem
sleðaferðum ann til heilbrigðrar skemtunar og
sjálfum sér til arðs.
Mennirnir, sem þetta hafa gert eru þeir feðg-
ar Nikulas Ottenson og sonur hans Snæbjörn, þeir
tveir eða öllu heldur Snæbjörn, sem er rúmlega
tvítugur að aldri er maðurinn, sem kom auga á
þetta af öllum þeim tugum þúsunda, sem í bæ þess-
um búa, og Ihefðu fegnir viljað gera það, og þeir
hafa gjört meira en að koma auga á það, þeir hafa
bygt rennu, sem er lengri og fullkomnari en nokk-
uð af því tagi, sem til er í landinu.
Renna þessi er á fimta þúsund fet á Iengd, og
er svo úr garði gjörð, að ihelmingur hennar liggur
til suðurs, en hinn til norðurs, Við enda hverrar
ál'mu 'hafa þeir bygt iháa pai’la, sem gefa sleðunum
nægilegan hraða, svo þeir . fara með ^reysiferð til
enda á annari álmunni í senn, þegar þangað er kom-
ið er maður annað hvort kominn að stað þeim, sem
'maður fór frá, eða þá að palli þeim, sem er við suð-
ur enda rennunnair og þá gengur maður upp á pall-
inn eftir stórum tröppum sest aftur á sleðán og fer
í hendingskasti aftur á norður enda rennunnar, eða
á stað þann, sem maður fór frá í fyrstu.
All tilkomiumikið er að koma á þennan skemti-
stað að kve’di dags. Rennan er öll lýst með rafljós-
um, rauðum, bláum og hvítum, meðfram henni og á
ipöllunu'm eru meira en átta hundruð 'ljós og 'hefir
Ijósadýrð sú einkennileg áhrif á mann, þegar kveld-
skuggarnir eru búnir að breiða vængi sína yfir láð
og lög, og þúsundir broshýrra unglinga þjóta í gegn
um hið breytlega ljósahaf.
Á Rauðárbakkanum við norðurenda rennunnar,
hafa þeir félagar bygt skála mikinn úr timbri með
miðstöðvarhitun og öllum þægindum, eru í honum
borðsalur, sölubúð, skrifstofa, fatageymsl’uklefi og
danssalur með glæsilega gjörðu eldstæði. Utan á
skála þeim eru níutíu rauð, blá, og hvít rafljós. Inn
í skálamum geta menn setið, er menn vilja og
skemt sér þar við samræður og dans. Stórvirki iþetta
hefir kostað þá félaga stórfé, alt að tuttugu og þrem
ur þúsundum dollara, og hafa þeir feðgar lagt það
alt fram ása'mt einum enskum manni, isem dálítið
fé hefir llagt í fyrirtækið, og er þetta fyrirtæk;
þeirra þeim til stórsóma og væntanlega til arðs, því
aðsóknin er geysimikil.
Scandinavia.
Annað hefti af Scandinavia fyrsta árgangi ei*
til vor komið, prýðisfallega og ved úr garði gert að
öllu leyti. Framan á kápu þess heftis er litmynd af
Brúarhlaðdranga í Hvítá á íslandi, ;skýr og vel
prentuð. Tveir ísi’endingar hafa lagt efni til þessa
heftis, þeir séra Hans B. Thorgrímsen, se'm skrif-
ar um fsland, og fylgja þeirri ritgerð myndir, og
prófessor Skúli Johnson við Wesley Colle&e, þýðir
kvæðið “Brúðarskórnir”, eftir Davíð Stefánsson.
Efni þessa heftis er fróðlegt og skemtilegt og frá-
gangur allur útgefendunum til sóma.
Ryð \ hveiti
Um þessar mundir rekur hver
fundurnn. annan i Ottawa, er
það viðfangsefni hefir til 'með-
ferðar,- með hverjum hætti að
helzt muni verða kleift að ráða
bót á hættu þeirri, sem bændum
Vesturlandsrns stafar af ryði í
hveiti. Þetta 'meiga í raun og
sannlelka kallast g’eðifregnir,
'því hveitiryð er einn hinn skæð-
asti óvinur bóndans. Akrarnir
geta staðið í blóma og gefið fög-
ur fyrirheit um arðvænlega upp-
'Skeru, en á hverri stundu getur
veðráttan breyzt þannig, að ryð
iheltaki hveitið, svo lítið sé ann-
að eftir en stráið tómt, þegar til
uppskerunnar kemur.
Á síðastliðnu su'mri biðu bænd-
ur Manitoba fylkis margra milj-
óna dala tap af völdum plágu
þessarar, og geta vafalaust því
miður átt hið sama á hættunni á
komandi árum, nema því aðeins
að v:ð sé gert í tíma. pað sem
akuryrkjusérfræðingar telja væn-
legast til úrlausnar þessa vanda-
mái’s er það, að strangt eftirlit
skuli með því haft, að þær teg-
undir einar verði ræktaðar, er
mest hafi mótstöðuaflið gegn
ryðplágunni. Hér er um hið
mesta va^da'mál að ræða, með
þvi að ryðtegundir þær, sem nú
bekkjast eru þenar yfir þrjátíu
og má vera að fle'ri séu. Þarf
því auðsvnílega e^ga smáræðis
vísindahí'kkinen. til þess að geta
hrint má’inu í viðunanlegt horf.
Landbúnaðarráðuneyti sain-
ba^disstjórnarinnar hefir kvatt
+il /Hessara fnnda og á bað skilið
þjóðarþökk fvirir. Á fundunum hafa
s°tið nmboðsmenn frá stjórnum
á’lra Sléttufvlkianna, professor-
ar og aðrir ví^indamenn. Er von-
andi að áranwurinn af starfi
þeirra verði mikill og góður.
CANAIMAN ItUIII IC STEAMSHIPS
BEINAK FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA
Ef t>ér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul-
uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
C4NADIAN PACIFIC STEAMSIIIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liveipool beint til Canada
U nboðsmenn vorirmæta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas-
gów, þarsem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifiðtil H. S. BARDAL, 894
Sherhrook Street, eða W. C. CASKY, Gcnernl Ageiit
Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba
Ungmeonafundurinn.
Ungmennafundur sá, sem boð-
aður hafði verið og auglýstur op-
inberlega, kom saman lí kirkju
Fyrsta lúterska Safnaðar í Winni
peg 30. jan. s. 1. kl. 2. e. h.
Mættir voru erindrekar frá 12
Ungmennafélögum og en fremur
fimm af prestum kirkjufélagsins.
Forseti þeirrar nefndar, sem stóð
fyrir, að undirbúa fundinn, séra
Har. Sig'mar, gat ekki setið fund-
inn. Stjórnaði séra Fr. Hall-
grímsson fundinum eftir beiðni
nefndarinnar.
Starfsfundirnir voru tveir,
nfl. dagana 30. og 31 jan og hóf-
ust kl. 2—2.30 éh
Fjögur mismunandi erindi voru
flutt, .af ungmennu'm, sem til
þess höfðu verið fengin af
nefndinni. Voru þau erindi um
ungmeuastarfsemina og isamband
'milli fð’aganna og starfsfyrir-
komulag, þeir, sem erindin fluttu
voru: Miss Aðalbjörg Johnson,
Winnipeg, Miss Jónassína Jónas-
son, Selk., Miss Aðalheiöur John-
ison, 'Gimli, Mr. Lárus Scheving,
Gimli. Að i’oknum þessum erind-
um fóru fram umiræður um sam-
vinnu og fyrirkomulag félaganna
Eftir nokkrar umræður var kos-
in níu manna nefnd til þess að í-
huga málið.
Lagði nefndin síðar fram svo-
hljóðandi tillögur, sem allar voru
samþyktar:
1. Nefndin leggur til að haldið
verði ungmennaþing að ári með
líku fyrirkomulagi og að þessu
sinni.
2. Að fimm manna nefnd sé kos-
in til þess að ihafa undirbúning
þingsins með höndum.
3. Skilningur nefndarinnar er
sá, að tilgangur ungmennastarf-
seminnar sé að glæða kristileg-
ann áhuga meðal unga fólksins,
og-vinna í orði og verki að áhuga
málum safnaða sinna og kirkju-
félagsins.
4. Nefndin telur heppilegt að
leiðtogar safnaðanna hvarvetna
stuðli að stofnun ungmennafélaga
innan vébanda sinna.
Tvær samkomur voru haldnar
meðan þingið stóð yfiir. Að kvöldi
ins 30. jan. fór fram guðsþjón-
usta í Fyrstu ’útersku kirkjunni
er Dr. Björn B. Jónsson stýrði.
Þar töluðu þeir ,séra Fr. Hall-
grímrson pg Sig. Ólafsson. Yngri
söngflokkur safnaðarins söng við
þá samkomu. Seinna kvöldið var
gleðisamkoma Bandalaganna, fyr-
sta lút. 'safnaðar og frá Sel-
kirk. Var fynst breytileg og góð
skemtiskrá undir stjórn Winni-
peg Bandalegsins. Síðan fóru fram
veitingar i -sal kirkjunnar. og þar
næst leikir, sem nænri allir tóku
þátt í og nutu ágætlega samveru-
stundarinnar.
Erindrekarnir voru gestir
Fyrsta (lúterska Safnaðarins með-
an á fundunum stóð, eru þeir
þakklátir fyrir ágætar viðtökur,
sem þeir nutu meðan þeir dvöldu
í bænum.
Óihætt 'mun að fullyrða, að
langt isé síðan jafn ákveðin við-
leitni til isamvinnu ihafi átt sér
stað hjá unga fólkinu, eins og
kom fram á þessum fundi.
Áfram til istarfs og sigurs,
Unga fóllc!
Sig. Ólafsson.
“■ - «.’»*
ísland farsœldarfrón.
Framh. frá 1. bls.
Sumir voru farnir að halda, að
landið væri alt að blása upp og
væri á leiðinni að verða óbyggi-
legt, og vildu þá sumir eggja sem
flesta að forða sér.
En aðrir vitrir menn sáu, að
svo var ekki. Og þeir vissu, aö
með dugnaði og góðum vilja,
mætti enn bggja landið og bæta
iþað, sem hafði niður níðist.
En margir eldri mennirnir, sem
höfðu séð hann svartan fyrri,
trúðu því, að landið væri gott,
þrátt fyrir marga örðugleika, og
þeir trúðu því, að, mest væri und-
ir landsbúum sjálfum komið.
Veldur hver á heldur. pað var
öli’um kunnugt, að útlendingar
fjölmentu á hverju ári upp að
landinu og jusu upp auðœfum úr
sjónum, meðan landsmenn horfðu
á þáð aðgjörðalitlir í landi. Á-
reiðanlega var fátæktin að miklu
leyti aðgjörðaieysi landsmanna
sjálfra að kenna. Skáldin sáu
þetta og komu vel orðum að am-
lóðahættinum í snjölllum kvæðum
eða bitrum eggjunarorðum. Bæði
gjörðu það eldri skáldin, og seinna
þau yngri, eins og t. d. Hannes
Hafstein og Einar Benediktsson.
Út úr kvæðunum skein jafnframt
bjartsýn trú á að hægt væri að
bæta ráð sitt og gjöra betur.
“Sé eg í 'huga 'hátt við storð, —
hundrað skip með frónskum
drengjum,
þrek er í höndum, íslenzk orð,
—eru það sem skipa að herða’
á strengjum”.
Þannig orti Hafstein, er ihann
ungur sigldi “fram hjá Skotlands
fögru ströndum” og diáðist að
dugnaði Skotanna í að bjarga sér.
Og Einar Benediktsson' sagði
við sjávarbóndann:
pú býr við lagarband, bjargar-
laus við frægu fiskimiðin,
fangas'már þótt komist verði á
miðin,
en gefv.r eigi á góðum degi,
gjálfi ®ær við land.
Vissirðu hvað Frakkinn fékk
til ihlutar?
Fleytan er of smá; sá grái er
utar.
Hve skal lengi dorga drengir
dáðlaus upp við sand?”
Og við landbóndann sagði hann:
“Og horfðu heim á bú.
Upp til heiða, endalausar beitir,
en til bygða níddar, eyddar
sveitir,
sinumýrar, rotnar, rýrar,
reita svöruí! hjú.
Og isvo túnið. Sérðu í blásnu
barði,
bóndi sæll, það mótar fyrir garði?
Svona bjó hann, hingað hjó hann,
hann, en ekki þú.”
Smám saman var hafist ihanda
og hver dugnaðarmaðurinn á fæt-
ur öðrum rak af okkur sliðruorð-
ið með famkvæmdum til lands og
og sjávar og sýndu það, að “Táp
og fjör og frískir menn finnast
ihér á landi enn.”
Hafskip voru keypt til að halda
til fiskjar, síðan vélbátar, og
gufuskip og sömu aðferðir notað-
ar til að grafa eftir guilli í sjón-
um og þær, er útlendingar kunnu.
Og þetta hreif til að gefa góðan
arð og gott traust á sjálfum sér.
Og með iðni og dugnaði tókst
bændum og búfræðingum að hag-
nýta sér útlendar aðferðir til að
sýna og sanna, að landið okkar
má líka græða upp og rækta engxi
síður en önnur lönd.
Við efna rannsókn kom í ljós,
að grasið af íslenzfcu túnunum er
•svo efnaríkt og mikils virði, að
töðufengurinn af vel ræktaðri
túndagsláttu getur gefið jafn-
mikinn arð og góð hveitiuppskera
af samskonar akurspildu í Vest-
uriheimi. Smám saman sann-
-AMERICAN
ÍSLAND. ftil CANADA
^ um Kristjaníu eða K. höfn til Halifax, N.S.
6. mar., ‘Frederik III’ 20. mar., 3. apr., 15.
og 29. maí, 3. júl. Næsta dag frá Kristj. Er þér sendið ættingju'm
yðar á íslandi fyrirfram greidda farseðla, þá verið vissir um
að þeir hljóði upp á Scandinavian American Eimskipafélagið
—eða Canada siglinngasambönd þess. Stór skip, með allra
fullkomnasta útbúnaði. Yfir 40 ára æfing í fólksflutningum.
Úrvals fæði, búið til af reglulegum séfrræðingum.
Leitið upplýsinga hjá járnbrautar eða eimskipa umboðs-
mönnum, eða skrifið til aðal skrifstofu vorrar.
Scandinavian-American Lir.e, 123 S. Tihird St., Minneapolis